Heimskringla - 09.01.1935, Side 6

Heimskringla - 09.01.1935, Side 6
6. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JANÚAR, 1935 I VÍKING Eftir R. Sabatini Sú burtvísun sagði til, að kirkjan vildi ekki neitt skifta sér af þeim framar, því tók hið veraldlega vald við haldi þeirra og hið veraldlega vald átti eftir að refsa þeim fyrir þær syndir, sem þeir höfðu drýgt á sjó. Að vísu fundust þeir ekki sannir að neinni sök. En dómstólamir þóttust vita fyrir víst, að sú sýkna væri ekki nema eðlileg afleiðing af því, að færið gafst ekki. Þar í mót, hugsuðu dómstólamir, að ef þeir hefðu komist í færi, þá hefði ekki staðið á syndinni. Sú dómvissa studdist við það, að þegar Spánverjinn skaut fyrir stefni Svölunnar, til marks um, að hún skyldi snúa upp í vindinn, þá beið hún ekki, heldur hleypti undan. Þannig var sönnuð hin vonda samvizka skipstjórans, með órjúfandi þanka og orða skorðum, á Kastilíu manna móð. Skipstjórinn Leigh varði sig með því, að hann treysti Spánverjum illa og tryði því staðfastlega, að allir Spaníólar væru sjóræn- ingjar, sem hver og einn ætti að sneiða hjá, ef ekki væri eins vel til bardaga búinn og þeir. Dómaramir voru þröngsýnir og vildu varla hlýða á, hvað þá fara eftir þeirri máls- vörn. Sir Oliver, af sinni hendi, hélt því kröftulega fram, að hann hefði ekki tilheyrt skipshöfn Svölunnar, að hann væri auðugur og vel metinn maður í sínu landi, tekinn með laun- sátri og fluttur um borð af hásetum og þeim fémútu fúsa skipstjóra. Dómstóllinn hlýddi vel máli hang.og gaf honum gott hljóð, spúrði hann svo að nafni og stétt. Honum varð á, að segja eins og var. Það varð Sir Oliver að mikill kenningu; hann fékk það að vita, hve nákvæmlega hinir spánsku héldu skýrslur og geymdu. Skjöl voru lögð fram í réttinum, svo nákvæm, að dómaramir röktu nær allan feril hans á sjóferðum og við það kom margt smávegis í ljós, sem hann hafði sama sem gleymt, og vissulega horfði ekki til að mýkja dóminn. Hafði hann ekki verið í Barbados eyjum á þessum og þessum tíma og unnið þar galeiðúna Maria de las Dolores? Hvað annað var það en illvirki og hemaður? Hafði hann ekki rænt og sökt byrðing spánskum, fyrir fjórum árum, í Punchal flóa? Hafði hann ekki verið í samfloti við þann sjóvíking og ránsmann Hawkins, á þessum stað og hinum, sem alt var skrifað í skýrslunum; þessar spurningar létu þeir ganga langa lengi, þang- að tU honum lá við að sjá eftir, að hann hafði gert sér það ómak að skifta um trú, með öllu sem því fylgdi, hjá svörtubræðrum. Honum fór að lítast svo á, að hann hefði eytt þeim tíma til einskis og sneitt hjá klerklegum eða andlegum eldi til þess eins, að hanga í verald- legu reipi, eins of blótfórn til refsigóða þess smánaða Spánialands. En til þess kom samt ekki. Galeiður í Mið- jarðarsjó þurftu þá sem mest þrælá við, og því áttu þeir félagar af Svölunni, líf sitt að launa, þó vafasamt sé, hvort þeir hafi fagnað þeim skiftum. Járnhringur var spentur um ökla þeirra og tveir og tveir festir saman með stuttri jámkeðju, reknir síðan í stórum hóp yfir þvert Portugal til Spánar og suður tU Cadiz. Sir Oliver sá það síðast til skipstjórans, er þeir voru leiddir út af hinu daunilla svart- holi í Portugal, og settir í þá haltrandi hala- rófu galeiðu þræla, er suður var rekin; eftir það vissu þeir hver af öðrum í þeirri vesölu þvögu en sáust aldrei. Þegar til sjóborgarinnar Cadiz kom, var Sir Oliver settur í gerði þaklaust, svo fúlt og saurugt, að varla verður með orðum lýst, fult saur, veikinda, kvala, sem forvitnir mega sjálfir kynna sér í frásögnum Henrys lávarðar, en miklu hraklegri og hryllilegri var sú æfi, en hér verði lýst. Eftir mánaðar dvöl í gerði því, varð hann fyrir því, ásamt fleirum, að fyrirliði nokkur kaus hann til að róa á skipi því, er ætlað var að flytja konungsdóttur til Neapel (sem þá lá úndir Spánarkonung). — Þetta átti hann því að þakka, að hann stóð af sér sóttir og veikindi í þessum kvalastað og hinu líka, að hann var ramlega vaxinn; fyrir- íiðinn kleip og þreifaði á vöðvum hans, eins t>g hann væri að velja sér áburðar dýr — en svo gerði hann að vísu. i Á galeiðunni, þar sem kappi vor var 'settur til róðurs, voru fimtíu árar; sjö voru jum hverja ár, þóptur ekki sléttar, heldur með Jpöllum, svo að sá sat lægst, sem var næstur |borði, en hæst sá er hélt um enda hlumsins, log vissi að gangbrú, er lá eftir endilöngu jskipi, milli skut og stafa þilja. Yzt, við gang- inn, var Sir Oliver settur, festur við þóptuna með hlekkjum, og þar sat hann í sex mánuði, jallsnakinn. Milli hans og þóptunnar var ekk- !ert nema þunt gæruskinn, yfrið óhreint. Sjö manna þóptan var varla meir en tíu fet á lengd en bilið milli þóptanna aðeins fjögur fet. I þessu hálfrými, tíu feta löngu og fjögra feta víðu, lifðu þeir, Sir Oliver og sessar hans sex, sínu vesala lífi, vakandi og sofandi, — því að þeir sváfu við árina, í hlekkjunum, þó ekki gætu þeir lagst út af. Brátt harðnaði Sir Oliver svo, að hann þoldi þá óumræðilegu æfi, dauðs manns líf galeiðu þrælsins. En aldrei gleymdi hann sínum fytsta róðri, frá Cadiz til Neapel og sagði svo, að aldrei hefði hann komið í eins hræðilega þraút. Árin var þung, fimtán álna löng, og henni máttu þeir damla í sex til tíu klukkustundir, hvíldarlaust. Hann hafði ann- an fótinn á gólfi, hinn á þóptunni fyrir fram- an sig, ýtti fram hlumnum og uppávið, svo að ekki kæmi á þá kófsveittu, stynjandi þræla, sem framundan sátu, lyfti hlumnum, til að dýfa í blaðinu, reis upp af þóptunni, til þess að njóta þyngdarinnar við átakið, lét fallast ofan í sætið, við glymjandi nið í hlekkjunum, ýtti fram hlumnum á ný og svo koll af kolli, unz hann misti vita sinna not, myrkur sé fyrir augu hans, munnurinn varð skraufþur og kokið og allur líkaminn í brennandi kvala- spennu. Én er svo var komið, reið svipa róðrarstjórans á bakið á honum, til þess a<5 örfa fjörið, hversu lítið sem það dofnaði, en undan þeirri ól kom rák, sem stundum var blóðug. Þannig sat hann við árina bæði daga og nætur, við óþolandi bruna súðrænnar sólar og við hroll af svölum döggum nætur, er hann reyndi að sofa á þóptunni, óhreinn og illa til reika, hár og skegg í flóka af sífeldum svita, ' sem aldrei fékk þvott nema af skúrum, en þær komu alt of sjaldan á þeim tíma árs; ó- lyktin af hans vesælu félögum svo sterk, að honum lá við köfnun, angraður líka af skríð- andi og hoppandi óþrifa kvikindum og hver veit hvað meiri andstygð, í því fljótandi vfti. Honum var gefið maðkað skonrok að borða, fekk þó aldrei kviðfylli, og þrá tólg við, vatn var til drykkjar, moðvolgt og alt annað en ferskt; þó bar það við, ef mjög lengi var róið án hvíldar, að róðrarstjórar báðu um brauð- bita, vætta í víni, og stungu uppi þrælana, til þess að þeir gæfust ekki allir upp. Skyrbjúgur kom upp á þeirri ferð og önn- ur veikindi, meðal róðrar þræla, fyrir utan sár, sem höfðust illa við, undan þóptunum; þau fleiður fengu allir og urðu að þola, sem bezt þeir gátu. Þeim var fleygt í sjóinn, sem urðu veikir, þeir sem hnigu útaf í yfirliði, voru dregnir upp á gang í miðju skipi og hýddir, þangað til þeir röknuðu við; ef þeir röknuðu ekki við, voru þeir hýddir, unz alblóðúgir voru og svo kastað útbyrðis. Það bar við nokkrum sinnum, að vindur var á móti, lagði þá stækjuna af þrælunum aftur á, svo að hún rauk um fagran skála á skutþiljum, logagyltan, þar sem kóngsdóttir hafðist við og hennar föruneyti; þá var stýri- mönnum boðið, að snúa við skipinu, svo að skúturinn horfði við vindi, en þrælarnir urðu að andæfa í margar óralangar klukkustundir, þar til veðurstaðan breyttist, svo að skipið ræki ekki afleiðis. Fyrstu vikuna, sem ferðin stóð, sálaðist nálega þriðjungur róðraþræla, en í stafni var hópur geymdur, til vara, og af þeim birgðum var tekið, til að fylla skörðin. Til þessara of- rauna dugðu ekki aðrír en þeir, sem hraustir voru, og einn af þeim var Sir Oliver. Sá dúgði líka, sem sat næstur honum á þóptunni, maður serkneskur, mikill og sterkur og svq þolinn og vel stiltur, að hann stundi aldrei né kveinaði, en það varð þó flestum; þó ungur væri, lét hann aldrei á sjá, að hann yrði illa forlögum sínum og það þótti Sir Oliver merkilegt. Fyrst um sinn töluðust þeir ekki við, þóttust eiga víst, að hvor væri annars óvinur, vegna mismúnandi trúarbragða, þó fóstbræður væru þeir og félagar í ógæfunni. En eitt kveldið gafst upp við árina roskinn Gyðingur og féll í líknarfult ómegin, var dreg- inn burt og barinn svipum að venju. Þá vildi svo til, að Sir Oliver leit upp og sá hvar maður stóð við handrið á skutþiljum, búinn forkunn- lega í skarlatsrauðum kiæðum; sá var einn af föruneyti kóngsdóttur, tiginn höfðingi í kirkj- unni, horfði á aðfarírnar með hörðum svip og vorkunarlausum og brá sér hvergi. Þá reiddist Sir Oliver allri þessari ómenskú og meir en skepnulegu grimd, svo og köldu miskunarleysi þess höfðingja, er þóttist vera þjónn hins milda og mannúðlega lausnara vors; hann mælti, á spánversku í eyra Márans, sem rembdist við árina, næstur honúm: “Sannarlega er helvíti gert fyrir kristna menn; víst er það þess vegna, að þeir reyna að gera jörðina því líka.” Aðrir útifrá heyrðu ekki hvað hann sagði, af árabraki og hlekkja glamri og kveinstöfum Gyðingsins, en Márinn heyrði og gerðist snar- eygður, hann svaraði, stiltur og öruggur: “Þeirra bíður ofn, kyntur sjöföldum funa, ó, bróðir minn! Ertu þá ekki kristinn?” .Hann talaði mállýsku, sem þá gekk um sjáfarbygð Afríku, norðan til, og kölluð var lingúa franca, einskonar franska, með arabisk- um blendingi, en Sir Oliver skildi hvað hann sagði, nærri ósjálfrátt, svaraði honum á spánsku, því að þá tungu virtist Márinn skilja, þó hann talaði hana ekki, “Því afneita eg frá þessari stundu,” mælti hann, í reiði sinni. “Ef annað eins er aðhafst í nafni einhverrar trúar, þá hafna eg þeirri trú. Líttu á þennan skarlats ávöxt helvítis, hjá skutþilja riði. Sko, hvað pruðlega hann þefar á smyrslabauk, til þess að hans heilögu nasir finni síður stækjuna af eymd vorri og kvölum. Hvað þekkir hann til guðs? Hann kann á guðs trú álíka mikið og á góð vín, góðan mat og ljúfar konúr. Hann prédikar sjálfs afneitun, að sú leið liggi til himing og er til bölvunar dæmdur af sínum eigin verkum.” Hann knúði fram árar hluminn og blótaði hroðalega. “Eg kristinn?” mælti hann, og hló við, í fyrsta sinn frá því hann var hlekkjaður við kvalabekkinn. “Eg hefi fengið nóg og meir en nóg af kristnum og kristni þeirra.” “í sannleika erum vér guðs og til hans skulum vér aftur hverfa,” sagði sá serkneskL Uppfrá þessu tókst vinátta milli Sir Oli- vers og þessa Bianns, er hét Yúsuf-ben-Mokt- ar. Sá var trúmaður mikill, þóttist finna, að góði goðsins eina, hefði niður stigið til Sir Olivers, hann væri við því búinn, að veita við- töku spámannsins kenningu og tók til .að snúa honum til réttrar trúar. En Sir Oliver lét sér fátt um finnast hans fortölur. Hann var ný- búinn að hafna einni trú og þótti sem gild rök þyrftu fram að koma, áður en hann tæki aðra; Yusuf taldi fram dýrðlegar dásemdir til lofs og styrktar. En um þetta þagði hann, heyrt þær sömu fram fluttar, kristinni trú til lofg or styrktar. En um þetta þagði hann, hlýddi vel á ræður hins serkneska og lærði af honum mállýzkuna og það lotulanga kenn- inga gjálfur og líkinga, sem tíðkast í austúr- löndum. Sir Oliver var manna sterkastur og þegar frá leið og hann vandist þrældómnum, jukust honum kraftar, svo að furðu sætti. Svo fór jafnan þeim, sem settir voru við árina, að ann- aðhvort var, að þeir þoldu tekki áreynsluna og sálúðust, eða vöðvar og sinar hörðnuðu, til jafns við hina miskunarlausu áreynslu. Að misseri liðnu var Sir Oliver orðinn sem af jámi gerður og stáli, svo þolinn, að hann fann ekki til þreytu. Þegar þessu hafði farið fram um misseris tíma, gerðist það eitt kveld, er galeiðan var á ferð frá Genoa og fór sem leið lá, fyrir norðan eyna Minorca, að fjórar galeiður serkneskar rendu undan nesi og réðust á hana. Þá varð kall á hinni spönsku galeiðú, að hér væri kominn Asad-ed-Din, en hann var frægastur serkneskra víkinga, frá því hinn ítalski trúníð- ingur, Ochioli, var á dögum (hann stýrði snerknesku víkingaliði í orustunni við Le- panto, mannsaldri fyr 'en hér er komið sög- unni, var þá nefndur Ali Pasha og féll í þeirri orustu). Þá voru barðar bumbur og lúðrar þeyttir á þiljum, er Spánverjar fylktú liði og bjuggust að verja líf sitt og frelsi. Þeir höfðu hjálma og brynjur, atgeira og byssur, en stór- skotum komu þeir ekki við, því að nokkurs viðurbúnaðar þurfti; áður en honum var lokið, skullu stafnljáir þeirrar snekkju, sem fyrst fór, yfir borðstokka, hún rendi á kinnung og svo aftur með og á árarnar; stefni hennar var járni varið, árarnar hrukku í sundur, eins og sinu- strá, og varð af öllu þessu skruðningur og dynkir miklir, er skipin rákúst saman. Upp úr öllu tóku þó vein þrælanna. Þegar árarnar brotnuðu, slóust hlummarnir í fang þeirra, rot- uðust sumir, á sumum rifnaði bringan, marg- ir þeirra dóu þegar en fleiri meiddust, svo hefði vafalaust farið fyrir Sir Oliver, ef ekki hefðu ráð verið viðhöfð. Yus'uf var vanur galeiðu hernaði og sá þegar hvað gerast myndi, Hann keyrði upp árar hluminn sem mest hann mátti og bað Sir Oliver gera sem hann, féll á kné og grúfði sig niðúr, svo að bakið bar ekki hærra en þópt- una, og svo gerðu þeir báðir sem snarast; í sama bili reið hlumurinn aftur og snart þá ekki, en búkar þeirar ej^ sátu á þóptunni fyrir framan .skullu á þá. Þegar Sir Oliver reis upp, var bardaginn byrjaður. Spánverjar skutu af byssum sínum, svo að borðstokkar voru í móðú, í gegnum það kaf réðust Serkir til upp- göngu; fremstur þeirra var roskinn maður, hár vexti og holdskarpur, með sítt skegg, alhvítt; hann var í brynhosum og í hringabrynju, á skuplu hans, sem var snjóhvít, glitti skarður máni af grænum gimsteinum, en uppúr henni stóð hjálmbroddur úr stáli. Hann hló hart og títt, bjúgu sverði, afar stóru en þeir féllu, sem úrðu fyrir höggum hans. Hann ruddist um fast, sem þar færi tugur manns, en á báðar hendur honum þustu fram víkingar og æptu sem hvellast: “Din! Din! Allah, Y‘Allah!” Fyrir því áhlaupi svignaði fylking Spánverja. Nú sá Sir Oliver, að Yusuf hamaðist að hlekkjunum, að reyna að brjóta þá af sér, en tókst seint. Þá beygði hann sig, tók um fjöt- urinn báðum höndum, réttist upp sem tíðast, tók á af öllum kröftum, svo að bitinn rifnaði, sem fjöturinn var festur í, var þá Yusuf laus, nema að þungir hlekkir héngu við þann jám- hring, er festur var um ökla hans. Nú vildi hann gera Sir Oliver sama greiða, en þó að hann væri sterkur, þá gekk það ekki eins greitt, annaðhvort var að hann hafði ekki burði Sir Olivers, eða að gladdurinn var beter festur, en þó tókst þeim að losa hann, þá tók Sir Oliver festargaddinn, steig fæti á þóptuna og rak gaddinn í þann keng öklabaugsins, sem festin hékk á, og ré’tti hann upp, var þá festin laus. Nú sýndi sig, að hann hafði ekki kúgast látið, né þolað þrautirnar þykkjulaust. Festin var hálf önnur alin á lengd, og mjög þung, hið skæðasta vopn, í sterkum höndum, hann greip um annan endann, stökk upp á húfþiljur, grenjaði “Din!” með ógurlegri raustu, réðist aftan að fylkingú Spáanverja og barði hlekkj- unum á báðar hendur; við þeim höggum hélt hvorki hjálmur né brynja, heldur brotnuðu hausar og limir fyrir þeim, hvar sem á komu. Yúsuf sótti á eftir honum og tvíhenti árar- hlumminn, tíu feta langan, en Spánverjar hrukku undan. Sir Oliver sagði svo síðar meir, að hann myndi lítt eða ekki, hvað gerðist, fyr en sú hríð var yfirstaðin. Hann mundi það fyrst, er hann s áhina spönsku standa í hnapp, en skuplaðir víkingar stóðu umhverfis að gæta þeirra, aðrir víkingar höfðu brotið upp þiljur og báru þaðan kistúr og gripi, enn aðrir fóm með þóptum, höfðu meitla og barefli og leystu þrælana, en margir þeirra voru Múhameðs trúar. Hinn hvítskeggjaði fyrirliði víkinga studd- ist við sverð sitt .dökkur á brún og brá, snar- eygður, með arnarnef, og virti fyrir sér mann allsberan sem stóð frammi fyrir honum, mik- inn seni tröll, blóði drifinn, með digra hlekkja- festi í höndum. Yusuf stóð hjá og talaði til fyrirmannsins mjög hratt. Hvítskeggur tók til orða, og var auðséð á augum hans, að honum var glatt í skapi: “Hefir nokkur séð aðrar eins aðfarir! — Sannarlega hefir spámaðurinn léð honum afl til að slá svo forkunnlega hin vantrúuðu svín.” Sir Oliver glotti grimmlega við. “Eg vildi gjalda þeim svipuhöggin — með rentum,” sagði hann. Með þessu móti, sem nú var sagt, hitti hann Asad-ed-Din, hinn ógurlega, yfirráðanda landsins Alsír, og þessi voru hin fyrstu orð sem fóru þeirra á milli. Innan skamms var hann færður á snekkju Asads og fluttur áleiðis til Barbarísins, hann var laugaður og höfuð hans rakað, alt nema ennistoppurinn, í hann var spámanninum ætl- að að taka, þegar hann kipti honum, upp til himins, að lokinni hérvist hans. Þeir þvoðu honum vandlega, færðu honum mat og leituðu honum hægður á alla vegu; loksins færðu þeir hann í klæði, mjög víð, settú strók á höfuð hans og leiddu á skutþiljur, en þar sátu þeir Asad-el-Din og Yusuf, undir sólhlífar skör. Þá fékk hann að vita, að Yusuf hafði ráðið því, að hann var ekki þjáður, heldur meðtek- inn sem sanntrúaður játandi guðsins eina. Yusuf-ben-Moktar reyndist vera mikilla manna, systúrsonur Asads og vildarkappi þess er Allah setti æztan, sjálfs hins Háa Hliðs (soldáns í Miklagarði); það þótti hörmulegt, er kristnir hertóku hann og mikið happ og fögnuður að ná honum aftur. En er hann hafði fengið aftur frelsi sitt, þá gleymdi hann ekki sessunaut sínum við árina, enda lék Asad hin mesta forvitni á að fá nokkuð að frétta um hann; enginn hlutur í þessum heimi þótti hinúm gamla víking jafnast á við hraustan bardaga mann, og aldrei sagðist hann séð hafa eins dýrðlega sjón, eins og þegar sá rami galeiðu þræll sundraði fylking vopnaðra manna og drap margan mann með fjötri sín- um. Yusuf tjáði honum, að sá maður væri fullþroska aldin handa spámanninum, að góði goðsins eina væri yfir honum og að hann mætti teljast gildur og góður Muslim (Mú- hameðs trúarmaður), að andanum til. Nú er Sir Oliver, þveginn, ilmi sleginn, klæddúr hvítri skikkju og skuplu, svo að hann sýndist stærri en hann var, gekk fyrir Asad-ed-Din, var honum gefið í skyn, að ef hann vildi gerast trúr fylgjandi spámannsins, og verja þeim kröftum og kjarki, sem goðið eina hefði veitt honum, til að eila hina sönnu trú og til að refsa óvinum Islam (Múhameðs trúar), þá biðu hans mikil metorð, auður og upphefð.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.