Heimskringla - 09.01.1935, Side 7

Heimskringla - 09.01.1935, Side 7
WINNIPEG, 9. JANÚAR, 1935 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. FRAMHALDSLÍF OG NÚTÍMAÞEKKING eftir séra Jakob Jónsson á Norðfirði. Það hefir dregist vonum leng- ur, að út kæmi á íslenzku bók, sem í væri heildaryfirlit yfir niðurstöður og rök sálarrann- sóknanna. Sú hreyfing, sem af þeim hefir hlotist, og nefnd hef- ir verið í grein hér í blaðinu andsæisstefnan, er orðin það sterk á landi hér, að full ástæða er til að draga saman rök henn- ar í eina heild. Það hefir nú séra Jakob gert á svo skýran og gagnorðan hátt, að það má telja vel af stað farið. Séra Jakob hefir dregið að sér mörg gögn, jafnt úr hérlendri sem erlendri reynslu, og leggur þau á borðið, til að vitna um hina vísindalegu staðreynd, að “takmarkið æðsta er ekki gröfin, heldur himin- inn”. Bók hans er skift í fimm kafla, er nefnast: I. Þekkingin, II. Efnið, II. Dularfull fyrir- brigði, IV. Skýringar og V. Gröf eða himinn. Rekur höfundur efni sitt alveg frá rótum, eins og efnisyfirlitið ber með sér, og flytur rok sín með skarpskygni, hispursleysi og heilbrigðri gagn- rýni. Formála fyrir bókinna hefir Einar H. Kvaran rithöfundur skrifað. Er það út af fyrir sig næg m'eðmæli með bókinni. — Bendir hann á þá staðreynd, að fyrir 30 árum hefði það þótt ó- trúleg saga, að þjónandi þjóð- kirkjuprestur yrði fyrstur manna til að semja slíkt rit sem sem þetta. En hann bendir jafnframt á, að hér sé þó um einkar eðlilegt fyrirbrigði að ræða, því að engum standi nær en einmitt prestum að kynna alþýðu þessi mál. Og hér eigi einmitt hlut að máli prestur, sem sé með afbrigðum áhuga- samur við embættisstörf sín. Ætti sú staðreynd að vekja alla íslenzka kirkjumenn til þess, að hagnýta sér þá hjálp í starfi. sínu, sem þessi bók leggur þeim upp í hendur. Myndu þá þau ummæli hr. Kvarans ekki missa marks, er hann telur þessa bók “einn vott af mörgum um það viðsýni og frjálslyndi, sem býr með hinni íslenzku prestastétt”. Það hefir farið svo í ýmsum nágrannalöndum vorum, að kirkjan og sálarrannsóknirnar I hafa 'lent meir eða minna á öndverðum meiði. Hefir enda kveðið nokkuð að því í Eng- landi, þar sem sálarrannsókn- irnar mega teljast hvað lengst komnar, og andsæisstefnan út- breiddust. Ýmislegt bendir til, að svo muni ekki þurfa að fara hér, og er þess væntandi, að bók séra Jakobs reynist sterk stoð undir samvinnu þessara ná-skyldu andlegu hreyfinga. Framhaldslíf einstaklingsins er ein megin-stoðin undir allri siða kenningu Jesú, og alt, sem verð- ur til að hjálpa til að sannfæra menn um raunveruleik þess, ætti að vera hverjum íslenzkum kirkjumanni kærkomið. E. P. Briem bóksali hefir gefið bókina út, og prýtt hana all- mörgum myndum, til skýringar textanum. Frágangur allur er hinn prýðilegasti og útgefanda til sóma.—Kirkjublað. . Erlendur Ottesen Erlendsson Frá Reykjavík á fslandi — f. 28. nóv. 1888—d. 18 júlí 1934 Minning — Með innilegri hiuttekning og samúð til ekkjunnar og barnanna wjhie F 0 R tOMPtEIE- , PROSPECTUS BUSINESS EDUCATION ^rr' >ou á , Jemandí <A eeá ,.TKeD«n«v CoUege courw’ i . —-4 are stretunlined r stenograpn^. ■tsrssa for 9°ur comprete K° T ' ^'e cW fa)ntmgiorU' i-cíff n&’ Tr to^enls • , reel 5t* V i” W- Cr'5tTlceneJ.T T'TUcoUege. ltest UB»n*» Nýjan skipaskurð eru Frakk- ar að gera milli ánna Rhone og Rín, þegar hann er fullgerð- ur, má sigla milli Miðjarðarhafs og Norðursjóar, eftir nefndum fljótum. * * * Frakkar eiga 185 herskip, til saman 541 þús. smál'estir; 35 hafa þeir í smíðu'm. * * * Frá því Serbía brauzt undan stjórn Tyrkja fyrir 100 árum, hefir annarhvor kóngur í því landi verið myrtur. * * * Stærstu skipakví í Evrópu. af þeim sem þurausa má, er ítalska stjómin að láta smíða í Neapel. Hún er 1100 fet á lengd og á að kosta 4 miljónir dala. VfSAN í A MAIL THIS COUPON TO-DAY! I* To tKe Secretery: Dominion Business CoIUge Winnipeg, Manitobe WitKout obligation, please send me full particulars of your courses on “Strettmlin•,* business training. Addr«« ........................... ............. ^6cDominion BUSINES# COLLEGE 0N THE MAIÍ. WINtJIPEG - Frh. frá 3. bls. Álma spennir ófrægur ort sem þenna brag hefur, sóma grennir gæða þur, góðra kvenna nýðingur. Þá hefir mér verið kend eftir- farandi vísa, sem andmæli gegn kaffivísunni. Þú kveður nýð um konurnar korða víðir lista spar, hressa lýði hugprúðar og hrinda kvíða blessaðar. Guðmundur Erlendsson alinn upp í Mýrasýslu, kveðst • hafa lært kaffivísuna mjög snemma æfinnar, og ekki vita annað en hún þá hafi verið gömúl, en engan heyrt nefndan sem höf- und. Hann kunni þessa and- stæðu vísu: Ketil væta konurnar, kaffið sæta drjúghentar, auka kæti alstaðar og efla mæti velferðar. Carólína ólafsdóttir frá Skjaldartröð á Snæfellsnesi, kveðst kunna kaffivísuna og lært hana ung af móður sinni, og veit ekki annað en móðir sín hafi kunnað hana lengi. Hún segir einnig að Sigurdrif hafi verið til heimilis hjá foreldrum sínum og lært margar vísur hennar, en aldrei segist hún hafa heyrt Sigurdrifu' eigna sér kaffivísuna, eður aðra eigna henni hana, og aldrei heyrt að vísan hafi orðið til á Snæfells- nesinu, og ætlar hana gamla. Háöldruð kona hálf nýræð Guðrún Grímsdóttir (nýdáin) sagðist hafa lært vísuna í Mý- vatnssveitinni fyrir 1870, og lært hana sem gamlan hús- gang, og enginn vissi um höf- und. Önnur kona merk hátt á ní- ræðu, Steinunn Jónsdóttir, syst- ir Sigurðar bónda Jónssonar á Seilu í Skagafirði, segist hafa verið búin að læra kaffivísuna 1859, en ekki getur hún upp- lýst um höfundinn. Ögmundur Jónsson frá Görð- I. Þú lékst þér uin Arnarhól ungur og öslaðir Tjörnina og Lækinn, varst þá ekki í hreyfingum þungur, en þéttur á velli og frækinn. Þig lofuðu leikbræðra tungur fyrir lipurð; á brekkurnar sækinn. Þú bygðir þér seiðhjall við sjóinn og sást þaðan langt út í geiminn; kringum Engey lá óvæður Flóinn, fyrir ungsvein til stórræða feimin. Þú elskaðir Esjuna og snjóinn, 'en óskirnar voru út í heiminn. II. Og þó fanst þér borgin þín bera við ský og bezt væri að ieiga þar heima, þó híbýlin væru ekki vegleg né hlý fyrir vonir og óskir að geyma. Og móðurlaus drengur! — mest það var af því, að þig var um fjarlægð að dreyma. Þú vissir þú áttir að elska þitt land, með öllum þess fjöllum og dölum; oft berfættur gekstu þar brimlaminn sand, við blysljós frá stjarnanna sölum. Og skútan þín djarfsigld, fór daglega í strand með djásnin þín, leggjum og völum. III. En nú kemur skip, eftir níu löng ár og nú áttu draumar að rætast. Þér fanst að þú verða þá fimm sinnum hár af ferða bug — samt varstu en þá svo smár. Og útþráin — brosandi bað mig um tár fyrir blessaða landið í skilnaðar gjöf — sú hugsun fylgdi þér fram að gröf, þar sem ástin og eilífðin mætast. IV. Eftir sjóvolk frá ættjörð nú eygðir þú land, sem áður fann Leifur hinn hepni, og þar fanst þú liðtækt að lenda við sand því í lund þér, var samskonar kepni. með Ijúfmensku og glaðværð þar lífinu sleizt og lagðir í þjóðveggin steina; þar lærðurðu að elska, þín ástmey gat treyst þér í ástum, ef það kom til greina. Og svo liðu árin; sem elfur að sæ og ötul var lund þín til starfa. Nú vildir þú kvongast og byggja þér bæ! og berjast til alm'ennings þarfa og fleyja ekki sérkennum frónskum á glæ, sem fánýtu moði og arfa:— Nei, Guðrún var íslenzk, sem elskaði þig og ætlaði að gera þig frægan, en tíminn varð stuttur, því samur við sig sífelt er dauðinn, nú skelfir það mig, — í dómsök skal hafa mig hægan. V. Heyrðist hvellur og dynur — eins og haglþrumu hvinur, í hömrunum bergmálið drundi. Rafþræðir brennandi brustu, brunaliðs-vagnarnir þustu, sviðnuðu bjargsteyptir bogar, blossuðu hamslausir logar, það varð sprenging sem sló þig, gjörði spell þeim, sem unna, og spilaborg lífs þíns var hrunin til grunna, á svipstundu alt þetta yfir þig dundi. VI. Að endingu, vinur minn vísan er búinn, eg verð aldrei skáld, eins og sumir þeir stærri; en eg vildi kveðja þig frá okkur flúinn til fegurra lands, þar sem sólin er skærri; þín drenglund var íslenzk, af árvekni knúinn í arftöku liðinu sýnast þeir færri. Þú ert dáinn en lifir og vakir að vinna að velferð og kærleik, til ástmenna þinna. Þ. K. K. -September, 1934. um í Kolbeinsstaðahreppi í Mýrasýslu, nú á þriðja ári yfir nírætt, alsjáandi á bók, og mjög lítið hærður, og að útliti sem 75 ára gamall maður segist sem aðrir, kunna kaffivísuna, og lært bana snemma æfinnar af föður sínum, en bvenær faðir hans lærði vísuna veit hann ekki, en hyggur hana gamla, eina af þessum lífseigu og land- fleygu' vísum. Með þessu verður svo vitna- leiðslunni hætt en þar fyrir utan má geta þess að eg hefi glöggar fregnir af því að hún var lærð sem gömul vísa af unglingum um 1870 í Eyjafjarðarsýslu, 1 Þingeyjarsýslu, Húnavatnssýslu, | Mýrasýslu, Borgarf jarðarsýslu I og austur í Árnessýslu. Að öðru j leyti hníga vitnisburðir fólks, i að því að vísan er eldri en fyrst er ætlað, eða frá 1862. Býsna ólíklegt er það að hún sé eftir konu sem verður fyrir alvarlegri ávítun fyrir eyðslu- semi. Eg held konum hafi 1 aldrei komið svo vel orðið eyð- sluklær, að þeim hefði fundist ástæða til að taka í sama 1 streng og yrkja brígslyrða vísu um sig og konur yfir höfuð; nær mundi, að konan hefði -brugðist reið við, og reynt að hrinda af kvenkyninu áburðin- um, og aldrei vissi eg þá ónátt- úru hjá konum að þær legðust á samstétta konur sínar; hitt vita menn fremur að þær lentu í deilum við karlmenn fyrir sitt kyn, bæði í bundnu máli og ó- bundnu. VTsurnar bera það líka með sér, að höfundur þeirra skilja að uppruna vísan sé eftir karlmann og því er karl- mönnunum þorinn sá löstur á brýn, sem þeim er ætlað þyngst undir að búa, og felst í orðinu “fyllisvín”, og meira en jafn- gildir orðinu eyðsluklær um konurnar. Niðurstaðan virðist þá þessi: Vísan er eldri en frá 1860, og ekki eftir konu og höfundurinn ófundinn sem í upphafi greinar- innar, það mun líka reynast ofurefli að finna höfunda að þessum gömlu og góðu lands- horna vísum og er þessi tilraun gott dæmi. Grein þessi hefði átt heima í Blöndu því þar er fyrri hlutinn, en reynslan befir sannað mér að þangað komast greinar mín- ar ekki, fremur en ríkur maður í himnaríki, verði hann að troð- ast gegnum nálaraugað. Erlendur Guðmundsson frá Mörk NAFNSPJOLD Dr. M. B. Halldorson G. S. THORVALDSON 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 B.A., LL.B. Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Lögfrœðingur Er að flnni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. 702 Confederation Life Bldg. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 158 Talsimi 97 024 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Hornl Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyma- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hdtta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsimi: 26 688 Heimlli: 638 McMillan Ave. 42 691 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Presh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandlc spoken Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsfmi 30 877 Viðtalstimi kl. 3—5 e. h. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hotirs: 12-1 4 P.M. - 6 P.M. AND BY APPOINTMENT W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudae 1 hverjum mánuði. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl í viðlögum Sími: 36 155 682 Garfield St. A. S. BARDAL selur likkistur og annasit um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. _ Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG RAGNAR H. RAGNAR Píanisti oa kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin MARGARET DALMAN Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 YIKING BILLIARDS og Hárskurðar stofa 696 SARGENT AVE. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR Knattstofa, tóbak, vindlar og vindlingar. Staðurinn, þar sem Islendingar skemta sér. 212 Curry Bldg., Winnlpeg Gegnt pósthúsinu Simi: 96 210 Heimilis: 33 328 UNCLAIMED CLOTHES All new—Not Worn Men’s Suits & Overcoats 479 PORTAGE AVE. I. H. TURNER, Prop. Telephone: 34 585 "WEST OF THE MALL—BEST OF THEM ALL” Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 762 VICTOR ST. SlMI: 24 500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Síml: 92 755 Svanhvít Jóhannesson, LL.B. lslenskur "lögmaSur” Viðtalsstfa: 609 McArthur Bldg. Portage Ave. (1 skriístofum McMurray & Greschuk) Sími 95 030 Heimill: 218 Sherburn St. Sími 30 877 Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. MAKE YOVR PLEASANT LUNCH HOUR DATES AT The Jflarlborougí) ^otcl A Service to Suit Everyone LADIES MEZZAMNE FLOOK 11.30 to 2.30 Special Limcheon 35c BUSINESS MEN CLT'B LUNCHEON—11.45 to 2.30 50c and 75c also a la carte COFFEE ROOM (Men & Women) SPECIAL LUNCH, 12-3______40c SPECIAL DINNER, 6 to 8....Ö0C Talsimi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL TANMLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG LESIÐ, KAUPIÐ OG BORGIÐ HEIMSKRINGLU Dr. A. B. Ingimundson TANNLÆKNIR 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slml: 22 296 Helmllia: 46 054

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.