Heimskringla - 09.01.1935, Síða 8

Heimskringla - 09.01.1935, Síða 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JANÚAR, 1935 Nýárs kveðja TIL UR. RICHARD BECK Eg þekki dreng meö djúpa og hreina sál, sem deilir ekki á þá, sem vita minna, sem heilskygn talar hljómskært feðra-mál, og hugans göfgi allir sjá og finna. Hann víðsýnn rúmar alt í andans höll, frá yztu skautum himins, eins og jarðar; hann leikur sér um Ijóðs og sögu-völl að lífsins myndum, jökuls milli og fjarðar. Og Ijúfm'enskan er léttstíg, eins og barn, og laðar eins og bros u'm meyjar vanga, hún bræðir, eins og sólskin svellahjarn, er sumarblóm um vordag byrja að anga. Eins svifhár líkt og svanur fljúgi um geim, með segulmátt og fögrum töfrahljómi, hans frægð berst út um allan menta heim, hann er að verða lands og þjóðar sómi. Þ. K. K. -4. jan. 1935. FJÆR OG NÆR Messur í Nýja Islandi, flytur aéra E. J. Melan sem hér fylgax Arborg, sunnud. 13. jan. kl. 2. e. h. Riverton sunnud, 20. jan. kl. 2. e. h. Gimli sunnud. 27. jan. kl. 2. e.h. * * * Séra Jakob Jónsson messar í Mrkju' Sambandssafnaðar í Winnipeg næstkomandi sunnu- dag. * * * Ræðan sem séra Jakob Jóns- son flutti á jóladaginn í kirkju Sambandssafnaðar er prentuð í blaðinu að óskum fjölda manna er hlýddu á hana. * * * Nýútkomin bók Framhaldslíf og nútímáþekking eftir séra Jakob Jónsson Magnus Peterson, 313 Horace Ave, Norwood, Man., mu'n hafa útsölu á bók þessari. Bókin kostar í bandi $2.50 og í kápu $2.00. Nokkurra eintaka er von vestur innan skamms, og þeir, sem óska eftir að eignast bókina sem fyrst, eru beðnir að leggja inri pöntun til útsölu- mannsins eða á skrifstofu ís- lenzku vikublaðanna eða á 906 Banning St., heimili Gísla Jóns- sonar. * * * Heimilisiðnaðarfélaglð heldur næsta fund sinn á miðvikudags- kvöldið 16. janúar að heimili Mrs. Albert Wathne, 700 Bann- ing St. Þetta er ársfundur deild- arinnar og meðlimir því beðnir að sækja fundinn. * * * Ungmennafélagsfundur Opin skemtifundur verður haldin í fundarsal kirkju Sam- bandssafnaðar í kvöld (mið- vlkudaginn 9. þ. m.) kl. 8. e. h. Ýmislegt verður þar til skemt- aria og er sérstaklega óskað eftir að yngra fólk safnaðarins f jölmenni. Pundur þessi er aðal- lega boðaður fyrir yngra fólk, ag er það alt boðið velkomið og eigi sízt það sem gestkomandi er í bænum. * * * Hr. Geir Thordan, sonur Þórhalls Daníelssonar í Höfn í Hornafirði, Skaftafellssýslu, á fslandsbréf hjá G. J. Oleson, Glenboro, Man. Hann eða ein- hver sem veit um heimilisfang hans geri svo vel og geri að- vart — svo hægt sé að senda bréfið án frekari tafar. * * * Fálkamir unnu frægan sigur á Amphitheatre skautahringn- s. 1. föstudag og mánudag. — Þeiir léku móti Elmwocýl á föstudaginn og unnu 3 á móti 1 og Selkirkingum á mánudag og unnu' 5 á móti 3. Þeir standa nú hæstir í sinni flokkaskifting. * * * Gleymið ekki! Spilakvöldunum í Goodtemp- larahúsinu á þriðjudögum og föstudögum. — Góð verðlaun! Gott músik! Inngangur 25c. Allir velkomnir. * * * Leikfélag Sambandssafnaðar heldur fund í samkomusal kirkj- unnar á fimtudagskvöldið 10. þ. m. stundvíslega kl. 7. Áríð- andi mál liggja fyrir og era' sem flestir beðnir að mæta. * ♦ * Jörð til sölu í Vancouver, B. C. 4>/2 ekra við Bumaly vatnið. Landið er hreinsað og mest alt í túni, fyrirtaks jarðvegur, út- sýni framúrskarandi fagurt. — Þar er nýtt 4-berbergja hús, 26x28 með steypu kjallara, hús- ið er plastrað og hefir ljós og vatn. Heyhlaða fyrir 4—5 tonn Það er aðeins 25 mínútna ferð frá Vancouver, P.O., og strætis- vagnin fer fram hjá plássinu. Þetta fæst fyrir mjög sann- gjarnt verð. Frekari upplýsingar fást hjá: H. J. Thorson 1784 34th Ave. E. —Vancouver * * * Sveinn Einarsson frá Calder, Sask., kom til bæjarins s. 1. mánudag. Hann kom með vagn- hlass af svínum til markaðar. * * * Sveinn kaupm. Thorvaldson frá Riverton, Man., var staddur í bænum s. 1. föstudag í við- skiftaerindum. * * * P. N. Johnson frá Elfros, Sask., var staddur í bænúm um helgina í erindum fyrir gripa- samlagið í Saskatchewan. Séra Jakob Jónsson flytirr ræðu á samkomu, sem haldin verður á Lundar þann 18. þ. m. og flytur guðsþjónustu í kirkju Sambandssafnaðar þar snnnu’- daginn næstan á eftir, þann 20. þ. m. * * * Bleggi Oddleifsson frá Ár- borg, Man., hefir verið um viku- tíma á sjúkrahúsinu í Winnipeg. Hann var skorinn upp við kvið sliti og er sagður á batavegi; býst við að fara úr spítalanum á laugardag. * * * Dánarfregn 1. jan. 1935 ,lézt að Ashera Guðmundur Pálsson, rúmlega 81 árs að aldri, ógiftur og bam- laus. Hafði verið hér í landi 45 ár og lengst af þeim tíma bú- settur við The Narrows, Man. Guðmundur var fæddur og uppalin í Vatnsdalnum í Húna- vatnssýslu' á Íslandi, sonur hjónanna Páls Snæbjömssonar (af hinni kunnu Snæbjarnar ætt þar) og Ingiríðar ólafsdótt- ur frá Eiðstöðum. Guðm. var vel vitiborinn eins og hann átti kyn til, og beitti því hispurs- laust eða skoðunum sínum við hvem sem í hlut átti, án tillits til hvort þeim sem við var rætt líkaði það eða ekki, en var þó maður á bak við orðin til að skapa þeim fuit gildi og vildi því ekki skulda neinum hvorki í efnalegum né andlegum skiln- ingi. En þó ætíð tilbúinn að leggja þeim lið, ef hann áleit að þess þyrfti með sem hann kynt- ist. S. * * * íslenzkt Taxifélag Vér viljum beina athygli ís- lendinga að því, að nú fyrir tæpum 3 árum síðan stofnaði Mr. Arthur Dalma,n Taxifélag og hefir það stöðvar sínar á hom- inu á Sargent og Agnes. Þeir hafa ágætis bíla upphitaða, og hringja má til þeirra hvort held- ur er á degi eða nóttu. íslend- ingar ættu að hlynna að þessu fyrirtæki, þeir nota taxi svo mikið að eitt þesskonar félag ætti vel að geta borið sig og náð að vaxa. Hugsið um það, það er ekki einskis vert að þjóð- flokkur vor geti náð fótfestu' við sem flest fyrirtæki í bænum. Eigandinn er Arthur Dalman, sonur eins gamla landnemans, Jónasar Dalmans er síðast bjó á Gimli. # * * SAMSÆTI í tilefni af heiðri þeim, og viðurkenningu, er hr. Sveinn kaupmaður Thorvaldsson, í Riverton hefir nýlega hlotið, hefir Þjóðræknisféiagið ákveðið að minnast þess viðburðar með því að gangast fyrir samsæti er haldið verður í Fot Garry Hotel- TAXI? Phone us— PHONE 34 555 SARGENT TAXI Day og Night Service “If you we satisfy, Others please notify” Minimum by-law rates inu í Winnipeg þann 24. þ. m. og hefst klukkan 6.30 e! h. Konur og karlar sem þátt vilja taka í samsæti þessu eru beðin að gefa sig fram á skirf- stofúm íslenzku blaðanna, Lög- bergs og Heimskringlu, þar sem áskriftar listar verða til staðar, og borga þar þátttöku gjald sitt, sem er $1.25 fyrir manninn. Til hægðarauka fyrir íslend- inga í norður hluta Nýja íslands verður einn áskrifta listi hjá hr. Skúla Hjörleifsson í Riverton og geta þeir er vilja skrásett sig þar. ' Áskirftarlistunum verður lok- að þann 19. janúar næstkom- andi og verða því allir þeir er þátt vilja taka í samsætinu að vera búnir að skrásetja sig fyrir þann dag. Winnipeg, 8. jan. 1935. J. J. Bíldfell, forseti í Hollywood vinnur meðal annara sá maður er heitir Rob- el, býr til kýmileg tilsvör og þessháttar gamansemi, í leikrit og hvað annað, sem fólki er boðið í radio og kvikmyndum. Hann var áður velmetinn prest- ur í stórum söfnuði og segist hafa skift um vegna þess, að nú geti hann gert mörgum manni glaða stund og komið þeim til að hlægja. Það hafi hann ekki gert áður, meðan hann gegndi prestverkum. Hann heldur því fram, að trúin eigi að vera upp- lífgandi og fjörgai^di og ‘,ef prestamir halda áfram, að flytja leiðinlegar ræður og dapr- ar, þá muni kirkjufólkinu fækka. Sá maður vill koma hlátri inn í trúarbrögðin, vegna þess að hlátur sé öllum hollur. * * * Lögreglumenn brutust inn á Kínverja, til að taka þá fyrir að spila um peninga, en þeir gulu voru svo vel innilokaðir, að lögreglan varð lengi að hamast, þangað til kom að spilagosun- um. Þeir voru teknir ásamt hurðum og ýmsum útbúnaði. Nú stendur harður bardagi fyrir rétti, Stubbs (fyrrum dómari), sækir á lögregluna fyrir hús- brot en Craig (fyrrum dóms- málaráðherra) ver hennar að- gerðir. (Frá úrslitum þessa máls er sagt á fyrstu síðu). * * * í vikunni fyrir jólin gengu stormar um Atlantshaf vestan- vert. 1 því veðri fórst enskt skip æði stórt og seytján manns af skipshöfninni, en níu var bjargað af stórskipinu Askama. með því móti, að báti var skotið fyrir borð, með tíu manns, er lagði að hinu laskaða skipi, sem var mestalt í sjó, og í hann tíndust þeir sem lifðu eftir. — “Ekki hræddist eg sjóinn, þó mikill væri”, sagði sá er stýrði bátnum, “heldur hitt, að bátur- inn molaðist við skipshliðina, en það valt eins og kafli í stór- sjónum, þó mikið væri.” Ask- ania hét skip þetta frá New Yor-k og flutti til Halifax þá sem bjargað var. MESSUR og FUNDIR í kirJcju SambandssafnaOar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e. h. • SafnaöarnefndinTFundir 1. í&átu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Pundir fyrsita mánudagskveld 1 hverjum mánuði. KvenfélagiS: Fundlr annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn: Æflngar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 11. f. h. Félag nokku'rt á Englandi, sem heitir Royal Reserve, ætlar að merkja 3000 hvali til að komast eftir hvemig þær skepn- ur haga sér í lífinu og auka kyn sitt. * * * — Það var nauðsyulegt að dæla þrívegis blóði inn í ungan mann til þess að bjarga lífi hans. Ungur Skoti bauðst til þess að leggja til blóðið Eftir fyrstu blóðsmillifærslu fekk Skotinn 100 krónur, 50 krónur fyrir þá næstu, en fyrir hina þriðja vildi sjúklingurinn ekk- ert borga — skoska blóðið var farið að segja til sín. * * * — Geturðu lánað mér hundr- að kónur? — Eg get það, en vil ekki. — Heldurðu að eg borgi þér þær ekki aftur? Þú vilt það, en getur það ekki. * * * — Dóttir mín er gefin fyrir list. — Já, mín nennir heldur ekk- ert að gera. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU 10 GOOD REASONS Why Yoa Should Train at Success Business College - Winnipeg 1. Through superior service, the Success Business College of Winni- peg became the largest private Commercial College in Westem Canada. 2. More than 43,000 young men and women. have enrolled for Success Courses. Hundreds of these are now employers and their preference for “Success-trained” office help creates an ever increasing demand for Success Graduates. 3. The Success is the only Business College in Winnipeg that has been accredited by the Business Educators’ Association of Canada. This Association admits only the best Commercial Colleges into its membership. 4. Students of the Success Business College are entitled to the privilege of the B. E. A. examination system. B. E. A. standards represent the highest degree of efficiency in Canadian Commercial education. 5. The Success Business College employs only teachers of advanced Scholarship and long successful teaching experience. The Success system of individual and group instruction insures quick and thorough results. 6. The Employment Department of the Success Business College places more office help than any other Employment Agency in the City of Winnipeg. The service of this Department is available only to Success students. 7. The Success Business College admits only students of advanced education and favorable personal characteristics. 8. The Success Business College premises are well equipped and comfortable. The College is located in the heart of the busines3 section of Winnipeg, where employers can conveniently step into our office and employ “Success Graduates.” 9. The Success Business College has no branches; it operates one efficient College in which the principal and his staff devote their best efforts and all their time to thorough instruction and careful supervision of students. 10. The majority of Commercial teachers in Winnipeg received their business training at the Success Business College. It pays to at- tend the College that is known as “The Teacher of Teachers.” Our high standards attract the best young people in Westem Canada. Wiite For Free Prospectus ( /"X \ Individual ^ ^ ^ / / ) Home Instraction v—~////?//?ró/) y Study At 'V Courses The BUSINESS COLLEGE By CoOege Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG MaU PROVINCE OF MANITOBA HON. W. R. CLUBB, Minister of Public Works BUREAU OF LABOR AND FIRE PREVENTION BRANCH Office: 332 LEGISLATIVE BUILDINGS TELEPHONE: 840 252 í>essi deild er stofnuð til að hafa samvinnu við verkveitendur og verkamenn og aðra og hefir umsjón meí eftirfylgjandi lögum: “The Bureau of Labor Ace” “The Manitoba Factories Ace” “The Bake Shops Act” “The Building Trades Protection Act” “The Fair Wage Act” “The Electrician’s License Act” “The Elevator and Hoist Act” “The Shops Begulation Act” “The Public Buildings Act” “The Minimum Wage Act” “The Steam Boiler Act” “The Licensing of Cinematograph Projectionists under “The Public Amusements Act” “The Fire Prevention Act” “The One Day of Best in Seven Act for Certain Employees.” Upplýsingum um að þessi lög hafi á einhvem hátt verið brotin, verður tafarlaust gaumur gefinn. Deildin skorar á félög og einstaklinga, verkveitendur og verkamenn í Manitoba, að gera alt, sem hægt er til að draga úr hinum sífjölgandi slysum. Styjið deildina i því að varna slysum, með því að sjá um að auglýsingum þvi við- víkjandi sé þannig fyrir komið að þær séu lesnar. VENJID YÐUR A VARFÆRNI-ÞAÐ B0RGAR SIG! STANDIÐ Á VERÐI GEGN ÓVININUM Góður þjónn ELDUR! ófær húsbóndi SEM ALDREI SEFUR F!l H On eV n0kkuð’ sem viðkemur öllu ^andinu, en J er að því leyti sérstætt, að því verður að vera sint sérstaklega á hverjum stað fyrir sig. Ef hvert umhverfi getur dregið nokkuð verulega úr lífs- og eignatjóninu, þá verður tjón þjóðar- innar þeim mun minna. Framkvæmdir í þessu efni, ættu því alstaðar að vera eins miklar og mögulegt er. Þar sem það er viðurkent, að öll vöra gegn eldsvoða eigi að vera stunduð eins og bezt má vera, þá þarf fyrst og fremst að kenna fólki að skilja eldshættuna og varast hana. MUNIÐ ÁVALT, að varúðin er bezta vörnin gegn eldshættunni. E. McGRATH, Secretary, Bureau of Labor and Fire Commissioner

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.