Heimskringla - 27.02.1935, Page 1

Heimskringla - 27.02.1935, Page 1
XJLJX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 27. FEB. 1935 NUMER 22. FRÚ JAKOBÍNU JOHNSON BOÐIÐ HEIM Ungmennafélög fslands, Lands- samband kvenna og Félag Vestur-fslendinga gangast fyrir því, að frú Jakobínu Johnson verði boðið í heim- sókn til íslands næsta sumar. Fyrir nokkrum árum var St. G. St., höfuðskáldi íslendinga fyrir vestan haf, boðið hingað heim til íslands í kynnisför. Öllum þeim, er nutu heimsókn- ar hans, er óblandin ánægja að minnast hennar, ekki vegna þess fyrst og fremst, að það var skáld, sem kom í bæinn, heldur vegna hins, að það var maður, sem kom. Gestinum var förin líka itil ánægju og örfunar. Um það vitnar kvæðaflokkurinn Heimieiðis og þó enn meir Jök- ulgöngurnar, sem eru með því bezta, sem ritað hefir verið á óbundnu ísleijzku máli á síðari árum. Nú hefir U. M. F. í., Lands- samband kvenna og Félag Vest- ur-íslendinga stofnað til þess, að frá Jakobínu Johnson verði boðið heim á sama hátt. Það er vel farið. Frú Jakobína er ágætt skáld. Þó er ef til vill mest um það vert, hvað skáldskapur hennar er ríkur af hjartsýni og hetjulund gagnvart viðfangsefn. um hversdagslífsins. Okkur hér heima hlýtur að verða mikil á- nægja að heimsókn hennar. Og vonandi erum við menn til að taka svo á mót henni, að hún þúrfi ekki að sjá eftir einu sumri okkar á meðal. Að minsta kosti á landið okkar til þau. hlý- indi vordaganna og þá fegurð haustsins, sem vermir hvern gest um hjartað og gefur hon- um sýn. Eins er að minnast með sökn- uði um heimsókn St. G. St. Því hefir ekki fleirum verið boðið heim vestan, eftir að það heim- boð hafði svo vel tekist? Við hér heima eigum að rétta lönd- um okkar vestra bróðurhönd yfir hafið, þó ekki sé til annars en aukinnar kynningar og okk- ur sjálfum til ávinnings. Fimmtungur íslenzku þjóðar- innar býr fyrir vestan haf. Það var yfirleitt áræðnara og um- bótameira fólkið, sem vestur fór, og það er úrvalið úr því, sem fastast heldur trygð við ís- lenzkt þjóðerni. Þetta fólk er okkur allra manna skyldast. — Það talar um sína reynslu á sama máli og við, en er þroskað við önnur kjör, meiri auðlegð og meiri erfiðleika. Af því get- um við lært fjölmagt það, sem okkur ríður mest á einmitt nú, þegar viðfangsefnin, erfiðleik- arnir og auðlegðin fer vaxandi. Það, sem við lærum, getum við launað með því sem okkur á að vera ljúft, en löndum okkar vestra er fyrir miklu: angan af íslenzkum gróðri, blámóðu ís- lenzkra fjalla, heiðríkju íslenzks himins. Sumir bjartsýnir menn vilja bjóða löndum okkar vestra heim til landnáms á íslandi. —- Kreppan er harðari vestra. Því eiga margir þar erfiðan kost nú. Nóg er landrýmið hér heima á íslandi. Og víst er háskaminna fyrir þjóðerni okkar að fá sem landnámsmenn landa okkar vestan en erlenda menn með er- lent tungutak, erlenda hætti og mhnning. Þó orkar það heimboð tví- mælis. Tímabundið hlýtur það að vera, að efnaleg afkoma sé léttari hér á íslandi en í Norð- ur-Ameríku. Oft getur farið um landa okkar vestra líkt og um jurtir, sem einu sinni hafa áður verið teknar upp með rót- um, að þær þola illa að vera færðar aftur í fyrri mold. En við eigum sannarlega, að finna okkur vandabundna öllum, er vilja koma heim og hætta sér austur yfir hafið. Og heimboð til kynningar orkar ekki tvímælis. Einkum eigum við að bjóða heim þeim, er halda uppi merki íslenzks þjóðemis og íslenzkra menta j vestra . Aumir erum við, ef þeir geta ekki til okkar sótt nokkurn styrk til sinnar baráttu. En af þeim getum við þegið það sem okkur ríður mjög á nú, trú á þjóðerni okkar og mentir, sem þeir eru búnir að þrautreyna í alvarlegri baráttu. Og svo fylgir þeim jafnan heilsu samur súgur þeirrar hreystlund- ar, sem skapast hefir við bar- áttu þeirra vestra, bæði fyrir þeirra eigin þjóðlegu menntum og daglegu brauði við hvers- dagsönn. Megi heimboð frú Jakobínu Johnson vel takast! Og fari fleiri heimboð eftir. —Nýja Dagbl. FJÁRSKIL BRACKENSTJÓRNARINNAR Féhirðir Manitoba stjórnar- innar Hon. E. A. McPherson lýsti því yfir í þinginu í gær að útgjöld stjórnarinnar yrðu hækkuð á þessu ári um $200,000 i fram yfir það sem þau hefðu verið í fyrra. Skýrði hann frá þyí að vinnulauna skatturinn, er stjórnin lagði á vinnulaun al- mennings hafi farið $43,000 fram úr áætlun eða numið $1,543,000. Er það furðulega stór upphæð, en þó skiljanleg þegar plokkuð eru 2% af laun- um alls vinnandi fólks, ungra sem gamalla ef þau fara fram úr $80 á mánuði, ef um fjölskyldu- menn er að ræða, en $40 ef ein- hleypt fólk á í hlut. Er skattur þessi ný uppfynding þessarar framfara stjórnar er engan á sinn líka í tollsögu fylkisins. Þá gat féhirðir þess líka að nú væri rentugreiðsla af fylkislán- um komin upp í $6,517,100.00 og æti upp meira en helming allra fylkistekna þó allar klær séu hafðar úti, með að kreista út úr almenningi meira og I meira með auknum tollum og sköttum. Af þessari upphæð gengur $1,067,400 í rentur á I skuldum sem talsímakerfið er komið í, og rúm hálf miljón i eða $504,500 í rentur á skuld- S um er hvíla á þinghúsbygging- unni. Höll sú verður almenn- ingi dýr um það búið er að borga hana. Er nú svarað meiru í rentur á hverju 6 ára tímabili en byggingin átti upp- haflega að kosta. Fátækra og atvinnuleysisstyrk kvaðst fé- hirðir ekki taka inn á fjárlögin þetta ár, yrði það að greiðast með nýrri lántöku, en að hon- um sleptum sagðist hann von- ast til að tekjur myndu hrökkva fyrir útgjöldum fram á næsta vetur. Jón Júlíus Fæddur 19. júlí 1857 — Dáinn 9. sept. 1933 Nú fækkar ótt hið frónska lið, sem fyrst hér lagði braut, um nýrrar álfu sóknar svið með segulstál í þraut. En þessum sterka stofni frá er stefnt þeim unga lýð, að hefja mark af manndóms þrá og mátt við dagsins stríð. Eg mætti þér um morgunstund á minni æfileið, með frjálsa, glaða ljúfa lund, er léttir dagsins skeið; og síðan löngum sá eg þig með sama hlýju brag, og liðin atvik minna mig á margan sólskins dag. Þó skorti fallvalt auðsins afl þú áttir göfga lund, og lékst með gleði lífsins tafl um léða æfistund. Og þín var ætíð ylrík hönd með andans hvöt og þrá að verma mæddra munar lönd og meinum bægja frá. Haf þökk frá mér og mörgum þeim, sem með þér gengu braut. Um kvöld er sælt að halda heim frá heimsins glaum og þraut. Hjá ástvinunum mæt og mest þín minning lifir heið, er þína kosti þektu bezt á þinni fömu leið. M. Markússon. Ungfrú Rósa Hermannsson o. fl. er landeigendur greiða í árlegum afborgunum. Þá hefir mikið gengið til skóla, bóka- safna, sundskála o. s. frv. Alls nema bæjarskuldir tæpum $60 á hvern íbúa, og er það sagt að vera mun lægra en í nokkurri annari borg í landinu. NÝJI BÆJARSKRIFARINN Mr. G. F. Bentley, aðstoðar- bæjarritari var skipaður bæjar- skrifari á bæjarráðsfundi á mánudaginn var í stað Magnús- ar heitins Péturssonar er and- aðist fyi’ir hálfum mánuði síð- an. Nýji skrifarinn hefir verið í þjónustu bæjarins í síðastl. 29 ár og gegnt ýmsum störfum er að hinu nýja embætti hans lúta. Hann er 55 ára að aldri, Eng- lendingur að ætt og fluttist hingað til bæjar fyrir 30 árum síðan. MANNSKAÐAR OG OFVIÐRI FJÁRHAGUR WINNIPEGBORGAR Á bæjarráðsfundi á mánudag- inn var lögðu varasjóðsfulltrúar bæjarins fram árssýrslu sína yfir hina ýmsu varasjóði og lán- töku bæjarins. Er svo skýrt frá sem fjárhagur bæjarins sé í viðunanlegu lagi. Alls eru skuldir bæjarins við áramót um $66,352,700.71 en á| móti þessu á bærinn á varasjóðum $31,- 515,930.65. Mikið af lánum þessum hefir gengið til sér- stakra umbóta á strætum bæj- arins, til skurða og vatnsleiðslu hafa gengið síðastliðna viku og það sem af er þessari viku, við vesturstrendur Evrópu. Mest hefir kveðið að þessu við norður strendur Spánar. Síðan á laug- ardag hafa að minsta kosti sex kaupför farist í Biscay flóanum og fjölda mörg brotnað meira og minna. Þá hefir og jarð- skjálfta orðið vart á suður- Frakklandi er ollað hafa líf- tjóni. Veðrátta hefir verið afar köld svo að margir hafa mist lífið af þeim orsökum. áfram sumar og vetur og hvern- ig sem viðrað hefir í öll þessi ár. Hvað eftir annað hafa úlfa hóp- ar ráðist á hjörðina en þeim tekist að bjarga henni úr þeim varga kjöftum. Þó hafa þeir mist allmörg dýr er viðskila hafa orðið við aðal hjörðina, þar sem farið var í gegnum skóga eða yfir stór vatnsföll. Þá flæktust sum með viltum Cari- bou hjörðum er fyrir þeim urðu á leiðinni. Hægt varð víða að fara, og þá einkum á þeim tímum er kýrnar voru að bera. Var þá haldið kyrru fyrir meðan kálfamir voru að styrkjast. — Þykir rekstur þessi vera með hinum mestu afreksverkum er unnin hafa verið þar nyrðra Eftir voru í hjörðinna um 2,200 dýr er rekstrar menn loks kom- ust á áfangastað. söngkonan góðkunna er væntanleg til Winnipeg, 14. marz næstkomandi Ungfrú Rósa Hermannsson | það oss fyrir beztu. Þá var hefir nú dvalið um fimm ára norska lagið: “Að færa heim tíma austur í Toronto, og lengst eldiviðinn og vatnið.” Það get- af við söngnám. Er hún nú tal- ur nú verið skemtilegt, ef kær- in með fremstu söngkonum ■ astan er með. Það voru ó- landsins. ' Hafa flest ummæli; brotnir Norðurlanda þjóðsöngv- um söng hennar í hérlendum ar, ágætlega sungnir, og vér blöðum hnigið í þá átt. Til! erum nógu gamaldags til að dæmis segir Augustus Bridle j hafa trú á þjóðareinkennum AÐ HEYRA GRASIÐ VAXA HREINDÝRAREKSTRINUM LOKIÐ Það var Heimdallur, einn af Ásum, sem var þeirri list búinn að heyra grasið á jörðunni vaxa. Dauðlegum mönnum var þvílíkt óhugsanlegt. Það var aðeins á guðsins valdi. En tímarnir breytast og mennimir með. Fyrír skemstu gátu stúdent- arnir í háskólanum í New York heyrt hvemig lirfa komormsins boraði sér leið gegnum hveiti- kom. Þeir heyrðu þetta gegn- um tæki, sefn einn af kennurum skólans hafði fundið upp. Hljóðið af starfi lirfunnar, sem vitanlega er óskynjanlegt með öllu venjulegum mannleg- um eyrum, var margfaldað musik dómari stórblaðsins Tor- onto Daily Star, meðal annars um söng ungfrú Rósu Her- mannsson: “Söngur Rósu Her- mannsson var eftirtektarverður fyrir óviðjafnanlega fagran raddbæ, skáldlega stemningu, og auk þess stimplaður ósegjan- legri fegurð lyrisks söngs án vitundar af tilgerð.” Ummæli um Rósu Hermanns- son eftir Commander G. Jeffrey, nafnkunnan listdómara: “Sé yður ant um það, sem fagurt er, þá hlustið á Rósu Hermannsson syngja íslenzka, norska og sænska söngva; það er afar fágætt að heyra þá svo vel sungna hér í álfu. “Ei glóir æ á grænum lauki”; efni þessa gamla söngs er að al- vitur Drottinn gefur oss ekki alt, er vér æskjum í einu. Yið fáum sólskin og dögg — eða dögg án sólskins, sólskin án daggar eða hvorugt, og alt er Fyrir 6 árum síðan keypti i mðrgum miljón sinmirn og var Canadastjóm hreindýra hjörð Svo þnimandi hátt eins og glam- að hjarðkóngunum nafntoguðu Lomer bræðrum í Alaska. 1 ur í járnbrautarlest. Eftir því, sem haft er eftir hjörð þessari voru 3,000 hrein-; prófessor Free, manninum, sem Norðurlandabúa, og oss langar til að heyra Rósu, “íslenzku sóleyjuna” syngja á ensku líka.” Þar sem nefnkendir listdóm- arar í stórborgum landsins hafa lokið slíku lofsorði á söng Rósu Hermannsson má vænta að landa hennar hér fýsi mjög að heyra hana og geri alt er í þeirra valdi stendu til að greiða götu henna. Það verða óefað mörg ár þar til hún heimsækir oss aftur. Hún hefir ætíð átt miklum vinsældum að fagna hér í borg og út um bygðir. Þess má því vænta að samkom- ur hennar verði vel sóttar. — Hljómleika gefur hún í Toronto 6. marz og heldur svo itil Win- nipeg. Fyrstu hljómleikar henn- ar verða í lútersku kirkjunni í Winnipeg 14. marz. Aðgöngu- miðar verða aðeins 50 cent svo að vænta má mikils fjölmennis. Heimskringla biður fólk að muna eftir samkomunni. dýr. Var svo ákveðið að hjörð- ina skyldi reka austur fyrir Mackenzie fljót í hið svonefnda Kittigaziut hérað við íshafs- strendur. Vistaði stjómin menn þar vestra til þess að reka hjörðina og var gangnaforing- inn lapplendingur að nafni An- drew Bahr. Hjörðin var á vest- urströnd Aiaska á hinum svo- nefnda Katzebue-skaga. Yfir fjöll og fyrnindi var að fara og vegalengdin hátt á annað þús- und mílur. Lögðu rekstrar- menn á stað sumarið 1929. — Hafa þeir átt við hina mestu hefir fundið upp þennan hljóð- magnara, og sagt er frá í amerískum blöðum, er talið að þetta áhald muni hafa hina mestu þýðingu, ekki einungis fyrir vísindin, heldur og fyrir kornræktina, þar sem með því er auðvelt að greina á milli heil- brigðrar og sýktrar uppskeru. Það er bókstaflega hægt að heyra grasið vaxa. Ef hinum venjulega götuhá- vaða New York-borgar væri hleypt gegnum þetta tæki, þennan hljóðmagnara, kæmi fram hljóð, sem heyrast myndi örðugleika að stríða, en haldið tíu sinnum umhverfis jörðina. Og enn til þjóðvinarv Ef héldirðu ekki’ í þitt höfðingja geð, þú heyktist sem blaktandi skar, því tímarnir breytast og mennirnir með, svo margt er nú annað en var. En eldurinn brunninn er útkulnuð glóð, , nefnd aska, sem dreift er í flög. Það brytar þeir kunna, sem bræla upp þjóð, í blóra við náttúrulög. Því sníkjudýrslundin hins snarráða Páls er snæfust í, hvað hún er klók; og þjóðir til eldsneytis, atvinnsla báls, ber útvaldri kynkvísl úr bók. I guðsorða-rabbi síns gullnaða seims hún gjammar að sjerhverri reynd; og vex eins og krabbi í viðskiftum heims; er voldug með hortugri leynd. Þau, heiðþróun Guðmundar, Hitler og Þór er hitunarvélinni loft. Hún dróg illa fyr. Nú kom ferskjandi snjór. —Það fýkur í norðrið svo oft.— Að uppvekja seiglunni aflóga draug, sem eðli sig tímgandi smán; og stinga’ undir deigluna staðgóðri taug, er steypunni fagmennsku lán. Ef Heilagur Davíð skal dansaður nú, þó Drama sú rættist ei fyr, hve inndælt, að hafa sjer einkað þá trú, sem ávaxtar blossandi hyr. Er óþarft um meðul, að um þau sé spurt, því allt blessar komandi stund. Þú nýttist í peð, yrði numin í burt þín norræna höfðingja lund. J. P. S. * Sbr. “Til þjóðvinar” í Heimskringlu, 15. nóv. 1933.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.