Heimskringla - 27.02.1935, Page 2

Heimskringla - 27.02.1935, Page 2
2. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. FEB. 1935 ÍSLANDS FRÉTTIR Árið 1934, Stutt yfirlit Árið, sem nú er nýliðið “í aldanna skaut” hefir að mörgu leyti verið óhappa- og harðinda ár fyrir íslenzku þjóðina. — Kreppan hefir þjakað og þjáð atvinnuvegina og þar á ofan hefir bæzt önnur óáran. Verzlunin Verzlunin við útlönd hefir verið mjög óhagstæð, svo að verzlunarhalli mun verða með mesta móti. 1. desember s. 1. — lengra ná ekki skýslur — var innflutningurinn orðinn kr. 44,- 689,106,00, en útflutningurinn kr. 41,251,700,00. — Þó þessar tölur sýni greiðsluhallann tals- vert á þriðju miljón, kemur hann til að vera langtum meiri, því í þessum skýrslum eru ekki taldar þær greiðslur til útlanda. flokks stórfiski hefir verið 78— 85 kr. skpd. eftir því hvaðan af landinu fiskurinn hefir verið. I fyrra var verð á samskonar fiski 74—88 kr. Verðið er hér reiknað að frádregnu verðjöfn- unargjaldi, sem er kd. 5,00 á hvert skpd. Verð á Labrador- fiski hefir verið að meðaltali kr. 57 og er það hér um bil sama verð og 2 undanfarin ár. Síldveiðin var fremur treg mestan hluta vertíðarinnar. Afli var þó sæmilegur og nam hann samkv. lokaskýrslu: Söltuð síld 87,839 tn. Matjes síld 71,023 tn. Kryddsíld 31,455 tn. Sykursöltuð síld 7,208 tn. Sérverkuð 19,234 tn. Samtals 216,760 tn. Árið 1933 var síldaraflinn 219,000 tn. Bræðslusíld var töluvert minni í ár eða 686,726 sem ganga í vexti og afborganir, hl., en 751,225 í fyrra. Útflutn- af erlendum lánum, ferðakostn- að, námskostnað o. fl., sem alls mun nema um 7 milj. kr. Að vísu kemur hér á móti nokkuð af erlendum lánum, sem tekin hafa verið til bygginga, en það haggar ekki þeirri staðreynd, að vér verðum að greiða fyr eða síðar hvem eyri af raunveru- legum greiðsluhalla við útlönd. Yfir afkomu aðal atvinnuveg- anna, sjávarútvegsins og land- búnaðarins, á árinu, er alt ann- að en bjart. Sjávarútvegurinn Fullnaðarskýrslur eru ekki fyrir hendi um fiskaflann nema til 1. des., en viðbótin hefir ver- ið lítil þann mánuð. — 1. des, var aflinn orðinn 61,574 tonn, en á sama tíma í fyrra 68,441 tonn fullverkaður fiskur. — Út- flutningur á fullverkuðum fiski hefir verið töluvert minni á ár- inu en undanfarin ár, eða 42, 906 tonn fyrir 17,363 þús kr. En á sama síma 1933 var útfl. 54,- 604 tonn fyrir 21,757 þús. kr. — Isfisksalan var aftur töluvert meiri s. 1. ár. Var útflutnings- magnið 1. des. 14,845 tonn selt fyrir 5 milj. 128 þús. kr., en á sama tíma 1933 var útflutt 10,842 tonn fyrir 2 miljónir 788 þús. kr. Fiskbirgðir eru meiri í land- inu nú en tvö undanfarin ár. Af þurfiski voru til: 1. des. 1934 21,414 tonn 1. des. 1933 17,521 tonn 1. des. 1932 18,992 tonn Fiskverðið hefir haldist stöð- ugt og verð á fullverkuðum 1. ingur síldarmjöls og síldarolíu hefir líká verið töluvert minni, eða um 2. milj. kg. minna, hvort um sig. Samkvæmt skýrslu Gengis- nefndar er útfl. 1. des. í ár 190,433 tunnur fyrir 4,313 þús. kr. — á sama tíma 1933 er útfL 219,928 tunnur fyrir 4,201 þús. kr. — Um 30 þúsund tunn- ur af matjessíld voru nú fluttar til Póllands og er það alveg nýr markaður. Verðið fyrir þessa síld var um 30 kr. fob. Einn farmur var seldur til Ameríku, en þangað hefir áður mjög lítið verið selt af síld, og fyrir þá síld mun hafa fengist um 40 kr. fyir tunnu. Verðið bæði á matjessíld og saltsíld hefir því verið miklu betra á þessu ári en í fyrra og nokkur undanfarin ár. Er þetta eini “Ijósi punktur” inn á afurðasölu ársins. Landbúnaðurinn Bjami Ásgeirsson alþm. flutti 29. f. m. útvarpserindi um bún- aðarafkomu á liðna árinu, eftir þeim gögnum, sem fyrir lágu. Hafði hann þetta að segja um af urðasöluna: — Yfirleitt hefir verð á útflutt- um landbúnaðarfurðum verið fallandi frá því í fyrra. Mark- aðsverð ullar hefir verið 10— 14% lægra en árið 1933. En framleiðsla ársins er nú að mestu seld. Sama er að segja um gæmrnar. Verðlækkun á þeim er um 15% frá því síð- asta ár, en seldar eru! þær líka illar. , rt ht’s HERMIT PORT and SHERRY Veizlu-gesta gæði! Heimilis-kaupa sparnaður! og varin, ad auk! Vín sem boðleg eru hverjum heiðursgesti, en nægilega kaup-sparandi til almennra heimilis nota . . . í allri veröldinni sameinar ekkert Veizlu-Gesta Gæði og Heimiliskaupa Spamað sem HERMIT PORT eða HERMIT SHERRY . . . þau geyma í sér konunglegan ávaxtasafa æðstu vínakranna í Canada . . . vín þessi eru þrungin hinni sérstöku sprettu-gjöf heima jarðvegsins, og efnismeiri fyrir sextíu ára æf- ingu BRIGHT’S . . . og svo er hver dropi tvö- falt gómsætari sökum þess að hann er VARIN MEÐ HREINU DRÚGU BRENNIVÍNI. 26 oz. FLASKA . . $ .60 KASSI MEÐ 6 FLÖSKUM 3.00 Sauðfjárslátrun á árinu var með mesta móti yfir landið, sökum hinnar óhagstæðu hey- skaparveðráttu sumarsins víða á landinu og því lítils heyfengs. Til útflutnings var saltað um 8000 tunnur alls, sem er ekki eins mikið og innflutningsleyf- ið til Noregs á árinu. Þó hafa ekki enn selzt af því nema um § og verð heldur lægra en í fyrra. Ástæðan fyrir sölutregð- unni þar, er m. a. sú, að Norð- menn eru sjálfir famir að salta kindakjöt til sölu og kemur það á markaðinn á sama tíma eða öllu fyr en íslenzka kjötið, og dregur því úr eftirspurn þess. Það kjötmagn mun nú vera um 4000 tunnur. Til útflutnings var fryst um 1550 tonny og er það meira en nokkru sinni áður. Af því eru nú seld um 700 tonn, og verðið á því er um 15 % lægra en síöast- liðið ár. 500 tonn eru eftir af innflutningsleyfi okkar til Eng- lands fyrir 1. ársfjórðung 1935. Þá eru eftir 350 tonn, sem reynt verður að selja á Norðurlönd- um, eftir því sem markaðsá- stæður leyfa, því að auki þess freðkjöts, sem hér er talið, eru miklar birgðir í landinu, sem ætlaðar eru til innanlandssölu, og enginn veit enn hvemig unt verður að koma öllu út. Það er því, á þessu stigi ó- kleift að leiða neinar getur að því, hvert muni verða lokaverð á útflutningskjöti ársins, en það er ekki hægt að segja að horf- urnar séu glæsilegar. — Önnur tíðindi Gengi íslenzku krónunnar hefir alt árið fylgt sterlings- pundinu og verið skráð í 22,15. — Gullgildi krónunnar hefir farið lækkandi. — Miðað við franska frankann hefir hún fall- ið úr 52,3 niður í 48,80 gull- verðs. Mörg stórtíðindi hafa gerst á liðna árinu. Má þar helzt nefna Vatnajökulsgosið, landskjálft- ana hér við Eyjafjörð og stór- brimið mikla hér norðanlands í s. 1. október. —íslendingur. * * * Mannfjöldi í Rvík. Samkv. bráðabirgðaskýrslu um niðurstöður manntalsins í Reykjavík voru í lok síðasta árs um 32,900 íbúar í bænum. — Bæjarbúum hefir því fjölgað á seinasta ári um 1,400 og er megnið af fjölguninni aðflutt fólk. * * * Ferðafélagið “Academia” Nýlega hefir verið stofnað meðal háskólastúdenta ferðafé- lag að nafni “Academia”. Elr tilgangur félagsins að halda uppi gönguferðum, nú fyrst um sipn í nágrenni Reykjavíkur, en þegar batnar í veðri eru áætlað- ar lengri ferðir. Vona stofn- endur, að félagsskapur þessi geti orðið til að auka áhuga stúdenta fyrir útilífi og hvers- konar íþróttum. — * * * Skriðuhlaup á Sólbakka- verksmiðjuna veldur miklu tjóni Hrafnseyri, 24. jan. Síðast liðinn mánudag féllu skriður úr fjallinu fyrir ofan Sólbakka í Önundarfirði . Sex túnskikar í Flateyrarbúi urðu fyrir mjög miklum skemdum. Hlaup kom fram úr tveimur giljum nálægt verksmiðjunni á Sólbakka og ollu miklum skemdum. Bílabrú ónýttist, báð- ir síldarpallamir skemdust og ræsi fyltist. Insta síldargryfjan fyltist grjóti og auri. Smiðjan sligaðist og barst í hana aur og grjót. Grjótið nær í glugga að ofanverðu við verksmiðjuna. — Talsvert af síldarmjöli hefir skemst. * * * Á Siglufirði hverfur sól af lofti 16. nóvember og sézt ekki aftur fyrr en 28. janúar. Eru þar því sólarlausir dagar í rétt- ar sex vikur. FRÁ GRÍMSEYINGUM HINUM FORNU Eftir Bólu-Hjálmar (í þjóðsögum Jóns Þorkels- sonur og víðar eru prentaðar nokkrar sagnir frá Grímseying- um, og segir þar að nokkru frá sömu atburðum og hér er frá greint. En í þessum þáttum Bólu-Hjálmars, sem eru prent- aðir eftir eiginhandarriti hans, er frásögn um sumt öðruvísi og að sumu fyllri. Enn eru ó- prentaðar ýmsar sagnir frá Grímsey eftir sr. Jón Norðmann Gísla Konráðsson o. fl., og verða sumar þeirra biritar síðar í safni þessu). Eyja sú liggur í hánorður sex vikur sjávar undan Þorgeirs- höfða, er skjagar í sjó fram milli- um Þorgeirs- og Hvalvatns- fjarðar í Þingeyjarsýslu. Stend- ur staðurinn Þönglabakki sunn- anvert við höfðann. Kallað er að ganga megi umhverfis Grímsey á snös hverja fram á 12 tímum. Er hún björgum hlaðin umhverfis, einkum að austan, hvar víða er áttrætt og jafnvel tírætt bjarg. Er þar fuglasig hið bezta. í Grímsey var fyrr meir nægtabúr matar, meðan hinir eldri menn uppi voru, og brást þar sjaldan afli. En fyrrum drotnaði þar forn- eskja römm og hindurvitni. — Tíðkaðist þar lengi vorvertíðar- útræði úr landi, einkum af Eyja- firði. Hélzt það fram á mína daga til mikilla hagsmuna, einnig skreiðarferðir á haustum, sem jafnan voru hættulegar og leiddu af sér tíðum stórfeldan mannskaða. Varð og Gríms- eyingum sjálfum mjög slysa- gjarnt við ferðir þær fyrrum, sem heyra má af Tíðavísum Þorláks Þórarinssonar og víðar. Annmarki Grímseyjar er frá fyrnsku vatnslopasýki einslags, sem flestir þeir menn fá, er þar staðnæmast og eru ekki inn- fæddir, utan prestar einir, hvað- an sem þeir að koma. Er sjúk- dómur sá allskæður og verður drepandi, en batnar flestum, er þeir komast í land til dvalar*). Sagt er, að á 15. öld síðarla hafi þar gengið á eyjuna sjóreif- arar og unnið; illvirki mikil. Er þá mælt, að þarverandi presitur, með ráði biskups síns, hafi þá reglu sett, að syngja aftansöng í Miðgarðakirkju öll laugardags- kvöld þaðan í frá, ef ei bönn- uðu forföll. Hélzt sá siður lengi síðan, en mun nú af lagður. Var það trú hinna eldri manna, að meðan sá söngur héldist við í brúki, mundi eyjan frí verða *) Sr. Jón Norðmann segir m. a. í Gímseyjarlýsing sinni: “Grímseyjarvatn eður bjúgur og ákomur um liðamót hefir oft á- sótt, helzt að vetrartíma, kven- fólk það, er miklar kyrrsetur hefir, og einkanlega það, sem úr landi er komið. Landfólk held- ur það komi af vatninu í eynni, en eybyggjar segja það komi af því, ef borðað sé súrt eyjarkál, og víst er um það, að miklu meiri brögð voru að því fyrrum en nú, enda súrsa menn nú aldrei eyjarkálið, en fyrrum var súrkál borðað mata mest. Gríms eyjarvatni er lýst á þessa leið: Fyrst kemur stríðugleiki um liðamót (hnjáliði, úlnliði, hnúa- liði etc.) og smáfærist út í sin- arnar. Bólga fer að færast á liðamótin og holdið um þau fer að blána. Síðan fara að detta á sár um liðamótin og verður skál ofan . í. Sárin eru blárauð og taka síðan að blásortna, og lík- aminn allur tekur að verða blá- hvítur. Veiki þessi færist á fólk á einu eða tveim' árum og batnar stundum svo að sumar- tímanum ,að sárin gróa, og er þá hörundsliturinn þar, sem sár- in voru, líkastur ljósbláu klæði — Varla hefir vart orðið við veiki þessa síðan um 1830, og enginn hefir úr henni dáið síðan 1824. Áður var hún að kalla mátti algeng á eynni. fyrir áhlaupum illvirkja og halda sinni fornu bjargarheill. En mjög voru menn þar fjöl- kyngi bomir fyrum, en allbú- sælir og miklir atburðamenn og sjóliöar. Voru þeir oft bjarg- vættir landmönnum. Frá Jóni stólpa Maður sá bjó lengi í Grímsey, sem Jón hét. Hann var ríkur maður af peningum og matar- birgðum, en miðlungi góðgjarn. Hann var mikilmenni og fram- kvæmdamaöur. — Var hann dreifður við fjölvísi sem margir fleiri. Eyja sú liggur í norður- hafi, sex vikur sjávar frá Gríms- ey, er heitir Kolbeinsey. Var það fárra færi á þeirri tíð, að fara þangað. Voru skip flest svo smá, en eyjan lítil og ekki auðfundin í reginhafi. En menn ætluðu, að þangað mundi gæði mikil að1 sækja, ef tekist hefði. Jóni stólpa kom í hug að freista til að finna eyna og valdi sér unga menn og hugdjarfa til ferðar. Hann átti skip gott. — Var þá komið á sumar fram og stiltir sjóar og vindar. Hann tók róðrarleiði og stilliveður frá Grímsey. En áður hann af stað færi, gekk hann upp á eyna, þar sem hún er hæst, og setti þar upp 20 álna háa stöng og hengdi þar upp á jafnháa lé- reftsvoð fannhvíta. Sást þessi viti alllangt til. Síðan lagði hann á haf út. Hafði hann jafn- an augu á vitanum, því veður var bjart. Þegar vitinn var síð- ast að hverfa, sáu menn sem hvítan fugl til Kolbeinseyjar. Þeir komust með heilu til eyj- arinnar. Var þar bjarglegt um að litast. Tóku fuglinn með höndum hundruðum saman og ógrynni eggja og fiöur, svo þeir hlóðu skip sitt að, því er fært var. Þá var land að sjá sem þrjár jökulþúfur og vatnaði. milli. Þeir komust lukkulega heim og sáu loks voðina hvítu til leiðarvísis. Þótti ferð sú all- ábatamikil. Af þessari hvítu voð er Jón sá kallaður síðan stólpi. Þess er getið, að Jón sá ætti ærið mikla peninga, er hann hefði lengi safnað með öllum hætti. En litlu fyrir dauða sinn gróf hann silfur sitt í jörð á hala þeim hinum mjóa, er geng- ur norður úr eyjunni og kallast eyjarhali. Er hann svo mjór yzt að ríða má glofvega, og er þar standberg báðum megin, en gegnum hann við sjómál nið- ur er gloppa mikil, svo gegnum hana mætti smjúga á kænu, ef það nokkur þyrði ,og þykir þar allreimt við og ólgusog. Úti á hala þessum gróf Stólpi silfur sitt, áður hann deyði. En löngu síðar var silfur það upp grafið af eyjarmönnum. Var það heil- anker, til slegið og járnbent, með peninga, og var sum sú mynt allgömul. Vildu þeir helzt flytja silfur það í land og selja til smíða. En þau firn fylgdu fé því, að þeir, er það upp grófu og fluttu síðan, fóru allir í sjóinn og fé það gjörvalt, því Stólpi var mjög illgjarn maður og fomvís, en aðfaramaður mikill. Var hann sá þriðji mað- ur, er á þeim tíðum gerði ferð til Kolbeinseyjar. Annar var Grettir prestur af Siglunesi, en um þann sr. Gretti vitum vér ekki að segja að svo stöddu utan það, að hann var einn af líkmönnum þeim, er sótti lík Jóns biskups Arasonar og þeirra feðga suður í Skálholt og flutti að Hólum norður. Var hann afarmenni í hvívetna. Þriðji maður var Bjarni Tómasson. Var hann á dögum Guðbrands biskups og segir frá ferð hans og þeirra bræða í Kolbeinseyj- aríjóðum*). Framh. *) Kolbeinseyjarvísir sr. Jóns Einarssonar í Stærra-Árskógi eru prentaðar í Blöndu I, bls. 149. — Sigfús Jónsson hrepp- stjóri á Laugalandi í Eyjafirði orti árið 1836 rímu af Kolbeins- eyjarför Bjama, og er gott handrit af henni f Lbs, 592, 8°. H. C. ANDERSEN Eftir Richard Beck, prófessor I. Það er bæði maklegt og gagnlegt, að minnast merkra tímamóta í lífi þeirra manna, sem auðgað hafa menningu vora að þeim verðmætum, er mölur og ryð fá ei grandað. Ekki verður um það deilt, að Hans Christian Andersen, æfin- týraskáldið danska, sé í tölu slíkra velgerðarmanna mann- kynsins. Þeir munu fáir, eldri sem yngri, meðal menningar- þjóða heimsins, sem ekki standa í einhverri skuld við hann. Og hafi þeir ekki komist í kynni við hann, eru þeir að því skapi snauðari. Annan apríl í ár era hundrað og þrjátíu ár liðin frá fæðingu skáldsins. Var þess atburðar minst með viðeigandi hátíða- höldum víða um heim, og sér í lagi heima í fæðingarlandi hans. En Andersen hefir með æfintýr- um sínum og sögum lagt undir sig lönd öll. Og sem æfintýra- skáld á hann engan sinn líka í heimsbókmentunum. Hann er að vísu oft nefndur í sömu and- ránni og bræðurnir þýsku, Jakob og Wilhelm Grimm, er víðfrægir eru fyrir hið mikU safn sitt af þýskum þjóðsögum og æfintýmm, sem komu út I fimm bindum (1812—1822). — Engu að síður eru æfintýri And- ersens og sögur harla frábrugð- in samkonar frásögnum í safni hinna fyrnefndu. Þeir Grimm- bræður létu sögurnar halda sér, bæði að efni og búningi, eins og þeir höfðu heyrt þær af vör- um alþýðunnar. Æfintýri And- ersens og sögur eru hinsvegar, að miklu leyti skáldskapur hans sjálfs, ávöxtur hinnar frábæru snilli-gáfu hans, þó rætur að þeim liggi víða og hann hafi af ýmsum lært. Andersen er lang-víðfrægasti rithöfundur þjóðar sinnar. — Merkir danskir bókmentafræð- ingar hika ekki við að segja, að æfintýri hans séu eini skerfur Danmerkur til heimsbókment- anna. Þetta virðist ef til vill í fljótu bragði ofmælt, að hér séu fýrð úr hófi fram áhrif og frægð annara skálda danskra. En við nánari athugun kemur það glögt í ljós, að staðhæfing þessi er ekki út í hött. Eins og dr. Paul V. Rub'ow tekur fram í inngangsorðunum að hinni á- gætu bók sinni um æfintýri Andersens, H. C. Andersens Eventyr, má segja, að þau eigi öðrum ritum fremur skilið nafn- ið heimsbókmentir. Þau emí langt um útbreiddari en önnur eins meistaraverk og harmleik- ir Shakespeares eða Faust Gothes. Æfintýri Andersens eru löngu orðin sameign hinna fjarskyldustu þjóða; áhrifavald hans nær langt út yfir takmörk Norður- og Vesturálfu, til Kína, Japan og Indlands. Þetta er ofur skiljanlegt, þegar litið er á eðli og efni æfintýranna. Þau eru ekki bundin við stað eða stund. Þau eru jafn ný í dag og í gær. Þau eru — mikill hluti þeirra að minsta kosti — eigi fremur dönsk en kínversk. — Hvort sem sögur þessar hryggja eða gleðja, vekja þær bergmál í hugum manna, hvar sem er á hveli jarðar, því að þær tala til hinna upprunalegu tilfinninga mannshjartans. Vanþekking ein veldur því, að mönnum gleym- ist það svo oft, að sömu sorgir, óskir og þrár berjast í brjóstum jarðar-barna hvar sem er á bygðu bóli. Auk þess eiga æfintýri And- ersens og sögur stærri hóp les- enda en nokkrar aðrar bók- mentir. Hann er fyrst og síðast skáld barnanna. Það mun sannmæli, að fleira sé barna en fullorðinna í heiminum; að minsta kosti hafa allir eitt sinn börn verið. Andersen talar því til meiri hluta mannkynsins. Og æfintýri hans falla í frjóa jörð. Börnin finna þar saðning æfin-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.