Heimskringla - 27.02.1935, Page 5

Heimskringla - 27.02.1935, Page 5
WINNIPEG, 27. FEB. 1935 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA ingar hafa af varðveizlu sam- bandsins milli þjóðarpartanna — þá þarf það ekki skýringa við, að því lengur sem þér hér vestra eruð íslendingar og viljið vera það, því lengur er von um, að einhverjir meðal yðar verði til þess að augða íslenzkar bók- mentir. En það væri undarlegt að vera staddur í henni Ameríku og gleyma hinni verklegu hlið menningarinnar. Nokkur dæmi munu vera til þess, að menn, sem dvalið höfðu hér vestan hafs beittu sér fyrir verklegum fram- förum af ýmsu tagi, ef þeir fluttu aftur til íslands eða heim- sóttu það. Svo mun hafa verið um fyrstu sláttuvélina á Islandi, þótt hún blessaðist ekki fyrir fá- fræði eða handvömm þeirra, sem með hana fóru. Og einhver allra fyrsta bif- reiðin, sem til landsins kom, var flutt þangað af þrem ungum mönnum, sem hér höfðu átt beima um skeið. Um rakstrar- vélina og skilvinduna er hið sama að segja. Ekki er ólíklegt, að áfram- haldandi kynni geti áorkað meiru en verið hefir enn, í því að veita íslenzkum framfara- mönnum af ýmsu tagi tækifæri til að læra af ameríkumönnum bséði starfs og rannsóknarað- ferðir. Canadasjóðurinn svo- nefndi ætti að geta gert mun auðveldara að ná rækilegum og víðtækum árangri. Með tilliti til verzlunarmála ætti ísland ennfremur að geta haft hag af sambandi við hin fjarlægu börn sín, enda má segja, að vér höfum dæmi fyrir oss, þar sem er hin mikla þátt- taka Vestur-íslendinga í stofn- un Eimskipafélags íslands. Nú er enn verið að hefjast. handa um fyrirtæki, sem margir heima vænta mikils af, en það er korn-myllan í Reykjavík og sú verzlun, sem við hana verður tengd, bæði með út- og inn- fluttan varning. Eitt er enn ótalið, sem þó er ekki lítils virði. Það er sú þekk- ing og það álit á íslenzkri þjóð, sem skapast við það, að merkir og göfugir menn vestan hafs telja sig íslendinga. Eg minnist þess, hve oft það var áf leiðinni yfir hafið sem eg var spurður um ísland og íslenzka þjóð og varð eg þá var við, að hjá flest- um sem eg átti tal við, var þekkingin á landinu, gögnum þess og gæðum, menningu þess og andlegum verðmætum harla bágborin. Eitt þeirra ráða, sem eg greip til, þegar eg þurfti að sannfæra einhvern um, að ís- lendingar væru menningarþjóð, var það að nefna fræga menn, sem flestir könnuðust við, og minna á, að þeir væru af ís- lenzku bergi brotnir. Stundum var þetta bezta ráðið. Ókunn- ugur útlendingur heldur ef til vill, að þú sért að segja honum æfintýri ef þú fræðir hann á því, að Norðurlandaþjóðir 'eigi íslendingum að þakka sumt það merkasta, sem þær vita úr sinni ei^in sögu, að íslendingar hafi fundið Ameríku, að þeir eigi háskóla, útvarpsstöð, gufuskip, bíla, alþýðuskóla o. s. frv., að maður tali nú ekki um það, að hægt sé að ná þrítugsaldri á ís- landi án þess að sjá hafís og verða ellidauður án þess að finna svo mikið sem lykt af ís- birni. En bendir þú á það, að t. d. Vilhjálmur Stefánsson sé íslendingur í báðar ættir, er öðru máli að gegna. Þar er komið úr æfintýrinu og þjóð- sögunni og inn í virkileikann. Og taki menn það á annað borð trúanlegt, að heimsfrægur land- könnuður og vísindamaður sé íslendingur, geta þeir tæplega lengur gert sér þær hugmyndir um þjóðina, að ekkert sé í hana spunnið. Þó að eg nefni hér nafn Vilhjálms, bið eg yður að skilja mig ekki svo, sem eg telji heimsfræga menn eina verða hér að gagni. Sérhver dáðríkur og drenglyndur mað- ur, sem viðurkennir þjóðerni sitt, eykur hróður síns gamla ættlands, svo vítt og svo lengi sem nafn hans er nefnt. Auk hinnar óbeinu fræðslu. um ísl. þjóð, sem þannig veitist, kemur hin beina fræðsla til sög- unnar, bæði í útvarpi og blöð- um og í daglegu lífi og starfi. En um það er mér ekki unt að fjölyrða í þetta sinn. — Það mun nú vera mál til þess komið, að eg fari að minn- ast nokkrum orðum á þann gróða, sem þér sjálf hafið af því að varðveita þjóðernistilfinn- ingu yðar og samband við ísl. menningu. Það mál er nú orð- ið svo margrætt hér á meðal yður, að flest hefir sjálfsagt verið fram tekið sem til greina getur komið. Eg vil því að- 'eins stikla á nokkrum stórat- riðum. * 1 fyrsta lagi er íslenzk menn- ing, bókmentir og saga í fortíð og nútíð, alment þekkingar- atriði. Nú er því svo varið, að vér höfum áhuga á því að veita æskulýðnum öll þau tækifæri, sem vér megum, til almennrar þekkingar. Flestir þurfa að kljúfa til þess þrítugan hamar margskonar erfiðleika og telja það sjaldnast eftir sér. Suman fróðleik er svo örðugt að kom- ast yfir, að menn þurfa að leggja í það margra ára vinnu að ná sæmilegri undirstöðu. Svo er t. d. venjulega með þá út- lendinga, sem vilja nema ís- lenzka tungu og íslenzk fræði. En þeir, sem leggja út í slíkt, iðrast þess ekki, því að öllum ber saman um, að þar séu ó- tæmandi mentunarlindir. Eng- inn vafi er á því, að afkomend- ur íslendinga sjálfra standa þarna öllum öðrum betur að vígi, jafnvel þótt þeir séu upp- aldir með enskumælandi þjóð. Stuttur kafli á íslenzku einu sinni á dag er æfing, sem allir hafa efni á að veita sér. Og nú langar mig til að spyrja: Hafa þeir menn, sem gefst tækifæri til að mentast um íslenzk efni, efni á því að hafna því tæki- færi. Hér í þessu landi eru menn sagðir all-útsjónarsamir verzlunarmenn yfirleitt. — Ef hægt væri að gera íslenzkar bókmentir og menningu að á- þreifanlegum gulldölum, mundi íslendingum þá þykja það bera vott um mikið verzlunarvit að fleygja þeim í hund og kött, en eypa helmingi meiri tíma og vinnu til að öðlast aðra dali, | sem ieru engu meiri virði? Nei, | íslendingum ber að varðveita5 þekkingu sína á íslenzkum efn-; um, þótt ekki sé nema af því að ; þeir fá þar mikilsVerða, al-1 menna fræðslu með tiltölulega i minni fyrirhöfn en aðrir. Myndalaus myndabók EFTIR H. C. ANDERSEN Sig. Júl. Jóhannesson, 'þýddi Tólfta mynd Nú ætla eg að gefa þér efni í mynd af borginni Pompeium”, sagði máninn: “Eg horfði yfir undirborgina eða neðanjarðargötuna, sem svo er nefnd. Þar sjást hin fögru minnismerki fornra tíma. Á þeim itímum var þar glatt á hjalla. Ungir menn dönsuðu þar við fríðar og fjörug- ar meyjar! en sjálfir báru þeir rósadjásn á höfði sér. Nú ríkti þar dauða kyrð. Þýzkir hermenn á mála voru á verði og spiluðu ýmist eða köstuðu teningum. Fjöldi feröafólks sem komið hafði yfir fjöllin, streymdi inn í borgina, og voru með því leiðsögumenn er skýrðu fyrir því ýmislegt sem fyrir augun bar. Menn komu þangað í hópum til þess að skoða þessa undaborg, sem heita mátti að risið hefði upp frá dauðum, og eg lýsti þeim með geislum mínum; við þá birtu gátu þeir skoðað allskonar fomar menjar. Eg sýndi þeim förin eftir vagnhjólin á götum sem voru lagðar hraunhellum. Eg sýndi þeim nöfnin á dyrunum á húsunum og verzlunarstöðum og nafnspjöldin sem enn þá sáust hanga yfir dyr- um ýmsra bygginga. Þeir sáu skálarnar yfir uppsprettulindum og gosbrunnana, sem voru alskreytt skeljum og kúðungum. Eg sýndi þeim alt þetta; þeir sáu það alt við birtuna frá geislum mínum. En gosbrunnarnir voru allir þurrir, hvergi sást ein einasta vatnsbuna; allir krystallstæru straumarnir horfnir. Ekki heyrðist heldur nokkur söngur né hljóðfærasláttur; allir hinir miklu og fagur- máluðu salir voru þögulir og auðir en varð- hundurinn steyptur úr málmi stóð þar enn á verði. Þetta var staður dauðans og þagnarinnar. Ekkert rauf hina dauðadjúpu kjnrð nema Vesúvíus sem söng og syngur sinn eilífa hrikasöng. Sá söngur er stórskorinn og breyti- logur. Hvert sérstakt erindi í þeim söng kalla mennirnir nýtt gos.” Við fórum inn í musteri ástagyðjunnar, það er alt bygt úr dýrum marmara, hvítum eins og nýfallinni mjöll. í musterinu er há- sæti með altari og fyrir framan það er breiður stallur. Undurfagrar grátur voru á milli súl- anna. Loftið var gagnsætt og blátt og í baksýn var Vesúvíus kolsvartur en upp úr honum stóð logandi eldstólpi eins og brennandi furutré. Reykurinn breiddist út uppi yfir eldstólpann, og var í næturkyrðinni tilsýndar eins og lauf- króna á þessu geysistóra tré — en öðruvísi að því leyti að hún var rauð sem blóð. Á meðal þeirra, sem þarna voru staddir var söngkona; fræg og töfrandi. Eg hefi séð hana fara sigurför um stærstu borgirnar í Evrópu. Þegar fólkið nálgaðist söngleikahúsið, settist það alt á steintröppurnar frammi fyrir því. Þarna var kominn þyrping manna á þess- um blefti eins og átt hafði sér stað fyrir þús- undum ára. Tjöldin og leikáhöldin voru þar enn með öllum ummerkjum; leiktjöldin féllu inn í múr- vegginn og tvær hvelfingar í fjarsýn; þar sést sama skrautið sem áður var — náttúran sjálf: fjöllin á milli Sorento og Amalfi. Söngkonan fór að gamni sínu upp á forn- aldar leiksviðið; þar stóð hún og söng. Helgi staðarins gagntók sál hennar. Mér datt í hug villihesturinn í Arabíu. Þegar hann ræður sér ekki fyrir fjöri. Söngkonan var eins að því er snild og hrifningu snerti. Eg hlustaöi — hlustaöi hugfanginn og mér datt í hug hin líðandi móðir þar sem hún stóð við krossinn á Golgata. Söngurinn leiddi fram tákn og tilfinningu óumræðilegrar sorg- ar — óviðjafnanlega sársauka. En alt í kring dundu við eins og í fyrri daga gleðióp og lófaklapp: “Þú hin hamingja- sama! Þú sem hlotið hefir hina himnesku gáfu! Dýrð sé þér!” hrópuðu allir einum rómi Þremur mínútum síðar var leiksviðið autt — allir horfnir; engir tónar heyrðust lengur — dauðaþögn -ríkti aftur yfir þessum fomhelga stað. Já, fólkið var farið; en rústirnar stóðu kyrrar og breytingarlausar — og þannig munu þær verða enn um mörg hundruð ára skeið og enginn veit hvaB þarna skeði þessa stuttu og áhrifamiklu stund; enginn veit um hina fögru söngkona; um unaðsómana sem bárust frá sál hennar og hið dýrðlega bros, er þeim fylgdi. Jafnvel hefi eg sjálfur gleymt þessari stund að miklu leyti. í öðru lagi ættu þeir, sem vilja vera góðir kanadiskir borg- ; arar að sinna íslenzkum fróð-1 leik. Eg geri ráð fyrir því, að þó að íbúar Canada séu sam- safn úr flestum löndum heims, þá líti þeir nú orðið á sig sem sérstaka þjóðarheild og sú þjóð- artilfinning hlýtur að eflast með tímanum og verða rótgróin með þeim kynslóðum, sem hér alast upp. Jafnframt því hlýtur að aukast áhugi á sögu Canada, uppruna þjóðarinnar og lífsbar- áttu hennar frá fyrstu tíð. Eg geri ráð fyrir því, að það þyki þá einhvers virði að vita um þá hlutdeild, sem hver kynþáttur fyrir sig hefir átt í því að byggja landið og móta menningu þess, bæði landsins í heild og ein- stakra fylkja eða héraða. Af þeim kynþáttum, sem hér er um að ræða, eru íslendingar vafa- laust með þeim fámennari. En eg tel ekki þurfa að færa að því rök, að þeir sé engu ómerkari en aðrir eða eigi síður skilið, að þeirra hlut sé á loft haldið en annara. Það þarf því blátt á- fram af canadiskum þjóðemis- ástæðum að varðveita þekkingu á íslenzku landnemunum og varðveita þann menningararf, sem frá þeim er kominn. En hverjir munu takast þetta á? hendur? Er yfirleitt von um, að þetta verði gert, nema ís- lendingar annist það sjálfir. Það er engin hætta á því, að stóru þjóðirnar, eins og t. d. Englend- ingar og Frakkar láti sinn hlut gleymast eða menningaráhrif sín deyja út . Um slíkt óttast enginn. Smáþjóðirnar þurfa að vera betur á verði og leggja meira á sig. Loks kem eg að þriðja atrið- inu, sem eg hafði hugsað mér að drepa á, og það er þetta: Enn, sem komið er, er ó- mögulegt fyrir íslendinga að dylja þjóðerni sitt og má það út. Það segir til sín með ýmsum hætti. Þó að þér séuð cana- diskir borgarar, verðið þér líka | að vera íslendingar að svo miklu leyti sem ættin kemur til skjalanna. Sá dómur, sem hin íslenzka þjóð fær sem heild, | fellur því einnig á hvern ein- stakling. Skilst mér því, að sá | maður sem vinnur að aukinni virðingu fyrir því sem íslenzkt er og eflir álit á hinni íslenzku þjóðarheild, hann vinni einnig fyrir sig og félaga sína í þessu landi. Ekki dylst mér það, að miklir örðugleikar eru á því að halda uppi merki íslenzkrar menning- ar hér vestra, þó að ýms ráð séu hinsvegar til, sem koma að all- miklum notum. Hér hafa verið að verki bæði einstakir menn, kirkjufélög og loks Þjóðræknis- félagið, sem hefir þessa starf- semi sem aðalmál á stefnuskrá sinni. Þér hafið kirkjur og skóla, sem nota íslenzku sem aðalmál, og satt að segja get eg ekki annað en undrast, hve vel flestir þeir unglingar, sem eg hefi komist í kynni við, tala eða skilja málið. Þér hafið einnig kirkjur og skóla, sem nota ensku, en starfa þó á þjóðleg- um, íslenzkum grundvelli, að því leyti, að þau fræða um Is- land og styrkja samtök og sam- heldni meðal landa. Mér hefir verið sagt, að ungt fólk, sem á örðugt með að fylgjast með ræðumönnum, sem tala á ís- lenzku, hlusti m>eð ánægju á ensk erindi um íslenzk efni. — Loks hafið þér lagt stund á að fá menn að heiman til fyrir- lestrahalds og kirkjulegrar starfsemi. Bæði það, að menn af Islandi séu sendir hingað og vestur-íslenzkir mentamenn fari námsferðir þangað, ætti að geta haldið við og aukið kynni á báða bóga.—íslenzk bókasöfn og Jestrarfélög, samtök um blaða og tímaritskaup ætti líka að vera fremur auðveld leið. Að lokum langar mig aðeins til að minnast á eina aðferð, sem eg tel að gæti blessast, þó mér sé ekki kunnugt um, að skipulega hafi verið unnið að henni. Fyrst í stað, eftir að flutn- ingum vestur um haf var lokið, voru það vafalaust bréfaskifti milli einstakra manna, sem varðveittu sambandið bezt. — Dæmi eru líka til þess, að frændur hafi skrifast á yfir haf- ið, án þess að hafa nokkurn- tíma sézt. Sennilega eru bréfa- skiftin þó stöðugt að verða strjálli, nema heimförin 1930 hafi átt einhvern þátt í að vekja þau upp á ný. Eru nú ekki til neih ráð til þess að glæ§a bréfa- skiftin? Getur Þjóðræknisfél. ekki gert neitt sérstakt til þess? Þjóðræknisfélagið heldur uppi íslenzku skóla í Winnipeg og víðsvegar um íslendingabygðir eru börn og unglingar, sem ver • ið 'er að kenna eitthvað um ís- land ýmist á1 íslenzku eða ensku. Gæti það nú ekki hugs- ast, að einhver af þessum börn- um og unglingum hefðu gaman af að eignast bréf-vini meðal jafnaldra sinna á íslandi? Lægi beinast við að senda barnaskól- um eða gagnfræða- og alþýðu- skólum nöfn og heimilisfang þeirra, sem óskuðu eftir bréfa- skiftum. Væri þá um leið tekið fram, hvort óskað væri að skrif- ast á við dreng eða stúlku, á hvaða aldri og hvar á landinu. Ennfremur hvort nota mætti ensku jafnframt íslenzkunni. — Eg er líka viss um, að prestamir mundu aðstoða við þetta, ef þeir væru um það beðnir. Á þennan hátt gætu böm og ungl- ingar kynst hvert annars starfi og áhugamálum. í bréfunum mætti segja frá daglegu lífi, ferðasögum, námi og mörgu fleiru. Þó að ekki yrði vart við neinn stórfeldan árangur af þessu, tel eg það þess virði, að tilraun sé gerð. Það er ómögu- legt að vita, nema ^líkt sam- band milli fáeinna manna geti haft ómetanlega þýðingu, jafn- vel þó að allur fjöldinn gæfist upp. Og þessi tilraun kostar ekki mikið. Mál þetta, er ekki að neinu leyti ítarlegt og auk þess er yður það engin nýjung, sem eg hefi sagt. En eg bið yður að taka orð mín sem vott þess, að á íslandi sé enn munað eftir börnunum, sem fyrir síðustu aldamót hurfu þaðan út í rökk- ur fjarlægðarinnar, og afkom- endum þeirra. Eg gleðst af því að hafa fengið tækifæri til að koma hingað vestur til að kynn- ast íslenzkri menningu hér um slóðir. Eg þykist mega taka boð mitt og annara Íslendinga hingað sem tákn þess, að meðal yðar ríki sá skilningur, að þannig sé sambandi íslendinga vestan hafs og austan bezt far- ið, að þar sé um ofurlítið meira að ræða en óljósar, rökkurkend- ar minnarg, ofnár draumblæju fjarlægðarinnar í tíma og rúmi. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Ernpire Sash & Door CO., LTD. BlrgBir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA GENGUR f ÞJÓNUSTU NEW YORK LIFE J. W. Jóhannson Jónas Walter ^óhannson, er sonur merkishjónánna Ásmund- ar P. Jóhannssonar bygginga- meistara og frá Sigríðar Jó- hannsson, sem fyrir skömmu er látin. Walter, eins og vinir hans al- ment kalla hann, er fæddur í Winnipeg þann 26. dag júní- mánaðar árið 1901. Að loknu barnaskólanámi innritaðist Wal- ter við Jóns Bjarnasonar skóla og útskrifaðist þaðán 1920 með góðum vitnisburði. Gekk hann því næst á Success verzlunar- skólann og lauk þar prófi 1922, Litlu síðar tók hann að gefa sig við kornverzlun á kornmiðlara- höllinni í iWnnipeg og rak þann starfa fram til skamms tíma. Hann er kvæntur Kristínu Thorvarðson og eiga þau eina dóttur barna. Nú alveg nýverið hefir Walter gengið í þjónustu New York lífsábyrgðarfélagsins, sem ís- lendingum er að góðu kunnugt í háa herrans tíð. Gera má ráð fyrir að starf hans verði þannig vaxið að hann eigi allmikil mök við íslendinga; hann er góður og trúr íslepdingur og befir tekið drjúgan þátt í íslenzkum mannfélagsmálum. Walter er vinsæll maður og ábyggilegur sem hann á kyn til. DAUÐIR ÖKUMENN Litlu eftir áramótin síðustu lagði að í Póllandi með níst- ings hörkur og frost. í Warsjá voru lagðir inn á sjúkrahús einn dag 700 menn og konur, er öll hafði kalið meira og minna. Og svo var kuldinn bitur, að víða um borgina voru kyntir koks- ofnar á götum úti fótgangandi fólki til bjargar. í litlum bæ nærri höfuðborg- inni, sáu íbúarnir sleða koma akandi utan af sléttunni og inn í bæinn. Á honum sátu tveir menn, karlmaður og kona. Þau sátu óhreyfanleg og hesturinn, sem dró sleðann, hélt áfram um götur þorpsins. En er betur var að góð voru bæði dáin, frosin til bana á leiðinni. Kept verður um Hockey verð- launa “horn” Þjóðræknisfélags- insi dagana 8 og 9 marz næst- komandi. Leikirnir fara fram í Selkirk. Sex flokkar taka þátt í mótinu, 3 frá Winnipeg, Fálk- ar, Pla-Mor og Cardinals, 1 frá Árborg, 1 frá Selkir, og 1 frá Gimli. Greinilegar verður frá þessu skýrt í næsta blaði. Frá því nú og til apríl 20. n. k. fást keyptir á vægu verði, skápar, Chesterfield, rokkur. ýmsir húsmunir: borð, stólar, kambar, ýms verkfæri (smíða- tól) fónógraf, taflborð, að— 575 Home St., Winnipeg. G. Magnússon * * * Á Þjóðræknisþinginu er staddur séra B. Theódore Sig- urðsson frá Selkirk, flytur hann ræðu síðast þingkvöld á skemt- un sem þá verður haldin, að afloknum þingstörfum.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.