Heimskringla - 27.02.1935, Síða 6

Heimskringla - 27.02.1935, Síða 6
WINNIPEG, 27. PEB. 1935 6. SÍÐA.____________________________________ I VÍKING Eftir R. Sabatini “Þú átt við Fenzileh. En þá varð eg, fyrir Allahs náð, verkfæri í hans hendi til að snúa henni frá villu til ljóss.” “Vel má skrifað standa, að þér auðnist sú náð aftur, herra minn,” svaraði hinn slungni Tsamanni í hálfum hljóðum. Fenzileh og honum var alt annað en vel til vina, því að hvort um sig vildi ráða fyrir Asad. Ef Fenzileh væri á burt, myndi ráðgjafinn ráða meiru og auðgast meira, og til þess hafði hann oft dreymt, vonlítill þó, því að Asad var farinn að eldast og þeir eldar, sem brunnu í honum svo freklega á yngri árum, virtust hafa brent úr honum allan hug til kvenna. En nú var það kraftaverk að ske, hér var fegurð svo furðuleg og svo ólík því, sem valdhafinn hafði áður litið, að vit hans heilluðust auðsjáanlega þar af. “Hún er hvít sem snjór á Atlas, þrungin safa sem döðlur frá Tafilalt, mælti Asad mjúklega fyrir munni sér, horfði á hana snör- um augum, en hún stóð grafkyr frammi fyrir honum. Alt í einu leit hann á þá, sem stóðu umhverfis og mælti reiðilega til ráðgjafans: “Þúsund karlmenn eða enn fleiri hafa séö ásjónu hennar bera.” “Hið sama hefir og áður skeð,” svaraði Tsamanni. í því bili var sagt fyrir aftan þá, höstum rómi: “Hver er þessi kvenmaður?” Þeim brá, því að sá málrómur var vana- lega mjúkur og blíður. Fenzileh var þar kom- in með hettu á höfði og slæðu fyrir andliti, eins og vera bar; Marzak stóð hjá henni, en skamt frá var buröarstóll hennar og geldingar. Asad var ekki runnin reiðin til mæðgin- anna og leit við henni óhýrlega. Það var full ilt, að hana skorti þá undirgefni, undir fjögur augu, sem henni bar að sýna honum, en hitt var tign hans ósamboðið, að þola henni svo frama hegðun, í allra augsýn. Hún hafði aldrei leyft sér slíkt fyr, og hefði ekki brugðið venju sinni í þetta sinn, ef hún hefði ekki orð- ið hrædd og öfundsjúk við að sjá svipinn á Asad, er hann virti fyrir sér þá hemumdu fríð- leiks mey. Henni var farið að förlast vald yfir Asad, og til að taka fyrir það algerlega, þurfti vissulega ekki meira til, en að honum, sem varla hafði hugsað til kvenmanns svo árum skifti, dytti í hug að auka nýju uppáhaldi í kvennabúr sitt. Þar af kom sú fífldirfska hennar, að standa svo fröm og frek, því að hvað fór eftir öðru, raust og háttalag. Hún lét sem hún sæi ekki fýlusvipinn á honum og hélt áfram talinu: “Ef þetta er þýið, sem Sakr-el-Bahr sótti til Englands, þá er mikið frá henni logið. — Sannarlega var til lítils sú langa ferð og margra Sanntrúaðra líflát, ef ekki var til annars, en að flytja til Barbaríis þessa hörund- gulu og háleggjuðu glötunar dóttur.” Asad varð svo hissa, að hann týndi reiði sinni. Hann var ekki kænn að sjá, hvað bjó undir orðum. “Hörundsgul? Háleggjuð?” kvað hann. Þá sá hann í, af hverjum rifjum rísa myndi tal hennar og brosti við, viðsjálu glotti. “Eg hefi orðið var við, að þú ert farin að verða heyrn- arlítil, nú virðist sem þú sért farin að tapa sjón líka. Vissulega ertu farin að eldast.” Hann leit við henni svo illúðlega, að hienni brá við. Þar næst færði hann sig skrefi nær. “Of lengi hefir þú ráðið og regerað í kvennabúri mínu, með þínu framandi vantrúar siði”, mælti hann svo lágt ,að þeir einir heyrðu, sem stóðu næstir. “Þú ert orðin til hneyxlis fyrir sjónum Trúaðra,” bætti hann við, í beizkum tón. “Oss hentaði vel, að lagfæra það, ef svo vill verk- ast.” Hann sneri baki við henni, benti Ali að færa hina hemumdu í sama stað, og fetaði burt með ráðgjafa sínum. Þar næst nam hann staðar, ávarpaði Fenzileh og setti ofan í við hana í allra áhejrm: “Farðu í burðarstólinn og haltu þér heima, þar sem allar Muslim konur eiga að vera. Láttu það aldrei henda þig aftur, að þú sjáist reika gangandi á almannafæri.” Hún hlýddi orðalaust og var borin burt, en sitt hvoru megin við börurnar gengu Mar- zak og Ayoub og þorðu, hvorugur, að líta upp á hinn reiða landstjóra. Asad horfði fýlulega á eftir börunum, brá grönum og mælti: “Henni þróast stórlæti, eftir því sem henni fer aftur að fríðleik. Hún er að verða gömul, Tsamanni — mögur og kerlingarleg að útliti og í geði, óhæfilegur maki fyrir lim á ættboga Spámannsins. Hver veit nema Allah myndi líka, að vér settum aðra í hennar rúm?” — Hann leit til skúranna, þar sem fangamir voru geymdir, og nú vom aftur byrgðir og segir í öðrum tón: “Varð þér litið til, ó Tsamanni, hve prúð- legt var hennar göngulag? — mjúklegt og hvatlegt eins og hindar kálfs. Sannarlega hefir HEIMSKRINGLA hinn Alvísi ekki skapað slíka fegurð til að farast í pyttinum.” Skyldi hún ekki vera send einhverjum Sanntrúuðum til svölunar? svaraði hinn undir- setti ráðgjafi. “Enginn hlutur er Allah ómögu- legur.” “Já, víst, til hvers annars?” sagði Asad. “Svo var skrifað, og svo sem enginn getur náð því, sem ekki stendur skrifað, svo má enginn forðast það. Eg veit hvað gera skal. Vertu eftir, Tsamanni, bíð þú uppboðs og kauptu hana. Hún skal uppfræðast í þeirri sönnu 'trú. Hún skal frelsast fra hinum gló- andi ofni.” Hér var að því komið, sem Tsamanni hafði svo lengi þráð. Hann sleikti út um og sagði lágt: “Og kaupverðið, herra minn?” “Kaupverðið? Hefi eg ekki boðið þér, að færa mér hana, þó hún kosti þúsund gullpen- inga.” “Þúsund gullpeninga?” mælti hinn, yfir- kominn. “Mikill er Allah!” En Asad gekk burt, út af hliðunum, en múgurinn kraup á kné og stakk niður höfðum, hvar sem hann fór. Tsamanni hafði ekki á sér svo mikið fé, en vissi að uppboðshaldarinn slepti aldrei seldu mani, nema gegn borgun út í hönd; því hélt hann í humátt eftir herra sínum, til hallar, því að enn var klukkustund eftir, þangað til upp- boðið átti að byrja. Það stóð líka skrifað, að í hallargerði rakst hann á Ayoub, sem þangað hafði verið sendur af Fenzileh, til þess að veiða upp úr honum fréttir. Það vildi líka svo til, að Tsamanni var heiftrækinn og að hatur hans á ' Fenzileh náði einnig til þjóna hennar. Engann fyrirleit hann eins mikið í víðri veröld, eins og þann gelta flotbagga, Ayoub, sem keifaði svo hátíðlega, spikfeitur og varaþykkur. “Allah styrki heilsu þína, Tsamanni,” -var hið hæverska ávarp geldingsins. “Siegirðu fréttir?” “Fréttir? Hvaða fréttir? Sannarlega eng- ar, sem húsmóðir þín verður fegin.” “Miskunnsami Allah! Hvað ætli standi til. Er það ambáttin sem seljast skal?” Tsamanni glotti en Ayoub reiddist, þótti óvænlega horfa fyrir sér, því að ef húsmóðir hans tapaði ráðum, þá var öllu lokið fyrir honum, og hann þykja ekki meira virði en duftið á skóm Tsamannis. Hinn bætti gráu ofan á svart. “Þú skelf- ur, Ayoub; fitan á þér er öll á titringi, sem von er; því að dagar þínir eru taldir, þú faðir alls ekki neins.” “Ertu að stríða mér hundur?” segir hinn, reiður og skrækhljóða. “Kallarðu mig hund? Þú?” spurði Tsa- manni og hrækti á skugga hins. “Farðu og segðu húsmóður þinni, að mér hafi boðið verið að kaupa stúlkuna. Segðu henni að herra minn ætli að gera hana að konu sinni, rétt á sama máta og Fenzileh, svo að hann megi leiða hana til sanninda Trúarinnar og snuða Satan um svo fagra gersemi. Bættu því við, að kaupa skuli eg hana, þó það kosti þúsund gullpeninga. Skilaðu þessu til hennar, ó þú faðir vinds, og auki Allah ístru þína!” “Hrapi synir þínir til bana og dætur þínar í frillulífi,” grenjaði geldingurinn, ævareiður bæði af fréttinni og smáninni sem fylgdi. En Tsamanni gerði ekki nema hlægja og svaraði um öxl sér: “Vierði synir þínir allir soldánar, Ayoub!” Efitir það rambaði Ayoub með fréttina á fund húsmóður sinnar, en henni varð svo við, að hún formælti herra sínum og stúlkunni, kallaði á Allah að brjóta í þeim beinin og gera þau blökk á hörund og feyja hold þeirra, með fjálgleik og bænarhita þeirra, sem eru fæddir og uppaldir í hinni einu sönnu Trú. Þar næst féll hún í þanka, spratt svo upp og kvaddi Ayoub til að gá að, hvort nokkur stæði á hleri. “Við verðum eitthvað til brágða að taka, Ayoub og það strax í stað, ella verður mér gteypt og Marzak með mér, því að ekki getur hann ráðið við föður sinn einsamall. Sakr-el- Bahr mun troða okkur undir.” Hér kom henni nokkuð nýtt til hugar. “Ó, Allah, hver veit nema hann hafi flutt hingað þessa hörunds- björtu snót, í vissu skyni. Við skulum verða honum drýgri, við skulum verða Asad drýgri, annars er þér glötun vís, líka, Ayoub.” Ráðamaður hennar át upp eftir henni, og gerði ekki nema gapa og glápa, yfirkominn að venju, af skjótræði og hvatleik þessarar konu, til líkama og sálar, langt umfram nokk- urn annan kvenmann, sem hann hafði þekt. “Fyrst og fremst, Ayoub, að láta hann ekki ná í þessa frankisku stúlku.” “Þetta er vel hugsað, en hvernig?” “Hvernig? Hugsast þér ekkert ráð? Er alls ekkert vit í þessum fituklepp, sem þú berð á herðunum? Þú skalt bjóða Tsamanni frá, eða, sem betra er, láta einhvem gera það fyrir þig, og kaupa hana mér til handa. Síðan skulum við láta hana hverfa, hljóðlega og sem fljótast, áður en Asad veit hver eignaðist hana.” Hann fölnaði og keppirnir undir kjálkum hans fóru að skjálfa. “Og eftirköstin . . . . ? Hefirðu talið og aðgætt eftirköstin, ó Fenzileh? Hvað verður, þegar Asad fær að vita hið sanna?” “Hann skal aldrei komast að því,” svar- aði hún. “Eða ef til þess kemur, þá næst ekki til stúlkunnar framar og þá skal hann beygja sig undir það sem skrifað stendur. Trúðu mér fyrir, að ráða við hann.” “Kvenmaður! Kvenmaður! eg þori ekki að 1 ganga í þetta,” mælti hann og spenti fast greipar. “Ganga í hvað? Ef eg fæ þér fésjóð og býð þér að kaupa stúlkuna, hvað annað kemur þér við, gney? Alt annað sem gera þarf skal karlmaður gera. Svona, fimtán hundruð gull- skildinga skaltu hafa, alt sem eg hefi hand- bært, og ef eitthvað gengur af, máttu eiga það sjálfur.” Hann hugsaði fyrir sér litla stund og lét tilleiðast. Gróði myndi í því vera, auðséð var það — jú, dælt mætti vera, að bjóða það grey Tsamanni frá og senda hann tómhentan heim aftur undir reiðiskálar húsbóndans. Hann baðaði út höndum og hneigði sig til að sýna, að hann vildi g;era hvað sem honum væri boðið. X. Kapítuli. Á sölutorgi voru bumbur barðar og lúðrar þeyttir. Mangarar lokuðu búðum sínum, Júð- inn hvarf af tröppum brunnhússins en þeir sem til uppboðsins stunduðu, og mest voru virtir, skipuðu sér kringum það og horfðu út þaðan, en aðrir settust í breiður undir garða torgsins að sunnan og vestan. Nú komu blámenn með vatnsílát og skvettu vatni á torgið, til þess að halda ryki frá að rjúka, þar sem þrælar og kaupendur tróðust. Inn um hliðin gengu þrír hávaxnir menn, í hvítum klæðum með mjallhvítar trafa- skuplur, og tifuðu hátíðlega á sinn stað, eins og prestar til fórnar athafnar en gasp- ur þeirra, sem fyrir voru, dó út smamsam- an unz allir þögnuðu. Þetta voru þeir sem sölum áttu að ráða, en hinn helzti þeirra bað- aði út handleggjum, svo sem til að ná í bless- un og hóf raust sína til bænar, í sönglandi presta tón: “í nafni Allahs, sem miskunnar hinum miskunnsömu, og skapaði mann af blóðlifrum! Alt sem er á himni og jörðu, prísar Allah, sem er máttugur og vitur! Hans er ríkið, bæði himins og jarðar. Hann lífgar og líflætur og hann hefir vald yfir öllum hlutum. Fyrstur er hann og síðastur, sá er sézt og sá er ekki sézt og hann veit alla hluti.” “Amen”, kvað við frá mannfjöldanum. “Lof sé honum, sem sendi oss Mahomet, sinn spámann, að kenna heiminum þá sönnu trú og bölvaður sé Satan, hinn helgrýtti, sem stríðir á Allah og hans börn.” “Amen.” “Blessi Allah og vor herra Mahomet þetta sölutorg og alla þá sem selja kunna og kaupa kunna, hér inni, og auki Allah efni þeirra og lengi lífdaga þeirra, svo þeir megi honum hróður semja.” “Amen” kvað við frá múginum, með löng- um seim. Hér var bæninni lokið. Söluráður klappaði lófum saman, var þá tjöldum svift frá og þræla hópurinn sýndur, um þrjú hundruð talsins í þrem byrgjum. Fremstir í miðbyrginu, þar sem Rósa- munda var geymd og þau Lionel, stóðu tveir blámenn frá Núbíu, miklir vexti og þreklegir, er sáu, mieð fullkomnu kæruleysi, á það sem fram fór, og létu sér í litlu rúmi liggja þau auðnubrigði, sem yfir þá höfðu gengið. Og til þess að byrja athöfnina með góðum gripum, benti söluráður á þau heljarskinn, að þeir skyldu leiddir fram fyrstir. “Hér er afbragðs par,” tónaði sölukarl, “sinasterkir og limalangir, sem allir mega sjá, og skömm væri að aðskilja. Hver sem þarf á slíku tvíni að halda til þungrar vinnu eða hraustlegra átaka, segi til, hvað hann vill bjóða.” Hann tók til að hringsóla um brunn- húsið, á seinagangi, en víkingar ýttu við þræl- unum, að fara á eftir honum, svo allir kaup- endur mættu sjá þá og skoða. Fremstur í þeim hóp stóð Ali, sendur þangað að kaupa stóra og sterka menn til að fylla tölu róðrarkarla á snekkju Sakr-el- Bahrs. Honum hafði verið boðið, að kaupa ekki annað en þá allra hraustlegustu, að ein- um undanteknum. Á þeirri snekkju mátti eng- inn ósterkur vera, enginn líklegur til að skapa ónæði með yfirliðum, þeim sem réðu róðri. “Eg þarf að fá þessum líka hrotta til að róa á snekkju Sakr-el-Bahrs,” sagði Ali hátt og snjalt, með yfirlæti, og þótti gott að allra augu horfðu til hans, eins af foringjum Oliver hers- is, Islams sóma og sverðseggja gegn hinum vantrúuðu. “Þeir voru til þess bomir í þennan heim, að rembast við árina, ó Ali hersir,” kvað sölu- valdur hátíðlega. “Hversu mikið viltu gjalda?” “Tvö hundruð gullskildinga fyrir báða.” Hinn fetaði leið sína með þrælana á hæl- unum. “Tvö hundruð gullskildingar eru mér boðnir fyrir tvo þræla, þá gildustu sem, af Allahs náð, hafa nokkru sinni fluttir verið á þetta torg. Hver vill bjóða fimtíu til?” Þá reis upp af sæti sínu á brunnhús þrep- unum Mári nokkur, digur, á blárri yfirhöfn, er söluráð bar fram hjá honum. Blámenn grun- aði, að sá mundi vilja kaupa þá, vildu alt ann- að heldur gera, en róa á galeiðum, hurfu að honum, kystu á hendur hans og létu fleðulát- um, rétt eins og hundar. Hann fór að engu óðslega, tók á þeim hér og þar, kipti sundur skoltunum og skoðaði upp í þá. “Tvö hundruð og tuttugu fyrir báða.” Sölukarl keifaði sinn hæga gang og lýsti yfirboði, þar til hann bar þar að sem Ali stóð. “Tvö hundmð og tuttugu er prísinn nú, ó Ali. Kóraninn nefni eg til ,að þeir eru þrjú hundruð peninga virði. Viltu lýsa því boði?” “Tvö hundruð og þrjátíu,” var svarið. Aftur hvarf sá er sölum réði, til Márans. “Tvö hundruð og þrjátíu er mér nú boðið, ó Hamet. Þú vilt bjóða tuttugu til?” “Ekki eg. Hann má hafa þá fyrir mér.” “Tíu peninga til?” mælti söluráður, í- smeygilegur. “Ekki aúskilding.” “Þínir eru þeir þá, ó Ali, fyrir tvö hundruð og þrjátíu. Gef þú Allah þakkir, fyrir annað eins kjörkaup.” Blámennimir voru afhentir förunautum Ala, en meðhjálparar sölustjóra heimtuðu af honum borgun. “Bíðið þið við,” sagði hann, “er ekki nafn Sakr-el-Bahrs fullgóð trygging?” “Lagastafurinn er sá, sem aldrei má rjúfa, að andvirði skuli greitt, áður en þræll er af itorgi leiddur, ó týhrausti Ali.” “Svo má vera,” svaraði hinn stuttlega, “og greiða skal eg að fullu áður en lokið er. En fleiri vil eg kaupa og borga alt í einu lagi, ef þér líkar svo. Þarna er snáði sem eg á að kaupa fyrir foringja minn.” Þar með benti hann á Lionel, sem stóð við hlið Rósamundu, efst í þrælabyrgi, lotlegur og lúpulegur, sem mest mátti verða. Þá gengu víkingar tveir til Lionels og lögðu á hann hendur, hann tók á móti, en þá sáu allir, að stúlkan stóra, sem stóð hjá hon- um, hvíslaði að honum, við það hætti hann, en víkingamir drógu hann og ýttu fram á sölu- staðinn. “Vantar þig þennan trúvilling með gula strýið, til að róa?” kallaði Ayoub npp yfir alla, og að því gamni var hlegið. “Til hvers annars?” mælti Ali. “Hann ætti, að minsta kosti, ekki að vera dýr.” “Ekki dýr?” kvað við sölukarlinn, og lét sem slíkt tal væri fjarstæða. “Þetta er lagleg- ur piltur og ungur líka. Hvað viltu gefa fyrir hann? Nú, nú, hundrað gullpeninga?” “Hundrað?” svaraði Ali. “Hrundrað gull- peninga fyrir annan eins beinabelg! Gæti vor Allah! Fimm peningar er mitt boð, ó sölu- ráður!” Við það hló mannfjöldinn, en sölukarl rétti úr sér og stóð spertur, til að gæta virð- ingar sinnar og síns embættis. Eitthvað af þeim hlátri snerist að honum, og hann lét ekki að sér hæða, sá maður. “Keskimál ferðu með ,herra sæll,” kvað hann, jöfnu báðu, fyrirlitning of fyrirgefning. “Sjáðu hve gallalaus hann er.” Hann gaf merki einum víkingnum, sá brá sveðju og risti klæði Lionels frá hálsmáli og niður úr, greip svo í barmana og svifti af honum, svo að hann stóð nakinn að beltis stað, sýndist þá, að hann var betur vaxinn en þeir hugðu. Hann reiddist fast, af þessari meðferð og braust um í höndum þeirra, þar til einn víkinganna laust hann svipuhöggi, ekki miklu, til áminningar hvers hann mætti vænta, ef hann vildi beita afli. Þá benti á hann söluráður og upphóf sína raustu: “Skoðið nú þennan hvíta kropp og sjáið hve hraustlegur hann er. Skoðið tenn- urnar í honum, allar heilar!” Hann tók um höfuðið á Lionel og brá sundur skoltunum. “Já”, sagði Ali, “en sjáið þið leggina, hvað mjóir þeir eru og handleggina, rétt eins og' á kvenmanni.” “Sá galli lagfærist við árina,” svaraði sölustjórinn. Lionel varð skapbrátt og formælti þeim. “Hann er að þylja formælingar á sínu van- trúar mál,” sagði Ali. “Þú sérð sjálfur að hann er geðvondur. Eg hefi nefnt fimm gullpen- inga. Meira býð eg ekki.” Söluráður labbaði hringinn í kring, en vík- ingar ýttu Lionel í spor hans. Einn af öðrum stóð upp, til að þreifa á honum, en enginn vildi kaupa. “Fimm peningar er sá ódæma prís, sem mér er boðinn í þennan fallega, unga Vallend- ing,” hrópaði söluráður. “Vill enginn Sann- trúaður bjóða tíu í annað eins þrælsefni? Vilt þú ekki, Ayoub? Þú Hamet — tíu peninga?”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.