Heimskringla - 06.03.1935, Side 7

Heimskringla - 06.03.1935, Side 7
I WINNIPEG, 6. MARZ, 1935 HEIMSKRINGLA 7. SlÐA. H. C. ANDERSEN Frh. frá 3. bls. mat þægindi og öryggi mikils. Sem vænta mátti, urðu hin mörgu ferðalög skáldsins hon- um efniviður í ýmsar bækur. Andersen hafði sagt í æsku, að fyrst yrði maður margt ilt að þola og svo yrði maður fræg- ur. I>au orð eru sönn yfirskrift æfi hans sjálfs. Og sem oftar í sögu andans afburðarmanna urðu útlendingar fyrri til að meta hann alment heldur en landar hans. Svíar urðu fyrstir til að heiðra hann opinberlega, en aðrar þjóðir sigldu brátt í kjölfar þeirra. Æfintýri Ander- sens féllu sérstaklega í frjóan jarðveg í Þýzkalandi. Perð hans þar um land 1845—46 var samfeld sigurför. Þjóðhöfð- ingjar, skáld, listamenn og vís- indamenn, æðri sem lægri, sýndu honum margvíslegar virðingar. Og Andersen naut hamingju sinnar í fullum mæli: hann gleymdi mótlætinu, er á undan hafði gengið. Hjarta hans fyltist þakklætis og ástar til allra manna.------“Ljóta and- arunganum” höfðu vaxið væng- ir. “Stóru svanimir syntu í kringum hann og struku honum með nefjum sínum.—Og gömlu svanirnir lutu honum.” Svipaða sigurför fór Andersen um Holland og England 1874. Árið 1871 heimsótti hann Noreg fyrsta sinni. Voru viðtökumar þar hinar ástúðlegustu. Bjöm- stjerne Björnson flutti honum kvæði og norskir stúdentar hyltu hann. Og heima á ættjörðinni höfðu dómarnir um Andersen og rit hans smámsaman breyst til batnaðar, orðið sanngjarnari og samúðarfyllri. Lýðhylli hans óx þar og með ári hverju og áttu æfintýri hans og sögur eigi hvað minstan þátt í því. Sjálfs- æfisaga skáldsins, sem út kom á fimtugsafmæli hans, 2. apríl 1855, jók einnig vinsældir hans í Danmörku. Loks höfðu þá augu landa skáldsins opnast fyrir því, hvern snilling þeir áttu þar, sem hann var. Og þeir sýndu það nú ó- spart í verki. Hin 23. nóv. 1867 var Andersen gerður að heiðurs- borgara Odensebæjar; var bær- inn skrautlýstur og mikil hátíð MAIL THIS COUPON TO-DAY! T*o tKe Secretery : Dominion Businesj CoIUge Winnipeg. Manitobe WitKout obligetkm, please send m« full perticulan of your courses on "Streamime” busmess tnuning. N*!**# . i., , i) . . ( . . T . - , | : .................... 6’/>eDominion BUSINES^ COLLEGE 0"l IH' M«,0- • WINrilPEG haldin við það tækifæri. Spá- konan hafði reynst sannspámi en margar stöllur hennar. Á sjötugsafmæli skáldsins árið 1875, var saga bans “Móðir” (Historien om en Moder) gefin út á fimtán tungumálum; auk þess hefir hún þýdd verið á enn fleiri tungumál, þar á meðal eina indverska tungu, bengöl- sku. Og sjálf “kóngsins Kaup- mannahöfn” syndi Andersen að lokum verðskuldaðan sóma. — Hinn 26. júní 1880 var afhjúpuð höggmynd sú af skáldinu, er stendur í Rosenborgarhallar- garði. Kom hér fram kaldhæðni örlaganna. Því að í skemtigarði þessum, hafði Andersen, bláfá- tækur unglingurinn, setið og maulað þurt brauð, er hann átti eigi ráð á betri miðdegisverði. Andersien var kunnugt um, að reisa átti standmynd þessa hon- um til heiðurs ,en hann lifði eigi að sjá því verki lokið. Hann andaðist rúmlega sjötugur að aldri, 4. ágúst 1875, á herra- garðinum “Rolighed” í nágrenni Kaupmannahafnar. Varð hon- um æfikveldið ánægjulegt, því að hann var umkringdur ágæt- 'jm vinum og fórnfúsum. m. Andersen var bæði fjölhæfur og afkastmikill rithöfundur. — Alls liggja eftir hann nærri þrjá- tíu rita, auk sjálfsæfisögu og fjölda bréfa. I Hann orkti margt kvæða; fæst þeirra eru tilþrifamikil, en sum mjög fögur. Nokkur þeirra hafa orðið almenningseign þjóð- ar hans og lifa enn á vörum hennar. Djúp tilfinning ein- kennir hin bestu kvæði hans. Þau eru töluð beint út úr hjarta skáldsins, en að formfegurð skara þau sjaldnast fram úr. Meðal hinna ágætustu og víð- frægustu er “Hið deyjandi barn”. Vögguvísur hans og ásta ljóð eru oft prýðisfalleg og þýð. Ágætar náttúrulýsingar og landslagsmnydir er að finna í kvæðum hans. Eitt hið allra fegursta slíkra kvæða er ‘‘Dan- mark, mit Fædreland”; að dómi Dana sjálfra, ef til vill fegursta ættjarðarkvæði þeirra. Eins og æfintýri hans sýna glegst þá gat Andersen verið meinfynd- inn, en ekki lét honum háð- kveðskapur nema í meðallagi. Hann skráði nokkra ljóðleiki. Af þeim má nefna Agnete og Hav- manden sem orkt er út af al- kunnu þjóðkvæði dönsku. En ekki getur leikur þessi tilkomu- mikill talist, þó skáldleg fegurð sé á köflum, einkanlega í nátt- úrulýsingunum. Það er eins og maður finni blómilminn og heyri fuglasönginn og bylgju- sláttinn á skógklæddri sævar- ströndinni. Andersen reit margar skáld- sögur og eru þær meðal hinna merkustu rita hans; teljast til hins besta í dönskum bókment- um frá fyrri hluta nítjándu ald- ar að áliti merkra sérfræðinga í þeirri grein. Samt eru þær eigi einsl fágaðar — fullkomnar frá listarinnar sjónarmiði — sem æfintýrin; meðferð efnis er oft ábótavant. Víðkunnust skáld- sagna Andersens er Improvisat- oren, sem þýdd hefir verið á ýms tungumál. Þó söguhetjan heiti ítölsku nafni, Antonio, er þetta í raun og veru saga And- ersens sjálfs, lýsing á námsferli hans og baráttu hans á skáld- brautinni. En jafnframt er bók- in ljóslifandi og litarík mynd af ítölsku landslagi og þjóðlífi og af ítalskri menningu. Hún er, eins og Steingrímur Thorstein- son komst heppilega að orði: “full af ljómandi fegurð og í- myndunarauðlegð.” Aukaper- sónum er sérstaklega greinilega lýst og frásögur Andersens eru: | O. T., Kun en Spillemand, De to Baronesser og Lykkeper. Hinar tvær síðastnefndu eru þroskað- astar allra skáldsagna höfund- arins; gerir hann sér nú meira far um, að lýsa hinum ýmsu sögupersónum, heldur en að segja sögu sína. ÆFIMINNING SIGRfÐUR BJÖRNSDÓTTIR EGILSSON Þann 31. janúar síðastliðinn andaðist í The Pas, Manitoba ekkjan Sigríður Björnsdóttir Egilsson næstum 82 ára gömul. Sigríður fæddist 11. apríl 1853 á Roðhóli á Höfðaströnd í Skagafjarðarsýslu á íslandi. — Foreldrar hennar voru Björn ! Þorsteinsson og Þóra Runólfs- dóttir, er mestan sinn búskap bjuggu á Spáná. Árið 1875 giftist Sigríður Áma Egilssyni og fluttust þau næsta ár vestur um haf. Þau námu land í Mikley í Winnipeg- vatni og bjuggu þar lengi bæði austan á eynni og að vestan. En árið 1904 fluttust þau burt þaðan og settust þá að í Grunnavatnsbygðinni, eins og hún var þá jafnan nefnd, skamt frá Otto pósthúsinu. Þar dvöldu þau tuttugu ár; en fluttust 1914 norður til The Pas. Ámi dó 1920. Af tólf bömum, sem þau eign- uðust, eru sex á lífi: Helga, kona Ásgríms Halldórssonar á Oak Point, Manitoba; Mrs. F. H. Truax í Minot, N. D.; Mrs. D. Light í Noonan, N. D.; Mrs. H. De Rushie í Vineland, New Jiersey; Mrs. E. H. Stevenson í The Pas og Barney Anderson í Cranberry Portage, Manitoba. Hin börn þeirra, sem dáin eru, dóu öll ung að undantekinni einni dóttur, Sigurbjörgu að nafni, er dó 24 ára gömul fyrir tólf árum. Síðustu árin, sem Sigríður heitin lifði, var hún til heimilis hjá dóttur sinni, Rós- björgu, Mrs. Stevenson, og manni hennar, og naut hún hjá þeim ágætrar aðhlynningar. Var hún allmikið farin að tapa heilsu síðari árin; þó ferðaðist hún af og til milli dætra sinna og dvaldi hjá þeim tíma og tíma til skiftis þar til hún var komin undir áttrætt. Hún var mikil myndar- og dugnaðarkona og kvað hvar- vetna mikið að henni. Þurfti hún þess líka með á frumbýl- ingsárunum, að geta tekið til hendinni, því að efnin voru oft lítil en fjölskyldan stór. En maður hennar var líka orðlagður dugnaðarmaður, sem reyndi í það ítrasta að bjargast af eigin ramleik. Var saga þeirra hjóna hin sama og saga svo margra annara íslenzkra landnáms- manna og kvenna hér í bygð- um íslendinga í Canada, sem barist hafa áfram gegnum fá- tækt og erfðileika með stóran barnahóp, saga strits og sjálfs- fórnar, þar til því hlutverki, að koma hópnum upp hefir verið lokið. Má með sanni segja um Sigríði sál. að hún leysti þetta hlutver kvel o gdyggilega af hendi. Hún var börnum sínum góð móðir, gestrisin og greið- vikin um efni fram við alla, sem hún náði til og þess þurftu með. Böm hennar og aðrir að- standendur votta þakklæti sitt öllum þeim, sem heiðruðu minningu hennar með því að senda blómsveiga á kistuna. En minningin varir lengur en þau ytri tákn samúðar og virðingar; hún geymist í þakklátum hug- um allra þeirra, er góðs hafa notið af elju og erfiði feðra og mæðra, sem hér ruddu braut- ina. Blessuð veri sú minning. G. Á. Ekki stendur Anderson fram- arlega sem leikritaskáld. Þó samdi hann fjölda sjónleika og urðu sumir vinsælir á leiksviði. Gamanleikurinn Den nye Bar- selstue er talinn bestur þeirra. enda er hann f jörugur og fynd- inn; háð-skeyti höfundar missa ekki marksins. Annars þarf ekki langt að leita skýringar- innar á því, hversvegna Ander- sen mishepnaðist leikritagerðin yfirleitt. Hann varð helst að vera aðalpersónan — sögumað- urinn. Honum lét ekki vel, að skapa persónur sér fjærskyldar að eðli og hugsunarhætti. En í hinum bestu ieikritum blandar ritarinn sér ekki í frásögnina; hann er sem hlutlaus áhorfandi, er lætur sögupersónurnar lýsa sér í orðum og athöfnum, og sæta þeim örlögum, sem þær fá eigi umflúið samkvæmt lífsins órjúfanlega lögmáli, — lögmáli orsaka og afleiðinga, að upp- skeran verði sáðinu samkvæm. Andersen lét heldur ieigi að sýna á leiksviði sálarlegan þroskaferil persória sinna, breytingamar, sem verða hljóta á skapgerð þeirra og lífshorfi, sökum marg- víslegra áhrifa, er þær verða fyrir. En slík lýsing á eðlileg- um og óhjákvæmilegum skap- gerðar-breytingum persóna sinna tókst Shakespeare svo snildarlega. Er engum heiglum hent, að feta honum þar í spor. Andersen var gæddur afar- ríkri athugunargáfu, ekfeert fór fram hjá honum; hið smávægi- legasta og algengasta klæðir hann í hinn skáldlegasta bún- ing. Hann blæs lífsanda í það, sem öðrum var kaldur og dauð- ur veruleikinn. Gætir þessa í skáldsögum hans, en þó mest í ferðalýsingum hans. Segja má, að þær séu fjölbreytt safn mynda úr fortíð og nútíð. Þeirra helstar teru: En Digters Bazar, I Sverige, og I Spanien. Hin skarpa athygli höfundar og skáldlegt hugarflug hans eru hér Ijósu letri skráð. En þó dáist íhugull lesandi ef til vill mest að því, hversu vel skáldinu tekst að færa hughrif sín í hæf- an orðabúning. Það er sem maður sé ferðafélagi Andersens, svo glöggar og lifandi eru lýs- ingar hans. Frh. FRÁ fSLANDI Miðstöðvarofn springur í vefnaðarvöruverzlun Siglufirði 4. febr. 1 morgun kl. 10 varð geysi- mikil sprenging út frá miðstöðv- Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finnl á skrifstofu kl. 10—12 í. h. og 2—6 e. h. Heimlli: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 158 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h, Talsimi: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli oe eru þar að 'hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Darae Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Deslgns Icelandic spoken M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl I viðlögum Sími: 36 155 682 Garfield St. Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talslmi 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e. h. A. S. BARDAL selur líkkistur og annasit um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonaj minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Office Phone Res. Phone RAGNAR H. RAGNAR 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Pianisti oa kennari Office Hours: Kenslustofa: 683 Beverley St. 12-1 4 P.M. - 6 P.M. Phone 89 502 AND BY APPOINTMENT THE WATCH SHOP MARGARET DALMAN Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding TEACHER OF PIANO Rings 854 BANNING ST. Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued Fhone: 26 420 699 Sargent Ave. J. J. Swanson & Co. Ltd. Dr. A. V. JOHNSON REALTORS ÍSLENZKUR TANNLÆKNIR Rental, Insurance and Financial Agents 212 Curry Bldg., Winnipeg Sími: 94 221 Gegnt pósthúsinu 600 PARIS BLDG,—Winnipeg Simi: 96 210 Heimilis: 33 328 MAKE YOVR PLEASANT LUNCH HOUR DATES AT The Jílarlborousí) ?|otel A Service to Suit Everyone LADIES MEZZANINE FLOOR 11.30 to 2.30 Speclal Luncheon 35c BUSINESS MEN CLUB LUNCHEON—11.45 to 2.30 50c and 75c also a la carte Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 762 VICTOR ST. SlMI: 24 500 Annast allsfconar flutninga fram og aftur um bœinn. COFFEE ROOM (Men & Women) SPECIAL LUNCH, 12-3......40c SPECIAL DINNER, 6 to 8....50C arofni í vefnaðarvörudeild verzl- unar Halldórs Jónassonar, Aðal- götu 29 hér á Siglufirði, 10 mín útum áður var kveikt upp í ofninum. Ofninn var í skrif- stofu inn af búðinni, var þar geymdur fatnaður og ýmsar vörur. Tíu millimetra þykkar rúður í þrem stórum einrúða sýningagluggum þeyttust í smá- molum út á götu og hristingur fanst í næstu húsum. Enginn var staddur í búðinni er þetta vildi til. Miðstöðvarofninn var allur í smágötum er komið var að, höfðu brotin þeytst í gegn- um loft og veggi herbergisins og gegnum margfaldan fatnað er hékk þar inni. Herbergið og vörur þar inni er stórskemt. Eigi er vitað með vissu um or- sök sprengingarinnar. Skemdir hafa ekki verið metnar. J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœOingur Skrlfstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Sími: 92 755 Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. TaUimi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL TANtLÆKNIR 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU VIKING BILLIARDS og HárskurOar stofa 696 SARGENT AVE. Knattstofa, töbak, vlndlar og vlndlingar. Staðurinn, þar sem Islendingar skemta sér.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.