Heimskringla - 03.04.1935, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.04.1935, Blaðsíða 1
I XLIX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 3. APRÍL, 1935 NÚMER 27. Hepburn segir upp samningum við orkufélög í Quebec Toronto, 2. apríl. — Forsæt- isráðherra Ontariofylkis, Mr. Hepburn, lagði frumvarp fyrir fylkisþingið s. 1. mánudag, er að því lýtur að Ontario-IIydra kerfið segi upp samningum sín- um við nokkur onkufélög í Quebec, er það kaupir orku af. Ontario-fylkið þarf ekki á ork- unni að halda, en verður að greiða fyrir hana eins fyrir það. Félögin sem hér um ræðir, eru Gatineau Power Co., er sel- ur Ontario-Hydro 260,000 hest- öfl, Beauharnois 250,000 h.ö., Ottawa Valley 96,000 h.ö. og McLaren-Quebec 125,000 h.ö.— Eina félagið af þessum, sem orka verður framvegis keypt hjá, er Gatineau félagið, hvað nú sem til þess kemur. Hvað miklu orkan nemur í peningum árlega, getur ekki um. En fjármálaráðherra kvað fyrir hana hafa verið greiddar rúmar 22 miljónir dollara síðan samningarnir voru gerðir. Hjá því fer ekki, að í sjálfu sér er nokkur búhnykkur að þessu, en hitt virðast þó margir og það jafnvel flokksmenn Hep- burns hræddir við, að þetta strik hafi áhrif á lánstraust fylkisstjórnarinnar og einnig ef til vill landsins í heild sinni. Um leið og borgarstjórinn í Van- couver fyrir nokkru skrafaði aðeins um að virða skuldir ið hóp Nazista frá Þýzkalandi höndum í Memel fyrir land- ráðabrugg. Fjórir Nazistar voru dæmdir til lífláts, en 87 hneptir í fangelsi. Varð þýzka stjórnin æf út af þessu og leitaði ásjár hjá Bret- um, Frökkum og ítölum um að Nazistunum yrði ekki mein gert. Hitler, sem nýlega hafði látið hálshöggva tvær pólskar konur fyrir landráð, gat ekki séð neitt réttlæti í aftöku Naz- istanna. Memel heyrði áður til Þýzka- landi, en var af þjóðbandalag- inu eftir stríðið veitt sjálfstjórn. Árið 1923 fór Lithuanía að borgarinnar að vettugi, hafði það starx töluverð áhrif annar hafa sig þar upp á skaftið og staðar í Canada, þar sem verið var að taka lán. Hér kvað að minsta kosti Bracken það hafa spilt fyrir lántöku þessa fylkis, er fram fór um þær mundir. Þetta samningsrof Ontario-fylk- is, eins voldugasta og auðug- asta fylkis landsins, getur því dregið dilk á eftir sér, enda þótt slíkum samningum við orkufé- lög verði ekki bót mælt. NÝR ÍSLENZKUR SÖNGVARI í ritinu ‘Musical Leader’, sem gefið er út í Chicago, birtist fregn um það nýlega, að ungur íslendingur, Guðmundur Guð- laugsson að nafni, hefði sungið í borginni á söngsamkomu með öðrum og vakið talsverða eftir- tekt viðurkends söngfólks, svo sem Miss Mary Garden og fleiri. Guðmundur hefir stundað söng- nám í 3 ár hjá Guðmundi Kristjánssyni, kom til Vestur- heims fyrir átta árum og er breiðfirskur að ætt. Segir Miss Garden um rödd hans, að hún sé há og einkar hrein og hikar ekkert við að halda fram að þar sé óvanalega gott efni í mik- inn tenórsöngvara. Hún hvetur ekki aðeins Guðmund til að halda áfram við nám, heldur befir hún heitið honum aðstoð sinni og annara söngvina, að efna til söngsamkomu, þegar söngvarinn hafi undir það verið búinn. FREGNSAFN Borgarstjórafundurinn f Montreal Um 100 borgarstjórar víðs- vegar að úr Canada, áttu fund með sér nýlega í Montreal. Efni þess fundar^ var, að borgirnar neituðu með*öllu að taka nokk- urn þátt í atvinnuleysiskostn- aðinum, en kröfðust þess af- dráttarl'aust að sambandsstjórn- in tæki við honum. Houde, borgarstjóri í Montreal og Mc- Geer borgarstjóri í Vancouver voru mennirnir, sem harðvítug- ast beittu sér fyrir þetta mál. Hinn fyrnefndi var fundarstjóri og þegar tillaga hafði verið gerð um að sambandsstjórnin tæki að sér þennan kos'tnað og greiddi þess utan skuldir bæj- anna og lánaði þar ofan í kaupið fé, ef bæirnir þyrftu á að halda, krg/ðist hann að menn við atkvæöagreiðsluna réttu upp báðar hendur til þess að sýna sem djarfast að hugur ,fylgdi máli. Og á móti svona hagfeldnum tillögum gátu borgarstjórarnir ekki verið, sem annars munu þó hafa litið á þær, sem hálfgerðan skrípa- leik. Að þessu loknu, var svo á- kveðið að fara á fund sam- bandsstjórnar og færa þetta í tal við hana. Er þar skemst frá að segja, að sambands- stjórnin samþykti ekki neitt af þessum tillögum. Kvað það meira að segja ekki í sínu valdi, að semja um neitt af þessu við aðra en fylkisstjómimar. Og með því dó hávaði þeirra Houde og McGeer út og hefir síðan ekki svo mikið verið gert sem minnast á hann í blaðafrét't, eins lítið og er þó um eftir- tektarverðar fréttir. * * * Skattur á viðskiftum hækkar í fregnum af fylkisþingi Manitoba í gær, er þess getið, að krafa Queens borgarstjóra um hækkun á viðskiftaskatti í Winnipeg, hafi að nokkru verið veitt. Skattinn er leyft að hækka frá 5 til 15% að nýju. Hvað mikið það eykur tekjur bæjarins veit enginnvþó skatt- urinn sé nú samþyktur, en ef reikningur Queens um að með því að hækka hann eins og hann fór fram á frá 5 til 40%, yki það tekjur um $788,000, mun láta nærri að þessi skatt- aukning nemi frá $100,000 til $150,000. Fórust Queen eftir að þessu var til vegar snúið orð á þá leið að bærinn kæmist varla hjá, að hækka fasteigna- skattinn, sem hugmyndin hefði þó verið að lækka með sliatt- breytingunni. * * * Nýr landstjóri í Canada John Buchan heitir sá^sem tilnefndur hefir verið, sem næsti landstjóri í Canada, sam- kvæmt því er Sir George Per- ley, bráðabirgða stjórnarfor- maður skýrði frá á Ottawa- þinginu nýlega. Mr. Buchan er skozkur að ætt, er lögfræðingur og var 1901 til 1903 einkaritari Milner lávarðar, sem þá var high com- missioner fyrir Suður-Afríku. — Hann var og í stríðinu mikla og hafði tvö síðustu árin umsjón með fréttaritun um það undir stjóm Lloyd George. En í Canada mun hann kunnastur fyrir ritstörf sín. Hann hefir skrifað sögu stríðsins mikla og æfisögur merkra manna?, svo sem Sir Walters Raleigh, Lord Minto og Oliver Cromwell. Hann hefir einnig skrifað nokkrar skáld- sögur. Síðan 1927 hefir hann verið þingfulltrúi háskólanna á Skot- landi. Við embætti sínu tekur hann á komandi hausti, er Bessbor- ough lávarður fer frá. * * * Landráðabrugg Nazista í Memel Fyrir' nokkru bárust fréttir um það að Lithuania hefði tek- Sambandsstjórnin og atvinnuleysiskostnaður í frétt frá Ottawa í gær, er svo frá sagt, að sambands- stjómin muni frá 1. apríl þessa árs greiða helming alls at- vinnuleysis-kostnaðar, auk þess, sem hún sér algerlega fyrir ó- giftum atvinnulausum mönn- um. Stjómin hefir gert ráð fyrir að semja við hvert fylki út af fyrir sig um þetta. * * * Skeyti frá Varsjá á Póllandi til blaðá á Englandi, s. 1. laug- ardag, getur þqss, að í bardaga hafi slegið milli bænda og yfir- valdanna í Soviet Turkestan, nærri landamærum Afghanist- an og um 2,000 menn hafi særst og fallið af hvorutveggja liði. Bændur þverskölluðust við yfirvöld Rússlands er þar voru að heimta skerf stjómarinnar af kornframleiðslu þeirra. Voru flugvélar frá stjórninni þá send- ar á vettvang með sprengjum. Bændur þama sem flestir eru Múhameðsmenn flýðu margir suður fyrir landmærin. 14 lög- reglumenn, sem einnig voru múhameðsmenn og sem deigir voru við innheimtuna af lönd- um sínum, voru af lífi teknir. , * * * Elzti og fyrsti landnámsmaðurinn dáinn C.F. hefir með leyfi þjóðbandalags- ins verið verndari Memel. Á síðari tímum hafa Þjóð- verjar unnið ósleitilega að því, að æsa Memel-búa gegn Lithu- aníu og sameinast aftur Þýzka- landi. Og baráttu þessara þjóða virðist ekki lokið um þessa bráð. S. 1. mánudag kom frétt frá Póllandi um að Þjóðverjar væru með nokkurt herlið á landamærum Memel. Sama daginn kemur frétt frá Kaunas í Lithuaníu, að 4,000 stúdentar hefðu gengið í fylk- ingu um götur og úthrópað þjóðverja. Ætluðu þeir til bú- staðar fulltrúans þýzka, en lög- reglan gat komið í veg fyrir i sem þingmannsefni það með því, að sprauta vatni Centre, Winnipeg, á yfir fylkinguna og tvístra henni. Bretar og Frakkar hafa skor- ist í leikinn og beðið Lithuaníu um að gera grein fyrir gerðum sínum. Kvað svarið vera á leiðinni. * * * Tekjuhalli Ontario-fylkis % Á komandi ári frá 1. marz 1935 til 1. marz 1936, gerir fylk- isstjórnin í Ontario ráð fyrir tekjuhalla á f járlögunum er lögð voru fyrir þingið í byrjun vik- unnar, er nemur $14,606,346.87. Tekjur stjórnarinnar eru metn- ar rúmar 73 miljónir dollara en útgjöldin 88 miljónir. J. S. Woodsworth tilnefndur J. S. Woodsworth, foringi C. flokksins var tilnefndur, í North fundi í Labor Hall á Agnes stræti í gærkvöldi. Bæjarráðsmennirn- ir J. Simpkin og Victor B. And- erson lögðu til að Woodsworth væri kosinn af fundinum sem fulltrúi óháðra vekamanna og C.C.F. flokksins og fóru nokkr- um hlýjum orðum um foringj- ann. Mrs. J. S. Woodsworth þakkaði fyrir hönd manns síns, er var fjarverandi. * * * GuSmundur Guðmundsson 6. maí helgidagur Á sambandsþinginu var því lýst yfir í byrjun þessarar viku, að 6. maí ýrði helgidagur í Canada, en þá byrja hátíða- höldin á Englandi, sem fara fram í tilefni af 25 ára ríkis- Eden fer til Rússlands 1 stjórn Bretakonungs. í Canada Anthony Eden ríkisfulltrúi verða einnig hátíðahöld og í út- frá Bretlandi, er nú staddur í Rússlandi. Var ferðinni heitið á fund Stalins, alræðismanns, til skrafs og ráðagerða um samvinnu milli Rússlands og Bretlands um að reyna að stuðla að friði milli Evópu-þjóð- anna. Brezka fulltrúanum var tekið með kostum og kynjum í Rússlandi og bre>zka flaggið blakti víða við hún. Um til- gang eða árangur ferðarinnar að öðru leyti er óljóst. I rúss- neskum blöðum var í sambandi við komu Edens minst á hætt- una sem af Hitler stafaði, og að hann bíði með óþreyju eftir að Japanir færu af stað, að svala sér um leið Rússum. * * * Drekkur skál Breta-konungs Maxim Litvinoff, utanríkis- málaráðherra Rússa, sem ræðu hélt í veizlunni, sem Anthony Eden var haldin er hann kom til Rússlands nýlega í stjórn- mála-erindum, tók upp glas sitt að lokinni ræðunni og sagði: “Eg drekk skál hans hátignar klonungsins (Breta- konungs) ”. * * * Vopnasmiðir glæpamenn í ræðu sem Pius páfi i Róm hélt 1. apríl á kardinálaráðs- fundi, fór hann hörðum orðum um stríð og líkti vopnasmiðum og stjórnmálamönnum, sem á stríð hygðu, við ósvífnustu glæpamenn. varpið tala þá landstjóri, for sætisráðherra og leiðtogi stjórnar-andstæðinga o. s. frv. í bréfi er “Hkr” bargt í viku- lokin, frá Washington Harbor, Wis., er þess getið að Guð- mundur Guðmundsson hinn fomi formaður og sjóhetja af Eyrarbakka og einn þeirra fjögra íslendinga er vestur fluttust 1870 hafi andast að heimili sínu þar í bæ, þann 23. febrúar. Með honum er geng- inn til grafar vazkur og velmet- inn sæmdarmaður. Guðmundur var með hinum sérkennlegustu mönnum. Hann var hraustmenni mikið og heilsusterkur, að heita mátti, alla sína löngu æfi, skáldmælt- ur vel, hnyttinn og gamansam- ur í svari, stálminnugur og kjarnorður í máli. Hann var ó- kvíðinn á hverju sem gekk, enda fann hann jafnan þróttinn hjá gjálfum sér, til að etja við erfiðleikana. Hann var víking- ur í lund og skoðun, batt ekki bagga sinn neinum kreddu- böndum . Lét hann þess getið með launbitri fyndni hversu hann leit á ýmsar kenningar hinna fornu trúarbragðakerfa. Kom þetta aðallega í ljós í bréfum hans til kunningja hans. Guðmundur var fæddur á Litla Hrauni á Eyrarbakka 8. júlí 1840, var því tæpra 95 ára er hann lézt. Fimm fyrir andlátið sendi hann “Hkr.” bréf, er birt var hér í blaðinu 13 marz, og getur þess þar að “það sé að fara yfrum á FJÆR OG NÆR honum Brún”. Kveðst hann þá fyrsta sinn vera orðinn svo las- burða að hann geti eigi lesið eða komist ofan í stól hjálpar- laust. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Guðmundur Þorleifsson og Málmfríður Kolbeinsdóttir, systir Þorleifs á Háeyri. Fim- tán ára gamall, réðst Guð- mundur til sjós og 19 ára gam- all tekur hann við formensku á skipi er h§.nn átti hlut í sjálfur. Er hann svo formaður í 11 ár eða þangað til hann flutti til Ameríku 1870 eins og fyr segir. Fóru þeir félagar frá Eyrar- bakka 18. maí og komu til Mil- waukee við byrjun júlí. Eftir að hingað kom stundaði hann fiskiveiðar á Stórvötnunum um langt skeið og þess á milli skógarhögg og landbúnað. — Fluttist hann snemma til Wash- ington eyjar og bjó, þar sem áður var nefnt Detroit Harbor en heitir nú Washington Har- bor. Er það all álitlegt þorp norð austan á eynni. Lítil eða enginn fastabygð var á eynni, er íslendingar settust þar að og mega því þau verk sem þar hafa verið unnin heita þeirra handaverk. Árið 1875 kvæntist Guð- mundur eftirlifandi ekkju sinni Guðrúnu Ingvarsdóttur frá Mundakoti í Árnessýslu. Voru þau heitbundin áður en Guð- mundur fór vestur, en hún kom nokkrum árum á eftir honum, er Guðmundur afréði að setjast hér að fyrir fult og alt. Fimm börn eignuðust þau er til ald- urs komust og búa þau á eynni. Þeir sem Guðmundi kyntust munu lengi minnast hans. — Honum svipaði meir til hinnar fornu aldar á margan hátt, en hinna síðari tíma. Hispurs- laus, ríkur í lund, röskur á sjó og landi, hjálpsamur og hjarta- góður trúði á mátt og megin jafnframt réttlátri ráðstofun forsjónarinnar. Áhyggjulaus kvaðst hann héð- an fara — gat þess í bréfi fyrir ári síðan — og láta þar nótt dögum sem nemur. Og nú er dagur er liðinn bjóða vinir hans honum góða nótt! R. P. i Jarðarför séra Jóhanns P. I Sólmundssonar fór fram frá Sambandskirkjunni á Gimli eins Sveinn Thorvaldson, M.B.E., og tilkynt var í síðasta blaði, kom til bæjarins í morgun. —|fimtudaginn 28. marz. Var fjöl- Hann kom í erindum Sameinaða kirkjufélagsins, en hann er for- seti þess. * * * Mánudaginn var 1. þ. m. and- aðist að heimili sínu í Ashem, Man., husfreyja Anna Clements kona Þorkels kaupmanns Cle- ments í Ashem, eftir langa sjúkdómslegu. Anna sál. var um sextugt, fædd á Hnausum á Vatnsdal í Húnavatnssýslu, dóttir þeirra hjóna Björns Jó- sefssonar Skaptason og Mar- grétar Stefánsdóttur. — Anna fluttist ung til þessa lands með foreldmm sínum og systkinum árið 1886 og ólzt upp hjá þeim í Winnipeg og Nýja íslandi. — Tvo bræður á Anna heit. á lífi: Ca'pt. Joseph B. Skaptason stjórnareftirlitsmann fiskiveiða í Manitoba og Hallsteinn S. Skaptason verzlunarstjóra í Ashern. Ennfremur fóstursyst- ir, er foreldrar hennar ólu upp, Ásu Johnson gift Jóni Jónssyni við Garðar. Jarðarför Önnu sál. fer fram á föstudaginn kemur kl. 2.30 e. h. frá útfarar- stofu A. S. Bardals. menni þar samankomið. Ræður fluttu Dr. Bjöm B. Jónsson prestur Fysta Lútherska safn- aðar í Winnipeg og séra Rögnv. Pétursson er stýrði útfarar at- höfninni. Líkmenn voru Sveinn kaupm. Thovaldson frá River- ton, Valdimar Eiríksson, Frank- lin Olson frá Gimli og Hjálmar A. Bergmann lögfræðingur, J. Walter Jóhannsson, Hjálmar Gíslason frá Winnipeg. Jarðsett var í grafreit Gimli bæjar. — Áður en kistan var látin síga niður í gröfina breiddi útfarar- stjóri Arinbjöm S. Bardal ís- lenzka fánann yfir kistuna, að ósk og fyrirmælum hins látna. en Tryggvi Kristjánsson lék á lúður lagið “Góða nótt”, meðan bænum fyrir helgina. Hann Á föstudagskveldið var, kom hr. Ámi Eggertsson heim aftur úr vesturferð sinni til Edmon- ton. Með honum kom dóttrr hans Mrs. Thelma Marlatt. — Fluttu þau með sér hingað lík manns hennar Arthur Nelson Marlatts, er andaðist þar vestra 26. f. m. Fór útförin fram frá Fyrstu Lúthesku kirkju laugar- daginn 30. f. m. að viðstöddu afar miklu fjölmenni. Var frá- fall hans hið sorglegasta og sviplegasta. — Veiktist hann snögglega fyrir rúmri viku síð- an úr inflúenza og andaðist að fáum dögum liðnum. Hann var maður á bezta aldri og hinn efnilegasti og hvarvetna vellát- inn meðal allra er honum höfðu kynst. * * * Jón Sigurðsson, póstmeistari frá Víðir, Man., var staddur í kistan seig niður, og áður en mokað var ofan í gröfina. * * * Séra Eyjólfur Melan frá Riv- erton, Man., kom til bæjarins í morgun. Hann kom til að sitja kirkjufélagsnefndarfund. * * # Messa í Sambandskirkjunni í Árborg, sunnudaginn 7. apríl kl. 2. e. h. mun hafa komið til þess að vita hvað dóttur sinni liði (Mrs. D. Guðmundsson) er á Al- mennasjúkrahúsinu hefir legið um alllangt skeið. * * * Guðríður Sveinsson, 555 Sherburn St., Winnipeg, lézt s. 1. laugardag. Hún var um sext- ugt, ættuð úr Höfðahverfi við Eyjafjörð.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.