Heimskringla - 03.04.1935, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.04.1935, Blaðsíða 4
4. SOA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. APRÍL, 1935 ffcitnskrtttgla (StofnuB 1S86) Kemur út á hverjum mUSvikudegi. Eigendur: THE VXKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 viðakifba bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THB VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg RiUtjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjóran*: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimstadngla" is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepihone: 86 537 WINNIPEG, 3. APRÍL, 1935 HVEITISALAN Hveitisölumálið hefir verið eitt mesta og alvarlegasta áhyggjuefni þessarar þjóðar um mörg ár. Hveitibirgðimar í kornhlöðunum hafa hækkað jafnt og þétt og að grynna á þeim eða að reyna að selja eitthvað af þeim, hefir reynst eins og að bjóða hundi heila köku. Frá árinu 1924 hafa þær aukist um 10 miljónir mæla á hverju ári, unz þær voru árið 1933 orðnar 211 miljónir. Síðast liðið ár (1934) höfðu þær að vísu ögn mínkað, en námu samt 194 miljónum. Er það eina skiftið á annan tug ára sem þær hafa ekki aukist, þó lítið högg kunni að sjá á vatni. Þegar þannig virðist nú fokið í öll skjól með hveitisöluna, mun hæði þykja athyglisvert og hressandi, það er eins reyndur maður og fjölfróður um þessi mál og John I. McFarland er, hélt fram í ræðu er hann flutti 14. febrúar í Moose Jaw, á félagsfundi skólaráðsmanna Saskatchew- an fylkis. Skal hér bfent á þau atriði úr ræðunni, er áhræra horfurnar með sölu á hveiti á þessu ári. Á tímabilinu frá 1. ágúst 1934 til 1. á- gúst 1935, segir McFarland, að hagfræð- ingurinn heimskunni, Broomhall, meti, að á heimsmarkaðinum muni alls seljast 552 til 576 miljónir mæla. í lok desem- ber 1934 (eða 29 þess mánaðar) höfðu 219 miljón mælar verið seldir. Þá er enn þörf fyrir 333 miljónir mæla, ef miðað er við lægri tölu Broomhalls. Hvaðan kemur nú það hveiti? Rússland og Mið- Evrópuríkin hafa það ekki. Bandaríkin sem um langt skeið hafa flutt út hveiti, telur Broomhall nú ekki hafa neitt af- lögu. Sannleikurinn er, að þau munu nú þurfa að kaupa hveiti frá öðrum löndum er nemur 25 miljón mælum. Frakkland gerir ráð fyrir að geta selt 15 miljónir mæla, en hveiti þaðan er lélegt og þykir ekkert keppikefli. Einu löndin sem að sölu þessari sitja, eru því Argentína, Can- ada og Ástralía. Og þá er spumingin hvað kemur í hlut hvers? í Argentínu var hveitiforðinn í lok des- ember 1934 talinn 225 til 240 miljón mælar. Það svarar til ársuppskeru þeirra. Og á uppskem eiga þeir nú eins og kunn- ugt er ekki von aftur fyr en í nóvember og desember mánuði á þessu ári. Neyzla í landinu nemur 95 miljón mælum. Verða þá eftir til útflutnings alls 130 til 145 miljón mælar, það er að segja á öllu ár- inu upp til desembermánaðar loka. En nú er það venja að hafa aldrei minna en 50 til 60 miljón mæla, sem öryggisforða frá 1. ágúst til ársloka eða næsta upp- skeru tíma. Eftir öllu að dæma, verður þá hlutur Argentínu sem næst 100 miljón mælum til útflutnings frá ársbyrjun til 1. ágúst 1935. Þá er Ástralía. Hveitifórði hennar nam 110 miljón mælum um árslok. Af því má hún flytja út úr landi um 40 miljón mæla fram að 1. ágúst 1935. Hveiti-útflutningurinn frá þessum tveimur löndum nemur þá á þessum tíma 140 miljón mælum. En til vonar og góðs vara, segjisi McFarland ætla að meta hann 150 miljónir. Og að viðlögðum 15 miljón mælum frá Frakklandi, verður upphæðin þá alls 165 miljónir. Á heims- markaðinum sögðum vér sölu fyrir 333 miljónir mæla. Að frádregnum útflutn- ingi þessara áminstu landa, verða þá samt sölumöguleikar þar fyrir 168 miljón mæla. Og það telur McFarland að vierði hlutur Canada frá ársbyrjun til loka upp- skeruársins 1. ágúst 1935. En hvernig horfir þá við með hveiti- birgðirnar í Canada í lok þessa uppskeru árs? Á árinu 1934 t;elur sambands- stjórnin uppskeruna hafa numið 275 mil- jón mælum. Það getur ekki heitið að uppskera ríkulega á vanalega stiku mælt, en þó halda kornfélög einstakra manna, að uppskeran hafi verið 20 miljón mælum nainni en þetta. En til að hafa vaðið fyrir neðan sig, notar McFarland hærri töluna. Við hana hætist svo afgangurinn frá fyrra ári 194 miljón mælar, svo alls nemur forðinn 469 miljón mælum á árinu. Neyzla í landinu verður 120 miljón mælar. Og 29 des- ember hafði 100 miljón mælar verið flutlt- ir út úr landinu. Er forðinn þá ekki orð- inn nema 249 miljón mælar. Þegar frá því eru nú dregnar 168 miljón mælar, sem metið er að Canada selji frá 29. des. 1934 til 1. ágúst 1935, þá verða hveiti- birgðirnar ekki nema 81 miljón mæla í lok þessa uppskeru árs í Canada. % Til frekari sannana máli sínu, bendir McFarland á, að Broomhall hafi haldið fram, að Canada yrði að selja 240 miljón mæla af hveiti til þess að uppfylla þörf- ina eða eftirspurnina á heimsmarkaðin- um. McFarland gerir að vísu ráð fyrir að hveitisalan nemi 268 miljónum, en þá ber þess að gæta, að Broomhall tekur ekki Bandaríkja hveitikaupin með í reikninginn. Munar þá aðeins þremur miljón mælum á útreikningnum, sem ekki getur neitt talist. Mr. McFarland segist hafa fært sér í nyt allar þær upplýsingar og skýrslur eftir sérfróða menn, sem hann viti að völ sé á, til þess að kynna sér þetta mál sem raunverulegast. Og hann kveðst nærri ávalt hafa farið eftir þeim tölum, ef ekki bar saman, sem málstað sínum eða nið- urstöðu um hveitibirgðir Canada í lok uppskeru ársins voru óhagstæðar, til þess að vera viss um að staðhæfa ekki annað en það, sem satt mundi reynast. Og blaðið Free Press, sem heldur fram að hveitibirgðirnar verði 200 miljón mælar í uppskeruárslok, segist hann þora að fullyrða að ljúgi meiru en helmingi, þ. e. meiru en 100% um það mál. Á hverjum mæli hveitis sem seldur hefir verið, telur McFarland bóndann hafa hagnast um 20c. Stefnu sambands- stjórnarinnar í hveitisölumálinu hafi stöðugt verið hallmælt fyrir það, að halda hVeitinu í ákveðnu x%rði. Eitthvað meira af hveiti tekur hann ekki fyrir, að hægt hefði verið að selja, með því að keppa við Argentínu um verðið. En það hefði að- eins orðið til þess, að Argentína hiefði fært sitt hveiti niður um önnur 15 til 20c hvem mælir og hvert verðið hefði orðið með því geti hver sagt sér sjálfur. Ef Canada hefði tekið þá stefnu, htefði bóndinn ekki fengið meira og ekki annað eins fyrir alt sitt hveiti en honum hlotnast fyrir það, sem hann selur á þessu uppskeruári. Hann hefði með öðrum orðum gefið birgðimar, sem hann á enn eftir óseldar. Það er allur sá bú- hnykkur, sem með því hefði unnist. — Markaður fyrir þessa árs uppskeru hefði steypt stömpum með því. Þegar eg tókst á hendur framkvæmdir á eftirliti með hveitisölu fyrir hönd sam- bandsstjórnarinnar, gerði eg það af sann- færingu um að það væri eina skynsam- lega leiðin, sem farandi væri í hveitisölu- málinu eins og á stóð, segir McFarland. Þó liberalar og komsölufélög einstakra manna hafi talið þá söluaðferð óhæfa, hefir það ekki sannfært mig um það, að hún hafi gert framleiðandanum, bóndan- um, ógagn. Blaðið Free Press, réðist með hnúum og hnefum á mig persónu- lega þegar stjórnin setti ákvæðisverð á hveiti og leit svo á að “No. 1 Northem” væri alla tíma virði 75c mælirinn. Blaðið skoðaði sjálfsagt að keppa við Argentínu á heimsmarkaðinum. Samt hélt sama blað fram árið 1929, er óseljanlegar hveiti- birgðir um allan heim námu 970 miljón mælum 1. ágúst og höfðu aukist það ár milli 300 og 400 miljón mæla, að Canada ætti ekki að láta sér detta í hug að reyna að keppa við Argentínu með því að setja verðið niður og þó var hveitiverðið hér þá $1.59. Að ósamkvæmninni við sjálft sig undanskilinni, virðist sem blaðið tali af nauða lítilli þekkingu, þegar það legg- ur etthvað til málsins um hveitisölu landsins. Á þessu yfirstandandi uppskeru ári tel- ur McaFrland, að horfumar hafi því stór- um batnað með hveitisöluna. Að óttast verðbreytingu á því, þarf ekki og mínkun birgðanna spáir jafnvel góðu framvegis um verðið, þó auðvitað verði ekkert full- yrt um það, þar sem það veltur á upp- skera yfirleitt. Vegna þess hvað Evrópulöndin hafa aukið framleiðslu sína, sagði McFarland, er tilgangslaust með öllu að gera sér vonir um sölu á hveiti þar sem áður, eða að byggja á því sem var áður, en þessi lönd juku hana. Ástæður þeirra til að auka hveiti og komframleiðslu, geta ver- ið margar og mikilsvlerðar. Um það höf- um við ekkert að segja. Að svo miklu leyti sem þær fullnægja ekki þörfinni heima fyrir, kaupa þær hveiti frá öðrum löndum, en ekkert fram yfir það. Á síðasta áratugnum hefir hveiti fram- leiðsla Evrópuþjóðanna aukist um 200 til 400 miljón mæla eftir því hvernig upp- skeruár er. Á fundinum sem haldinn var í Róm um hveitisöluna, segir McFarland, átti eg tal við ýmsa um það, hvort það í raun og veru borgaði sig fyrir Evrópu að leggja stund á hveitirækt, því útlitið væri það, að hægt væri að selja hveiti frá Vesturheimi ódýrara og betra, en fram- leiðslan kostaði þar. Mussolíni var sá eini er spurningunni reyndi að svara. Og svarið var ákveðið og gott og gilt við htenni í hans augum. Hann sagði: “En eigum við víst í næsta stríði að geta náð í hveiti til að fullnægja okkar þörf hand- an yfir höf?” Lexíu þessa býst eg við að Evrópuþjóðirnar hafi lært í síðasta stríði og það er hætt við að þær láti sér þau vítin að varnaði verða fyrst um sinn. FRUMVARP UM ATVINNUBÆTUR Af fréttum að dæma frá Ottawa s. 1. laugardag, er sambandsstjórnin ekki af baki dottin í umbótastarfi sínu. Á- minstan dag gaf Sir George Perley, sá er stjórnarformenskuna hefir með höndum í fjarveru forsætisráðherra, í skyn, að innan skamms yrði lagt frumvarp fyrir þingið er lítur að atvinnubótum í stórum stíl. Þó frumvarpið hafi ekki enn verið birt, er hugmyndin sem í því felst sögð sú, að sambandsstjómin skipi “bygging- ar-nefnd”, er það starf er ætlað, að hefj- ast handa á húsagerð í öllum stærri borgum landsins. Sambandsstjórnin lán- ar nefndinni féð til starfsins, og ætlar henni að reka það þannig, að fyrirtækið beri sig og fénu sé ekki á glæ kastað. Að vísu er sagt, að borgar- og fylkisstjórn- irnar verði að vefta samþykki sitt til þessa, en að málið strandi á því, er næsta ótrúlegt. Ennfremur kvað vera gert ráð fyrir ýmsum öðrum störfum, með góðu leyfi og samvinnu borganna um það, með þessu fyrirkomulagi, að atvinnubóta- nefndin eða ráðið, hafi þau með höndum. Hon. Harry H. Stevens kvað hafa hreyft þessari hugmynd fyrir nokkrum mánuðum og byrjaði þá stjómin á að viða áð sér upplýsingum um þörf fyrir ný-hýsi í borgum landsins. Er fullyrt að stjómin hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsyn þeirra væri sumstaðar hrýn. Munu margir með eftirvæntingu bíða þess að hugmyndinni verði hrandið í íramkvæmd. UM BREYTINGAR Á SKATTALÖGUM WINNIPEGBORGAR Tillaga Queens horgarstjóra um breyt- ingu á skattalögum Winnipegborgar hefir ekki enn sem komið er siglt beggja- skautabyr á fylkisþinginu. Sjálf hefir fylkisstjórnin að vísu lagt lítið til mál- anna um hana, en viðskiftahöldar borg- arinnar hafa sent fulltrúa sína á þingið, er mótmælt hafa henni af krafti. Samt er nú málinu þar komið, að þing- nefnd sem haft hefir það með höndum, hefir samþykt með 10 atkvæðum móti 5, að leyfa að flokka viðskiftin niður til skattálagningar, þó undirstaða skattsins sé, sem fyr, leigumat eignanna. En með þessari samþykt er þó lítið unnið, því með henni er ekkert sagt um það, hvað skatturinn skuli vera hár á viðskiftunum. W. C. McKinnel þing- maður frá Rockwood lagði til að hann væri frá 5 til 20%, af leigunni, en með því er aðeins talið að tekjur borgarinnar aukist um $200,000 á ári. Það er svo langt frá því að fullnægja því, sem fyrir vakti með breytingunni, að ólíklegt er, að borgarstjóri sætti sig við það. Það sem hættast er við að tillöguna hreki upp á sker, er einmitt þetta á- kvæði, að í henni eru engar hömlur lagð- ar á hvað háan skatt bæjarstjórnin megi leggja á íbúana. En fylkisstjómin mun líta í kringum sig, áður en hún leyfir bænum að leggja á skatta eftir eigin vild og geðþótta. Agnúar eru vissulega einnig á því, að skatta viðskiftin aðeins eftir því hver þau eru. Sé til dæmig gert ráð fyrir að allir læknar hafi $10,000 árs- tekjur og séu skaittaðir eftir því, gæti það orðið ýmsum þeirra þungar búsifjar. Þó ætlað væri, ennfremur, að hver kornkaup- maður hefði $50,000 árstekjur, gætif það hent sig að sumir bæru eitthvað minna úr být- um, þó það þyki nú ef til vill skrítilegt. Sannleikurinn er sá, að sann- gjarn skattur getur það eitt tal- ist sem er á hreinum tekjum, tekjum, að kostnaði og sæmi- legum framfærslueyri frátöld- urh. Queen borgarstjóri hefir satt að mæla er hann segir, að deildar búðir þessa bæjar, sem 70% af allri smásölu hafi hér með höndum, ættu að vera skattaðar í hlu'tfalli við það. En gallinn á tillögu hans er sá, að tryggingin fyrir því að það verði gert eins og vera ber, en hvorki meira né minna, er eng- in, nema hans eigin geðþótti sem stendur eða bæjarráðsins og framvegis hvers annars borgarstjóra eða bæjarráðs sem verða kann. Skattur þessi er ætlast til að koma aðallega niður á stórvið- skiftunum, s'tórverzlunum, kornkaupmönnum, vátrygging- arfélögum, bönkum o. s. frv. Og öðrum en þessum burgeis- um mun hann ekki standa fyrir svefni, af því að almenningur lifir í trú eins og boðað er en ekki skoðun um það, að til sín nái hann ekki. En hvað oft á það sér stað um skatta? Hver viðskiftamaður gerir sér far um það að haga rekstri fyrirtækis síns eftir efnum og ástæðum. Hann metur gaum- gæfilega tekjur sínar og gjöld, sníðir sér stakkinn eftir vexti. Þeir sem viðskifti hafa með höndum fyrir þjóðfélagið gera það aldrei. Þeir þekkja að- eins eitt h'fslögmál og það ieru: meiri skattar! Tekjur þessa bæjar eru ef til vill ekki miklar. Samt nema þær árlega 8 til 10 miljónum. Það nemur 140 til T65 dölum á hvern fjöl- skylduföður á ári hjá aðeins einni stjón af þremur, sem verndarvængnum heldur yfir okkur. En Mr. Queen segist þurfa meiri peninga með, bara eina miljón meira, en sjálfur er hann ekki viðskiftamaður og vteit ekkert hvernig fara á með þetta 'tól, sem honum hefir ver- ið fengið í hendur — skattá- lagningar skrúfstykkið, því að stjórna er ekki í öðru fólgið en að kunna að fara með það. Vitið í sig til þess kaupir hann svo sem fyrirrennari hans með fé bæjarins fyrir $40,000 dali frá Torontoborg, þar sem um- svifamestu og ófyrijrleitnustu brakúnar og braskarar þessa kalda lands hafa sér flestir yl- góð hreiður gert og verpa og selja eggin dýrt, eða svo þykir Winnipegbúum þeir hafa gert af reynslunni að dæma sem þeir hafa af því haft í tíð tveggja eða fleiri síðustu sveit- arhöfðingja sinna. Fullnaðar fréttir af því hvern- ig máli þessu reiðir af á fylkis- þinginu fást ef til vill þessa viku, því stjórnarformaður Bracken er farin að hafa orð á því að slíta þingi í vikulokin: hann og þingmenn flestir eru orðnir dauðleiðir á að sitja á þingi, sem ekkert hefir gert, og væri fyrir löngu sjálfdau'tt, ef ekki væri fyrir þetta sérstaka skattmál bæjarins. ÞRJÁR VfSUR Þeir gömlu höfundar svo sem Björn á Skarðsá og enn eldri, vildu forðast torskildar kenn- ingar, þó þeir kynnu að bregða þeim fyrir sig, ekki síður en Mr. Ottenson. Þar um vottar þessi baga úr mansöng í Pontusar rímum: Edda gerir mér engan styrk orða vals í smiðju, Því er mín ekki mælskan myrk Mærðar tals við iðju. 1 íullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk- dómum, og hinum mörgu kvilla er stafa frá veikluðum nýrum. — pær eru til sölu í öllum lyfjabúðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þang- að. Önnur mansöngsvísa úr gömlum rímum hljóðar svo: Ekkert hefi eg af Eddu lið Að auka þennan mála klið Þykir hún sumum þungskilin Því kemst ekki í huga minn. Þriðju vísuna mætti tilfæra, ekki yngri að vísu en frá 17. öld, til að sýna hvernig sumir af þeim gömlu litu á Eddu-mál- in: Aldrei hefi eg úr Eddu nein Afmors brögð eðá kvæða grein Berst eg því sem brim við stein Er blíða nefni eg lauka rein. Gamall maður kendi mér þessar vísur og bað mig að koma þeim þangað, sem sá digri diktari Mr. Ottenson sæi þær og leinkanlega þeir, ef nokkrir kynnu að vera, sem vildu líkja eftir hans kvæða- lagi. Titir MINNING UM J. P. S. Oss fregn barst úr fjarska Með feiknstöfum rituð, Að norðan frá Gimli, Með ná-frétt um dreng. Vestur-íslenzkan óskmög Með afbrigða gáfum —í auðsæld og orðróm Með afskiftan feng. En hörð voru örlög Og hamingjan mislynd; Þó funheitur eldur, Úr augum hans brann. Hann skáldmæltur skapstór Oft skutlaði örvum. —Að jöfnuð og frelsi, Til fjörslita vann. Nú gangan er gengin, En glæsimanns andi Með svifhraða klifraði Upp sólroðin fjöll. Og minning hans lifir Þó metorð ei hlyti Og “kumlið” hans grafist I gleymskunnar mjöll. Um nafn þitt sé birta Hjá Baldri með Ásum, jl Hliðskjálf, þar hvelfing I Er háreist og víð. Þú Sökkvabekk situr Að sumli, með Braga, Og ljóðin þín flytur Þar framandi lýð. Finst skarð fyrir skildi, í skilminga sennu; Nú hjartað þitt vinur, Það hætt er að slá. Minn ljóðsveig í letri Eg legg þér að höfði, — Á dýrðarströnd lífsins, Muntu Drottinn þinn sjá. Þ . K. K. 27-3-1935. MuniS eftir aS til sölu eru i skrifstofu Heimskringlu m«3 af- falls verSi, námsskeiS viS helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið tal af ráðsmanni blaSsins. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringfu Borgið Heimskringlu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.