Heimskringla - 03.04.1935, Side 2
2. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 3. APRÍL, 1935
Sextánda Ársþing
Þjóðræknisfélagsins
FUNDARGERNINGUR
Framh.
Bókasafnsskýrsla
Inntektir—
Meðlimagjöld ..................$ 16.50
I sjóði í byrjun árs ............ $.58
$ 17.08
trtgjöld—
Leiga .................-......... 3.f
Kaup bókavarðar ................. 14.00
$ 17.0C
1 sjóði nú .......................... O.r
$ 17.08
Auk þeirra útgjalda, sem bér eru sýnd
hefir deildin borgað viðvikjandi safninu—
Gamla húsaleigu ............... 32.00
Starfrækslukostnað viðvikjandi
þessu ári ................... 72.10
$104.10
Yfirskoðað og rétt fundið 26. des., 1934.
A. P. Jóhannsson, endurskoðandi.
G. L(. Jóhannsson, endursk'oðandi.
Bækur í útlánsástandi í byrjun árs....62ð
Bætt við á árinu, í bandi ..............................'...284
Alls í bandi .....................909
Safnið aukið að verðlagi á árinu
með bókum í bandi ..............$284.00
óbundnum bókum .................... 50.00
Nýtt bókband og aðgerð á bandi.... 6.90
$340.9"
Bækur útlánaðar á árinu ............2,380
Meðlimir uppborgaðir við áramót-
in 1935 ...................-.... 43
Eftirfylgjandi eru nöfn þeirra, er gefið
hafa bækur í safnið á árinu, og eru að-
eins taldar bundnar bækur, þó margt af
þessu fólki gæfi mikið af óbundnum bók-
um.
Sigurður Antoníusson 86, Margrét
Gíslason 54, Sigurbjöm Sigurjónsson 27,
Egill Erlendsson 24; Mrs. Josephina Jó-
hannsson 21, Mrs. Jóhanna Thorkelsson
21, Jóhannes og Guðlaug Freeman 18,
Soffanías Thorkelsson 12, Mrs. Helga
Stephanson 12, Stefán Jóhannsson 2,
Friðrik Kristjánsson 2, Ólafur Pétursson
2, Arni Eggetrson 1. — Alls 284.
Finm> má geta þess að lúterska
Kirkjufélagið hefir gefið “Sameining-
una” frá byrjun og sendir hana mánaðar-
lega til bókasafnsins.
Yfirskoðað og rétt fundið 26. des. 1935.
Á. P. Jóhannsson, endurskoðandi.
G. L. Jóhannsson, endurskoðandi.
Skýrsla deildarinnar “Snæfell”
Churchbridge, Sask.
Þjóðræknisdeildin “Snæfell” að Church-
bridge hefir starfað með líkum. hætti og
að undanfömu. Telur hún 17 gilda með
limi.
Aðalfundurinn var haldinn 11. febrúar,
1935. Tekjur á árinu vom $29.00; út-
gjöld $27.00. Hefir því mestmegnis veri.
varið til bókakaupa, og er deildin r
koma sér upp álitlegu bókasafni. Sam-
kvæmt skýrslu bókavarðar, hafa á ár-
inu verið lánuð úr safninu 200 bindi.
Hefir starfið aðallega gengið út á að
auka og efla bókasafnið.
Tveir starfsfundir vom haldnir á ár-
inu, og ein al-islenzk samkoma.
Stjómamefnd kosin fyrir þetta ár:
Forseti, B. E. Hinriksson, ritari,’ E. Sig-
urðsson; féhirðir, G. F. Gíslason; bóka-
verðir, G. J. Markússon og Mrs. M.
Bjamason.
22. febrúar, Í935.
G. J. Markússon, vara-ritari.
Skýrsla deildarinnar “Fjallkonan”
Wynyard, Sask
Wynyard, Sask. 22. feb. 1935
Mr. Emil B. Johnson,
rtiari Þjóðræknisfélegs Islendinga
í Vesturheimi.
Kæri herra:—•
Athafnalif deildarinnar “Fjallkonan”
hefir ekki verið sérlega viðburðaríkt
þetta síðasta ár. Fátt hefir gerst, sem í
frásögur er færandi. Þó höfum við reynt
að halda í horfinu, og fara ekki aftur á
bak. Tveir félagar deildaripnar fluttu
burt á árinu, alfamir til Islands; eru það
þau frú Halldóra Sigurjónsson, er flutti
burt síðastliðið vor og Júlíus Johnson, er
flutti burt síðastliðið haust. Höfðu þau
bæði verið athafnasamir og áhugaríkir
félagar, og saknar deildin þeirra og
samstarfi við þá, og óskar þeim af alhug
gæfu og gengis í framtíðinni.
Fundir á árinu hafa verið sex, auk
nefndarfunda, sem hafa verið allmargir.
Samkomur hafa verið fimm á árinu, auk
tveggja skilnaðarsamsæta, er hinum fyr-
nefndu fráfarandi félögum vom haldin.
Má telja Islendingadags hátíðahaldið
langmerkustu samkomuna, er haldin hefir
verið á árinu. Var til hennar vandað eft-
ir föngum. Auk hinnar sjálfsögðu ræðu
fyrir minni Islands, er flutt var af séra
Kristni K. ólafssyni, flutti séra Rúnólfur
Marteinsson ræðu um hinn fyrsta Is-
lendingadag, er haldinn hefði verið í
þessu landi í Milwaukee fyrir 60 ámm
siðan. Sextíu radda söngflokkur, und-
ir stjóm próf. S. K. Hall frá Winnipeg,
söng marga af okkar gömlu og kæm ís-
lenzku söngvum og ennfremur söng frú
Sigríður Hall einsöng. Var yfir höfuð
gerður hinn bezti rómur að samkom-
unni allri, og vill deildin þakka öllum
þeim, sem hjálpuðu til að gera “daginn”
ánægjulegan.
Ágæta gesti bar hér að garði síðast-
liðið haust. Voru það þeir Dr. Rögn-
valdur Pétursson, herra Asmundur P. Jó-
hannsson og séra Jakob Jónsson. Fluttu
þeir allir hér fróðleg og skemtileg erindi
á samkomu, er haldin var í tilefni af
komu þeirra, og hafi þeir allir hinar
beztu þakkir fyrir.
Félagatala er svipuð og í fyrra, er sið-
asta skýrsla var gefin. Munu þá hafa
verið 43 fullgildir félagar, en nú eru
taldir 46 eða 47.
Tilsögn í íslenzku var hafin í desem-
ber síðastliðnum. Hefir Grímur Laxdal
tilsögnina á hendi, og fer hún fram í
einu herbergi barnaskóla bæjarins. Enn-
fremur hefir Mrs. Th. Jónasson tekið að
sér að segja þeim bömum til, sem ekki
þekkja stafina, og veitir hún þá tilsögn
heima hjá sér. Láta þau bæði vel yfir
árangrinum og finst hann fremri vonum.
Milli 30 or 40 böm hafa hagnýtt sér
þessa tilsögn.
Bókasafn deildarinnar fer smátt og
smátt vaxandi. Er á hverju ári varið
nokkru fé til bókakaupa, og bókbands.
Hefir ólafur Hall verið bókavörður fé-
lagsins síðan bókasafnið var stofnað, og
er han hinn reglusamasti maður við þaö
starf, og verðskuldar hinar beztu þakk
fyrir.
örðuglega gengur okkur að fá yngra
fólkið til að taka nokkum vemlegan þátt
í starfsemi deildarinnar, eða fá nokkurr.
verulegan áhuga fyrir okkar íslenzku fé-
lagsmálum. Er það vafalaust okkar eig
in klaufaskap og samtakaleysi að kenna
En ekki verður íslenzkt félagslíf langlí
meðal vor, ef yngra fólkið álitur ekki ó-
maksins vert að taka nokkurn þátt í því.
Það er fremur lítil eftirsókn eftir em-
bættum í deildinni hér. Lendir það lengst
af á sama fólkinu, að hafa félagsstjóm-
ina á hendi, af því engir aðrir fást til a?
taka það að sér.
Núverandi embættismenn deildarinnar
eru þessir:
Forseti Jón Jóhannsson, vara-forseti
Ámi Sigurðsson, ritari Guðm. Goodman,
vara-ritari Sigurður Johnson, fáhirðir
Gunnar Jóhannsson, vara-féhirðir Valdi-
mar Johnson, meðráðendur Mrs. Helga
Vestdal og Mrs. V. Baldvinsson, bóka-
vörður Ólafur Hall.
Með beztu óskum um ánægjulega sam-
vinnu á þinginu og heillavænlegan árang-
ur af starfinu.
Yðar með vinsemd,
Jón Jóhannsson
Skýrsla deildarinnar “Brúin” Selkirk
fyrir árið 1934
Deild þessi telur nú 54 fullorðna með-
limi. Átta starfs og skemtifundir voru
haldnir á árinu. 1 nóvember fór stjóm-
arnefnd deildarinnar farm á það við
stjóm aðalfélagsins að fá séra Jakob
Jónsson til að flytja erindi fyrir Islend-
inga í Selkirk, og eins og að undanfömu
var stjómamefndin fús til þess; svo 11.
desember komu, ásamt séra Jakobi Jóns-
syni, þeir J. J. Bíldfell forseti Þjóðrækn-
isfélagsins, Ásmimdur Jóhannsson, Árni
Eggertson, Bergþór E. Johnson og fleiri.
Allir tilgreindir ávörpuðu samkomuna.
Séra Jakob Jónsson flutti bæði fróðlegt
og skemtilegt erindi um eitt af nýjustu
skáldum Islands. Deildin er í stórri
þakklætisskuld við stjómamefnd aðalfé-
lagsins fyrir einlæga fómfýsi og elju í
samvinnu við þjóðræknisstörf deildarinn-
ar.
Aðal starf deildarinnar hefir verið is-
lenzku kensla. Samkvæmt skýrslu kenn-
arans Mrs. Jafetu Skagfjörð, þá voru alls
86 nemendur af þeim 13 íslenzkir í aðra
ættina.
Aldur bamanna 5—15 ára. Yfirleitt
sóttu börnin vel kensluna og virtust hafa
góða löngum til að læra að lesa og skrifa
málið. Kenslutimi var frá 8. janúar til
8. maí. Samkvæmt skýrslu féhirðis þá
vom útgjöld og inntektir á árinu sem
fylgir:
Inntektir—
I sjóði frá fyrra ári.....$80.14
Meðilmagjöld ............. 43.00
Ágóði af tombólu......... 60.00
Tillag frá Aðalfélaginu.... 25.00
Fyrir stofrofskver ........ 1.20
Samskot á samkomu ......... 6.80
Banka rentur............... 1.30
$217.44
$ 26.50
80.00
9.00
2.70
6.90
18.00
3
$146.35
I sjóði 1. jan. 1935 .............$ 71.90
Th. S. Thorsteinson, skrifari
Skýrsla deildarinnar “Iðunn”
Leslie, Sask.
Ársfréttir frá Þjóðræknisdeildinni “Ið-
unn að Leslie, Sask. Deildinn hefir starf-
að ipeð líkum hætti og undanafrin ár,
þó má segja að meiri áhugi og fram-
takssemi hafi komið í Ijós og hafa út-
breðislumál sérstaklega verið starfrækt.
14 nýir meðlimir hafa verið skráðir,
írtgjöld—
Meðlimagjöld til aðalfélagsins....
Fyrir barnakenslu ...............
Fargjöld fyrir þing erindreka ....
Fyrir stafrofskver ..............
Kostnaður við útbreiðslufund ....
Húslán ..........................
Annar kostnaður .................
fram yfir meðlimatölu siðastliðins árs,
og telur því deildin 32 góða og gilda
meðlimi.
Tvö dauðsföll hafa orðið innan vé-
banda deildarinnar, Jón Stefánsson frá
Hólar, andaðist 24. marz; var hann með-
limur deildarinnar frá því hún var stofn-
uð, félagslyndur með afbrigðum og Is-
lendingur hinn bezti. Sigmar Sígurðson
andaðist 10. okt.; heilsuleysi hamlaði
honum þátttöku í félagsskap síðustu ár-
in, en áhugi fyrir öllum íslenzkum mál-
um var hinn sami. Vottar deildin sam-
úð og hluttekningu aðstandendum hinna
látnu.
Á síðastliðnu ári hafði deildin 5 starfs-
fundi og nefndarfundi þar á milli. Einn-
ig stóð deildin fyrir þremur skemtisam-
komum.
Fyrsta samkoma deildarinnar var
Þorrablót á Góunni. Var það eins og að
venju hið skemtilegasta mót. Aðkomu-
menn á skemtiskrá voru Arinbjörn Bar-
dal frá Winnipeg, Árni Sigurðsson og
Hallgr. Axdal frá Wynyard. Bar Arin-
björn meirihlutann af skemtiskránni og
tókst vel. Sýndi hann myndir frá Is-
landi og spilaði íslenzkar hljómplötur
Heyrðum við þar i fyrsta skifti margt
af bezta söngfólki Islands. Mundu marg-
ir hafa snúið ánægði'r heim á leið, þó ekki
hefði verið fleira á skemtiskrá. Þakkar
deildin Arinbirni þátttöku hans í skemti-
skránni og alla framkomu gagnvart
deildinni.
Árni Sigurdson og Hallgr. Axdal léku
og lásu upp stuttan frumsaminn gam-
anleik. Var það ágrip af sögu höfuð-
borgar Vatnabygðar. Minti það mann
allmikið á “Reykjavíkurlífið” eftir Gest
Pálsson. Var þar að finna bráð-smellnar
setningar, en hæfileikar þeirra Arna og
Hallgríms að fara vel með efnið eru vel
þektir. Héldu þeir áheyrendum i spenn-
ingi og var hlegið dátt með köflum.
Vottar deildin þeim beztu þakkir fyrir
komuna.
Önnur samkoma deildarinnar var úti-
mót er haldið var við Foam Lake vatn
í júní. Hefir deildin undanfarin ár stað-
ið fyrir mannfagnaði þar á vatnsbakkan-
um og hefir það verið vel rómað. Þriðja
samkoman var haldin í nóvember s. 1.
með aðstoð fulltrúa frá Þjóðræknisfé-
laginu. Ræðumenn voru þeir Dr. R
Pétursson, séra Jakob Jónsson og Ásm.
Jóhannsson. Þarf tæplega að taka það
fram að erindi ræðumanna voru hin á-
gætustu, bæði að efni og meðferð. E
deildin Þjóðræknisfélaginu þakklát fyrir
að senda þessa menn hingað vestur og
vonar að árangur þess megi verða sem
beztur.
Eins og að undanförnu hefir deildin
reynt að auka bókasafnið. Var $34.00
varið til bókakaupa og eru það flest góð-
ar bækur. Sú breyting átti sér stað hvað
bækurnar snertir, að útibú af bókunum
var stofnað i Foam Lake ,Hólar op
Kristnesbygð, og hefir það reynst vel.
Jón Janusson, sem er bókavörður við
útibú deildarinnar í Foam Lake, hefir,
síðan hann tók við bókunum, (sem mun
hafa verið í nóv. s. 1.) gengið svo vel að
verki, að nú tilheyra deildinni flestir þeir
Islendingar, sem búsettir eru i Foam
Lake, og full not hafa af íslenzku máli.
Um fjármálin er fátt að segja; inn-
tektir hafa verið litlar og hefir því þurft
sparlega með að fara. Sýndi skýrsla
gjaldkera að $34.00 voru í sjóði 1. febr.
s. 1.
Mun nú hafa verið að flestu vikið, er
viðkemur deildinni og skal því staðar
numið.
Með heillaóskum til Þjóðræknisfélags-
ins.
R. Árnason, ritari.
Fræðslumál
Dr. Riehard Beck er var einn í milli-
þinganefnd í þessu máli, las þá sína
skýrslu. Verður henni framvísað á sínum
tíma á öðrum stað.
Séra Guðmundur Ámason gaf stutt
yfirlit yfir starf nefndar þeirrar er starf-
aði að þessu máli á árinu, og lagði síðan
eftirfylgjandi nöfn þeirra, er höfðu gefið
í sjóðinn.
Christian ölafsson ............... 1.00
Agnar Magnússon .................. 1.00
Hannes Pétursson ................ 10.00
A. S. Bardal ..................... 1,00
Steindór Jacobsson................ 1.00
Dr. S. J. Jóhannesson ............ 2.00
Jónas Jónasson .................. 10.00
Safnað af J. G. Oleson, Glenboro, Man.
Dr. Richard Beck, Grand Forks....$ 5.00
Mrs. M. J. Benedictson,
Anacortis, Wn..................... 2.00
Rev. og Mrs. A. E. Kristjánsson,
Blaine, Wash...................... 5.00
J. J. Henry, Petersfield, Man.... 1.00
J. Einarsson, Sexsmith, Alta ...... 1.00
Mrs. J. Einarsson, Sexsmith, Alta. 1.00
ónefndur .......................... 1.00
Jón Goodman, Glenboro .............. .50
G. G. Nordman, Cypress River..........50
Tryggvi ólafsson, Glenboro ........ 2.00
Th. J. Gíslason, Brown, Man...... 1.0
Elin Þiðriksson, Húsavik, Man.... 1.00
S. Antoniusson, Baldur, Man...... 1.00
Sigurgeir Pétursson, Ashem, Man. 1.00
Rev. H. Sigmar, Mountain, N.D.... 5.00
Rev. S. ólafsson, Árborg, Man.... 3.00
Rev. Guðm. Arnason, Lundar Man. 3.00
S. S. Laxdal, Gardar .............. 1.00
Dora Benson, Selkirk .............. 1.00
Jóhannes Baldvinsson, Glenboro .... 3.00
Mr. og Mrs. G. J. Oleson, Glenboro 2.00
Páll Guðmundsson, Leslie .......... 1.00
Mrs. Byron, Winnipeg .............. 1.00
Bergþór Johnson ................... 1.00
Deildin Island, Brown, P.O.
Th. J. Gíslason ................. 10.00
J. G. Jóhannsson, Gjöf ............ 1.00
1935—
Dr. Jón Stefánsson ................ 5.00
Dr. B. J. Brandson, gjöf .......... 5.00
Árni Sggertsson, gjöf ........... 5.00
Deildin “Iðunn” Leslie ........... 10.00
H. A. Bergman .................... 2.00
Dr. Rögnv. Pétursson ............. 10.00
Á. P. Jóhannsson ................ ío.f
Sveinn Thorvaldsson .............. 10.00
Sigurður Sigfússon ................ 5.00
Mrs. Oddfríður Jónsson ............ 1.00
Soffanias Thorkelsson ............. 5.00
Dr. K. J. Backman ................. 2.00
Ólafur Pétursson .................. 5.00
Deildin Island, Brown .......... 10.00
Th. Gíslason, Brown ............... 1.00
Jón Hannesson, Oak Point ........ - 1.00
Ingibjörg Johnson, Oak Point..........50
Guðm. Árnason, Lundar ............. 3.00
Steindór Jacobsson, Winnipeg..... 1.00
Magnús Kristjánsson, Lundar .... 1.00
Jónas H. Jónasson, Vogar .......... 1.00
Thorlákur Thorfinnsson,
Mountain, N. Dak.................. 1.00
Kr. Indriðason, Mountain .......... 1.00
Alls .........................$253.50
Var þá skýrsla dagskrárnefndar til-
búin og var hún lesin af séra Guðmundi
Árnasyni og er sem fylgir:
Dagskrámefndarálit
Nefnd sú, er skipuð var til þess að
semja dagskrá fyrir þingið leyfir sér að
leggja til, að mál verði tekin fyrir í
þeirri söð sem hér fylgir:
1. Þingsetning
2. Skýrslur forseta og annara em-
bættismanna
3. Kosning kjörbréfanefndar
4. Kosning dagskrárnefndar
5. Aukalagabreytingar
6. Skýrslur frá deildum
7. Skýrslur frá milliþinganefndum
8. Kosning þriggja manna útnefning-
ingamefndar
9. Fjármál
10. Utbreiðslumál
11. Fræðslumál
12. Iþróttamál
13. Minjasafnsmál
14. Sextíu ára afmæli íslenzks land-
náms í Manitoba 0g Minnesota.
15. Samvinnumál
16. Utgáfumál Tímaritsins og ursbrár Bald-
17. Sjóðir
18. Bókasafnið
19. Kosning embættismanna kl. h. þ. 28. 2. e.
20. Ný mál.
Dagsett þ. 26. febr., 1935
Rósm. Ámason
Guðm. Ámason
Rithöfundasjóður 1934 og 1935
Safnað af Jónasi Jónassyni
1934—
Á. P. Jóhannsson ..............$ 10.00
Grettir Jóhannsson .............. 1.00
Árni Eggertsson ............... ö.OO
Hjálmar A. Bergman .............. 2.00
A. C. Johnson ................... 2.00
Dr. B. J. Brandson .............. 5.00
Dr. ölafur Björnsson ............ 1.00
Lindal Hallgrímsson ............. 1.00
Stefán Jóhannsson ............... 1.0,
O. S. Thorgeirsson .............. 2.00
Halldór Bjamason ................ 1.00
Th. E. Thorsteinsson .......... 2.0
W. J. Jóhannsson .............. l.o
Ólafur Pétursson .............. ' 5,00
Guðmundur Jónasson .............. 1.00
Dr. Jón Stefénsson .............. 5.00
Dr. Backman ................... 2.00
B. E. Johnson ................... 1.00
Mrs. Byron ...................... 1.00
Skúli Benjamínsson .............. 2-00
Hannes J. Lindal ................ 1.00
M. Johnson, barber .............. 1.00
P. S. Pálsson ................... 1.00
Soffanias Thorkelsson ........... 1.00
Dr. Rögnv. Fétursson ........... 10.00
Pétur Anderson ................. 10.0"
Stefán Baldvinsson .............. 1.00
Einar P. Jónsson ................ 1.00
B. E. Johnson lagði til og Mrs. Byron
studdi að álitið sé viðtekið eins og lesið
Samþykt.
Tilnefndi forseti þá þriggja manna
fjármálanefnd, samkvæmt áður sam-
þyktri tillögu. Tilnefndi hann A. P.
Jóhannsson, ‘Kristján Pálsson og Thor-
stein Gíslason.
Aukalög
Las þá ritari 2 greinar til aukalaga,
sem fylgja:
Þingmálanefnd
1. Grein—Kosin skal vera -í byrjun
hvers þings þriggja manna þingmála-
nefnd, er starfi meðan á þingi stendur.
Skal sú nefnd veita móttöku, að tillvís-
un forseta, öllum frumvörpum, er lögð
skulu farm skriflega, og félagsmenri óska
eftir að borin séu upp fyrir þinginu. Þó
skal þetta ekki taka til þeirra mála er
fengin eru þingnefndum, milliþinga-
nefndum eða sem stjómarnefnd leggur
fram og innifalin eru í dagskránni.
Þingsköp
2. Grein— Félagið fylgir á þingunum
og fundum þingskaparreglum í bókinni
Roberts’ Rules of Order.
Var fyrsta grein tekin til umræðu og
gerði Dr. Sig. Júl. Jóhannesson viðauka-
tillögu, studda af J. K. Jónassyni sem
fylgir:
Þó hefir nefndin ekkert vald til þess
að útiloka nokkurt mál frá því að það
komi fram á þing.
Einnig gerði séra Jakob Jónsson breyt-
ingartillögu studda af Richard Beck, að
fella úr orðin “er lögð skulu fram skrif-
lega og félagsmenn óska eftir að borin
séu upp á þinginu,” en í stað þeirra
komi: “og skal hún sjá um að frumvörp-
in hafi verið undirbúin áður en þau eru
lögð fyrir þing.” Eftir nokkurar um-
ræður var bæði viðaukinn og breytingin
samþykt.
Séra Guðmundur Árnason lagði til og
Richard Beck studdi, að önnur grein sé
viðtekin eins og lesin. Samþykt.
%
Kosning þriggja manna
útnefningarnefndar
Um þenna lið dagskrárinnar urðu tals-
verðar umræður.
Breytingartillögu gerði Á. P. Jóhanns-
son studda af Margréti Byron, að þriggja
manna útnefningarnefnd sé kosin til eins
árs. Samþykt. 1
Guðmundur Árnason lagði til og Rich-
ard Beck studdi, að aðaltillaga dagskrár-
nefndar sé viðtekin . Samþykt.
1 nefndina voru kosnir Á. P. Jóhanns-
son, Friðrik Kristjánsson og séra Guðm.
Árnason.
Fjármál
Séra Guðmundur Ámason lagði til og
Mrs. Friðirksson studdi, að þessu máli sé
vísað til standandi fjármálanefndar.
Samþykt.
Eftir samþyktum tillögum skipaði for-
seti þingnefndir í eftirfylgjandi málum:
Fræðslumál: Séra Jakob Jónsson, Rich-
ard Beck og Mrs. Dr. öfeigsson.
íþróttamál: Thorlák Þorfinsson, Th.
Thorsteinsson og Guðmann Levy.
trtbreiðslumál: Séra Th. Sigurðson,
Th. Torsteinsson, R. Arnason, Mrs. M.
Friðriksson og J. K. Jónasson.
Minjasafnsmál: S. W. Melsted, Guð-
mann Levy og Kristján Pálsson.
Sextíu ára Landnáms afmæli: Dr.
Rögnv. Pétursson, Dr. Richard Beck,
Valdimar K. Bjömson, Porlák Þorfinsson
og B. E. Johnson.
Samvinnumál: Séra Guðm. Árnason,
séra Jakob Jónsson og Helgu Vestdal.
trtgáfa Tímarits og Baldursbrár: Séra
Guðm. Árnason, séra Theodore Sigurdson
og Áma Eggertson.
Bókasafnsmál: Friðrik Sveinsson, Þ. K.
Kristjánsson og Bjarna Sveinsson.
Sjóðir félagsins
Tillögu gerðl séra Guðm. Árnason
studda af Mrs. M. Friðriksson að þessu
máli sé vísað til fjármálanefndar. Samþ.
Þingmáalnefnd: I hana vom kosnir Á.
P. Jóhannsson, séra Guðm. Amason og
Dr. Richard Beck.
Sagði forseti þá að allar nefndir væru
skipaðar og störfum lokið þar til nefnd-
arálit kæmu fram, nema ef einhverji.
vildu taka til máls um sérstök efni. ___
Valdimar K. Bjömsson frá Minneota tal-
aði nokkur orð til þingsins og lét í ljó'
ánægju sína að sitja þing Þjóðræknisfé-
lagsins.
Séra Guðm. Ámason skýrði frá að
Andrés Skafeld, áttræður öldungur við
Oak Point hefði stofnað svolítinn skóla
til íslenzkukenslu þar í vetur, og haft
umsjón með því starfi. Væri þetta virð-
ingarvert verk og þar sem stæði til að
sveitungar Andrésar héldu honum sam-
sæti á áttræðisafmæli hans, sem yrði
bráðlega, þá væri tilhlýðilegt að Þjóð-
ræknisfélagið sendi þessum félaga árn-
aðaróskir við það tækifæri.
Var nú orðin nokkuð áliðið dags og
gerði Ámi Eggertson tillögu og S. Vil-
hjálmsson studdi, að fundi væri frestað
til kl- 9-30 næsta morgun, og var sú
tillaga samþykt.
Fundur hófst að nýju kl. 9.30 miðviku-
dagsmorgun. Síðasta Fundargerð lesin
og samþykt, Forseti spurði hvort ein-
hver hefðl mál að flytja áður en dagskrá
væri tekin fyrir.
Þorlákur Þorfinnsson gat þess að til
stæði að nokkrir vinir K. N. Júlíus mint-
ust 75 ára afmælis hans á þessu ári.
Ætti vel við að Þjóðræknisfélagið tæki
einhvern þátt í því, með árnaðarskeyti
eða öðru, sem tilhlýðilegt þætti. Richard
Beck tók í sama streng. B. E. Johnson
lagði til og R. Beck studdi, að þessu máli,
og eins því, er séra Guðm. Amason
hreyfði, væri vísað til þingmálanefndar.
Samþykt.
Þá mintist Þorlákur Þorfinnsson hvort
ekki væri heppilegt að prenta skýrslu
R. Becks í Fræðslumálum, svo ekki þyrfti
að bíða til næsta árs eftir henni. Vísaði
forseti þessu einnig til þingmálanefndar.
Þá tók Richard Beck til máls um á-
farmhaldsstarf félagsins þegar þeir hinir
eldri féllu frá. Mintist hann á ungra
manna félög meðal Norðmanna og kvaðst
álíta nauðsyn á að stofna sambandsfélög
fyrir unglinga, þó störf færu fram á
ensku, til að tryggja samband yngri Is-
lendinga við Þjóðræknisfélagið og skyldu
þessi félög vera undir stjóm og umsjón
aðalfélagsins.
Á. P. Jóhannsson lagði til og Krlstján
Pálsson studdi, að þessum bendingum sé
visað til útbreiðslunefndar. Samþykt.
Fjármálanefndarálit I 2 liðum, um fjár-
hagsskýrslu:
Frh.