Heimskringla - 03.04.1935, Page 6

Heimskringla - 03.04.1935, Page 6
6. SIÐA. I VÍKING Eftir R. Sabatini Hún mýktist lítið eitt, feldi niður fyrir- litning, þó enn talaði hún alt annað en þykkju- laust. “Engin rangindi,” svaraði hún, nærri dap- uriega, “geta afsakað það, að þú hefir troðið undir fótum horskra manan háttalag, óvirt karlmensku þína og misbrúkað hreysti þína til að ofsækja kvenmann. Hverjar orsakir sem valdið hafa þessu, þá ertu nú svo langt leiddur, sir, í lægingunni, að ekki er hægt að treysta þér.” Hann lét síga höfuðið við þessa ofanígjöf, því að hann hafði sjálfur hugsað hið sama, í hjarta sínu. Hann fann að hann átti hana skilið og gat því ekki reiðst henni. “í*etta veit eg,” svaraði hann. “En eg bið þig treysta mér, ekki mér til gagns, heldur þér í hag. Eg bið þig gera þetta, sjálfrar þín vegna.” Við það kom honum ráð í hug, hann greip rýtinginn af belti sér, tók um oddinn og rétti henní. ‘‘Ef þú þykist þurfa tryggingar, að alt sé heilt við þig, af minni hálfu, þá taktu þennan hníf, sem þú reyndir að leggja þér til hjarta í kveld; hvenær sem þú þykist finna svik við þig af minni hálfu, þá hafðu hann til hvers sem þú vilt — beittu honum á mig eða sjálfa þig.” Hún virti hann fyrir sér, átti ekki á þessu von, tók svo seinlega við vopninu og spurði: “Ertu ekki hræddur um, að eg taki til þiess strax og láti öllu lokið?” “Eg tneysti þér,” svaraði hann, “svo að þú berir traust til mín. Eg gef þér jafnframt vöm gegn því versta. Því að ef til þess kem- ur, að þú átt aðeins tvo kosti, dauðann eða Asad, þá þyki mér betra að þú kjósir dauðann. En það læt eg fylgja, að heimskulegt væri, að kjósa dauðann, meðan lífs er kostur.” “Hver er sá kostur?” spurði hún með kulda og fyrirlitning, sem áður. “Sá kostur að lifa með þér?” “Néi,” svaraði hann, staðfastlega. ‘‘Ef þú vilt treysta mér, þá lofa eg því og skal efna það, að gera hvað eg get, til að leysa þann vanda, sem eg hefi stofnað. Nú skaltu heyra. Snekkja mín leggur burt í fyrra málið, í ránsferð. Eg skal láta flytja þig leynilega á skip og finna ráð til, að skjóta þér á land í kristinna manna félagsskap, á ítalíu eða Frakklandi, svo að þú komist heim aftur, heú á húfi.” “En þá væri eg orðin konan þín,” mælti hún. Hann brosti dapurlega. “Ertu enn hrædd við hrekki? Er ómögulegt að sannfæra þig um ,að þú megir treysta mér? Gifting á Mú- hameds trúar vísu er ógild, ef kristnir eiga í hlut og vilja ekki að hún haldist, og eg skal hafa hana að engu. Hún skal vera aðeins úrræði til að hlífa þér, þangað til þú kemst burt.” “Hvernig má eg treysta þér til þess?” “Hvemig?” Hann þagði við og vissi ekki hverju svara skyldi, í svip, segir svo: “Þú hefir rýtinginn.” Hún stóð og horfði á blóðrefilinn glóa í birtu blysanna, og hugsaði fyrir sér. ‘‘Og þessi gifting, hvemig á hún að fara fram?” Hann sagði henni hið ljósasta af, að sam- kvæmt lögum Múhameðs, þyrfti ekki annað en lýsa giftingu fyrir dómara eða honum æðri valdhafa, í vo.tta viðurvist. í því bili heyrði mannamál og margra fótatak. “Hér er Asad kominn, með vopnað lið. Viltu taka þetta ráð?” “En hvar er dómarinn?” spurði hún, og af fasi hennar skildi hann, að mótstöðu hennar var lokig. “Eg sagði dómari, eða einhver honum æðri. Asad skal sjálfur vera okkur í prests f?tað og fylgdarmenn has vottamir.” “Og ef hann neitar? Hann er viss með að neita!” sagði hún og var mikið niðri fyrir. “Eg ætla ekki að biðja hann. Eg ætla að koma að honum óvörum.” “Það . . . það reitir hann til reiði. Hann kann að leita hefnda fyrir að leikið er á hann.” ‘‘Já, en til þess verður að hætta. Ef okkur mistekst . . .” “Þá hefi eg rýtinginn,” svaraði hún til, stillilega. “Og gálginn verður mitt hlutskifti, eða sverðið,” mælti hann, rólegur. Hér kom Ali fasmikill og mælti: “Herra minn! Herra minn! Asad-ed-Din er kominn og hefir vopnaða menn með sér!” “Ekkert er að óttast,” mælti Sakr-el-Bahr, og lét sem ekkert væri um að vera. Asad kom þjótandi upp stigann og út á þak, að buga sinn þráláta undirmann. Á eftir honum ruddust tólf svartklæddir lífverðir með nakin sverð, sem glitruðu í roða kyndlanna. Valdhafinn nam staðar frammi fyrir Sakr- el-Bahr, hnarreistur og hátíðlegur, með kross- lagða handleggi, og segir: HEIMSKRINGLA “Eg er hér aftur kominn, að beita valdi, þar sem mildi dugði ekki til. Samt bið eg þess, að Allah hafi lýst þér til viturlegra framferðis.” “Svo hefir hann vissulega gert, höfðingi minn,” svaraði Sakr-el-Bahr. “Lof sé honum og dýrð!” mælti Asad fagnandi rómi. “Fáðu mér þá stúlkuna!” Og hann rétti út hendina til að taka við henni. Sakr-el-Bahr færði sig að henni, tók um hönd hennar, svo sem til að leiða hana ■ til hans. Þó tók hann til máls: “1 Allahs heilaga nafni og fyrir hans alt- sjáandi augum, frammi fyrir þér, Asad-ed-Din, og í viðurvist þessara votta, tek eg þennan kvenmann mér fyrir eiginkonu, samkvæmt hinu miskunnsama lögmáli Allahs Spámanns, þess sem alt sér og öllu miskunar.” Orðin voru sögð og athöfnin um garð gengin, áður en Asad vissi hvaðan á sig stóð veðrið. En er hann skildi hvað í efni var, greip hann andann á lofti, gerðist svo rauður sem blóð í framan og eldur brann af augum hans. En Sakr-el-Bahr lét sem hann sæi ekki hvað honum var, greip herðasjal af Rósa- mundu og iagði á höfuð hennar, svo að ásjóna hennar var hulin, segir svo: “Láti Allah visna þess manns hönd, sem dirfist að lyfta skýlunni frá þessu andliti gegn vors herra Mahomets heilaga lögmáli, og blessi Aliah þennan hjúskap og steypi í gjána Gohenna hverjum sem leitast við, að rjúfa það hjónaband, sem tengt er frammi fyrir hans alskyghu augum.” Hér var svo ríkt að kveðið, að Asad-ed- i< Din var nóg boðið. Að baki‘ honum stóðu líf- verðir hans, eins og veiðirakkar í bandi, og biðu skipunar hans. En sú skipun lét standa á sér. Hann stóð másandi og skifti litum hvað eftir annað, er reiðin og guðræknin börðust í honum. Og meðan hikið var á hon- um, tók Sakr-el-Bahr aftur til orða og hjálp- aði, ef 'til vill, guðrækninni til sigurs: “Nú máttu skilja, af hverju eg vildi ekki láta hana af hendi, ó voldugi Asad! Sjálfur hiefir þú oftlega vítt mig fyrir einlífi mitt, og með réttu mint mig á, að það sé Allah óljúft og ósamboðið Sanntrúuðum. Nú hefir Spá- manninum loksins þóknast, að senda mér stúlku, sem eg gat tekið mér fyrir eiginkonu.” Asad lét slúta höfuðið. “Hvað skrifað er stendur skrifað,” mælti hann, gjálfum sér til j áminningar. Þar næst teygði hann upp hand- leggina og lýsti þessu: ‘‘Allah er alvitur! Verði hans viljf!” “Ame-ien!” kvað við Sakr-el-Bahr og þakkaði hrærður þeim guði, sem hann hafði gieymt langa lengi. Valdhafinn stóð við litla stund, svo sem hann vildi mæla nokkuð, en ekkert varð af því. Hann sneri sér snúðugt við og band- aði til lífvarðar sveitarinnar. “Burt!” sagði hann og annað ekki og skálmaði ofan á eftir þeim. XIV. Kapítuli. Fenzileh skauzt úr fylgsni sínu og skund- aði til haliar, þar voru svo mæðginin á gægj- um og sáu Asad koma aftur frá Sakr-el-Bahr, heyrðu hann kevðja lífvarðar foringjann til fylgdar með vopnuðum flokki og vissu vel hvað til stóð. Þegar þeir fóru í hvarf, vissi Fenzileh varla, hvort hún ætti að hlægja eða gráta, hræðast eða gleðjast. Marzak varð næsta glaður og hrópaði: “Loksins kom að því. Hundurinn hefir snúist á móti honum og þar með fargað sér. Sakr-el-Bahr setur ofan í kveld.” Og hann lagði við: “Lofaður sé Allah!” En Fenzileh tók ekki undir. Að vísu varð að ráða Sakr-el-Bahr af dögum og með því ráði, sem hún setti sjálf. En vandinn var sá. að forðast skaða af því höggi, sem honum yrði að bana. Hún skildi vel, að ef Sakr-el-Bahr fengi bana, myndi Asad eignast ambáttina vallenzku. En jafnvel það vildi hún vinna til þess, að Sakr-el-Bahr yrði rutt úr vegi fyrir syni hennar — en það sýnir að Fenzileh vildi nokkuð í sölurnar leggja fyrir son sinn. Hún huggaði sig við, að minna gerði til þó áhrif hennar rýmuðu, ef Sakr-el-Bahr stæði ekki lengur syni hennar í vegi; annað gerði minna til, samt gerði það nokkuð til; hún gat ekki á alt kosið, að því er virtist, og þó að hún fagn- aði yfir einum vildar kosti, þá hlaut hún að harma, hve harður annar var. Samt þótti ' > að svo for sem fór, hún þóttist bera úr býtum hið skárra, af tvennu illu. í þessum hug beið hún og tók varla eftir' kætimálum og sérelsku gambri stráks síns; honum lá í léttu rúmi, hve hart það kæmi niður á móður hans, að keppinautur hans var ráðinn af. Hann átti ekki á öðru von, en að ábatast af því hryðjuverki, og ánægjuna af því lét hann í ljós ósleitilega, hvað sem högum móður hans leið. Þau sáu nú lífverðina koma aftur og skipa sér sitt hvoru megin hliða; Asad kom gangandi, með hendurnar fyrir aftan bak, nið- urlútur og sporalatur. Þau áttu von á, að þrælar kæmu þá og þegar með ambáttina, en ekki varð af því. Þau biðu á gægjum og var órótt. Þar næst kvaddi Asad lífverðina harka- lega, að ioka hliðum og hverfa til sinna her- bergja, gekk svo einsamall fram og til baka í tunglskininu, lúpulegur og þungt hugsandi. Hvað hafði komið fyrir? Hafði hann drepið þau bæði? Hafði stúlkan veitt hon- um mótstöðu og hann drepið hana í einu reiði- kastinu, útaf slíkri mótstöðu? Þannig hugs- aði Fenzileh og mleð því að henni datt ekki annað í hug, en að Skr-el-Bahr væri dauður, þá þóttist hún vita fyrir víst, að svo hefði farið, sem henni hugsaðist. Hún kvaldist samt af að frétta ekki hvað gerst hafði, og sendi Ayoub að njósna af foringja lífvarðar- ins. Hann kom aftur með þá frétt, sem þeim þótti öllum meir ,en ill. En Fenzileh tók sig fljótt á. Hún þóttist varla mega á betra kjósa; það ætti ekki að vera erfitt, að blása svo að ógleði Asads, að þar af tendraðist fullur fjandskapur til Sakr- el-Bahrs. Það var varla trúlegt, að hann tæki Rósamundu í kvennabúr sitt héðan af; Sanntrúaðir höfðu séð ásjónu hennar bera, sem var mikil smán, og að hann gerði að eftir- læti sínu þá, sem verið hafði kona undir- manns hans, var enn fjarstæðara. Fenzileh sá glögt, hvað gera skyldi. Sakr-el-Bahr hafði notað sér guðrækni Asads, til að yfirvinna hann; þá sömu guðhræðslu varð að nota, til þess að koma öðru fram. / Fenzileh kastaði þunnri silki slæðu yfir sig og gekk út til hans; hann sat á hægindi, undir tjaldi, í miðjum garðinum, sem ilmaði af blómum, á því hýra sumarkveldi. Hún fetaði til hans, sporamjúk eins og kisa, settist hjá honum og lagði höfuð sitt á öxl hans, ofurlétt, en honum var svo þungt í sinni, að hann tók varla eftir því. Eftir stundarkorn mælti hún mjúklega og blíðlega: “Herra sálar minnar, þér er þungt í skapi!” t Honum brá og leit við henni, leiftrandi augum, og spurði með tortrygni: “Hver hefir sagt þér það?” “Hjarta mitt,” svaraði hún, en raust hennar var mjúk og skær og laðandi. “Ætli mér líði vel, þegar illa liggur á þér? Ógleði þína lagði inn til mín, eg kendi þess glögt, að þér var sorg í sinni og að þú þurftir mín með og eg er komin, til að bera með þér byrðina eða bera hana alla, fyrir þig.” Hún spenti greipar og studdi höndunum á öxl hans. Hann leit niður til hennar, þýður á svip. Huggunar þurfti hann við og aldrei varð hann henni fegnari en nú. Smámsaman lokkaði hún hann, með frá- bærri kænsku, <til að segja söguna eins og hún gekk til. Þegar lokið var, gaf hún gremju sinni lausan taum og segir: “Og hræið! Þetta er ótryggur og van- þakklátur hundur! Samt hefi eg varað þig við honum, ó ljós minna vesölu sjóna, og þú hefir lítilsvirt mig fyrir þær viðvaranir, sem ást mín hefir int fyrir þér. Nú Veiztu loksins hvemig hann er, enda skal hann ekki gera þér geig upp frá þessu. Þú skalt troða hann undir, snara honum í rykið, sem veglyndi þitt reisti hann upp úr.” En Asad tók ekki undir þetta, héldur sat hljóður og þungbúinn og að lokum varp hann öndu, mæðilega. Hann var réttvís og átti samvizku til, sem er fágætt ekki síður en hitt, að það kemur sér illa, hjá víkingum, hvað þá hjá foringja þeirra. Hann tók >til orða og segir óhýrlega: “Af því, sem fram hefir farið gefst mér ekki nægi- legt tilefni til, að hnekkja frá, Islams vaskasta bardagamanni. Skyl'da mín við Allah þolir það ekki.” “Skylda hans við þig þoldi honum samt að brjóta bá við þig, ó herra minn,” mælti hún þýðlega. “Við fýsnir mínar — jú!” svaraði hann, og í því bili skalf í honum röddin, af ástar- bruna. Hann hnekti klökva sínum og lagði til, með meiri stillingu: “Á gæzka mín við sjálfan mig að hefta skyldu mína við trúna? Á kritur um ambátt að knýja mig til að týna Islams mesta hreystimanni, hinum mesta kappa, sem Spámannsins lögmál hefir nú á að skipa? Á eg að seiða á mitt höfuð hefnd hins Eina, með því að ráða af dögum þann mann, sem er hans reiðisvipa á hina vantrúuðu? ___ og til þess eins, að koma hefnd minni fram á honum, fyrlr að svifta mig færi Itil að svala losta til kvenmanns?” “Segir þú enn, ó lífið mitt, að Sakr-el- Bahr sé forvígismaður fyrir Spámannsins lög- máli?” spurði hún mjúklega, en þó líkt og hún tryði varla sínum eigin eyrum. “Ekki segi eg svo, heldur lýsa vlerk hans því,” svaraði hann, óhýrlega. “Eitt veit eg, sem enginn Sanntrúarður myndi aðhafast, en það hefir hann nú gert: tekið sér kristna konu. Stendur ekki svo ritað í Bókinni sem lesa ber: “Varist að taka skurð- goða dýrkendur fyrir konur.’ Er ekki þetta Spámannsins lögmál, og hefir hann fikki brot- WINNIPEG, 3. APRÍL, 1935 I ið það og syndgað, bæði gegn Allah og gegn þér, ó uppspretta anda míns?” Asad gerðist grettin. Þetta var alveg satt og honum hafði sézt yfir það. Samt vildi hann sjá sann við Sakr-el-Bahr eða annars kostar leitaði hann lags, að sanna sjálfum sér, að víkingurinn væri dauðasekur. Hann ympr- aði á þessu: “Hann kann að hafa syndgað af hugsun- arleysi.” Við það varð hún öll að aðdáun. “Mikil vorkunnar uppspretta og miskunsemdar ert þú, ó Marzaks faðir; Aldrei skeikar þér að sjá hið rétta. Vafalaust syndgaði hann af athugaleysi, en ætli að Sanntrúuðum gæti orðið sú vangá — hvað þá þeim, sem þú nefnir hlífiskjöld fyrir Spámannsins heilaga lög- máli?” Kænlegt var lagið; það gekk í getgnum þá samvizku brynju, sem hann reyndi að hjúpa sig í. Hann hvesti sjónir á skuggann sem lagði af múrnum, í mánans hvíta sinni, skaut brúnum og spratt svo upp. “Allah veit að þú segir satt,” sagði hann. “Honum lá í léttu rúmi, þó að hann bryti All- ahs lög, ef hann náði að bægja við mér og halda stúlkunni vallenzku.” Hún vatt sér á knén, tók handleggjum utan um hann og horfði upp til hans. “Enn ertu sí-vorkunsamur, æfinlega seinn til áfellis- dóma. Er sú öll sök hans, ó Asad?” Hann mændi niður á hana og spurði: “Öll? Hvað annað?” “Eg vilda óska, að sakirnar væru ekki fleiri. En meira er til saka, þó að þín engl- um líka vorkunn fieli það þínum sjónum. — Hann gerði meira en syndga móti lögmálinu, hann sneri lögmálinu til að koma fram sinni skammarlegu vild og svívirti það með því.” “Hvernig?” spurði hann, fljótlega, líkt og hann fýsti að vita sökina. “Hann hafði það að skálkahjóli, til að hlífa sé og henni. Hann vissi vel, að þú ert Trúar- innar Ijón og varnar hetja og myndir fúslega beygja þig undir það, sem sbendur skrifað í Bókinni og svo tók hann hana til eiginkonu, svo að þú næðir henni ekki.” “Lofaður sé hinn Alvitri, sem léði mér krafta til, að forðast að fremja minkun!” mælti hann hárri röddu og gerði sjálfan sig dýrðlegan. “Eg mátti vel drepa hann, til að sundra því rangláta hjúskapar bandi, en ekki gerði eg það, hieldur hlýddi því, sem stendur skrifað.” “Miskunsemi þín hefir gert englana glaða,” svaraði hún, “samt fanst maður, svo illa innrættur, að nota sér guðhræðslu þína til að koma fram sinni vild, og ábatast á frómlyndi þínu, ó Asad!” Hann vafct hana af sér og stikaði fram og aftur, í tunglsljósinu, en hún hallaði sér að bólstri hægindisins, þokkaleg og gimileg á að líta, sem mest mátti vierða, augu hennar leiftruðu undir slæðunni og þannig beið hún þess að rógs eitrið biti. Hún sá hann standa við og halda upp höndum, líkt og hann ávarpaði himininn, eða spyrði stjörnurnar spurninga, þær sem blikuðu í hinum vítt þanda sölva mánans. Eftir það kom hann til hennar aftur, á báðum áttum enn. Mikið var satt í því, sem hún hafði sagt, en þar í mót vó hann hatur hennar til Sakr- el-Bahr og öfundsýki Marzaks vegna; hann vissi, að þar af myndi hún knýjast til að leggja alt út á vierra veg og því tortrygði hann rök hennar og tortrygði sjálfan sig. Enn var elska hans sjálfs til Sakr-el-Bahr, sem krafð- ist að vera tekin til greina. Af öllu þessu var hugur hans í uppnámi. Hann tók til máls og sagði óþýðlega: “Nú er nóg komið. Eg bið þess, að Allah sendi mér ráð, í nótt.” IVÍeð það skálmaði hann fram hjá henni og inn í hús. Hún fór á eftir honum og alla nóttina lá hún að fótum hans, 'tilbúin að styrkja hann í þeim ásetningi, sem hún óttaðist að veikur væri enn; hann svaf óvært en henni kom ekki dúr á auga, hún vakti og var á verði. Enn er dagur rann og kallarar kvöddu til bæna, spratt hann upp, skeldi saman lófum og kvaddi til sín þræla, að heyra og flytja skipanir, en af þeim skildist henni að hann ætlaði til skipalægis, þegar í stað. “Eg bið þess, að Allah hafi skotið þér í brjóst sínum anda, ó minn herra,” sagði hún. Síðan spurði hún: “Hvað hefirðu ráðið af?” “Eg fer að leita vitrunar,” svaraði hann og fór sína leið, en hún kvaddi til sín Marzak, alt annað en róleg, bauð honum að skilja ekki við föður sinn og sagði í hálfum hljóðum, hverju hann skyldi fram fara og með hverjum hætti. “Forlög þín eru þér í lófa lagin,” mælti hún að lokum. “Gættu þess, að grípa þau nú ekki lausatökum.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.