Heimskringla - 03.04.1935, Qupperneq 8
8. SÍÐA.
HEIMSKRINGLa
WINNEPEG, 3. APRÍL, 1935
FJÆR OG NÆR
Messa í Sambandskirkjunni í
Winnipeg næsta sunnudag á
venjulegum tíma.
* * *
Home Cooking og Silver Tea
Ein deild úr Kvenfélagi Sam-
bandssafnaðar efnir til útsölu á
heimatilbúnum mat næstkom-
andi fimtudag þ. 11. þ- m->
upp úr hádegi og að kveldinu,
í samkomusal kirkjunnar, enn-
fremur Silver Tea. Allskonar
sælgæti er þarna til sals, bakn-
ingar og brauð af ýmsu tagi,
rúllupylsa, lifrarpylsa .slátur o.
fl_ Forstöðunefndin.
* * *
Leikflokkur Sambandssafn-
aðar í Winnipeg sýnir leikinn
Mann og konu á Gimli föstu-
daginn 5 apríl og í Riverton
þriðjudaginn 9. apríl. Leikur
þessi mælir með sér sjálfur og
meðferð leikenda, er hann var
sýndur í Winnipeg fékk alment
lof. Heimskringla vill minna þ'á
á það í Nýja íslandi, er kost
eiga á að sækja leikinn, að þar
er von einnar beztu samkom-
unnar og skemtunarinnar, sem
þeir hafa lengi átt kost á. —
Sækið þenna þjóðlega og
merkilega íslenzka leik.
Dans á eftir.
H- * *
Tómas Benjamínsson frá
Lundar, Man., kom til bæjar-
ins s. 1. þriðjudag.
* * *
Jóhannes Pétursson frá Ár-
borg, Man., kom til bæjarins á
föstudagsmorgun til að leita sér
lækninga.
* * *
Mr. og Mrs. Kristján Bjama-
son frá Árborg, komu til bæjar-
ins í morgun. Mrs. Bjarnason
kom til að leita sér lækninga.
I>eir sem vilja gerast áskrif-
endur að “Kirkjuritinu”, mál-
gagni íslenzku Þjóðkirkjunnar,
geta snúið sér til Dr. B. B.
Jónssonar og séra Jakobs Jóns-
sonar. Árgangurinn kostar einn
dollar.
* * *
Á löglega boðuðum og aug-
lýstum fundi Vestur-íslenzkra
hluthafa í Eimskipafélagi ís-
lands er haldinn var að 910
Palmerston Ave., Winnipeg 23.
febr. s. 1. voru þeir útnefndir
með jöfnum atkvæðum til að
vera í vali á ársfundi Eimskipa-
félagsins í júní n. k. hr. Ámi
Eggertson og Dr. Jón Stefáns-
son, Winnipeg.
Samkvæmt gmndvallarlögum
félagsins er útrunnið tveggja
ára kjörtímabil hr. Áma Eg-
gertssonar í framkvæmdamefnd
Eimskipafélagsins.
Winnipeg, 1. apríl 1935.
Á. P. Jóhannsson
* * *
Mr. og Mrs. Thorst. Sveins-
son frá Baldur, Man., og böra
þeirra Ingi, Ari og Mrs. E. A.
Anderson komu til bæjarins s.
1. þriðjudag. Þau komu til að
vera við útför Guðríðar Sveins-
sonar, systur Thorsteins Sveins-
sonar.
* * *
Hinn 29. marz andaðist á Al-
mennasjúkrahúsinu í Winnipeg
Márus Doll frá Mikley. Hann
var 67 ára að aldri. Hann kom
til þessa iands árið 1877 og sett
ist að í Mikley þar sem hann
hefir búið síðan. Hann var
kvæntur Guðnýju Brynjólfs-
dóttur; er hún dáin fyrir mörg-
um ámm síðan. Márus heit-
inn var greindur maður og vel
látinn. Hann var um tíma
meðráðamaður Bifröstsveitar-
innar.
* * *
NÝ ÚTKOMIN BÓK
För mín til Landsins
Helga og Egyptalands
eftir Sifrfús S. Bergmann
með 15 myndum
Fróðlegar ferðalýsingar
Verð í kápu $1.00
Pöntunum með 'pósti sint greið-
lega ef andvirði bókarinnar fylg-
ir pöntuninni. Send póst frítt.
Sendið pantanir til
C .P. Magnússon
596 Sargent Ave., Winnipeg
“ÞYRNAR"
Magnús Pétursson, 313 Hor-
ace St., Norwood, hefir nokkur
eintök af síðustu útgáfum
“Þyrna” Þorst. Erlingssonar, er
hann selur með affalls verði;
vandaðri útgáfan: $4.00 hin á
$2.00. Pantið bókina nú. Hún
býðst aldrei aftur á þessu verði.
LESIÐ, KAUPIÐ
OG BORGIÐ HEIMSKRINOLU
10 GOOD REASONS
Why You Should Train at
Success Business College - Winnipeg
1.
Through superior service, the Success Business College of Winni-
peg became the largest private Commercial College in Westem
Canada.
2.
More than 43,000 young men and women have enrolled for
Success Courses. Hundreds of these are now employers "íttid their
preference for “Success-trained” office help creates an ever
increasing demand for Success Graduates.
3.
The Success is the only Business College in Winnipeg that has
been accredited by the Business Educators’ Association of Canada.
This Association admits only the best Commercial Colleges into
its membership.
4.
Students of the Success Business College are entitled to the
privilege of the B. E. A. examination system. B. E. A. standard3
represent the highest degree of efficiency in Canadian Cpmmercial
education.
5.
The Success Business College employs only teachers of advanced
Scholarship and long successful teaching experience. The Success
system of individual and group instruction insures quick and
thorough results.
6.
The Employment Department of the Success Business College
places more offiee help than any other Employment Agency in
the City of Winnipeg. The service of this Department is available
only to Success students.
7.
The Success Business College admits only students of advanced
education and favorable personal characteristics.
8.
The Success Business College premises are well equipped and
comfortable. The College is located in the heart of the business
section of Winnipeg, where employers can conveniently step into
our office and employ “Success Graduates.”
9.
The Success Business College has no branches; it operates one
efficient College in which the principal and his staff devote their
best efforts and all their time to thorough instruction and careful
supervision of students.
10.
The majority of Commercial teachers in Winnipeg received their
business training at the Success Business College. It pays to at-
tend the College that is known as “The Teacher of Teachers.” Our
high standards attract the best young people in Westem Canada.
Wrlte For Free Prospectus
Individual
Instruction
At
The
College
BUSINESS COLLEGE
Portage Ave. at Edmonton St.
WINMPEG
Gleymið ekki!
Spilakvöldunum i Goodtemp-
larahúsinu á þriðjudögum og
föstudögum. — Góð verðlaun!
Gott músik! Inngangur 25c.
Allir velkomnir.
* * *
“Endurminningar”
Friðriks Guðmundssonar eru til
sölu hjá höfundinum við Mo-
zart, í bókaverzlun ó. S. Thor-
geirssonar og á skrifstofu Hkr.
Fróðleg’og skemtileg bók og
afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25.
SKRÍTLUR
Lögmaður var spurður að
hvaða hegning lægi við því að
eiga tvær konur í einu (big-
amy).
. “Tvær tengdamæður,” svar-
aði lögmaðurinn.
* * *
Læknir var spurður að hvað
hann setti fyrir að sjá sjúkling.
“Tíu dali að vitja hans
heima, 5 dali fyrir viðtal á
skrifstofunni og einn dal fyrir
ráðleggingu yfir talsímann.”
“Og hVað kostar að ganga
fram hjá þér á götunni?” —
spurði forvitinn.
* * *
Lögmaður sem var illa til
presta spurði prest einu sinni
háðslega hver mundi vinna ef
prestur og djöfullinn færu í
mál.
“Auðvitað djöfullinn,” svaraði
presturinn, “því hann hefir alla
lögmennina sínu megin.”
* H H
Kennarinn: “Hvar stendur
það í ritningunni að enginn
megi eiga tvær konur?”
Lærisveininn: “Þar sem það
segir að enginn geti þjónað
tveim hermm.”
Phones: 95 328—91166
H0TEL C0R0NA
NOTRE DAME Ave. East
at Main Street
J. F. BARRIEAU
Manager Winnipeg
BIÐIÐ
Áður en þér eyðið pening-
um fyrir nýjan hatt, þá
sendið þann sem þér hafið
á höfðinu til—
QUINTON’S
fyrir
50 CENT
Quinton’s steypuþvo öll óhrein-
indi í burtu, sérfróðir hatta-
makarar pressa hann svo í
rétta lögun og stærð eftir
móðnum fyrir 1935.
Sími 42 361
Quinton’s Alladin Service
breytir hvaða hattlubba sem
er í nýjan hatt, hreinan og
hæzt móðins fyrir 1935.
Bæði karl og kvenhattar
Maður sem lá við dauðann
sagði við konuna sína:
“Þegar eg er fallinn frá þá
óska eg að þú giftist honum
Þórði meðhjálpara.”
“Því viltu það?” sagði hún.
“Hann snuðaði mig einu
sinni í hestakaupum.”
* * *
Kennarinn: “Ef 10 hrafnar
sætu uppi í tré og eg skyti einn
hvað yrðu þá margir eftir?”
Fúsi: “Enginn; hinir mundu
allir fljúga í burt.”
* * *
Hjúkrunarkonan við sjúkling-
inn: “Vaknaðu, vaknaðu, það
er kominn tími til að þú takir
inn svefnmeðalið þitt.”
* * *
Lögmaðurinn: “Hefir þú
krafist borgunar frá skulda-
nautinum?”
“Já.”
“Hvað sagði hann?”
“Hann sagði mér að fara til
fjandans.”
“Hvað gerðir þú þá?”
“Eg kom beint til þín.”
* * *
Maður var fundinn sekur um
að hafa selt vín ólöglega.
“Eg sekta þig 10 dali,” sagði
dómarinn.
“Hérna eru þeir, eg hefi'þá í
vasanum,” sagði sá seki og
glotti háðslega við.
“Og 30 daga í tugthúsinu,”
bætti dómarihn við, “hefirðu
þá í vasanum líka?”
* * *
Maður var kærður fyrir að
stela úri. Lögmaðurinn sem'
varði hann gerði það svo vel að
hann var sýknaður. Þegar þeir
komu út spyr (ögmaðurinn
hvert hann hafi peninga til að
borga sér.
“Nei,” svaraði hann, “það
hefi eg ekki, en héma er úrið„
taktu við því.”
* * *
Frægur prestur bauð einu
sinni Mark Twain að vera við
messu hjá sér. Þegar úti var
spyr presturinn hvernig honum
hefði fallið ræðan. “Ljómandi
vel,” svaraði Twain, “en eg á
bók heima hjá mér sem inni-
heldur hvert orð í ræðunni sem
þú fluttir.”
“Meinar þú að segja að eg sé
ritþjófur?” spyr presturinn.
“Eg skal sýna þér hana,”
svaraði Twain og þeir fóru svo
heim til Twains og hann tók
stórt bindi ofan úr skáp og rétti
presti, það var orðabók.
* * *
Kona spurði myndasmið hvað
hann setti fyrir bamamyndir.
“Þrjá dali fyrir dúsínið,” svar-
aði hann.
“Þá verð eg að bíða 3 eða 4
ár, eg á bara 9.”
* * *
Tværi konur höfðu ekki sést
í nokkur ár.
“Nei, hvað þú hefir elst,”
sagði önnur, “eg ætlaði varla
að þekkja þig.”
‘ Eg hefði ekki þekt þig held-
ur nema fyrir það að eg kann-
aðist við kjólinn þinn,” svaraði
hin. O.
■ -
MESSUR og FUNDIR
i kirkju SambandssafnaOar
Messur: — á hverjum sunnudegi
kl. 7. e. h.
Safnaðarnefndin: Funöir 1. íöstu-
deg hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: — Fundlr fyrata
mánudagskveld í hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan þriðju-
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldinu.
Söngflokkurinn: Æfingar á hverju
fimtudagskveldl
Sunnudagaskólinn: — Á hverjum
sunnudegi, kl. 11. f. h.
BELLAMARHELLIRINN
Á CUBA
Frh. frá 7. bls.
og blóðrauðar æðar. Litirnir
stafa efalaust frá steinsöltum,
sem berast með vatninu. Þetta
er töfra á, og umgirt af því
furðulegasta landslagi. Á botni
hennar vaxa undursamlegustu
og fegurstu blóm, en yfir alt
hvelfir sér yndislegur kristalls
himin. Aldrei hefir sólin htelt
geislum sínum á spegilfagran
vatnsflöt hennár, og aldrei hafa
svalir vindar næturinnar gárað
yfirborð hennar eða harðir
stormar æst það upp.
Á heimleiðinni höldum við
eftir “Hatney-götunni”, nefnd
svo eftir Indíánskum höfðingja,
sem var markverð persóna í
elstu sögu Cuba. Við komum í
stórkostlega hvelfingu, sem fyr-
ir samræmi sitt og feikna hæð
heitir “Hvelfing St. Péturs”.—
Beint niðurundan hvelfingunni,
stendur einstök, há og hvöss
dropsteins nál “Hatney-lenzan”.
lengra fram í ganginum rekum
við augun östers skeljar, er
sitja fastar í lofti á veggjum og
gólfi, eru sumar 6 þuml á
lengd og að sama skapi breiðar,
þar eru og mörg .lög með sjó-
punt svínum, þau eru líka 6
þuml. í þver mál. Östru skeljar
stem finnast nú á Cúba eru
sjaldan stærri en 2 þuml og
finnast oftast meðfram sjó, og
hanga í klösum í rótum á Man-
grove-trjám, með sama hætti og
Kolumbus sá þær, er hann fór
meðfram ströndum Suður-Ame-
ríku í ananri ferð sinni. Sæ-
puntsvínin eru nú ísjaldan
yfir 3—4 þuml í þvermál. Þetta
lag í hellinum heyrir til löngu
liðinni jarðfræðilegri fortíð.
Það er teinkennilegt við “Hat-
ney götuna” hvað göngin eru
krókótt Og botninn ójafn, hann
ýmis grefur sig djúpt niður,
eður hann rís hátt upp. Alstað-
ar er þessi feikilega kristalla
myndun, og sérstaklega eru
fagrir litimir í “Búnings-klef-
anum” sem er mjög fagurt her-
bergi með skrautlega skreytt-
um bogum og hvelfingum.
Leiðin sem nú er ófarin til
“Gotneska musterisins” er
þreytandi. Loksins erum við
svo komin út, og allir förum við
með djúpum og hátíðlegum á-
hrifum af þeirri undrafegurð
sem dylst í skauti náttúrunnar.
—Þýtt úr gömlu tímariti.
Erl. Guðmundsson
----TAXI? —
SÍMIÐ OSS
SIMI 34 $SS
Sargent Taxi
Til reiðu daga og nætur
‘‘Ef þér eruð ánægðir við oss
getið um það við aðra.”
Lægsti lögtaxti innan bæjar
FÆÐI OG HÚSNÆÐI
fslenzkt borgningshús
139 Hargrave St.
Guðrún Thompson, eigandi
Máltíðir morgun og miðdagsverður
15c hver
Kvöldverður 20c
Herbergi 50c; á þriðja gólfi 25c,
yfir nóttina. Mátíðir góðar, rúm-
in góð, staðurinn friðsæll. Allur
aðbúnaður vandaður. Islendingar
sérstaklega boðnir velkomnir.
LEIKFÉLAG SAMBANDSSAFNAÐAR f WINNIPEG
U
sýrfir leikinn
MAÐUR 0G K0NA
Inngangur 50c
GIMLI 5 APRfL Kl. 8.30 e.h.
og á
RIVERTON, 9. APRÍL kl. 9. e. h.
ÞJÓNUSTA EATON’S
ER AÐSTOÐ VIÐ KAUP Á HÚSBÚNAÐI
Ef þér viljið hressa upp á herbergin án' þess að
hleypa upp tilkostnaði á húsmunum
* Lteitið aðstoðar
Eaton’s starfsmanna við innanhúss uppgerð
Þeir eru engir “uppskafningar”. Þeir hafa ekki á móti
því að aðstoða yður við hyggileg smákaup fremur en þó
stærri upphæðir séu. Þeir þekkja vörurnar . . . þeir vita
hvað er móðins. Þeir geta bent yður á hæztmóðins
niður röðun í herbergjum . . . og það er töluverð kúnst,
eins og þér vitið. Svo að ef þér viijið hafa þetta eftir
fyrirmynd einhvers liðins tíma, eða láta hemilið hrein-
skilnislega tilkynna árið 1935 . . . þá leitið tíl samninga
skrifstofunmar og segið hvers þér þarfinst. Það kostar
ekkert að leita ráðlegginga vorra. Enginn skuldbinding
um að vér gerum verkið.
Vér leggjum einnig veggjapappír . . . hengjum upp
myndir. Vér búum til mublu-ver. Vér klæðum stóla og
legubekki. Vér málum upp. Vér leggjum vaxdúka.
<T.. EATON
I