Heimskringla - 29.05.1935, Síða 5

Heimskringla - 29.05.1935, Síða 5
WINNIPEG, 29. MAl 1935 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA blessun fyrir Skagafjörð.” Allir liafa fyrir löngu séð að honum hafa hepnast hans eigin fyrir- tæki, allir vita að hann leggur hina slömu rækt við það sem hann bendir öðrum til að gera, þessvegna nýtur hann allra traust. Eg er samdóma orðum skálds- ins Longfellow, er Hulda hefir þýtt á þessa leið: “Er stærstu sálna streymir flóð fær straumþrá okkar hjarta blóð og lyftist líkt og haf. Þeim lágu söndum af.” Við athafnir og erfiði göfu'gs mann, færist máttur og áræði og löngun í veikan vilja til að fylgja honum oft og einatt upp á efstu brún. Vort hjarta- blóð lyftist eins og haf af þeim lágu söndum sem það hefir hvílt á lygnt og hreyfingarlaust. Læknastarf sitt stundar Jón- as ekki sem atvinnu heldur sem björgunarstarf. Hann hefir sýnt í verki og viðmóti, að hann vildi gjama geta borið ábyrgð á og ■bjargað allra lífi. Líf barna, æskumanna, karla og kerlinga er hans eigið líf. Hann berst fyrir iþví sem sínu eigin lífi. Hann er ekki ásáttur með að láta það ráðast, hvort fyrir- skipanir einhverra ákveðinni aðferða takast eða mistakast, og með því hafi hann gert skyldu sína. Hann hugsar ekki um skyldú, um verkamælingar, að svona mikið eða lítið fylli skyldu mælirinn. Lífið er hon- um skyldan, og í krafti hyggju- vits og drenglundar, leitar hann þeirra ráða er helzt mega koma því til bjargar. Hann býr við vatnamót. Á aðra hönd hans falla ein hin mestu straumvötn íslands til sjávar, á hina er opið haf, er stundum er þakið ísi og þok- úm. í þjóðfélaginu er bústað hans ekki líkt ófarið; hann býr við vatnamót. — Að bjarga þeim sem af hafi koma og eru að vanmegnast af kulda, að frelsa þá sem berast em út til hafs, er starfið sem hann hefir eytt æfinni í. Göfugra verk igetur ekki. Eg gat þess í byrjun þessa máls að hann væri óalgengur maður. Eg hefi fært nokkrar sönnur á það er teknar eru úr Sögu samtíðar hans og sam- ferða sveitar. Vér fögnum yfir því, vér þökkum fyrir það, að hafa fengið að sitja með hon- um þessa kveldstund, vér ám- um honum allrar hamingju í framtíðinni. En umfram alt óskum vér að land vort og lýð- ur megi lengi njóta hans. Hann er blessun fyrir Skagafjörð. — Hann er blessun fyrir ísland. Heima fyrir getur ekki gest- risnara manns en hans, ekki greiðameira heimilis en þeirra hjóna. Karlarnir hans og kerl- ingarnar hafa þurft svo margra aðhlynninga með, að þetta er komið upp í vana, að hlynna að öllum sem að garði bera. Þar j eru meira en efnislegar veit- ingar frambornar. Þar eru eng- in myrkvaskot húss eða huga. Um alt má ræða. Alt er nýrra og alt er hreinna þegar upp er staðið og mælt hefir verið ó- skiftum huga. Vér þökkum honum, þó vér búum fjarri fósturlandi voru, verkin hans og framkvæmdirn- ar allar til heilla landi og þjóð og leyfum oss að kveðja hann með orðum Longfellows, þeim er hann mælti til hjúkrunarkon- u'nnar miklu, Florence Nightin- gale: “Um eilífð tign og þökk sé þeim isem þannig lyfta okkar heim með orðum, hug og hönd frá hversdagslífsins strönd.” R. P. VÖKUMAÐUR (Kafli úr ræðu er flútt var í samsæti að Hótel Borg, sem þrjú hundruð vinir og samherj- ar J. J. héldu honum á fimtugs- afmæli hans 1. maí). — — — Einu sinni þekti eg lítinn dreng, er ólst upp í fá- tæklegum sveitabæ. Pabbi hans og mamma unnu alla daga erfiðisvinnu ,og lögðust þreytt til hvíldar á hverju kvöldi. Á vorin, var starf hans að vaka yfir túninu og varna því, að fé og hross bitu nýgræðinginn, sem var að teygja sig uþp úr því og klæða það grænni gróðrar skikkju. Árla vors, var það sem dálítil heiðgræn eyja mitt í gráu hrjóstrugu umhverfinu.— Litla dengnum þótti sérstaklega I vænt um þessa fögru* grænu eyju, og hann vissi, að það var undir honum komið, að gagnið af henni fyrir pabba og mömmu yrði sem mest. Og hann vakti allar nætur vorsins meðan aðrir sváfu, til að reka búrt féð og hestana, sem komu á hverri nóttu í einhvern jaðar túnsins, til að ræna græna gróðrinum. Oft varð hann að beita hörku til að koma túnvörgunum burtu. En á milli þess, að litli dreng- urinn rak frá túninu, eyddi hann næturstundunum í að ryðja grjóti úr grýttum götúm, sem lágu að og frá bænum og | hesitahófamir einir höfðu rutt um þúsund ár. En jafnframt því, að hann gerði sléttar góðar götur, þar sem áður voru grýtt- ir troðningar, reisti hann sér bæ á gróðurlausum mel við túnjað- arinn. Jafnhliða bar hann mold á melinn og grasrót ofan á, svo að þegar drengurinn var um fermingaraldur, var komin lagleg græn flöt í viðbót við túnið’ þar sem áður var grár melur. Bærinn hans stóð svo reisulegur, á barnabæjavísu, á miðri flötinni, með fáeinar frjálslegar birkihríslur fyrir stöfnum, er vökudrengurinn hafði borið sem ungviði úr skógarkjarri alllangt frá og gróðursett við litla bæinn. Þessi smásaga er máske ekki ný fyrir ykkur, sem alist hafið upp í sveit og ef til vill vakað þar yfir túni í æsku ykkar. En hún er altaf ný fyrir mér. Hún minnir mig stöðugt á þau öfl, sem þarna voru að verki: Öfi þaú er reka á flótta þá er ætíð eru að reyna að ræna eða eyði- leggja bezta vorgróðurinn áður en hann nær að vaxa — annað- hvort vitandi eða óafvitandi. Og það skapandi afl framsóknar- innar, sem kom strax fram hjá litla vökudrengnum. Það er það afl, er knýr fram það bezita, sem gert er í þessum heimi, — það er afl skapandi lifandi um- bóta, — þáttur, ef ekki upp- spretta alls lífs og framþróun- ar á öllum öldum alheimsins. — Litli drengurinn vakti, varði og skapaði, þegar aðrir sváfu. — Það er sagt að það sé ein- kenni æskunnar að vera skap- andi og vaxandi og vera vak- andi fyrir nýungúm og greiða Myndalaus myndabók EFTIR H. C. ANDERSEN Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi Tuttugasta og fyrsta niynd “Nú ætla eg að sýna þér mynd frá Frank- furt,” sagði máninn: “Eg tók þar sérstaklega vel eftir einu sérstöku húsi. Það var ekki fæðingarstaður Goethes. Ekki var það heldur gamla ráðhúsið, þar sem enn þá má sjá í gegn um gluggana hauskúpurnar með hom- unum af nautum þeim, sem steikt voru til matar við krýningarhátíð keisarans. Nei, þetta hús var einstaklingseign; það var grænmálað og mjög hrörlegt; það stóð á gatnamötum við hina mjóu Gyðingagötu; það var Rauðskjaldar (Rothschild) húsið. Eg horfði inn úm opnar dyrnar; gangur- inn inn í húsið var uppljómaður; þar stóðu beggja megin þjónar og héldú á stóreflis ljósa- stjökum úr silfri. Þeir hneigðu sig djúpt fyrir gömlu konunni, sem borin var niður þrepstigann í stórum stóli. Eigandi hússins stóð þar berhöfðaður og þrýsti kossi á hönd gömlu konunnar, með djúpri virðingu — gamla konan var móðir hans. Hún hneigði sig vingjarnlega fyrir honum og fyrir þjónunum sem báru hana. Þeir fóru með hana út á hina mjóu og dimmu götú og inn í lítið hús. Þar átti hún heima; þar hafði hún alið börn sín. Þaðan var upp- runnin öll hamingja þeirra. Hefði hún nú flutt í burt frá þessari lítilsvirtu götu og úr þessum fornfálega hús- kofa, þá mundi hamingjan ef til vill, yfirgefa syni hennar. Þetta var trú hennar.” Máninn sagði ekki frá fleiru. Hann stóð of stutt við hjá mér í kvöld. En eg hugsaöi um gömlu konuna við mjóu, títilsvirtu götuna. Hún þúrfti ekki annað en að segja eitt ein- asta orð til þess að eignast glæsilegt hús á blómskrýddum bökkum Temsárinnar. Hún gat með einu orði látið byggja sér skrautleg- an kastala á sólkystri ströndinni við Neapels- flóann. En — “Ef eg yfirgæfi litla, gamla húsið, þar sem hamingjan brosti sonum mínum, þá — já, þá gæti það skeð að hamingjan sneri við þeim bakinu. Það má eg ekk( eiga á hættu!” Þetta er auðvitað hjátrú; en sú hjátrú er þess eðlis að þegar maður íhugar söguna að baki henni og skoðar myndinar í sambandi við hana þá þarf ekkert annað til þess að skilja hana en að gera sér grein fyrir sálarlífi móðurinnar. Tuttugasta og önnur mynd “Það var í gærmorgun, rétt í dögun-” sagði máninn: “Ekki var enn þá farið að rjúka úr einum einasta strompi í allri borginni. Og eg horfði einmitt á strompana. I sama bili gægðist títið höfuð upp úr einum strompin- um. Svo kom allur efri hluti líkamans upp. handleggirnir hvíldu á strompbörmunum. “Húrra!” sagði drengurinn. Það var lítill sótaradrengur. Þetta var í fyrsta skifti á æfi hans sem hann hafði komist svo hátt í heiminum að komast alla leið úpp úr strompi og geta skoðað þaðan borgina í allri sinni dýrð. “Húrra!” sagði hann aftur. Þetta var nú svei mér munur eða að vera að smjúga innan pm meinþröngar stromppípurnar eða eldstæðin. Loftið var hressandi og ylmríkt. Hann gat séð út um alla borgina, alla leið út að skógarjaðrinum, sem var laufprúður og tignarlegur. Sólin var að koma upp í austri; stór og skær eins og ljósskjöldur skein hún framan í hann; andlitið á honum ljómaði af ánægju og fögnuði og var yndislega fagúrt, jafnvel þótt það væri kolsvart af sóti. “Nú getur öll borgin séð mig!” sagði hann, “og sólin getur tíka séð mig, og mán- inn. Húrra! Húrra!” Og svo veifaði hann sópnum sínum í loft upp og réði sér ekki fyrir gleði.” allskonar umbótum veg. En þessi æskueinkenni fylgja sum- um mönnum altaf- þótt árin færist yfir þá. Þeir vaka þegar aðrir dotta eða sofa og eru sí og æ verjandi verðmætin og hjálpandi nýsköpun hvers stór- virkis, sem framkvæma skal al- menningi til heilla,' — jafnt og hverju “litlu lautarblómi, sem langar til að gróa” og klæða hrjóstuga melana og holtin í gróðursælan búning vorsins, í samvinnú við aðra félaga sína. Ekki veit eg hvort Jónas Jónsson frá Hriflu, sem er hálfr- ar aldar gamall í dag hefir vakað yfir túninú á litla bænum við Skjálfandafljót, þar sem hann ólst upp og hlustaði allar vökustundir sínar á sívakandi aflgjafann mikla, Goðafoss, þar sem hann kvað með “fimbul- rómi sí og æ” til vinar síns — æskumannsins, er var að vaxa á næsta bænum. En hixl veit eg að Jónas hefir verið ómetan- legur vökumaður í hópi okkar samferðamanna sinna í lífinu, Þegar eg var fyrst á ferð með Jónasi Jónssyni, veitti eg því sérstaka athygli, hve hann var sívakandi fyrir velferð hest- anna, sem við vorum með og eftirtektarsamur og viðkvæmur fyrir fátækt og bágindum manna’ er á vegi okkar urðu. Og síðan hefi eg altaf tekið eftir hve óvanalega vakandi hann er fyrir mýmörgu sem bæta þarf og bókstaflega á veið- um eftir mönnum og málefnum, sem tíklegt er að geti orðið til þroska og framfara og einkan- lega itil stuðnings þeim sem erf- itt eiga. Eg held að þó að margt sé ágætt hægt að segja um Jónas á fimtugs afmælinu og telja marga kosti hans í allra fremstu röð, þá beri hann þó sérstaklega af sem vökumaður. Og ef eg þekki Jónas rétt, þá get eg best trúað að enga kær- komnari afmælisgjöf getum við vinir hans gefið honum, en þá, að við sýnum það í verki að í hópi samferðamanna hans séu einnig sem allra flestir góðir vökumenn. í dag taka undir með okkur vinum og samherjum Jónasar Jónsson, þúsundir karla og kvenna um alt land, en þá eink- um þeir, sem enn eru ungir að árum — og í anda: Lengi lifi mesti vökumaður islenzku þjóðarinnar! —Dvöl. Vígfús Guðmundsson Munið eftir að til sölu eru ð skrifstofu Heimskringlu með af- falls verði, námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið tal af ráðsmanni blaðsins. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringki Borgið Heimskringlu Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE ' Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgOlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ANÆGJA S NEGLECT to observe Traffic Laws Causes Accidents Your attention is drawn to the following taken from the Highway Traffic Act and your observance of these will improve the safety of the Highways: Adequate brakes. Non-glare headlights—Rays not more than 42 inches above road. Motor vehicles occupying over 80 inches of width ‘of highway must have two clearance lights indicating such width. Speed in cities, towns and villages not to exceed 30 miles per hour, and for trucks the speed shall not exceed 25 miles per hour. In any prosecution the onus of proof is upon the accused driver or owner. Pull over to right on meeting traffic. Do not pass on steep up-grades, railway crossings or road intersections. Towing of persons on bicycles, tobog- gans, hand sleighs, skis or roller skates is forbidden. Criminal negligence and incompetence may result in loss of driver’s license. And the Unwritten Law Practice “Courtesy,” “Care” and “Co- operation” and Make Highways Safe. Issued by the Manitoba Government to secure the co-operation of Citizens in preventing Highway Accidents. Hon. W. R. CLUBB, Minister of Public Works and Department of Labour. Cut this out for future reference Myndir EINHVER sagði: “Ein góð mynd er meir virði en þús- und orð til útskýringa”, og af því að það er mikill sann- leikur í orðum þessum falin þá höfum vér lagt sérstaka áherzlu á að hafa myndimar sem nákvæmastar af vörum þeim sem vér höfum til boðs í vöruskránni. Business Education Híís a lYlarket Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Suc- cess Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in local Winnipeg offices in 1934 and 1935. En með þessu, því miður, er nú samt ekki öll sagan sögð. Þyi myndirnar geta svikið ef engin lýsing fylgir þeim. Ekta silkikjólar og kjólar úr Celanese geta sýnst alveg eins á mynd — en hvern mynduð þér fremur kjósa? Skór sem eru úr al- skinni, og skór sem eru ao nokkru leyti úr pappír líta út alveg eins í myndavélinni — en hvorir munu “reync betur að lokum”? Vér látum því fylgja myndunum nákvæmar lýs- ingar — gætilegar og réttar frásagnir lausar við öfgar og ofurmæli. Vel getur verið að vér séum of gætnir í þessum efnum—en það er þá einhvers virði að vita að alt Vestur-Canada veit—að “það er óhætt að spara sér á kaupum hjá EATON’S.” EATON'S Selective Courses Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. Selective Subjects Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spel- ling, Economics, Business Organiza- tion, Money and Banking, Secretarial Science, Library Science, Compto- meter, ElliottiFisher, Burroughs. Call for an interview, write us, or Phone 25 843 =SUCCESS= BUSINESS COLLEGE LIMITED Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg (Inquire about our Courses by Mail)

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.