Heimskringla - 24.07.1935, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.07.1935, Blaðsíða 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 24. JÚLÍ 1935 HrTeimsktnngla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oa 855 Sargent Avenue, Winnfpeg Talsímis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðsklfta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. .853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnrpeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 24. JÚLÍ 1935 Á VÍÐ OG DREIF Að bæta úr atvinnuleysinu Einn þröskuldurinn á veginum með að bæta úr atvinnuleysinu, er sá, hve seint gengur að byrja á störfum þeim, sem ákveðin hafa verið og fé hefir verið veitt til. Það er meira en ár síðan að féð var til reiðu til lokræsisgerðarinnar í Winni- peg. Nú er því máli loks þar komið, að verið er að kalla eftir tilboðum í verkið og skrásetja alla, sem æskja að færa sér það tækifæri til vinnu í nyt. Hvað margar vikur eða mánuðir skyldu nú ganga í það. Það er bágt að segja. Það hefir stundum gengið seigt og fast, að fá stjórnir til að veita fé til ýmsra fyrirtækja. En þó hefir hálfu erf- iðara reynst, að hefjast handa á starfinu eftir að féð hefir verið veitt. Nú hefir svo mikið fé verið veitt til at- vinnubóta af stjómum, að það er vand- séð, að öllu meira hafi á öðrum tímum verið, þó tímar hafi verið aðrir, eða þá er einstaklingar lögðu féð fram. Atvinnu- bóta-fjárveitingar stjórnanna nema svo miklu, að hér ætti ekki um neitt atvinnu- leysi að vera að ræða. En svo stirt hafa framkvæmdir gengið, einkum þegar við bæjar- og fylkisstjórnir hefir verið að eiga um þær, ,að til framkvæmda hefir oft aldrei komið. Þær hafa verið humm- aðar fram af sér. Þegar Roosevelt kom til valda veitti hann offjár til atvinnubóta. Helmingur þess fjár hefir aldrei verið notaður. Eitt og tvö ár hafa liðið frá því að féð var veitt og þar til að það var greitt sem vinnulaun, hafi það á annað borð verið notað til þeirra hluta sem ætlað var. Það hefir ekki staðið á því, að fé hafi verið heimtað af sambandsstjóm Canada. Og það hefir ekki ávalt staðið á að það hafi verið veitt. En bæimir og fylkis- stjórnirnar hafa vanalega séð um, að tefja svo fyrir að þaö fé yrði greitt út sem vinnulaun, að verkamaðurinn hefir varla vitað af því. Verkið hefir verið selt einhverjum í hendur, sem að mestum arðinum hefir setið af því. Með slíkri samvinnu og aðgerðaleysi frá fylkis- og bæjastjóma hálfu, verður aldrei úr atvinnuleysinu bætt. í þessu fylki erum vér vissir um að svo mikið fé er nú veitt til atvinnubóta, að það er ekki víst að það verði meira framvegis í vanalegu árferði, og mundi nægja, ef hendur bæjar og fylkisstjórn- arinnar stæðu farm úr ermum, til að gefa hverjum vinnulausum manni eitthvað að gera. * * * Endemisháttur Blaðið Winnipeg Free Press tók fyrir skömmu upp á því, að birta daglega tveggja og þriggja þumlunga langa stúfa úr ræðum Rt. Hon. R. B. Bennetts frá 1930. Þó auðvitað sé til þess ætlast, að þetta vekji óbeit og ímugust á Bennett og stjórn hans, getur. það naumast komið að miklum notum í þvf efni, því umræðu- efnið er svo kubbað sundur með þessu, að menn með opin augu, ganga ekki duld- ir þess að þetta er blekkingar-tilraun sem ekkert gildi hefir — nema ef vera skyidi til að þjóna pólitískum buxnahætti rit- stjórans. . Áminst blað hefir aldrei látið undir höf- uð leggjast að flytja kviksögur um að for- sætisráðherra hafi illa fylt kosningaloforð sín. Hann hafi orðið að skifta um stefnu kom til valda. Það er satt, að Bennett kom til valda. Það er satt, en Bennett hefir ekki spurt sjálfan sig ávalt að því hvað sagt var í kosningunum, en hann hefir í einu aðeins út frá ioforðum sínum brugðið, og það er í því að gera meira en hann ákvað. Mikið af þeirri löggjöf, sem samþykt hefir verið í nýafstöðnu þingi, var ekki svo mikið sem minst á í kosn- ingunum 1930. Þetta vita allir alsjáandl menn og ritstjóri Free Press eigi síður en aðrir. Það er því ekki mótvon þó al- menningi sé farin að vaxa í augum óbil- girni hans í flokkapólitíkinni. Aðal-efni aðfinninga blaðsins um frum- varpið á sambandsþinginu um stofnun Hveitisöluráðs, var að það mundi halda hveitinu óseldu í landinu. Og starf Mc- Farlands í því efni, vítti blaðið óspart. Það hélt því fram að selja ætti hveitið fyrir hvað sem fengist fyrir það og að ó- þarft væri með öllu að sitja með óseldar hveitibirgðir í landinu. En hvað sagði þetta sama blað um hveitisöluna árið 1929. Þá voru, sem kunnugt er allar kornhlöður landsins full- ar upp í rjáfur af óseldu hveiti. Og þá eins og nú tók Argentína markaðinn frá Canada með því §ið selja hveitið $1.12 mælirinn, en Canada var að biðja um $1.59 fyrir hveitið. “Að keppa við Ar- gentínu”, segir Free Press þá, “er til þess eins að gera út af við canadiska bóndann. Þó hveitið yrði jafnvel selt og sent út úr landinu á þessu lágverði, sem Argentína var að selja það á, er meira að segja ekkert við það unnið. Hveitiforð- inn er sá sami fyrir þvf og það mundi ekkert hækka verð þess.” Þessi voru nú orð blaðsins 1929. En á það ber að líta, að þá var hér liberal stjórn við völd. Og dr. Dafoe var sá, sem fastast lagði þá ráðin á með stjórninni, að fleyja ekki hveitlnu á markaðinn fyrir ekkert. En nú er önnur stjórn við völd, sem ekki sækir ráð sín til dr. Dafoes. Og það gerir muninn. Ef hann hefði verið spurð- ur ráða, er óvíst hvernig hann hefði tekið í gerðir sambandsstjórnarinnar í hveiti- sölumálinu. Hégómagirnd hans kvað ekki dulin þeim, er hann þekkja. En af því að hún var nú ekki kitluð, varð að kúvenda í hveitisölumálinu, og fara á móti fyrri ráðum sínum og skoðunum í þeim — og það sem verst er við það, gegn betri vitund. * # * ónauSsynlegur hávaSi í borginni Toronto var maður nýlega sektaður fyrir, “að vekja ónauðsynlegan hávaða með bílhornablæstri.” Við rétt- arhaldið í málinu varð ljóst, að bíll með' nokkrum mönnum í, ók upp að húsi, um miðnætti og blés hvíldarlaust í horn, til þess að kalla á einhvem er inni í húsinu var út. Það raskaði svefnró fjölda manna í næstu húsum og afleiðing af því varð sú, að einhver þeirra kvartaði undan þessu við lögregluna og að hinn ákærði var kallaður fyrir rétt. Það er engin furða, þó þeir, sem fyrir ónæðinu urðu kvörtuðu undan þessu. — Það er kjánaleg aðferð að ná fundi kunn- ingja sinna inni í húsum, að blása í horn til þess út á stræti, ekki sízt um miðjar nætur. Það getur verið nægilega ó- næðissamt, að hringja dyrabjöllum á þessum tíma. Það eru þó ekki nema kunningjarnir sem fyrir ónæðinu verða með því og sem hægra eiga með að fyrirgefa það. En að vekja alla nágranna þeirra til að ná fundi þeirra, ber vott um svo mikið skeytingarleysi, að vítavert er. Og samt er hornablásturinn ekki eini há- vaðinn, sem þessir næturbílferðalangar hafa oft í frammi. Margir af þeim, sem seka gera sig um þetta, eru sér þess ef til vill ekki með- vitandi. Sjálfselska þeirra og kæringar- leysi um aðra getur verið þeim meðsköp- uð. En það dregur ekkert úr óþægindun- um sem þeir valda öðrum með því. Og það er vonandi, að þessir menn verði ekki hinir einu, er á þennan óvana eru mintir. Það væri rétt, er slíkir gapar gera sig seka um þetta, að almenningur benti lögreglunni á það. Fólk á heimilum sínum á heitmingu á vernd fyrir öðru eins og þessu. STEFNAN1 Er þess að vænta, með tíð og tíma, að vér fáum séð hlutina í þeirra sönnu af- stöðu hvern við annan — fáum séð og skynjað heiminn eins og hann í raun og veru er — öðlumst sanna gagnsýni? Að draga upp skíra og sanna hugarmynd af alheiminum, eðli hans og stöðu mannsins í honum, er eigi auðleikin list. Þótt þekking vorri á undirstöðuatriðunum sé enn skamt á veg komin, er hún þó nú þegar orðin svo yfirgripsmikil—atriðin svo mörg og þungskilin, að engum er nú lengur unt að verða fullnuma í þeim greinum, jafnvel hversu miklum náms- gáfum sem hann kann að vera gæddur og skýrleik. En þrátt fyrir þessi vand- kvæði, ætla eg nú samt að svara spurn- ingunni með jái. Frá upphafi tilveru sinnar, sem skynj- andi vera, hefir maðurinn leitast við að leysa úr vandamálum sínum, bæði verk- legum og hugsjálegum. Móttækisgáfa hans og skilningsgáfan hefir þannig þró- ast frá aldaöðli. Honum lærðist smám saman að velja úr og hafna. ígrundun- argáfan varð honum að lokum arfgengur auður. Það var ekki smástigult spor, sem stigið var, þegar honum hugkvæmd- ist rannsóknaraðferðin. Því oftar og því rækilegar sem henni var beitt, þess færri ófarir og árangursleysur fór hann. iSem vitsmunavera, sannfærðist mað- urinn fyrir löngu um það, að í samfélags- skap hans varð hann að hugsa, sjá og starfa í samvinnu með félagsbræðrum sínum. Verða því allar menningartilraun- ir vorar að snúast um það, að samhljóða og samríma hugsun, vilja, tilfinning og framkvæmd. Uppfræðslu vorri verður að haga svo til, að mannseðlið og náttúru- öflin tengi höndum saman til eflingar sameiginlegs gengis. Þjóðfélagslífið legg- ur stöðugt þyngri og þyngri kröfur á herðar hvers og eins. Eftir því sem sjón- deildarhringur vor víkkar, vaxa kröfur vorar og örðugleikarnir við að fullnægja þeim. Vér lifum nú ekki lengur í smá- um og strjálum þyrpingum, er létu stjórn- ast af gömlum og föstum venjum. Mann- heimurinn skiftist nú í afarstór þjóðfélög, hvert með sínum sérstöku stefnum og kröfum, svo margbrotnum að stjómar- fyrirkomulagi og siðháttum, að til þjóð- meina horfir. Sérstaklega er það satt um þjóðlíf vort, að áhugaefnin eru orðin svo óendanlega margvísleg, að oft vill það til að eitt rekst á annars horn. Er því afar nauð- synlegt að hver stéttin sé sjálfri sér trú — sé löghlýðin. í víðum skilningi ætti að vera frændsamlegt samband milli allra stétta, því að vöxtur einnar hvílir að mörgu leyti á vexti og velgengni allra hinna. Þó hér sé mikils ávant, hefir samlífi mannsins leitt af sér undursamlegan framvöxt iðnaðar og lærdóms. Hver ný uppfynding krefst sérstakrar framleiðslu- aðferðar, og hagnýting hennar breytir lifnaðarháttunum, er verður þeim mun auðsénara sem uppfyndingin er nyt- samari og mikilvægari. En á hinn bóg- inn verða skólarnir stöðugt að færa út kvíarnar, svo þeir geti staðið samhliða framförunum; — hugvitssemin er að sjálfsögðu alt af í fararbroddi — ríður á vaðið og ræður stefnunni. Við hverja viðbót, á báðar síður -— iðnaðar og upp- fræðslu, vanáast málið hröðum . skref- um . Undirdeildirnar eru nú orðnar svo margar og hagsmunahliðarnar svo sund- urleitar, að til vandræða horfir, nema sérstakrar varúðar sé gætt. Aldrei hefir verið brýnni nauðsyn þess en nú, að glöggskygni og djúphygni fái að sitja í fyrirrúmi. Án sannarlegs gagnsæis er oss eigi unt að hugsa skynsamlega um þessa hluti — eðli mannsins og náttúruna. Að I vita um nauðsyn þesssa — skilyrði til farsællar þróunar, er orkan, sem fram- leitt hefir yfirburði mannsins. Samlífis ásigkomulagið sjálft er nú gjörbreytt. Það er nú ekki lengur einungis orðið vanda- spursmál fjölskylduföðursins, ættarráðs- ins, höfðingjaflokksins, einveldiskonungs- ins eða sérstakrar ráðstéttar. Það er orð- ið að lífsspursmáli lýðveldisstjórnar, að hver og einn íhugi vandlega; hver og einn kunni greinarmun góðs og ills; læri að komast að niðurstöðum — læri að álykta og læri að nota atkvæðisréttinn sem skynsamlegast. En þetta getur því aðeins orðið, að hver og einn beri nægi- legt skyn á þessi efni. Forystan er ekki lengur sjálfkjörin staða, né að eins for- stjórn samvinnufélagsskapar; áform framkvæmdarinnar verður að öðlast sam- þykki meiri hlutans. Hlutverk forystunn- ar er nú að koma föstu og réttu skipu- lagi á hugsunarstefnur vorar, svo að meirihlutarúrskurður geti ávalt orðið til þjóðfélagsbóta. Ákjósanlegasta lýðveldi er, þegar því er stjórnað af lýðnum, fyrir lýðinn, af þjóðkjörnum mönnum, völd- um með sérstöku tilliti til hæfileika þeirra að gegna því starfi. En hvernig skyldi fáfræðingurinn eiga að velja slíka menn, eða jafnvel æskja þess? Vér stöndum augliti til auglitis við þessa hættu — hættuna, að lýðveldi vort fari forgörðum sökum þess, að oss skortir þekking og nægan vilja til að útvelja þá menn í þetta afar þýðingarmikla em- bætti, sem eru að öllu leyti starfinu vaxnir. Þess er ekki að vænta, að vér getum hver um sig numið til fullnustu allar greinir lærdóms og þekkingar. Slíkt ligg- ur langt fyrir utan takmörk möguleik- ans. Sannreyndirnar um líf og efni eru orðnar svo fjölbreyttar og yfirgripsmikl- ar, að mannleg þekking er nú þegar vaxin einstaklingnum langt yfir höfuð. Sá, sem vitur er, hefir orðið það með aðstoð lærdóms og skynsemisályktunar. Ályktun- ar niðurstaða hins vitra er ávalt dregin af forsendum, sem hafa staðist vísindalega gagnrýni; í þessu eru vitsmunir hans fólgn- ir. Menn höfðu gjörskoðað huga sinn um eitt og annað og mynd- að sér skýrar skoðanir löngu fyrir tilkomu vísindalegra rann- sókna, en fáar, jafnvel engar þeirra voru réttar. Sönn skoð- unnarhugmynd — laus við tál og blekking, getur því að eins myndast, að vér sjáum alheim- inn — skynjum hann eins og hann er. Þetta er svo afar nauðsynlegt voru margbreyti- lega þjóðfélags- og menningar- lífi. Afstaða hvers við annað verður að sjást og skiljast frá sannvísindalegu sjónarmiði, því ekkert getur staðið til lengd- ar, sem kemur í bága við lög- mál náttúrunnar. Hugmynd vor um alheiminn verður máske aldrei fullgjör, verður alt af ó- ljós, en hún þarf ekki að vera ósamkvæm því, sem fullvíst er eða því, sem hægt er að fá full- vissu um. Þrátt fyrir það, þótt hástig skynseminnar hafi orðið hlutskifti mannsíns, ímyndi hann sér alheim, sem ekki er til, í stað þess að ráða bætur á vandræðum sínum, býður hann öðrum verri heim. Grundvallar- atriði skoðana vorra verða því að vera sannreyndar niðurstöð- ur, og þannig komið fyrir, að á þær megi byggja æ öflugri og víðari skoðanir, sem koma í Ijós við skynsemisályktanir gagn- vart hverri nauðsynjakröfu í ramtíðinni. Ekkert, sem nokkru máli skiftir, má vanrækja, eigi oss að fara fram í vísdómi og hyggni. Einungis skoöanir, sem koma oss að haldi, geta dvalið hjá oss til langframa. Það sem vér vitum um alheiminn á að mestu leyti upptök sín í samlífi mannsins. Engum væri unt að komast langt, hvorki í einu eða öðru, án hvatnings- áhrifa annara. Víðsýni, um- burðarlyndi, samhygð og alt þar í millií eru afgræðingar — frjó- kvistir þjóðfélagstilhneiginga mannsins. Hver skilningsgóður og námfús maður getur lært til fullnustu eina vísindagrein, eða eina deild hennar, sé grein- in yfirgripsmikil, og jafnframt því, fengið glögga þekking á vísindalegum rannsóknarað- ferðum, og þannig kynt sér for- sendur margra stærri niður- staða. Með þessu móti hafa vitsmunir mannsins aukist. í vísdómsviðleitni vorri, verður þekking vor í mörgum greinum að byggjast á því einu, að treysta áreiðanleik einnar eður annarar sérfræðigreinar. En traust vort má ekki vera á þeim, sem ekki hafa hlotið heims- viðurkenning — ekki undir neinum kringumstæðum á fals- spámönnum né falsspeki þeirra. Það ætti að vera brennandi löngun hvers og eins, að móta lífsstefnu sína sem mest sönn- um forsniðslögmálum náttúr- unnar. Heimildarmenn vorir yrðu þá þeir, sem með óslökkv- andi löngun, kostgæfni og erf- iðismunum hafa komist að fót- skör guðs. Kysum vér skrum- ara, yrði falskenningar þeirra oss hálfu verri og þungbærari en vor meðfæddi einfeldnisfá- vizka. Það er hlutverk menningar- skólanna að ryðja sannleikan- um braut; og fjöldi þeirra hafa gert það rækilega. En þeirra getur þó samt, sérstaklega nú, á þessum byltingatímum, sem þetta verður ekki tvímælalaust sagt um. Mentamáladeildirnar eru oftlega, í seinni tíð, skipað- ar þeim mönnum, sem sízt ættu þar að sitja. Stjórnmálastefn- ur þeiBra hafa náð þeim heljar- tökum á þeim, að sannleikur- inn verður að lúta í lægra haldi eða er jafnvel gjörsamlega fyrir borð borinn. Margar kenslu- 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna plllur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk- dómum, og hinum mörgu kvilla er stafa írá veikluðum nýrum. — pær eru til sölu í öllum lyíjabúðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þang- að. bækur komast þannig í önd- vegisessinn, sem eru gagnsýrðar fölskum og óheillavænlegum kenningum og hugmyndum, samdar af háskólakennurum, sem ekki kunna að gera grein- armun á heilaspuna og vísinda- legum sannreyndum, en sem háttstandandi stjórnmálasnápar hafa léð fulltingi sitt og ábyrgð- arvottorð. Sumum nemendum er þannig kent, að þeir eru hvaltir til að afla sér nákvæmari upplýsingar um eitt eður annað efni. Slík aðferð eflir frumleik og sjálfs- traust, umburðarlyndi og gott samkomulag. Öðrum, bæði ung- um og gömlum, er veitt tilsögn í barnslegum hégóma og fá- sinnu, skrumi, kreddum, trú- hræsni, illýðgi, ógóðgirni og öllu því, sem henni fylgir. Vér þörfnumst sannrar gagnsýni í þessum efnum framar öllu öðru. Baráttan milli þessara tveggja uppfræðslustefna skiftir alla miklu. Velferð þjóðveldis vors, já, líf þess, er undir því komið hvor þessara stefna ber hærra skjöldinn. iSökum víðtækis námsgrein- anna, vísindi og listir, skipast þær ekki lengur í heildarkerfi heldur greinast þær nú í ótal sérfræðideildir. “Meistari í listum”, hefir nú glatað sinni upphaflegu merk- ingu. Oss er því nauðsynlegt að læra að virða og meta ann- ara starfsvið, áhugamál þeirra og afrek, þótt gáfnastig vort kunni að fyrirmuna oss beinn- ar þátttöku í starfi þeirra. Oss er einnig þörf á að læra að hagnýta oss árangur slíks starfs — læra að beita þeim sannreyndum við úrlausn vandamála vorra, er frömuðum vísindalegra rannsókna hefir auðnast að draga fram úr fylgsnum náttúrunnar. Að ná því þroskastigi, að kunna að greina rétt frá röngu — hafna því, sem miður hentar, en hag- nýta það, ,sem sízt ríður í bága við eðlislögmálin, er megin- stefna og tilgangur menningar- skólanna. Önnur framfara- stefna en þessi, er á fjarstæðu einni bygð og táldrægni. Það er nú augljóst, að vér getum ekki allir orðið sérfræð- ingar í öllum greinum — kunna þær til fullnustu. Né get- um vér, hver um sig, komist langt af eigin reynslu, hvorki í hyggni né uppgötvunum. Hvar er þá prófstein skoðana vorra að finna — hvernig getum vér vitað hvort rétt er stefnt? Vér getum lært að hugsa eins og fullnuminn hugsar á sínu sér- fræðisviði um alt, sem snertir efni, ,aðferð og niðurstöðu. Þannig getum vér stilt og mótað lífsstefnu vora í öllum greinum. Eftir þessari braut liggur leiðin. —Point Roberts, Wash., 12. júlí, 1935. Árni S. Mýrdial Of vinsæll Göring ráðherra var um dag- inn á brúðkaupsferð í Wies- baden. En það var sama hvar hann og kona hans reyndu að fela sig. Aldrei fengu þau að vera í friði. Sérstaklega voru börnin nærgöngul með forvitni sinni. Konan hans er þekt leik- kona.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.