Heimskringla - 24.07.1935, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.07.1935, Blaðsíða 6
6. SIÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPBG, 24. JÚL/Í 1935 <1 BELLAMY MORÐMÁLIÐ i. Áður en hljómur orða ritarans var dáinn út, var ungfrú Page komin upp í vitna stúk- una. Hún var nett og smá vexti og gráklædd, frá fjaðra hattinum sem hún hafði á höfðinu og ofan á tær. Andlitið var fölt og kringlu- leitt, sem vel hefði getað átt heima á meðal Maríu mynda Boticalli’s. Augun voru fjörlítil en augnahárin svört og löng, varirnar þunnar en þó laðandi og munnurinn sroár. Hárið svart, slétt og gljáandi, ókyrð varð nokkur og eftirvæntingarkliður meðal áhorfendanna sem þagnaði undan hinu hvassa augnaráði Carvers dómara. “Ungfrú Page, hvaða starfa hefirðu á hendi nú sem stendur?’’ “Eg er bókavörður við eitt af útibúum lestrarsafns New York borgar.” “Er það hin vanalega atvinnu þín?” “Það hefi verið í síðustu sex mánuðina.” “Var það atvinnu þín þar áður?” “Meinarðu þar rétt á undan?” “Nokkurntíma þar áður?” “Eg var aðstoðar bókavörður frá 1921 til 1925.” “En svo?” “I febrúar 1925 veiktist eg í flúnni. Þegar að mér fór að batna réðu læknar mér til að fá mér eitthvað að gera úti í sveit, þar sem «eg gæti notið útiloftsins og notið nægilegs svefns.” “Og fékkstu þér þá nokkra atvinnu sem var í samræmi við þær ráðleggingar?” “Já. Leonard lai&nir stakk upp á við mig að það væri reynandi fyrir mig að fá mér at- vinnu sem barnfóstra, og hann sagði mér að einn af skjólstæðingum sínum vildi fá stúlku til að líta eftir börnum sínum um tíma og að eg gæti reynt það ef eg vildi.” “Og gerðir þú það?” ^ “Já.” “Og fékkstu stöðuna?” “Já”. “Hver var sjúklingurinn sem að doktor Leonard benti þér á?” “Mrs. Ives.” Á svipstundu hvfldu augu allra í salnum á Mrs. Ives þar sem hún sat, látlaust klædd. Hattinum hafði hún þrýst ofan á höfuðið svo varla sást á hárið ofan undan, sem var dökkt og gljáandi. Á höndunum hafði hún gulleita fingravetlinga og virtist hún aldrei taka augun af þeim. Þegar nafn hennar var nefnt leit hún upp og á fólkið í salnum en þó einkum á vitnið, og leit svo aftur á gulu vetlingana og sáu áhorfendurnir ekkert nema kuldalegan einbeittnissvip á andliti hennar svo athygli þeirra 'beindist aftur að vitninu. “Hvað varstu lengi í vistinni hjá Mrs. Ives?” “I>ar til í júní 1926.” “Hvaða mánaðardag fórstu?” “Tuttugasta og fyrsta.” “t>ú varst í þjónustu Mrs. Ives, að kveldi þess tuttugasta og fyrsta?” “Já.” “Gerðu svo vel og segja okkur hvað þú varst að gera klukkan átta þá um kveldið.” “Eg hafði nýlokið við að borða kveldverð og var að koma mér fyrir í barna dagstof- unni, þegar að eg mundi eftir, að eg hafði gleymt bók sem eg var að lesa í, hjá sand- hrúgu í garðinum þar sem eg hafði verið að leika við börnin á undan máltíðinni. Svo eg fór að sækja bókina.” “Hvernig gastu veitt þvf eftirtekt hvað tímanum leið?” “Eg heyrði klukkuna í borðsalnum slá átta þegar eg gekk út og eg man sérstaklega eftir þessu sökum þess, að eg sagði við sjálfa mig. Klukkan er að slá átta og það er al- bjart enn.” “Sástu nokkum þegar þú gekst út?” Eg sá Mr. Ives við dyrnar á barnaherberg- inu. Hann hafði komið seint til kveldverðar hafði ekki boðið bömunum góða nótt. Hann spurði mig að hvort þau væm sofnuð. Á eg að halda áfram?” “Já.” “Eg sagði að þau væru háttuð, eg bað hann um að æsa þau ekki. Hann var með lítinn bát undir hendinni sem hann ætlaði að gefa Pétri litla og eg óttaðist að það mundi gera hann óviðráðanlegan.” “Bát? Hvaða tegund af bát?” “Svoh'tinn seglbát, eftirlíking af duggu.” “Sem hann hafði sjálfur smíðað?” •• “Honum var'únjög sýnt um alt svoleiðis. Hann smíðaði brúðuhús handa Polly.” “Herra dómari—” “Reyndu að halda þér við málefnið og svara spumingum Miss Page.” svara spurningunum, Miss Page.” “Já, herra dómari,” svaraði Miss Page í sorgarblöndnum rómi sem virtist fara henni einkar vel og gæti verið fyrirmynd allra vitna. “Þótti Mr. Ives vænt um börnin sín?” “Ó, já, mjög—” “Eg mótmæli þessari spurningu, herra dómari,” sagði Mr. Lambert um leið og hann reis á fætur. “Gerðu svo vel Mr. Lambert. Láttu okkur heyra mótbáruna.” “Eg mótmæli allri þessari spuminga að- ferð. Hún er þýðingarlaus, heimskuleg og málinu með öllu óviðkomandi. Hvaða skilyrði hefir Miss Page til þess að dæma um það hversu vænt að Mr. Ives þykir um börnin sín? Og þó að álit hennar hefði eitthvert gildi, þá sé eg ekki hvað kærleikur hans til barna sinna hefir að gera við morð þessarar konu. Mér er ómögulegt að skilja hversvegna að málafærslumaður ríkisins er að leika sér að því að eyða dýrmætum tíma#til einkis.” “í>ú mættir leyfa réttinum að dæma um það,” sagði Carver dómari um leið og hann leit rannsakandi augum á Lambert. “Þú mátt svara þessu, Mr. Farr.” “Satt að segja, herra dómari — þrátt fyr- ir skarpleik og gáfur mótstöðumanns míns, þá er það bláber heimska sem hann er að fara með. Miss Page er sannarlega-------” Dómarinn rak högg í borðið fyrir framan sig með valdshamri sínum. “Mr. Farr, rétturinn verður að biðja þig einu sinni fyrir alt að halda þér að málinu sem m liggur fyrir. Geturðu sýnt samband á milli spurningar þinnar og málsins?” “Vissulega. Það er meining ríkisins, að Mrs. Ives hafi verið Ijóst, að ef Mr. Ives krefð- ist skilnaðar, að þá mundi hann gera tilkall til barnanna, sem eins og Miss Page var í þann veginn að segja okkur, að honum þætti vænt um. Á hinn bóginn, þá var Mrs. Ives mjög fráhverf skilnaði sökum trúarbragðalegra skoðana. J>að var því áríðandi fyrir hana að losna við hvern þann, sem stofnaði hjúskap hennar í hættu ef að hún átti að fá að hafa' börnin hjá sér. Til þess að geta sannað þetta, er nauðsynlegt að sanna kærleiks samband Mr. Ives og barnanna, og það ætti hverjum manni að vera ljóst að Miss Page er ágætlega sett til þess að segja okkur frá, hvernig að það samband var. Eg held því fram, að þessi spuming sé þýðingarmikil og í beinu sam- ræmi við málið sjálft og að Miss Page er í • fullum færum til að svara henni.” “Eg leyfi að spurningunum sé svarað.” “Eg mótmæli.” “Mr. Ives þótti undur vænt um bömin og þeim um hann. Hann var ávalt með þeim, þegar að hann gat.” “Þótti ^lrs. .Ives vænt um þau? “Eg mótmæli á sama grundvelli herra dómari.” “Þú mátt svara spumingunni.” “Eg mótmæli.” “Ó, já, henni þótti undur vænt um þau.” “Þótti henni eins vænt um þau og Mr. Ives?” “Herra dómari------” Carver dómari leit rólega til Mr. Lam- bert. “Þetta virðist nokkuð víðtæk spurning Mr. Farr.” “Jæja, herra minn, eg skal haga orðum mínum öðruvísi.” “Virtist þér að henni þykja eins vænt um þau, eins og Mr. Ives?” “Já, eg held það, þó hún sýni það ekki eins ákveðið.” “Eg skil, hún er ekki .eins örlynd. Köld og til baka haldandi?” Carvera dómari tók hér fram í, í ákveðn- um rómi og mælti: “Rétturinn er fús á að gefa þér eins mikið svigrúm og unt er Mr. Farr, en mér finst að þú sért kominn nógu langt eftir þessum braut- um.” “Eg beýgi mig að öllu leyti fyrir úrskurði yðar, herra dómari . . . “Miss Page, var Mrs. Ives með Mr. Ives þegar þú mættir honum á leiðinni í barna her- bergið ?” “Nei, Mrs. Ives hafði boðið börnunum góða nótt áður en hún neytti kveldverðar.” “Fór Mr. Ives inn í barna herbergið, áður en þú fórst ofan stigann?” “Hann fór framhjá mér og inn í dagstofu bamanna og eg efast ekki um, að hann fór inn í svefnhergið þeirra.” “Fástu ekki um það. Segðu aðeins frá því sem þú sást og veizt. Það voru tvær barnastofur segirðu?” “Já.” “Viltu segja okkur hvar þau herbergi voru?” “Þau eru í hægri væng hússins á þriðju hæð.” “Eru fleiri herbergi á þeirri hæð?” “Já mitt hbrbergi er þar, baðherbergið og lítið sauma herbergi.” “Geturðu sagt okkur hvemig að húsið er innréttað?” “Látum okkur sjá, þegar inn kemur úr höfuðdyrum, tekur við forsalur, sem áður var íbúðarhús hinna fyrri eiganda býlisins, Mrs. Ives let taka úr því milligerðir og byggja þrí- lyftar vistarverur beggja megin; stigar voru við gafl þessarar miklu þrfloftuðu forstofu, upp á svalir beggja vegna og af þeim svölum var gengið í stofur og svefnrúm á lofti hverju. Eg er hrædd um að eg segi ekki greinilega frá, þessi tilhögun er óvenjuleg og flókin.” “Frásögnin er fullgreinileg; segðu okkur nú frá skipun herbergja, þegar inn kemur um höfuðdyr.” “Á hægri hönd þegar inn er komið, er stofa til að geyma yfirhafnir og setustofa svo stór að hún tekur yfir allan hægri væng húss- ins á neðsta gólfi. Uppi yfir henni eru stof- ur hjónanna.” “Sváfu þau ekki í sama herbergi?” “Jú, en svefnstofan var stór, öðru megin var baðstofa frúarinnar og klæðastofa, hinu- megin tvö herbergi þar sem húsbóndinn laug- aðist og klæddi sig. Á þriðja lofti hins hægra vængs voru barnastofur og mitt herbergi. En á vinstri hönd, þegar gengið var í forsalinn að utan, var lítil blómastofa.” “Blómastofa?” “Já, þangað voru blóm borin og skúfuð í vendi. Stórt borð var þar úr postulíni, hyllur með blómakrukkum og vatnskrani, síminn sömuleiðis, sem var notaður á neðsta gólfi.” “Herra dómari, má eg spyrja til hvers alt þetta miðar?” Mr. Lambert vgr skjálfraddað- ur af óþola. “Það er leyft. Rétturinn vildi spyrja hins sama. Eru þessar nákvæmu spurningar til nokkurs, Mr. Farr?” “Hjá þeim verður ekki komist, herra dóm- ari. Eg get sagt Mr. Lambert eins og er, að þær miða að merkilegri niðurstöðu, þó að honum sé hvorttveggja mjög á móti skapi, leiðin og markmiðið. Eg skal fara eins fljótt yfir og mér er mögulegt, því lofa eg.” “Það er gott, þú mátt halda áfram, Miss Page.” Miss Page leit upp skærum, bljúgum, bæn- ar augum: “Mér þykir það ósköp bágt. Eg hefi hreint alveg gleymt hvar eg var.” “Þú varst að segja okkur af símanum í blómastofunni.” “Ó, já — í fyrsta herberginu á vinstri hönd, þegar inn kemur. Það er í rauninni partur af forsalnum.” “Engar dyr á milli?” “Jú, eg meina bara, að um það verður að ganga inn í vinstra væng neðsta gólfs. Það stenzt á við klæðastofuna hægra megin. Þau eru nokkuð áþekk skápum, afarstórum, nema að það eru gluggar á þeim.” “Hvert vita þeir gulggar?” “Að framsvölum . . . Á eg að halda áfram að segja til herbergjar skipunar?” “Gerðu svo vel, eins stuttlega og verða má.” “Úr blómastofu er gengið í skrifstofu Mr. Ives og þaðan í matarsal, þá eru talin herbergi á neðsta gólfi, vinstra megin. Uppi yfir þeim er stofa sem Mrs. Daniel Ives býr í, ásamt baðstofu, tvær gestastofur og baðstofa á milli.. Uppi yfir þeim eru herbergi vinnufólksins.” “Hvað var vinnufólkið margt?” “Lof mér sjá — sex held eg, en bara fjór- ar af stúlkunum sváfu heima.” “Hverjar voru þær?” “Anna Baker bjó til matinn; Melanie Cordier bar á borð; Katie Brien tók til og sópaði; Laura Roberts saumaði og þjónaði Mrs. Ives. Þessar fjórar höfðu hver sitt her- bergi á þriðja lofti vinstra megin. James Macdonald rendi bílum og Robert bróðir hans stundaði garðana, þeir bjuggu uppi á lofti í bílaskemmu. “Ó, svo var ein sem þvoði, hvað hún hét man eg ekki, hún átti heima annars stðar, kom bara fjóra daga í viku.” “Nú er talið alt heimafólkið?” “Já.” “Og öll herbergi?” “Já, — ja, eldhús og matsalur vinnu- fólks er enn, þvotta skáli og búr, þaðan dyr í matarsal húsbændanna, en öll bygð út frá gafli forsalar og innangengt í þau þaðan. Á eg að lýsa þeim?” “Þökk fyrir, nei. Nú skulum við halda áfram sögu þinni. Varð nokkur fyrir þér á leiðinni til sandhaugsins, nema Mrs. Daniel Ives?” “Ekki inni. En hún var í rósabeðunum þegar eg gekk hjá. Hún Tór þángað til verka á hverju kveldi eftir kveldskatt, fram í rökkur. Hún talaði til mín, þegar eg gekk hjá, spurði hvort börnin væru sofnuð, og eg svaraði henni að Mr. Ives væri hjá þeim.” “Hvað gerðir þú svo?” “Eg fann bókina og gekk svo túnið að svölutröppum fyrri höfuðdyrum. í því eg kom á tröppurnar heyrði eg Mrs. Patrick Ives tala í lágum hljóðum í blómastofunni, en eg heyrði hvert orð, því að glugginn var opinn.” “Var manneskja inni, sem hún talaði við?” “Nei, hún talaði í símann. Eg held eg hafi sagt frá, að sími neðsta gólfsins var í þeirri stofu. Hún nefndi símtölu — Rosemont 200.” “Kannaðist þú við þá tölu?” “Ó, mjög vel; Mrs.. Ives lét mig oft vitja þeirrar tölu.” “Hver átti þá tölu, Miss Page?” “Mr. Stephen Bellamy átti þá símtölu.” Þá varð niður í réttarsalnum er áheyrend- ur teygðu sig og allir sem einn rendu sjónum að Stephen Bellamy. Hann var þreytulegur og dapur en nú brosti hann góðmannlega til Susan Ives, henni til hughreystingar. Hún var fölleit og tekin, leit við honum alvarlega og. stillilega við brosu og roðnaði lítið eitt; þannig horfðust þau á um stund og sendust á kveðju með augunum, eins greinilega og kall- ast hefðu á: “Láttu ekki hugfallast!” Litu svo hvort af öðru og tóku stillingu sína, svo að ekki sá á þeim, hvort þeim líkaði betur eða ver, það sem fram fór eða jafnvel hvort þau heyrðu það. “Þú segist hafa heyrt greinilega, Miss Page, hvað Mrs. Patrick Ives talaði?” “Mjög greinilega.” “Viltu segja okkur hvað hún talaði?” Miss Page hrukkaði ennið til að skerpa minnið og svaraði: “Hún sagði: Ert þú það Stephen?” . . . Það er Sue — Sue Ives. Er Mimi þarna?” . . . Hvað er langt síðan hún fór? . . . Veiztu það fyrir víst, að hún hafi farið þangað? . . . Nei, bíddu við — þetta er áríð- andi. Eg verð að hitta þig strax. Geturðu komið eftir tíu mínútur? . . . Nei, ekki heim á hlað. Komdu brautina að skógarbaki og bíddu efitr mér. Eg kem út um gerðishliðið . Elliott nefndi ekkert við þig? . . . Nei, nei, hirtu ekki um það — flýttu þér bara.” “Sagði hún ekki meira?” “Hún kvaddi hann.” “Ekkert annað?” “Ekkert annað.” “Hvað gerðir þú svo?” “Eg sneri frá tröppunum og meðfram hús- inu hægra megin, fór þar inn um dyr og upp til barnastofu.” “Af hverju gerðir þú það?” “Eg vildi ekki að Mrs. Ives grunaði, að eg hefði heyrt á tal hennar. Ef svo skyldi vilja til, að hún sæi mig koma inn um hliðardymar, þá myndi henni ekki detta í hug, að eg hefði heyrt til hennar.” “Eg skil. Þegar þú komst upp í barna- stofu, var Mr. Ives staddur þar enn?” “Já, hann kom út úr svefnstofu barnanna, þegar hann heyrði til mín og sagði að bömin væru komin í ró.” “Sagði hann nokkuð annað við þig?” “Já, hann hélt á bátinum í hendinni, sagð- ist þurfa að gera við stýrið og að hann kæmi með hann aftur í fyrramálið.” “Talaðir þú til hans?” “Já.” “Gerðu svo vel og segðu okkur hvað það var.” “Eg sagði honum að eg hefði hlustað á símtal konu hans til Mr. Bellamy, og að eg héldi að hann ætti að fá um það að vita.” “Sagirðu honum frá því?” “Ekki þá stundina. Þegar eg ætlaði til þess, kallaði Mrs. Ives á mann sinn, af næsta lofti og spurði hvort hann ætlaði að spila pok- er hjá Dallas fólkinu það kveld . . . Á eg að segja meira?” “Já, vitaskuld.” “Mr. Ives svaraði játandi og þá sagði Mrs. Ives að hún ætlaði til myndasýningar með Conroy hjónunum, þau hefðu sammælzt í það ferðalag. Mr. Ives spurði hana, hvort hann ætti að flytja hana þangað um leiij og hann færi, en hún afþakkaði, þangað værí ekki langt, og hún hefði gott af því að ganga. Eftir það fór hún út um höfuðdyr; eg þóttist heyra hurðina skellast aftur, þegar hún fór út.” “Hvað gerðir þú svo?” “Eg sagði: “Konan þín er farin til stefnu- móts við Stephen Bellamy.” “Hvað gerðist þá?” “Mr. Ives sagði: “Láttu eins og þú sért með öllu viti, kjáninn þinn.” Þá varð kliður af smiltri meðal áheyr- enda, Miss Page brosti blíðlega við þeim klið, líkt og henni líkaði vel. “Gengdirðu því nokkru?” “Eg gerði ekki nema fara með símtalið.” “Orðrétt?” “Alveg orðrétt, og að því búnu segir hann: “Drottinn minn, einhver hefir sagt henni til!” . Hér dunaði kall frá Mr. Lam-bert um rétt- arsalinn: “Herra dómari! Eg mótmæli. Eg krefst að þessum framburði sé hleypt úr máls- skjölunum. Hvort Mr. Ives sagði . . .” “Svo má vera. Því skal slept.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.