Heimskringla - 31.07.1935, Blaðsíða 6

Heimskringla - 31.07.1935, Blaðsíða 6
6. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. JÚLl 1935 BELLAMY MORÐMÁLIÐ Úrskurðurinn var ofanígjöf til lögmanns ríkisins, er sökina sótti af hálfu hins opinhera eða réttvísinnar, og rómur dómarans herti á þeirri ofanígjöf, þvi hann var snöggur. En saksóknari lét það ekki á sér festa, leit sigri- hrósandi á hið siðlátlega andlit í vitnastúk- unni, bandaði hendinni til verjanda og gaf hana í hans vald: “Eg er búinn, verjandi spyrji.” “Engan hádegisbita í dag, heldur?” Stúlkan með jarpa kollinn svaraði, að hún hefði ekki tíma til þess, hún yrði að ljúka við að semja blaðagrein upp úr því sem hún hefði ritað hjá sér. Gullbúnu ritblýi og kompu með svörtum spjöldum hafði hún snarað út um vagnglugga, með fyrirlitningu, kveldinu áður, á leiðinni til næturstaðar, og sýndi nú hreykin nagaðan blýant og stóru hrúgu af eyðublöðum til símskeyta. “Þess þarf eg líka. Við skulum Ijúka því verki hér, svo skal eg koma ritverkinu á símann fyrir þig . . . Hérna er epli handa þér.” Sú kolljarpa tók við eins og gott bam og varð dátt við. Mikil dýrð og dásemd að sitja hér að verki með reglulegum blaðamanni! Henni brann sá eldur góðvildar og góðrar laxmensku, að þar af kviknuðu tvennir rauðir logar á vöngum hennar. Ekkert var á við blaðaskrifið og þá laxmensku sem því var sam- fara, hreint ekkert. Ritblýið fór þjótandi yfir pappírinn, hún varð öll að áhuga og iðjusemi. Eftir æði langa stund tók blaðaskrifarinn til orða, til svars við spurningu: “Hvað finst þér um Kathleen Page?” “Nú, eg vænti að þú hafir ekki smérklípu á þér, af því allra bezta sméri sem til er?” “Smérklípu — til hvers?” “Til að reyna hvort renna myrídi upp í henni?” “Bráðna í munninum á henni — aldrei,” svaraði sú rauðhærða og lagði við: “Eg hata hana, hún er viðbjóðsleg padda, full af hrekkj- 1 um og hræsni.” . ' “Ó, hæganv hægan. Eg ætla að vona að þú hleypir ekki svona tali í blaðagreinar þín- ar.” “Líkast til er það hún, sem myrti-Mimi Bellamy,” svaraði stuttlega nýjasti meðlimur Fjórða stórvaldsins (blöðin eru stundum nefnd því nafni). “Mér þætti það henni líkast . . “Rétturinn er settur!” Jarpkolla spratt á fætur, rjóð í framan, og sá reiðilega á Miss Page feta prúðlega að vitnastóli. “Eg vona að hún steypist beina leið í alt klandur, sem til er”, sagði hún við blaðamanninn og beit á jaxlinn. Samstundis leit út fyrir að ósk hennar myndi rætast. Mr. Lambert rambaði að vitnastóli, ekki góðmannlegur á svip, rauður og nærri þrútinn af óvild: “Þú manst eftir mrögu frá þessu kveldi, Miss Page?” “Eg hefi gott minni,” svaraði Miss Page, með þótta og- auðmýkt, fagurlega saman- blönduðu. “Manstu hvað bókin hét, sem þú varst að lesa?” “Það man eg vel.” “Vertu svo væn, að segja okkur hvað hún heitir.” “Cytherea, eins af fyrri skröksögum Hergesheimers.” “Áttir þú hana?” “Nei, hún var úr stofu húsbóndans.” “Fekstu hana að láni hjá honum?” “Nei.” “Lánaði Mrs. Ives þér bókina?” “Enginn lánaði mér hana, eg tók hana bara úr bókaskapnum.” “Ó, þú áttir með bækumar í skrifstofu húsbóndans? Eg skil.” Miss Page virti hann fyirr sér þegjandi, eins og hún heyrði ekki hvað hann fór með, en á hörund hennar, skært og hvítt brá vott af roða. “Áttirðu?” spurði Mr. Lambert grimmilegum rómi. “Átti eg hvað?” “Áttirðu með bækur Mr. Ives?” “Mér kom aldrei til hugar að líta svo á. Mér datt ekki í hug að nokkrum væri móti skapi, að eg fengi mér bók -að lesa öðru hvoru.” “Eg skil. Þú leizt svo á, að þú værir ein af fjölskyldunni.” “Ó, varla.” “Sastu að máltíðum með þeim?” “Varstu í þeirra hóp í kveldvökunni?” “Nei.” Miss Page hafði iöng augnahár og skír- leg augu, tillitið var engu óstillilegra en vant var, en roðinn var kominn ofan í háls. “Það líkaði þér allt annað en vel, var ekki svo?” Nú varð stans á svarinu en þeirri þögn brá sakarsækjandi, rödd hans hvöss, eins og brugðið sverð. “Eg mótmælti þeirri spurn- ingu. Eg segi eins og minn lærði mótpartur: Hvað getur það komið þessu morðmáli við, hvort Miss Page var ánægð eða miður ánægð með vistina?” “Eg svara eins og minn fyndni mótpart- ur, herra dómari, það kemur sökinni að öllu leyti við. Vér munum reyna að sýna, að Miss Page er ekki trúverðugt vitni. Vér þykj- umst geta sannað, að hún hataðist við Mrs. Ives og vílaði ekki fyrir sér að gera henni mein..” “Jæja,” sagði sækjandi, seint og hægt og kvað fast að, “það ættirðu að sanna; er svo ? ” Dómarinn sló í borðið, en ekki lét hann það á sig fá, hann lét sem hann vissi ekki af því, heldur horfði stöðugt í augu stúlk- unnar á vitnisbekk, en hún leit ekki af hon- um, heldur horfðist í augu við hann, stilli- lega og siðlát. Meðan sækjandi skarkaði leikinn með svo kænlegum hætti, hvarf henni roðinn, og nú leit hún út eins og lítil upp- sprettulind í skógi, svöl og hæg. “Þú mátt svara spurningunni, Miss Page,” sagði dómarinn, varla skerpulaust. “Má eg heyra spurninguna aftur?” “Eg spurði, hvort þér hafi ekki mislíkað, að þú varst meðhöndluð sem vinnukona, en ekki eins og meðlimur fjölskyldunnar?” “Mér datt aldrei í hug að eg væri skoðuð sem vinnuhjú.” “Kom aldrei í huga þinn?” “Aldrei.” “Þú varst fullkomlega ánægð með vist- ina í alla staði?” “Fyllilega.” “Alls enga ástæðu til að kvarta?” “Alls enga.” “Miss Page, er þetta þín skrift? Kærðu þig ekki um að lesa það, segðu rétt til, hvort þín rithönd er á því.” Miss Page hallaði sér fram til að líta á ljósbláan kvartista, sem verjandi hélt að henni. “Það er líkt skriftinni minni.” “Eg spurði þig ekki, hvort líkt væri, held- ur hvort það væri þín skrift.” “Eg treysti mér varla til að segjá af eða á, það má líkja eftfr rithöndum, svo að ekki sjái nokkurn mun, er ekki svo?” “Ert þú að spyrja mig vitna spuminga, eða eg þig?” Miss Page leyfði sér að brosa lítið eitt. “Eg held að þér sé ætlað að spyrja mig.” “Svaraðu þá því sem eg spyr þig að, eftir beztu vitund og samvizku, er þetta þín rithönd?” “Það er annaðhvort mín hönd eða mjog nákvæm eftiflíking.” Mr. Lambert kipti kvartistanum undan nefi vitnisins, sem var stilt eins og dúfa, og snaraði því til réttarskrifarans, líkt og það væri varasamur eða óhreinn hlutur. “Eg legg þetta fram sem sönnunargagn við fylgi- skjölin.” “Eitt augnablik,” sagði sækjandj miúk- lega. “Eg vil ekki tefja réttinn með sífeld- um mótmælum, sem til einskis gagns koma, en eg verð að segja, að mér virðist að Miss Page hafi ekki kannast til fulls við þetta bréf, og úr því að þér er auðsjáanlega ekki um að hún lesi það, af einhverri leyndar- dómsfullri ástæðu, sem eg er ekki fær um að ráða í, þá verð eg að mótmæla því, að bréfið sé framlagt sem sönnunargagn.” “Hvað á þetta bréf að innihalda, Mr. Lambert?” spurði dómarinn liðlega. Mr. Lambert snéri eldrauðu andliti að réttinum: “Það á að vera rétt það sem er, herra dómari,—bréf frá Miss Page til hús- móður hennar fyrverandi, Mrs. Ives. Og mig stórfurðar, að þessi látalæti að vilja ekki kannast við rith'önd sína, skuli vera leyfð og látin viðgangast. Eg—” “Gerðu svo vel og láttu réttin einan um að skera úr, hvað leyfilegt sé í meðferð þessa sakamáls,” mælti dómarinn og rödd hans var nú sem kaldur gustur hefði blásið úr henni öllum þýðleik. “Hvar er dagsetn- ingin á þessu svokallaða bréfi?” “7. maí, 1921.” “Skrifaðir þú Mrs. Ives til þann dag, Miss Page?” “Það er svo langt síðan, herra dómari. Eg vildi síður segja um það að viðlögðum eiði.” • “Myndi minni þitt skírast við að lesa bréfið?” “Ó, vissulega.” “Eg álít að þú ættir að lofa Miss Page að lesa bréfið, Mr. Lambert, ef þú vilt að það fylgi málsskjölunum.” Enn ofraði sækjandi bláa kvartistanum, en hann skoðaði Miss Page gætilega og fór að engu óðslega, sem enganveginn létti af verjanda þeim gremju stormi, sem í honum blés. Þegar hún var búin að skoða bréfið sem hana lysti, snéri hún þokkalegu aug- liti að því rauða og reiðilega, sem yfir henni vofði og segir: “Já, þetta bréf er frá mér.” Mr. Lambert greip blaðið og lýsti það sönnunargagn. Sækjandi lýsti sínu samþykki mjúklega. “Nú, úr því að þú ert búin að skerpa minnið með því að lesa þetta bréf þitt, Miss Page, þá vil eg biðja þig að koma sam- an því sem í því stendur og því sem þú hefir borið fram að viðlögðum eiði, á þessu síð- degi.” “Kæra Mrs. Ives: “Eg vildi benda þér á, að undanfarin þrjú kveld hefir sá matur sem mér er borin, auðsjáanlega verið leyfar af borðum vinnu- fólksins, eða öllu heldur fæða, sem það hefir gengið frá og þótt alls ekki mannamatur. Úr því að þú virðist ekki vilja veita mér við- tal þessu viðvíkjandi, hlýt eg að ná til þín með þessum hætti, og eg bið þig að trúa því, að það er bókstaflega ómögulegt að leggja sér þá fæðu til munns, sem mér hefir verið borin upp á síðkastið. Soðið kindaket, nauðalíkt soðnum diskarýjum, stúfaðar gul- rófur og eitthvert hvítt mauk, sem mér var tjáð eftir á, að ætti að heita hrísgrjónagraut- ur, ennfremur þurkaðar aprikósur og súr mjólk til útáláts—þetta var kveldskenking- in í gærkveldi. Þú hefir sýnt mér til þraut- ar, að þú telur mig í hópi vinnuhjúa, þó með of lágu kaupgjaldi, samt verð eg að’ játa, að mig grunaði ekki, að mér væri ætlað að dragast upp við sultar viðurværi. í einlægni, Kathleen Page.” “Gerðu svo vel og komdu þessu saman, að þér ^iafi aldrei dottið í hug, að þú værir talin með vinnuhjúum, og þessum ummæl- um: “Þú hefir sýnt mér til þrautar, að þú telur mig með vinnuhjúum.” “Þetta var kjánalegt og yfirspennt bréf, sem eg skrifaði þegar eg var illa haldin á líkama og sál og var ekki farin að ná mér. Eg var alveg búin að gleyma, að eg nokk- urntíma skrifaði það.” “Ó, var svo ? Alveg búin að gleyma því? Datt þér aldrei í hug, frá þeirri stund til þessa dags? ' Jæja, láttu okkur njóta þíns aðdáanlega minnis upp á nýtt, og skýrðu okkur frá, hvemig bréfið verkaði á sam- komulagið milli þín og húsmóðurinnar.” “Það hafði ágætar verkanir,” svaraði Miss Page, og brosti sem gleðilegast. “Mrs Ives bætti úr því vandkvæði, sem eg kvartaði um með svona fljótfærni, og það mál var rann- sakað og leitt til níðurstöðu, sem öllum lík- aði vel.” “Hvað?” gall f sakar verjanda hátt og snjalt, eins og byssu væri hleypt af. “Eg sagði, að þetta lagaðist og fór ágæt- lega,” svaraði Miss Page með sólskinssvip, og brýndi raustina lítið eitt. Verjandi virtist vera illa haldinn af doða eða roti. t “Miss Page, þú veldur því, að eg tor- tryggi mín eigin eyru. Er ekki hitt sann- ara, að undireins og Mrs. Ives fékk bréfið, þá gerði hún boð eftir þér, bauð þér mán- aðar kaup til bóta fyrir forvara og bað þig verða á brott daginn eftir?” “Ekkert gæti verið fjær sanni.” Svarið kom fljótt og greitt svo stilli- lega og einlæglega, að Mr. Lambert varð fast að því nlálláus. Hann opnaði munninn tví- vegis, kom engu hljóði upp og í þriðju at- rennu gall í honum hátt: “Viltu segja mér, að það sé ósatt, að þú kraupst á kné frammi fyrir Mrs. Ives og baðst hana grátandi að gefa þér annað færi, og að líf þitt lægi við ef hún léti þig fara?” Miss Page svaraði og brá sér hvergi: “Eg segi þér, að ekkert þessu líkt kom fyrir. Mrs. Ives þótti leitt að þetta skyldi koma fyrir og vildi gera gott úr öllu, en að eg færi var ekki nefnt á nafn.” Mr. Lambert þrútnaði, líkt og blóðfall væri að sperrast við að komast að í honum “Viltu neita því, að tveim dögum áður en þetta morð skeði, ollir þú uppistandi með ósvífni þinni, var sagt á burtu og þú ráðin að fara í vikulokin?” “Því neita eg afdráttarlaust.” “Uppistandi út af því, að meðan Mrs. Ives fór til borgar, léztu aka þér í bifreið hennar, þér og kunningja þínum frá Wlhite Plains, út um sveitir í þrjár stundir. Og þegar Mrs. Ives kom aftur sama dag, en ekki daginn eftir, eins og til stóð, og sím- aði eftir reið sinni, þá var henni svarað, að þú værir að brúka reið hennar, svo að hún mátti leigja sér vagn til heimferðar.” “Þetta er líka fjarri sanni.” “Er það ósatt, að þú færir akandi með pilti á því síðdegi?” “Ó, það er víst og satt, en Mrs. Ives leyfði mér það áður en hún fór.” Þá snéri Mr. Lambert sínu rauða aug-» liti allra snöggvast að Mrs. Ives. Hún sá upp og starði stöðugt og fyrirlitlega á barnfóstru sína fyrverandi, en sú rendi sínum skæru, votu sjónum á sækjanda og verjanda á víxl ’Og leit aldrei af þeim. Þó að Mrs. Ives þætti skömm að, var ekki laust við, að hún kímdi, við hvatleik og fífldirfsku hinna hægu svara. Mr. Lambert varð af liðsinni þaðan og hvarf að vitni sínu: “Miss Page, veiztu hvað meinsæri er?” “Herra dómari . . .” Miss Page varð fljót til svars og tók frammi fyrir sækjanda: “Það er eiðfestur framburður, sannanlega rangur, er ekki svo?” “Bíddu ögn við, Miss Page, gerðu svo vel. Eg leyfi mér virðingarfylst, herra dómari, að lýsa þessar vitna spumingar Mr. Lamberts í mesta máta vítaverðar. Eg hef látið þær viðgangast til þessa, vegna þess að eg vildi ekki teygja úr þessari sakamáls meðferð með óþarfa jagi; en eg fæ ekki betur séð, en að hann sé að reyna að skemta kviðdómendum með smásögum um uppistand og ósamlyndi, sem vafalaust eru af engu öðru sprottnar en hugsmíða bangi í kolli hans. Samkvæmt framburði Miss Page eru þær einmitt ekkert annað. Eigi að síður eru1 þær kænlega lag- aðar til að niðra henni fyrir dómendum, og þegar Mr. Lambert fer svo langt afvega, að drótta meinsæri að Miss Page, af því hún neit- ar þessum sögusmíðum, þá get eg ekki leng- ur—” The Manitoba Cold Storage Co., Ltd Stofnað 1903 Winnipeg, Man. PLÁSSIÐ ER 2,000,000 TENINGSFET, EÐA 35,000 TONN Vér árnum hinum íslenzka þjóðflokki og skiftavinum vorum allar ham- ingju í sambandi við sextíu ára landnám þeirra í Vestur Canada. Nýjustu áhöld til kæligeymslu 'þar á meðal matarteg- undir svo sem egg, smjör, kjöt, ávextir, ^arðávextir. REKUM VIÐSKIFTI YÐUR TIL ÞÆGINDA Leggjum sérstaka áherzlu á að frysta fisk. Höfum yfir- fljótanlegt húsrými til þess. SANNGJARNT VERÐ OG LÁG ÁBYRGÐARGJÖLD SKRIFIÐ OSS VIÐVÍKJANDI KÆLIÞÖRFUM YÐAR The Manitoba Cold Storage Co., Ltd. Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.