Heimskringla - 23.10.1935, Blaðsíða 3

Heimskringla - 23.10.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 23. OKT. 1935 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA kvæmni, að það væri sín regla að afhenda ekki mæðrunum börnin fyr en hún væri búin að lauga þau. En móðirin svar- aði; og stundi við. Eg sá það strax á þér, að það er eitthvað rangt við bamið og eg verð að fá að sjá það, eg hefi engan frið. Óskaplegt hugarstríð greip aumingja ljósmóðirina, sem skildi bezt að hættan bank- aði á dymar. Barnið var að sönnu undur frítt en augun voru hvít eins og snjór, því sjá- aldur þeirra var hulið umgjörð- inni. Hún sagði móðirinni, að barnið væri dásamlega fallegt, en þó væri nokkuð rangt við augun; sem líklega lagaðist þó fljótlega. Æ, sýndu mér það, sagði kon- an. Yfirsetukonan þorði ekki annað en að sýna henni barnið, það lýsti sér svo mikil æsing á svipnum. Um leið og móðirin sá barnið sitt leið sárt hljóð fram af vörum hennar og hún sagði: Augun eru hvít, og það er seinni hlutinn af draumnum mínum. Þá náfölnaði hún, og var eftir litla stund liðið lík. Þessi sorglegi a'tburður barst óðar út um sveitina. Það fóru engar sögur af því, hvað margir voru á leiðinni með líknar hend- ur, að heimkynni hrygðarinnar, en fyrstur var Lási á Fjalli, út- búinn til að taka yfirsetukon- una ásamt nýfædda baminu heim til sín. Munaðarlausa stúlkan var því 10 ára gömui, eins og fegursti fífill í túni, þeg- ar hún hafði augun aftur, en ennþá voru þau hvít, þegar þau voru opnuð og hneiksluðu þá hvortveggja krossberann og á- horfendurna. Litla stúlkan hafði verið skírð Ragnheiður, nafni móður sinnar, og var hún ávalt kölluð Rænka. Fósturforeldr- ar hennar, áttu sjálf ekkert barn, það var því alment talið sjálfsagt að þau Lási og Finna mundu arfleiða Rænku að eig- um sínum. Undur er veðrið blítt og fag- urt þenna fyrsta haustmorgun, sagði séra Þórður á Bakka, um leið og hann kom inn og bauð konunni sinni góðann daginn. Eg hefi einhverntíma minst á það við þig, að eg þyrfti að finna Nikulás minn á Fjalli. — Menn henda því milli sín að hann sé trúlaus orðinn, af því hann hefir naumast komið til messu nú í fleiri ár. Um það er eg þó ekki hræddur, enginn hef- ir grundvallaðri trúarskoðanir í mínurn söfnuði en einmitt hann Þú hefir máske tekið eftir því, áð þau koma helst si'tt í hvoru lagi til messu hjónin, þó er eg ekki hræddur um að þeim sé farið að koma illa saman, en eitthvað er það við heimilið, seni þeim finst þau aldrei mega yfirgefa bæði, eða þá að sam- býlið við Hárek veldur því. Hitt er eins og óskiljanlegt, að Rænka litla tefji kirkjusókn þeirra, þar sem þau gætu haft hana með sér, og leitt hana hér ú't og inn eins og heima. En erfitt skilningsatriði getur þó falist í þeirri franikvæmdar- semi. Eg er einmitt að hugsa um að finna hann í dag, og fara fljótlega af stað. Kannske þú hefðir gaman af að koma með mér í góða veðrinu? Prests- konan svaraði því játandi, sagð- ist æfinlega hafa gaman af að koma til þeirra hjóna. Það var hinsvegar auðséð að hún var eins og úti á þekju. Líklega hafði litla Rænka orðið móður- legu tilfinningunum hennar að sársaukaefni? Að lokum sagði hún upphátt og þó eins og við sjálfa sig í hálf bystum rómi. Það er engin von að þau séu á ferð með barnið, einmitt nú, þegar hún sjálf litla stúlkan, er farin að skilja ástand sitt, og út- lit og afstöðu 'til annara manna. Þá tók presturinn aftur til orða. Við skulum passa það í dag að vera orðvör. Þau hjón eru skilningsrík, og þeim er alt næmt og sárt í sambandi við barnið. Og litla stúlkan skilur alt sem hallað er að hennar á- standi. Vegurinn var góður, hestarnir voru vakandi og vilj- ugir, einkum var Skjóni pres'ts- ins, altaf að bjóðast til að hlaupa í einum spretti En það 'bygðist máske á nærgætni prestsins, hve þjónustu andi mannanna og dýranna var honum undirgefinn og hjálpfús. Hann klappaði Skjóna sínum á hálsinn og sagði að ekkert lægi á. Líklegast er það ísland eitt, sem bregður einstöku sinnum upp þeirri sýningu, að skýin segja sig úr samfélagi hvert við annað, og ramba þá hvert fyrir sig í ótal myndum sundurskilin um himingeiminn, en þá hafa þau tapað afli samvinnunnar, og sólin skín á milli þeirra til jarðarinnar og eyðir þeim að lokum. Sé mi'kið far á skýjun- um, þá styttir það ferðamönn- um veginn, að sjá þenna kapp- leik skugganna og skinsins, sem æfinlega endar með því að skuggarnir bíða ósigur seinni- part dagsins og himininn skín heiður yfir leikvellinum. Þannig litu leiktjöldin út á leið prests- hjónanna y-fir að Fjalli. Hann Nikulás var að vanda fáorður þegar heim til hans kom; en svipur hans, viðpiótið og hreif- ingar allar, lýstu því afdráttar- laust yfir hve einlægur, glaður og þakklátur hann var við þessa heimsókn. Eg hefi lengi ætlað mér að finna þig séra Þórður, en nú hefir þú tekið af mér ó- makið. Það er engin uppgerð að það gleddi mig Nikulás, ef eg gæti verið lítið ljós á eitthvað sem þú sérð óglögt, svaraði prestur, en hitt veit eg, að þú hefir ekki ætlað að sækja gull eða silfur í minn garð. Vinirnir allir 'töluðu um dag- legu viðburðina, veginn og dag- inn, þangað til kaffið var á borð Lorið, en þá sagði frú Ástríður, að nú væri það orðið meira ný- næmi en nokkru sinni áður, að standa í nágrenni við kaffið hennar Guðfinnu, nú væri orðið svo langt síðan þau hefðu kom- ið hér. En þá barst það í tal, að það var siður húsfreyjunnar, þegar hún vildi hafa sérstak- lega mikið við, að smeygja of- urlítilli skel af kanelberki í kaffikönnuna sína og hún kunni vel að stilla því svo í hóf að það spillti ekki kaffibragðinu en þar á móti jók á nautnina. Litla llænka var prýðilega þvegin og greidd og klædd, þó prestshjón- in læmu öllum óvart. Hún sat þegjandi við hliðina á mömmu sinni við kaffiborðið, og hafði íengið ofurlítið í bolla til að vera með, þó var auðséð að það var mest rjómi. Hún hafði sjá- anlega greitt fallega bjarta hár- ið sitt þannig, að það skildi hcldur skyggja á augun, o.g hvað óftir annað, varð henni eins og óvt.rt að bera fingurna upp að lokkunum til að vita hvert þeir mundu svíkjast ui.i að hvlja hvftu augun. Að öðru leyti fórst henni ó- skiljanlega næmt og fimlega að neyta kaffisins síns og brauð- bitans og andlitið vitnaði stöð- ugt um eftirtekt, þó sjónina vantaði, eins og það bæri lfka vott um óvanalega næma til- finningu sem ennþá var þó ekki farin að marka svekkingu á svipin en lýsti mikilli fyrirhöfn. Þegar staðið var upp frá boröinu, spurði Nikulás séra Þórð ef hann vildi koma með sér út í góða veðrið, og eign með sér eintal ofurlitla stund, og ’ók prestur því vel. Þeir völdu sér hentugann samasvað, við grasivaxinn fjárhúsvegg, skaitt. frá bænum, það lá lvhð að \eggnum, svo hann var að- cins hentugt sæti, og grænn og hreinn dúkur af náttúrunnar hendi, var breiddur yfir hann. Þarna settust þeir niður, í nær- gætnum hjúkrunarörmum haust sólarinnar. Þá hóf Nikulás má' sitt á þessa leið. Okkur hjón- unum er að verða það ofvaxið viðfangsefni, að uppala belssaða litlu Rænku okkar svo vel sé. Hún er fljúgandi greind og skilningsrík og þar af leiðandi þarfnast hún oft og 'tíðum meiri útlistunar en okkur er lagið að gefa, jafnvel þó hún sé nú ekki nema rúmlega 10 ára gömul. Hinsvegar er okkur það stórt ! spursmál, hvert engin vegur sé til að hún fái sjón? Er þá og kominn tími til að átta sig á slíku. Til þess að þú séra Þórð- ur, sért ekki á báðum át'tum hvað mér býr í hug, þá tek eg það fram, eins og þér líka er kunnugt, að eg trúi því af alhug að guð sé almáttugur. Fyrir utan kenningu ritninganna um einn sannan guð, þá finst mér að tilveran bera honum máttar- vitni. Eg efast því ekki um; að alt það sem er samkvæmt guðs ráði og vilja, geti komið fram við Rænku litlu, aðeins að við mennimir spillum ekki gæfuveg hennar með rangri handleiðslu. Til þess vildi eg þá njóta að- stoðar þinnar séra Þórður. Hvað það sé, sem í mínu valdi stend- ur, og sem mér ber að gera samkvæmt guðs ráði og vilja barninu til blessunar. Þá tók séra Þórður til máls. Það gleður mig trúartraustið þitt, og af alhug vil eg aðstoða þig til skilnings og fram- kvæmda. Það er mikill vandi að lyfta sér í hugsun og skiln- ingi hátt yfir allar hindranir, bókstaf og fornar venjur, í ein- lægri og hjartanegri eftirlöng- un, til þess að skilja guðs ráð og vilja betur og betur, og fela sig í fullu trausti hans for- sjá á hendur. Mér finst eg skilja ástæður Rænku litlu, þegar skilingarvitin vinna ekki saman, þá er hinu andlega jafn- vægi hætta búin, og það er það sem þið finnið til, og eykur ykk- ur áhyggju eins og góðum for- eldrum. Þú manst að í ritning- unni stendur. Bf augað þitt hneykslar þig, þá styng það út og kasta því. Hér er vandi að láta ekki bókstafinn tefja fyrir sér, eða skyggja á hina gullvægu kenningu sem liggur á bak við þessar setningar. Með fáum orðum þýðir það þetta. Okkur mönnunum ber skylda til að vaxa frá rangsnúinni og ranglátri útsjón, til réttsýnis, og bróðurlegrar framkvæmdar- semi. Þannig ber okkur skylda til að vaxa í umhugsun um Rænku litlu. Hennar sjón er rangsnúin ennþá; af því við erum ekki réttsýn og fram- kvæmdarsöm, í eftirlöngun og fullu trausti til guðs. Þegar hjörtu mannanna í einlægri og orðlausri eftirlöngun, bíða eftir blessunarríkum áhrifum guðs, þá lætur hann sig ekki vanta, og bjargráðin hans bregðast heldur ekki. Þá er sem bæn og náð mætist milli skýja, og á- sjón drottins eins og morgun- sunnan, gyllir framtíðarveginn. Á morgun er Sunnudagur, eg æ'tla nxér í messugerðinni, að minna konurnar í sveitinni á hana Rænku litlu, sem fæddist sjónlaus. Eg ætla að reyna að fylla minn eigin hug af sams- konar kærleika, sem Jesús Kristur bjó stöðugt yfir til allra manna, og eg ætla að full- treysta guði til að blessa áhrifin mín á hugarfar safnaðarins svo bænirnar okkar stigi eins og ljómi af beilögum eldi himininn, í sameiginlegri þrá og bæn um sjónina hennar Rænku litlu. Þá sagðist Nikulás ætla að segja honum drauminn sinn nú fyrir viku síðan. Það þótti mér að eg vera staddur út á Eyri, og þar inn í húsi hjá Steinunni frænku minni á Klöpp. Það var komið kvöld og orðið dimt, svo hún hafði kveikt á lampanum sínum, áður en eg gekk út og var það alt með vanalegum liætti. En þegar eg kom út fyrir húsdyrnar, þá þótti mér ljósið úr glugganum hennar, vera miklu s'terkara og skær- ; ara en við mátti búast, og eg j leit eftir því, hvað langt það næði út á höfnina, en þá sá eg að það stöfuðu skær ljós frá öll- um húsum á i Eyrinni, og mér fanst að ljósin mundu vera miklu fleiri en húsin í kaup- staðnum, og öll lágu þau á skakk að sama blettinum, beint fram af húsi frænku minnar. En út á höfninni mættust öll ljósin í einu dýrðarskýi, sem mér fanst að mundi hafa dregið þau til sín, og þá þótti mér sem eg sæi Rænku litlu sitja á sjón- um rétt framan við skýið, og þótti mér hún halda á opinni bók eins og hún væri að lesa. Eg undraðist, að barnið sat á sjónum, en þá sá eg í sömu svipan að maður stóð í skýinu, og var eg þá viss um að Rænku var engin hæ'tta búin. Mig langaði til að þekkja manninn, en eg fann að eg hafði aldrei séð hann áður, en fallegur og góðmannlegur þótti mér hann vera og sá eg að hann hafði ekki augun af baminu, og eg þóttist bíða eftir því að hann færði mér hana í land en þá sá eg konuna mína standa fram á bryggjusporðinum og vissi að bún mundi taka á móti henni, með það í huganum vaknaði eg. Þá sagði séra Þórður að sér þætti draumurinn fallegur, og líkastur því að Rænka litla fengi sjónina út á sjó. Þá gengu þeir vinimir aftur heim að bæj- arhúsunum, og að áliðnum degi héldu prestshjónin aftur heim til sín, í þéttum vestan vindi, sem fyrirbauð skýjunum að skyggja á kvöldsólina. þetta sem fylgja þér hér upp frá höfninni, sagði hann, en svarið var þetta? Það er kapteinninn og læknarnir af herskipinu sem liggur héma á höfninni. Hvenær sigla þeir burt aftur, spurði Lási. Líklega ekki fyr en á morgun, var svarið. Þá hneigði hann sig kurteislega fyrir þeim og sneri heim til frænku sinnar, hugsandi um að flýta sér heim til að sækja Rænku litlu og konu sína. En þá kallaði verzl- unarstjórinn á eftir honum, sem hann og tók strax til greina. Þú talar dönsku Lási, sagði hann. Og já, nokkum- veginn svaraði hann. Læknir- inn þarna langar til að tala við þig fáein orð, hann hefir séð þig áður, og þið eruð máske gamlir kunningjar. Lási gekk að lækninum og hneigði sig djúpt. Hefir þú séð mig fyr, sagði læknirinn. Já, í draumi, svaraði Lási. Hvenær var það, og hvar varstu þá, spurði læknirinn. — Lási svaraðí því, eins * og til stóð, sagðist hafa sofið heima hjá sér, en í drauminum verið staddur hjá húsinu þama. Áttu litla, fallega en sjónlausa stúlku? spurði læknirinn, og brosti svo undur bróðurlega. — Lási játaði því. Viltu koma með hana í kvöld út á herskipið þarna á höfninm og lofa mér að sjá hana? Himinglaður játaði Lási þess- ari ósk læknisins, og þeir kvöddust með hlýju handtaki, þessu til staðfestingar. Á leiðinni heim, kom Lási við hjá séra Þórði, sagði honum fréttirnar, og bað hann að vera ferðbúinn og fylgja sér ú't á herskipið að kvöldi dagsins. — Hann sagðist ekki mundi þurfa að stansa lengi heima, því alt bærist þetta eins og með líð- andi straumi, er hlýðir lögmáli æðri máttar. Engin efasemd hreyfði sér í brjóstum hlutað- eigenda, en þar á móti var út- sýnið altaf að s'tækka út yfir ráð og ríki guðs á jörðunni. Um leið og hjónin í neðri bænum á Fjalli, bjuggust af stað með Rænku sína, þá stóðu þau í stöðugu hugsunarannríki, og þau hugsuðu bæði eins og það sama. Fyrsta boðorðið var alt- af að stækka og skýrast fyrir þeirra hugarsjónum. Að elska guð og elska mennina. Þau fundu sárt til þess, að þau Frh. á 7. bls. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrg-Sir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Næsta dag í góðu veðri, messaði séra Þórður á Bakka. Það hafði fjöldi fólks komið til kirkjunnar, og dáðust allir að frammistöðu prestsins þenna dag sérstaklega, þó hann ætíð væri ákjósanlegur. Það höfðu margir þegar hejrrt þess getið, að prestshjónin voru daginn áð- ur stödd í neðri bænum á Fjalli, og undruðust þau, hve Rænka litla var á allan hátt dásamlega haldin og uppalin og svo hafði presturinn minst á hana á stólnum, og útlistað fyrir söfn- uðinum ástand hennar, og hinar þungbæru afleiðingar sjónleys- ins. -Sagði hann þá, að hún væri í sínum söfnuði prófsteinn, og mælikvarði þess hugsunar- hát'tar og hjartalags mæðranna j allra og mannanna yfir höfuð, sem hefði gildi frammi fyrir guði. Hann minti söfnuðinn á, hvað hughrifin af hreinu hjarta j kynnu að vera þýðingarmikil og j bað alla í þögulli bæn, að hjálpa I sér og fósturforeldrum Rænku litlu 'til þess að verja hana ill- gresinu, halda henni hreinni, svo hún sé stööugt meðtækileg frammi fyrir guðs ráði og vilja. Menn sáu tárin renna af augum séra Þórðar, þessarar miklu hetju í öllum mannraunum, og það var eins og allir skildu og vildu það sama og hann þegar hann lauk máli sínu. Seinna í sömu víkunni var Lási á Fjalli staddur út á Eyri, og þá á Klöppinni hjá frænku sinni, eins og hans var siður, en þegar hann kemur þaðan út á tröðina, þá sér hann að verzl- unarstjórinn og þrír ókunnugir menn koma neðan bryggjuna frá höfninni. Á meðal þeirra þekkir hann strax manninn sem hann í draumnum sá í skýinu út á höfninni. Honum sýndist jafnvel bjartara umhverfis þenna mann en hina, og honum fanst sem hann sjálfur væri umfaðmaður sérstakri einkar hugljúfri hjúkrun náttúrunnar. Hann var í óvanalegu sælu á- standi, og fanst að allar verur á sjó og landi, vildu honum vel. Hann var ekki ragur við að ganga kurteislega í veg fyrir mennina, og naumast hafði hann augun af fallega mannin- um, enda sýndist honum að hann kannas't við sig. Hann sneri máli sínu að verzlunar- stjóranum. Hvaða menn eru Árnes.......... Amaranth....... Árborg......... Baldur......... Beckville....%. Belmont........ Bredenbury..... Brown.......... Calgary........ Churchbridge... Cypress River.... Dafoe.......... Elfros......... Eriksdale...... Foam Lake...... Gimli.......... Geysir......... Glenboro....... Hayland........ Hecla.......... Hnausa......... Hove........... Húsavík........ Innisfail...... Kandahar....... Keewatin....... Kristnes....... Langruth....... Leslie......... Lundar........... Markerville.... Mozart......... Oak Point...... Oakview........ Otto............. Piney...’...... Poplar Park.... Red Deer....... Reykjavík........ Riverton....... Selkirk........ Steep Rock..... Stony Hill..... Swan River..... Tantallon...... Thornhill...... Víðir.......... Vancouver...... Winnipegosis... Winnipeg Beach Wynyard........ ...Sumarliði J. Kárdal ..J. B. Halldórsson ....G. O. Einarsson ....Sigtr. Sigvaldason ....Ljörn Þórðarson .......G. J. Oleson ....H. 0. Loptsson ..Thorst. J. Gíslason Grímur S. Grímsson ..Magnús Hinriksson ......Páll Anderson ....S. S. Anderson ....S. S. Anderson ....ólafur Hallsson ......John Janusson ......K Kjernested ..Tím. Böðvarsson .......G. J. Oleson .....Sig. B. Helgason .Jóhann K. Johnson ....Gestur S. Vídal ..Andrés Skagfeld ....John Kernested •Hannes J. Húnfjörö ....S. S. Anderson ....Sigm. Björnsson ....Rósm. Ámason ........B. Eyjólfsson ..Th. Guðmundsson ......Sig. Jónsson Hannes J. Húnfjörð ....S. S. Anderson ....Andrés Skagfeld ..Sigurður Sigfússon ......Björn Hördal ......S. S. Anderson ....Sig. Sigurðsson .Hannes J. Húnfjörð .......Árni Pálsson ....Björn Hjörleifsson ....G. M. Jóhansson .......Fred Snædal .......Björn Hördal ....Halldór Egilsson ....Guðm. ólafsson ...Thorst. J. Gíslason ....Aug. Einarsson ...Mrs. Anna Harvey ......Ingi Anderson ....John Kernested ......S. S. Anderson f BANDARfKJUNUM: Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry...................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.......................John W. Johnson Blaine, Wash......................Séra Halldór E. Johnson Cavalier............................. jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.....................................Jacob HaU Garðar..................................s. M. Breiðfjörð Grafton................................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Elinarsson Hensel..................................J. K. Einarsson Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.....................................F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain...............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts...........................Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold..................................J6n K. Einarsson Upham..................................E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.