Heimskringla - 23.10.1935, Blaðsíða 5

Heimskringla - 23.10.1935, Blaðsíða 5
t WINNIPEG, 23. OKT. 1935 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA það mundi þá helst vilja segja? Eg geri ekki tilkall til að vera neinn sérstakur snillingur í að lesa ,hjörtu og hugrenningar lif- andi manna, og því síður til þess að skilja hjörtun sem hœtt eru að slá, og hugsanfrnar, sem slitnar eru úr öllu samhandi við þá íifandi. En eðli íslendingsins þekki eg svo, að mér er óhætt að fullyrða, að mál þeirra mundi vera á þessa leið: “Við erum innilega þakklát öllum þeim sem þátt hafa tekið í því að iheiðra minningu okkar með þessum minnisvarða og ekki að- eins þá sem að sýnilegan þátt hafa tekið, heldur öllum sem hlýlega hafa hugsað til þess fyr- irtækis, og minningarinnar um okkur. Hlýjar hugsanir manna eru eins og sálin, þær verma alt lifandi og dautt. Eitt er það sem hryggir okkur og það er, hversu fá að voru sporin, sem okkur auðnaðist að skilja eftir á strönd tímans, ykkur til upp- örfunar og góðs, og hve óverð- ug okkur finst, að við séum, til þess að njóta vináttu, frænd- ræknis og góðvildartákns þess, sem þessi varði ber svo ótví- ræðlega merki um. Við þökk- um. Já; þúsundfalt. En áður en við hverfum af þessum sam- fundi, þá veitið okkur eina bón. Hún er þessi. Látið minnis- varða þennan, ásamt því að vera sögulegt tákn, vera talandi vott þeirra eiginleika og lífs- þroska íslenzkrar sálar sem megnaði að flytja okkur í gegn- um alla landnáms erfiðleikana. Þeir eiginleikar voru okkur í brjóst bornir á íslandi, og þar þroskaðir í skóla, þess bezta kennara sem heimurinn þekkir, góðrar og göfugrar móður. Það var hún sem kendi okkur að biðja guð, það var hún, sem fyrst benti okkur á fegurð blóm- anna, jurtanna og náttúrunnar, það var hún sem vakti hjá okk- ur ást á eannleikanum og til- finninguna fyrir réttlætinu, það var hún sem leiddi hugann unga til sjálfstæðrar meðvitundar, það var hún sem sagði okkur frá Halli, Höskuldi, Njáli og Hallgrími Péturssyni, það var hún sem kendi okkur að ósann- sögli leiddi til ógæfu og óein- lægnin til eyðileggingar, það var hún sem kendi okkur að bera lötningu fyrir guði og góð- um mönnum, og að við ættum aldrei að hafast neitt að, sem gæti rýrt virðingu sjálfra okk- ar. Hún mamma, kunni alt þetta og það var henni svo mikið al- vörumál, að hún breytti aldrei út af því. — Hún lærði það af foreldrunum sínum, sem tekið höfðu það í arf, frá ættþjóð sinni. Þessi lífsspeki, sem sálduð hefir verið í meir en þúsund ár, við eld og ísa, áþján og nauðir, var lífsþrótturinn, sem gaf henni móðir okkar styrk sinn, í stríði lífsins, þolin- mæði í þrautum þess, og hug- rekki, í dauðanum sjálfum, og það var okkar aðal styrkur líka, í landnáms erfiðleikunum, hér í nýja íslandi. Bræður og systur! Þennan arf sem er borinn yður í blóð O'g merg, biðjum við ykkur að varðveita í lengstu lög. Látið þið hann vera bandið sem bind- ur ykkur saman í dreifingunni í þessati víðáttumiklu álfu. Látið þið hann vera ylinn sem ornar isál ykkar í kuldum Mfsins og merki yðar í orði og athöfn hvar sem þið eruð, og hvert isem þið farið. Arthur Henderson dáinn London, 21. okt. — Arthur Henderson, hinn nafnkunni verkamannaforingi og forseti afvopnunar þingsins dó. s. 1. sunnudag í London á Englandi. Hann var 72 ára og hlaut Nobels friðarverðlaunin árið 1934. Einn af ágætustu mönn- um Bretlands. Aberhart vondaufur Hon. Ian McKenzie (B. C.) her- mála ráðherra. Porsætisráðherra Sask. J. G. Gardiner, er búist við að verði akuryrkjumálaráðherra. Yfirpóstmeistari — annaðhvort Hon. Fernand Rinfret eða Hon, P. J. A. Cardin. iStjórnarskifti er sagt að fara muni fram í dag eða á morgun. ✓ HVEITI FELLUR 3c VIÐ STJÓRNARSKIFTIN Calgary, 21. okt. — Aberhart, forsæitsráðherra Albertafylkis kveðst hugsa sér að sækja for- sætisráðherra fundinn, sem King hefir boðað til í nóvember einhverntíma, en virðist, af orð- um hans að dæma, búast við, að það verði til lítils annars en að tefja fyrir Social -Credit starfinu. Hann hefir verið með- al annars undanfarið að semja við bændur um að taka at- vinnulausa unga rne-nn í vinnu- mensku, og hefir hepnast að koma 3000 manns í vist yfir veturinn. Rússar ánægðir New York, 21. okt. — Blaðið Pravda, málgagn rússnesku stjórnarinnar kvað, eftir því sem blaðið New York Times hermir, hafa fagnað kosninga-úrslitun- um í Canada. Telur blaðið Bennett hafa verið Rússlandi óþægan ljá í þúfu og rænt land- ið viðskiftum, sérstaklega við- arsölu á Englandi með Ottawa- samningunum. Það er von- betra um að ná í þessi viðskifti aftur úr því Bennett sé farinn frá völdum. Krókódíll gleypir spæjiara Addis Ababa — ítalskur spæj- ari, sem eltur var í Blálandi ný- lega, lagði til sunds yfir á eina þar til að forða sér. Þegar hann var kominn út á miðja ána, lenti ihann á milli skol- tanna á krókódíl, sem át hann upp á augahragði. Herridge segir stöðu sinni lausri Waslhington, 16. okt. — Hon. D. W. Herridge, sendiherra Canada í Bandaríkjunum hefir sagt stöðu sinni lausri. Hann var verki sínu ágætlega vax- inn, enda miklum hæfileikum gæddur. En eftir kosninga- úrslitin og sérstaklega þann ó- vanalega ruddaskap Kings þó að líkindum að minnast á val hans til þessarar stöðu í kosn- ingahríðinni, af því hann var giftur systur forsaétisráðherra R. B. Bennett, hefir hann á- kveðið að hverfa frá starfinu. Eðli liberala er samt við sig, að unna engum stjómarstöðu, sem ekki ber á sér flokksflekk þeirra. Winnipeg, 16. okt. — Síðast liðin miðvikudag lækkaði verð á hveiti hér um 3c á markaðin- um . Er það ægilegt verðfall á einum degi. Ástæðan fryir því er talin sú, að markaðurinn er- lendis skoði það sem gefin hlut, að stefha Kingsstjómarinnar verði sú, að demba hveitinu á sölutorgið, hvað sem fyrir það fáist, til að grynna á birgðun- um. Hvernig sem bændum lízt nú á þetta, er það í Lögbergi kallað, að leiða þá út úr eyði- mörkinni og inn í fyrirheitna landið. METHUSALEM ÓLASON 14. maí 1850 — 4. okt. 1935 Kingsráðuneytið King boðar til fundiar Ottawa, 17. okt. — Fyrsta fréttin af því, hvað Kingstjórn- in ætli sér að hafast að, barst frá höfuðborginni í dag. Hún er í því fólgin að boða alla for- sætisráðherra fylkjanna á fund sambandsstjórnarinnar til ráða- gerða. Fundinn kvað eiga að halda einbvemtíma í nóvember. Ekkert liggur á. Blaðið Free Press, í Winni- peg flytur í morgun fregnina af því að þessir menn veröi skip- aðir ráðgjafar Kingsstjómarinn- ar: Hon. Ernest Lapointe (Quebec) dómsmálaráðherra 'Hon. Oharles A. Dunning (Que- bec) fjármálaráðherra. Hon. J. L. Ilsley (Nova Scotia) tekjumálaráðherra. Hon. D. W. Euler (Ont.) verzl- unarmálaráðheira. J. E. Michand (N. B.) fiski- málaráðh. Hon. R. Randurand (Que.) leiðtogi efri málstofu. Próf Norman Rogers (Ont.) — verkamálaráðherra. C. B. Power (Que.) eftirlauna- deildarráðherra. Clarence Howe (Ont.) eftirlits- maður flutninga á sjó og landi (járnbrauta og skipa). Hon. J. C. Elliott (Ont.) opin- bera verka ráðherra. IHon. T. A. Crerar (Manitoba) Þjóðnytja, náma og fólks- | innflutninga ráðherra. Allir sem dvalið hafa um eitt- hvert skeið í Dakota bygðinni íslenzku, á fyrri ámm eða jafn- vel fram til þessa dags, hafa heyrt Methusalems ólasonar getið, hafi þeir ekki kynst hon- um að öðm leyti persónulega. Hann var með hinum fyrstu landnemum þar í bygð og var alkunnur meðal eldri og yngri manna. Þá var hann og þektur að greiðvikni og hjálpsemi með- an heilsa hans leyfði og hann sjálfur stýrði búi, en það mun hafa verið, sem næst, um 45 ára bil. Methusalem var fæddur á Útnyrðingsstöðum á Völlum í S. Múlasýslu 14 maí 1850. For- eldrar hans voru Óli ísleifsson og síðari kona hans Salný Guð- mundsdóttir er bjuggu á Út- nyrðingsstöðum, um all langt skeið. Tvo systkini Methusal- em» eru á lífi; Guðni er kominn er yfir nírætt og dvelur hjá börnum sínum við Caliento, Man., og Guðrún er býr hjá syni sínum Eínari trésmið Abra- hamssyni á Akra, N. D., er einn- ig er orðin háöldruð. Margt ættingja á Methusalem heima á ættjörðinni, er búa á hinum fornu stöðvum ættarinnar. Sumarið 1876 flutti Methu- salem til Vesiturheims, með “stóra hópnum” er svo var nefndur og hélt rakleiðis til Nýja íslands ásamt konu sinni Guðrúnu Einarsdóttur Guð- mundssonar frá Egilsseli í Fell- ium. Bjuggu þau um 5 ára skeið í Nýja íslandi, en stund- uðu þó jafnframt atvinnu í Win- nipeg, þá tíma sem hana var að fá. Vorið 1881 fluttu þau til Dakota námu land sunnan við Hæðirnar um 4 mílur suðaustur af Hallson. Bjuggu þau þar til dauðadags, andaðist Guðrún þar árið 1929 eftir hrörnun og iheilsubilun er þjáðu hana um nokkur lár og orsökuðust af slagi. Bjuggu þau fyrstu árin, sem aðrir landnemar við fátækt, en á miðjum búskapar árum sínum voru þau komin í þægi- leg efni; tók Mathusalem sér þá ferð á hendur, til Íslands og dvaldi þar á annað ár og ferð- aðist víða um land. Má nokk- uð marka hvernig hagur hans stóð seinni hluta búskapar ára hans, að hverju barna sinna ú!t- hlutaði hann hálfri bújörð (80 ekrur), er hann skifti búi sínu meðal þeirra, eftir lát konu sinnar, en þá voru börn þeirra 8 á lífi. Alls eignuðust þau Methusal- em og Guðrún 10 börn, er til 'fulltíða aldurs komust. Eru þrjú dáin: Salný gift írskum manni er Tom Jordan heitir, áttu þau einn son Tómas er alinn var upp hjá afa sínum og er nú kvæntur og býr í Hensel, N. D. Eiga þau ei'tt barn, Stefán er andaðist heíma hjá foreldrum sínum ókvæntur; VigFús andað- ist vestur í Seattle, Wash., kvæntur Karólínu Stefánsson. Eiga þau 4 böm á lífi. Á lífi eru og öll búsett í Dakota bygð- inni: Jón kvæntur Elínu Þor- láksson. Eiga þau 7 börn upp- komin og 3 barnabörn. Óli jám- smiður á Hensel, kvæntur Þóru Jósephsdóttur Einarssonar, eiga þau 6 börn og tvö bamabörn; Sigríður, gift Jóni Ásmundssyni, eiga þau 4 böm; Guttormur, kvæntur Jónassínu Sigurðar- dóttur Björnsson, eiga þau 5 börn; Guðrún, gift Arnóri J. Sæmundsson (var áður gift Hallgrími Jónssyni Hörgdal en misti hann fyrir 16 árum síðan) á 4 börn; Anna, gift Jóni Jóns- syni Hörgdal, eiga 8 börn og Skafti, er býr á heimajörð föð- ur síns, kvæntur Elínu Magnús- son, eiga 7 böm. Nú við lá't Methusalems eru 7 börn hans á líifi, 46 barnböm og 6 bama- barnabörn eða alls 59 afkom- endur. Methusalem var greindur maður vel. Hneigðist hugur ; hans mjög að íslenzkri sögu og j ættvísi. Lagði hann mikla alúð j við ættfræði einkum eftir að hann fór að taka sér hvíldir; frá erfiðisvinnu. Samdi hann 1 allmargar ættartölur eftir þeim j heimildum sem hann gat náð í.1 Tvær ferðir fór hann til íslands og var það einkum eftir síðari ferðina (1920), að hann tók að semja ættartölu skrár. Naut hann ýmsra fróðra manna að Austanlands, er útveguðu hon- um heimildir yfir síðari alda ættir austan lands. Snemma á frumbýlingsárun- um beitti Methusalem sér með öðrum nágrönnum sínum, fyrír ýmsum iframfara málum, svo sem stofnun lestrarfélags (lestrarfélagið Áróra) 1887, og skóla héraðs 1886. Leiddi lestr- arfélags stofnunin til þess, að menn gátu notið góðra ís- lenzkra bóka er gefnar voru út á þeim árum, sem þeir annars hefðu farið á mis við, og svo að heimilin héldust íslenzk og unglittgamir kyntust fomsög- unum og hinum eldri ljóðabók- um, er vakti hjá þeim lestrar- fýsn og samúð með þjóðlegum fræðum. Féhirðir var hann kosinn fyrir skólahéraðið er það var stofnað og endurkosinn EIGIÐ EKKI Á HÆTTU AÐ BÖKUN MISTAKIST . . “ÞÉR GETIÐ EKKI BAKAÐ GÓÐA KÖKU ÚR LÉLEGUM 1 BAKING POWDER. EG HEIMTA MAGIC. MINNA EN 1c VIRÐI NÆGIR í STÓRA KÖKU.” segir MADAME R. LACROIX aðstoðar forstöðukona við The Provincial School of Domestic Science, Montreal. Hinir bezt þektu matreiðslu og- fæðu sér- fræðingar í Canada vara við að nota í gott efni lélegan Baking Powder. Þeir mæla með MAGIC Baking Powder til þess að fá beztan árangur. LADS VIÐ ALtrN—Staðhæfing þessi á hverj- um bauk er yður trygging fyrir því að Magic Baking Powder er laus við álún og önnur skaðleg efni. Búinn til í Canada um mörg ár. Var hann einkar vinsæll í þeirri stöðu og um- 'hyggjusamur. Við kirkjumál féks't hann ekki, var afar víð- sýnn og frjálslyndur í þeim efn- um og leit öðrum augum á kennisetningar rétttrúnaðarins en nágrannar hans margir. — Hann var ákveðinn Únítari og fylgjandi frjálstrúarhreyfingu þeirri er hófst þar í bygð með “Menningarfélaginu” gamla. — Var hann tryggur vinur og að- dáandi Skafta B. Brynjólfsson- ar, sem nafn yngsta sonar hans ber vott um. Hafði hann hausa- víxl á því sem margir gerðu, er lögðu verkin í trúna að hann lagði itrúna í verkin og mun það, eftir hinum fyrri ára mæli- kvarða, hafa þótt bera vott um “illa kristinn Múlsýsling” eins og Páll Ólafsson kvað. En ekki aflaði það honum óvinsælda. hann var ofmikill góðvildar maður til þess, að nokkrir teldu sér það ávinning að eiga í ó- sátt við hann eða gætu, gengið (hann á bug. Eftir að Methusalem misti Stefán son sinn, er þá var tek- inn við forráðum á heimiiinu,' og svo konu sína, Itók heilsu hans að hnigna. Ágerðist las- leiki hans með ári hverju þó hægt færi. Fótavist hafði hann þó fram að síðustu vikunni fyrír andlátið. Hann andaðist að heimili Óla sonar síns í Hensel föstudaginn 4. þ. m. Útförin fór fram þriðjudaginn næstan eftir, frá hinu foma heimili hans og kirkju Vídalínssafnaðar við Akra. Húskveðju og ræðu í kirkjunni flutti sá er þetta ritar. Enn'fremur flutti séra Haraldur Sigmar ræðu í kirkj- unni. Gamlir sveitungar Methusal- ems og samferðamenn frá fyrri tímum, sakna hans, heiðra minningu ihans, og þakka langa og glaða samleið. Rögnv. Pétursson FRÁ ÍSLANDI Jón Leifs tónskáld var meðal farþega á Gullfossi í gærkveldi og var ferðinni heitið til Lundúna og þaðan til Þýzkalands. Bjóst hann við að dveljast erlendis til næsta vors. Hann hefir nú gert íýjan samning við Ríkisútvarpið og verður framvegis starfsmað- ur þess einungis þrjá mánuði árlega. Taldi Jón Leifs sér þetta hentugra, því að hann ætti ó- ihægt með að dveljast hér lang- dvölum, sakir þéss m. a., að nú væri tekið að leika verk hans víða um heim. Geti þá oft verið óþægilegt að höf. sé fjarri, er verk hans eru tekin til meðferð- ar, ekki hvað síst vegna samn- ihga um afnot og annars því um líks. * * * Dæmdur 40 sinnum Maður nokkur, Jón Á. Jó- hannsson að nafni, var nýlega dæn^dur í 60 daga fangelsi fyrir þjófnað. Maður þessi hefir áður verið dæmdur 39 sinnum, tví- vegis fyrir þjófnað og 37 sinn- um fyrir ölvun. Setjum svo AÐ ÖLLUM SÉ SAMA? W I N N I 28™ COMMUNITX CHEST 2-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.