Heimskringla - 23.10.1935, Blaðsíða 4
4 SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 23. OKT. 1935
iifcimskrmtílct
(Sto/nuO 1SS6)
Kemur út i hverjum miOvikudegi.
Eigendur:
THE VXKING PRESS LTD.
SS3 og SS5 Sargent Ávenue, Winnipeg
Talsímia 86 537
VerS blaSslns er $3.00 árgangurinn borglst
tyrirfram. Allar barganlr sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
911 viðsklfta bréf blaðinu aðlútandi sendiat:
Manager THE VIKINO PRESS LTD.
S53 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINOLA
SS3 Sargent Ave.. Winntpeg
"Heimskringla" is published
and printed by
THE VIKIÍIO PRESS LTD.
SS3-SS5 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telephone: 86 637
WINNIPEG, 23. OKT. 1935
HVf ÞEGJA PRESTARNIR?
Það hefir enginn ennþá tekið til máls
um tillögur séra Jakobs Jónssonar um að
leggja þann samvinnu grundvöll í tW-
og kirkjumálum Vestur-íslendinga, er
allir gætu staðið á og beitt orku sinni
sameiginlega að því, sem kirkjan fær til
velferðar unnið þjóðarbroti voru. Langr-
ar íhugunar þarf þó ekki við til að sann-
færast um, að hér er um mikilsvert mál
að ræða. Sé starf kirkjunnar nokkurs
vert, og þann mann er neitar því að það
sé það, getum vér vart hugsað oss, ætti
mál þetta ekki að vera lagt á hilluna og
geymt þar, ðnz það er öllum gleymt.
Hví þegja prestarnir um þetta mál?
í>að kemur aðallega þeirra verkahring
við. Alþýðan lítur upp til þeirra þreyttum
vonaraugum eftir athugasemdum og um-
ræðum um það. Það er hver sínum
hnútum kunnugastur og dómur þeirra og
tillögur í því, eru meira virði en annara,
eða þeirra að minsta ko&ti sem ekki hafa
dýpra kafað í trúmálum en það, að á-
byrgðarlaust hefir ekki verið að ferma
þá vegna þess hvað iUa þeir lærðu “kver-
ið’’ sitt. Og samt er talað um að við
þurfum ekki á handleiðslu presta að
halda.
1 augum leikra eða ólærðra verður
ef til vill megin atriðið í tillögum séra
Jakobs skoðað fólgið í því, að styrkja og
efla samband vort við heimaþjóðina, og
■hnýta oss sterkari þjóðræknisböndum
innbyrðis, eða hér vestra. Um nauðsyn
þess verða trauðla skiftar skoðanir, enda
þótt finnast kunni menn í hópi íslend-
inga, sem frá þjóðræknislegu sjónarmiði
megi hálfgerða vafagemlinga kalla. En
raddimar sem á strengi þjóernistilfinn-
ingarinnar slá eru miklu fleiri og ákveðn-
ari, enda eru þær bergmál af því, sem í
oss býr bezt og ef svo má að orði kom-
ast helgast. Það eru raddir hjartans. —
Prá því sjónarmiði er tillögunum ekki
nein hætta búin. Vestur-íslendingar áttu
ekkert alls-herjar félagsmál fyr en þeir
fóru að vinna að þjóðræknismálinu. Þá
fyrst má svo að orði kveða, að þeir hafi
fundið sjálfa sig.
En ef prestarnir skildu nú uppgötva,
að þetta mál, sem í tillögunum felst,
komi sáluhjálp við og eftir skilningi þeirra
á því orði eða hugtaki, komi í bága við
það að frelsa sálimar, þá getur málið
vandast. Eins og flestir munu kannast
við, eru prestamir oft erfiðustu menn að
sannfæra, jafnvel um blákaldan sannleik-
ann. Þeir lifa í trú, en ekki í skoðun.
Þeim em kreddur, eftir mönnum hafðar,
sem ef til vill hafa aldrei verið til, kær-
ari, en ljósiifandi daglegur sannleikur.
1 hópi Vestur-íslendinga eru prestar,
sem í skoðuaum hafa komið svo þröng-
sýnir úr skólum og kreddufastir, að þeir
minna á menn með hitasótt. Vér höfum
orðið þess varir, að slík stefna á ekki og
hefir í raun og veru aldrei átt leið með
skoðunum íslendinga í trúmálum. Og þó
kirkja íslands hafi um margar aldir verið
þröngsýn, hefir þjóðin aldrei verið það.
Enda er þar nú talað um nýja íslenzka
kirkju, sem eftir hugsjónum og skilningi
íslendinga sé betur sniðin, en nokkur út-
iend kirkjustefna getur verið. Enda gæti
svo farið, að það yrði til þess, að þeir
aðeins fyndu betur sjálfa sig og 'trúin
ætti enn eftir að frelsa þá, eins og henni
er ætlað að gera.
Á þessu sama fór að bóla skömmu eftir
komu íslendinga vestur um haf. Og það
verður ekki frá þeim tekið, að þar verða
þeir fjrrstir til að sýna það í verki, að sú
kirkjustefna, sem ekki hafði þau þroska-
skilyrði í sér fólgin, að fylgjast með hug-
sjónum, menningu og vísindum samtíðar
sinnar, væri ónóg. Vestur-íslendingar
hafa þetta til íslenzkrar menningar lagt,
með frjáls-kirkju starfsemi .sinni hér.
Tillaga séra Jakobs virðist oss tákn
þess víðsýnis í trúmálum, sem hér hefir
verið minst á og sem á mikil ítök í hug-
um Islendinga. TUlagan á erindi til vor.
Með henni er bemt á skynsama leið til
grundvallar að nokkru að trúarlegri ein-
ingu, er þjóðlífi voru má tiLgóðs verða.
Það er ekki gert ráð fyrir samstarfi í þeim
efnum í öllum skilningi, enda væri það
ekki til neins. En að séra Jakob hafi í
þessu máli komið auga á að í víðum
og frjálsum skilningi séu til skilyrði fyrir
heilbrigðri samvinnu, efumst vér ekki um.
Og hver þau skUyrði eru, höfum vér vik-
ið að hér að framan.
Vestur-íslendingar þurfa á óskiftum
kröftum sínum að halda, ef ekki á að fara
í hundana fyrir þeim, að halda við því
bezta sem þeir eiga í íslenzkum arfi. Og
því er ekki að neita, að trúmála reip-
dráttur þeirra hefir sýnt það, að hann
stendur þjóðræknisstarfi þeirra fyrir þrif-
um. Annað eins er hneyksli. Á þessu
væri, eins og séra Jakob segir ráðin
mikil bót, ef vorir andlegu leiðtogar vildu
líta á það, að þeir eigi í víðtækum skiln-
ingi svo mikið sameiginlegt í trúmálum,
að óþarfit sé fyrir þá að standa á önd-
verðum meið þessvegna í íslenzkum fé-
lagsmálum eða þjóðræknismálum. Slík
sundrung verður þeim mun fáfengilegri,
er þess er gætt, að báðar íslenzku kirkj-
urnar hér eru í raun og veru að vinna
að þjóðræknismálum með starfi sínu.
íslenzk þjóðleg kirkja virðist oss vera
tákn tímanna í viðhorfi trúmálanna á
ættjörðinni. Eitt dæmið um það er að
frjálslyndustu prestar þjóðkirkjunnar þar
takast prestverk á hendur hjá þeirri
kirkju, sem frjálsust hefir þekst hjá ís-
lenzkri þjóð. Með þetta viðhorf í huga,
þarf engan að furða á tillögum séra
Jakobs. Þær eru ofur eðlilegur ávöxtur
andlegs þroska og trúarvíðsýnis, sem er
að festa rætur hjá íslendingum austan
hafs og vestan.
Vegna þessa sem hér befir verið tekið
fram, vildum vér sjá íslenzku prestana hér
vestan hafs sinna tillögunum. Þyki þeim
eitthvað óvarfærið eða glannalegt við,
að ræða þær í heyranda hljóði af sinni
hálfu, á sama hátt og veraldarvanir,
ættu þeir þá að kalla til fundar sín á
milli og íhuga þær rækilega. Málið er
þess vert. .
“BALDURSBRÁ”
Ungmennablað Þjóðræknisfélagsins,
“Baldursbrá” hóf göngu sína á ný, eftir
sumarhvíldina, síðast liðna viku.
Eins mikið gleðiefni og það er bömun-
um erum vér einnig vissir um, að það
er hverjum sönnum fuUorðnum Íslendingi
einnig ánægjuefni.
Ritstjórinn er sá sami og áður, dr. Sig-
urður Júh'us Jóhannesson, er starf sitt
vinnur endurgjaldslaust, og aðeins fyrir
ánægjuna af að vinna þarft og þakklætis-
verit verk.
Á þessu ári verður sú breyting á út-
komu blaðsins, að það kemur út aðra
hvora viku alt árið, í stað þess sem fyrsti
árgangur þess kom út vikulega aðeins
hálft árið. Verð árgangsins er eins og
áður 50c.
Með blaði þessu er verið að reyná að
vinna það þarfa verk, að brúa bilið, sem
er að verða milli foreldra og bama tung-
unni, íslenzkunni, viðkomandi. Að kenna
börnunum að mæla á sömu tungu og
foreldrarair, færir þau nær þeim og öllu
því er góðum íslenzkum foreldrum býr
helgast í brjósti og þeir meta mest í arfi
• sínum.
“Baldurbrá” litla verðskuldar stoð og
stuðning aUra íslenzkra foreldra og barna.
UM KOSNINGARNAR
Það kemur oft sitt af hverju athuga-
vert um hugsunarhátt manna í ljós við
kosningar.
Heimskringla benti á sumt af því í síð-
asta tölublaði, er við ríkiskosningaraar
nýafstöðnu kom fram. En margt fleira
er full ástæða til að drepa á.
Eitt er til dæmis viðhorf alþýðu eða
kjósenda gagnvart frelsis- og mannrétt-
inda málum þjóðfélagsins.
Allir flokkamir sem sh'k mál settu efst
á stefnuskrá sína, töpuðu hroðalega í
kosningunum.
C. C. F. flokkurinn, social credit sinn-
ar, kommúnistar og Stevens flokkurinn,
höfðu allir mjög radical stefnuskrá. —
Stefnuskrá Bennetts var það einnig. En
öllu sem í þá átt stefndi, var gersamlega
hafnað af kjósendum.
Flokkurinn sem alls enga unlbóta
stefnuskrá hafði gekk sigrandi af hólmi.
Og leiðtogi þess flokks, Mr. King, hrósar
kjósendum á hvert reipi fyrir að hafa
kjaftshöggvað alla þessa framfaraflokka,
svo að um munaði.
Vel og gott. Þjóðin hefir þá fengið
það sem hún vildi, að koma til valda því
rammasta afturhaldi, sem hún átti til í
landinu.
Að slíkur afiturhaldsandi væri ríkjandi
hjá þessari ungu og framsæknu þjóð,
hefðu margir eflaust svarið fyrír. En
úrslit kosninganna bera órækan vott um
að hann er það. Kjósendur vissu hvað
þeir kusu, hafi þeir ekki gengið sofandi
upp að atkvæðaborðinu, og verið stein-
sofandi fyrir því, að King hafði á undan-
förnum þingum -barist af móði móti hverri
bólu er örlaði á í framfara og umbóta
átt. Þeim getur ekki hafa verið með
öllu óljóst’ um það.
Nei — kjósendur geta því verið kampa-
kátir eins og King yfir því, að hafa gefið
framfara og umbótamönnum þá lexíu, er
þeim verði minnisstæð. Afturhalds og
spillingaröfl þjóðfélagsins, eins og Beau-
harnois-félagið, Sir Herbert Holt, með
sínium 40—50 auðfélögum, Wood, Gundy
og Simpson-félagið, kornhöUin í Winnipeg
og ótal fleiri, mega vera kjósendum
þakklát fyrir réttsýnina, að setja þann til
valda, er lætur þau í friði, og dregur þau
ekki fyrir lög og dóm, þó þau m'ðist á
verkafólki sínu, eða rupli og reiti og
húðfletti þjóðina með viðskiftum sínum.
Það hlýtur að vekja gleði og ánægju kjós-
enda, að hafa greitt þeim flokkum rot-
högg, er ákveðnastir voru í að uppræta
þetta. Það hefir á canadiskum kjósend-
um sannast, sem Þorsteinn Erlingsson
kvað:
Þeir þakka ef það klakklaust í kistuna fer,
sem kann að vera ætt á þeim dauðum.
SMÆLKI
ELLEFTA BEKKJAR PRÓFIN
Hverju er það að kenna, er helmingur
nemenda fellur við próf í skóla? Elr það
toraæmum börnum, ónýtum kennurum,
eða ofhörðum kröfum við prófið að
kenna?
Það er eitthvað meira en h'tið athuga-
vert við það, er sh'kt skakkafall kemur
fyrir.
Mentamálafrömuðum kemur saman um
það, að tala þeirra sem falli við próf, sé
að jafnaði 5%. En alt að því 20% verði
að lesa eina eða tvær námsgreinar um
tíma til þess að útskrifast.
Af nemendum 11 bekkjar í Manitoba,
er próf skrifuðu á þes&u ári, féll yfir 12%;
16% komust yfir torfæruna með því að
lesa á ný yfir eina námsgrein og 11.4%
með því að lesa tvær. Og þó var út-
koman enn verri hjá þeim nemendum, er
inngöngupróf tóku á æðri skólana. Af
þeim féllu 23.3%; 20.2% urðu að lesa
aftur eina námsgrein of 14.7% tvær.
Það má nærri því segja, að þetta of-
bjóði heilbrigðri skynsemi. Börain vita
menn ekki annað en að hafi verið gáfum
gædd, eins og gengur og gerist fyrir
þeirra aldur. Það eru því annað hvort
skóla^nir eða prófin, sem skuldin fellur á.
Þeir sem mentamálum eru kunnugir,
ihalda því fram að kröfumar til prófsins
séu að aukast. Ástæðan fyrir því er að
öllum líkindum fremur hagfræðisleg en
pólitísk, það er að segja, að vinnumark-
aðurinn sé of takmarkaður fyrir þá, sem
leggi sig eftir þekkingu til hlítar í ýmsum
námsgreinum (matriculations), og það
verði að takmarka. En ef slíks er þörf,
væri vissulega sanngjarnara að gera það
á annan hátt en með því, að stimpla aum-
ingja börain, sem tossa.
Áhrifin sem þetta hefir á börn, gem að
öðru leyti eru heilbrigð, geta verið svo
alvarleg, að full ástæða er tU að þessu
máli sé rækilega gefinn gaumur.
Mentamálaráð þessa fylkis er prófkröf-
uraar gerir og sem með tölum þessum
er að koma foreldrum í Winnipeg til að
trúa því að börain þeirra séu aulabárðar,
ættu að vera beðnir að gera fulla grein
fyrir, hveraig á þessari óeðlilegu útkomu
við prófin stendur. Foreldrar leggja svo
mikið fé fram til viðhalds skólunum, sem
bömin þeirra eiga að menta, að þeir
hljóta að fara að spyrja sjálfa sig, hvort
þetta eyrnamark á börnin þeirra, sé ekki
full dýru verði keypt.
Það er auk þessa ekki sanngjarat skól-
anna og kennaranna vegna, að leika
svona grátt, á bak við tjöldin, eins og gert
er með prófunum.
Þetta getur ekki átölulaust gengið öllu
lengra en komið er. Og það getur kostað
mentamálaráðið nokkur orð að sannfæra
almenning um, að það sé í þes&u efni ekk-
ert rotið í Danmörku.
I og vandamenn sem þar voru
eftir, en vinir, það veit enginn
King, leiðtogi liberala samdi nema sá sem reynir, hvað sá
orðaleik úr því, er hann hélt
aðal-kosningaræðu sína hér í
bæ, að J. S. Woodsworth hefði
svo og svo oft greitt conserva-
tívum atkvæði og svo og svo
oft liberölum. Og áheyrendum
þótti það fjarska fyndið. En
skilnaður getur verið sár, og
hve þungt að hann getur lagst
á fólk, einkum þá sem komnir
eru til fullorðins ára. En það
var nokkur bót í máli að land-
námsfólkið nýkomna gat látið
augu sín hvíla á fleti Winnipeg
fyndnina vantaði þó í söguna, i vatns og eyru sín við nið þess,
af þvf að Mr. King gleymdi að
skýra frá því, hvað hann hefði
oft sjálfur greitt atkvæði með
Bennettstjórninni og hvað oft
með sjálfum sérí
* * *
Skoðun almennings — eftir
kosningar að minsta kosti — er
sú, að það sé nauðsynlegt, að
stjórain hafi sterka andstæð-
inga á þingi. Það má því góða
frétt telja að Mr. Bennett held-
ur áfram leiðsögn flokks síns.
* * *
í einu kjördæmi í Montreal,
hlaut liberal-þingmannsefni
fleiri atkvæði en nokkurt annað
þingmannsefni í þessum kosn-
ingum. Hann hrepti 17,000 at-
kvæði. Á meðan á kosninga-
hríðinni stóð, var hann veikur
og fór aldrei úr rúminu og hefir
ekki farið enn. , Frakkinn í
Quebec-fylki er Frakki þegar til
kosninga kemur.
MINNING LANDNEMANNA
Eftir J. J. Bíldfell viS afhjúpun
MinnisvarSans á Gimli.
Herra forseti, konur og menn:
Minningar vormannanna eru
margar og margvíslegar. Sumar
þeirra, eru hlýjar, eins og sól-
ríkir sumardagar, aðrar daprar,
eins og drjúpandi gróður eða
deyjandi vonir. En aUar eru
þær, ekki aðeins heillandi fyrir
hugi manna, heldur líka stór
partur af sálarlífi þeirra, og
einmitt, sá hluti þess, sem á
hvað mestan þáttinn í, að skapa
menningarþroska mannanna —
knýta eina kynslóðina við aðra,
og halda á lofti og lifandi, fögr-
um hugsjónum, frjálsum vilja,
þrekmiklum framkvæmdum, ó-
eigingjarari einurð og fölskva-
lausri fórafýsi, mér og þér til
fyrirmyndar og eftirbreytni. —
Slíkar eru minningarnar og á-
hrif þeirra, ávalt og óumflýjan-
lega, og slík er minningin sem
safnað hefir oss saman hér við
þenna minnisvarða íslenzku
landnámsmannanna og kven-
anna sem í dag verður afhjúp-
aður, og sem vonandi verður
sterkur hlekkur í minningar
keðju þeirri sem knýtir yngri
jafnt sem eldri við minningu
þeirra — við landnámstíðina á
þessum stöðvum, því trúið mér,
af henni er margt að læra, og
um hana er hverjum manni holt
að hugsa.
í erindi því hinu stutta er eg
flutti á þessum stað 5. ágúst s.
1. þegar horasteinn minnisvarð-
ans var lagður, mintist eg með
nokkrum orðum á kringum-
stæður landnámsfólksins, og
j benti á, hina mörgu og ægilegu
erfiðleika, sem það varð að
mæta, á öUum sviðum, eins illa
og það var undir það búið —
mállaust að því er landsmálið
snertir, fákunnandi á iðnaðar
aðferðir landsin og algerlega
efnalaust. En sökum þess, að
tími minn var þá mjög takmark-
aður, gat eg ekki gert þeirri
hugsun þau skil, sem mér fahst
að hún krefðist, þá vil eg leitast
við að bæta úr því nú. Eg
ætla mér þó ekki að fara, að
draga úr, eða hilma yfir, neitt
það sem eg hefi sagt, í því
sambandi, því úr skorti og alls-
lags erfiðleikum, sem landnáms-
fólkið varð að ganga í gegnum
fyrst, eða jafnvel fyrstu árin
sín í þessu nýja landnámi, hefir
síst verið ofmikið gert. En við
það mætti bæta, að landnánis-
fólkið var nýbúið að slíta sig frá
ættlandi sínu, og sjá það hverfa
á bak við bungu hafsins, til
er stormvaktar öldurnar mintu
það á brim hljóðið, við strendur
ættlands síns.
Jú, vissulega var hið íslenzka
landnmsáfólk á þessum stöðv-
um fátækt fólk. En, það er
með fátæktina, eins og flest
annað í heiminum, að á henni
er fleiri, en ein hlið. Það er til
sú hlið hennar sem nefnist hlið
örvæntinganna og vonleysisins,
þegar ofurþungi kringumstæð-
anna hefir svo lamað þrek
manna, að þeim finst að þeir
geti ekki lengur risið undir
honum. Þegar kjarkurinn er
þrotinn, og afl viljans svo lam-
að, að hann megnar ekki leng-
ur, að leita út eða upp og metn-
aður manna, til persónulegs
sjálfstæðis, að engu orðinn. —
Slíkt er fátækt örvæntingar-
innar. En við hana áttu ís-
lenzku landnemarnir ekki skilt.
Samt voru þeir fátækir, sam-
kvæmt vanalegri merkingu þess
orðs. Húsakynni þeirra voru
aumleg. En þeir sáu í anda
önnur reisulegri, þægilegri og
heUnæmari húsakynni rísa upp
í landnámi sínu, eins og þau,
sem nú blasa (hér við alt í
kring.
Þá skorti daglegt brauð. En
þeir sáu í anda skógana sem
byrgðu útsýn þeirra, rudda, og
þar sem þeir stóðu sána akra og
búsmala á beit.
Klæðnaður þeirra var fátæk-
legur en von þeirra rík.
Mállausir voru þeir, að því
er landsmálið snerti en þeir
ræddu samt áhugamálin sem á
dagskrá voru bæði innlend og
útlend með einurð og áhuga og
lögðu á þau dóm sem bygður
var á viti og réttsýni. Fátækt
þeirra var heiðurs fátækt, því
andi þeirra, lífsreynsla, vilji og
von, reis upp yfir alla erfiðleik-
ana, og skapaði þeim bjartari
framtíð, betri kjör, fegurri út-
sýn og víðáttumeiri verkahring.
Þannig var þetta landnám
ihafið. Þannig var grundvöU-
urinn lagður, að viðbættri þrótt-
mikilli feðratrú, sem bæði sætti
þá við örðugustu hjallana, sem
landnámsfólkið varð að klifa,
og lyfti huga þess og hjörtum,
upp yfir hið hversdagslega, og
hverfula. Og það voru þessir
eiginleikar, þetta útsýn, eða víð-
sýn, þetta sjálfstæði í athöfn
og orði, þessi festa í trú og
hugsun, þessi ráðvendni í orði
og verki og þetta óbilandi fram-
sóknarafl, sem setti mót sitt á
landnámsbygðirnar og setur
enn. En þessi eðliseinkenni
landnáms mannanna og kvenn-
anna íslenzbu og frumbyggj-
anna íslenzku, yfir höfuð, gerðu
meira. Þau sköpuðu viðhorf
íslendinga í þessari álfu gagn-
vart fólkinu sem hér bjó, og
mynduðu álit þeirra sem sér-
staks þjóðflokks. Svo þegar
að við heyrum, eða sjáum ís-
lendinga talda æskilegri inn-
flytjendur, en annara Evrópu
þjóða menn, þá gleymum ekki,
að sá vítnisburður er að stór-
miklu leyti feðranna hnoss
hnoss íslenzka landnámsfólks-
ins og íslenzku frumbyggjanna
í álfu þessari.
Við erum í dag, að vígja
Minnisvarðann sem hér stendur
til minningar um íslenzku
mennina og konurnar sem lentu
við strönd Winnipeg-vatns
og námu hér land fyrir sextíu
árum síðan. Flest af því fólki
er nú gengið til grafar, og ekk-
ert sem á það bendir, á þessum
rtöðvum. annað, en verk þess,
sem eru hér víða sjáanleg og
leiðin. En, ef það fólk væri
þess, langOest, að líta þáð til okkar hér og mætti
aldrei aftur, né heldur vini sína 1 mæla Hvað haldið þið, að