Heimskringla - 30.10.1935, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 30. OKT. 1935
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
elsku hefir enginn en þá, að
hann lætur líf sitt fyrir vini
sína.” Sumir halda því fram
að Jesús hafi ekki t'alað þessi
orð, að einhver annar hafi lagt
iþau honum í munn. Þeir halda
því fram að Jesús hefði sagt:
‘‘Meiri elsku hefir enginn mað-
ur en þá, að hann lætur líf sitt
fyrir óvini sína.”
En það kemur alt í sama s'tað
niður. Hugmyndin sem í þessu
er fólgin, er sú að einhver kæri
sig nógu mikið um velferð ann-
ara til þess að hann vilji hjálpa
þeim, á einhvern hátt.
Nú verður oss veitt tækifæri
að hjálpa öðrum, að gleðja þá,
að gefa þeim eitthvað til þess að
þeir geti einnig verið þakklátir
í næstkomandi viku, eins og vér
vorum í vikunni sem leið. Það
er undir oss sjálfum komið
hvað vér viljum gera eða hvað
oss finst vér ge'tum gert. En
•vér megum vera viss um það,
að hvað sem vér gerum, og á
hvaða hátt sem vér gerum það,
öðrum til hjálpar, þá erum vér
í raun og sannleika að vinna í
fullu samræmi við kenningar
kristinnar trúar og í samræmi
við vilja guðs. Með því að
hjálpa öðrum og létta byrði
þeirra, erum vér að efla guðs-
ríki á jörðu. Látum oss muna
þetta — og látum oss einnig
hafa fast í minni orð textans
sem eg las áðan, — “Með þeim
mæli, sem þér mælið öðrum,
mun yður og mælt verða.”
SUMARHEIMILI ÍSLENZKRA
BARNA Á GIMLI
Eins og áður hefir verið getið
í íslenzku blöðunum þá stóð
iSamband frjálstrúar kvenfélaga
fyrir því að hafa sumarheimili
fyrir börn á Gimli síðastliðið
sumar. Og vegna þess að þetta
mál er þess vert að því sé gaum-
ur gefinn langar mig til að biðja
blöðin enn að birta þessa um-
getningu:
I
Eins og kunnugt er þá var
þetta sumarheimili á Gimli í
sumar, fyrsta tilraun okkar í þá
átt, og má segja að hún tækist
ágætlega, þegar allir erfiðleik-
ar á slíku fyrirtæki eru teknir
til greina. Eiga ýmsir sem að-
stoðuðu við starfið mikið þakk-
læti skilið fyrir alla fyrirhöfn
og hversu alt var vel af hendi
leyst. Á eg þar fyrst og fremst
við þær konur og ungar stúlkur
sem skiftust á að veita heimil-
inu forstöðu og þá einnig, sem
aðstoðuðu við flutning barn-
anna til og frá, sem hafði ó-
umlýjanlegan kostnað og tíma-
eyðslu í för með sér. En þetta
var alt gert með svo góðu geði
og viljuglega af hlutaðeigendum
að ekki var hægt að óska þess
betra. Einnig bera að þakka
öllu því fólki á Gimli sem var á
ýmsan hátt hjálplegt og vildi alt
gera til þess að létta undir. Eg
gat þess að þessi fyrsta tilraun
hefði hepnast vel, og voru um
75 börn á heimilinu í alt, þann
tíma sem við höfðum bústaðinn,
og held eg að mér sé óhætt að
fullyrða að allir hafi verið á-
nægðir með aðbúnað og bú-
stjórn. Það eina sem vakti dá-
\itla óánægju hjá börnunum var
að þau fengu ekki að vera nógu
lengi, og úr því þyrfti að bæta
í framtíðinni ef mögulegt er.
Eins og okkur var ljóst í byrjun
þá hefir fyrirtæki eins og þetta
æði mikinn kostnað í för með
sér. Og ef það á að verða
framtíðar fyrirtæki er nauðsyn-
legt að hafa vakandi auga á því
atriði. í sumar höfðum við sam-
komu í Wynyard til arðs fyrir
þetta og höfðum þar ofurlitla
upphæð til að byrja með. —
Drýgði svo Sveinn Thorvaldson
þann sjóð með sinni alkunnu
rausn og varð þetta til þess að
við gátum byrjað á fyrirtækinu
þegar í stað. Eg er persónulega
öllum þakklát sem hafa lagt
þessu máli liðsyrði og liðsinni í
einhverri mynd, og eg vil geta
þess að með árangur þessarar
fyrstu tilraunar hefir okkur,
aukist talsverður áhugi fyrir því [
að láta þetta ekki falla niður. |
Hverjar ráðstafanir verða gerð- j
ar viðvíkjandi framtíðinni er
mér enn ekki Ijóst. En eg er
þess fullviss að allir þeir sem
not höfðu af þessu í sumar
verða fúsir til að leggja því lið.
Þetta er sérstakt fyrirtæki að
því leyti að það tók til starfa
án þeSfe að hafa nokkuð stofnfé,
annað en þörfina fyrir það, og
örugga trú á þann velvilja sem
öll góð viðleitni nýtur yfirleitt,
meðal okkar fólks. En þetta
tvent er nóg ef vel er með það
farið, og við sem eldri erum
skuldum í rauninni æskunni
fyrir allar ánægju stundir okk-
ar eigin lífs. Ef við gengum
ekki með henni hlið við hlið,
yrði líf okkar eintrjáninglegt
og ánægjusnautt. En með henni
getum yið verið örugg, því hún
er sjálf framtíðin sem við erum
að leitast við að gera vel úr
garði. Og með það fyrir aug-
unum var þessi starfsemi hafin,
að leitast við að leggja eitthvað
til í þann framtíðar sjóð með
því að hlúa að okkar efnilega
íslenzka stofni á þennan hátt.
Hversu sú viðleitni tekst er
auðvitað undir atvikum komið
en málefnið er áreiðanlega þess
vert að því sé gaumur gefinn.
Marja Björnson
GÍBRALTAR, SUEZ OG
MALTA
Hernaðanafstaðan í
Miðjarðarhafi
Þegar ræ'tt er um það, að vel
geti svo farið, að ófriður hefjist
í Miðjarðarhafi milli ítala og
Breta, þá eru í sambandi við
það nefnd þrjú nöfn: Gíbraltar,
Malta og Suez. Þetta eru höf-
uðvígi Breta. Talað er um, að
'þeir muni geta lokið fyrir ítöl-
um bæði Gíbraltarsundi og Su-
ezskurðinum og haldið þeim
þannig í kví í Miðjarðarhafinu,
en Malta er rétt á skemstu leið
milli ítalíu og Libiu í Afríku.
Gíbraltar
Þetta er hið frægasta kletta-
vígi í heimi og er á suðurodda
Spánar þar sem sundið er mjóst
milli Evrópu og Afríku — ekki
nema 14 kílómetrar á breidd.
Cromwell varð fyrstur til þess
að sjá það, að Englendingum
væri bráð nauðsyn að eignast
Gíbraltar. Árið 1656 vildi hann
ná víginu. “Sex hraðskreiðar
freigátur eru oss meira virði
þar, heldur en stór skipafloti
annars staðar,” sagði hann í
bréfi til Drake flotaforingja. En
það var nú ekki fyr en í span-
ska ríkiserfðastríðinu 1704, að
sameinað lið Breta og Hollend-
inga, 2400 menn, náðu víginu,
sem þá var varið af aðeins 150
mönnum. Og við friðarsamn-
ingana 1713 féll Gíbraltar í hlut
Breta.
Árið 1869 var Suez-skurður-
inn opnaður og við það styttist
sjóleiðin til Indlands nær um
helming, og við það varð það
enn þýðingarmeira fyrir Breta
að eiga Gíbraltar og hafa vald
á sundinu. Þess vegna var nú
vígið styrkt að miklum mun og
endurbætt eins og tækni manna
á þeim tímum hafði frekast tök
á. Síðan hafa Bretar altaf ver-
ið að endurbæta það, og á sein-
ustu árum hafa þeir flutt þang-
að geisistórar fallbyssur. Eru
þær í skjóli lengst inni í bjarg-
inu, og eru svo langdrægar að
með þeir er eigi aðeins hægt að
skjóta þvert yfir sundið, heldur
eftir því endilöngu, eða 60 kíló-
metra. Vatnsleysi er eini ó-
kosturinn á Gíbraltar, en úr því
hefir verið bætt á þann hátt nú
á seinustu árum, að slétta þar
stóra fleti í fjallinu og safna
saman öllu rigningarvatni, gufu
og dögg, sem til felst á þeim
svæðum.
Malta
Hjá Haltaeyjum er bækistöð
breska flotans í Miðjarðarhafi.
[ Liggja þær miðja vegu milli Gí-
j braltar og Suez, suður af Sikil-
j ey. Milli Malta og Sikileyjar
eru ekki nema 90 kílómetrar,
en milli Malta og Norður-Afríku
300 kílómetrar.
Prá alda öðli hafa eyjarnar
verið eftirsóttar af • ýmsum
vegna legu sinnar. Eftir fráfall
Hannibals eignuðust Rómverjar
þær, en þegar véstur-rómverska
ríkið leið undir lok lentu þær í
höndum ýmissa víkinga, svo
Vandala, Austurgota og By-
zants-manna seinna í höndum
Araba og norrænna víkinga. —
Karl. V. gaf Johannesar munka
reglunni eyjarnar. Napoleon
Bonaparte sá að þær voru lykill
að Egyptalandi og lagði þær því
undir sig 1798. En tveimur
árum seinna tóku Bretar þær
af honum og hafa ekki slept
þeim síðan.
Stærsta eyjan í þessum eyja-
klasa er aðeins 246 ferkílómetr-
ar að stærð. Þar eru 250 metra
há fjöll og er víðast mjög sæ-
bratt. Höfn er aðeins á norður-
hluta eyjarinnar, og er hún
rækilega víggirt. Og hingað og
þangað í fjöllunum er komið
fyrir stórum fallbyssum. Höfn-
in heitir La Valette og þar hafa
Bretar jafnan stórkostlega mik-
inn forða af kolum, bæði fyrir
herskipin og kaupför sín, sem
sigla um Miðjarðarhaf til Ind-
lands, Ástralíu, nýlendanna í
Austur Afríku o. s. frv., eða
koma þaðan aftur. Þar eru líka
miklar birgðir af hergögnum
geymdar, og gríðar miklir olíu-
geymar eru þar.
Stórskotaliðið í fjöllunum á
að verja höfnina fyrir öllum á-
rásum.
Á eyjunum eru 220,000 íbúar,
flestir ítalskir að ætt.
Eins og áður er sagt eru ekki
nema 90 km. milli Sikileyjar og
Malta, eða 20 mínútna flug fyrir
hinar nýju hernaðarflugvélar
ítala. Þess vegna keppast Bret-
ar nú við það að búa sig undir
að taka á móti loftárásum á
Malta. Einnig hafa þeir gert
ráðstafanir til þess að verjast
árásum kafbáta, með því að
girða fyrir innsiglinguna langt
úti með stálnetum. En flota
sinn hafa þeir ekki þarna, þykir
það of áhættumikið vegna hern-
aðarflugvéla Itala. Plotinn er
því hafður lengra austur í Mið-
jarðarhafi, alla leið austur að
Cypem.
Suezskurðurinn
Að undanteknum Panama-
skurðinum og Atlantshafi, er
engin siglingaleið jafn fjölfarin
og Suezskurðurinn. Að meðal-
tali fara um hann 5000 skip á
ári, og bera þau samtals um 30
miljónir smálesta. Um 250 þús-
undir ferðamanna eru með þess
um skipum. Félagið isem á
skurðinn græðir líklega mest
allra fyrirtækja í heimi. Tekjur
þess af siglingunum nema langt
fram yfir 500 miljónir franka
ári, og er því stundum greiddur
ágóðahluti sem nemur 500%.
Frá sjónarmiði Englendinga
hefir enginn, sem skifti sér af
Suez-skurðarmálinu verið jafn
framsýnn og forsætisráðherra
Breta á þeim árum. Rétt eftir
að skurðurinn var opnaður
keypti hann öll hlutabréf Is-
maels Khediva í Egyptalandi
fyrir 4 miljónir sterlingspunda.
Hann ráðfærði sig ekki einu
sinni við þingið um það hvort
þetta skyldi gfert, hann vissi
hvað hann var að gera, fyrir
Englands hönd.
Þegar eftir að skurðurinn var
opnaður náðu Bretar undir sig
nær helming hlutabréfanna í
fyrirtækinu. Og þeir komu því
þannig fyrir, að yfirráð Egvpta
yfir skurðinum voru ekki nema
aðeins á pappírnum, heldur hafa
þau í raun réttri altaf verið í
höndum Breta. Að vísu fellust
þeir á, að engar víggirðingar
skyldi gerðar við skurðinn og
öllum frjáls sigling um hann.
En ef skurðinum skyldi lokað er
breski flotinn til taks að verja
hann. Og það er vegna Suez-
skurðarins að Bretar hafa kapp-
kostað að treysta sem bezt að-
stöðu sína í Egyptalandi og
Arabíu.
Af sömu ástæðu var það, að
þeir kræktu í eyna Cyprus eftir
ófriðinn mikla. Hún liggur
austast í Miðjarðarhafi, skamt
frá þar sem steinolíuleiðslau
mikla frá Mosul kemur til
strandar. Bretar geta því haft
eftirlit með henni, en olíá er
nauðsynleg fyrir flota þeirra.
—Lesb. Mbl.
VÍSUR
Lífs á ferð á grundum grónum
grösin sérðu ársdags fríð,
ilágt úr sverði lyfta krónum
lilju mergð og rósin blíð.
Ljóssins glæðing grundir litar
gefin af hæðum dásamleg,
drepur úr læðing, lifið ritar
lands um svæði á allan veg.
Herran sendir hjálparráðin
hér svo endi tregi hver,
heilög bendir himin náðin
heims að endadegi þér.
M. Ingimarsson
ÞRÆLASALAN f ABYSSINÍU
Eftir William J. Makin
Þrælasalan í Abyssiníu þarf
að hverfa úr sögunni. Þessi
krafa heyrist víða. Og keisar-
inn blakki hefir margoft gefið
út um það fyrirskipanir. En
þrælasalan heldur áfram alt fyr-
ir það. Og nú er sagt að þræl-
ar í Abyssiníu séu um tvær
miljónir.
Hvernig ná þrælasalar í bráð
sína ? Um það er þessi saga:
Áður en dagur rennur, læðast
hálfnaktir ræningjar að negra-
þorpi í Súdan og umkringja
það. Þeir eru vopnaðir byssum.
Alla hunda þorpsins hafa þeir
hænt að sér með nýju Zebra-
kjöti. Rakkarnir eru mettir og
rólegir. Engin hundgá heyrist.
Ræningjarnir hvifsílast á í
myrkrinu, og áður en varir er
árásin byrjuð. Þeir ryðjast inn
í negrahreysin. Óp kvenna og
öskur karlmanna heyrist gegn-
um skothríðina. Fyrsti kofinn
stendur strax í björtu báli. —
Negrarnir sem fyrir eru þreifa
eftir spjótum sínum og skjöld-
um. En alt er um seinan. Á-
rásin hefir verið svo vel undir-
búin, að þeir koma engri vörn
við.
Við bjarmann frá logandi
hreysum eru íbúar þorpsins
reknir saman í hnapp. Nokkur
lík liggja eftir á vígvellinum —
lík þeirra, sem heldur yildu
dauða sinn en þrældóminn.
Áður en dagur rís, eru þorps-
búar komnir á leið til Abyssiníu,
reknir áfram, eftir gömlum
þrælaslóðum, inn yfir landa-
mæri, sem enginn veit greini-
lega hvar eru.
Þannig er undirstaða þræla-
verzlunarinnar. Og Haile Sel-
assie keisari fullyrðir, að hann
geri alt sem í hans valdi stend-
ur til þess að stemma stigu fyrir
villimensku þessari. En það
kemur fyrir ekki.
Eg var eitt sinn á ferð nálægt
landamærum Súdan og Abys-
siníu. Eg gisti í lélegu hóteli í
þorpi einu. Eg gat ekki sofið
fyrir hávaða í Aröbum sem
voru í næsta herbergi, sveipaði
um mig kápu minni og gekk út.
Þegar eg komst undir bert loft,
heyrði eg undarlega draugaleg-
an tilbreytingsalausan tfumbu-
slátt í fjarska. Eg gekk á
hljóðið, og var að vörmu spori
kominn út úr þorpinu.
Tunglskin var á. Úti í sléttu
rjóðri, utan við þorpið, sá er
dansa hóp svartra þræla. Þeii
slógu trumbur með hnefunum
konur og karlar og dönsuðv
sinn ömurlega villimannadans
þunglamalegan dans, svo sand-
rykið þyrlaðist upp, en svita-
lækir runnu niður eftir berum
líkama þeirra. — Var þetta
draugaleg sjón.
Þeir sveifluðu handleggjun-
um eftir trumbuslættinum, og
skældu sig í framan eins og
bavíanar. I svip þeirra var út-
málaður ótti og kvíði.
Þarna í rjóðrinu sátu tveir
menn og reyktu. Þeir geispuðu
við og við, þeim leiddist auðsjá-
anlega. En þeir máttu ekki hafa
augun af þrælunum. Þetta voru
auðsjáanlega “eigendurnir”.
Fyrir dögun skyldu þeir halda
af stað með hópinn, áleiðis til
strandar, þar sem skip frá Ara-
bíu bíða eftir þessum flutningi.
Við og við heyrðust ýlfur
sjakalg, sem ýlfruðust á í tungl-
skinsnóttinni. Það var engu
líkara en ýlfur þessi kæmi frá
hinum dansandi hóp, að svert-
ingjar þessir væru á þann hátt
að senda frá sér angistarvein
til himins yfir illri meðferð og
örlögum sínum.
Þrælaveiðar? Hinn breski
stjómarfulltrúi í Khartoum. varð
þungbúinn á svipinn, er eg
spurði hann hvort slíkur ó-
fögnuður ætti sér* stað enn.
Eg er hræddur um, sagði
hann, að þetta þekkist. Við
eigum í vandræðum með kyn-
flokkana í landamærhéruðum
Abyssiníu, sagði hann. En eg
vil ekkert um það segja frekar,
sagði hann, og sneri á brott,
rétt eins og hann væri að gefa
til kynna, að hann hefði þegar
sagt of mikið.
Eg borðaði sama kvöld með
nokkrum breskum flugmönn-
um. Þeir hafa reynst bezta lög-
reglan á þessum strjálbýlu slóð-
um.
oft fallið í þeirri viðureign.
Það líður varla svo mánuður,
að ekki sé rænt fólki í Súdan,
til þess að hneppa það í ánauð.
— Ræningjarnir umkringja
negraþorpin, drepa þar gamla
fólkið, sem ekki er hægt að
koma í verð en reka konur,
karla, börn og kvikfjárhjarðir
til strandar.
I fangelsi einu í Súdan situr
alræmd kona ein og lætur sér
leiðast. Hún er í góðum hold-
um, því vel er með hana farið.
Hún heitir Sitt-Anna, og rak
þrælaverzlun í stórum stíl, við
Hvítu-Níl, rétt undir handar-
jaðri brezkra yfirvalda.
Sitt-Anna var orðlögð fyrir
harðneskju og grimd. Arabisk-
ir þrælasalar heimsóttu hana
oft. Mikið mannsal fór fram í
húsum hennar. Qg þrælana lét
hún lemja oft til óbóta. Hinir
araþfsku æfintýra|menn báru
mikla virðingu fyrir henni. En
mikill léttir var það fyrir marga
Súdan-búa; er Sitt-Anna komst
loks undir manna hendur, og
aðstoðarmenn hennar. Þá um
leið fengu 500 þrælar frelsi.
En verzlunin heldur áfram
þó hún sé fangelsuð. Maður
hennar fer margar herferðir til
Súdan. Og ríkidæmi hennar
vex, þó hún sé lokuð inni. Lið
hans fór margar ránsferðir til
Súdan árið 1932, og var vel
vopnum búið. Ekkert stoðaði
þó bresk yfirvöld sendu Abys-
siníukeisara mótmæli gegn
framferði þessu.—Lesb. Mbl.
í KOLANÁMU: SEX HUNDRUÐ
OG NfU METRA NIÐRI
f JÖRÐINNI
Eftir Pétur Sigurðsson, mag.
Nú hverfum við frá menning- I>egar menn ferðast að næt-
unni í bili, varð einum flugfor- 1 ur^a§i 1 járnbrautarlest milli
ingja að orði. Á morgun erum i bor§auna í Ruhrhéraðinu, sjá
við á bak og burt. ,menn við og við blossandi loga,
— Hvert er ferðinni heitið? isem bera batt við ioft. eins og
spurði eg.
I vitar væru kyntir á hárri fjalls-
— Við þurfum að líta dálítið egg- Þetta eru svonefndir há-
yfir landamærin, sagði hann. iofnar, þar sem málmsteinn er
— Svipast um eftir þræla- bræ(i(iur við kolaeld. Dag og
ræningjum kannske?
En þá var eins og rekið værí
nótt, ár eftir ár, er kynt án af-
láts, sí og æ renna vagnar upp
upp í flugmanninn. Hann mælti a t)run ofnanna og spúa úr sér
ekki orð af vörum. jkolum og málmgrjóti, en úr
Þá vissi eg eins vel og hann botni ofnsins rennur járnið niður
hvert erindið var. Því nokkrum f sandmót og storknar þar. En
vikum áður hafði eg verið í ara- efst uPPi blossar upp úr ofnun-
bisku hafnarborginni Hodeldah um> bað er §as> setn losnar úr
við Rauðahafið. Þar hafði eg kolunum við hinn gífurlega hita
séð hinn leynilega þrælamark- °§ ioSat á í náttmyrkrinu. —
að. Þar sá eg hópa af þrælum, Þessit ofnar eru settir, þar sem
bæði kol og járnsteinn er í
fólks Jörðu, en þar sem óvíða hagar
svo til, að völ sé á hvorttveggja,
er einnig mikil járnvinsía í
kolahéruðum, og er þá málm-
steininn fluttur að. Borgin Ob-
Verzlun í Súdan barst í, erhausen í Ruhr-héraðinu ligg-
ur í miðju kolaauðugasta héraði
í Þýzkalandi, og eru þar djúpar
og víðáttumiklar kolanámur og
stórarstálsmiðjur; ná námu-
göngin svo mílum skiftir í allar
áttir og inn undir borgina.
íslenzki knattsprynuflokkn-
skeggjaðir Arabar gættu þeirra
Meðal hins hernumda
voru margir frá Súdan.
Daginn eftir að flugmennirnir
lögðu upp í leiðangur sinn,
heimsótti eg arabiskan kaup-
mann
tal.
Eg sagði svona við hann.
— Og þar viðgengst þræla-
verzlun enn?
Arabinn þagnaði við, og fór
að horfa á veggmyndir frá
Mekka.
— Ef þér einhverntíma kom- . var sýnd ein slík kolanáma í
ið til Dinka-lands, þá getið þér |Oberhausen. Er náman eign
enn séð gömlu þrælaslóðirnar, mesta iðjufyrirtækis í borginni
sem kallaðar eru Arabavegur-
inn. Og þér kunniö að verða
varir við mannaferð þar enn.
En loftslagið er óholt þar, sagði
hann — og beindi samtalinu að
öðrum efnum.
Þannig komst eg á snoöir um
þrælaveiðarnar í Súdan og Ken-
ya.
Það mun ekki ofmælt, að 500
manns sé rænt þaðan á ári. Og
þrælar þessir eru fluttir inn yfir
Abyssiníu til Rauðahafsins. I
franska Somalilandi eru þræl-
arnir settir í skip, er flytja þá
yfir Rauðahafið. Og hveynig
sem varðskip Breta reyna að
sternma stigu fyrir þessu, halda
flutningar þessir áfram. “Svart
fílabein” er altaf í háu verði í
Arabíu.
Þrælasalarnir, sem flytja
þrælana til strandar, eru vel
vopnum búnir. Oft lenda þmr í
harori víðureign við varðlið
Breta. Brezkir varðmenn hafa
er heitir Grosse Hoffnungshutte
og vinna 30,000 manns hjá þvf í
Oberhausen einni, en auk þess
hefir félagið víða í seli. Félag-
ið á viðáttumiklar kolanámur
við borgina, og eru þar 7 námu-
brunnar og göng í allar áttir út
frá hverjum þeirra; ekki er
unnið í þeim öllum, og var mér
sagt, að betur borga|i sig að
hafa færri í takinu i einu. Var
farið með okkur að námubrunni
nr. 1, sem heitir Zeche Ober-
hausen. 1 Yfir brunnopið er
reistur tum nokkuð hár, en al-
veg rétt hjá eru gríðarmiklir
háofnar, sem taka við kolunum,
um leið og þau koma upp úr
jörðinni. Ekki gafst tími til
þess að skoða háofnana, og
þótti mér það mikið mein.
Námubrunnur þessi er 609
metrar á dýpt, og liggja út frá
honum námugöng á 7 stöðum.
Er því að meðaltali 85 metra
Frh. á 8 bls.