Heimskringla - 30.10.1935, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 30. OKT. 1935
HEIMSK.RINGLA
3. SÍÐA
og jörðin illa undirbúin, þegar
í iiana var sáð. En jafnframt
lýsa þau trú á framtíðar mögu-
leikunum og gæðum landsins.
Bréfin eru öll hin fróðlegustu
fyrir þá sem vilja kynna sér líf
þessara fyrstu íslenzku innflytj-
enda hér í Manitoba.
Þegar maður lítur svo á lífs-
kjör þessara manna á fyrstu ár-
unum, vakna,r sú spuming í
huga manns, hvort ekki hafi
verið mjög misráðið að flytja
þennan hóp út í óbygðir undir1
vetur. Náttúrlega hef'ir það ver-
ið það að sumu leyti. En hins
verður líka að gæta, að ekki
var frá neinu að hverfa; at-
vinnu var ekki að fá og fram-
tíðar velferð hefir virst örugg-
ari, ef komist yrði þangað sem
einhver skilyrði til sjálfsbjarg-
ar væru fyrir hendi. Mikið af
ágætu akuryrjulandi var þá ó-
numið í Manitoba og það þar
sem auðveldara var með rækt-
un og samgöngur heldur en í
Nýja-íslandi. En íslenzkir inn-
flytjendur voru óvanir akur-
yrkju og kunnu ekkert til henn-
ar. Að hinu leytinu voru þeir
margir vanir fiskiveiðum og
það var fljótteknara bjargræði
úr vatninu en á landi. Enda
hefir f'iskiveiðin ávalt verið og
er enn í dag annar aðalatvinnu-
vegur þéirra, er í Nýja-íslandi
búa; og hefir eflaust gefið af
sér meiri arð en nokkur annar
atvinnuvegur, sem þar hefir ver-
ið stundaður, einkum meðan
gnægð fiskjar var í vatninu. i
Mestu bágindi landnemanna'
stöfuðu af því að þeir komu
þangað fyrsTá óhentugum tíma,
á áliðnu hausti, og svo af sjúk-
dómum þeim, sem geysuðu yfir
nýlenduna. Yfir höfuð hefir
hagur fólks þar mátt heita góð-
ur, þegar frá eru talin þessi
fyrstu landnámsár. Og víðar
en þar hafa þau orðið mönnum
erfið. Nú á síðustu árum má
óhætt segja að' liagur manna
hafi verið betri ar en víða ann-
ars staðar, þar sem þá var álit-
ið að væri miklu bjargvænlegra.
Enda hefir svo farið, að sumar
þær íslendingabýgðir, sem áður
voru álitnar rýrastar að lands-
gæðum hafa einna bezt þolað
kreppu þessara síðustu ára.
Og nú, er við minnumst þessa
landnáms fyrir sextíu árum, þá
höfum það hugfast, að þeir sem
fyrstir hafa komið hafa orðið að
ganga í gegnum mesta örðug-
leika; það hefir reynt mest á
þeirra kjark og þrautseigju. —
Þegar við berum saman kjör
þeirra við kjör okkar sjálfra,
verður ljóst að munurinn er
mikill. Það getur varla átt fyrir
neinum okkar, sem hér erum,
að koma á landnámsstöðvarnar,
þegar önnur sextín ár verða lið-
in, en eflaust verður þá
margt breytt frá því sem' nú
er. En það er líka margt
breytt frá því sem var fyrir sex-
tíu árum. En hvernig sem alt
fer, eiga þessir landnámsmenn
skylda þökk og^ virðingu allra
afkomenda sinna og allra Vest-
ur-íslendinga, hvort sem þeir
hafa dvalið hér lengur eða
skemur. Okkur er öllum ljúft
að minnast þeirra, minnast þess
að þeir voru brautryðjendurnir,
og að þeir stigu fyrstu og erfið-
ustu sporin í landinu, sem nú
er orðið fósturland okkar allra.
(Heimildir: Almanak O. S.
Thorgeirssnar, 1926; Tímarit
Þjóðræknisfélagsins, 7. ár.)
“SAGAÖEN”
íslandssaga fyrir danska skóla
eftir Gunnar Gunnarsson
Kaupm.höfn í sept.
“Sagaöen”, hin nýja bók
Gunnars Gunnarssonar,
kemur út 4. október hjá
Bókaútgáfu Miartins í
Kaupmannahöfn. Þessi
bók fjallar um sögu ís-
lands fram til líðandi
stundar.
Bókin er þáttur í bókaflokkn-
um “Viden or Virke”, sem
staklega er ætlaður til lesturs
við lýðháskóla í þeim tilgangi,
að kynna meginþætti annarra
þjóða og landa, gefa stutt yfir-
lit yfir sögu þeirra og þróun.
Mér hefir gefist kostur á að
lesa bókina meðan hún er enn
í próförk. Hún er 158 blaðsíð-
ur að stærð, með um 80 mynd-
um og teikningum eftir kunna
listamenn innlenda og útlenda
og auk þess uppdrætti af ís-
landi. Gefa myndir þessar góða
hugmynd um ísland að fornu og
nýju — náttúru og þjóð, fram-
kvæmdir og atvinnuhætti. En
'þó mun hin snjalla framsetning
Gunnars Gunnarssonar mestu
orka til að kynna landið, ekki
sízt hinar öru framfarir síðari
ára.
“Sagaöen” er skift í 10 kafla.
í tveimur fyrstu köflúnum, “Ul-
time Thule” og “Eyjan í haf-
inu” er skýrt frá jarðfræði
landsins og legu. Forsagnir
hinna kaflanna bera með sér
hvað þar um ræðir: “Siglingar
hefjast”, “Eandnámsöldin”,
“F'yrsta þing Norðurlanda og
frjálst ríki”, “Saga og kirkja”,
“Fimm myrkar aldir”, “ísland
aftur fullvalda ríki”, “Island
nútímans” og síðast “Niður-
lagsorð” þar sem höfundurinn
gerir grein fyrir starfi sínu og
getur þess, að hann hafi ekki
getað haft bókina eins ítarlega
og hann hefði kosið, því að
form “Viden og Virke” leyfði
það ekki.
j Gunnarsson. “Óll hin frjálsa
| verzlun leggur það í einelti og
ásakar það fyrir einokunar-
stefnu, en samt er það í stöð-
j ugum vexti og þrátt fyrir erfiða
tíma óx verzlunarumsetning
þess um miljónir á síðastliðnu
ári og nam alls um 13| milj. kr.,
sem ekki mun vera fjarri lagi að
sé einn sjöundi hluti allrar um-
setninar landsins”. — “S. í. S.
er kerft sem skapast hefir af
nauðþurft þjóðarinnar til varn-
ar gegn hverskonar ásælni. Og
þrátt fyrir mistök, sem vitan-
lega eru ekki nema ma,nnleg,
má segja, að velferð þjóðarinn-
ar sé fast hnýtt við framtíð
þess og þróun”.
Ennfremur er sagt frá því,
að samvinnufélögin hafi stofn-
að skóla, sem sé undir stjórn
Jónasar Jónssonar fyrv. dóms-
málaráðherra.
I
“Á síðari árum hefir verið
sagt”, segir höfundurinn, “að
þegar þrír eða fjórir íslendingar
hittist, líði ekki á löngu þar
til talið berist að Jónasi. Og
þetta er sjálfsagt rétt. Enginn
Islendingur, og allra sízt nokk-
ur ungur Islendingur, hefir get-
að isbaðið hlutlaus gagnvart
þessum manni, sem um langan
tíma hefir verið meginstoð og
nú er foringi Framsóknar-
flokksins, sem að vísu er fyrst
og fremst bændaflokkur, en hef
ir sett markið hærra en að berj-
ast fyrir landbúnaðarmálum
einvörðungu, nefnilega frelsi
þjóðarinnar og að gengr hennar
sé trygt við sæmileg kjör. Og
að hún varðveiti sérkenni sín.
Þess vegna var það áríðandi við
stofnun lánsbanka, að efla jafn-
réttið og gera hinum fátæku
bændum nokkumveginn mögu-
legt að byggja upp býli sín. —
Þess vegna varð að leggja vega-
kerfi um landið og brúa árnar,
sem gerði mögulegt að stofna
hin fyrstu mjólkurbú og yfir-
leitt skapaði verzlunarmögu-
leika fyrir landbúnaðinn. Það
er fullkomlega eðlilegt, að verzl-
unin, sem þjóðfélagsmál, væri
tekin á þessa stefnuskrá.”
Prestur er í heimsókn í fang-
5Í. — Hversvegna ertu hér
aur minn, spyr hann fangann
yrsta klefanum e^ hann kem-
í?
— Vegna þess að eg kemst
:ki út.
* * *
Úr bindindisræðu: Eg hefi
t heima í þessari borg alt mitt
'. Hér eru fimtíu og fimm
nveitingahús og eg er stoltur
því að geta sagt, að eg hafi
drei komið inn á eitt þeirra.
Áheyrandi: Hvaða veitinga-
is er það?
ísland nútímans
Þess má vænta, að mönnum
leiki mestur hugur á því að
vita, hvað Gunnar Gunnarsson
segir um “ísland nútímans”. —
Hann hefir máls með svofeldum
orðum: “Þær framfarir, sem
hafa átt sér stað á íslandi áj
síðustu tímum, eru svo víðtæk-
ar, að það gegnir engri furðu, j
þótt einstaka þátttakendur
hinnar örstígu viðreisnar sundli,!
þannig að örðugt verði að halda j
jafnvæginu og leiða framfarim-
ar inn á heilbrigðar og rólegar
brautir. Þrátt fyrir þetta má |
segja, að undrafá og vonandi
ekkert hættulegt víxlspor hafij
verið stigið, svo enn megi
vænta, að land og þjóð mótist
með sérstæðum einkennum og
efldu sjálfstæði úr þeirri ‘deiglu’
sem einn ágætur sænskurj
mentamaður og Islendsvinur
hefir — því miður með alt of
miklum rétti — fullyrt að vér
værum nú í”.
Til þess að varpa ljósi yfir
hinar stórkostlegu framkvæmd-
ir getur Gunnar Gunnarsson um
íbúafjölgunina í Reykjavík. —
Ræðir ennfremur um helztu
byggingar bæjarins, fjármál,
atvinnulíf og stærri fyrirtæki
eins og t. d. Eimskipafélag ís-
lands. Þar næst er sagt frá
þróun sjávarútvegsins og getið
um Akureyri og aðra merkilega
bæi. Þá er sagt frá því, hve
kaupfélögin eigi mikinn þátt að
fjárhagslegri viðreisn þjóðarinn-
ar.
4 Umsögn Gunnars Gunn-
arssonar um Jónas Jóns-
son og Fnamsóknarflokk-
inn. Hinn mikli þáttur
Jónasar Jónssonar að
framförum landsins.
“Þá komum við að mikilvæg-
asta fyrirtækinu í nútímasögu
fslands, Sambandi íslenzkra
samvinnufélaga”, segir Gunnar-
Áhrif Jónasar Jónssonar
á íslenzk skólamál.
“Og þó hefir enn ekki verið
getið um hið merkilegasta mál-
efni, sem Jónas Jónsson hefir
persónulega átt mestan þátt
að”, segir Gunnar Gunnarsson
ennfremur. “Stofnun hinna ís-
lenzku alþýðuskóla víðsvegar
um sveitir landsins, sem eiga
að bæta upp biskupsetrin
gömlu. Mentun þjóðarinnar
var vitanlega ekki neitt smámál
í augum þessa ágæta skóla-
manns, heldur mikilvægasti lið-
ur þjóðlífsins. Hann sá að ís-
lenzkri alþýðumenningu stafaði
hætta af fólksstraumnum til
bæjanna og strandarinnar. Sem
gamall nemandi frá Askov sá
hann ráð: Alþýðlega skóla með
heimilisbrag skipað í fylkingu
um landið, bygða mitt í sveitum
þess, þannig, að sambandið við
landið og líf fólksins verði einn-
ig verndað að skólanámi loknu.
Hér átti að uppfræða hina ungu
kynslóð til að verða íslending-
ar — og þar með borgara í
mannfélaginu. Glæða skilning
unga fólksins og löngun til
gagnlegra athafna, samkend
þess og ábyrgðartilfinningu
gagnvart þjóðfélaginu. Og skól-
arnir áttu fyrst og fremst að
vera í fullu samræmi við kröfur
tímans, ekkert mátti til þess
spara. Það átti að hita þá upp
með ónotuðum veröfnætum
heitra uppspretta og lýsa þá
með afli fossanna. Það átti m.
a. að kenna æskúnni að gera
kröfur. Samtímis átti að sýna
henni, að hægt væri að uppfylla
þær. Því að það voru ekki
kröfur um óhóflega lifnaðar-
hætti, sem hjá henni voru vakt-
ar, aðeins kröf'ur um frjálsræði
og mannkærleika, samtímis því
að möguleikarnir til að lifa í
landinu ykjust og ástin til þess
styrktist.”
Þar næst talar Gunnar Gunn-
arsson um skólana á Laugar-
vatni og í Reykholti. Þá far-
ast honum svo orð:
“Þær byltingákendu framfarir
sem orðið hafa á Islandi síðasta
mannsaldurinn, eru vitanlega
engan veginn, eins manns verk.
En Jónas Jónsson hafði kjark
til að eiga mikinn þátt í þeim.
A. m. k. innan vissra takmarka,
eins og t. d. í samvinnufélags-
skapnum og öllu sem við hann
er tengt, í vegagerðum og brú-
arbyggingum síðari ára, í heil-
brigðismálum o. s. frv. Og al-
þýðu skólarnir eru að öllu hans
verk, auk þess sem hann hefir
líka með öðru móti komið ís-
lenzkum skólamálum í betra
horf.”
Gunnar Gunnarsson nefnir
auk þess aðra menn, sem mest
hafa komið við sögu hinna ör-
stígu framkvæmda og lýsir bún-
aðarháttum á íslandi, fiskveið-
um, brúa- og vergagerðum,
símasambandi, vitabyggingum,
hafnargerðum o. s. frv.
Síðustu orðin í “Niðurlags-
orðum” hans hljóða svo:
“Og svo vona eg, að ókunnur
lesandi, sem les þessa bók yfir,
ekki sízt vegna myndanna, geti
gert sér ofurlitla hugmynd um
ísland og örlög þess frá land-
námstíð og fram til vorra daga
— þetta land, sem með jökul-
hjálma sína virðist geta flogið
af stað yfir hið ólgandi haf, er
eins og svanur milli landa —
villisvanur fljúgandi í fjarSka.”
Eins og áður er getið, er
“Sagaöen” fyrst og fremst ætl-
uð lýðháskólunum, en gert er
ráð fyrir, að hún nái mikilli út-
breiðslu utan þeirra —< verði
heimild hinnar dönsku þjóðar
og nágrannaþjóðanna um ís-
land. Það mun og auka á vin-
sældir hennar, að hún er skrif-
uð af snild orðsins meistara.
B. S.
—Nýja Dagbl.
BRÉF TIL HKR.
Árborg, Man.,
26. okt. 1935
Mr. S. Einarsson,
Winnipeg, Man.
Kæri vin:
Sem erindsreki í mentamála-
deild Manitoba fyrir bændaflokk
fylkisins (U. F. M.) leyfi eg
mér að gera nokkrar athuga-
semdir við grein þína “Ellefta
bekkjar prófin” í síðasta blaði
Heimskringlu og vona að þú
birtir þessar línur þar.
•
Vil eg þá telja aðal ástæðuna
fyrir því að helmingur bama
fellur við próf í skóla þá að Gr.
IX, X og XI ættu að vera deilt
niður í fjögur ár en ekki þrjú,
en ekki lélegri kenslu eða of
hörðum kröfum við próf að
kenna. Verkið sem börnum er
ætlað að gera á þremur árum
hér í Manitoba og vesturfylkj-
unum er deilt niður í fjögur ár,
í Ontario og British Columbia,
og eru miklar líkur til þess að í j
náinni framtíð verði það gert
hér líka, þar sem kennaraþing
út um fylkið senda inn beiðni
þess efnis til mentamáladeildar-
innar. Þetta getur ekki látið
gerast í einum vetfangi, þar
sem svo margt verður að íhuga
áður en sú breyting getur geng-
ið í gegn. Þetta verður tekið
til greina og alvarlega íhugað.
Eg fyrir mitt leyti held að þó að
börnin verði ekki stimpluð sem
“tossar eða aulabárðar” fyrir
útkomu prófanna, þá hafi það
samt sem áður óheilbrigð áhrif
á hugarfar barnanna, þar sem
það gerir þau sterkari kærulaus,
en þau veikari kjarklaus og er
óþarfi, vísvitandi, að bæta við
erfiðleika ungdómsins. Hitt að
prófin séu svo úr garði gerð, að
aðeins svo mörg standist þau
er ekki heilbrigður hugsunar-
háttur og ætti' ekkl að vera á-
stæðulaust birt í opinbenim
blöðum. Væri leitað í skýrslum
skólanna í Winnipeg undanfarin
ár, kæmi það í ljós, að meðal-
tala barna sem ekki hafa sig í
gegn, er um 20%, og er því út-
koman nú engu verri en hún
hefir verið. Börn sem eru skörp
fara í gegnum prófin á þremur
árum, en hin sem eru vanaleg-
um gáfum gædd þurfa fjögur
ár. Mætti líka taka til greina
allar þær kröfur, sem utan að
koma til þess að trufla og tefja
tímann barnanna nú og fyr.
Að lokum vildi eg benda á að
í öllum þeim nefndum sem sett-
ar eru til þess að undirbúa
prófin, eru (outstanding) kenn-
arar í þeirri grein, sem á að
prófa og kennandi það ár í
sagðri grein, og ættu þeir sann-
arlega að vita hvað þeir ættu
að mega eigá von á frá nem-
endum og það sama má segja
um þá, sem prófarkirnar lesa.
Börn útskrifast úr barnaskóla
tiltölulega yngri nú en var og er
því nemandinn ekki eins þrosk-
aður nú eins og‘ áður var.
Fyrir rúmum 4 til 5 árum
innrituðust um 800 nemendur
í XI bekk, en nú rúm 2,000. Er
þetta ekki af því, að fleiri ungl-
ingar séu í bænum, heldur að
ekkert ef' hægt fyrir þau að
gera og vilja því foreldrarnir
heldur vita af þeim í skóla en út
á víða vangi. Ekki að það sé
nein sérstök framtíðarvon í því
eða að barnið skari fram úr í
nokkurri grein, heldur hitt að
reyna að brúka eitthvað af þess-
um tíma sem nú er svo ákaflega
mikið til af og ekkert hægt að
gera með.
Vinsamlegast,
Andreia Johnson
Lyklasafn
Fluggarpurinn Charles Lind-
bergh á ýmsa merkilega hluti,
sem hann hefir eignast á ferð-
um sínum. Meðal annars á
hann allmarga lykla úr ýmsum
málmum og af ýmsum stærðum
og gerðum. Þetta eru hinir svo-
nefndu “borgarlyklar”, þ. e. þeir
sem gerðir eru heiðursborgarar
einhverrar borgar, eru sæmdir
slíkum lykli. Stærsti lykillinn,
sem Lindbergh hefir hlotið á
þennan hátt er frá bænum Buf-
falo, U. S. A. En sá minsti er
frá París. Hann er líka úr skíru
gulli.—Dvöl.
* * *
— Læknirinn er búinn að
banna konunni minni að búa
til nþat.
— Er hún veik?
—Nei, en það er eg.
INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
í CANADA:
-^rnes.............................Sumarliði J. Kárdal
Amaranth.................................j j} Halldórsson
Árborg..................................(j O. Einarsson
Baldur.............................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville........................................Björn Þórðarson
Belmont.................................... J. Oleson
Bredenbury...............................H. O. Loptsson
Brown...............................Thorst. J. Gíslason
Calgary..............................Grímur S. Grímsson
Churchbndge......................................Magnús Hinriksson
Cypress River.......................................PáH Anderson
B?Lfoe:................................. S. S. Anderson
.................................S. S. Anderson
Enksdale................................ ólafur Hallsson
Foam Lake............................................John Janusson
^lml1................................... K. Kjernested
Geysir...............................................Tím. Böðvarsson
Glenboro..................................G. j_ oieson
Hayland................................sig. g Helgason
Becla................................Jóhann K. Johnson
Hnausa....................................Gestur S. Vídal
Hove.............................................Andrés Skagfeld
Husavik............................................John Kernested
Innisfail...........................Hannes J. Húnfjörð
Kandahar................................s. S. Anderson
Keewatin..........................................Sigm. Björnsson
Kristnes............................................Rósm. Ámason
Langruth................................................3 Eyjólfsson
Beslle..............................................Th. Guðmundsson
Lundar....................................sig. Jónsson
Markerville..........................Hannes J. Húnfjörð
Mozart..................................s. S. Anderson
Oak Point.......................................Andrés Skagfeld
Oakview.......................................Sigurður Sigfússon
Otto................................... Björn Hördal
Piney....................................S. S. Anderson
Poplar Park.............................Sig. Sigurðsson
Red Deer............................Hannes J. Húnfjörð
Reykjavík..................................Arni Pálsson
Riverton..............................Bjöm Hjörleifsson
Selkirk...............................g. M. Jóhansson
Steep Rock.........................................Fred Snædal
Stony Hill..........................................Björn Hördal
Swan River............................Halldór Egilsson
Tantallon.............................Guðm. ólafsson
Thornhill..........................Thorst. J. Gíslason
Víðir..............................................Aug. Einarsson
Vancouver............................Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis...k...................................ingi Anderson
Winnipeg Beach.......................................John Kernested
Wynyard..................................s. S. Anderson
f BANDARIKJUNUM:
Akra...................................Jón K. Einarsson
Bantry..................................E. J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash......................John W. Johnson
Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson
Cavalier...............................Jón K. Einarsson
Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta.
Edinburg....................................Jacob Hall
Garðar................................s. M. Breiðfjörð
Grafton...............................Mrs. E. Eastman
Hallson............................. Jón K. Einarsson
Hensel.................................J. K. Einarsson
Ivanhoe..............................Miss C. V. Dalmann
Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St.
Milton..................................F. G. Vatnsdal
Minneota.............................Miss C. V. Dalmann
Mountain............................„Th. Thorfinnsson
National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St.
Point Roberts..........................Ingvar Goodman
Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Svold.................................Jón K. Einarssop
Upham.................................E. J. Breiðfjörð
The Viking Press, Limited
Winnipeg Manitoba