Heimskringla - 30.10.1935, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.10.1935, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 30. OKT. 1935 i.. BELLAMY MORÐMÁLIÐ Með þeirri órjúfanlegu sannfæring gæti eg segi eg, skotið máli mínu strax til dóms. En það má vera, að sum miður merkileg atriði í málinu séu yður ekki jafnljós og mér — mér er í mesta máta hugarhaldið, að láta ekkert undan dragast af hálfu skjólstæðinga minna — og enn er það að mér er í mun, að koma við kaunin á og sundra vitnisburði þess sleipa og málhvata hóps, sem hefir stiklað hér í vitnastúku dag eftir dag, fús og helzti fús að sverja líflátssök á tvær manneskjur Sú vitnaleiðsla mín verður hvorki löng né þreyt- andi. Fjórar eða fimm ærlegar manneskjur munu duga til þess þér fáið að þreifa á, að sannur er eiris fljótur í ferðum og ljósið. Ekki mun eg leiða fram til vitnisburðar þau mörg hundruð manns, sem eg gæti látið bera um innræti og framferði sakborninga, frammi fyrir yður, bera um það, að af öllum fögrum, dyggum, hraustum sálum sem oröið hafa á vegi iþeirra, er sú stúlka bezt huguð og bezt innrætt og dyggust, sem þetta mjög svo fullvalda ríki biður yður að brennimerkja sem morðingja. í sökinni: Almenningur gegn Sus- an Ives, mun eg engan krefja vitnisburðar nema Susan Ives sjálfa. Og þegar þér hafið séð hana, þegar þér hafið hlustað á hana, þegar þér hafið heyrt hana segja sögu sína, þá munuð þér trúa að mannfélagið og hegn- ingarlögin og almenningur sjálfur, gólandi á fórnarlamb, hefir farið hryllilega og hroðalega vega vilt, ef svo verður ekki þá er orsökin sú, að eg er lítilfjörlegur lögmaður, vesæll verj- andi og falsspámaður sömuleiðis.” “Eg trúi því ekki að hann sé lítilfjörlegur lögmaður,” hvíslaði jarpkolla með andköfum. “Hann er góður lögmaður. Hann er! Hann sýnir öllum hvað sakargiftirnar eru fráleitar. Það er að vera góður lögmaður, er það ekki? Þetta er að flytja góða ræðu, er það ekki? Þetta—” “Hann fór með íburðarmikla mælgi, sá gamli glópur”, svaraði blaðamaður kuldalega. “En hann elskar hana Sue sína og honum tókst skár en hann hafði vit og getu til. Ekkert sérlega vel samt. Þú eyðir ekki sök með því að spottast að henni. E----” Nú var kallað á Mrs. Adolph Platz, og þá trítlaði til vitnastúku smámunalegur og mein- leysislegur kvenmaður, augna og höfuðhár eins og hey á litinn, með lítið nef, rautt í totuna, í litlu hvítieitu andliti, óframlegur og smálátur. “Mrs. Platz, hver var þín staða þann 19. júní 1926? ‘‘Eg var innistúlka og þjónusta Mrs. Alfred Bond í Oyster Bay. “Varstu áður þénandi hjá Mrs. Patrick Ives?” “Já herra, um misseris tíma árinu áður. Eg gerði ekki annað en búa um og taka til samt.” “Var maðurinn þinn þar um sama leyti?” “Já, herra, Adolph var þar þá, hann gerði hvað sem fyrir kom, hjálpaði til að kynda og í garðinum og stýrði milliferða vagninum og þess háttar.” “Hvað var þá langt frá því þið giftust?” “Ekki mjög langt, herra, — ekki ár, al- veg.” Nú fóru varirnar að titra. ‘‘Af hverju fórstu úr vistinni, f'rá Mrs. Ives?” “Má eg til með að svara því, herra?” “Eg yrði mikið feginn því; var það af því hún var óánægð með verkin þín?” “Ó, nei, nei, það var ekki af því; enginn gæti óskað sér betri húsmóður heldur en Mrs. Ives, í þessari veröld. Það var af — það var útaf Adolph.” “Hvað var að Adolph, Mrs. Platz?” “Það var af því að —” Hún hristi höfuð- ið, í beyglum, barðist við blygðunarkvöl og roðnaði mikið. “Eg á bágt með að tala um það; herra. Eg er ekki vön að tala mikið.” ‘‘Það veit eg. En nú tjáir okkur ekkert nema sannleikurinn. Eg veit fyrir víst, að þú munt vilja hjálpa okkur til að fá það sanna að vita.” “Já herra, það vil eg. Jæja þá — það var af því hvernig hann Adolph lét við þjónustu Mrs. Ives, Melanie.” i “Hvemig vissir þú það sanna í þvi efni?” “Ó, eg hugsa þau hafi viljað að eg vissi það,” svaraði kona Adolph Platz, var nú ekki mjúkróma, heldur skörp og beizk. “Það var líkt og honum væri ekki sjálfrátt, hann lét iíkt og hann væri heillaður af henni, en ekki líkt og fulltíða maður með heilu viti—eg segi það rétt eins og er. Eg kom tvisvar að honum þegar hann var að kyssa hana — öðru sinni í búrinu, hinn ganginn bakvið kerruskemmuna. Þau vildu að eg stæði þau að þessu.” “Hvað gerðir þú, þegar þú varst þessa vör?” “í fyrra skiftið gerði eg ekki neitt; eg varð svo hissa og hrædd og veik. Eg vissi ekki af, að karlmenn gerðu svona nokkuð. ekki þeir karlmenn sem maður giftist — ekki alminlegir menn, beztu vinir bróður manns, eins og Adolph. Aðrir karlmenn, kannske, en ekki þeir. Eg gerði ekki neitt nema gráta það kveld. En næsta sinn sem eg sá til þeirra, þá var eg ekki eins hissa og eg varð vond, alveg bálvond. Eg tók mig til og sagði þeim mina meiningu um þau og svo fór eg beina leiðtil Mrs. Ives og sagði henni að eg færi undir eins og hún gæti fengið einhverja aðra, og eg sagði henni af hverju, líka. Eg sagði henni að Adolph gæti verið kyr í vistinni, en eg færi.” “Hvað kom svo fyrir?” “Þá sendi hún eftir Melanie og Adolph en þau þrættu bæði fyrir.” “Herra dómari—” “Láttu liggja milli hluta, hvað hver sagði Mrs. Platz; vitnaðu um hitt, hvað kom f'yrir.” “Það get eg ekki nema segja hvað við sögðum, herra, við töluðum qll í einu, sérðu til, og---” “Já. Jæja, látum svo vera að þú segir okkur. hvað gerðist eftir þetta málþing.” “Við Adolph fórum, herra. Eg hefði ekki viljað vera kyr, hvað sem í boði var, eftir alt þetta — öllu vinnufólkinu til athlægis fyrir að vera svoddan bjáni, að sjá ekkert af því sem fram fór. Og Mrs. Ives vildi ekki sjá að Adolph væri kyr ef eg færi, svo hann kom líka. Það var ómögulegt fyrir Mrs. Ives að finna út hvert af okkur segði satt frá, svo hún reyndi ekki til þess, en sama samt, hún veitti Melanie svoleiðis tiltal að--” ‘“Já, jú, einmitt. Nú hvað gerðist eftir að þið fóruð úr vistinni, Mrs. Platz?” “Ja, eftir það, herra^ leið okkur ekki sér- lega vel. Við vorum ekki lukkuleg, sérðu. Eg gat ekki gleymt og það spilti á milli okkar, og eg held að hann hafi verið eins. Má vera að hann hafi ekki kært sig um það.” Nú opnuðust stíflumar, sem lengi höfðu lokaðar verið. Smáa, stilta, netta manneskjan í vitnastúkunni úthelti öllum sárindum hjarta síns, gleymdi öllum sem horfðu á og hlust- uðu, öllum viðstöddum nema hinu rjóða og ramtrausta og vinalega andliti frammi fyrir henni. “Því er miður, Mrs. Platz, að okkur er ekki leyfilegt að fá að vita þær skoðanir, sem þú gerðir þér né niðurstöður af' íhugun þinni. Við viljum fá að vita nákvæmlega hvað gerðist og annað ekki, viltu reyna til að haga þér þar eftir?” Hin mæddu augun, fjörsogin og einlæg og full af tárum, mættu hans. “Já, eg skal reyna, en mér heyrist það sé erfitt, herra. Hvað viltu fá að vita?” “Rétt þetta, hvað þú gerðir þegar þú fórst frá Mrs. Ives.” “Já herra. Já, við reyndum fyrst að fá vinnu saman, en það tókst ekki vel. Það voru sjö í heimili, við gerðum öll verkin og Dolph var alt annað en ánægður með það, svo þegar voraði fékk hann vist í Oyster Bay á Long Island, þar vantaði ógiftan mann til að sofa á kerruhjalls lofti. Við komum því svo fyrir, að eg skyldi fara í vist í Locust Valley og við værum saman á sunnudögum og á kveldin líka, öðru hvoru. Það ráð leit vel út og gafst ekki svo illa, þangað til eg fékk bréfið.” “Þú hefir ekki sagt okkur af neinu bréfi, Mrs. Platz.” “Nei, herra, það hefi eg ekki gert, satt er það. Viltu að eg segi þér frá því ? ” “Já, eg vil að þú haldir söguþræðinum. Hvaða mánaðardag gekk maðurinn þinn í þessa nýju vist?” “Það var fyrsta apríl 1926. Eg fór ekki í mína fyr en hálfum mánuði seinna.” “Áleizt þú að hann væri farinn frá þér, skilinn við þig?” “Það datt mér ekki í hug.” í hinum mildu augum brá fyrir skerpu. “Hann kom að finna mig á hverjum einasta sunnudegi og einu sinni á hverri viku þar fyrir utan.” “Hann hafði á orði að skilja við þig?” “Það gerði hann alls ekki, nema stöku sinnum, þegar fauk í okkur og við meintum hvorugt það sem við sögðum — sosum að hann sagðisit fara og láta mig eina, ef eg hætti ekki að jagast og eg sagði að sama væri mér, eg gæti ekki á betra kosið — þú veizt. eins og kemur fyrir á milli hjóna stundum.” Mr. Lambert leyfði sér að brosa kuldalega. “Svo má vera. Hvorugt ykkar hugsaði til skilnaðar?” “Nei herra, við gátum ekki hugsað til ann- ars eins. Hjónaskilnaður er hræðilega dýr, og svo vorum við ekki búin að vera gift í meir en eitt ár eða svo.” Mrs. Platz gerði hraustlega tilraun til að vatna ekki músum og til að brosa. “Svo að um það leyti sem þú hefir til- greint, var ykkar samkomulag fullgott, var svo?” “Já herra; eg þarf ekki að kvarta yfir neinu. Alt var í betra lagi en verið hafði frá því' um haustið.” “Hvað kom fyrir til að spilla á milli ykk- ar?” “Það var þetta-------” “Dálítið hærra, viltu gera svo vel. Við viljum heyra til þín, eins og þú veizt.” “Það var þessi uppvartnings píá hjá Mrs. Ives. Hún gerði honum boð að koma.” “Hvernig veiztu það?” “Ja, eg skal segja þér hvernig stendur á því.” Það sá og heyrðist glögt á henni, að eftir alla þessa þungbæru þagnartíð, þótti henni gott að hitta fyrir sér vin 'til að hlýða á þessa ljótu sögu. “Það yar svona: Eitt sunnu- dagskveld kom hann alls ekki.” , “Jlvaða mánaðardag var það?” “Sunnudaginn tuttugasta júní, herra. Eg vissi hreint ekki hvað eg átti að hugsa en á þriðjudagsmorgun, hvað skyldi eg fá nema bréf frá Dolph og í því----” ( “Hélztu því bréfi til haga?” “Já herra.” “Hefirðu það hjá þér?” “Já herra.” Mrs. Platz tók til gljáandi smátösku og tók upp bláa pappírsörk, mikið velkta. “Þetta er bréfið sem þú fékst?” “Já herra.” “Með rithönd mannsins þíns?” “Já.” “Herra dómari, eg vil að þetta tilskrif sé sötlusett og fylgi skjölum málsins.” “Eitt augnablik, herra dómari. Má eg spyrja af hverju tilskrif Platz -hjónanna eru bendluð við þetta sakamál?” “Með yðar leyfi, herra dómari, skal eg skýra frá hvað til þess kemur,” svaraði Mr. Lamibert snúðugt. “Þau eru tekin í sakarinn- ar málsskjöl til þess að sanna, að einu helzta vitni sækjanda er ekki trúandi; þau eru fram lögð til að sanna til fulls, að Miss Melanie Cordier er lygari, hjónadjöfull og meinsæris manneskja. Enn býð eg fram bréfið sem sönnunargagn, annað til mun eg leggja fram síðar.” Dómarinn leit á bláa seðilinn í hendi Mr. Lamberts, með auðsjáanlegri óbeit. “Þú heldur- því fram, að þetta sanni að umrætt vitni hafi drýgt meinsæri?” “Svo geri eg, herra dómari.” “Ef svo er, þá má það fylgja málsskjöl- unum.” Mr. Farr lét sér það alt annað en vel líka, duldi samt þykkju sína og ypti öxlum. “Gott og vel herra dómari. Engin mótmæli.” “Umslagið að þessu bréfi er merkt Atlam tic City, 19. júní 1926,” mælti Mr. Lambert með hátíðlegri rögg. “Það hljóðar svo: “Kæra Fríða* Jæja, þú verður hissa að fá þetta, býst eg við, og ekki sem ánægðust heldur, sem von er til. Það sanna er, að eg hefi afráðið að við ættum ekki að sjást framar, af því að Melanie og eg, við höfum fundið út, að við getum ekki komist af án hvors íinnars, svo hún er komin til mín og eg verð að sjá um hana. Ástæðan til að eg kom ekki að finna þig um þessa seinustu helgi, var sú, að eg fór til Rosemont að finna hana og eitthvað hafði slegist upp á milli hennar og Mrs. Ives og hún er fjarska lingerð og viðkvæm, svo eg ætla að hjá um að hún fái góða hvíld. Eg vona að þú takir þér þetta ekki of nærri, því að þetta er skársta leiðin. Melanie veit ekki af að eg skrifa þér, því hún er til með að vera sjálú og meir en það og vill ekki að eg sé að skrifa þér til, svo þau verða ekki fleiri, en eg vil að alt sé hreint og ómengað, því að eg er svoleiðis sjálfur. Þér er ekki til neins að vera að leita mig uppi, svo þú getur sparað þér þá fyrirhöfn, því hvað oft sem þú fyndir mig, það gerði hvorki til né frá, eg kæmi ekki aftur samt, því Melanie er veil af taugatrekking og þarf mfn með. Þinn einlægur, Adolph Platz.” Eiginkona Adolph Platz sat og hlýddi á þetta hreinskilna og göfugmannlega skjal en ekki mátti sjá á því litföla andliti, hvort henni líkaði betur eða ver að heyra til síns ein- kennilega egtamanns. “Hefirðu nokkurntíma séð Mr. Platz síðan þú fékst þetta bréf, Mrs. Platz?” “Nei.” “Reyndirðu nokkumtíma til að finna hann?” “Nei, en hann Gústi bróðir gerði það. Hann tók í sig að finna hann og leitaði að honum í Atlantic City á hverjum frídegi. Hann sagði að sér væri ekki neitt illa við hann, en það væri það bezta sem fyrir sig gæti komið að fá að brjóta hvert bein í honum.” '‘Tókst honum það?” “Ó, nei herra. Eg held hann hafi ekki beinbrotið hann — ekki klárlega.” “Eg meina — fann hann Mr. Platz?” “Ó, já herra, hann fann hann í fæði og dvalar skála, sem heitir Sunrise Lodge.” “Já einmitt. Var Miss Cordier með hon- um?” Andlitið fölva gerðist blóðrautt. “Já herra, hún var.” “Nú, hefirðu nokkurtíma heyrt frá þess- um eiginmanni þínum síðan?” “Já.” “Hvenær?” “í september — fyrir rúmum mánuði.” “Ertu með það bréf með þér?” “Já herra, hérna er það.” “Eg framlegg þetta bréf líka sem sönn- unargagn.” “Mótmæli ekki,” sagði Mr. Farr biturlega. “En eg vildi gjaman komast í færi að skoða þessi bréf, þegar réttarhaldi er lokið.” “Ó, velkomið, velkomið,” mælti Mr. Lam- bert kátur og hátalaður. “Meir en feginn að veita þér færið. Nú, þetta bréf er póstmerkt New York, 21. september 1926. Það hljóðar svo: “Kæra Fríða: Þetta er til að láta þig vita, að um það leyti sem þú móttékur þetta, verð eg kominn áleiðis til Canada. Eg hefi fyrirtaks tækifæri til að komast að flutningum með þungabíl þar nyrðra, sem getur leitt til alslags, ef þú skilur hvað eg á við, og eg held það sé bezt fyrir alla viðkomendur, ef eg byrja á nýju líferni, sosum að segja svo, þar eð það gamla var ekki sérlega gott. Melanie heldur það líka, þar eð hún er svo voða viðkvæm fyrir öllum þessum hlutum, sem hafa komið fyrir og hún heldur að það mundi vera miklu penara að byrja nýtt líf líka. Hún kemur til mín þegar hún er laus við stefnu út af þessu Bellamy máli, sem er alt saman gróflega slæmt, finst þér það ekki líka. Hún veit ekki að eg er að skrifa þér vegna þess að hún er ennþá sjalú, en eg kunni betur við að láta þig vita vegna þess sem okkur hefir áður á milli farið, eins og þú kynnir að segja, og líka til þess að þú getir látið Gústa vita, að það gerði honum ekki neitt gott að leita mig uppi eftirleiðis. Hann skilur það kanske ef þú útskýrir fyrir ihonurn hvernig eg byrja þetta nýja líf í can- ada. Vonandi að þetta hitti þig í sama standi og mig, er eg, þinn einlægur, Adolph Platz.” “Hefirðu nokkurntíma'heyrt frá eða frétt af eiginmanni þínum síðan?” “Nei herra.” “Þökk fyrir. Þetta nægir. Sækjandi taki við.” “Spyr einskis,” svaraði Farr, alveg kæru- laus, og þá hvarf sá smái, vansæli skuggi, sem verið hafði eigoinkona Adolph Platz.” Blaðamaður mælti lágt við þá jarphærðu: “Þegar eitthvað er svo bölvað, að ekki er nærri því komandi, þá hefir hann vit á að sneiða hjá því. Það má hann eiga.” Nú var kallað á næsta vitni: “Mrs. Tim- othy Shea!” Til vitnastúku fetaði kona gildleg, hnar- reist og skartaði óhæfilega með blúnduhrauk á höfði, kringsettan með digrum liljum á'samt gífurlegu fiðrildi, kolsvörtu. Þessi svarkur settist fast í vitnastól, sletti á s'túkubrún smá- tösku, gljáandi af svörtum glerperlum og dró andann svo allir heyrðu, um digurt nef og mikið. “Mrs. Shea, hver er þín átvinna?” “Eg held borðingshús í Atlantic City — víða þekt að því að vera það siðlegasta í þeim stað eða hverjum öðrum sem vera skal, það fínasta líka og maturinn eftir því.” , “Já, svara þú því sem þú ert spurð. Kærðu þig ekki um hitt. Verstu-----” “Eg skal þakka þér fyrir að lofa mér að segja satt,” sagði Mrs. Shea og herti raustina meir en nokkur átti von á. “Það er það sanna, sem eg lagði eið út á að bera og það ætla eg að segja og ekkert annað. Það siðsamasta “Já, vafalaust,” kvað Mr. Lambert fljót- lega. “En það sem eg vildi vita, er þetta: Varstu stödd í réttinum, þegar Miss Melanie Cordier frambar sinn vitnisburð?” “Eg var hér stödd. Og langur verður dagurinn áður en eg gleymi þeim degi, það máttu hafa eftir mér.” “Hafðirðu séð hana áður?” “Hafði eg séð hana á'ður?” spurði Mrs. Shea með kuldahlátri, háum og hvellum. — “Hvern einasta dag sem guð gaf yfir mig í fast að því þrjá mánuði, trítlandi og tifandi með augun ofan í jörð og nefið upp í loftið, þó skammast mætti hún sín.” “Þektir þú hana með nafninu Miss Cor- dier?” “Ekki gerði eg það.” “Með hvaða nafni þá?” “Með því nafni sem hún sagði mér og hverri einustu lifandi manneskju þar, — nafn- inu Mrs. Adolph Platz, þó það hefði átt að brenna skinnið af tungunni á henni, að taka annað eins upp í sig.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.