Heimskringla - 20.11.1935, Blaðsíða 1
L. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 20. NÓV. 1935
NÚMER 8.
Hversvegna var de Bono kallaður heim
Þjóðstjórnin á Englandi endurkosin
Washingtön, 19. nóv — Eigi
alls fyrir löngu kallaði Mussol-
ini yfirherforingja sinn de Bono
heim frá Blálandi. Lét Mussol-
ini í veðri vaka að ástæða sín
fyrir því hefði verið sú, að hers-
höfðinginn væri orðin gamall og
ekki nógu framsækinn fyrir sig
syðra. En Bandaríkjamenn líta
svo á, sem ástæðan hafi veriö
önnur en Mussolini segir, eins
og eftirfarandi grein, sem skrif-
uð er af manni, sem kunnugt
er um skoðanir yfirmanna í
Bandaríkjahernum á þessu, ber
vitni um:
‘‘Ástæða Mussolini fjrrir að
kalla de Bono heim kann að
vera tekin góð og gild á Italíu.
En í augum þeirra, sem nokkuð
eru kunnugir hermálum er hún
blátt áfram hlægileg.
Það er satt, að de Bono er
farinn að eldast. Það getur
einnig verið satt, að hann sé
gætinn. En hann er bezti hers-
höfðingi ítala ennþá. Hann er
einnig ákveðnari fascisti, en
herforingi þeirra í Róm er, sem
úr stöðu sinni vék fyrir de
Bono. Herforingja starf hans í
Blálandi hefir með öllu, eftir því
sem hermálasérfræðingar hér
(í Bandaríkjunum) líta á það,
verið óaðfinnanlegt. De Bono
var blátt áfram kallaður heim
af því, að hann er bezti hers-
börfðingi ítala, þar sem þeirra
bezti her er einnig.
Hvað býr undir þessu? Ekk-
ert annað en það, að Mussoliní
álítur hættulegustu vígstöðv-
arnar nú vera heima fyrir, á
ítah'u, en ekki í Blálandi.
En svo er fleira eftirtektavert
við þetta. Og eitt af því er
það, að de Bono er kallaður
heim tveim dögum eftir kosn-
ingarnar á Englandi.
Fyrir viku fréttu ítalir að
iStanley Baldwin hafði lofað
verkalýö Englands því, að hann
skyldi binda enda á drotnun-
Mussolini,, ef þjóðstjórnin yrði
endurkosin. Verkalýður Eng-
lands er hræddur við fasismann
og vildi helzt sjá Mussolini send-
an til Sankti-Helenar-eyju- Og
það segja ítalir ástæðuna fyrir
því, að verkamenn börðust ekki
harðar en raun ber vitni um
gegn þjóðstjórninni.
Það eitt er víst, að hér (í
Bandaríkjunum) hafa menn
verið að furða sig á því, síðan
um kosningar, og spyrja sjálfa
sig, hvort Baldwin ætli að
steypa Mussolini af stóli, eða
gera úr honum brezkan leik-
sopp (Marionette). Þeir geta
ekki betur séð, en að annað-
hvort af þessu liggi fyrir.
1 augum þeirra, er því þetta
ástæðan fyrir þvi, að de Bono
var kallaður heim, að Mussohni
skoðar sig þurfa hans rueð
heima fyrir, eigi síður en í Blá-
landi, ef honum og stefnu hans,
fasismanum eigi ekki að verða
kollvarpað. Við sína hlið heima
veit hann að hann hefir þann
vin, er de Bono er, sem hann
getur allra manna bezt treyst.
Maður veit ekki hvort maður
á fremur að þakka það gæfu
eða brezku stjórnviti, að þess-
um mesta einræðissegg, síðan
á"clögum Napoleons, hefir verið
stungið ofan í þessa pækil-
krukku, sem hann er nú að
reyna að klóra sig upp úr.
Brezkir stjórnmálamenn
kváðu vera hissa á hve greið-
lega gekk, að leggja böndin á
Mussolini. Það er nú kunnugt,
að þeir unnu Frakka með því
að hóta þeim, að láta þá eina
glíma við Þjóðverja. En að ná
Hitler einnig á sitt vald, var
meira en þeir bjjuggust við.
Skýring Hitlers á því er ekki
kunn. En að hann hafi lofað
stuðningi í siðferðislegum skiln-
ingi er víst. Hefir líklegast séð
sér vænst, að vera með fjöl-
mennari hliðinni.
Það getur og hafa valdið
nokkru um afstöðu hans, að
herforingi hans tilkynti honum,
að her hans yrði ekki til víga
búinn fyr en eftir 18 mánuði að
minsta kosti.
Það geta hafa verið aðrar á-
stæður fyrir því að Hitler bann-
aði að selja ítölum nokkurt hrá-
efni, en engin þó betri, en þessi
ákvörðun hans, að vera með
Bretum.
Saga sú gengur manna á
milli, að í síðasta sinni, er Mus-
solini hótaði brezka sendiherr-
anum á ítalíu, Sir Eric Drum-
mond, að það skyldi verða Ev-
rópu-stríð, að Sir Eric hafi
spurt: “Með hverju ætlarðu að
berjast?” Hann gat betur en
Mussolini gert sér grein fyrir af-
leiðingum refsiaðgerða þjóða-
bandalagsins.
Otvarp frá íslandi
Símskeyti barst Viking Press fé-
laginu í morgun frá íslandi er
hljóðar svo:
Reykjavík 20. nóv. 1935
Viking Press,
Winnipeg, Man.
Útvörpum sunnudaga 17.40
(íslenzkur tími), erindi, ís-
lenzkri tónllst. Vinsamlegast
auglýsið. Látið vita hversu
notast.
Útvarpsstjóri.
iSamkvæmt þessu eiga Vest-
ur-íslendingar von á að geta
hlýtt á útvarp frá íslandi á
hverjum sunnudegi fyrst um
sinn.
Útvarpstíminn í Reykjavík.
(17-40) er kl. 5.40 eftir hádegi.
Munur á Winnipeg tíma og
Reykjavíkur tíma, er sex
klukkustundir; eftir því er út-
varpsins von hingað klukkan
11.40 fyrir hádegi. Til Wynyard
kl. 10.40 f. h. o. s. frv.
2000 Blálendingar drepnir
á 2 kl.st.
Asmara, Eritrea, 19. nóv. —
Frá fregnstofu ítala í Asmara
bárust þau tíðindi að um 2000
Blálendingar hefðu fallið í loft-
árás er ítalir gerðu á norður
vígstöðvunum í dag.
Tuttugu loftskip gerðu árás-
ina undir forustu Aimone yfir-
manns flughers ítala. í áhlaup-
inu voru og tveir syuir Mussol-
ini, Bruno og Vittorio, er stjórn-
uðu sínu flugskipinu hvor. Enn-
fremur tengdasonur Mussolini,
Galeazzo Ciano greifi.
Árásin var gerð á eina her-
búð (camp) Blálendinga. —
Sprengjunum rigndi eins og
skæðadrífu úr loftskipunum. —
En um tvær klukkustundir
Ihéldust Blálendingar við og
flugu skotin jafnharðan frá
þeim á loftskipin. Aðeins tvö
þeirra lömuðust og urðu að
lenda. En þegar bardaganum
lauk og farið var að rannsaka
loftskipin, kom í ljós, að hvert
þeirra hafði fengið til jafnaðar
um niu skot, en ekki orðið neitt
meint af því, nema þessum
tveimur. Var annað þeirra skip
Ciano greifa. Ein kúla hitti
vélfræðing annars skipsins, er
nauðlenda varð, og dó hann. —
Annað manntjón í liði ítala get-
ur ekki um.
Eftir tveggja stunda bardaga
tvístruðust þeir er uppi stóðu
af Blálendingum og földu sig í
skógunum í kring-
Herbúð Blálendinga var ger-
eydd.
MacDonald fær ráðuneytisstöðu
London, 19. nóv. — Stanley
Baldwin forsætisráðherra Eng-
lands hefir boðið Ramsay Mac-
Donald stöðu í ráðuneyti sínu
og er sagt að MacDonald hafi
þegið boðið.
Vandinn er aðeins Sá, að
finna þingsæti. Er helzt búist
við að það verði eitthvert há-
skóla-kjördæmið í Skotlandi.
Góður fundur
Þjóðræknisdeildin “Frón”
hafði góðan fund s. 1. mánudag
í G. T. húsinu. Dr. Ófeigur
Ófeigsson var aðal-ræðumaður
kvöldsins og flutti hugljúft og
snjalt erindi um samband milii
heima-Islendinga og Vestur-ís-
lendinga. Aðrir er til máls tóku
voru Jón J. Bíldfell, Ásm. P.
Jóhannsson og dr. Rögnvaldur
Pétursson. Lúðvik Kristjánsson
flutti kvæði og Ragnar H- Rag-
nar lék á píanó tvö lög, er
hrifu áheyrendur. Á fundi var
um 150 manns.
31 árs gömul amma
Yngsta amma í Evrópu, og
líklega í öllum heiminum, á
heima í Pólandi, og heitir Mat-
hilde Francis. Hún er aðeins
31 árs gömul. Giftist hún þegar
hún var 14 ára, og eignaðist
dóttur, þegar hún var 15 ára
gömul. Dóttirin var Mtið seinni
á sér en móðir hennar, því að
hún giftist fimtán ára og er nú
orðin móðir. Það er ekki ó-
mögulegt, að frú Francis verði
langamma 46 ára gömul.
McGeer kosinn
Vancouver, 16. nóv. — Eftir
þráláta og nákvæma atkvæða-
talningu í Vancouver-Bnrrard-
kjördæmi, kemur það upp úr
kafinu, að borgarstjóri G. G.
McGeer sé kosinn sambands-
þingmaður í stað Arnold Web-
ster, C. C. F. sinna, er fyrst
var tahnn kosinn- McGeer hlaut
við enmirtakninguna 10,215 at-
kvæði; en það er 6 atkvæðum
meira en Webster hefir. Mc’Geer
er liberal.
Bæjarkosningarnar
Eitt af því sem skattgjald-
endur Winnipeg-borgar greiða
atkvæði um í bæjarkosningun-
nm n. k. föstudag, er hvort bær-
inn eigi að veita $500,000 til
aðgerða eða bygginga nýrra í-
veruhúsa í Winnipeg.
Það er auðvitað ekki óhugs-
anlegt að bærinn kæmist skuld-
laus út úr þessu. En það eitt er
víst að þegar sala hefir verið
fyrir hús í Winnipeg, hefir ekki
staðið á því að einhverjir hafi
orðið til þess að koma þeim
upp.
Kjósendur skulu enn mintir á,
að bæjarkosningin fþr fram
föstudaginn 22- nóv. Atkvæða
greiðslan byrjar kl. 9. að
morgni og lýkur kl. 8. að kvöldi.
Hlutfallskosningar gilda, þ. e. a.
s. það verður kosið með tölum
1, 2, 3 o. s. frv.
íþróttafélagið Fálkinn efnir til
voldugrar samkomu í G. T- hús-
inu 2. des. n. k. Nánar auglýst
síðar.
Frú Andrea Johnson
Frú Andrea Johnson frá Ár-
borg, Man., var kosinn forseti
kvenfélags þess, er starfar í
sambandi við Bændafélagið í
Manitoba, á ársfundi þess ný-
lega í Portage La Prairie. Frú
Johnson hefir verið varaforseti
félagsins um nokkur ár og hefir
mjög að hag þess hugað. Hún
er hæfileika kona og hefir kom-
ið sér og íslendingum fram til
sóma og gagns, í störfum sín-
um í félagsmálum, hvort sem í
íslenzku eða hérlendu þjóðlífi
hafa verið. Og það er henni
virðing, að hafa verið falin for-
usta þessa volduga félags.
Bílslys í Canada
Ottawa, 16. nóv. — Sam-
kvæmt skýrslum Sambands-
stjórnarinnar voru bílslys á síð-
ast liðnu ári í Canada sem hér
segir: Alls dóu 1,108 manns.
En meiðsli hlutu 17,998. Eigna-
tjón af slysunum nam $1,266,-
413.
í Ontariofylki voru dauðsföll-
in flest. Þar dóu 527 manns.
í Manitoba dóu 40, Satkatchew-
an 30, British Columbia 81, Al-
berta 61, Nova Scotia 37, New
Brunswick 25 í Quebec og P.
E. I. 307.
Ríkisstjórinn í Norður Dakota
tekur á móti hr. Ásgeir Ásgeirs-
syni fræðslumálastjóra fslands.
Þann 7. nóv var hr. Ásgeiri
Ásgeirssyni haldið veglegt sam-
sæti af Scottish Rite Masons í
Bismarck og boðinn velkominn
til Norður Dakota af hálfu Gov-
Welford. Sátu samsætið helstu
borgarar bæjarins og allir æðstu
embættismenn ríkisins. Opin-
bert heimboð hélt fylkisstjórinn
í þinghúsinu til heiðurs hr. Ás-
geiri Ásgeirssyni Iseinjtia um
daginn og komu þangað yfir
þúsund gestir. Um kvöldið flutti
hr. Ásgeirsson fyrirlestur hjá
kennarafélaginu í Dakota, í
stærsta samkomusal ríkisins, og
sóttu meir en 2,000 manns fyr-
irlesturinn.
Næsta dag var Ásgeiri Ás-
geirssyni haldið samsæti í Rug-
by, N. D., af The Lions Club, og
við það tækifæri var hr. Ás-
geirsson gerður að heiðursfé-
laga. Guðmundur dómari Grím-
son og frú héldu honum sam-
sæti það kvöld.
Þann 18. nóv. var Ásgeir Ás-
geirsson í heimboði hjá Dr.
Beck í Grand Forks, með Mr.
og Mrs. O. B- Burtness, fyrrum
þingmanni Norður Dakota og
Guðmundi Grímson dómara og
frú.
(Úr bréfi frá N. D. íslendingi)
Hinn 5- þ. m. voru gefin
saman í hjónaband af séra E. J.
Melan að heimili hans í River-
ton. Mr. Lorne W. Jóhannsson
frá Selkirk, Man., og Miss Sól-
björg Guðjónsson frá Hecla.
Man. Heimili þeirra verður
fyrst um sinn í Hecla, Man.
London, 16. nóv. — í kosn-
ingunum sem fóru fram á Eng-
landi 14. nóvember, var þjóð-
stjórnin endurkosin með svo
rífum meirihluta, að nærri mun
láta, að eins dæmi sé í kosn-
ingasögu landsins-
Um það er liðskönnun lýkur,
er gert ráð fyrir að þingmeiri-
hluti hennar verði um 260.
Sigur þessi er ekki einungis
mikill í sjálfu sér, heldur og
eftirtektaverður af því að hann
fellur stjórn í hlut, er verið
hefir við völd öll undanfarin
kreppuár. Canadiskum kjós-
endum hlýtur að koma það ein-
kennilega fyrir sjónir, að stjórn-
inni skyldi ekki þar, sem hér,
vera kent um kreppuna.
Styrkur hvers flokks á þing-
inu eftir þessar kosningar er
sem hér segir:
I Óháðir Cons...............1
National ................. 4
Óháðir .................. 1
Stjórnarandstæðingar (171)
Verkamenn ................149
Liberalar .............. 12
Óháðir Lib................. 4
Óháðir Verkam.............. 4
Óháðir ................... 1
Communisti ................ 1
Óvissir .................. 15
Alls eru þingsætin 615.
MÁLVERKASÝNING
EMILE WALTERS
í Eaton’s byggingunni
Maður, sem kynst hefir borg-
um eins og t. d. Kaupmanna-
höfn, getur ekki annað en fund-
ið til þess, hve hljótt er yfirleitt
um listasýningar hér í Winni-
peg. I fyrra vetur kom eg þó
nokkrum sinnum niður í Audi-
torium, þegar umferðasýningar
voru á ferðinni, og í sannleika
sagt var ekki hægt að láta sér
blöskra, hve aðsóknin væri góð.
Væri að mínu áliti alls ekki illa
til fundið, þó að blöðin hér (h'kt
og í Kaupmannahöfn og Rvík.)
hefðu ákveðinn smáleturs dálk,
þar sem bent sé á það helsta,
sem sjónarvert sé í borginni á
hverjum degi eða viku.
En'hvað sem þessu líður, er
nú á ferðinni sýning, sem sér-
stök ástæða er til að gefa gaum,
ekki sízt af hálfu íslendinga. —
Listamaðurinn er af íslenzkum
ættum, myndimar eru málaðar
á íslandi og loks er þarna um
að ræða listaverk, sem nautn
er í að skoða án tillits til hins
hvortveggja.
Menn líta á myndir frá ýms-
um sjónarmiðum. Gömlum karli
var einu sinni sýnt olíumálverk.
Hann strauk yfir það með lóf-
anum og sagði, að ekki fyndist
sér það nú vel slétt. Hann hefir
sennilega einhverntíma málað
yfir kommóðu og borið hand-
bragð málarans saman við þess-
háttar iðn. — Auðvitað dettur
mér ekki í hug að neinn fari að
hlamma lófunum yfir myndirnar
hans Emiles. En það er ekki
loku fyrir það skotið, að menn
kunni að dæma þau út frá öðm
sjónarmiði, sem er álíka fjar-
stætt og gamla mannsins. Ein-
taka menn segja ef til vill sem
svo, að myndirnar séu nógu
fallegar, en þeir kannist ekki
við að ísland sé svona, eins og
hann sýnir það- Þeir dæma ó-
sjálfrátt eins og þeir væru að
Eins og tölurnar hér að ofan
bera með sér, er conservatíva-
flokkurinn fjölmennástur. Þjóð-
stjórnin er því í raun og veru og
hefir verið conservatív stjóm.
Leiðtogi hennar var fyrir kosn-
ingar og er enn hinn nafnkunni
foringi conservatíva Mr. Bald-
win.
Ráðgjafar þjóðstjórnarinnar
voru allir endurkosnir, að þeim
feðgum undanskildum, Ramsay
MacDonald og syni hans. Var
Mr. MacDonald yngri nýlendu-
málaráðherra.
I nýja ráðuneytinu verður því
ekki um miklar breytingar að
ræða.
Sir Herbert Samuel, leiðtogi
liberala féll. En Lloyd George,
foringi nokkurs hóps liberala,
var kosinn og 3 aðrir úr hans
flokki.
Sir Herbert hélt því fram eftir
kosningamar í Canada, að þær
sýndu óhug canadiskra kjós-
enda til Ottawa-samninganna-
Spáði hann að úrskurður
brezkra kjósenda myndi verða
svipaður. Hann og flokkur
hons ofsóttu því Ottawa-samn-
ingana í kosningunum. En þjóð-
in svaraði því þannig, að Sir
Herbert Samuel sjálfur náði
ekki kosningu.
Verkamannaflokkurinn náði
um 50 sætum fram yfir það sem
hann hafði áður.
Aðal-málin í þessum kosn-
ingum voru utanríkismálin. —
Afstaða stjómarinnar í málum
Þjóðabandalagsins voru kjós-
endum auðsjáanlega efst í huga.
skoða ljósmynd. En ljósmyndin
á ekki frekar skylt við list mál-
arans heldur en kommóðan, ef
rétt er á litið. Og það er alger-
lega rangt að málverk af ein-
hverjum stað sé því sannara eða
betra því nær sem það er ljós-
mynd af staðnum, blátt áfram
af því að ljósmyndin er langt
frá því að sýna okkur staðinn
eins og hann er eða flytja okkur
áhrif hans. Ófullkomnun ljós-
myndarinnar kemur meðal ann-
ars fram í því, að hún sýnir að-
eins ljós og skugga, en ekki
ýmiskonar litbrigði. Þess vegna
mega menn ekki kippa sér upp
við það, þó að málverkið sýni
okkur íslenzkt landslag í dálít-
ið öðru ljósi en venjuleg ljós-
mynd hefði gert. Við þetta
bætist, að listamaðurinn sjálfur
hlýtnr að láta myndina túlka á-
kveðinn hugblæ sjálfs s>ín. —
Annálaritarinn, sagnfræðingur-
inn og söguskáldið lýsa sama
atbnrðinum á ýmsa vegu. Hið
sama gera ljósmyndarinn og
málarinn við stað þann, sem
þeir velja sér sem myndarefni.
Þess vegna þykir mér vænt um
að geta sagt, að þó að málverk
Emiles Walters séu langt frá
því að sýna landið eins og það
er á ljósmynd eða jafnvel eins
og það er í minningum ein-
stakra manna, er yfir myndum
hans ósvikinn, íslenzkur blær-
Einna mest finst mér til um
það, hve vel hann nær blæ-
brigðum snævi þakinna fjalla.
Jökulbjarminn er dásamleg
mynd, einföld að formi til, en
sérstök í sinni röð sökum lit-
brigðanna. Vilhjálmur Stefáns-
son norðurfari hefir látið fylgja
þessari mymd umsögn og skýr-
ingu. Mt. Skelfill og April Thaw
eru líka mjög eftirtektaverðar
snjófjallamyndir. Apríl-hlákan
er frá fjallinu ofan við Eski-
fjörð og sýnir snjóinn í giljun-
um, en hæstn hryggi og hæðir
upp úr. Það er ekki svo að
Frh. á 5. bls.
Stjórnarsinnar (429)
Conservatívar .............385
Liberal-National ....'..... 32
National-Labor ............ 6