Heimskringla - 18.12.1935, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.12.1935, Blaðsíða 1
/ L. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 18. DES. 1935 NÚMER 12. ÍNHEIMSKRINGLA ÓSKAR LESENDUM SlNUM GLEÐILEGRA JÓLA Stjarnan Und töfra hvelfing hjarta manns í hylling sér til Bjarmalands. Og yfir sollið hugar haf íber hvítrar stjömu geislastaf, y sem engan stað þó átti sér í öllum himins stjarnaher. En sálin á sér æðri svið— hún engin takmörk kannast við. Bún skapar, þegar þörfin krefst, og þeytir öðru á brott, er gefst. Svo það sem er vart hálfan hlut í hugarfleysins telur skut. Sú stjarna, er hjarta stýrir manns, er stjama bróðurkærleikans. Þó hafi ’ún enga í hvelfing rás, er henni enginn merktur bás. Og hún oss æðri eldmynd ber en allur himins stjarnaher. Gísli Jónsson Jólaeldar Guðrún H. Finnsdóttir Friður á jörð og velþóknan yfir mönnunum liggur eins og hljómur í loftinu í kvöld. Jóla- dýrðin er alstaðar auðsæ. Jóla- hugurinn og jólagleðin eru á fleygiferð hvert sem litið er. Hér stend eg við framglugg- ann á húsinu mínu í húminu á aðfangadaginn, og stari út á götuna og yfir bæinn. Hvers- dagsbragurinn er horfinn. Hús- in uppljómuð og skrýdd hátíða- búningi. Jólatré, á ýmsum aldri og af ólíkum stærðum, standa ýmist utan dyra eða innan, skreytt marglitum rafljósum, er senda glitrandi geisla með öll- um, regnbogans litum út í rökkrið. Öll borgin ljómar eins og Álfahöll í æfintýri. Og jóla- sveinamir eru komnir á kreik og eru í sjöunda himni. — Unglingar og börn geislandi og ör af gjafmildi og gleði, eru á hlaupum milli frænda og vina með fangið fult af gjöfum og góðvild. Og eldra fólkið er líka á ferðinni, furðu léttfætt ög kánkvist á svipinn. Bílamir þjóta fram og aftur, gamlir og ungir, stórir og smá- ir. Útslitnir skröltormar, grenj- andi af gigt og elli þvælast inn- an um stóreflis nýtízku bíla, er líða áfram, Iþögulir, gljáandi og hátignarlegir, eins og sæmir þeirra hefðarstandi í heimi bíl- anna. En allir eiga þeir sama erindið, að flytja á milli glaða gesti og góða, heillaóskir og hátíðagjafir. — Kallast er á vinakveðjum er hljóana út í kvöldið og ferðamanna straum- urinn heldur áfram. — — Og mér verður ósjálfrátt að velta fyrir mér í huganum,, hvflíkum undra töfrakrafti jólahugmynd- in býr yfir hið ytra og innra í mannlífinu — þeirri dásemd, er tekst að láta rætast að minsta kosti einn dag á ári hverju hinn langþreyða draum mannsand- ans um frið og bróðurkærleika. 1 nótt komumst við úr álögum, köstum af okkur tröllshamnum og verðum menskir menn. — Járnsálir hlýna og steinhjörtu verða meyr. Já, jólaeldamir brenna áreiðanlega eins glatt í kvöld og þeir gerðu fyrir öldum síðan — og eldsneytið er það sama. María gamla vissi hvað hún söng; þegar við vorum að tala saman um jólin og jólatilhaldið, í dag. í langa tíð hefir hún komið heim til mín til að þvo og ræsta, þegar mér hefir legið á. Svo við erum gamal kunn- ugar og spjöllum um hitt og þetta, þegar svo ber undir. Og vanalega hefi eg eitthvað til að brjóta heilann um, þegar hún er farín heim til sín. Um leið og eg borgaði henni fyrir vinnuna, lét eg orð falla um það, hve alt væri orðið tá- hreint, fægt og gljáandi hjá henni og reglulegur jólabragur á húsinu. Hún leit upp og brosti svo einkennilega, að mér varö starsýnt á hana. Ekki síðan eg var bam hafði eg séð svona svip á nokkurs manns andliti. Það var sami ljóminn og ein- lægi helgiblærinn, sem gamla fólkið fékk yfir sig í svip og látbragð á stórhátíðum. Hún var bókstaflega ummynduð þessi slitlega fátæka þvotta- kona. — Og eg gat ekki stilt mig um að segja við hana: Þú trúir á jólin í allri þeirra dýrð María? Eg sé það á þér. — Hún horfði á mig með þessum helgisvip og svaraði: — Já það geri eg — og það gerum við öll á einhvem hátt. — Og sú trú hefir aldrei brugðist þér? spurði eg. — Nei aldrei, eg hefi æfin- lega átt góð og gleðileg jól. — Eg varð hálf forviða, en svo flaug mér í hug að vanalega væru þeir nægjusamastir, sem minst hefðu. En svo var hennar mælikvarði á jólatilhaldinu máske einhver annar, svo eg svaraði glaðlega: Þú telur í mig kjark, María. Svo margir halda því fram, nú á þessum síðustu og verstu dög- um, að við séum búin að tapa jólahelginni, og þeim verulega jólaanda úr mannheimum. Og nú ríki á meðal okkar andar vana og verzlunar, í öllu þessu jólatilhaldi, erli og ös. Maður kannast við þetta, svaraði hún, en undir niðri meinar fólkið þetta ekki. Eg hafði þá skoðun einu sinni, að það væru aðeins fáir, örfáir út- valdir, sem í raun og veru héldu jólin heilög. Eg var náttúrlega ein iaf þeim. Svo kom ifyrir mig atvik, er sannfærði mig um það öfuga. Hún þagnaði andartak og eg beið eftir að hún héldi á- # fram, eg fann að hana langaði til að tala. — Eg hefi engum sagt frá því fyr, en nú ætla eg að segja þér það rétt eins og það kom mér fyrir sjónir, skul- um við segja. Fyrst þegar eg fór að ganga út í þvott og húshreinsun, gerði eg það út úr neyð. Maðurinn minn var dáinn og eg varð að halda h'finu í börnunum mínum. Eg hafði verið alin upp þannig, að' eg kunni ekkert nema allra einföldustu heimilisvinnu. Svo eg varð að taka til þess, sem eg kunni, fáfræðin velur ekki úr. Að sumu leyti var þetta hentugt fyrir mig hvað tíma snerti, því eg gat ekki verið frá heimilinu alla daga. Nú er eg búin að vinna síðan úti í fjölda mörg ár, hefi nú Svo mikið að gera að eg get hafnað og valið úr eftir því, sem mér fellur bezt í geð, og vinn nú bara á heimilum þar sem öllu erfiðinu er komið yfir á rafvél- ar. Þegar eg hugsa til þvotta- balanna og þess að skríða á fjórum fótum við gólfþvott, þá er eg æði þakklát vélamenning- unni. Á þessu tímahili hefi eg unnið hjá fjölda fólks, kynst heimilislífi þess og hugsunar- hætti. Það er hreinasta furða hvað þvottakona getur orðið margs áskynja, án þess að ráð sé gert fyrir að nokkuð beri henni fyrir augu, nema bara ó- ihreinindin, er bún á að hreinsa burtu. Af öllum þeim mörgu heim- ilu'm, sem eg hefi unnið á, er mér eitt minnisstæðast af því að þar leið mér verst og féll afar illa að þurfa að vinna þar. Þetta var vel stætt og álita heimili frá almennu sjónarmiði. Húsmóðirin þar var fyrirmynd- arborgari, séð utan frá. Þeir sem unnu hjá henni, eða áttu einhver viðskifti við hana, þar sem hún hafði yfir höndina, litu hana öðrum augum. Skapgerð hennar var þetta auðvirðilega samibland af þýlyndi, sem flat- magar fyrir virðingum og valdi, en treður á þeim sem minni mátt ar eru. Hún var ein ajf þessum sterku manneskjum, er undir yfirborðs prúðmensku var hörð og köld í lund, full af sérgæð- ingi og drambi, fyllilega sann- færð um að hún væri ímynd og persónugerfingur réttlætis og mannkosta. Eg hefi aldrei fyrri hitt eins lúalega útreikn- aða eigingirni og ágengni eins og í þessari konu. Hvert orð, hvert spor, hvert atvik var lagt út henni í hag. Eg fór aldrei þaðan úr vinnu, án þess að vera í illu skapi og hafa það á með- vitundinni, að hún hefði níðst á mér vinnulega. Afhent mér kaupið mitt eins og ölmusu, og á allan hátt jafnað því við jörð, er mannlegast og skást var í skapgerð minni. Umgengni við svona fólk vinnur eins og eitur í sálu manns og egnir alt það i Frh. á 5 bls. Þijú kvæði eftir Kr. Stefánsson Þýdd hefir á ensku Skúli Johnson LOVE PROMENADES When night-tide star-ibegemmed envelops The veering sea and wave-washed land, The spark of life and love develops As lad and lass stroll hand in hand. No breath of wind as yet is breathing, In balmy ease the hot earth rests; Now blood in every vein is seething, All naked hath the Night her breasts. The dusk entices: She all disguises Within her swarthy arms’ embrace. Heav’n’s starry bower With sovran power Night holds; Love seeks its trysting place. Together flesh and soul are pressing The same way; necks twine arms caressing. Amor is jolly in tlhe gloaming, Glad youth to find his joys then fares; Soft laughter through the dusk goes roaming- A rose-scent at its breast it bears. Now swiftly through the heart is rushing A silent plea. by passion sped; The Night to cover oheeks bright-blushing Her tresses darksome hath outspread. But brief hours, wending, Soon find an ending, The moon uprears a crescent pale, The night-hours minish, The story’s finish Draws nigh; then comes another tale, Upon his ocean-mount’s mane streaming The Morning lays his reins red-gleaming. PRISONERS With shrouding cerements thíck and heavy-weighted, T'heir heads in Dusk and Silenoe bolster they; Through ages thus have they their doom awaited As undismayed as on this very day. The wide domain of outmost darkness never They dread, and nought their captive-quiet mars, And missiles none from Hell or Earth have ever Rived their hearts’ rest within their prison-ibars. Yet surely these all sinful ways elected— And sinners punished are, we’re taught to ken— And some believed and sacred shrines erected And shared the yoke and cross of holy men. Now heedless are they whether any treasure The sins they wrought, or them no longer know, And perfect are their peace and rest and leisure, And punishment forgot they long ago. There is no haste. Perohance before their hearing, Doom’s trumpetnblast, delay long may befall. And slow is he—the Judge to judge appearing Wbo justice metes to these offenders all. THE THUNDER SHOWER Carousal rules in Thunder’s hall, With clamour monstrous and commotion, Loud as a mightly waterfall Outpours in streams the goblets’ potion; The Thunder-trolls laugh loudly—jowls And gullets shine agleam with fire; Then frowns succeed, and ugly scowls And deep-drawn breathing, boding ire. There none have heed of sleep tonight Within the Night-tide’s dusky arbours; Now muscles swell, endowed with might— The monster-revel danger -harbours. In thunder-arms all joyous glows Each clust’ring cloud, now often kissed; e’er Kisses that are- as flame bestows The Lightning-lass, the Tempest’s sister. The beakers’ potent streams anigh, V The Storm-gods’ bosoms swell with ire; Their swarthy brows wrath draws awry, Their feast-din turns to frenzy dire, The darkness fills theirs hostile din, Earth’s haunts beneath their footfall rumble; Tables and seats, with sound akin, To countless mountains crashing, tumble. On high the feast becomes a brawl, Eyes blacken brawny fists of thunder; Aloft the mead is splashed o’er all, And spills on withered earth thereunder. This is indeed a real carouse Yet heaven’s vintage lacks in power: It nowise slothful souls can rouse Though down it stream in torrent-shower.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.