Heimskringla - 18.12.1935, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.12.1935, Blaðsíða 4
4 SÍÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPBG, 18. DES. 1935 ®eimakritt0la (Stofnuð 1111) Kemur út á hverjum miOvikudtti. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 oo *SS Sargent Avenue, Winntpef Taltími* SS 537 Ver6 bl»Ssln« er $3.00 ir^angurinn bargtt fyriríram. Allar borganir aendist: THE VIKING PRESS LTD. ÖU vlSaklfta bréf blaBlnu aSlútandl eendlM: Manager THK VIKINO PRKSS LTD. «53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri 8TEFAN EINAR8SON Utanáskrift til ritetjórans: KDITOR HKIMSKRINOLA «53 Sargent Ave., Winntpeg "HeimaJcrincle" i* pubUebed and printed by THK VIKINO PRKSK LTD. SSS-SSS Sargent Avenue, Wtnntpeg Mon. Telephoine: M 637 WINNIPEG, 18. DES. 1935 Jól Það er fróðra manna mál, að leiðir manna og dýra hafi skilið, 'þegar maður- inn fór að geta hugsað óhlutkent, fór að skapa sér sjálfstæðan, fullkominn heim, sem ekki átti sér neina tilveru í veru- leikanum. Er þá lífið ekki annað en skáldskapur, eða hugarburður? í>ó undarlegt sé til frásagnar, á það ef til viU ekkert betra að bjóða. í háttum manna og venjum má á ótal margt benda, er minnir á þetta. Eitt af því eru jólin. Það er ekki svo auðvelt að gera sér grein fyrir hvemig farið verði að því, að halda jólin sem nú fara í hönd, svo að í fullkominni merkingu þess orðs geti heit- ið jól, meðan fjöldi manna á við svo erfið kjör að búa, að honum er það áhyggju- efni hvernig hann fái séð sér og sínum far- borða. Úr þeim erfiðleikum dregur held- ur ekkert, þó í annað verra sé hægt að vitna á löngu liðnum tímum. En þrátt fyrir þá órjúfanlegu alvöru lífsins, hefir jólaboðskapurinn aldrei með öllu gleymst, hann hefir fylgt mannkyninu og glætt fögnuð hjá því, jafnvel mitt í dýpstu sorg. Á mér hægra augað grét, er hið vinstra brosti— sagði eitt skáldið íslenzka. í>að virðist einnig hafa á mannkyninu sannast og á eflaust eftir að rætast oft á því. Þannig er lífið, fult af andstæðum, þar sem ihverfulleikinn, andviðrin og myrkrið ríkir aðra stundina, en sólskin, blíðviðri og birta hina. Á aðra höndina kaldur, miskunarlaus veruleikansheimur, á hina ljúfur, fagur og fagnaðarríkur draumheimur mannsálarinnar. Það er ekki eðli manns, að hann dreymi ekki, segir fom málsháttur. Hvað væru jólin án draum-heims þess er á hefir verið minst? Hvaða jól væru það, að helga þau, eins og nú er að svo miklu leyti gert, ágirnd og gróðafýkn blygðunar- lausra fésálna? Um það snýst nú til- finnanlega jólafögnuðurinn. Hjá stórum hópi manna, er jólaboðskapurinn í því fólginn hvernig hægt sé að mata sem bezt krókinn, græða sem mest á kærleiks þelinu sem í sál til sálar skapast við á- hrif mestu bræðralagg hátíðar mann- kynsins, jóla-hátíðarinnar. Er það ekki að gera musterið að ræningja bæli, ,eins og þar stendur? Og í öllu umstanginu, vafstrinu og veseninu, sem hið ytra er jólunum samfara, er í raun og veru fátt að sjá, sem samrýmanlegt er jólaboð- skapnum. Hann er aðeins draumur enn- þá, sem eftir á að rætast í veruieikanum. En menn hlakka til jólanna eigi að síður vegna þess draums. Hann boðar eitthvað betra, eins og alt það gerir, sem mannkynið hefir fagrast og bezt hugsað, þó margt af því eða flest eigi eftir að ræt- ast. Hann er það sem mér finst mega kalla von lífsins, þó hann sé ekki nema óhlutkend hugsjón. Eg geng út á götuna. Grátt mistrið sveipar loftið eins og það hefir gert nokkra undanfarna blíðveðursdaga svo sólar hefir ekki notið. í dag um hádegis- bilið klufu silfurbláir sólargeislarnir mistr- ið í undursamlegri fegurð og stöfuðu Ijósi og yl til alls sem lifir og glaðst fær við bros þeirra. Alt breyttist. Veðrið hlýnaði og varð næstum sumarlegt þá stundina. I sál mannsins varð einnig vorlegra. I>að fyrsta sem menn mintust á er þeir hittust, var bh'ðan og góðveðrið og í orðunum lýsti sér bæði von og gleði. Jólin eru eitt slíkt sólbros. MISHEPNAÐUR FUNDUR Að fundi forsætisráðherra fylkjanna og sambandsstjórnarinnar loknum verður ekki annað séð, en að starf hans hafi iherfilega mishepnast. Hið títt um talaða samkomulag og eining, sem þar var að minsta kosti búist við, virðist jafnvel hafa farið út um þúfur. Florsætisráðherrar fylkjanna komu til ffundarins í þeim ákveðna skilningi, að hafa þar hver nokkuð fyrir sinn snúð, á kostnað annara eða hvers annars og sam- bandsstjórnarinnar. King hafði ekki dreymt um að drengirnir hans væru þannig innrættir og illa að sér í diplo- matiskum fræðum. Til þess að ráða nökkra bót á þessu, réðst King í að loffa að bera hlutffallslega meira en áður, eða um 50% af fram- tfærslukostnaði atvinnulausra í stað 40% sem áður var. Og það bætti auðvitað nokkuð úr sák. En þar fylgdi nú samt. sá böggull skammrifi, að þetta tillag nær ekki nema til heilbrigðra og vinnufærra manna. Allir þeir sem fylkin og velgerða- félög bæja og sveita hafa smeygt inn á skrá atvinnulausra og ófærir eru til vinnu, fyrir þeim verða bæimir og sveit- irnar og fylkin algerlega að sjá. King- stjómin vill ekkert með þann lýð hafa. Um góðgerðasemi Kings við fylkin mun því mega segja, að þar standist á strokkur og mjaltir, eða tæplega það. Tala óvinnu- færra er há. Til atvinnubóta var talað um að gera þjóðgarða, eftir því sem fé leyfði og tími gæfist til í þeim fylkjum, sem ekki hefðu þá neina. Um hve miklu fé skyldi til þessa verja, var ekki rætt. Málið virtist ekki svo nýtt, að það vekti nokkurn á- huga. í raun og veru hefir það verið á prjónum í mörg ár og hefir skamt hrokk- ið að bæta úr atvinnuleysi. King lét á sér heyra, að öll aðstoð sambandsstjórnar í lánum og beinum út- látum til fylkja, bæja og sveita, mætti ekki fara fram úr 15 miljón dölum á árinu 1936. Á fundinum var ekki gert út um eitt einasta mál. En fjöldi nefnda voru skip- aðar, er starfa eiga að því að kynna sér ýms mál fram að þingi, er kemur saman í lok janúarmánaðar. Ein þessara nefnda á að yfirffara söluráðs-lögin, sem Bennett- stjórnin löggilti til að klippa alt það úr þeim, sem kostur er á, svo hænsna kaup- menn og kornkaupmenn geti ráðið sem mestu í kaupum og sölu bænda afurða. Þá var skipuð nefnd til að aðskilja sauð- ina frá höfrunum, óvinnufæra frá vinnu- færum atvinnuleysisstyrkþegum. Enn- fremur nefnd til að athuga breytingar á stjórnarskrá landsins, sem líklegast verð- ur helzt fólgið í því, að fá leyfi Breta til þess að Canada fái sjálft eftir vild að breyta sinni stjórnarskrá. Það lýsti sér þegar á þessum fundi, að fylkin voru með breytingu því aðeins, að þeirra réttur væri að meiri fyrir hana, en ekki minni, eins og álitið var nauðsynlegast, því það var eirimitt sambandsstjórnin, sem meira vald þurfti en hún hefir til þess að geta tekist á hendur ýms þau umbótastörf, er henni var auðveldara að- framkvæma en fylkjunum. Þar vildi enginn fylkis- forsætisráðherra sinn hlut lægri. Og þá var einingunni lokið. I Nefnd var skipuð til að rannsaka námaiðnað og sérstaklega skatta á hon- um, sem mjög eru mismunandi í ýmsum fylkjum. Ekki urðu fylkin eins fengsæl og þau kusu sér í að fá skattsvið sitt víkkað. í því máli voru engin ákvæði tekin. En nefnd var skipuð til að íhuga hag fylkj- anna og ástæður allar með það fyrir aug- um að vita út á hvað væri verið að lána þeim, er þau bæru fram lánkröfur á hendur sambandsstjórninni. Fleira munum vér ekki, sem þess sé vert upp að telja af því sem gerðist á þessum fundi. Þessi sýnishorn æltum vér því nægja. Og sjái einhverjir eitthvað það í starfi fundarins, sem von og nýjan þrótt vekur hjá þjóðinni í stríðinu við kreppuna og erfiðleikana, segjum vér bara bravo við því. Sú bjartsýni er skamtur h'fsins gæða — á sinn máta! Maður að nafni Olson, búsettur í New York gekk um daginn í svefni, út á götu, að brunaboða og braut hann. Er slökkvi- liðið kom að, stóð maðurinn þar hríð- skjálfandi og steinsofandi. Slökkviliðinu tókst að vekja manninn. ÓEINLÆGNI Eflaust mun sumum þykja mikið vafst- ur heima fyrir um þessar mundir í undir- búningi jólanna^ hátíðar friðarins. Samt er óhætt að fullyrða, að það sé hverfandi borið saman við umstangið í Evrópu, sáðast liðna viku, í undirbúningi ófriðar og stríða. Eins og sagt var frá í síðasta blaði, var Þjóðabandalagið komið á fremsta hlunn með að hefta inntflutning til ítalíu á járni, kolum og bensíni. Er ekkert vafamál, að það hefði brátt stöðvaö hjaðninga-vígin í Afríku. En sú hefir nú orðið raun á, að Frakkland hefir tekið í taumana og mót- mælt þessum refsi-aðgerðum. í þess stað hefir það í samvinnu við Samuel Hoare, utanríkismála-ráðherra Breta, að því er virðist gert uppkast að nýjum friðarsamningi. Er etfni þess samnings það, að ítah'a hljóti það atf landi er hún hefir nú með sverði unnið í Blálandi, en Blálendingum sé veitt ítök á Rauðahaf- inu( sem ekki verður séð hvað þeir geta annað gert við, skipalausir, en direkt sér í því. Baldwin stjórnin á Bretlandi virð- ist samt sem áður hafa orðið Frökkum sammála. Hefir afarmikill styr staðið um stjórnina síðan þessir samningar voru birtir. Er sagt að úrslita orustan eigi að standa um þá á brezka þinginu á morgun. Á Frakklandi hefir Laval stjórnarfor- maður fengið samnings-uppkastið sam- þykt, með herkju þq, eða 306 atkvæðum, en 242 á móti. Taldi Laval samningi sínum til gildis, að hann bægði stríði frá Evrópu, en viðskiftabanninu á járni ben- síni og kolum, hefði eflaust fylgt stríð. En andúðúin í þinginu á Frakklandi á móti samningunum, sýnir ótvírætt, að þjóðin er þeim alt annað en fylgjandi, sem einn maður. Á undirtektum brezku stjórnarinnar furða sig margir. Og svo harðsnúin eru sum blöð á Bretlandi á móti samningn- um, að það er enn talið vafasamt, að Bretar þori að verða með þeim, er þeir verða lagðir fyrir Þjóðabandalagið. Og Andúðin gegn samningunum, er ekki ein- ungis auðsæ á Bretlandi, heldur tala ýmsar smærri þjóðirnar í Þjóðabandalag- inu um afstöðu Breta, sem andlegt þrótt- leysi hjá þjóð, sem heimurinn h'ti nú til sem öruggs foringja. Það hlýtur eitthvað að búa að baki þessu öllu, sem enn er 'ekki Ijóst. Því hefir verið haldið fram, að ef þessar síðustu refsi-aðgerðir verði framkvæmd- ar, sé Mussolini úr sögunni. En m«ð því stjórnarfarslega hruni viti engin hvað þjóðarinnar bíði. Við uppreist og öngþveiti megi eins vel búast og gjaldþroti. Og þá getur nú farið að- höggva nærri konung- dóminum. Það gæti farið svo, að í það sama ssekti á ítalíu og á Þýzkalandi. En svo algerlega bjargarlausar þjóðir, eru viðskiftum heimsins ekki til eflingar. Og að því er til konungsdómsins kemur, þá á bæði Holland þar til skyldra að telja og Bretland til vina. Konungsríkjunum yrði eflaust ekkert betur við það hrun, heldur en viðskiftalöndunum við gjaldþrotið. Eitthvað af þessu getur komið til greina hjá þeim, sem völdin hafa. En hjá hinum, fjöldanum, kemur það á- reiðanlega lítið til mála. Er sagt, að Norðurlanda þjóðirnar séu ákveðnar í því, að halda sér við það, að binda enda á stríðið í Afríku, og afstaða þeirra til refsi- aðgerðanna nýju, verði í Þjóðabandalag- inu eins ákveðin og fyr. Bæði andstæð- ingar stjórnarinnar í þingi á Bretlandi og blöðin, bregða stjórninni og brezka flot- anum um hræðslu við Mussolini. En að það sé eitthvað annað en sú hræðsla, sem breytt hefir viðhorfi stjómarinnar á þessum refsi-aðgerðum, er þó líklegra. Væri Mussolini svo hættulegur nú, er hætt við að það verði ekki við lambið að leika sér, að eiga við hann, eftirþessa tfyrstu landvinninga. En hvað sem Þjóðabandalagið gerir nú í þessu máli, þá er það víst, að Blálands- keisari gengur ekki að þessum nýju samningum. Hann lýsti því hiklaust yfir, eftir að hann hafði yfii*vegað þá, að hann berðist meðan nokkur manna sinna stæði uppi fyrir sjálfstæði lands síns og þjóðar. Og að honum hafi verið það alvara, ber það vitni um, að hann eggjaði menn sína til framgöngu og hélt af stað sjálfur til vígvallanna, er hann hafði lokið starfi sínu á stjórnarsetrinu í Addis Ababa. Hann hafði áður verið á vígstöðvunum en skrapp heim til að sinna nauðsynlegum störfum. Á norðvestur vígstöðvunum bárust fréttir um það í gær, að her ítala hefði verið hrakinn til baka, en hann var á leiðinni suður til Tanavatns. Er það í fyrsta skifti sem ítalir kannast við það í fréttum aínum frá Eritrea, að hafa farið halloka, svo það mun satt vera. Það gengur að minsta kosti í þótfi þar þessa stundina. Ýmsir fréttaritarar hafa það á orði, að það sem sé að gerast á ráöstefnum Breta og Frakka, snerti Bláland í raun og veru minna, en Breta og ítali. En verði oflangt gengið í því, geti svo farið, að aðrar þjóðir í Þjóðabandalaginu, hætti að fylgja þeim eins að málum og þær hafa gert. Það er eitt af því, sem ekki þykir óh'klegt að verði til þess, að þessum nýju friðarsamningum^ í stað refsi- aðgerðanna, verði hafnað. FORD TEFUR FYRIR ÍTÖLUM Samkvæmt frétt frá suður- vígstöðvunum í Blálandi, hefir Henry Ford beitt refsiaðgerðum við sjálfan sig, sem orðið hefir til þess að tefja landvinninga ítala í Afríku. Fréttin hljóðar þannig: Á vígstöðvunum í Somali- landi, 15. des. — Rodolfo Grazi- ani, yfirhershöfðingi ítalska hersins á suðurvígstöðvunum á landamærum Somalilands og Blálands hélt því fram í dag, að hann hefði nú verið kominn alla leið að sunnan til Addis Ababa, höfuðborgar Blálands, ef bílakÖngurinn Henry Ford hefði ekki tekið upp á þeirri kúnst, að beita sjálfan sig refsi- aðgerðum (private sanction). “Við pöntuðum hjá honum og greiddum honum fyrir fram fyr- ir 800 bíla”, sagði herforing- inn, “en salan fórst fyrir; þegar Ford tók upp á því, að beita refsiaðgerðum við sjálfan sig.” Yfirhershöfðinginn sem sótt hefir Blálendinga að sunnan, og vaðið hefir inn í Bláland, hélt því fram, að ef herinn hefði haft þessi flutningstæki frá Ford til þess að fylgja á eftir hernum, er hann óð fram, með nægar vistir og vopn, hefði hann nú verið búinn að taka höfuðíborg Blálands. “Hraði skriðdreka (caterpil- lars) er ekki mikill, fimm mílur á klukkustund. En hefðum við nú um 300 af þeim, yrðum við komnir inn til Addis Ababa í marzmánuði,” sagði yfirherfor- inginn. “Það eru flutningstæk- in sem útslagið gera í stríði.” JÓN BISKUP HELGASON SEGIR FRÁ PARÍSARFÖR SINNI Jón biskup Helgason sótti í |haust fyrir íslands hönd hið 3. lúterska alheimsþing, sem hald- ið var í París dagana 13.—21. okt. Sóttu það þing um 100 fulltrúar frá 24 löndum^ og margir fleiri. Voru flestir full- trúar frá Fakkandi, 26, og þar næst frá Þýzkaandi 15. Fundir hófust kl. 9J að morgni og stóðu til kl. 1, svo frá 3—7 og stundum frá 8—10 síðd. Voru fyrirlestrar haldnir á hverjum degi og auk þess gaf einn fulltrúi frá hverri þjóð yfir- lit um hag kirkjunnar í sínu landi á málegum tíma. Svo var rædd afstaða lútersku kirkj- unnar til ýmissa þjóðfélags- mála, kreppan bæði andleg og efnisleg, heimatrúboð, heiðingja trúboð o. s. frv. Að lokum voru samlþyktar langar ályktanir af ýmsu tagi um þau mál, sem rædd höfðu verið. Þrjú tungu- mál voru jafn rétthá á þinginu, franska, þýzka og enska, og þegar erindi var flutt á einu málinu fengu menn þýðingar af því á hinum málunum. En þótt undarlegt kunni að virðast, töl- uðu menn sín á milli aðallega þýzku. í fundarlok sagði forsetinn, Morehead frá New York, af sér vegna aldurs, en í hans stað var kosinn Marahrens biskup í Hannover. Ákveðið var að næsta þing skyldi koma saman eftir 5 ár. Dvölin í París Þetta er í stuttu máli það, sem biskup sagði tíðindamanni Morgunblaðsins um þingið. — En hvemig leist yður á París? Hún var mér ógleymanleg. Aldrei hafði mér komið til hug- ar að hún væri jafn fögur og stórkostleg og hún er. New York og Berh'n komast ekki í neinn samjöfnuð við hana að fegurð. Eg vil bara nefna torg- in miklu, t. d. Concorde- og Vendome-targin, Invalidehótelið og kirkjuna með legstað Napo- leons mikla, Notre Dame og Sacré Couer-kirkjuna og sigur- bogann með gröf ókunna her- mannsins, þar sem hinn ó- slökkvandi eldur brennur, og þar sem allir taka ofan, er þar nema staðar. Þar held eg að eg ihafi verið gripinn geðhrifum. Eg var svo heppinn, að mér ihafði verið fenginn bústaður hjá dönskum hjónum. Þau eiga heim í skrauthýsi mitt á milli París og Versala. Maðurinn heitir S'mith-Petersen, og er verkfræðingur. Hann er dótt- ursonur próf. Jul. sál. Thomsen í Kaupmannahöfn. Þessi góðu hjón báru mig á höndum sér, vildu alt fyrir mig gera og hvergi hefir mér liðið betur en ihjá þeim. í París sat eg hádegisveislu hjá sendiherra Dana og íslend- inga, Oldenburg, hinum mæt- asta manni; var og í boði hjá Verrier prófessor, sem hefir mikinn áhuga á Norðurlanda- fræðum — einnig íslenzkum og er mikili vinur dr. Guðm. Finn- bogasonar. Æfintýr — En komust þér þá ekki í neitt æfintýr í heimsborginni ? — Jú, við getum kallað það því nafni. Og sú saga er þann- ig: Seinna sunnudaginn, sem eg ^tOOVtRN°RAIVD C0MPAHy0F Áínjpnlurprs ofcpngíanö TRADING INTO NUD50NS BA» THI HHOOUCC 0r SCOUAND OUALITY OUARANTCCO BV Hudson's Bay Company- -er framúrskárandi vinsælt. Það er brent, blandað og i móðnað á Skotlandi. 26 únz $2-30 40 únz. 3'35 tíí'Bött (Eompang.^ This advertisment is not inserted hy the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.