Heimskringla - 18.12.1935, Blaðsíða 5

Heimskringla - 18.12.1935, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGLA 5. SlÐA WINNIPBG, 18. DES. 1935 FJÆR OG NÆR var í París, bað erkibiskup Svía xnig og finskan biskup, að að- stoða sig við prestvígslu. Átti hann að vígja ungan sjómanna- prest til Skandinavisku kirkj- unnar í 'Grimsby. Eftir það sát- um við veizlu. Kom þá til mín prestur og spurði bvort hann mætti ekki kynna mig konu prestsins, sem við vorum að vígja. Eg hafði ai^ðvitað ekk- ert á móti því. Og svo kemur hún til mín og gegir á hreinni íslenzku: — Komið þér sælir, herra ibiskup. Þá rak mig í rogastans. Kom nú upp úr kafinu að þetta er íslenzk kona, helga Guðbjartar- dóttir, Helgasonar, frá Flateyri í Önundarfirði. Hún hefir verið hjúkrunarkona og dvalist í Eng- landi 12—13 ár. Þar mun hún hafa kynst manni sínum, sem heitir Abrahamsson. Hún tal- aði íslenzku eins og hún hefði aldrei út fyrir landsteinana komið. Eg spurði erkiibiskup Svía hvort hann hefði vitað, er hann bað mig að aðstoða við prest- vígsluna, að prestkonan væri ís- lenzk. Hann kvað nei við, og þótti þetta mjög enikennileg til- viljun. Frá ferðalaginu — Hvemig er að ferðast á meginlandinu núna? — Því fylgja ýmsir erfiðleik- ar, einkum vegna peninga. Og þrátt fyrir alla þá kurteisi, sem við mættum í Þýzkalandi, var einna verst þar að þessu leyti. Þar er ekki annað að fá en hin svokölluðu ferðamörk og verður maður að skila afganginum við landamærin, ,þegar úr landi er farið. En tollskoðun er mjög lítil, og get eg varla sagt að eg þyrfti að opna ferðatöskur mín- ar alla leiðina. í Brussel Á heimleiðinni fórum við ytfir Brussel. Hafði forstöðunefnd mótmælendakirkjunnar í Belgíu ibeðið norrænu fulltrúana að koma þar við. Þarna vorum við í tvo daga. Notuðum við tímann . eins og unt var til að skoða heimssýninguna og þótti mér hún stórfengleg. Forstjór- ar dönsku og sænsku sýningar- deildanna sögðu mér báðir, að varla hefði komið sá dagur fyr- ir í sumar, að menn hefði ekki spurt: Hvar er íslenzka sýn- ingin? Seinni daginn í Brussel sat eg veizlu hjá Krag, sendiherra Dana í Belgíu. Hann mun vera í móðurætt 5. maður frá Jóni Eiríkssyni konferensráð, dótt- ursonur Kammerherra Lutti- chau, sem var kvæntur Mal- vínu dóttur sonardóttur Jóns iEríkssonar.—Mbl. — Hvers vegna svarar þú hverri spurningu með nýrri spurningu ? — Geri eg það? Veitið Gestunum PALM ICE CREAM í allskonar yndislegum mótum Um Jólin og Nýárið • Biðjið um það hjá næsta Palm verzlunarmanninum eða símið beint til Palm Dairies Limited verksmiðjunnar Logan og Brighton Símar 25 838—25 839 Fyrir skömmu flutti séra Jakob Jónsson fyrirlestur um ísland á ensku í Wynyard. Var fyrirlesturinn sóttur af mönnum af ýmsum þjóðflokkum. Hélt eéra Jakob fram og studdi með rökum, að hér væri eins mikil ástæða til að kenna íslenzku í “high schools” og latínu. Virt- ist unga fólkið talsvert spent fyrir fræðslunni um ísland. — Samskonar erindi hefir séra Jakob flutt í ungmennafélagi Hóla-bygðar. * * * úr bréfi frá Wynyard s. I. viku: Mr. og Mrs. H. Halldórsson, Wynyard, Sask., sem eru á för- um vestur að hafi, var haldið imyndarlegt samsæti í kveðju- skyni af bygðarvinum. * * * Hannes kaupm. Kristjánsson frá Gimli var staddur í bænum s. 1. mánudag í viðskiftaerind- um. * * * Endurminningar Annað hefti er nú komið út af þessari sjálfsæfisögu Friðriks Guðmundssonar. Fjallar það um ferð hans hingað vestur og það sem á dagana dreif fyrstu árin í Ameríku; uppgang Winnipeg- borgar; íslenzkan f élagsskap; frumbýlings árin í Vatnabygð- um o. fl. Hefti þetta er mjög skemtilegt og góðar og glögg- ar athuganir víða. Kostar sama og hið fyrra $1.25 í kápu. Er til sölu hjá höf. að Mozart, Sask., á skrifstofu Heims- kringlu, Ólafi S. Thorgeirsson Ibókasala og Magnúsi Peterson ibóksala. Sent póstfrítt. * * * Stúkan “Skuld” nr. 34. I. O. G. T. hefir Whist Drive og dans í G. T. húsinu á Gamlársdags- kvöld, þriðjudaginn 31. des. 1935. Verðlaun verða gefin fyrir hæstu vinninga í vist; einnig fyrir beztu búninga (best and most comical). Inngangur 25c Byrjar kl. 8.30. * # * Jóhann bóndi Briem í River- ton, Man., átti níræðisafmæli 7. des. Var honum haldið sam- sæti í tilefni af því af sambygð- armönnum hans og vinum. * * * íþróttafélagið “Fálkinn” gefur ibörnum atvinnulausra aðgöngu- miða að skautahringnum á Home og Sargent yfir veturinn. Miðanna má vitja til W. Good- man, 690 Victor St., Winnipeg, Sími 21 900. * * * Blaðið “Minneota Mascot” getur þess þann 13 þ. m. að daginn áður hafi andast að heimili sonar síns, Albert Fjeld- sted í Minneota, ekkjan Sigríð- ur Einarsdóttir Fjeldsted tæpra 87 ára að aldri. Hún var fædd 27. jan. 1849. * * * Jólagjafir Þið sem kaupið bækur,, um jólin, kaupið íslenzk úrvalsrit. Á skrifstofu Heimskringlu eru til sölu: Ljóðmæli Stephans G. Stephanssonar Andvökur IV. og V. bindi, á niðursettu verði, $5. sent hvert sem vera skal. Enn- fremur myndir af listaverkum Rikarðs Jónssonar í Reykjavík áður $3.00 nú á $2.00. Betri jólagjafir en þessar, eru hvergi fáanlegar. Sendið pantanir á skrifstofu “Heiimskringlu” og yður verða sendar bækurnar. ¥ * ¥ Tilkynning Með því, að Karlakór íslend- inga í Winnipeg hefir ákveðið í samráði, og með aðstoð “The Ghoral Society” að syngja “Kantötu” hr. Jóns Friðfirins- sonar tónskálds á næstkomandi vori, þá eru allir þeir, er ósk- uðu eftir að aðstoða við nefnda “kantötu” beðnir að gefa sig fram sem allra fyrst við Mrs. Björgu V. ísfeld, sími 30 292, eða Waltier Jóhannsson, sími 35 707. Ennfremur þeir, er vildu eignast þetta tónsmíða- verk í einni heild. Kostar bók- in $1.50. ¥ * * 16. nóv. s. 1. heimsóttu nokkr- ir fyrverandi nágrannar og vin- ir þau Mr. og Mrs. Ben. Ólaifs- son á hinu nýja heimili þeirra, 703 St. Annes Road, St. Vital. Fná því þau giftu sig 16. sept. 1920 hafa þau alt af átt heima að 1080 Sherbur St. Kristinn Oliver afhenti þeim hjónunum stofulampa til minningar um heimsóknina, sem vinargjöf -frá gestunum. * * * Kveðjusamsæti Þjóðræknisfélag íslendinga í Vetsurheimi, efnir til kveðju- samsætis á Royal Alexandra hó- telinu hér í borginni, á föstu- daginn þann 20. þ m., kl. 6.30 síðd., í kveðjuskyni við þau Dr. Ófeig Ófeigsson og frú Margréti Ófeigsson, sem nú eru í þann veginn að leggja af stað héðan úr borg og suður til Mayo- stofnunarinnar að Rochester, Minn., þar sem lækninum hefir boðist staða um alllangt tímabil, ef honum svo sýnist. Dr. ó- feigsson kom til Winnipeg, á- samt frú sinni, fyrir tveim ár- um, sem fyrsti styrkþegi Can- adasjóðs, er ísland var sæmt með í tiletfni af Þúsund ára af- mælishátíð Alþingis 1930; hefir hann stundað framhaldsnám við Almenna sjúkrahúsið hér og læknadeild háskólans, með frá- bærum árangri. Dr. Ófeigsson er gáfumaður mikill, og það sem jafnvel er meira um vert, þrunginn af áhuga fyrir starfi sínu. Þau hjón hafa notið al- mennra vinsælda og eignast fjölda trúnaðarvina. Aðgangur að kveðjusamsæti þessu, sem vafalaust verður fjölsótt, kostar $1.50 fyrir manninn, eða $3.00 fyrir parið, og fá þeir einir aðgöngu, er trygt hafa sér aðgöngumiða á fimtudaginn þann 19. þ. m. — Fást þeir hjá þeim herrum Árna Eggertssyni, J. Walter Jóhanns- syni, Ásmundi P. Jóhannssyni og S. W. Melsted. * * * Þjóðræknisdeildin “Frón” hélt almennan fund í G. T. húsinu í Winnipeg s. 1. mánudag. Á fundi voru um 180 manns. — Stjómarnefndarkosning fór fram og eru í henni á komandi ári þessir: Soffanías Thorkels- son forseti, Grettir Jóhannsson vara-forseti, Ragnar Stefánsson ritari, Stefán Einarsson vara-rit ari, Sveinn Pálmason féhirðir, Jóhann Th. Beck vara-féhirðir, Sigurður Sigmundsson fjár- málaritari, Ingi Stefánsson vara-tfjármalaritari. Endurskoðunarmenn reikn- inga voru kosnir: Ásm. P. Jó- hannsson og Friðrik Kristjáns- son. Að kosningu lokinni fór fram skemtun. Flutti ungfrú Svan- ihvít Jóhannesson lögfræðingur skemtilegt erindi um “Tímann”. Kvað hún tímann öllu dýrmæt- ari, því enda þótt hann væri sem stæði ekki peningar til allra, væri samt hægt að færa sér hann í nyt á þann hátt að betra og bæta andans hag. Og þess væri kostur útgjaldalaust í þessum bæ, að miklu meira leyti, en menn gerðu sér grein fyrir. Hér væru ókeypis lestr- arsalir, fyrirlestrar fluttir sem inngangur væri ekki seldur að, og svo stæðu fundir og þing bæði bæjar- og fylkisstjórnar öllum opin, sem mikið mætti fræðast af um efnahag þjóðfé- lagsins og hvernig oss væri stjórnað. Að máli hennar var gerður góður rómur. Annað til sbemtana var piano-spil eftir Ragnar H. Ragnar, en eins og menn vita, er einspil hans eitt af því er meö ágætum verður talið. Þá söng frú K. Jóhannes- son einsöng og er hún svo kunn fyrir söng sinn, að óþarft er að minnast skemtunarinnar er á- heyrendur nutu. Ennfremur las Ragnar Stefánsson upp kvæði, eftir þrjú merkustu skáld ís- lands, skemtilega og áhrifa- mikið. Fundir Fróns hafa und- anfarið verið vel sóttir, enda má meðal annars sjá af því, sem hér er getið, að slík ókeypis- skemtun stendur óvíða til boða. JÓLAELDAR Frh. frá 1 bls. illa út. Eg var farin að bera sterkari óvildarhug til þessarar konu en var holt fyrir geðs- muni mína og taugar. Svo eg ákvað með sjálfri mér, að hætta alveg að vinna hjá henni, senda henni boð um að eg kæmi ekki tframar. En eins og stundum vill til, grípa atvikin fram fyrir hendurnar á manni. Sú ánægja veittist mér aldrei, því einn góðan veðurdag veiktist hún skyndilega og lá liðið Hk þrem dögum fyrir jól. Jarðarförin var ákveðin síðdegis á aðfanga- dag. Eg hefi ekki enn getað gert mér fyllilega grein fyrir því, hversvegna eg fór til útfarar- innar. Líklega hefir það verið forvitni að einhverju leyti, og svo kannske einhverskonar leyndur þakklætisvottur, fyrir þessa atvinnumola sem féllu af borðum hennar, enda þótt eg væri mér þess ekki meðvitandi þá. Þegar til alvörunnar kemur, langar okkur, sem eftir stönd- um, að rétta þeim förnu hendina í friðsamlegri kveðju. Þegar eg kom var kveðjuat- höfnin byrjuð. Eg settist utar- lega nálægt dyrum, en sá vel inn yfir alla kirkjuna, sem búið var að klæða jólaskrúði, lifandi grænu limi og pálmum. Vönduð líkkista þakin blómum stóð framan við ræðustólinn. Prest- urinn var byrjaður að tala í þægilegum alvöruþrungnum róm. Kirkjan var full af fólki, er sat prútt og alvarlegt í bragði og virtist hlusta með gaumgæfni. Eg sat nú svona stundarkorn og eins og tók ekki eftir neinu sérstaklega, en alt í einu áttaði eg mig á því að eg var orðin alt sjáandi. Það sýnd- ist koma náttúrlega og alveg að sjálfsögðu að eg var alt í einu farin að athuga hugsanir fólks- ins, er sat þarna fram undan mér hátíðlegt á svip. En hugs- animar voru hreint ekki hátíð- legar, heldur ósköp hversdags- legar og persónulegar. Allir voru eitthvað að brjóta heilann um eigin hag t. d. um viðskifti, skuldir, vinnu, atvinnuleysi, peningamál, skemtanir og alls- konar strit og stríð daglega lífsins, sem allir kannast við, smátt og stórt, eftir því hvað hver og einn hafði fyrir við- fangsefni. Enginn hugsaði um dauðann, dómsdag og annað líf eða þá framliðnu, sem þetta fólk var þó áreiðanlega komið saman til að kveðja. Það mundi sýnilega enginn eftir henni. — Mér varð litið inn eftir kirkjunni og þar sá eg það, sem eg aldrei gleymi. Framan við kistuna stóð sú framliðna, að mér sýnd- ist ljóslifandi, og mér varð það ljóst að hún sá og skildi alt það sama og eg. Enginn af samferðafólkinu er þama var statt hugsaði um hana, enginn sá eftir henni né syrgði hana, enginn elskaði hana eða vafði vinarhug. Öllum þessum hóp af fólki var öldungis sama um hana. Það var þarna aðeins fyr- ir siðasakir. — Og þarna stóð hún og mændi fram yfir mann- fjöldann, vinalaus, einmana, gleymd, öreiga sál, komin yfir landamærin þangað, sem engin tekur neitt með sér, nema eigið manngildi og hlýhug annara, fyrir farareyri. Hún hafði hvor- ugt. Jafnvel blómin á kistunni voru litlaus,, ilmlaus og dauð. Þau höfðu verið send atf því það var viðeigandi, en ekki sem einlægar vinakveðjur. Það greip mig sannbland af skelfing og innilegustu með- aumkun. Aldrei hefir mig lang- að eins af öllum h'fs og sálar krötftum til að hjálpa mann- eskju úr nauðum. Eg hafði ekki heyrt nokkurt orð af því, sem presturinn sagði. Það var svo margþættur leikur, sem eg var að horfa á og fylgjast með. Nú varð mér litið til prestsins og eg sá að hann átti í vand- ræðum. Hann fann að orð hans féllu á dauf eyru. Prestar eru eins og leikarar, næmir fyrir andrúmslofti. Og eg sá að gamla prestinum þótti það æði þunt, að geta ekki látið þessa drumba vikna, standandi tframmi fyrir dauðanum á sjálf- an aðfangadaginn. Alt í einu var eins og leitftri ibrigði fyrir í huga hans og hann fann leiðina að hjörtum áheyr- endanna. Jólahugsunin kveikti í anda og orðum hins aldna prests. Hann talaði af anda- gift og krafti eins og skáld. — Jólahátíðin varð margþætt, stór og fögur í orðum hans. Það mál snart strengi í huga á- heyrendanna áh'ka og þegar heillandi músik er leikin af snild. Það var sem loftslagið þarna inni léttist og.yrði bjart- ara. Hlý samúðar alda rann á milli manna og náði líka að ln'kkistunni. Hálfgleymdar minn- ingar fóru að læðast fram og stinga upp höfðinu hér og þar, þægilegar endurminningar, samfundir, bros og gleðistundir, sem tekið er eins og sjálfsagt um leið og það er veitt. Og andi jólanna blés lífi í útkúlnað- ar glæður. Mér varð aftur litið til kist- unnar og þeirrar framliðnu, en hún var horfin og blómin hötfðu aftur fengið líf og lit og ilm, sem angaði urn alt húsið. Ein- hverniviegin vissi eg að öllu var óhætt og sú feginsgleði greip mig að eg fann tárin streyma niður kinnarnar. Eg tók upp vasaklútinn minn til að þurka mér um augun og þegar eg leit upp aftur, hafði eg mína vana- legu sjón, en fann þó að eg mundi hér eftir sjá svo margt með öðrum augum. Organleikarinn var byrjaður að spila útgöngulagið — og í Iþeim hljóm heyrði eg aðra tóna, voldugri, dýpri, heitari, lof- söngva liðinna kynslóóða, er hafa verið sungnir niður aldirn- ar í hugum og hjörtum þeirra, er fagnað hafa jólunum, sem hátíð ljóss, friðar og kærleika. Úti fyrir heldur straumurinn áfram, ljósin blika, bílarnir þjóta hjá og skóhljóð jólaboð- Iberanna berst inn til mín. — Eg veit ekki hvort saga Maríu gömlu á nokkum þátt í því, en í kvöld er eg óvenju þakklát fyrir hvert hlýtt handtak, ein- lægt bros og ást, er Ijómar úr augum vina og vandamanna.— Þeir eldar gefa varanlegan yl. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiing West End Food Market I Wes O S Sími 30 494 ... Cor. Sargent og Victor x ÓSKAR ÖLLUM VIÐSKIFTA VINUM SÍNUM ÁNÆCJULEGRAR OG FAGNAÐARRÍKRAR JÓLAHÁTÍÐAR í verzluninni er ávalt á reiðum höndum allskonar matvara. Ennfremur nú um hátíðimar Kalltúnar — Gæsir — Hænsni Nýreykt sauðakjöt — Rullupylsur o. fl. West End Food Market TIL J0LAFAGNAÐAR LABATTS ^nAuv (PoVg/ öi\e V c/ Er alveg mátulegt að bragði, efni og styrkleika til þess að auka á gleði jólahaldsins Fæst einnig á ölstofunum, klúbbum og í opin* berum vínsölubúðum. SÉRSTAKAR* ÚTSENDINGAR FYRIR JÓLIN Vöruhúsinu verður haldið opnu þangað til kl. 10.30 e. h. mánud. 23. des. og þriðjud. 24. des. Tekið verður á móti pöntunum fram á kl. 10.30 e. h. og sendar út sam- dægurs. PANTIÐ NÚ STRAX SfMI 92 244 JOHN LABATT LTD. 191 Market Ave. E. Winnipeg (rétt við Main St.) i This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.