Heimskringla - 18.12.1935, Page 6

Heimskringla - 18.12.1935, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 18. DES. 1935 BELLAMY MORÐMÁLIÐ “Ó, varla liálf mila. Þegar við fórum þar framlijá, kom okkur saman um, að við mætt- um rétt eins vel halda áfram—” Lambert var fölari í framan en hún og segir: “Halda áfram hvert Mrs. Ives?” “Halda áfram að húsi garðyrkjumanns- ins í Orchards,” svarið Mrs. Ives. Það var farið að skyggja í réttarsalnum og yfirbragð allra viðstaddra gerðist og skuggalegt, fult ótta og óróa. Margur gaut auga um öxl á hina bláklæddu verði við dymar og svo á ihina smávöxnu konu í vitnastóli. Hún sat svo róleg og hæglát fyrir allra augum og mörgum virtist annarlegan skugga leggja á hana, skugga aftökustaðar, gálga, helbruna vegis .... “Er hún að játa?” spurði jarpkolla í hálf- um hljóðum. “Bíddu við,” svaraði blaðamaður. “Guð veit hvað hún ætlar sér.” Dómarinn Carver ávarpaði snögglega verj- anda og segir: “Mr. Lambert, nú er langt liðið á dag, stendur þessi vitnisburður lengi yfir?” “Æði lengi, herra dómari.” “Ef svo er, þykir réttinum hæfilegt að fresta framhaldi til morguns. Réttinum er shtið.” Konan smávaxna (stiklaði léttstíg tfrá vitnastúku og 'hvarf í skuggann — enn svart- ari skugga. Sjötti dagur morðmálsins var yfirstaðinn. VII. Kapítuli. Um morguninn eftir leit blaðamaður á- hyggjusamlega á jþá jarphærðu og fann að við hana: “Þú ihefir verið að gráta,” sagði hann. Sú jarphærða ibrá sér ekki. “Mikil má heimskan vera. Hvað kemur Sue Ives þér við?” “Láttu sem það komi þér ekki við,” svar- aði jarpkolla stillilega. “Eg má gráta ef eg vil. Eg má gráta alla nóttina ef mig svo lystir. — Vertu hægur. Hér kemur hún.” “Mrs. Ives, hvað kom til þið réðuð af að fara til garðhússins ? ” spurði Mr. Lambert mildum rómi. “Eg held Stephen hafi stungið upp á því, þó eg muni það ekki fyrir víst. Eg var þrotin að ráðum, sérðu og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Eg held Stephen hafi orðað þá hugmynd, að vera mætti að hún hefði veikst eða sofnað í garðhýsinu. Eg tók undir, að það hefði verið heimskulegt af okkur, að hugsa ekki út í það fyr. Sama hv.ort var, okk- ur komur kom saman um að halda þangað.” Hún þagnaði litla stund, spenti greipar og horfði til dyra réttarsalsins og þó lengra. “Hvenær bar ykkur þar að?” “Um kortér eftir níu, held eg — kanske tuttugu mínútur. Vegalengdin er ekki meiri. Við ókum inn um hliðin og beygðum af eftir moldargötu til garðhússins, alveg að fram- dyra riði og þá sagði eg: ‘Þetta er ekki til neing, hér er aldimt, ekki er hún hérna. Steve sagði ‘Hver veit nema hún hafi skilið eftir miða og tiltekið hvert hún hafi farið.’ ‘Það má vel vera’ sagði eg, ‘við skulum fara inn og sjá’. Hann studdi mig úr bílnum og þá segi eg: ’Við verðum einskis vísari. Húsið er víst læst.” Steve tók í snerilinn og ýtti við hurðinni.’ Hann sagði ‘Nei, það er opið, þó undarlegt sé.’ Svo lauk hann upp og við gengum ibæði inn.” Hún sá framundan sér, grafkyr og annars ihugar, á þann stað innan annara dyra og við- staddir sáu þangað með henni. “Og svo?” “Já. Og svo þegar inn var komið, v dimt, vitanlega. Steve spurði ‘Veiztu hvar ljósa kraninn er?’ Og eg sagði honum sem var ‘Douglas hefir oft minst á, að leggja víra í húsin, en það hefir farist fyrir. Steve sagði: ‘Ljós hlýtur hér að vera einhversstaðar,’ og eg svaraði: ‘Sjálfsagt. Hérna í skotinu við inn- göngu dyr var altaf koparlampi í gamla daga — við skulum vita. Þar var lampinn á sama stað og áður, eldspítur líka hjá honum og eg kveikti. Þá blasti við mér píanó í stofunni til hægri, sem eg hafði aldrei séð þar áður, við stigum inn, eg á undan, með lampann í hend- inni. Eg var komin inn á mitt gólf þegar eg— þegar eg—” Hér þraut hana róminn. Eftir langa þögn segir svo Lambert: “Þeg- ar Iþú gerðir hvað, Mrs. Ives?” Hún hrökk við, líkt og af illum draumi. “Þegar eg—sá hana.” Hún talaði í hálfum hljóðum en allir í réttarsalnU'm heyrðu hvað hún sagði og fundu til iþess hrolls sem setti að henni. “Það var Mrs. Bellamy sem þú sást?” “Já, eg — “Hún kingdi og reyndi að koma upp orði, tók svo hendinni um kverkamar. “Það er leitt. Mætti eg fá að drekka? Má það?” Enginn hreyfði sig af öllum fjöldanum nema ritari réttarins, hann helti vatni á glas, með alvörusvip og aðgætni og rétti henni yfir brík vitnastúku. Hún drakk af hægt, líkt og hún fyndi þar skamman frest á hinu versta. Að því búnu setti hún glasið hægt frá sér og þakkaði fyrir; iþá var rómur hennar skær og stillilegur sem áður. “Þú varst iað tjá okkur, að þú hefðir kom- ið auga á Mrs. Bellamy.” “ Já. . . Lampinn hlýtur að hafa dottið úr hendinni á mér í sömu svipan, þó eg muni ekki til þess. Eg man ekki annað en að við vorum í myrkri og eg heyrði Stephen segja: Hreyfðu þig ekki. Hvar eru eldspýtumar?” Það var óiþarft að taka mér vara fyrir því, þó eg hefði átt lífið að l^ysa með því að færa mig, þá hefði eg ekki getað það. Eg sagði ‘Eg hefi þær í vasanum.’ Hann sagði ‘Kveiktu.’ Eg reyndi hvað ef'tir annað og tókst á endanum, iþá snaraðist hann frmhjá mér og féll á kné hjá henni. Hann tók á úlnliðnum á henni og seg- FYh. á' 7. bls. EVEN IN MY TINY KITCHEN, THERE’S ROOM FOR MY WONDERFUl. NEW THOR IRONER ! Thor ENNÞÁ FREMST með nýendurbættum IRONER Er sparsamur á pláss í eldhúsinu Sparar húsmóðirinni mikla erfiðis vinnu • Því ekki að kom við hjá oss í dag og kaupa hinni kæru konu yðar eða móður ævarandi gjöf? Gjöf sem gleður ‘hana og gerir hana ánægða. Hugsið yður að geta sezt niður og straujað allan viku þvottinn á þriðjungi venju- legs tíma, og lagt hann svo saman Ibrotinn frá sér—og meira rúm er ekki tekið upp nema eins og fyrir einum stól Verð $ o Q50 aðeins $5.00 niðurborgun—afgangurinn á vægum skilmálum WINNIPEG ELECTRIC COMPANY POWER BUILDING PORTAGE and VAUGHAN Símar 904 321—904 322—904 324—904 325 Sfk MERRY CHRIS Is a Personal Matter BUT We Can Help You Make the New Year 1 Happiness comes from working witfi confidence—approaching step by step towards a definite objective in life The First Step is BUSINESS TRAINING ENROLL MONDA Y, JANUAR Y 6th, 1936 for the NEW TERM at the D0MINI0N BUSINESS COLLEGE FOUR SCHOOLS: • On the Mall • Elmwood—Kelvin & Mclntosh • St. James—Portage & College • St. John’s—Main & Machray Home Study Courses by Correspondence, The School oí Individual Instruction

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.