Heimskringla - 01.01.1936, Page 1

Heimskringla - 01.01.1936, Page 1
 L. AKtrAiNGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, T. JANUAR, 1936 NÚMER 14. HEIMSKRINGLA OSKAR LESENDUM SINUM GLEÐILEGS NY-ARS Kaupir Englandsstjórn kolanámur landsins? London, 26. des. — Stjómin lá Englandi kvað vera í undir- búningi meó, að taka yfir kola- námureksturinn og starfrækja hann sem þjóðeign. Til þess að koma þessu til leiðar hugsar Baldwin stjórnar- formaður sér að kaupa náma- afgjald stjórnarinnar (Royalty) af öllum þeim er það er veitt og reksturinn hafa með hönd- um. Erá áformi stjómarinnar skýrði Sir Thomas Inskip, dómsmálaráðherra s. 1. föstu- dag. Aukakosningin í Assiniboia 6. jan. Estevan, Sask., 28. des. — Aukakosningin í Assinboia fer fram 6. janúar. Eins og flestum mun kunn- ugt, stendur þannig á þessari kosningu, að Hon. James G. Gardiner, forsætisráðherra í Saskatchewan-fylki, var skip- aður akuryrkjumálaráðherra í ráðuneyti Kingstjórnarinnair. — En hann sótti ekki um kosn- ingu í sambandskosningunum. Gagnsækjandi ráðgjafans, er Mr. William Irvine, er um mörg ár hefir verið sambandsþing- maður fyrir Wetaskiwin-kjör- dæmi í Alberta-fylki. Hann tapaði í síðustu kosningum eins og aðrir í Alberta fyrir Social- Credit-iþingmanni. Mr. Irvine hefir fylgt flokk Alberta bænda. Við fjörugri kosningu er bú- ist. Telur Mr. Irvine kosning- arnar snúast um framkomu Kingstjórnarinnar í hveitisölu- málinu og eggjar bændur til að hafna þingmannsefni stjórnar- innar vegna athæfis Kings í því máli. Kveður hann bænd- ur ekki eiga að láta þetta tæki- færi sér úr greipum ganga, aö mótmæla framkomu Kings. Verði conservatívar og C. C. P. flokksmenn eindregið með Irvine, er honum sigurinn eins vís og ráðgjafanum. En auð- vitað er þetta í heima-fylki Mr. Gardiners og það getur haft mikil áhrif þó Mr. Irvine, sé á- gætur maður og þektur um land alt fyrir að vera ótrauður fylgismaður þeirra mála, er al- menningi eru til heilla. Um 1000 manns farast í jarðskjálfta í Kína Chentu, Kína, 26. des. — Fráttir bárust af því og óljósar Iþó, s. 1. miðvikudag, að 18 des- ember hefði orðið jarðskjálfti inn í miðju Kína, er orðið hefði 1000 manns að bana. Jörð mátti heita að léki bai-na á reiðiskjálfti og f jall eitt klofnaði á einnar mflu svæði. Skriður og björg ultu víða nið- ur og stífluðu ár, svo að þar urðu brátt stöðuvötn, er áður var frjósöm jörð. Hérað þetta er sagt að vera mjög frjósamt og fjölbygt, alt Aðalsmennirnir á Englandi, er sumir hafa allríflegar tekjur að námaeignum sínum, kváðu hafa orðið með öllu orðlausir af þessu upp á tæki stjórnar- innar. Þetta afgjald af námunum nam t.d. $565,000 til hertogans af Hamilton af eign hans ár- lega. Til hertogans af Bute $545,000 og fjölda annara um $500,000. Af þessu hafa aðalsmenn Eng- lands haldið sig í ættir fram. Þetta hefir orðið að greiða þeim fyrir að starfrækja þessa auðslind, kolanámið á Eng- landi. að því 300 manns á hverri fer- mílu. Hús hrundu unnvörpum, sem spilaborgir væru, í skjálft- anum. í nokkrum þorpum, er um 100 manns bjuggu í, er sagt að hvert einasta hús hafi hrunið. Höfuðborg héraðsins, borgin Chengtu, er þó sagt að sloppið hafi að mestu hjá skaða og skemdum. Mestir urðu skaðamir á með- al mjög frumstæðs mannflokks, er uppi í fjöllunum hélt sig. Olo menn eru þeir nefndir. Og frétt þessi er sögusögn Iþeirra; ekkert ibeint frétta- samband er þarna við umheim- inn. Kellogg samningurinn Washington, 26. des. — Síð- ast liðinn miðvikudag fórust einum þingmanni í Bandaríkj- unum (R. M. Tinkham) þau orð um Kellogg-Briand samn- inginn, að hann væri aðeins til þess að flækja og draga Banda- ríkin inn í deilumál og stríð Evrópuþjóðanna, og að Banda- ríkin ættu sem fyrst að segja honum upp. Mr. Tinkham kvaðst ætla að bera það mál upp á næsta þingi. Undir þennan Kellogg-Briand samning skrifuðu 63 þjóðir. — Heita þjóðir þessar með uhdir- skrift sinni að gera alt sem þær fái orkað til þess að koma í veg fyrir stríð. En samning þennan telur Tinkham rofinn af flestum þjóðum á ýmsan hátt. T. d. auki þær allar herútbúnað sinn og sumar þjóðinar, sem undir samninginn hafi skrifað, séu sjálfar í stríði. Aðal-ástæðuna fyrir því, a Bandaríkin ættu að strika út undirskrift sína, segir Mr. Tinkham þó þá, að þau komist ekki hjá því að taka þátt í stríðum í Evrópu, ef í það fer, eins lengi og þau séu bundin þessum samningi. Sem dæmi af því benti Tinkham á, að Bandaríkin hefðu orðið að láta sig refsiaðgerðir EvrópU-þjóð- anna skifta gegn ítalíu, þrátt fyrir að þeim kæmi ekki til hugar að egna nokkra þjóð til reiði við sig eða óvináttu. — Ennfremur væru þau að verja brezkan imperialisma vegna þessa samnings, sem þau mundu engan veginn láta sig annars skifta. ÚR BRÉFI F.RÁ STEINGRÍMI LÆKNI MATTHÍASSYNl í bréfi er Dr. Rögnvaldur Pétursson fékk nýlega frá Steingrími Matthíassyni, er þess meðal annars getið, að Stein- grímur hafi lagt af stað 28. nóv. frá íslandi til Kaupmannahafn- ar, en þar var hann beðinn að taka við forstöðu sjúkrahúss á Suður-Jótlandi, er nefnt er Tönder Bys og Amts sygehús. Yfir-lækni spítalans, Dr. von Werter, var veitt hvíldarleyfi frá starfinu og fer suður til ÞÝzkalands að leita sér heilsu- bótar. Steingrímur læknir tók við forstöðu sjúkrahússins og býst við að verða þar fram til marz- mánaðarloka. Bréfið skrifar hann frá Jótlandi og lætur hið bezta af verunni þarna. Búist við stríði milli Englands og ítalíu London, 30. des. — Þessa stundina ,búast Englgnjdingar við að í stríði lendi milli þeirra og ítala á Miðjarðajrhafinu. Mussolini kvað hafa orðið af- skaplega reiður út af því að Anth. Eden var skipaður utan- ríkismála-ritari í stað Sir Sam- uel Hoare. Eden er svo ákveð- inn með refsiaðgerðum Þjóða- bandalagsins, að Mussolini skoðar hann sem versta, eða númer eitt, óvin ítala. Sir Eric Drummond, sendi- herra Breta á ítalíu, telur orð- ið afar erfitt að ræða deiluefn- ið af nokkurri sanngirni eða viti við Mussolini, svo æstur sé hann orðinn. Og nema því að eins, að hann sé af ítölum sjálfum rekinn frá völdum, sé stríð óumflýjanlegt. En eru miklar líkur til, að þjóð hans snúist á rnóti honum? Annað eins hefir skeð. Það eitt er víst, að ítölsku þjóðinni þyk- ir honum hafa tekist klaufa- lega í málunum við Þjóða- bandalagið um sættir. Enn- fremur er sagt, að svartstakka- liö hafi nýlega verið sent heim- an af ítalíu til Blálands að boði Mussolini og er þess getið til, að það hafi verið gert til þess, að kæfa niður andróður í her Mussolini gegn honum á vígstöðvunum. Þjóðin og heir- inn virðist vera að komast að þeirri niðurstöðu að hún eigi betri leiðtoga, en Mussolini. Og gefi slíkur leiðtogi sig fram, sé honum innan handar að fá her- inn á sitt vald. Þá geti Pas- cista-iráðið (the Fascist Grand Council) og Victor konungur Emmanuel ekki annað en vikið Mussolini frá völdum. Með refsiaðgerðunum kreppir ávalt meira og meira að ítölsku þjóðinni og Mussolini, er orðinn aðgerðalítill í Afríku. Nú fer rigningatíð þar syðra í hönd og rennur þá alt út í for og ófæirð, svo hlé verður á bar- dögum þar fram í apríl. Og að þá magnist óánægja í her Mus- solini, er talið víst. Þetta út- lit alt, er að gera Mussolini hálf ærðan, en slíkt bætir ekki úr skák. Óvit hans að leggja út í þetta stríð og þá ekki síður, að slaka ekki á og taka sættum í tíma, er hann hefði átt að sjá hver end- irinn hlaut að verða, er nú alt að koma honum og þjóð hans í koll. Bretar búast þessa stundina við hinu versta, en þar sem Tyrkland, Grikkland, Jugoslav- ía, Rússland og Pólland hafa nú lofað aðstoð sinni um leið og orrahríðin á Miðjarðarhaf- inu byrjar, eru Bretar býsna öruggir. Þannig horfa nú stríðsmálin við eftir síðustu fréttum að dæma sem bárust hingað í byrj- un þessarar viku. HVAÐANÆFA Hon. Charles Dunning, sem King skipaði fjármálaráðherra í ráðuneyti sínu, hefir verið holað niður sem þingmanni á Prince Edward eyju. iEyja- skeggjar hafa 3 menn á þingi. Mr. Dunning var kosinn þar gagnsóknarlaust. Á eyju þess- ari iríkir sá hugsunarháttur, “að það sem var gott fyrir afa okkar, sé einnig gott fyrir okk- ur.” * * * Á þinginu í Prakklandi hefir staðið yfir mikil orrahríð út af Laval-Hoare samningunum. —- Var við því búist að þeir yrðu stjóminni að falli. Fyrir helg- ina fór loks fram atkvæða- greiðsla um tillögu, er lýsti trausti sínu á Laval-stjóminni. En svo litlu munaði að stjórnin félli, að með tillögunni voru aðeins 296 atkvæði, en móti 276. * * * Yfir 7 miljónum mannai; sem fyrir rússnesku byltinguna 1917, flæktust um heiðamar í Mið-Asíu, heimilislausar, hefir nú Soviet-stjórnin séð fyrir jarðnæði og samastað. ¥ * * Sjötíu og fimm af hundraði af íbúunum í Bolivíu, eru ó- blandaðiir Indíánar og komnir af Inca-ætt kvíslinni. # * * Píus páfi er mikill tungu- mála- og fræðimaður. Hann er ekki aðeins djúpfróður í lat- ifnu og grísku, heldur talar hann einnig reiprennandi þýzku og pólsku. 1 frönsku er hann sjálfbjarga og í ensku getur hann fleytt sér. * * * Frétt frá Yokohama í Japan um að prófessor Hermanrí G<ra- uert frá Munich hafi tekist að einangira svefn sýkis geriMnn, vekur mikla eftirtekt vísinda- manna í Evirópu. Prófessor Grauert er staddur í Japan. # * * G. F. Chipman, ritstjóri viku- ritsins Country Guide, sem United Grain Growerg hafa um langt skeið gefið út, dó s. 1. viku af bílslysi í Winnipeg. EKKI ALT SEM SÝNIST Þeir reyndust stundum verstir, Og minstir allra manna, Sem metnir voru beztir í hópi fávitanna, En styðja mundu flestir, ef stæði til að sanna, þeir stærstu urðu og mestir iá kostnað smælingjanna. H. Brandson STAKA Hvernig ljóðalistin má ljúka upp þjóðar eyra. Hafi enginn—að því gá— eyru til að heyra? J. S. frá Kaldbak Námurnar eiga nú og starf- rækja um 4000 manns. Verði af áformum stjórnarinnar, sleppa þeir öllu tilkalli til eigna Dg reksturs námanna. Verkamenn og sósíalistar klöppuðu stjóminnni lof í lófa fyrir að ætla að færast þjóð- eignarekstur á námunum í Eang. En nú er kaup námuverka- manna komið niður í $11.50 á viku og getur það naumast óviðunanlegra verið. Til þess að þetta haldi ekki lengur á- fram, ætlar stjómin sér að taka námareksturinn í sínar hendur. Stofnun í Rússlandi hefir uppgötvað lyf er losar ull á fé. Er það látið í fóður skepnunn- ar. Með því er losast við að rýja eða klippa sauðféð. * * * Aðalspámaður Blálands leit- aði véfrétta um það í október, hvernig fara mundi ef keisarinn færi til vígstöðvanna, eins og hann ætlaði sér. Varð véfrétt- in á þá leið, að ef keisarinn færi til Dessye (borgar skamt frá norðurvígstöðvunum) áður en krýningarafmæli hans, 2. nóvember, yrði haldið hátíðlegt, þá mundi fara illa fyrir þjóð- inni. En ef hann færi ekki frá Addis Ababa fyr en eftir krýn- ingarafmælið, þá myndi Blá- lendingar áreiðanlega vinna sigur á ítölum. Vegna þessa hætti keisarinn við það að fara 4 þeim tíma, sem hann hafði ætlað sér, og beið eftir hátíðahöldunum í Addis Ababa á krýnindardag- inn. * * * Fyrir nokkru geisuðu óhemju stormar hjá Newfuondlandi og skolaði þá sjórinn þar víðsvegar á land fjölda mörgum tunnum og kössum af whisky. Bændur keptust við að ganga rekana og ná í þennan dýrmæta feng. Þetta whisky er frá banndög- unum, þegar smyglarar kusu heldur að fleygja áfenginu fyr- ir borð heldur en láta varðskip stjórnarinnar taka það af sér, og sæta sektum að auki. Yfirvöldin hafa boðið bænd- um og fiskimönnum stórfé fyrir að afhenda drykkinn, en þeir hafa verið tregir til þess. * * * Föðurlandsvinur ítali nokkur, Marínetti að nafni, hefir ritað bók, þar sem hann hvetur landa sína til þess að taka upp baráttuna gegn öll- um venjum, sem stafa frá Eng- lendingum, svo sem að drekka te, leika golf og raka skegg sitt. Ennjfremur hvetur Marinetti landa sína til þess að leggja niður heittrúnað sinn, sem honum finst stafa frá Englend- ingum, og kæruleysi gagnvart konum, sem hann segir að sé ekkert annað en kynvilla á byrjunarstigi. Margt fleira er það, sem Marinetti varar landa sína við af þeim sökum, að hann telur það enskt að upp- runa. Eins og allir vita, er grunt á því góða milli ítala og Englendinga um þessar mundir. * « « Sig. Skagfield söngvari hefir að undanförnu fengið fjölda mörg bréf utan af landi og láta menn í þeim í ljós mikla á- nægju yfir útvarpssöng hans. í einu bréfinu stendur: “Við hlökkum altaf til, þegar við heyrum að þú átt að syngja í útvarp, og söfnumst saman — þeir, sem ekki hafa viðtæki — hjá þeim, sem þau hafa, -— til þess að hlusta á þig sameigin- lega”.—Vísir 3. des. * * * Aðfaranótt 25. nóv. flæddi um 50 fjár á Rauðasandi. Síð- ast þegar fréttist þaðan höfðu 46 kindur fundist reknar. Féð er alt frá sama bæ, Gröf á Rauðasandi, og er þetta um helmingur fjárstofsins á heim- ilinu.—Patreksfirði 1. des. 1935. * * * Peningarnir eru ekki alt. — Lánstraust í búð er einnig nokkuð. Á KROSSGÖTUM Þótt ekki sé fámenn sú óvita sveit, Sem er út í bláinn að strita, En láist að sjá hversii lítið hún veit. Á leið er hún frá því að vita. Sá maður, sem þráir í þekking- arleit, Við þungskyldar gátur, að strita, Og lánast að sjá hversu lítið hann veit, Á leið er hann þá til að vita. H. Brandson LÆKNI GEFINN BfLL Dr. O. S. Thompson í River- ton, Man., var nýlega færður bíll að gjöf af mönnum í hans læknishéraði, sem þakklæits- vottur frá þeim fyrir 14 ára starf hans í héraðinu. Var lækninum um leið haldið hið veglegasta samsæti. Stjóm samsætisins hefði S. V. Sigurðsson með höndum og afhenti gjöfina, en ræður fluttu David Morrig frá Selkirk fyrir minni læknisins, G. S. Thor- valdson lögfr. fyrir minni Mrs. Thompson. Aðrir ræðumenn voru J. T. Thorson, K.C., M. P., Miss Grace Torrie, Winnipeg, S. E. Sigurðsson, Hecla, B. I. Sigvaldason, Árborg og J. C. B. Williamson, Riverton. Þessir fluttu kvæði við þetta tækifæri: Dr. S. E. Bjömsson, Árborg, E. P. Jónsson, Winni- peg, G. J. Guttormsson River- ton og Jónas Steflánsson frá Hecla. Af kvæðunum hafa Heims- kringlu verið send tvö, það er J. S. frá Kaldbak orti og Dr. S. E. Björnsson. Eru þau bæði birt í þessu blaði. TIL DR. S. O. THOMPSON RIVERTON, MAN. Þinn er skjölldur skygður, ihreinn skíru gulli rendur. Afbrags læknir ertu Steinn —út af guði sendur. Þjáningarnar þjóta á braut þínum undan höndum, enginn fleiri örvum skaut á veikinda ströndum. Þú ert æ í þungum slag. Þyrstir sjúkdóms féndur herja nótt og nýtan dag Nýja-íslands strendur. Herför dauðans hnekkir þú, höggum hvergi skeikar. Heldur vörð við heljarbrú, hörfa nornir bleikar. Þá er annáð—iþess skal minst Þú ert bezti drengur. í sálu þinni ómar inst ekta kærleiks-strengur. Fé að hirða fátæks manns fanst þér meiða sóma. Burt þú gekst með blessun hans en báða vasa tóma. Ýmsir hyggja á eigin hag auðs á brekku sæknir. En það skal auglýst þennan dag þú ert kristinn læknir. Líknar verkum valins manns vart er hægt að gleyma. Lengi niðjar Nýja-íslands nafn þitt munu geyma. J. S. frá Kaldbak

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.