Heimskringla - 01.01.1936, Blaðsíða 4
4. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 1. JANÚAR, 1936
FJÆR OG NÆR
Aftansöngur1
verður haldinn á Gamlárskvöld
kl. 11.30 í Sambandskirkjunni
í Winnipeg. Flytur séra Philip
M. Pétursson stutta prédikun
við það tækfæri. Fjölmennið.
* * *
Guðsþjónustur
fara fram á venjulegum tíma
næstkomandi sunnudag í Sam-
ibandskirkjunni í Winnipeg — á
ensku kl. 11. f.h . og á íslenzku
kl. 7. e. h. Messar séra Philip
M. Pétursson við báðar guðs-
þjónustur.
* * *
Sunnudagaskóli
Sambandssafnaðar
kemur saman næstkomandi
sunnudag á vanalegum tíma kl.
12.15 um miðdegi. Eru for-
eldrar vinsamlega beðnir að
minnast þess og láta börnin
sækja sunnudagaskólann
stundvíslega.
¥ * *
Ungmennafélag
Sambandssafnaðar
heldur fund á þriðjudags-
kvöldið 7. janúar. Verður þessi
fyrsti fundur í nýárinu skemti-
fundur og eru allir meðlimir fé-
lagsins beðnir að fjölmenna. —
Fundurinn hefst kl. 8.
* * *
Guðmundur Kristinn Sveins-
son 5 ára og sex daga gamali
andaðist 18. þ. m. að Grace
Hospital, úr innýflabólgu. Hann
var einkasonur hjónanna Mrs.
Láru Jónsdóttur og Guðmund-
ar Sveinsson. Hann veiktist 2.
desember og var fluttur á spít-
alann 14. s. m., útförin fór
fram föstudaginn fyrir jól, 20.
Annast um aðgerðir á
Radios, set upp aerials,
einnig sel ný og gömul
Riadio.
TH. VIGFÚSSON
Sími 39 359 559 Furby St.
J. WALTER JOHANNSON
Umboðsmaður
New York Life Insurance
Company
)þ. m. fráútfararstofu A. S. Bar-
dal. Dr. Björn B. Jónsson flutti
útfararræðuna. — Með missi
þessa unga og ymjjslega barns
er þungur harmur kveðinn að
foreldrunum, er hingað fluttu
til bæjar 12. nóv. á þessu hausti
frá' Charleswood, til þess að
geta látið honum líða betur hér
en kostur var á þaðan sem þau
fluttu.
* * *
Á aðfangadag jóla, 24. des.,
voru þau Carl Johan Engh frá
Hecla, Man., og Anna Lilja
Hallson frá Riverton gefin
saman í hjónaband af séra
Rúnólfi Marteinssyni, að 493
Lipton St. Heimili þeirra verð-
ur að Riverton.
* * #
STAKA
Þér er tamt að þenja kjaft
iþrælrotin í grunni.
Örlaganna axarskaft
ertu í tilverunni.
J. S. frá Kaldbak
aF
Office Phone 93 101
Res. Phone 86 828
HAROLD EOGERTSON
Insurance Counselor
NEW YORK LIPE INSURANCE
Company
Room 218 Curry Bldg.
233 Portage Ave., Winnipeg
Dr. A. B. Ingimundson, tann-
læknir verður staddur í River-
ton, þriðjudaginn 7. jan.
* * *
Úr bréfi frá Wynyard:
. . . . Eg var við messu s. 1.
sunnudag hjá séra Jakobi Jóns-
syni og varð það mér til gleði
og ánægju. Hann er eins elsku-
legur ög skemtilegur íslenzkur
prestur og eg minnist að hafa
hlustað á heima og hér. . . .
M. I.
¥ * *
Mr. og Mrs. Dr. S. E. Björns-
son frá Árborg, Man., voru
stödd í bænum fyrir helgina.
* * *
Halli Björnsson bóndi á Vind-
heimum við íslendingafljót í
Nýja-íslandi, andaðist 20. des.
Hann var 58 ára að aldri, fædd-
ur í Hróarstungu í Norður-
Múlasýslu. Halli var atorku-
maður mikill, rak stórbú og
stundaði fiski-útgerð á Winni-
peg-vatni. Hann lætur eftir sig
konu og mörg uppkomin böm.
* * #
VANDAMÁL
Fréttaritari Lögbergs, sem
mér er sagt að sé einnig prest-
ur, er að fræða lesendur þess
heiðraða blaðs (5. des. s.l.) um
ætt og upprana hinna fleygu
hendinga:
“Röm er sú taug,
er rekka dregur
föðurtúna til.”
í því sambandi segir hann að
Augustus keisari hafi dáið 14
árum eftir Rrist og Tíberíus
stjúpsonur Agustusar tekið við
völdum.
Mér kom það nokkuð ein-
kennilega fyrir sjónir að prest-
ur gerir skilagrein fyrir þessu
máli á þennan hátt, Iþví að í
Lúkasar guðspjalli stendur að
Kristur hafi hafið kenningar á
15. ríkisári Tíberíusar. Það eru
því hvorki meira né minna en
rúm 30 ár, sem fréttaritara
Lögbergs og Lúkasar guðspjalli
ber á milli.
Eg hefi dáðst að Lúkasar-
guðspjalli síðan eg var fermdur
og mig tekur sárt, ef það bíður
ósigur í þessu máli. Og sízt datt
mér í hug að prestur mundi
valda mér þessa kvíða. En
svo er þessi verpld svo undar-
leg, að maður veit aldrei hven-
ær sá heggur sem hlífa skyldi.
J. S. frá Kaldbak
¥ * *
Ungfrú Brimrún Sædal,
dóttir Mr. og Mrs. Ágúst Sædal,
687 Home St., Winnipeg, kom
til bæjarins 24. des. sunnan frá
Ohicago. En þar hefir hún
starfað síðast liðin 3 ár. Hún
dvaldi hjá foreldrum sínum yfir
hátíðirnar.
FÁEIN ORÐ UM
MATTHÍAS JOCHUMSSON
WILDFIRE COAL
“T rade-Marked”
LOOK FOR THE RED DOTS AND DISPEL
YOUR DOUBTS
LUMP ..............$11.35 PER TON
EGG ............... 10.25 PER TON
SEMET-SOLVAY COKE .$14.50 PER TON
MICHEL COKE ...-...... 13.50 PER TON
DOMINION COAL
(SASK. LIGNITE)
COBBLE .............$6.65 PER TON
STOVE .............. 6.25 PER TON
BIGHORN COAL
(Saunders Creek)
LUMP ..............$13.25 PER TON
FOOTHILLS COAL
(Coalspur)
LUMP ..............$12.75 PER TON
STOVE ............. 12.25 PER TON
FUEL LICENSE NO. 62
Phones 94 309
McCurdy Supply
Company Limited
49 NOTRE DAME AVE. E.
Frh. frá 3. bls.
nauðum. í krafti þeirrar trú-
ar varð svanasöngur skáldsins
áttræða ávarp til blómsins
gleym mér ei, er las honum,
rétt fyrir andlátið, evangelium
guðskærleikans.
En hvað um barnið á eyr-
inni? Hvað um þrautir og
þjáningar mannanna? Þar
hygg eg að framþróunar kenn-
ingin hafi komið honum til
hjálpar eins og hún kendi Ein-
ari skáldi Jónssyni frá Galtar-
felli að lífið alt sé eilíf upp-
stigning frá mold til manns,
frá manni til andans. Þessvegna
verður presturinn út við hin
ystu höf, engu síður en Hall-
grímur forðum: “Skáld er svo
vel söng að sólin skein í gegn-
um dauðans göng”.
Alt þroskaskeið lífsins var
honum endalaus opinberun og
þessvegna aldrei um neina kyr-
stöðu að ræða því hin sein-
numdu sannindi breyttust að
sjálfsögðu við breyttar kring-
umstæður.
Matthías tók mjög lítin þátt í
trúmála deilunum er geysuðu
um hans daga. Hann stóð, að
miklu leyti, utan við þær af
því hann stóð ofan við þær. —
Hann átti þann skarpleik er
skilur á milli kjarnans og um-
búðanna. Bókstafurinn ibatt
hann aldrei en hver einasta
viðleitni til æðri skilnings á
rökum lífsins bar honum vitni
um guðseðlið er leitar upphafs
síns.
Annars minna ljóð hans mest
á straumþungar elfur með
glampandi hylji og freyðandi
fossa. Hann jrrkir ekki eins
og hinir skrift lærðu. Öll beztu
kvæðin hans bera vott um j
djúpa hrifni og ólgandi um- j
brot. Þau eru næstum því ó-1
sjálfráð andvörp og hlátur þess
hjarta sem líður og gleðst. —
Honum er altaf svo mikið niðri
fyrir að orðin hrökkva hvergi j
nærri til að koma því öllu á
pappírinn, þótt hann mælskur
sé. Ekkert íslenzkt skáld minn-
ir meira á spámennina hjá
Israel. Hann lifir í kvæðunum
og þvingar lesarann til að lifa
með sér. Hann gerir enda meir
hann lifir fyrir þjóðina og yrkir
fyrir þá málhöltu. Allar orð-
vana hugkvæmdir fólksins, all-
ur tregi kynslóðanna, allur efi
vitringsins og trúartraust guðs-
mannsins er túlkað í óði hans.
Þessvegna er hann og verður
ástmögur Jýðsins. Hann er
þunglyndur í aðra röndina eins
og gáfuðum íslendingi er gjarnt
að vera af því hann getur engu
gleymt. En frá döprum raun-
veruleik hversdags lífsins hefst
hann til hæðsta flugs. ‘‘Og
andin mig hreif upp á háfjalla
tind og eg horfði eins og örn
yfir fold og sál mín var lík
ístærri svalandi lind og eg sá
ekki duft eða fold. . . . Eg and-
aði himinsins helgasta blæ og
minn hugur svalg voðalegt þor,
og öll hjarta míns dulin og
deyjandi fræ urðu dýrleg sem
ljómandi vor”. Ef spurningar
og efi sköpuðu honum langar
andvökunætur varð það aðeins
til að gera dagrenninguna enn-
þá dásemlegri. Það er eins og
maður horfi beint inn í hjarta
skáldsins og greini útfail og
aðfall eftir því sem trúin mink-
ar eða magnast hjá honum.
Gleði hans verður svo barnslega
einlæg og hrífandi er hann eftir
villu vetur fær enn á ný að
hvílast í öruggu trausti til goð-
magna þeirra er skapa gæfu
heims.
Spurning spekingsins var ein-
föld en í svarinu var mikið
fólgið. Matthías spurði aðeins:
“Verða úti veraldir vitið þið
eða hvað?” Með öðrurn orð-
um, er lífið tilgangslaust eður
eigi? Svarið var jafn einfalt,
ibeint og blátt áfram: “Eitt ag
veit þú drottin dýr, djúpið þó sé
hulið, alheims lífið í mér býr
eigin vilja dulið.” Svona ein-
faldlega ræða engir nema ó-
spilt börn og djúphyggjumenn.
Aðrir flækjast í alskonar kenn-
ingakerfum og glata sál sinni í
endalausum eltingaleik við
aukaatriðin. Ef vonir vorar eiga
sér aldur og uppfyllingu, ef
paradísar draumar mannsíns
eiga fyrir sér að rætast, ef lífs-
neistin sloknar ekki heldur
glæðist eftir því sem aldir líða
þar til hann ber birtu inn í
hvern kima; hvað er þá að
harma og hvað getur þá glatast
af því er á skilið að lifa?
Matthías var ekki einungis
sjáandin er boðaði komu dags-
ins frá hátindum skáldlegra
hugsjóna, hann var engu að
síður kennimaðurinn er reyndi
að menta menn til þegnskapar
í “guðríki”.
Ljóð hans hafa djúpan sið-
ferðislegan undirtón. Maður
kvað til Matthíasar: “Eih'ft líf
er eins og snær, eða veika
skarið; mér í dag það máske
hlær, á morgun er það farið.”
í staðin fyrir að prútta við pilt-
inn svaraði presturinn bláttá-
fram: “Lögmál guðs um lönd
og sjá, leyf þér ei að pretta,
þótt þú treystir aldrei á æðra líf
j en þetta.” Hann vissi sem var
j að ein klukkustund af sárustu
I samvizkukvölum er á við heila
J eilífð í helvíti, en nytsamt líf
ber þúsundafalda blessunar á-
vexti til gjörandans jafnt sem
þiggjandans.
Alþjóð kannast við Matthías
sem andríkt skáld en hún þarf
einnig að kannast við hann
sem raunsæan speking. Kvæði
hans gerast yfir höfuð á
augnablikum æstra tilfinninga
en þess utan skrifaiði hann í ró
og næði lærdómsríkar ritgerðir
um almenn mál. Skal eg nú
benda á örfá atriði þessu til
sönnunar.
Sem unglingur kyntist eg
skáldinu ofurh'tið og misskildi
hann þá oftast sökum míns
andlega vanþroska. Minnis-
stætt er mér til dæmis kvöld
eitt í leikhúsinu á Akureyri er
áhorfendum var skemt með
skopleik er dróg dár að Dönum.
Flestum þótti víst þetta mak-
legt og létu vel yfir en þjóð-
sbáldið reis úr sæti og ávitaði
lýðin. Kvað hann það ilt verk j
og ósamboðið íslendingum að
gera hróp að gagnmentaðri
frændþjóð er vel væri til þess
fallin að kenna góða siði og
gagnleg vísindi. Sagði hann
það hvergi miða til mannlífs-
bóta að auka ofdramb sitt en
lítilsvirðing fyrir öðrum því
með samstarfi þjóða og ein-
staklinga mætti miklu til vegar
koma en með ofstæki ekkert.
Sagði hann, sem satt var, að
svo myndi hver íslendingur
hollastur verða sínu landi að
hann reyndist fús af öðrum að
læra það er til heilla horfði. En
er menn tóku að ókyrrast und-
ir lestrinum hrópaði hann að
síðustu: Það veit trúa mín að
sú kemur tíðin að öllum þjóð-
um verður að lærast þetta ann-
ars dregur til alheims styrjald-
ar. (Þetta var veturin 1905-
1906). Ekki jók þessi prédik-
un vinsældir Matthíasar í bili og
kölluðu menn hann dansklund-
aðan og konung hollan, en í
raun og veru var hann aðeins
mannlundaður og sannleiks-
hollur.
Þá rekur mig ennfremur
minni til ritgerðar eftir hann
um siðferðis áhrif fomsagn-
anna á óþroskaða unglinga. —
Brá hann þá all-mjög útaf lag-
inu og benti á hversu hættulegt
það gæti reynst að halda þeim
uppi sem algildri fyrirmynd. —
Taldi hann enda líklegt að ó-
bilgirni og ofsi Islendinga hefði
drjúgum þroskast við að ungl-
ingar tækju víkingana sér til
fyrirmyndar og teldu sér van-
sæmd í að taka tilslökun en
helstu manndómsmerkin væru
að hafa sitt mál fram með réttu
^ða röngu. Ekki hefi eg heyrt
þessu hreyft af öðrum, enda
taka menn víst alt efni þessara
sagna með trúarinnar augum
nú orðið, og gera þá engan
greinarmun á góðu og illu. —
Hygg eg skáldið þama sýna
langtum djúpari skilning á á-
hrifavaldi þeirra en alment ger-
ist. Ekki þurfti samt því til að
dreifa að Matthíag skorti virð-
MESSTJR og FUNDIR
1 kirkju SambandssafnaBar
Messur: — á hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Safnaöarnefndin: Funáir 1. födtu-
deg hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: — Fundir fyrsta
mánudagskveld í hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan þriðju-
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldinu.
Söngæfingar: Islenzki söng-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagskvöldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju föstudagskvöldi.
Sunnudagaskólinn: — A hverjum
sunnudegi, kl. 12.15 e. h.
ing fyrir fornÖldinni því fáir
dáðu hetjurnar meir en hann.
En hann var altof skynsamur
og sjálfstæður til að fylgja í
blindni hefðbundnu mati á yfir-
burðum feðranna.
Margt fleira mætti um hann
segja en þá yrði þetta of langt
mál. Svo hér skal nú staðar
numið.
—Blaine, Wash.,
15. des. 1935.
H. E. Johnson
Verið Sjálf Boðsgestir í
Nýárs Boðinu Ykkar
Látið “the Hostess Shop” standa fyrir beina
Það er ekki til sú matartegund sem það er ekki viðhúið að
framreiða, ljúffengir fuglar og ket fyrir kalda kveldverði, ásamt
allskonar lystaukandi og kælandi drykkjum. Semjið við “Hostess
Shop” og tiltakið gestafjöldann — og látið það svo sjá um það
sem til þarf. Til dæmis:
Það hefir á reiðum höndum
BEINDREGNA UPPSTOPP- BÖKUÐ SÆT '- PÆKLUÐ
AÐA KALKÍrNA (til jafnaðar SVINSLÆRI. Húðuð sykur-
„ a. r, i-, skán, cloves eða sinn-
frá 7 til 10 pd.), og pundið er . ’ .....
r epi, pundið
áætlað fyrir 6 gesti.
kalda kveldverði er
pundið
Fyrir
$1.00
BAKAÐIR HUPPAR
UNGU NAUTAKETI
pundið
85c
AF
85c
N.B.—Eða ef þér viljið það heldur þá getið þér sjálf lagt til
fuglana, svinslærið eða kjötið og vér matreiðum það fyrir yður!
Lægsta gjald 25c. Hæzta 50c . Vér leggjum til sózu 25c pottur-
inn. Kjöt stopp—í Grill Room, 15c pd. Chestnut 25c pd.
Ostrur 30c pd.
Hors D’Oeuvres
25c
35c
COCKTAIL SAUS-
AtJES, dúz.......
ANCHOVY PUFFS
dúz..............
FJÖLBREYTT CANAPES
L°AS1:.........$1,00
CAVIAR CANAPES MEÐ
TOAST <|» 4 |-#*
dúz............^ I i3U
FRENCH FRIED OSTRUR
MEÐ BACON
dúz..............
OLIFUR VAFÐAR I
BACON, dúz......
SHRIMPS IN A
BATTER ... Sm dúz.
ALLSLAGS CANAPES
með KEXI, dúz.
35c
35c
75c
75c
LEMON
VöKVI, mörkin
ORANGE
VÖKVI, mörkin
80c
40c
NÝTT ALDINA
PCrNZ, gal.....
MOSSBERJA
LöGUR, gal ...
Hostess Shop á þriðja gólfi við DonaW
$2.00
$1.50
^T. EATON C9,
LIMITED
m NYARSfAGNAÐAR
LABATTS
(PoVc/
jookforthisjþbel
on the Bottle
Er alveg mátulegt að bragði, efni og styrkleika
til þess að auka á gleði nýársins
Fæst einnig á ölstofunum, klúbbum og í opin-
berum vínsölubúðum.
O
X?
SÉRSTAKAR ÚTSENDINGAR
FYRIR NÝÁRIÐ
Vöruhúsinu verður haldið opnu þangað til
kl. 10.30 e. h. mánud. 30. des. og þriðjud.
31. des. Tekið verður á móti pöntunum
fram á kl. 10.30 e. h. og sendar út sam-
dægurs. ,
PANTIÐ NÚ STRAX SÍMI 92 244
JOHN LABATT LTD.
191 Market Ave. E. Winnipeg
(rétt við Main St.)
This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The
Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.