Heimskringla - 01.01.1936, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.01.1936, Blaðsíða 2
2. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. JANÚAR, 1936 'íLicimskrinxila (StofnuB 18SS) Kemur út á hverjum mlðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Wínntpeg Talsímis 86 537 VerC blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 3U viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendlat: Manager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINQLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKINQ PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man, Telepihone: 86 S37 WINNIPEG, 1. JANÚAR, 1936 ÁRASKIFTI Það mun flestum mönnum svo farið, að þeim finnist þeir staddir á vegamót- um við hver táraskifti. Mannsæfin á marga slíka áfanga. Þeir eru nokkurs konar sjónarhólar hennar. Og hún er viðburðarík eða atkvæðasmá, eftir því hvað maðurinn hugsar og áformar, þeg- ar hann er staddur á þeim vegamótum. Það fer nú að vísu margt öðru vísi en ætlað er. Hjá því verður aldrei komist. En hitt að maöurinn hefir fundið sér skjól í vetrarbyljum og getur haldið sér hlýjum þar til tjaldskör vetrarnæturinnar lyftist og sólin bræðir hrímið af rúðunni og grynnir á skaflinum, sem skelft hefir á þrjá vegu upp að kofanum, er þrátt fyr- ir alt vottur þess, að manninum hefir miðað ofurlítið áleiðis í rétta átt og að æfi mannsins eða mannkynsins er ekki tóm heiðavilla. Að vísu er þetta aðeins líkingarmál, en h'kingarmál, 'sem oss finst samt sem áður stafa ljósi á hvað í margendurteknu óskinni við hver áraskifti felst, óskinni sem á hvers manns vörum hljómar þessa viku: ‘‘Gleðilegt ný-ár!” Gamla árið er liðið, liðið í aldanna skaut og kemur ekki að eilífu aftur. Eftir örskamma stund, er það gleymt. Það er horfið með sínum stríðum og sigrum, höppum og óhöppum, sorg og gleði. Það eina sem eftir lifir er endurminning ein- stakra manna um sérstaka viðburði eða atvik. Og því lengra sem frá líður, dreg- ur tíminn einnig sína móðu yfir þau. Að ýmsu leyti má ef til vill segja, að vel sé, að svó er. Það minnir á mann- lífið. Að hverju æfiári sínu liðnu, er maðurinn ekki að fást um hvað orðið er Það þarf ekki endilega að vera af því, að honum sé alt hið liðna ógeðfelt. En það hðna af æfinni heillar hann hvorki né lokkar, eins og það sem framundan er, það dulda, óvissa og ókomna. Hvað nýja árið eða framtíðin geyma í skauti, er honum miklu kærara hugðarefni en það, sem honum hefir hlotnast, eða hann hefir mist á liðnum árum. Þó er það orða sannast, að það er liðni tíminn sem í raun og veru á meiri ítök í manninum, en ókomni tíminn þó við það sé ekki kannast. Það er liðni tíminn, sem skapað hefir manninn, búið hefir hann undir það ókomna. Hvernig hann mætir því fer eftir því hvemig hann hefir notað liðna tímann til þess að búa sig undir það. Sá sem hvert tækifæri notar í stað þess að láta sér það úr greipum ganga, ep sá sem bezt er undir framtíð- arstarf sitt búinn. Vigfangsefni mannanna eru að vísu mörg og margbrotin. En samt eru þau öll einu og sama lögmálinu háð, þvi lög- máli, hvað maðurinn getur séð langt fram og aftur í tímann og fært sér það, sem honum með því birtist í nyt. Það er með öðrum orðum þroski mannkyns- ins, eða viðleitni mannsins til að þrosk- ast, sem eitt getur orðið til þess, að ósk- in rætist um gleðilegt ný-ár. Þroskaskilyrðin á maðurinn til þess, að geta látið sér líða vel. Við tímamót eins og áraskifti, á vel við að hann taki sér hvíld frá öðrum umhugsunarefnum sínum og gerði sér fyllri grein fyrir því, en hann hefir ennþá gert, hvernig hann fái því til vegar snúið, að fjöldinn yrði þess aðnjótandi í ríflegra mæli, en tii þessa, sem gott getur af þekkingarstarfi hans leitt. Það er ekki sízt við yfirstand- andi áraskifti, sem ástæða er til, að nema staðar og íhuga hvað mannúðarhliðinni h'ður í menningu vorri. Að svo mæltu býður Heimskringla les- endum sínum gleðilegt ný-ár. KING OG SOTOMATSU Með nýju viðskifta-samningunum sem King forsætisráðherra og Sotomatsu Kato, sendiherra Japana í Canada skrif- uðu undir s. 1. viku, er Japan veitt alt sem það fór fram á. Snemma á síðast liðnu ári„ lögð Japanar 50% skatt á vörur frá Canada. Bennettstjórnin svaraði þessu með því að hækka nokkuð skatt á vörum frá Japan. Japanar höfðu keypt nokkuð af húsa- viði frá British Columbia fylki. En me: Ottawasamningunum, er miklu betri sala fékst á Englandi, hækkaði viðarverðið o; því reiddist japanska stjómin. Með nýju samningunum eru nú ek’ einungis þessir síðustu innflutnings- skattar strikaðir út, heldur eru Japönum veittar eins rýmilegar kvaðir á öllum vör um sem þeir selja Canada og þeim þjóð um, sem mestra hlunninda njóta. Þegar þess er gætt, að Japanir eru aö verða skaðræðisgripir um allan heim viðskiftum, með því að þeir selja vörur sínar öllum þjóðum ódýrara, geta samn- ingar þessir ekki annað en varasamir kallast. Ef að Bretland og Rússlanc. eru að tapa verzlun vegna Japana, má nærri geta, hvernig cnadiskum framleið endum gengur að keppa við þá. Búnaöarvörur héðan er ókleift að selje Japan, á því verði sem til mála kemur a selja þær. Það eina sem Japan kaup' er dálítið af viði, en á lægra verði e_ aðrar þjóðir. British-Columbia fylki seld' þeim við sinn út úr neyð og fyrir neðan framleiðsluverð. í því liggja vandræðir sem samfara eru viðskiftum við Japan að þau þrengja verkamanna-kaupi niður fyrir það, sem hér og annarstaðar er tali hfvænlegt og viðunandi. Eina verndin sem canadiskum iðnaði er hér veitt, er sú, að hömlur eru lagðar á innflutning þess iðnaðar, sem hér er rekinn, ef hann fullnægir meiru en 10% af öllum þörfum landsins. Sú vernd nær því aðeins til stóriðnaðar, en alls ekki til smáiðnaðar reksturs íandsins. Canada á að vísu nokkuð af gulli í fórum sínum. En getur það talist við- skifta-framsýni, að greiða í gulli fyrir allskonar dót frá Japan, en loka hér upp smáiðnaðarhúsum og reka verkamenn þeirra út á klakann? ANNAR í JÓLUM í þetta skifti var annar* í jólum lýstur helgidagur og er það svo nýtt hér, aö það minnir meira á bemsku margra ís- lendinga heima en það sem þeir hafa átt hér að venjast. Var dagurinn hér nefndur Boxing Day og á rætur að rekja til gam- als jólasiðar á Bretlandi, sem aftur hefir þar verið tekinn upp fyrir skömmu. Það kom eitthvað til mála fyrir einu ári á sambandsþinginu, að halda annan dag jólanna helgan. En það var þar kveðið niður og fylkjunum gefið sjálfdæmi í því máli. Nú hafa tvö fylkin að minsta kosti lýst annan í jólum jafnhelgan fyrsta deg- inum eða jóladeginum. í öðrum fylkjum en þessum tveimur, er sagt að annar í jólum hafi verið haldinn helgur, en ekki skal um það sagt, hvort það var í öllum fylkjunum. Á Bretlandi kvað það hafa verið venja fyrir ah-löngu, að afhenda ekki gjafir fyr en á annan í jólum. Á sjálfan jóla- daginn fóru engar skemtánir fram, held- ur minning á annan og alvarlegri hátt. Af þessu stafar því nafnið á öðrum í jólum nú, Boxing Day. En þó þetta sé nú ástæðan fyrir því, að þessi gamli siður hefir verið tekinn upp, er sitt af hverju fleira fært því til gildis, að annar í jólum sé haldinn helgur. Þar á meðal má nefna, að fólk sem vinnur fram á miðnætti á aðfangadagskvöld, hafi lítið tækifæri til annars en að hvíla sig á jóladaginn, en sé ekki undir það búið að skemta sér, og sízt með því, ef taka þarf aftur til starfa morguninn eftir. Siður þessi mun reynast vinsæll og það eru öll líkindi til að annar í jólum verði aftur almennur helgidagur. SVfVIRÐILEGT ATHÆFI Er almenningsálitið svo dauft og sof- andi í þessu landi, að þjóðin ætli að sitja þegjandi og horfa niðurlút og guð- hrædd í gaupnir sér, undir hverri sví- virðingunni af annari, sem Kingstjóm- inni þóknast að leiða yfir hana? Vér ætlum hér ekki að minnast á það, er þessi stjóm tjáði Mussolini hollustu sína í nafni þessarar þjóðar fyrir skömmu. — Það sem vér viljum hér draga athygli að, er framkoma Kingstjórnarinnar í hveiti- sölumáiinu. Á milli framkomu hennar í því og nefndu utanríkismáli, er ekki hárs- bireidd. Það skal nú ekki meira veður úr þv gert, en ástæða er til, þó Kingstjómin ræki Mr. McFarland, sem skipaður var aí' Bennettstjórninni til að hafa eftirlit mec hveitisölunni. Það að hann var ekki r pólitísku sauðahúsi Kings, gat f'rá sjónar- miði liberala verið næg ástæða til þess a< víkja honum burtu, því hjá þeim verð.u: pólitískt fylgi að sitja fyrir hagsmunum bænda og almennings. En það eru menn- irnir, sem skipaðir eru í sæti hans, sen kóróna framkomuna. Mark og mið Mr. McFarlands var það, að vernda og halda lifandi Hveitisamlagi bænda og hafa með því hendur í hári með sölu hveitisins. Hann sá öhum hér fyrri, að hveitiverðið fór eftir birgðunum á heimsmarkaðinum og að þær mundu um þessi áramót ekki verða meiri en það, að vitfirring gengi næst að selja hveitið framleiðendum í stórskaða. Þetta er m' sannað, að var á rökum bygt og bænd- ur voru að fá til muna meira fyrir hveiti sitt en áður. En um leið og King kemst til valda fellur verðið um 12' cents. Á meðan hamast kauphöllin við að kaupa alt sem hún getur af bændum. En lág- verðið gat ekki haldist. McFarland hafði rétt að mæla og að því hlaut að koma, að það hækkaði aftur. Og það sem bændur töpuðu á verðfallinu, græddi kornhöllin. Enda voru spilin til þess lögð af King. Þannig er nú sá kafli þessarar sögu. En svo eru þeir, sem King tylti upp í skarð Mr. McFarlands, sem margra ára starf sitt lagði fram kauplaust. Formað- ur hveitisölunnar er í stað Mr. McFar- lands skipaður kornkaupmaður James R. Murray að nafni. Hann var fyrrum ritari Grain Exchange félagsins og sá er Hveiti- samlag bænda ofsótti fyrir nokkrum ár- um. Er hægt að hugsa sér betur útilátið kjaftshögg á Hveitisamlag bænda? Mr. Murray er auk þess ráðinn aðeins til eins árs. Gefur það ekki til kynna, að Hveiti- samlagið muni ekki þurfa formann úr því? En með þessu er ekki sögunni lokið. Umsjón sölunnar (sales manager) fyrir þessa nýju hveitinefnd Kings, er falin ungum manni C. Gordon Smith, að nafni. Hann er sonur Sidney Smith, fyrrum forseta Grain Exchange félagsins. Það þarf á svo mikilli stillingu að halda til að fara ekki um þessa framkomu Kings ó- kvæðisorðum, og undirlægju-skap bænda á sama tíma, að vér viljum ekki meðan hátíðirnar standa yfir ræða frekar um það. FÁEIN ORÐ UM MATTHÍAS JOCHUMSSON f SAMSÆTI fyrir Dr. Stein 0. Thompson og frú Thompson í Riverton 12. des. 1935 Hver er sú rödd, er mælir hjartans máli Þau máttarorð, sem þerra höfug tár Með trú og von, sem brenna ei á báli Né blæða út þótt undir vakni og sár; Hún ylrík vekur vor úr klakaböndum. Og von í brjósti hins hrjáða, sjúka manns. Á æskudrauma æfintýralöndum Hún ávalt stráir blómum leiðir hans. Og vel sé þeim, sem taugar andans ten^ir Við trúna þá að vinna göfugt starf. Þeir eru í raun og sannleik sannir drengir Er sjá og laga alt sem bæta þarf. Því lær að meta verkin eins og vert er Og viljann til að lækna sérhvert mein, Að þjóðin finni og geti þess sem gert er Þá gróði verður fyrir doktor Stein. Hans frjóvi hugur vissi hvað hann vildi, Og vinnugleðin nægði fyrir hann. Þó flestum betur eigin skyldur skildi Hann skuldakröfu ei sendi á nokkurn mann. Að fyrirgefa skuli skuldunautum Hann skildi og fann að var á rökum bygt Við líknarstarf í mannkyns þyngstu þrautum Fann þrotlaus andinn jafnan hæli trygt. Sú hugsun hvarflar mér í hug að sjálfsagt sé það nú að bera í bakkafullan lækin, fyrir mér að minnast Matthíasar svo margir sem annars hafa um hann rætt á aldarafmælinu. En maðurinn var til margskiftanna. Sálarlíf hans var svo auðugt og eigindi hans svo margþætt að einn kann að greina það er öðrum yfirsást. Summan ein af ótal athugasemdum er lík- leg til að gefa nokkurnvegin viðeigandi heildarmynd af séra Matthíasi skáldi Jochumssyni. í fljótu bragði virðist þessi prests titill framan við nafnið óþarfur og enda óviðeigandi því Matthías naut sín aldrei full- komlega í kirkjunni. Hann var henni helst til stór og þess- vegna stóð geistlega valdinu geigur af skáldinu. Hann kynni að sprengja musterið utan af sér og galgopið guðshús gátu þeir ekki hugsað sér. Þess- vegna veitti alþing honum skáldalaun með því skilyrði að hann hætti að prédika. Þeim fanst það sniðugt að kaupa hann þannig, fátækann fjöl- skyldu manninn til að fara úr hempunni, en Iþá grunaði sízt að fyrir bragðið gerðist hann kennifaðir þjóðarinnar. Þegar húspostillurnar mygla á hillun- um lesa menn ljóð hans sér til sálubótar. Þessvegna á engin prestsnafnið fremur skilið. — Hann er altaf í stólnum, altaf að prédika, fræða menn og hvetja til dáða. Eins og spá- mennirnir í forna tíð er hann altaf að blessa yfir landið og biðja fyrir þjóðinni. Sjálfum sér til handa bað hann aðeins um meira ljós til að miðla þeim er í myrkrunum sitja. Líf hans var samrunnið heildinni og hjarta hans sló í samlíðan með fólkinu. Háskólinn heima sæmdi hann doktors gráðu í guðfræði og var það vel til fallið því fáir íslendingar hafa við hann jafn- ast í kennimensku. (Orðið doktor þýðir kennari á latínu). Þó var hann ekki guðfræðing- ur í venjulegum skilningi orðs- ins — síður en svo. Hin þur- strembna skólafræði var sízt að hans skapi. En heimspeki og trúmál voru hans hugðar- efni og mannh'fið hans sjónar- svið. Meginið af ljóðum Matthías- ar voru andleg (spiritual) að upplagi. Þessvegna ber fyrst og fremst að hugsa um hann sem trúarskáld. Talsvert hefir verið reynt til þess af hinum mismunandi kirkjudehdum, að draga hann í dilk hjá sér tii að miklast af meðfygld hans. — Þetta ollir misskilningi á mann- inum og trúarinnræti hans. Sér-trúar skoðanirnar miðast við félagsanda meðalmensk- unnar og eru því aldrei full- komlega við hæfi snillinganna, þótt þær þægji þörfum okkar hinna. Við sérkennum trúarhætti manna með ýmsum yfirskrift- um og þykjumst þar greina á- kveðnar stefnur. Þannig tölum við um rétttrúnað og skynsem- istrú. í hverjum af þessum flokkum átti Matthías heima? Rétttrúnaðurinn einkennir sig með íhaldssemi við fornar venjur og nægjusemi með trú- ar tjáning umliðnra alda. Illa mundi skáldið una sér þar sem höft eru lögð á frjálsa rann- sókn því hann var alla æfi að leita að meira Ijósi, meiri sann- indum og fullkomnari guðshug- mynd. Hann lýsir þessu sjálfur bezt í bréfi til Jóns prests Bjarnarsonar í Winnipeg með svo feldum orðum: “Þú snýrð altaf sömu hliðinni að ljósinu en eg snýst altaf við hverjum geisla sem klýfur myrkrið.” — Fáir munu hafa lesið jafn fjöl- breytt safn af bókuní um trú- mál og heimsspeki því hann var altaf gestrisin við heilagan anda og bjóst við að hann kynni að berja að dyrum í förumannsflíkum. Þessvegna vildi hann kynnast allra skoð- unum því eitthvert brot af sannleika mundi þar felast, að lfkindum. Honum var mein illa við hinar þröngu hugvekjur sem Kant talar um í heimspeki sinni, og vildi heldur eins og Stefán G. ganga á eyðimerkur með Jesú í burt og éta þurt” en byrgja andan innan múra þar sem ljósið fellur í gegnum litað gler. -Nei, rétttrúnaðar maður var hann ekki í venju- legum skilningi orðsins en samt bar hann einlæga virð- ingu og enda aðdáun fyrir forn- um fræðum. Sagan öll birti honum starfsemi andans er sí- felt leitar að sínu himnaríki, stækkar það, fegrar það og fullkomnar eftir sínu viti og innræti enda þótt að hags- munahyggindin og andleg tregða kunni að drepa þessari viðleitni á dreif um stundar- sakir. Honum var gjamt að ljóða um gömlu skörungana og þá hvað helst um andlegu leið- togana. Hann átti þann höfð- ingjaskap er fremur miklar en smækkar manndóm manna og í gerfi forystumannanna sá hann vísir þess lífs er átti guðs- ríkið að erfa; þótt hann gengi þess ekki dulin að menn eru altaf börn sinnar samtíðar og háðir vanhyggju og hleypidóm- um aldarfarsins. Ef minst er heittrúar manna hvarflar hugurinn gjarnan til prédikarans á gatnamótum er boðar syndurum vítisveru en auðmjúkum endurlausn. Það er áhrifamagn í ofstopa þess- ara manna er minna talsvert á trúartrylling arabisku dervish- anna er dansa berum fótum yfir rjúkandi glæðurnar. Það gengi guðlasti »næst að líkja lárviðarskáldinu v»ð þvílíka, prúðmenninu fjölvísa, menta- vininum umburðarlynda er þýddi sálm Geroks: “Sjá þú ert hann.” En svo fjærri sem hann þó annars er þvíh'kri af- myndun trúrækninnar kennir samt hjá Matthíasi þess trúar- hita og trúboðs ákáfa sem ein- kennir afturhvarfs prédikarann. (Hér ber auðvitað að skilgreina milli þeirra er í einlægni boða sitt fagnaðarerinldi og trúar trúðanna er nota eilífðarþrá náungans sér til ábata og upp- hefðar svo sem Billy Sunday og Mrs. MacPherson). Vitaskuld gleymir Matthías því aldrei að maðurinn jafnt í guðrækninni sem í öðru verður að stjórnast af heilbrigðri skynsemi og rétt- um rökum. Hjá andlega voluð- Og ein er sú, sem aldrei skyldi gleyma Og ávalt með þér hverja reynslu bar, Já, ástarþakkir henni er vakti heima Og hlúði að öllu, sem þér kærast var. Því heill um aldir Fósturlandsins Freyja, Þér fegra blóm ei óx við jarðarskaut! í sorg og gleði móðir, kona, meyja Er mannsins ljós á tímans huldu braut. Því er oss ljúft og skylt sem gjörst vér getum, Vor góði vin, í dag að minnast þín Og það sem vegur mest á vorum metum Er mannúðin sem gegnum verk þín skín. Hún á þá rödd, er mælir hjartans máli, Þau máttarorð, er þerra höfug tár, Því trú og von ei brenna munu á báli, Né blæða út þótt undir vakni og sár. S. E. Björnsson This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.