Heimskringla - 01.01.1936, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 1. JANÚAR, 1936
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
um lendir þessi trúartilfinning
öll í meiningarlausum hávaða
en skáldið syngur hrifni sína
inn í sálir lýðsins og túlkar þær
hálfvöxnu kendir og orðlausu
vonir er áttu þar heima. Hann
er • skynsamur heittrúarmaður
en eg mundi samt hika við að
kalla hann skynsemis-trúar
mann. Af kynni minni af þeim,
svona yfirleitt, gæti eg eklti
hugsað mér þá yrkja sálmr
eins og til dæmis þessa: “Mitt
lán og sorg og líf og önd” . . .
“Minn friður er á flótta” . . .
“Drottinn minnar sálar sjón”
. , . Sú skynsemistrú er vér
höfum sögur af virðist mér
helzt til köld fyrir slíka tjáning
á guðstraustinu, og helst til
köld fyrir slíkan tilfinninga
mann sem Matthías. Rökhyggj-
an ein nær líka alt of skamt til
að byggja brýr á milli þess er
var og verða mun, þeirrar ver-
aldar sem augun sjá og þess
heims er vonirnar byggja.
Hvað er þá annars um hann
að segja sem trúarskáld? Margt
og langtum fleira en hér verð-
ur greint. En áður en eg fer
út í það vildi eg gera bráða-
birgðar sálfræðis athugun. —
Trúhneigð og trúar-vissa eru
sitthvað og ekki ávalt samfara.
Trúhneigð Matthíasar var ó-
venju sterk en fyrir trúarviss-
unni þurfti hann að heyja þrot-
lausa baráttu eins og altítt er
um gáfaða menn á vorum dög-
um er standa mitt í straum-
hvörfunum og gefa gaum að
því sem er að gerast.
Hann var altof mikil hetja til
að fara með sjálfan sig í felur
og uppala sína trú eins og við-
kvæma vermijurt er þolir
hvorki hregg né vinda. — Hann
gaf þeim hljóð er and-
mæltu honum og rökræddi
málið við gáfaða trúleysingja.
Hann tamdi sér heldur aldrei
þau loddara brögð að gera að-
eins gys að skoðunum and-
stæðinga sinna en áleit eins og
Stuart Mill að þeir væru sam-
verkamenn hans í að leita
sannleikans. Hann varð að
ganga á hólm við aldarhyggj-
una og berjast trúarinnar bar-
áttu til æfiloka. Þessvegna var
engin kyrstöðu keimur að skoð-
unum hans heldur ólgandi líf í
hverju einasta orði. Samt er
því ekki að neita að baráttan
reyndist oft örðug því við orð-
snjalla menn og rökslinga var
að eiga en það mátti til marks
hafa um manndóm Matthíasar,
að hann virti þá einatt mikils er
vel og hermannlega kunnu að
berjast fyrir sínum málstað. —
Alt aldarfar hinnar verkhögu
vísindamensku lagðist honum í
fang. Sú trú var óðum að
ryðja sér til rúms að heimin
bæri að endurleysa með véla-
krafti en í því “andans skini
hjá íslands kyni er eins og
hjartans gróður visni” (Úr
kvæði eftir Einar Benidikts-
son). Þetta fann Matthías og
vildi við því sporna. Það var
samt síður en svo að hann am-
aðist við verklegum framförum
eða misvirti viðleitni þeirra er á
þann hátt vildu betra búsæld
manna því hann var alla æfi
framsækinn hugsjónamaður
eins og sjá má af kvæði hans
til Otto Wathne.
En nægir þetta? varð honum
að spyrja: “Ó, maður hvar er
hh'fðarskjól á heimsins köldu
Fáið yður fjölsorta
kassa af
KIEWEL’S
Vér skulum senda pantanir sem nú eru gerðar hvaða dag sem
óskað er.
Um pantanir og útsendingar verður annast frá ölgerðinni upp
að kl. 11. e. h. á mánudag (des. 30.) ogí þriðjudag des, 31
SÉRSTAKAR TEGUNDIR WHITE SEAL BJÓR
GRAIN BELT BJÓR, DUBLIN STOUT
, PAT QUINN, ráðsmaður
This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. The
Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.
SENDUR HEIM TIL YÐAR
FYRIR NÝÁRIÐ
Veljið sjálfir tegundimar. Eitt
dúzín af White Seal, sex af
Dublin Stout og sex af Grain
Belt eru uppáhalds hlutföll.
FJÖLSORTA KASSAR FAST
AÐEINS HJA ÖLGERÐINNI
TIL HEIMA NOTKUNAR
PHONE2OM70
DAY SCHOOL
for a thorough business training—
NIGHT SCHOOL
for added business qualifications—
Tlre Dominion Business College, Westem Canada’s
Largest and Most Modem' Commercial School, offers
complete, thorough training in
Secretaryship
Stenography
Clerical Efficiency
Merchandising
Accountancy
Bookkeeping
Comptometry—
—and many other profitable lines of work
We offer you inaividual instruction and the most modem
equipment for business study, and
AN EFFECTII’E EMPLOYMENT SERVICE
for the placement of graduates in business
DOMINION
BUSINES S COLLEGE
On The Mall
and at Elmwood, St. Jiames, St. John's
Þér sem notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
Blrgðir: Henry Ave. East
Sími 95 551—95 552
Skrifstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
strönd? Hvar leiftrar drott-
ins dýrðarsól á dauðans skugga
lönd? Hvar stöðvast tímans
ihála hjól en hnítast eilíf bönd,
iog hvar er sæl und sumarsól,
vor sjúk og dauðþreytt önd”.
Vélræn og andvana veröld var
honurn viðurstygð og guð var
honum fyrst og fremst Der
Welt-Seele (Alheimssálin). En
vitaskuld varð hann að réttlæta
þessa guðstrú fyrir skynsem-
inni og samræma hörmungar
heimsh'fsins við heimsstjórn
guðs. Þar varð íBaráttan og
undir henni komið hvert skáld-
ið beið sigur eða ósigur.
Hann kallaði heimili sitt á
Akureyri “Sigurhæðir” og átti
þar eflaust við sigur andans
yfir efninu, trúarinnar yfir ef-
anum. Hann vann þann sigur
en sigurinn varð harðsóttur. —
Marga andvöku nótt var hugsað
og beðið af því skáldið sá, dag-
inn áður, fátækt barn með
frostbólgnar hendur á eyrinni
og út í löndum druknuðu bæn-
ir mæðranna í dauðastunun-
um frá vígvöllunum. Hann
lýsir þessu í kvæðinu: “Eg
harma ei”: — Eg harma ei, þó
vits míns vængja nyti og vekti
marga svala næturstund og
skygndist um með skynsem-
innap viti, en skeytti ei, vinur,
neitt um yðar blund. Og þó
mér bættist minna ljós en
mæða, eg mundi samt, er heim
kom sálin þreytt, að brött er
leið til hárra sannleiks hæða,
og harma ei neitt.”
Þeim er hugsa og finna til
verður trúin ekki auðfengin.
Það er athyglisvert að Matt-
hías gengur þegjandi fram hjá
öllum kennara stólum og leitar
trúartraustsins hjá konu eV
leiðir svein sinn um grundina
og bendir honum á dásemdir
skaparans, og segir “Það er
guð sem horfir svo hýrt og
ibjart, það er hann sem andar á
myrkrið svart og heilaga á-
sjónu ihneigir.” Við þessa ein-
földu orðræðu vaknar guðsvit-
undin í barnshjartanu. “Eg
fann það var satt, eg fann þann
yl er fjörutíu ára tímabil til
fulls mér aldrei eyddi; eg fann
þann neista í sinni og sál er
sorg og efi, stríð og tál mér
aldrei alveg eyddi”. Hvað seg-
ir líka Halldórs Kiljan Laxness:
“Vísdóminn er yf'ir höfuð ekki
að finna í bókum heldur hjá
greindu alþýðufólki og upplags
góðu”. (Eg hefi ekki AlþÝðu
ibókina við hendina og þess-
vegna eru orðin ekki nákvæm-
lega tilfærð). Hver heldurðu
að sé nú færari um að vekja
trúnaðartraustið: skólalærður
þulur er sækir sín rök til
kirkjufeðranna og uppelur sál
gína á margtuggnu moði úr
skrælnuðum skræðum eða kon-
an er átti bóndan og björgina á
sjónum meðan hungruð börnin
bíða heima. Nei, trúin er bölva-
bætir þess heimsbams er leitar
sér trausts í harðinda og hörm-
unga árum, þeirrar mannveru
er ólst við ísa og eldgos, kvöl
og kúgun og kendi vanmátt
sinn. Þessvegna segir Matt-
hías til móður sinnar andaðrar:
. . . “Engin kendi mér jafn guð-
legar myndir.” Þegar hann
sjálfur draup höfði í sárri sorg
leitaði hann sér svölunar í
sömu lindum, rétt eins og hann
ennþá væri unglingur í Skógum
við Þorskafjörð. Reynslan er
ólygnust, og það var reynsla
hans eins og það hafði verið
reynsla þjóðanna að guðstrúin
ber salv í sárin, veitir kjark í
voðanum og huggun í heljar
Frh. á 4. bls.
lii.
BELLAMY
MORÐMÁLIÐ
Þó að vitnið svaraði í lágum og þýðum
rómi, virtist sækjanda verða við líkt og hann
heyrði gífurlegan hvell. “Og hvaða ástæðu,
má sg spyrja?”
“Þegar eg orðaði þá skoðun mina, var
mér vitanlega ókunnugt um hvernig Mrs.
Ives kynni að segja frá atburðum. En nú,
þegar eg er búinn að heyra hennar sögu, finst
mér alveg ómögulegt að nokkur geti annað
gert en trúað því sem hún segir.”
“Það má vera þér mikil hughreysting,”
mælti sækjandi með svo þungum háðstón, að
rómurinn brást honum. “Spurningum er lok-
ið, Mr. Bellamy.”
Mr. Lambert reis seinlega upp úr sæti
sínu. “Vörn sakar er lokið,’’ mælti hann.
Jarpkolla horfði á þau tínast út um dyr
á bakvegg réttarstofunnar og sagði ekki orð
og við súkkulaði köku og epli stóru og rauðu,
tók hún orðalaust. Hún át hvorttveggja við
sömu daufu þögn, sem rofin var stöku sinn-
um af niðurbældum ekka og stöðugt beitti
hún vasaklút, en mjög ónógur var sá bleðill.
“Þú lofaðir mér í gærkveldi,” sagði
blaðamaður í ámælis tón, “að ef eg færi
heim, þá skyldirðu hætta að gráta og vera
alminleg og skynsöm og-------”
“Eg er ekki að gráta,” svaraði honum sú
jarphærða — “svo að nokkur verði þess var
nema þeir sem setja sig út til að sama sem
njósna um mig. Eg er bara þreytt og það
liggur ekki vel á mér, það er alt og sumt.”
“O’ ekkert annað, er svo? Á eg að hjálpa
þér um vasaklútinn minn líka?” Jarpkolla
tók við honum og þakkaði ekki fyrir.
“Það er aðal gallinn á morðmálum” sagði
hún “að þau eyðileggja rétt hverja mann-
eskju. Það er bara alveg hryllilegt. Þau
fara hvert sína götu í friði og spekt og svo
áður en þau vita af, er þeim kipt burt áf sín-
um heimilum á vitnastól og svo er hvert atvik,
smátt og stórt, sem þau héldu að væri óhult
og heilagt og vel faliö, auglýst með þriggja
þumlunga letri í hverju blaði í. . . . Þetta
vesalings Platz hró og sá aumi Farwell og
aumingja gamla Mrs. Ives með bóndann sem
strauk og Orsini með tugthúsveruna — það
er ekki nokkru lagi líkt! Hvað hafa þau
gert?”
“Já, hvað hafa þau gert fyrir sér?” svar-
aði blaðamaður líkt og hann hefði ekki heyrt
neitt nema síðustu spurnina. Eftir litla stund
öegir hann svo stillilega: “Hefirðu nokkurn-
tíma hugsað til að giftast?”
Sú jarphærða fann hjartað kippast við
og hamast svo óviðráðanlega. Hún svaraði í
einlægni: “Ó oft — rétt alla tíð. Það gera
allar vænar stúlkur.”
“Á, gera þær það?” spurði blaðamaður
rétt eins og hann yrði alveg hissa. “Ekki
gera piltar það — varla nokkurntíma.” —
Hann hélt áfram að horfa á hana æði lengi
og segir. “Bara einu sinni á æfinni eða svo.”
Hann horfði ennþá á hana þegar dyrnar
opnuðust bak við vitnastól og réttarins með-
limir tóku til. Mr. Lambert fékk orðið, það
var líkt og hann væri hrukkóttur umfram
venju eða hrumlegri á svip en hann bar sig
hvatlega og beitti rómnum með fullu fylgi.
“Virðugi dómari, herrar í tylftar dómi,
yður skal eg ekki lengi tefja, þó mér beri
skyldu að gegna stríðari en oft gerast — að
íbeiðast af yður þeirrar dýrmætu gjafar sem
mannsh'f er. Sú fyrirbæn er svo háleit að
ekki verður áaukið með margmælum né með
lagakænsku né með því að velkja fyrir sér og
öðrum atriði sem eru í eðli sínu yfirtak ein-
föld og óflókin. Sakarinnar gögn og fram-
komnir vitnisburðir eru full flókin, eg skal
ekki gerast til þess að reyna að sundra þeim
fyrir yður. Það er yður ætlað, að kanna,
meta og virða. Hinsvegar eru engar laga-
flækjur á sökina riðnar, ef nokkrar eru, mun
dómarinn Carver greiða úr þeim fyrir yður, á
sínum tíma.
“Þegar öllu er á botninn hvolft, góðir
herrar, er sú spurning næsta einföld, sem yður
er ætlað að skera úr — einföld ekki síður en
alvarleg og hræðileg. Spurningin er sú.
Trúið þér að sú saga sé sönn sem Stephan
Bellamy og Susan Ives hafa sagt yður í þess-
um réttarsal? Er frásögn þeirra um hvað við
bar á þeirri skelfilegu nótt sennileg og trúleg
og ærleg skýrsla um, hvernig þau urðu við-
riðin þá sorglegu viðburði sem hafa skollið á
þeirra friðsömu heimili eins og skæður hvirfil-
bylur og lagt í auðn þeirra dýrustu vonir og
það kærasta sem þau áttu í eign sinni? Við
Iþeirri spurn trúi eg að ekki sé nema eitt svar,
að það svar munið þér gefa, áður langt um
líður, og að hverju hjarta í þessum réttarsal
muni létta við að heyra það.
“Bæði hafa þau sagt yður sömu sögu.
Að Stephen Bellamy sagði hana ekki alla í
fyrsta sinn, tekur mig mjög sárt til, ekki
síður en yður, en eg trúi því ekki, að þér
látið það bitna á honum. Minnist þess, að
hann sagði ekki aukatekið orð nema það sem
var í alla staði satt og rétt. Þau höfðu orðið
ásátt um fyrirfram, að ef til þess kæmi að
hverfa þyrfti um hársbreidd frá sannleikan-
um, þá skyldu þau ekki hvika þá hársbreidd.
“Þegar Mr. Bellamy sannfærði Mrs. Ives
um, að eina leiðin til bjargar væri sú, að leyna
því að þau hefðu komið í kotið um kveldið,
þá varð honum alvarleg yfirsjón á, en það var
yfirsjón göfugrar og sundurkraminnar sálar
sem var algerlega yfirkomin af því ógurlega
vandræði sem þau rötuðu í með svo svipleg-
um og ótrúlegum hætti.
“Um Susan Ives er að segja, að henni
varð svo hermt viö, svo yfirbuguð af hrolli í
instu rætur eðlis síns — svo rotuö, svo rugluð
og ramlega lostin að hún gekk sem möru
troðin, þau fáu dægur sem liöu þangað til
hún var sett í varðhald; og þegar vér erum
möru troðnir, góðu herrar, þá fatast flestum
okkar þó snjallir séu, að hugsa skírlega og
skörjilega. Hún geröi sem henni var sagt og
henni var svo sagt, að mér yrði léttari vörnin
ef eg vissi ekki, að hún hefði komið nálægt
kotinu það kveld. Æ, það nægði henni. Það
hefir altaf verið hennar siður, að létta undir
með mér.
“Stephen Bellamy mundi vafalaust eftir
því fornkveðna, að tvo þurfi til að fara með
satt — einn til að tala það og einn til að
íheyra það. Vera kann að hann hafi haldið
varasamara og hættulegra ef tvö segðu satt
og tólf heyrðu til. Þar er eg á öðru máli. Eg
trúi því, að tólf athugulir og gáfaðir menn
sem þér hafið margsannað að þér eruð — sé
hinn valdasti vettvangur til að flytja sannleik-
ann, allan sannleikann og ekkert nema sann-
leikann. Sú er mín trú og því fylgi eg fast-
lega og sú er mín rótgróin sannfæring, aö
trú mín láti á sannast áður en margar stundir
eru liðnar.
“Vera má að yður gruni að okkur Susan
Ives er öðruvísi farið en venjulegum verjanda
°g bans skjólstæðing. Svo er og eg hvika
frá engum afförum þess. Við erum ekki
neinum sifjum tengd en við hana er eg tengd-
ur öllum öðrum böndum elsku og aðdáunar.
Eg má segja að hún er mér jafn kær og
dóttir — kærari máske en nokkur dóttir, því
að hún er það sem flesta karlmenn langar til
og dreymir um að dætur sínar megi verða. í
fyrsta sinn á æfinni hefi eg stygt hana og
það í þessum rétti, stygt hana með því, að
hún hélt mig tryggari velferð sinni en óskum.
En hún mun fyrirgefa mér, jafnvel það, af því
að hún veit að eg er aðeins óvitur öldungur,
sem feginn vildi láta hverja von um sælu sem
hann kann að eiga, til þess að sjá hennar
rætast, og að þegar hann nú biður henni h'fs,
biðuT hann um nokkuð sem er honum stór-
miklu kærara en líf sjálfs hans.
“Ef þér segið ykkar á milli seinna meir,
‘karlinn er vilhallur undir hana, við ‘verðum
að gæta að því’ þá segi eg yður: ‘Það verðið
þið að gera það skuluð þið gera, gæta vel
að því. Eg er henni hollur af því, að eg hefi
þekt hana frá því hún var svo lítil, að hún
náði mér varla í hné, vegna þess að eg hefi
séð til hennar og aðgætt hana með sífeldri
undrun og aðdáun, frá þeim dögum, þegar
hún var vön að halda sér í mig grátandi, útaf
Iþví að svarti ketlingurinn hennar meiddi sig í
löppinni, eða fagnandi útaf því að baldursbrá
í garði hennar var nýsprungin út, vegna þess
að eg hefi aðgætt hana vandlega frá þeim
góðu gleðidögum til þessara síðustu döpru,
skelfilegu daga og hefi aldrei nokkru sinni
fundið vott af sora í hennar gulli. Eg
hefi fundið með henni þá eiginleika, sem vér
dáumst að og leitum að í mörgum myndum —
alla drenglund og einlægni uppvaxandi pilta,
alla kæti og þokka ungra meyja, alla dreng-
lund og kjark karlmanna, alla blíðu og feg-
urð fulltíða kvenmanna. Ef þér áh'tið mig
vilhallan henni, góðir herrar, þá h'tið þér rétt
á. Og ef þér takið minna mark á mér fyrir
það, gerið mikið úr því.
“Um Stephen Bellamy vil eg ekki annað
segja en þetta: Ef eg ætti dóttur, þá vildi eg
ekki annars óska af forsjóninni, en að annar
eins maður bæði hennar sér til konu — og
gerið sem mest úr því, líka.