Heimskringla - 15.01.1936, Síða 1

Heimskringla - 15.01.1936, Síða 1
 L. ÁRGANGUR WINNIPEG. MIÐVIKUDAGINN, 15. JANÚAR, 1936 NÚMER 16. Rússland ákveður að efla her sinn til muna óttast makk Þjóðverja og Japana Moskva, 11. jan. — Soviet Rússland lýsti því yfir síðast liðinn föstudag, að það yrði að efla her sinn til muna. Ástæð- an er til þess rekur, er stefna Japana og Þjóðverja í hermál- um. i . i Frá þessu skýrði Vancheslaff Molotoflf, sem er forseti stjórn- arráðsins og því sama sem for- sætisráðherra Rússlands, eftir fund er aðalframkvæmdaráðið hélt í Kremíin. Á meðal þeirra er á tilkynningu ráðherrans hlýddu, var Joseph Stalin. Rússland hefir nú 1,000,000 hermanna, þúsundir lofther- skipa og skriödreka (tanks). En Molotoff segir meira verði að gera. Fréttin er nýlega barst út um leynisamningamakk milli Jap- ana og Þjóðverja, er osjs engin | nýung sagði Molotoff. Þessar þjóðir hafa báðar sagt sig úr Þjóðabandalaginu af því að báðar hyggja á landvinninga og stríð. Þýzkaland, sagði Molotoff, vera hernaðar verstöð Bvrópu, sem henni allri stæði fyr eða síðar hætta af. Nazistana kvað hann nú þegar til í alt. “Við veröum að sjá um Iþað,’’ segir hann, ‘‘að her vor eins og hann leggur sig — loftherinn, landherinn, vélaútbúnaðurinn, byssurnar og drekamir o- s. Irv. sé eins fullkomið og föng eru á, og að hver maður viti hvað hann á að gera, þegar á þarf að halda.” Pólland kvað Molotoff og skæðan óvin og það landið er hann byggist við að á vaðið riði. Það vildi hamslaust ná í Eystrasaltslöndin halda að Rússland hefði ekki mikið við fé eða tíma sinn að gera. Við ræðu þessa gerir utanrík ismálaráðherra Japana þá at- hugasemd, að tilhæfulaust sé að Þýzkaland og Japan hafi gert nokkra leynisamninga með sér. Hitt viti allir, að Rússar hafi undanfarin ár verið að efla her sinn, sem nú sé einn hinn stærsti í heimi. Og tölu neðan- sjávarbáta sinna hafi þeir fjór- faldað á fjórum árum. Hundur bjarsar barni —Sönn saga— AFTÖKUDAGUR HAUPT- MANNS NÆSTKOMANDl FÖSTUDAG Soviet lýðveldinu kvað ihann ant um það eitt að verja sig og vemda jafnaðarstefnu skipulag- ið, sem á fót hefði verið kqmið. Við heyrum ekkert Ijótara nefnt en stríð. Vér höfum lagt að velli landeigna-lávarðana og bankara, en höfum í þess stað bygt upp iönað á nýjum grund- velli og nýja þjóð, sameinaðri og sinnumeiri um almennings-; heill en áður. Þrátt fyrir þetta | erum við ásóttir af ýmsum þjóðum og fáum ekki að vinna að þjóöþrifastarfi voru í friði.” Molotoff lauk ræðu sinni með því, “að hið gamla yrði að víkja fyrir hinu nýja”. Hann vakti og athygli á því, að Rússland hefði farið fram á það við Japan fyrir þrem árum, að hvorugt landið beitti annað vopnum. Samningurinn var gerður og undirskrifaður af Rússlandi. Japan. kvað hann enn ekki hafa skrifað undir hann. Annað sem Rússland hefði gert, hefði verið, að bjóða Jap- an að semja um landamæri í Asíu milli ríkjanna á friðsam- legan hátt og með aðstoð hlut- lausra þjóða. Því hefðu Jap- anar heldur ekki sint. En hernaðarandann í essi sínu kvað hann þó hvergi hafa komið greinilegar fram en á Italíu. Taldi hann Þjóðabanda- lagið hafa verið vægt við Mus- solini. Að Uruguay-ríkið í Suður- Ameríku sagði upp viðskifta- sambandi við Rússand, kvað Molotoff undirróðri frá Brazil- íu að kenna, En þar var upp- þöt, sem kuímugt er, nýlega og var Rússlandi brugðið um að hafa lagt uppreistarmönnum til fé. Fór Molotoff þeim orðum um þá kæru, að sumir virtust Trenton, N. J. 13. jan. — Af- tökudagur Bruno Hauptmanns, I er sekur var fundinn um morð Lindberghs-barnsins af hæsta- rétti í Bandaríkjunum, er n. k. föstudag. Náðun, sem farið var fram á| fyrir Hauptmann, var neitað í réttinum í dag. En tilraunir halda enn áfram| með að afstýra aftökunni. I dag komu 2 lögrfæ,ðingar I frá Chicago til þess að verja Hauptmann. Kvöðust þeir hafaj fundið mann í fangelsi í Ohi- cago, sem sagðist vita hvarj $22,000 af Lindberghs-pening- unum væru niðurkomnir. Þeir hefði verið boðnir sér fyrir 40 cents dollarinn. En áður en hann gat fengið peningana að láni til kaupanna, var hannj handtekinn. Að mönnum þessum takist að | færa sannanir fyrir þessu eða þörf á nýrri rannsókn, er h'tið | gert úr. LÁN FYLKJANNA OG FJÁRMÁLARÁÐIÐ NÝJA Ottawa, 14. jan — Óll lán sem fylkjunum hér eftir dettur í hug að biðja sambandsstjómina um, verða fyrst að vera íhuguð og| samþykt af nýrri fjármála- eða | lánveitinga eftirlitsnefnd, sem Kingstjórnin hefir skipað til | þeiira hluta. Formaður þeirrar fjármála- nefndar er Charles A. Dunning | fjámálaráðherra sambands- stjórnarinnar. Fjármálaráðherr- ar fylkjanna og forseti Canada- banka, eru meðnefndarmenn hans. Aöallega er starf þessarar nefndar fólgið í því, að segja fylkjunum fyrir hvenær, hvar og til hvers þau megi taka lán. Fylltin eru með öðrum orðum ekki sjálfum sér ráðandi um þetta. Stofnun þessarar nefndar var samiþykt á fundi, er nú stendur yfir í Ottawa og fjármálamenn sambandsstjórnar og fylkis- stjórnanna sátu. Fylkin hafa öll að skilmálunum gengið nema Alberta. Aberhart er ó- fús að selja þannig fjármála- réttindi fylkis síns. Hann álít- ur að með þessu sé stefnt að því að veita ekki lán nema til að greiða með rentur afl skuldum. En að fá ekki lán til þess að greiða fylkisbúum fyrir störf sín, eins og til að greiða með vexti af lánum, skoðar Abert- hart ekki það sem mælandi sé með. Verkefni þessa nýja ráðs virð- ist eitthvaö svipað og skrúf- stykkisins. Með því á áreiðan- lega að takmarka lán til fylkj- anna. Meðfram öllum elfarströndum, út frá ibáðum meginlöndum lá sem klæöi úr kristals-tárum, klakavoð á lygnum bárum. Með brosi á vörum, æsku í augum, æskufjöri og styrk í taugum, prúður skari svanna og sveina, svellið var nú fyrst að reyna. Margs var spurt og margt að skoða, hvað mundi ihitt eða annað stoða, ,því eitthvert dularvald og voða virtist flestum áin boða. Hljóð sem bending huldra svara: —Haltu úr vegi! Tak þér vara!— Þrýstist áin þung sem mara, þrútin fram á milli skara. Ekki ,er djúpt á dauðans snörum, dauði á engan leik í förum, kaldar öllum kýmnissvörum, ikvað við hátt og ibrast í skörum. Heyrðist grátur, hljóð og þytur! Hver er nógu snar og vitur, til að bjarga? Barst út kallið. Barnið hafði í ána fallið! Léttur eins og fuglinn flygi, frelsisandi niður stigi, Tryggur út í strauminn stríða steypti sér, án nokkurs kvíða. Fyrir engu var að víkja, vini þekti hann ekki að svíkja, skildi ei heldur skiftan huga, en skyldu sína, að stríða og duga. Föstum náði Tryggur tökum, trú er það — og bygð á rökum, að enginn slær við slökum reipum, er slítur líf úr dauðans greipum. Eigin mætti og tápi treysti, Tryggur sýndi.vit og hreysti, hreystiverk, á fáíra færi. Fyrirmynd þótt hundur væri. Oft er það í sönnum sögum, samkvæmt heims- iog mannalögum, að drenglund bregst í dýpstu raunum og dygðin jhlýtur svik að launum. Sönnun þess var nóttin næsta, í nauðum átti hann vini fæsta, að húsum vina hurðin læsta, helið úti, raunin stærsta. Upp til himins augum rendi hann augum bænar, kuldinn ibrendi hann, hinstu lífsins kvala kendi hann; kveðju sína vinum sendi hann! Og hundurinn, Tryggur, á tröppunum liggur og tilkynnir þér: Að skjól fyrir hundinn qg friður sé fundinn, sem framliðnum ber. H. Brandson Leynifélag myndað til a^L.að smygla oiíu London, 10. jan. — Blaðið “Times” í Lundúnum sagði frá því s. 1. föstudag, að leynileg samtök væru mynduð í Evrópu í þeim tilgangi að smygla ben- síni til ítalíu, er bannig væri komið á. Begir blaðið að þessir leyni- hringir eigi feiknábirgðir af oh'u í bæjum í mörgum löndum í Evrópu. Nefnir það bæi í Þýzkalandi, Svíþjóð, Danmörku, | Svisslandi, Englandi, írlandi, og ítalíu, þar sem .slík forðabúr séu. Hringir í Þýzkalandi hefðu fengið fé til bensín-kaupa hjá banka í Banadríkjunum. Stjórnin á Þýzkalandi kvað Hta samtök þessi í sínu landi hýru auga. Síðan að blaðið ljóstaði þessu upp, hefir verið hafin rannsókn á þessu víðsvegar um Evrópu. Páfadæmið í Róm kvað eiga talsvert af fé í Þýzkalandi, sem það getur ekki innheimt. Er sagt að Mussolini hafi farið um helgina á fund páfa og boðið honum að kaupa vonina í þessu ifé af honum. Telur blaðið “Times” að ekki sé efi á því, að Mussolini æth að nota féð fyrir .kaup á bensíni af þessum leyni- félögum. , , Þjóðabandalagið kemur sam- an 18. janúar. Er búist við, að olíu sala til ítalíu verði þá um- svifalaust bönnuð. Því víðkomandi er það tahð að Bretar sendu nokkuð af strandvamar- eða heimaflota sínum af stað í gær suður til Gibraltar og Miðjarðarhafsins. Útlitið er að það eigi að fara að skríða til skarar um oh'u- bannmálið. BRÉF VERKFALL í ATVINNU-BOUM í LAC SEUL í ONTARIO Hudson, Ont. 13. jan. — Átta- tíu menn hófu kröfugöngu í Lac Seul atvinnubúi sambands- Þ- e- bændum og verkamonnum, um lengd vinnutíma, lágmarks- vinnugjald o. s. frv. Við úr- skurði er búist innan tveggja vikna. Hvorum spái þið að dómurinn falli í vil, almenningi, stjórnarinnar í morgun út af ó- ánægju við yfirboðara sinn. Kröfugangan fór friðsamlega fram að öðru leyti en hrópum, er um allan bæinn heyrðust. Að kröfugöngunni lokinni, gengu menn til hvílu sinnar og neit- uðu að vinna. Nálega allir verkamenn atvinnubúsins, um 300 að tölu, fóru að dæmi þeirra. Yfirmenn atvinnubúsins ætla að kalla mennina til vinnu í dag, og er þá ekki við góöu bú- ist. En fylkislögregla frá Sioux Lookout hefir verið kvödd þang- að, til þess aö vera viðbúin að skakka leikinn, ef á þarf að halda. eða kaupahéðnunum? Fellibylur fleygir skipi upp á sker — 34 mehin farast Astoria, Ore. 13. jan. — Við mynni Columbia-árinnar við strendur Oregon-ríkis fórst skip með 34 mönnum á síðast liðinn sunnudag. Fellibylur rak skip- ið upp á sker og braut það í spón. ' Hon. WALTER LEA DÁINN HVAÐ SEGJA DÓMSTÓLARNIR? Charlottetown, 10. jan. — Hon. Walter Lea, forsætisráð- herra á Prince Edward Island, dó s. 1. föstudag úr lungna- bólgu. Hann hafði um nokkurt skeið verið heilsuveill. Sá er við stjórnar formensk- unni tekur heitir Thane A. Campbell, er var dómsmálaráð- lierra i Lea-ráðuneytinu. Ráðu- neytið er mjög hið sama og Seattle, 3. jan. 1936 Kæri ritstjóri Hkr. Þess var getið á dögunum, að við Seattle íslendingar hefð- um frestað því til Gamlárs- kvölds, að minnast aldarafmælis Matthíasar Jochumssonar. — Þetta kvöld hefir lestrarfélagið Vestri, í meir en 30 ár, staðið fyrir myndarlegri samkomu. — Það þótti viðeigandi og sjálf- sagt að þessu sinni að helga hana minningu lárvdðarskálds- ins. En sunnudaginn á undan var sérstök hátíða guðsþjónusta í kirkju séra A. E. Kristjánssonar. Hann flutti snjalla ræðu um skáldið með tilliti til frjálslynd- is hans í trúarskoðunum. — Allir sálmarnir voru eftir M. J. og Gunnar Matthíasson söng “Guð minn guð eg hrópa” — lag eftir Tryggva Björnsson. Kirkjan var öll prýdd virki- legum lárviðarfléttum, og fyrir stafni stór sveigur umhverfis mynd skáldsins og fána ætt- jarðarinnar. Viðstaddir voru um 50 manns, úr báðum söfnuðunum hér. Á eftir bauð kvenfélag kirkjunnar öllum til kaffiveizlu á heimili Gunnars. Þar var með- al annars skemt sér við að rifja upp þá söngva eftir Matthías, sem allir Islendingar kunna, og hafa unnað frá barnæsku sinni, þó í fjarlæga heimsálfu hafi fluzt. um höfðu verið gerð skil, á- varpaði Jón Magnússon, for- seti Vestra samkomuna, en síð- an sungu allir “Lýsti sól”. Þar næst flutti undirrituð minni skáldsins í stuttri ræðu, en all- ir sungu á eftir “Fósturlandsins freyja.” Séra A. E. K flutti ræðu um víðsýni skáldsins, en séra K. K. Ó. um sálmaskáld- skap hans. Frú María Freder- ick, dóttir Sumarliða æskuvin- ar M. J., bar fram þýðingar undirritaðrar á “Forsjónin” og ‘Ó, guð vors lands”, en bróður dóttir hennar Kristín, lék þýtt undirspil á hörpu. Á milli voru sungin ljóð eftir M. J. og Gunn- ar endurtók sönginn “Guð minn guð eg hrópa.” Ungfrú Sigrún Ólafson aðstoðaði við allan sönginn á báðum samkomun- um. — 1 íok áramóta samkom- unnar talaði Gunnar Matthías- son. iSagði hann skemtilega frá ýmsum berskuminningum, bæði frá Odda og Akureyri. Mintist hann föður síns þá er hann skemti börnum sínum með sögum eða vísnagamni, glaður og næmur á alt í þeirra hugsanaheimi. Einnig mintist hann móður sinnar með mestu aödáun — og undir ræðu hans og lestri sendibréfa, mátti segja að skiftust á hjá áheyrendun- um, “bros og gullin tár.” Báðum áminstum samkom- um var slitið með því að allir sungu sálminn Faðir andanna. — Stemning var þarna mjög einlæglega íslenzk, — og alveg sérstakur innileiki fylgdi, þar sem Gunnar og hans vinsæla heimili hefir verið hér svo lengi að góðu kunnugt. Einnig voru þarna viðstaddir nokkrir af- komendur Sumariiða, æskuvin- ar Matthíasar, og ekkja hans. — Að vísu yrkir Gunnar ekki, svo kunnugt sé, en hér hefir hann í langa tíð sungið fyrir íslendinga á öllum þeirra gleði- samkomum, — og einnig marg- an “landnemann sungið til moldar”, eins og St. G. St. orð- ar það. Með vinsamlegum kveðjum og óskum góðs árs, til blaðs og lesenda. Jakobína Johnson STÓRGRIPA-SALAN TIL BANDARÍKJANNA Fyrir hæstarétt í Canada hef- ir nú veriö lagt til úrskurðar mikið af umbótalöggjöf Ben- nettstjómarinnar, svo sem lög-jáður þó ráögjafamir legöu allir in um eftirlit með kaupum og niður völd sem venja er, þegar sölum á bændaafurðum, lögin 1 forsætisráðheirann deyr. Upp úr nýárinu kom til þessa bæjar maður frá Chicago, er Charles A. Dunbar heitir. Hann er gripakaupmaður, einn af þeim stærstu syðra og ef til vill hvar sem er. Hann kom til þess að kynna sér hvað Canada hefði af nautgripum að selja. Eftir að liann hafði fræðst um það, á- leit hann Canada ekki mundi hafa full not markaðarins syðra eftir nýju viðskiftasamningun- um fyr en 1939. Nautgripir væru hér rýrir. En stofninn mætti bæta á þessum tíma. Það viðist þarna koma fram það sem spáð var, að salan yrði minni syðra fyrir þá gripina, sem mest er hér til af. Sala á góðum gripum er næg á Eng- landi, og meira en það. Bret- land finnur einmitt að því, að héðan komi ekki gripir eins stöðugt og æskilegt sé til þess að mæta þörfinni. Svo ef það er ekki sala í Bandaríkjunum nemafyrir úrvalsgripi, eru menn hér litlu bættari fyrir hana. Á Gamlárskvöld var komið saman í borðsal lúthersku kirkj- Robert McKenzie, fyrrum unnar kl. 7. Fyrst sungu allir þingmanni fyrir Assiniboia-kjör- “Ó guð vors lands”. SíðaT11 dæmi, en sem vék úr sæti sínu munu 80—90 manns hafa sezt1 fyrir Mr. Gardiner, var veitt þar að ágætri íslenzkri máltíð. — Þegar hinum ‘þjóðlegu’ rétt- staða hjá Farm Loan Board, með $9,000 árslaunum.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.