Heimskringla - 15.01.1936, Side 6

Heimskringla - 15.01.1936, Side 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 15. JANÚAR, 1936 lllllílllllllllli1'' <i BELLAMY MORÐMÁLIÐ «i “Áður en eg leiði 'þær fyrir yður, ætla eg, sem stuttlegast, að hrinda tveim atriðum eða þrem ef til vill, sem Mr. Lambert þóttist þurfa að halda fram í sinni varnar ræðu. í fyrsta lagi um auð hinnar kærðu Mrs. Ives. Eg fæ ekki séð, að auður hennar sé áríðandi atriði í þessu máli, en Mr. Lambert þótti það varða svo miklu, að hann varði töluverðum tíma til að ræða það. Honum tókst fimlega að setja fyrir yður mynd af skrautlausu, smáu, bænda- býli, með rósabreiðum á hliðagrindum, með húsfreyju við þess hæfi, eða enn látlausari. Næsta sveitasælulegt en í alla staði alveg rangt. “Það litla býli er höll með meir en tutt- ugu stofum, rósiniar gróa þar í sökkva gerði (sunken garden) á stærð við lítinn grasgarð í stórborgum; þau eru ekki mörg, kothýsin sem státa með sundpoll, leikvöll fyrir tennis og annan grænu grasi gróinn til að renna kúlum á, og skála fyrir fimm bifreiðar — en býlið hennar Mrs. Ives tók þessum stakkaskiftum af sjálfu sér. Mr. Lambert benti yður á, að ef þér hefðuð hringt þar dyrabjöllu, hefði lík- lega húsfreyja sjálf skundað fram, til að bjóða yður velkomna til að skoða sinn viðhafnar- lausa umbúnað. “Bg efast stórlega um, hvort Mrs. Ives hefir nokkum tíma lokið upp dyrum, alla sína æfi, nema til að ganga um þær sjálf og eg efast en meir um, hvort yður myndi nokk- urntíma vera boðið inn fyrir dyraþrep á heim- ili hennar. Mr. Lambert játaði þann vara, að skeð gæti, að vikatelpa hefði komið til dyr- anna, en hann gleymdi að geta um hver af fim m vikatelpum þess heimilis það hefði ver- ið. Hann tók því við í enn skáldlegri tón, að Susan Ivse hefði ekki haft nfeira en konur nokkurs yðar — ekkert meir en rósir í garði sínum, sólskin í gluggum, börn á palli. Eg segi eins og er, að mér kom þetta á óvart. Eiga yðar konur dagsláttur rósum vaxnar, hundrað glugga til að hleypa inn sólskini, stofur handa Ibörnunum, aðra á daginn að leika sér í, hina á nóttunni og barnfóstru til að vaka yfir leikjum þeirra, í þeirri þriðju? Ef svo er, þá eruð þið vissulega hepnismenn. “Um Stephen Bellamy bar Mr. Lambert fyrir yður, að hver tólabeitir (mechanic) í landi þessu væri eins veil staddur og hann. Jæja, svo má vera. Þeir handiðnamenn sem eg er kunnugur, hafa ekki vinnukonur til að hjálpa sínum laglegu konum né garðyrkju- menn, sem sofa uppi á lofti í failegum kerru- skálum, en vera má að þeir geri svo, sem þér eruð kunnugir. “Svona er hið sanna um auð hinna sak- bomu. Eg gat þess í byrjun, að þetta væri ekki stórlega merkilegt, og í vissum skilningi varðar það ekki miklu; í dýpri merkingu varð- ar það yfrið miklu. Ekki svo að skilja, að Susan Ives væri auðug, í strangri merkingu þess orðs, heldur vegna þeirrar krenkingar sem í henni var vakin með þeim óheilla töfr~ um, sem vér megum nefna vellergi. “Þið þekkið allir söguna um Midas, þykist eg vita — söguna unl þann vesala kóng, sem óskaði sér, að allir hlutir sem hann tæki höndum á, yrðu að gulli; og einu sinni strauk hann dóttur sinni ungri, um hárið, og breytti henni í litla h'kneskju — sú var' fögur, ljóm- andi, dæileg, en hörð og köld og mannúðar- laus eins og málmurinn sjálfur. Einhvern- tíma fyrir löngu hlýtur Curtis Thorne að hafa strokið fingrum um hár dóttur sinnar á ibarnsaldri, og það sem hann skapaði barninu þá, það er dóttir hans í dag. Upp af stórlæti spottin, af forréttindum, af ríkidæmi — Susan Ives er dramblát, valdi gædd og forréttindum og auði — vellum vafin mær, dýrðlegt stáss í allsnægtum og óhófi, til einskis nýtur byröav auki þess utan. “Enginh vissi þetta betur en gullmærin sjálf — hún hafði beizka ástæðu til að nfinn- ast þess, eins og þið munið; og á óheilla degi í síðastliðnum júní rambaði öndvegi hennar fyrir ölóðum andvara. Hún steig skyndilega niður af þeim stalla, með þeim einráðna hug, að skorða hann svo, að hann ruggaði aldrei framar. Ekki spáir það gull, sem vér höfum í höndum, góðir herrar, óheillum og bölvun — ekki þeir gljáandi gjaldaurar sem vér skiftum á fyrir gleði, fegurð, heilsu og líkn’— heldur sá kaldi málmur sem vaxið hefur inn í hjörtu vor. Eg lasta ekki auðinn. Það mein sem vex upp við vellspá Midasar, sæki eg til sekt- ar. “Næst þessu braut Mr. Lambert uppá við yður mjög svo varasömu og háskalegu efni, — því, hve hugarhaldið honum sjálfum er um hin sakbornu, einkum og sér í lagi um Susan Ives. Að honum þyki einlæglega vænt um hana, verður ekki efað. Eg fyrir mitt leyti efast alls ekki um það. Hann elskaði þá ungu mey, áður en fingur Midasar hvíldu höfugir á hári hennar; hann sér enn fyrir sér1 aðeins þá björtu barnslokka hrynja um sbíra brá og óilekkað yfirbragó. Margir yðar, sem eigið dætur, fundu sviða í augum, þegar hann sagði yður, að hana elskaði hann eins og d/óttur sína — eg, sem á ekki dóttur, fann þann sviða sjálfur. “En eg vil spyrja yður, herrar, að þessu og engu öðru: Eruð þér, í ifullri einlægni og sanngirni sagt, óvilhallir dómarar um innræti dætra yðar, óvilhallir og sannsýnir umfram aðra menn? Mynduð þér trúa erkiengli, beint af himni komnum, ef hann segði yður, að dóttir yðar væri morðingi, og hún neitaði því ? Aldrei — aldrei, í drottins víðu veröld, og það vitið þér vel! Ef þér segið í yðar hugskoti: ‘Hann hefir þekt Susan Ives og elskað hana í mörg ár, honum þykir vænt um hana svo hún Ihlýtur að vera alveg eins og hann álítur hana Vera, þ.á hefir Mr. Lambert viðkvæma mælsku orkað Iþvi, sem henni var ætlað, og mín ræða, köld og rökstudd fer til einskis. En eg bið yður, herrar, að brúka heilann, ekki hjartað. Eg kveð yður til að gjalda sterkan varhuga við, ekki einlæghi hans né elsku hans né mælsku, heldur við hans dæmi- viti og trúgirni. Málshættir eru allra sanna elztir og spakegastir. Einn af þeim elztu og spaklegustu er sá, að Ást er blind. “Nú er útrætt um það tvent, sem eg var nfanaður til að mæta. Hitt, sem nánara var tiltekið, um foílinn, miðann og hláturinn, mun eg ræða þegar þar að kemur og bezt á við. Vér erum nú komnir frá almennum athuga- semdum og komnir að reyndum. “Þessar eru í tvennu lagi — aðrar um undanfara og orsakir glæpsins, hinar um hvernig glæpurinn var drýgður. “í fyrra laginu kemur að undirrót og upp- hafi þessarar sakar — hvötinni. Mr. Lambert hefir tjáð yður, að það sé veikasti liðurinn í málstað Ihins opinbera, eg tjái yður að sá er sterkastur. Mér hefir aldrei auðnast fyr, að sjá svo ljóst dæmi um yfirgnæfandi hvöt, sprottið úr sjálfri uppsprettu hvatanna, inn- rætinu. “Þetta kveð eg yður til að líta rétt á, því að það er merkilegast af öllu. Heilhuga menn, vel stiltir, sjá aldrei fytllilega hvöt til morðs, svo að ástæðan til glæpsins verði þeim aveg ljós. Hugir slíkra verða yfirkomnir af' óbeit, að nokkur slík útskýring skuli vera möguleg. Það er sama hvort morð er framið til miljón dala, eða til fimm dala — eins og dæmi eru til — til hefndar fyrir ámæli eða af dýrslegri grimd — vegna sundurþykkis út af teningum eða út af snoppufríðri snót — fyrir vorum sjónum er það hrylliiegt, gífurlegt, ótrúlegt. Og svo er það vissulega. En í sumum saka- málum gefst oss færi til að kanna hin djúpu leyni, sem þessi óvættur heldur sig og svo er í þessari sök. “Nú kveð eg yður að því, að hvessa íhug- ann á það, sem þér hafið fengið að vita um innræti Susan Ives, af hennar eigin vörum1 og annara vitnisburði í yðar áheyrn, sem ekki hefir verið mótmælt. Gleymið um stund að hún er grönn og smávaxin, rómfögur og skír- eygð — kona fáguð og fyrirmannleg að hátt- um og útliti. Liítið á hið innra. “Frá því fyrsta sem vér sjáum til hennar, frá byrjun meyjarþroskans til þess tíma sem þér hafið séð hana hér, með yðar eigin augum, hefir hún sýnt sama skapið með engum af- brigðum' — skap einbeitt, engum lögum iháð og miskunnarlaust, álíka'og þér megið kenna í hverjum tforhertum glæpamanni í þessu landi. Jafnskjótt og hún kennir aðhalds eða mótspyrnu, hleypir hún hömum, gerist háska- leg vél og vei þeim sem þá verða fyrir. “Fyrir sjö árum tók hún það í sig að giftast, föður sínum, sem elskaði hana, þver- nauðugt, manni, sem verið hafði í þingum við Madeleine Bellamy og talinn var, í sínum heimahögum, einhver mesti ónytjungur, hvort sem hann átti það skilið eða ekki. iSá ráða- hagur reið föður hennar að fullu. Skömmu eftir að sá gamli dó, sýndi sig bezt hve beizkt, heiftúðugt og tilhliðrunarlaust var skap þeirrar dóttur, sem hann hafði langað til að dáláta og vemda; hún hefði farið að heiman með dramblæti og reiðihug og aftur kom hún ekki, hún setti fót aldrei framar á heimili bam- æsku sinnar og uppvaxtar ára. “En hún kom samt aftur til Rosemont, undir eins og hún fékk færi. Af því drambi sem logaði í henni, var henni nauðsynlegt að státa sigri hrósóandi á þeim stöðvum, þar sem öllum var kunnugt, að hún hlaut einu sinni að brjóta odd af oflæti sínu. Og sú sigurkæti var mikil og svimasöm. Hún hafði auð fjár og margir dáðust að henni og tróðust að henni, með skjalli og daðurlátum, svo það var engin furða, þó hún yrði þungt haldin af þeim þótta, að hún væri máttug og merkileg. Hún var í rauninni sem drotning í sínu litla ríkishverfi, enginn gerðist til að etja við hana og öndvegi hennar virtist traustari en flest önnur. “Hún var nú reyndar ekki mildur envaldi; Kathleen Page og Melanie Cordier, þeir smáu vesalingar, hafa borið um það, þær henti líka sú hættulega slysni, að malda í móinn við einvaldann. Dálitlar, kænlegar ögranir og sparhald * í mat, braut þær til hæfilegrar hlýðni. Viðfeldnin og örlætið sjálft við alla sem beygðu sig hæfilega í hnjáliðunum, svo sem tengdamóöir hennar og vinnukona hafa vottað, en ef nokkurs snefils varð vart af ó- hlýðni eða agaskorti, þá voru stálfingurnir ekki lengi að kvika í dúnvettinum. “Þetta alræðis einveldi Ihafði samt ekki truflast af neinu, nema smávægis uppþotum, fram að því bjarta sumar síðdegi, er þess hæstráðandi frétti, að önnur hefði hug á önd- vegi hennar, öflug og örugg, og að sú hefði þangað ráðist með lyklana að sjálfum kastal- anum í sínum höndum. Blóð Etísabetar af Englandi, Katrínar úr Rússlandi og Lucreziu hinnar ítölsku, reis í æðum þessa eftirlætis- barns, til viðurtoku og úrslita. Og vel vitum vér, herrar, alt of vel, hvaða afdrif þær fögru og fyrirhyggjulitlu konur fengu í þá daga, er réttu hendur að valdsprotanum. “Nóg um dæmi. Frá þeirri stund, sem Susan Ives vissi, að dóttir saumakonunnar í þessu þorpi væri að veita ágang hennar land- areign, voru afdrif Madeleine Bellamy ráðin. “Svona var tilefnið; nú sjáið þér hvötina. Næst skal telja færin. Vér skulum taka sögu- sögn Susan Ives um þetta kveld — frásögn er loks varð kúguð af henni, þegar hún skelfdist og örvænti vegna þess, að hið opinbera hafði í höndum óhrekjandi vitnisburð og skorðaðar sönnur. Símtalið, Orsinis vökusjón við glugg- ann, hjólaförin, gómamerkin — öll þessi reið- arslög komu hvert á fætur öðru og ollu til- svarandi breytingum á þeim vef, sem varnar aðilar ófu tframmi fyrir yður. “Það kom í ljós mjög fljótt undir rekstri málsins, að fyrsti franíburöur þeirra, að þau værualsýkn og vissu ekki neitt, þyldi ekki að á hann væri litið eitt augnablik, ,en áfram héldu þau að sníða stakk sinn eftir vorum sannmálum, þangað til rétt voru að þeim tvö eða þrjú smámerki á lampafæti. Þá sáu þau, en ekki fyr, hve illa var komið f'yrir þeim, fleygðu frá sér öllum lopanum, bættum, hrak- legum, gatslitnum og reyndu hamslaust, að ota öðrum fram, er bæri hreinskilnis svip, að infinsta kosti utan á sér. Hvers virði sú hrein- skilni er, eins og hér stendur á„er fyrir yður að meta. “Mr. Lambert fullyrðir, að þau hefðu bæði fastráðið, að sneiða hjá meinsæri. Hvort seinni partur frásagnar Stephen Bellamys á vitnastóli, var ekki í raun og veru svartasta meinsæri, hvað sem lagastafnum líður, er yður ætlað að skera úr. Eg efa varla hver sá úrskurður verður. “Frásögn Mrs. Ives um hvað fram fór á umræddu kveldi, sýndist til að sjá bera sann- leiks yfirbragð, ef ekki íhinn innri og andlega sannleika. Sagan sem hún sagði yður, trúi eg að sé sönn, að því leyti sem hin ytri atriði og umgerð ná — að þeirri Stundu, þegar hún steig inn fyrir dyr garðlhýsins. Upp frá því trúi eg að saga hennar sé tómur uppspuni. Látum oss athuga það betur. “Frá því augnabliki sem Elliott Farwell sagði henni af samkirætti bónda hennar og Mimi Bellamy, er hver hennar athöfn sjálfri sér ]ík og allar í samræmi. Það er alt annað’ en gamanverk, að kanna framferði þessarar trúu og dyggu, göfugu, blíðu og stiltu sálar, en til þess skulum vér nú taka. Hún fréttir að ríki hennar er háski búinn — hvað tekur hún til bragðs? “Hún fer heim til sín, felur þá hræðslu og heitft sem hamast í henni eins og eitur, undir yfirbragði skrafs og hlátra — og staupa. Susan Ives er engum lögum bundin, herrar — lög voru sett fyrir lítillátari manneskjur en hana. Á heimili sínu, fyrir þessum rétti, í því dimma garöhýsi, hefir hún hiklaust sýnt yður, að hún býður byrginn og fyrirlítur öll lög af mönnum gett — og guðs lögmál ekki síður. “Nú veit hún ekki fyrst í stað, hvort Far- well hefir sagt henni satt til; hún er of stór- lát til að trúa, að henni sé nokkur hætta búin úr þeirri átt — en að baki brosgrímu bítur hún á jaxlinn, því að eitrið verkar á hana. Hún fylgir Farwell til forsalar, til að kveðja hann og leggja ríkt á við hann, að segja engum frá samdrættinum — líkast til af því hana grun- aði, hvem þátt hún myndi eiga í hryðjuverk- inu. Og meðan hún er að tala við hann, sér hún' í spegli hvar Melanie Cordier stingur miða í bók. Það er ekki langrar stundar verk, að vinda sér inn í stofuna, þegar hin er burt gengin, taka miðann og lesa og hverfa aftur til gestanna og Pats. Á bakaleiðinni stóð hún við á hleri í forstofunni, og heyrði hvað talað var um tilvonandi póker spil það kveld. Þá vissi hún hvað gera skyldi, gekk að Patrick Ives með lýgi á vörum og aðra verri í hjarta sínu, og tjáði honum að hún færi til k-vik- mynda með Conroys fólkinu á því kveldi. “Þar næst veitti hún honum eftirför til forsalar, að njósna um hann, meðan hann taldi verðskjölin; fór á hæla honum til skrif- stofu, eftir kveldskatt, til að njósna meir um hann, og sjá hvar hann lét þau; hún laug hann burt, stalst í skrifborð hans, fann að | verra var í efni en við mátti una, og réð af í hvaða bragða skyldi leita. Þá símaði hún j Stephen Bellamy, laug enn að manni sínum neðan úr stiga, en hann grunaði ekki neitt. skundaði svo burt. I “Eitthvað kom tfyrir, áður en hún komst alla leið, hún sneri inn aftur, kannske af þeirri ástæðu sem hún tilgreindi frammi fyrir yður, kannske líka ekki. Hvað sem því líður, lítilli stundu síðar var hún að sínu gamla verki, að standa á hleri og njósna, og rétt á eftir var Patick Ives lokaður inni; svo ekki var honum til að dreifa, að vernda þann ó- vitra kvenmfann, sem beið hans í garðhýsi, né þann heiftóðuga sem skundaði þangað. Susau Ives var nú búin að ryðja úr vegi þeim sem ráði hennar var mest til fyrirstöðu. Hver veit nenxa henni hafi elnað heiftarbruninn við það sem hún heyrði frá barnastofu, hver veit hvort hún hleraði nokkuð, vildi bara Patrick úr vegi sínum. Henni tókst það og skundaði nú enn á burt, að hitta Stephen Bellamy. “Hið opinbera heldur því fram, að hún fór til þess tfundar með hnif í vasanum og í vígahug. Patrick Ives bar fyrir yður, að hníf- urinn sem lagður var fram í réttinum, hafi aldei úr hans vasa farið það kveld; þér ráðið hvort þér trúið honum eða ekki. Það er, hvort sem er, lítt merkilegt, hvaða hnífur var hafð- ur til manndrápsins. Áður hefir verið sagt, að sá hnífur sem Mimi Bellamy var lögð til bana, hafi í engu verið ólíkur þeim sem víða finnast — í eldhúsum, búrum, tólastokkum, á flestum heimilum. Susan Ives gat hafa náð slíkum hníf' hvar sem var, þurkað vandlega af honum og lagt hann aftur á sama stað. Vér Iþurfum ekki að láta okkur það miklu varða, hvar hún fékk hann. “Susan Ives hefir sjálf getið stuttlega um þá ökuferð með Bellamy, það kyrra sumar- kveld við stjörnuljós; hún gerði ekki annað en styrkja frásögn hans, sem var bvorki greinileg né sannfærandi. Af henni mátti ráða, að ; Ives stundaði að sanna að Mimi Bellamy vc sek en hann bar á móti. Það er vel til að þess liáttar tal hafi farið fram. “Hvern þátt Stephen Bellamy átti í fram- kvæmd morðsins, er óljósara en atverki Susan Ives, þó jafn hroðalegur sé. Frá byrjjun hjýt- ur Mrs. Ives að hafa séð, því að Ihún er ó- venjulega hvöss til skilnings og kæn, að ef hún átti að geta varist hefndum af hendi Stephen Bellamys, þá varð hún að lokka hann til að eiga hlut að morðinu. Þetta tókst henni, með hvaða ráðum, veit hún bezt sjálf. Vér höfum þá sögu af vörum hans sjálfs, að hann fór inn með henni í litlu ; stofuna, og að nú situr hann hjá henni á kærðra bekk í þessum réttarsal, af því að þau hafa kosið að hanga á gálga saman eða sneiða hjá honum bæði. “Nú hvað snertir það sem Mr. Lambert netfndi fjarveru sýknu þeirra, vil eg segja fá- ein orð, og svo er eg búinn. “Vitanlega getur hvorugt þeirra sannað fjarveru sína frá vettvangi á morðstund. Lát- um svo vera, að þau hafi f'arið frá gasstöðinni rétt eftir níu, frá því takmarki til klukkan tíu, höfðu þau nægilegt svigrúm að ná t: Thorne setursins eftir River Road, hampa miðanum stolna framan í þá sem beið þar, myrða hana, komast burt svo að enginn varð komu þeirra var, og ná til Stephen Bellamýs klukkan tíu. Seinna hverfur sá nefndi sak- borningur aftur á vettvang,, að taka gullstáss- ið af líkinu, til þess að afnema öll verks um- merki, er þau kynnu að hafa eftir skilið. Vera má að hann tíafi þá sótt lampann og brotið hann hjá líkinu. Þá gátu þau og haft tíma til að setja saman frásögn um athafnir sínar á þessu tímabili, að hafa á reiðum höndum, ef svo ólíklega skyldi fara, að þau yrðu krafin sagna. Hvað sem því líður, hann flutti Susan Ives heim og fór aftur á vettvang einsamall. Eg segi enn, þau hafa engan sýknuvott um fjarveru frá vígvangi. “Já, hvað um hláturinn?” segið þér. — “Hvað um bílinn, sení var þar ekki?” ” þess svara eg bergmáli: “Ja, hvað er um þá?” “Herrar, standið við til að íhuga, svolitla stund. Hver heyrði þann hlátur? Hver sá ekki bílinn? Hver skorðaði morðstundina við þann tíma, sem hægast var að uppástanda fjarveru þeirra frá vettvangi? Bróðir Susan Ives, sá sem elskar hana og tilbiður og sami maðuinn sem sagði hér upp í opið geðið á yður, að hann vildi alla hluti fremja til að hjálpa systur sinni, nema mannsmorð-------” Lambert spratt á fætur, grár í framan sem aska og mjög stóreygður. “Hann sagði ekkert því líkt! Herra dóm'ari----” “Hann sagði ekki að liann vildi ekki fremja morð?”

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.