Heimskringla - 26.02.1936, Side 7

Heimskringla - 26.02.1936, Side 7
WINNIPEG, 26. FEBR. 1936 HEIMSKRINGLA 7. SlÐA. ÍSLANDS-FRÉTTIR Frost og vatnsskortur í Austur-Skaftafellssýslu Staf'afelli 21. jan. Vegna stöðugra froststorma og óvenju mikilla þurka hafa aliar í rafstöðvar í Austur- Skaftafellssýslu austan Öræfa stöðvast og vatnsból eru að þorna á mörgum heimilum. All- ar ár í héraðinu eru nú lagðar traustum ís. Jörð er næstum alauð, fjárhölá góð og hev vel verkuð.—N. Tagbl. * * * ísinn á Þingvalliavatni Rvík. 25. jan. Það þykir nýlunda að síðast- liðinn sunnudag fóru 3 menn frá Selfossi, þeir Jón Ingvars- son vegaverkstjóri, Guðmundur Guðmundsson og Sigurður Óli Ólafsson kaupmenn, á þungri vörubifreið til Þingvalli á is eftir endilöngu Þingvallavat.j'i. Fóru þeir frá Selfossi sem h\ð liggur eftir Sogsvegi, framhjá Ljósafossi og út á ÞingvaUuva-a nálægt Kaldárhöfða. Héldu þaönn norður vatnið aUsr.anvert og kornu í ð Mjónanesi, an það- an beint yfir vatnið til Þing- valla. Þó urðu þeir að fara með vesturlandinu er þeir nálg- uðust Þingvelli, þar sem Öxará heldur opinni vök nokkuð út í vatnið. ísinn könnuðu þeir til og frá og reyndist hann alstað- ar náíægt 50 cm. þykkur. Á einum stað mældu þeir dýpt vatnsins með því að renna línu niður um sprungu á ísnum, var dýpið þar 31. mtr. Er ísinn tal- inn öruggur fyrir bifreiðar eins og stendur. Vegalengd fiá Sel- fossi, þessa leið að Þingvöllum. er 38 km. Eru þar af 14 km. yfir vatnið, sem nú mun vera bezti bílvegur landsins. —N. D. * * * Óhemju fannkyngi í SkagafirSi Rvík. 2. jan. Allar ibílferðir um Skaga- fjarðarhérað hafa nú lagst nið- >ur vegna snjóa, og mjólk til Samlagsins er flutt á sleðum. Rúið er að taka í hús mörg hross og öll í sumum sveitum. Til dæmis eru 80 hross á gjöf hjá þeim feðgunum Hartmanni og Sigurmon í Kolkuósi. Fönn er afarmikil í Hjaltadai og austanverðum Kolbeinsdal, eða fullur metri á dýpt á slétt- lendi. Fullyrðir Kristinn Sig- urðsson, að Skriöulandi í Kol- beinsdal, að þvílíkur snjór hafi ekki fallið þar í síðastliðin 64 ár. Fannlög eru mest norð- austantil í héraðinu og hefir mikið af fönninni legið þar siíð- an um veturnætur, en í Blöndu- hlíð, Tungusveit og Hegranesi eru sæmilegir hrosshagar. —N. D.agbl. * * * Lindbergh ætti að setjast að á ísliandi Blaðamaðurinn Harold But- cher, sem hér var í sumar hefir ritað grein í amerísk og ensk blöð, og segir þar meðal annars svo: — Ef Lindbergh vill fá að vera í friði, ætti hann að fara til íslands. Þar gæti hann ó- hræddur alið upp Jón son sinn, og sjálfur haldið áfram ýmsum athugunum sínum og rannsókn- um. í Englandi ofsóttu blaðamenn hann alveg einsog í Bandaríkj- unum. En þótt allir ritstjórar og blaðamenn í Reykjavík kæmi til að fagna honum, þyrfti hann ekki að óttast að blöðin hefðu neitt ranglega eftir hon- um. ísland er eina landið, sem ekki tekur þátt í næstu heims- styrjöld, segir H. G. Wells. — Þar er öruggara að vera en á Englandi. Þar eru nýtísku þæg- indi, ágæt hús, sími, útvarp, spítalar, skólar — en þar þekkj- ast ekki morð, mannrán, her, floti, fallbyssur, sprengjur né eiturgas. íslendingar þekkja Lindbergh, því að hann hefir komið þar áður. Þar mundi honum vel tekið. Sonur hans gæti óhultur ! leikið sér við börnin á götunni [ og gengið í skóla með þeim. Lindbergh vill ekki ferðast öðru vísi en í flugvél, og frá íslandi er stutt loftleið til höfuð- borganna London, París og Ber- lín. í hjáverkum sínum gæti hann komið skipulagi á flug- ferðir innan lands, sem bráðum verða teknar upp aftur með tilliti til þess að fjölga muni ferðamönnum, sem vilja sjá hið dásamlega fagra land og eyða sumarfríi sínu þar. En það, sem mestu varðar er að Jón litli sonur hans, yrði þar óhultur. Auk þess að ganga skóla, gæti hann stundað alls konar útnþróttir, og faðir hans gæti kent honum að fljúga. —-Mbl. * * * Jiarðbönn í Suður- Þingeyjarsýslu Húsavík, 5. feb. Jarðbönn hefir verið um allar sveitir Suður-Þingeyjarsýslu um óvenju langan tíma. 1 sumum sveitum hefir ekki náð til jarðar síðan viku fyrir vetur, en sum- staðar komu snapir á jólaföstu svo að hægt var að Ibeita nokkra daga. Af þessu leiðir að hey eru mjög gengin til þurðar og horfur eru ískyggilegar. Niokkur fóðurbætir kom með Dettifoss til Húsavikur um síðustu mán- aðamót, en erfitt er að koma honum út um sveitir vegna ó- færðar. Skipið Kólumibus ligg- ur í Húsavík við byggjuna og er að afferma kol til kaupfé- lagsins. * * * Trjáreki Feikna mikill trjáreki hefir verið undanfarið á öllum Ströndum, aðallega þó norðan til. Björn Blöndal Jónsson lög- gæzlumaður hefir það eftir Guðjóni ! hreppstj. Guðmunds- syni á Eyrum í Árneshreppi, að á Óseyri við Ingólfsfjörð hafi 8 menn verið fyrir skömmu heil- an dag að bjarga rekavið undan sjó. Einnig sagði hann að í nokkr- um víkum, sem ekki yrði kom- ist að sakir kletta og brims, væru nú breiður af rekaviði. Fyrir tveimur árum var þar mikill trjáreki og rak þá srtór- viði, en nú var reki miklu meiri að vöxtum en trén minni. Sumt af þessu er unninn viður, en meginið eru sívahr trjábolir stýfðir fyrir enda og liggur all- ur þessi viður ósnertur á fjör- unum. Sumir ætla áð viðarskip hafi farist í nánd við ísland, en Guðjón álítur að viður þessi hafi komið frá Síberíu og muni hafa týnst þar í fljót er honum Ihefir verið fleytt til sjávar. —Vísir, 5. feb. * * * Harðindi og heyleysi Sandi 6. febr. Heiðrekur Guðmundsson — bóndi á Sandi í Þingeyjarsýslu skrifar Jóni Eyþórssyni veður- fræðingi 29. f. m. að þessi vetur sé það sem af er sá harðasti vetur, sem þar haf'i komið í 18 ár. Hann segir ennfremur: Inn til sveita hér í Þingeyjar- sýslu hefir verið algerlega jarð- laust síðan fyrir veturnætur, og er útlitið þar orðið afar skugga- legt. Sumir bændur í Bárðar- dal eiga ekki eftir nema mánað- argjöf handa sauðfé sínu og al- ment heyleysi vofir yfir í sýsl- unni, ef ekki veröur skjótur bati.—Vfeir. * * * Barnaveiki á Hellissandi Barnaskólanum á Hellissandi var lokað 5. feb. og allar skemtisamkomur bannaðar sak- ir þess að barnaveikin hefir gos- ið upp að nýju. Næstu daga verða börn og unglingar ibólu- sett til þess að hefta frekari út- ibreiðslu veikinnar.—Vísir. * * * Vatnsskortur Brúnum, 6. feb. Víða í Rangárvallasýslu var orðinn tilfinnanlegur vatns- skortur á undan þessum blota. Öll vötn í héraðinu hafa verið ísi lögð um langt skeið og álftir voru byrjaðar að falla. — í 7—8 j undanfarnar vikur hefir verið hér sífeld norðanátt og bjart- viðri og muna menn ekki feg- urra skammdegi. Kirkjur í Rangárvallarsýslu hafa flestar verið óhitaðar til skamms tíma, en nú eru allar hitaðar, nema ein. Eru kola- ofnar í 14 kirkjum, en raf- magnShitun í einni. * * * Frá Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum 2. feb. Ennþá hefir ekki komist ú samkomulag milli Útvegsbænda félagsins í Vestmannaeyjum og iSjómannafélagsins Jötuns við- víkjandi ráðningarkjörum á komandi vertíð og hafa því eng- ir bátar byjað róðra. Tilfinnanglegur vatnsskortur var orðin í Vestmannaeyjum á undan þessum iblota, og horfði til stórvandræða, en nú hefir rignt á annan sClarhring og hef- ir það hjálpað í bili. ATHUGASEMD iSökum þess að grein sú undir fyrirsögninni “Athugavert” er Ibirt var í Heimskringlu 12. þ. m. er bæði ósönn og íllgjörn í garð þeirra sem staðið hafa fyrir þroskun sunnudagaskólans í Vídalíns söfnuði, er mér ljúft að benda á nokkur atriði til skýr- ingar. Fundarbók safnaðarins sýnir óslitið starf sunnudagaskólans síðan árið 1923. Frá því ári og þar til árið 1927 eru fæstir á skíóla 22 en flestir 36. Árið 1927 var settur á stofn bekkur fyrir enskumælandi börn, og þau af íslenzkum ættum sem frekar vildu læra á ensku. Það ár innrituðust 54 nemendur. — Síðan Ihefir árlega aðsókn skól- ans verið fæst 52, en flest 81. Þess má geta að á þessu tíma- ibili hafi frá 15—25 börn af út- lendum stofni sótt skólan. Öll þessi ár, hefir verið kent á íslenzku samhliða enskunni, ráða bömin því sjálf á hverju tungumálinu þau vilja frekar læra. Tveir sálmar eru sungn- ir á ensku og einn á íslenzku. Benda má á í þessu sambandi að íslendingar hér vestra hafa hvorki sunnudaga skóla blöð. eða nótna bækur sem hjálpa til þess að gera íslenzkunámið að- laðandi fyrir unglinga. Engin sönn kristin kirkja lok- ar dyrum sínum fyrir útlendu fólki. Innan vébanda Vídalíns safnaðar, auk íslendinga, er fólk af enskum, norskum og þjóðverskum stofni, sem þráir að senda börn sín á sunnudaga- skóla og hlusta á enska messu. Flestir vita að margt af ís- lenzkum unglingum sem byr.ja skólanám þegar þau eru 6 iára gömul, hafa lítin eða engan' tíma til þess að læra íslenzkan lestur. Jafnframt því að nema enska tungu, læra þau að hugsa á ensku. Er því eðlilegt að þegar þau byrja sunnudaga- skólanám, að þau kjósi að læra á því máli sem þau skilja bezt. -Sunnudagaskólar eru ekki til þess að kenna bömum að lesa, því síður stafrofið. Til þess er kenslutímin alt of stuttur. Þetta móðurmálsmorð kennir B. J. tveimur konum og presti safnaðarins. Efalaust hafa þessar konur haft mikið gleggri skilning á kröfu nútímans en B.J. og enginn íslenzkur prestur er svo þröngsýnn að hann banni aðsókn' að skóla, enskumálandi börnum, og því síður að heimta að þeirn sé kent á tungumáli sem þau ekki skilja. Fáir skilja það betur en okkar íslenzku prestar, að af eðlileg- um ástæðum, hljóta Islendingar smátt og smátt að samlagast hérlendu þjóðlífi. Þeim feigðar- dóm verðum við að hlýða hvort sem okkur líkar það betur eða ver. Þvl e.r ekki að neita að minna er talað og lesið af ís- lenzku nú en var fyrir nokkrum árum síðan. Enda er nú komið ií þriðja og fjóröa lið frá land- Hreinsar Pípurnar í Skyndi ~ NAFNSPJÖLD af allri stýflun Notið stöðugt Gillett’s Lye og skólpskálin, baðkerið og set- skálin verður ávalt í lagi. Hellið því óblönduðu á hverri viku í þær—það sakar hvorki glerhúð - ina eða pípurnar. Það drepur sóttkveikjurog eyðir óþef, jafn- framt því sem það hreinsar. — Gillett’s Lye léttir hreingerningi; í tugum tilfella—og sparar yður óþarfa fyrirhöfn og erfiði. Hafið ávalt bauk við hendina. VBIandið lútinn aldrei með heltu vatni. Lúturitm hitar sjálfur vatn- ið með efnishreytingunni. námstíð og aðeins ein fjölskylda frá íslandi sezt að í bygðinni síðastliðin 40. ár. Einnig eru til meðal vor, ekki síður en annarsstaðar menn sem gætu verið sönn fyrirmynd í íslenzku máli, sem bera á sér yfirskyn íslenzkunnar, en af- neita hennar krafti, með því að Ibregða fyrir sig bjagaðri ensku í áslenzkum samræðum. (Þetta er bending til höf. greinaxinn- ar). Vera má að sumt af okk- ar unga fólki kunni ekki kvæð- ið “Eldgamla ísafold.” En eg get fullvissað greinarhöfund, að flest af því sem gengið hefir á sunnudagaskóla, mun kunna sálminn: “Ó Jesús bróðir bezti”. Sem alheims borgarar hefir fólk í okkar bygð ekki staðið á sporði annara landsbygða í fé- lagsmálum. Hér hafa alist upp þeir menn sem mest og bezt hafa starfað til viðhalds ís- lenzkri tungu vestanhafs, og aðrir sem flestum fremur hafa vakið eftirtekt heillrar þjóðar á íslendingum. — íslendingar og allra sízt unga fólkið í Vídah'ns söfnuði hefir ekki fyrir neitt að skammast sín. iÞað þolir góð- an samanburð við það allra bezta í vestur íslenzku þjóðlífi. Að vega að öðrum með grímu fyrir andlitinu er ómannlegt. — B. J. hefði átt að vera nógu hreinskilin eða djarfur til þess að setja sitt rétta og fulla nafn undir grein sína. J. J. Erlendson Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusimi: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 158 G. S. THORVALDSON B.A.. LL.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsimi: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnie skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hltta, fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baogaoe and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasfúkdómar Lætur útl meðöl X viðlögum Viðtalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 að kveldinu Sími 80 857 665 Victör St. Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Enníremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsfmi 30 877 Viðtalstimi kl. 3—5 e. h. Dr. Ó. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 Rovatzos Floraí Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandlc spoken Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa: 594 Alverstone St. Sími 38 181 THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Talsími 23 739 Viðtalstími 2—4 p.m. Heimili: 776 Victor Street Winnipeg Talsími 22 168. Dr. A. V. JOHNSON ÍSLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúslnu Simi: 96 210 Heimilis: 33 328 —Hensel, N. D., 17. fefb. 1936. OLYMPSELDURINN Olympsleikamir að sumri verða opnaðir þegar hinn heilagi Olymps eldur kemur frá Grikk- landi til Berlín. En sem kunn- ugt er verða það hlauparar sem hlaupa með hann alla leið. Eldurinn, sem á að vera tákn hins endurreista gríska anda, verður ekki tendraður með eld- spítu, siú aöferð þykir of al- menn. Forngrikkir þektu held- ur ekki þá aðferð. Þegar þeir kveiktu bál, var það sólguðinn Phoebus Appolon, sem tendraði og verndaði elda þeirra. Guð- inn á nú enn einu sinni að skapa hinn heilaga eld, sem borin verður til Berlín. Verzlunarfélagið Ziess, f Jena, hefir boðist til að veita guðin- um aðstoð sína. 1 því augna- miði hefir félagið látið gera stækkunargler eitt mikið og gegnum það tendrar sólin hið heilaga bál. Þegar íþróttaleiðtogi Þýzka- lands var á ferð í Grikklandi nýlega var ákveðið að altari eldsins skyldi reist í hinum helga lundi í Olympiu, þar sem altari Zeus Var til foma. Olympíunefndin gríska hefir ákveðið að með hlaupurunum skuli fylgja tveir bílar. í öðrum verða íþróttaráðsmenn, læknar og blaðamenn, en í hinum verða varahlauparar og aðstoðar- menn. Þegar eldurinn kemur til Ber- lín, klukkan 1 miðdegis, hinn 1. ágúst verða meðlimir AI- þjóða-olympsnefndarinnar stadd ir í Lustgarten og taka þar á móti hlauparanum, sem kemur með eldinn til Berlín. Þaðan halda þeir til forsetahallarinn- ar, og tekur Hitler sjálfur á móti þeim þar.—Mbl. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inaurance and Financial Agenta Slml': 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnlpee Endurminningar Annað hefti er nú komið út af þessari sjálfsæfisögu Friðriks Guömundssonar. Fjallar það um fprð hans hingað vestur og það sem á dagana dreif fyrstu árin í Ameríku; uppgang Winnipeg- iborgar; íslenzkan félagsskap; frumbýlings árin í Vatnabygð- um o. fl. Hefti þetta er mjög skemtilegt og góðar og glögg- ar athuganir víða. Kostar sama og hið fyrra $1.25 í kápu. Er til sölu hjá höf. að Mozart, Sask., á skrifstofu Heims- kringlu, Ólafi S. Thorgeirsson bókasala og Magnúsi Peterson bóksala. Sent póstfrítt. RAGNAR H. RAGNAR Pianisti oa kennari Kenslustofa: 683 Beverley 8t. Phone 89 502 Orrics Phon* 87 293 Bes. Phon* 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING OrricE Houhs: 12-1 4 P.M. - 6 P.M. AND BY APPOINTMENI SIMI 37 177 STANDARD COALS LIMIXED Eldiviður til aUra þarfa. 779 Erin St. Winnipeg

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.