Heimskringla - 26.02.1936, Side 6

Heimskringla - 26.02.1936, Side 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 26. FEBR. 1936 I Vesturvíking Þýtt úr ensku I. Kapítuli. Sóttur Út við glugga á Strandgötu, í sjávarbæn- um Bridgewater, sat maður með reykjarpípu og fitlaði við blóm í gluggakistunni. Frá gluggunum hinumegin í götunni var horft til hans, með alt annað en hýrum augum, en það lét hann sem hann sæi ekki. Hann gaf gætur að því sem hann var að dútla við og því sem gerðist á strætinu. Eftir því streymdi múgur og margmenni til Kastalavalla, í annað skifti þann dag; fyrri partinn hafði það steðjað þangað til að hlýða á ræðu sr. Fergusar, sem var höfuðprestur hertogans Monmouth, og í þeirri ræðu var firn af drottinssvikum en Mtið af guðsorði. f»essi múgur hafði grænt íauf á höfuð- fötum og í höndunum nauða skrítin vopn. Sumir báru að vísu fuglabyssur um öxl og nokkrir sverð, en flestir höfðu kylfur, eða ljái festa á afkáralega langar renglur. 1 þessum hóp voru vefarar, bruggsveinar, trésmiðir, járnsmiðir, steinsmiðir, skóarar og menn úr hverjum flokki friðsamlegrar iðju. Bæirnir Bridgewater og Taunton lögðu sig svo fast fram til liðs við hertogann, að hver sem gekk ekki í óróann, fékk ámæli af, var sagður ann- aðhvort kjarklaus eða páfatrúar. Maðurinn sem dundaði við blómm sín, hét Peter Blood og kunni margt fleira en rækta blóm. Hann var vanur vopnaburði, alt annað en kjarklaus og páfatrúar var hann, þegar hann vildi það við haía og hélt sig hafa gagn af. Eigi að síður gætti hann blóma sinna og reykti pípu sána á því varma sumarkveldi, h'kt og ekkert óvenjulegt væri á seyði. Enn eitt gerði hann — yfir halarófu þessara fáráða, sem virtust uppveðraðir af stríðssótt, tautaði ^ hann stef úr kvæði Hórasar, síns uppáhalds meðal skáldanna: Hvert, hvert skal, bölvísir! bruna— Af þessu mun yður skiljast, hvað kom til, að hann var stiltur innan um frekju og ofsa þess- arar uppreisnar, þó í móðurætt væri hann af ó- róaimönnum, eins og sýndi sig á því, að hann hafði brugðið af þeirri lærdómsbraut, sem faðir hans hafði ætlað honum. Fánarnir í þessa herferð voru svo til komnir, að óspiltar yngismeyjar höfðu sprett upp nærpilsum sín- um úr silki, og vildu alt til vinna, að Monmouth kóngur hefði sigur. Karlfólkið greip til vopna kvenfólkið beitti 'hönd og hug og munni. En latínu stefið sem hann kastaði að þeim, er þeir streymdu eftir strætinu, sýnir hug hans. Hann áleit þá fáráða, sem hröpuðu sjálfum sér í glötun. Hann var kunnugri því, hvernig stóð á um Monmouth, heldur en þeir, og flennunni sem hann var fæddur af, svo hann gerði ekki nema glotta, þegar þessi tilkynning var fest upp í borginni og annarstaðar: “við burtköllun vors herraog konungs Karl annars, bar réttinn til konungs kórónu Englands, Skotlands, Irakk- lands og írlands, ásamt öllum öðrum löndum og nýlendum þar til liggjandi, að lögum undir inn dýrlega og hávelborna prins, James her- toga Monmouth, son og erfingja nefnds kon- ungs, Karl annars.” Og ekki glotti liann síður að annari, sem lagði til, að “James Jórvíkur hertogi lét fyrst drepa hinn nefnda, framliðna kóng á eitri og strax þar á eftir sölsaði undir sig kórónuna gegn lögum og réttindum.” Hann þóttist ekki vita hvor lygin var fer- legri. Mr. Blood hafði dvahð mörg ár í Hol- landi, þar sem James Sdott var fæddur sá sami sem nú var að brjótast til valda og kall- aði sig konung—og vissi vel hvers son hann var álitinn að vera. Þó að svo væri látið heita, að hann væri hjónabands barn Charles Stuarts __sem þair var landflótta og víða annarsstaðai __og Lucy Walters, þá var hitt fult eins lík- legt talið af kunnugum, að Monmounth þessi væri ekki einu sinni lausaleiks bam hins fram- liðna kóngs. Hvernig átti önnur eins látaláta krafa að enda, nema í glötun og óförum? — Hvemig mátti búast við, að England gleypti við annari eins fima flugu? Og hans vegna, til að styrkja hans fáránlegu og fjarstæðu kröfu, voru nú íbúar nærliggjandi borga og stórra héraða, tældir á uppreisnar glapstigu undir fórustu nokkurra höfðingja úr flokki þeirra sem þá nefndust “Whigs”. “Hvert brunið þér bjánar, bölvísir kjánar?” Honum þótti bæði skömm og gaman að, en gamanið tók yfir gremjuna, því að Mr. Blood var ekki viðkvæmur, fremur en aðrir sem treysta sjálfum sér; og hann treysti vel sjálfum sér, það hafði hann lært af mótlætinu. Samúðar manneskja, með hans kunnugleik og framsýni, mátti vel tárast af því að sjá þá einföldu fríkirkju sauði þyrpast á sláturvölhnn — en þeim fylgdu til Kastala vallar konur þeirra og dætur, kærustur og mæður — æsta og uppvæga af því, að þeir væru að drýgja dáð fyrir frelsi, trú og réttindi. Því að allir vissu í borginni og í nálægum héruðum, að það kveld ætlaði Monmouth að leggja til orustu við her konungs, sem lá á Stararheiði með Feversham fyrir foringja. Mr. Blood þótti trú- legt að sá herforingi væri eins fróður um fyrir- ætlun síns mótstöðumanns eins og allir aðrir, sem vonlegt var; ef svo var ekki, þá var ekki von að hann gæti getið því nærri, hve illa fær til starfa síns var sá kóngshersins hæstráð- andi. Mr. Blood sló við pípu sinni, til að hrista úr henni öskuna og tók til gluggans, að loka honum og varð litið um leið í gluggana and- spænis. Þar sá hann meðal annara tvæf til- finningaríkar meyjar, sem stóðu engum að ibakirí því, að dýrka hinn fríða Monmouth. Mr. Blood hneygði höfði við þeim, brosandi; önnur þeirra hafði leitað lækninga til hans, með sæmilegum árangri, en nú tók hvorug þeirra kveðju hans, heldur horfðu á hann með kulda- legri fyrirlitning. Brosið á hans þunnu vörum varð við það •breiðara, en ekki þýðlegra. Hann vissi sem var, að Monmouth hafði snúið (hjörtum kvenna. á öllum aldri til sín, undanfama viku; þessar stúlkur, sem báru nafnið Pitt, voru reiðar honum fyrir það, að hann, ungur maður og hraustur, taminn við hernað, sem vel gæti orðið málefninu að góðu liði, skyldi standa á- lengdar, reykja pípu sína og dunda við plöntur sínar á þessu kveldi, þegar allra manna hugir snerust af afli til liðsinnis við kempu mótmæl- enda, og buðu li'C og blóð til að setja hann í konungs hásæti, sem hann átti með réttu. Mr. Blood gat svaraði þeim, ef hann hefði látið svo lítið að ræða málið, að hann hefði fengið nægju sína af æfintýrum og flakki, aö hann væri nú tekinn til við það starf, sem hann hefði numið, að hann væri lyfjamaður en ekki hermaður, læknir en ekki manndrápa- maður. En svarið vissi hann hka, sem han hefði fengið, að í öðru eins dýrðar málefni, ætti hver maður, sem vildi karlmaður heita,. að taka til vopna. Þær hefðu svarað, að Jeremias Pitt, þeirra eigin bróður sonur, þótt sjómaður væri, hefði hlaupið frá skipstjórninni og tekið byssu til að verja hið rétta — en sá ungi stýri- maður var svo ólánssamur, að lenda í Bridge- water, einmitt þá dagana. En Mr. Blood var ekki vanur að gefa sig í kappræður. Eg hefi getið þess, að sá maður treysti sjálfum sér og sótti ekki margt til annara. Hann lokaði nú glugganum og sneri að stofunni, sem var björt af kertaljósum, en Mrs. Barlow, ráðskona hans var að bera mat á borð. Við hana gat hann þess, sem hann hafði orðið var: , “Nú hefir kvenþjóöin skift um, slettir ediki fyrir sýróp.” Rómur hans var geðþekkur, með þeim írska keim, sem alla tíð loddi við hann, og mýkti það málmhljóð eða hörku, sem ella íylgdi honum. Sú rödd gat verið þýð og blíð, gat líka skipað svo, að ráðlegast þótti að hlýða. Sið sanna var, að manninn mátti þekkja af raustinni. Hann var hár vexti og grannur, dökkur á hörund, augun blá, sem öllum þótti einkennilegt, því að augnahárin voru svört, brúnir og kollhár sömuleiðis. Þau bláu augu voru í hvassara lagi, augnatillitið stöðugt og því líkt, að manninum þætti ekki lítið til sán koma, nefið í hærra lagi, munn- svipuirinn ekki bljúgur. Hann var svartklædd- ur, eins og stétt hans hæfði, en klæðnaður hans prýðilegri en þá gerðist alment, úr völd- um dúk, með silfur borðum, og dýrum knipl- ingum, mjahahvítum, um háls og úlnliði. Á höfðinu bar hann gervihár sítt, sem þá tíðkað- ist meðal iheldri manna, kolsvart og hrokkið og strokið sem bezt mátti verða. Að maður, svo ásjálegur og höfðinglegur og stórlátur, skyldi láta sér lynda, að reka sitt hógværa starf, í þessum smáa hafnarbæ í Somerset, mætti vel vekja furðu; þar hafffi hann dvalið í rúmt misseri og þar hefði hann ef til vill dvalið alla æfi sína, ef forlögin hefðu ekki hrifsað hann í sinn hlálega skollaleik — annað eins er mögulegt en tæplega líktlegt. Hann var sonur læknis á írlandi, en móðir hans var ættuð af þessum slóðum, komin af Frobisher ættinni, sem verið farmenn og vík- ingar, mann fram af manni um margar kyn- slóðir, og frá þeim mun hann hafa tekið að erfðum þann óróa, sem snemma sótti á hann. Faðir hans var stiltur og friðsamur, af írlend- ingi að vera, hafði mikla raun af óstýrilæti sonar síns, og hafði sig allan við að kenna ihonum læðra manna framferði. iHans mark- mið var, að koma honum í þá heiöarlegu stétt, sem hann sjálfur tilheyrði og með þvl að Peter var afarfljótur að læra, þegar hann vildi það við hafa, og undarlega sólginn í að nema nýjungar, þá hafðist það að hann varð kandidat eða “baccalaureus” í læknisfræði, við háskól- ann í Dublin, þegar hann stóð á tvítugu. Þann fagnaðar atburð lifði faðir hans, en kvaddi þennan heim nokkrum mánuðum sáðar og móðir hans var þá dáin fyrir nokkrum árum. Þá eignaðist ungi Pétur nokkur hundruð pund og gaf lausan taum þeirri útþrá, sem hafði þjáð hann frá barnæsku. Með skrítnum at- burðum, sem hér verða ekki sagðir, kom hann sér í þjónustu Hollendinga, sem þá áttu í ófriði við Frakka, fékk foringja tign i skipa- flota hins fræga Ruyters og barðist í þeirri orustu á Miðjarðarhafi, þar sem sá firægi sjó- foringi fékk sitt banasár. Eftir að friður var gerður í Nimuegen, er ó- víst um athafnir hans, en á Spáni var hann í varðhaldi í tvö ár, þó varla hart haldinn, því að þá mun hann hafa lært spanskra manna tungumál,. og talaði það reiprennandi uppfrá því. Þá var ófriður mikill, er Frakkar börð- ust við nálega allar þjóðir og í þeirra liði var Peter um tíma, eftir varðhaldið, hvernig sem á því stóð. En er hann hafði tvo um þrítugt, þóttist hann fuhsaddur af slarkinu, var k'ka eftir sig af sári, sem hafðist illa við og þá hvarflaði að honum heimfýsi. Hann tók sér fari til Írlands, með skipi sem sigldi frá Nantes; það skip velkti lengi af stórviðrum leitaði hafnar í Bridgewater Bay, og þar gekk Peter af því, seint á jólafijstu, árið 1685, í átt- högum1 móðurfólks síns, með álíka fjáreign eins og þegar hann lagði upp í ferðalagið frá Dublin, fyrir ellefu árum. Honum féll staður- inn vel og heilsu sinni náði hann fljótlega og fullum kröftum, hann ásetti sér að búa þar framvegis og stunda lækningarnar, sem hann hafði yfirgefið með Svo smáum ábata. Þetta er nú saga hans, eða svo mikið af sögu hans sem hér verður sögð fram að því kveldi, sem lagt var til orustu á Starmýrarheiði. Peter þótti sem sú órusta kæmi sér ekki við og stóð rétt á sama um þau læti, sem bæjarbúar uppveðruðust af, hann lokaði hlust- unum við öllum þeim ágangi og fór að hátta. iStundu fyrir miðnætti var hann í fasta svefni en um það leyti reið Monmouth út af borg- inni, með sii^n uppreisnar her, eftir Bristoi braut, og fór víöan bug fyrir mýrarsvakkann en hinumegin við þá mýri og meðfram henni, var konungsherinn. Þetta er alkunnugt og eins hitt, að Monmouth var ósigur vís, vegna ófimlegrar stjómar, áður en hann lagði til orustu, þó hann hefði meira lið og þó har, kæmi að konungshernum sofandi, í myrkri. Orustan hófst tveim stundum eftir mið- nætti, Mr. Blood svaf vært, við dyn stórskot- anna, þangað til sól var komin á loft og farin að tvístra þeirri þoku sem huldi vígvöllinn. Þá settist bann upp, nuddaði stírurnar úr augun- um og reyndi að átta sig. Einhver var að hrópa útifyrir og knýja á húsdyr hans. Við þann ágang hafði hann vaknað. Honum kom til hugar, að einhver væri að vitja hans til konu í barnsnauð, hann kipti á sig skóm og kápu og gekk fram; í forstofu var ráðskona hans á vakki, illa haldin af hræðslu, hann sef- aði hana með nokkrum orðum og lauk upp útidyrum. Þar stóð maður og hélt í sveittan hest, uppslettur og iUa til reika, í leðurbrynju gauð- rifinni, þann þekti hann — það var Jeremias Pitt, bróðurson piparmeyjanna, skipstjórinn siem flækst hafði frá skipi sínu, í hringiðu upp- reisnarinnar, með uppveðrunar straumi hér- aðsbúa. Allar dyr í nágrenninu voru á hálfa gátt og allir gluggar fullir af andlitum, með hræðslu svip og kvíða. Maðurinn reyndi að segja erindi sitt, en var svo mikið niöri fyrir, að hann var seinn til máls. Peter ávarpaði hann: “Farðu þér hægt, karl minn. Flas var aldrei til fagnaðar, svo eg viti.” Maðurinn greip andann á lofti og segir: “Það er Gildoy lávarður. Hann er hættu- lega særður . . .á Oglethorpe býlinu. Eg bar hann þangað . . . bann sendi mig eftir þér. Flýtt’ér! Flýtt’ér!” Með það greip hann til læknisins og vildi kippa honum af stað, þó fáklæddur væri, en hinn sneri'Sig af honum. “Víst skal eg koma,” sagði hann. Honum féll þetta illa. Gildoy hafði reynst honum vænn maöur og vingjarnlegur og orðið hon- um að góðu liði frá því bann settist að í þessum stað. Þá skuld var Mr. Blood fús að gjalda, en þótti meir en ilt að svona var komið, því að hann vissi vel, að sá ungi lá- varður var einn af styrktarmönnum hertog- ans. “Víst skal eg koma. Lofðu mér að klæða mig fyirst og ná í annað, sem eg þarf með.” “Það liggur mikið á.” “Vertu hægur. Eg skal ekki dorska. Eg segi þér enn, að þér gengur bezt ef þú ferð hægt. Komdu inn og hvíldu þig á meðan . . .’ Hinn tók því fjarri. “Eg bíð hér. Flýttu þér, fyrir guðs skuld flýttu þér.” Hann gekk inn og klæddist og tók áhöld sín og jafnframt sagði hann bústýrunni, hvað bún skyldi hafa til matar, þegar hann kæmi aftur, og annað smávegis, húshaldinu viðkom- andi. Þegar bann kom út, var mikill mann- bringuit utan um Pitt, flest kvenfólk og flest grátandi og veinandi út af fréttunum, sem hann bafði að segja, og sú háværa hrygð rauf morgunkyrðina, á svipstundu, víðsvegar um staðinn. En er hann sá læknirinn ferðbúinn, vatt ihann sér á hestbak, færði sig að háum tröppum, sem læknirinn hafði fyrir hestastein, hann settist upp fyrir aftan hann og hafði eng- in orð um. Og hann sat á hestlendinni og hélt sér í ólanbelti þess sem sótti bann, og þannig lagði hann upp í langferðina. Hann hélt Pitt vera sendisvein göfugs uppreisnarmanns, sem var þjáður af sárum, en bann rak erindi for- laganna engu síður. II. Kapítuii. í hers höndum. Þegar kom á brautina út úr borginni, mættu þeir þeim sem fremstir fóru á flóttan- ium. Þeir voru óburðugir, sumir blóðugir, alhr hræddir, á asahlaupum í staðinn, í næsta skjól, sem þeir voru svo heimskir að halda, aö þeim myndi verða að gagni. Augun stóðu í þeim, af þreytu og af skelk, en þó köhuðu nokkrir á Mr. Blood og þá félaga, að þeir sem eltu, væru skamt á brott og gæfu engum grið. En ungi Pitt lét sem hann heyrði ekki og keyrði hestinn í áttina til vígvallar, og fór eins hratt og hann gat móti þeirri sívaxandi flóttaþvögu, sem kom þjótandi úr orustunni á Starmýrar heiði. Hann hvarf af brautinni og tók af sér krók um loðnar engjar, en jafnvel þar mætti ihann flóttamönnum í smáum hóp- um og stórum, því að sá múgur dreifðist í all- ar áttir, leit um öxl með kvíðasvip og bjóst við bakskell af riddaraliði á hverri stundu. Eftir því sem nær dró að setri konungs- hereins, varð minna um flóttamenn. Þeir komu á bakka elfunnar Parret, sem rann lygn- um straumi, glitrandi í skini morgunsólar og þá sáu þeir hið fagra bóndabýli, Oglethorpe. Það var á árbakkanum, vafið grænum viðjum hið neðra, en þar fyrir ofan grátt fyrir grjóti; fagrir aldingarðar og stórir voru á alla vegu nema einn, og þaðan lagði sætan ilm; það virtist dotta við frið og fullsælu, ævalangt frá stríði og blóðsúthehingum. Þeir riðu í hlaðið, sem var lagt heihum og bóndinn Baynes, alvarlegur á svip en asalegri í hreyfingum, en vandi hans var, hjálpaöi þeim af baki og leiddi læknirinn inn. í stofunni, sem var afarstór, með stein- gólfi og háum gluggum í jámgrindum, lá lá- varðurinn Gildoy, á dagrúmi svokölluðu, en það var tágriðin grind á trönum, en yfir bon - um stumraði húsmóðirin og dóttir hennar, frumvaxta stúlka, mjög lagleg. Hinn sári maður var blýgrár í frarnan, hann bafði aftur augun, átti bágt með að draga andann, kiptist við í hvert sinn og veinaði ösjálfrátt, lítið eitt. Mr. Blood stóð við hjá þeim sjúka og gaf honum gætur. Honum ofbauð það, að svo ungur maður, með svo fagrar framtíðarvonir, hefði lagt það alt í sölurnar til að frama metn- aðarfullan ónytjung. Hann hafði fengið góð- an hug til piltsins og dæsti við. Að svo búnu sneið hann af honum bol og skyrtu, svo að síðusárið Iblasti við, kvaddi kvenfólkið til að koma með vatn og léreft, og tók að kanna á- verkann. Hálfri stundu seinna, þegar liann var langt kominn með umbúnaðinn, var riðið í hlað með miklum undirgangi og hófaskellum. Mr. Blood lét það alls ekki á sig fá, hann var ekki vanur að láta sér bregða, og hélt áfram verki sánu, eins og ekkert væri um að vera. En lávarðinum varð bylt og sá leirugi Jeremias Pitt tók viðbragð og snaraðiat inn í veggsk Bóndi var áhyggjufullur og mæðgurnar auð- sjáanlega mikið skelkaðar. ‘Hvað er að óttast?” mælti Mr. Blood, til að hughreysta þau. “Þetta er kristinna manna land, skulið þið vita. Og kristnir menn slást ekki uppá særða menn né þá sem hýsa særða menn.” Þið sjáið, að hann vissi ekki betur, en að gera sér tálvonir um kristna menn. — Hann hélt drykk, sem hann hafði sjálfur blandað, að vörum hins sjúka. “Vertu á-' 'hyggjulaus, herra, það versta er yfirstaðið.” I sama bili gengu glamrandi í stofuna tólf riddaraliðar, í háum bullum og hárauðum treyjum, úr þeirri sveit, sem var kend við Tangier, og í broddi þeirra stórvaxinn bokki, svartbrýndur, með heilmikiö af gulldreglum á ibringu og öxlum. Fyrirliðinn gall við, en liðsmenn skipuðust í tvísetta fylkingu og stóðu kyrrir, skálmaði svo innar betur, hann hafði glófa á höndum og hélt um heðalkaflann á sverði sínu, svo að döggskórinn var á lofti, sporar hans glömruðu við steingólfið, og þá segir hann snúðugt: “Eg er Captain Hobart úr dragúna liði Kirkes ofursta. Hverjir af uppreisnarmönnum hafa hér hæli?” Bóndi var til í að standa á rétti sínum unz hér kom, en er til hans var talað með hrotta- legri hörku, þá gugnaði hann, sem 'heyra mátti á því að hann var skjálfraddaður: “E . . . eg hýsi enga uppreissnarmenn, sir. Þessi særði höfðingi . . .” “Þú þarft ekki að segja mér af honum. hann sé eg.” Fyrirliðinn fór glamrandi að beddanum og sá á þann sjúka, þungbrýnn og grettinn.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.