Heimskringla - 26.02.1936, Side 5
WINNIPEG, 26. FEBR. 1936
HEIMSKRINGLA
6. SÍÐA
að hann geti haldið henni á-
fram.
Mjög mun það mú orðin t'íska
að gera lítið úr þeim Mfslær-
dómum og verðmætum1, sem
öllum standa til 'boða í gullkistu
fortíðarinnar. Pramsóknar.hug-
ur og framtíðartrú eru hverjum
manni lífsnauðsyn, svo hann
trénist ekki uipp eða verði að
steingervingi andlega. Hinsveg-
ar er það ekki nema holt
endur og sinnum, að ganga á
sjónarhól, þaðan sem útsýn er
góð yfir fortíð og samta'ð, og
gera sér grein fyrir því, hvort
maður sé að horfa á sjálfan
morgunroðann eða einungis
flöktandi mýraljós. Og spak-
lega mæltist Fornólfi (Dr. Jóni
Þorkelssyni) er hann kvað:
“Mikill er í minningunni
meginstyrkur vorri þjóð,
til þess að hver kynslóð kunni
kjörin sér. að skapa góð;
bæði til að hafa og hylla
og hafna því, sem reynt er illa,
oft eru gömlu fræðin fróð.”
BRÉF FRÁ SKAGAFIRÐI
Frh. frá 1 blo.
þangað um síldartím'ann, á
sumri hverju.
í sumar átti að leggja upp
síld á Sauðárkróki og salta
hana þar. Var í ráði að salta
þar 15 þús. tunnur. Á Sauð-
árkrók voru um 150 stúlkur
ráðnar til söltunarinnar, ásamt
um 50 karlmönnum. En þetta
fór miður en skyldi, því síld-
veiðin fyrir norðurlandi brást
algerlega svo einsdæmi er, svo
á Sauðárkróki mun aldrei hafa
verið söltuð ein tunna. Aftur
á móti veiddist síldin fyrir Suð-
urlandi og á Faxaflóa fram
undir jól, sem er líka einsdæmi.
Sauðkrækingar voru því með
öllu atvinnulausir í sumar, þvx
fólkið þorði ekki að ráða sig í
sveit, því altaf gat síldin komið.
Þannig var þetti víða í kaup-
túnum1 norðanlands.
í haust var slátrað hér á
Sauðárkróki á þremur slátur-
húsum alls 18,500 kindum en
iárið áður 21,477 kindum. —
Meðalþyngd á dilkum var 13,27
kg. (26^ úr pundi) árið áður
12,06 kg.
1 Hofsós og Kolkuófs 2,174
kindum, árið áður 3,255 kind-
um. Meðalþyngd 12,08 (liðug
24 pund), árið áður 11,22 kg.
Haganesvík og Siglufjörður,
4,259 kindum, árið áður 4,071
kindum. Meðalþyngd 12,18 kg.
árið áður 11,77 kg.
Fækkun sláturfjársins stafar
fyrst og fremst af því, að í
fyrra var nálega hverju lambi
slátrað og fullorðnu, með meira
móti, vegna hinna hröktu heyja
einnig hve margar ær voru
geldar eins og nefnt var hér að
framan, og svo munu ýmsir
hafa sett töluvert á af lömbum'
síðastliðið haust.
Mestur hluti kjötsins var
fryst, til sölu utan og innan
lands. í okt. fóru héðan á 7.
þús. kroppar til Englands. Seld-
ist bæði fljótt og ,vel og um
25% hærra enn í fyrra, en eng-
inn veit þó með vissu hvert
verður endanlegt verð kjötsins
því mikið er enn eftir óselt í
landinu, sem fer ekki héðan fyr
en seinni partinn í vetur. Hross
voru keypt hér í sumar og
haust, og var hæðst verð fyrir
beztu hesta 160 krónur. Bezt
var verðið á 3. vetra hestum
frá 90—130 krónur. En samt
var fremur títið selt.
Á þessu ári sögðu af sér prest-
skap þeir sr. Hallgriímiur Thor-
lacíus í Glaumibæ og sr. Arnór
Árnason í Hvammi í Lakárdal.
Er það nú í lög komið að engin
má sitja í embætti eftir að hann
er 70 ára. Eru þeir báðir bún-
ir að ná þeim aldri, en þó hinir
ernustu til líkama og sálar. —
Standa nú köll þeirra óveitt.
— Þjónar Sauðárkróksprestur
Hvamms og Ketusóknum, en
Glaumlbæjarprestakalli skiiftu
þeir á milli sín Miklabæjar og
Mælifellsprestar. Er þetta ekki
ósvipað því er stórveldin eru að
ibæta við sig nýlendum. En
'hvort það er eins holt fyrir
kirkju og kristindóm, læt eg ó-
sagt, enda munu þessir söfnuðir
fullkomlega óska eftir að fá sína
eigin presta, því framúrskarandi
erfitt er fyrir .Sauðárkróksprest
að þjóna kirkjum út á Skaga.
Sr. Hallgrx'mur sigldi í haust til
Noregs og dvelur þar í vetur hjá
dóttur sinni, sem er þar gift og
búsett. En samt mun hann
!hafa í hyggju að köma heim í
sveitina sína með vorinu og
ekki seldi hann reiðhestinn sinn,
er hann seldi skepnur sa'nar á
síðastliðnu vori.
í sumar andaðist Steingrímur
Jónsson fyrrum bóndi á Silfra-
stöðum. Hann er fæddur 1844,
29. nóv. og var því kominn yfir
nírætt. Kona hans var Krietín
Árnadóttir dáin 1907. Stein-
grímur var sonur Jóns bónda á
Merkigili (fæddur árið 1813) og
ólst þar upp og í Austurdal unz
hann fluttist að Ytri Kotum á
Norðurárdal. Þar bjó hann þar
til hann keypti Silfrastaði og
fluttist þangað, þar sem hann
bjó svo eftir það, og oft stór-
ibúi. Hann varð blindur á efri
árum sínum en þó oftast við
góða heilsu, því ekki var karli
fysjað saman, euda í ýmsar
mannraunir komið á yngri ár-
um sínum.
Steingrímur var að ýmsu
leiti öinkennilegur maður, er
seint mun gleymast þeim er
þektu hann, skrítinn í orðum og
tilsvörum, og ófeiminn að láta
meiningu sína í ljósi, án þess að
hefla hana og það hver sem í
hlut átti. Til vina sinna bar
hann tröllatrygð, en var tíka
langminnugur á mótgerðir. —
Heimili þeirra hjóna var orðlagt
fyrir gestrisni, enda í þjóðbraut.
Á -Silfrastöðum, býr nú JóJiaxines
sonur iSteingríms, hinn besti
drengur.
í nóv. s. 1. andaðist á sjúkra-
húsinu á Sauðárkrók, Guðrún
Þóra Þorkelsdóttir, frá Þorleifs-
stöðum. Var hún búin að liggja
þar rúmföst um 11 ára skeið.
Hún var fædd 14. mars árið
1860. Hún var gift Jóni Jón-
assyni bróður Ólafs Jónassonar
í Árnesbygð, Canada, hinum
mesta dugnaðar og atorku-
manni. Bjuggu þau fyrst í
Hjaltastaðahvammi, en síðar á
Þorleifsstöðum í Blönduhtíð. —
Jón dó árið 1921. Guðrún var
hálfsystir Soffoníasar Thorkels-
sonar verksmiðjueiganda í Win-
nipeg, og Jóhannes Hannesson
frá Yztugrund — sem þar er
einnig -búsettur — og bún voru
systkina börn.
Guðrún var að mörgu leiti
hin merkasta kona, og mun
hennar lengi minst hér í bygð.
Hún hafði,á hendi yfirsetukonu -
störf alt þar til hún lagðist á
spítalann og þótti framúrskar-
andi heppin og dugleg við það
starf. Var það jafnan í frásög-
ur fært, hve hún var fljót i heim
anbúnaði er hennar var vitjað
til sængurkvenna. Var þá ekki
heiglum hent að fylgja henni
eftir er hún var komin á hest-
ibak og sæmilega ríðandi, og
ekki óvanalegt að hún væri
komin þangað, sem hún átti að
fara, góðri stund á undan fylgd-
armanninum. Og eitt sinn
heyrði eg þess getið að í einu
ísljfku ferðalagi, jhefði gamla
konan sundriðið Héraðsvötn, án
þess að hika hið minsta. Þar
var venjan hér í sveitinni ef
einhver veiktist, að þá var Guð-
xún sótt. Það var eins og hún
kynni ráð við öllu. Þó dapur-
leiki og sorg ríkti á heimilinu
viðl komu hennar, var sem það
viðraðist alt í burtu, er þessi
duglega og kjarkmikla. kona
kom í bæinn, og oft var að
ekki þurfti aðra læknishjálp en
þá, er hún gat í té látið. Eins
var hún frábserlega nærfærin
við skepnur og oft sótt 'til
þeirra, og varð þar oft að liði.
Það var aðdáunarvert hvað hún
lagði á sig í þarfir sveitunga
sinna utan heimilisins, oftast
fyrir títil laun, þar sem hún
hafði fullan bæ af börnum og
sjálfsagt ekki altaf sem þægi-
legastar kringumstæður að vera
lengi fjarverandi. En aldrei var
því borið við er Guðrún var
sótt. Ekkert annað en komast
af stað. Mér fanst oft, ef nokk-
ur hefði átt það skilið, að sveit-
in gerði hann að heiðursborg -
ara sínum, þá væri það Guðrún
á Þorleifsstöðum. Áður en hún
lét af störfum sínum héldu kon-
ur sveitarinnar henni heiðurs-
samsæti og gáfu henni gjafir og
sýnir það bezt í hvaða þakklæt-
isskuld þær þóttust standa við
hana, og mörgum úr Blöndu-
htíð varð tíðförult á sjúkrahúsið
til Guðrúnar til að spjalla við
gömlu konuna, og altaf var hún
hress í máli og skrafhreifin,
hversu sem sjúkdómurinn þjak-
aði henni.
Það virðist dátítið einkenni-
legir dutlungar örlaganna, að
þessi kona, sem hjálpaði svo
mörgum til heilsu og var sí og
æ reiðubúin til að létta þjáning-
ar annara, átti við megna van-
heilsu að stríða innan fjölskyld-
unnar og misti eftir langvar-
andi vanheilsu tvö af bömum
sínum á unga aldri; Hólmstein
mesta efnispilt og Ingveldi, sem
margir munu kannast við af
bókinni “Bréf frá Ingu”. En
sorg sína og ástvinamissir bar
hún sem hetja, enda mun hún
'hafa fundið, og verið það hugg-
un í hörmungiunum, hve sveit-
ungar hennar tóku innilegan
þátt í sorgum þeirra hjóna.
Guðrún var jarðsungin á
Miklabæ og var óvenju mikið
f jölmenni við. jarðarförina, til að
votta þessari ágætiskonu virð-
ingu sína í hinsta sinn.
Eg hefi sem betur fer, sjald-
an þurft að setja slysfarir í
þessi ibréf mín, því lítið hefir
verið um þessháttar hér. En
nú bregður mjög útaf þeirri
venju. Seinnipart laugard. þ.
14. des. s. 1. gerði eitt það mesta
norðaustan veður sem menn
muna eftir, stóð það alla nótt-
ina og langt fram á sunnudag.
Var veðurhæðin sem í mesta
hlákuveðri. Dagana áður og alt,
ifram á laugardagsnótt var
mesta hægð og ágætis sjóveður
og afli góður hér á Skagafirði.
Á föstudagskvöldið og nóttina
eftir, réru 5. bátar af Sauðár-
króki. En er kom fram á laug-
ardaginn gekk hann upp með
ofsa stormi og stórhríð af norð-
austri með fádæma sjógangi.
Einn báturinn komst ekki nema
útundir Drangey er hann var að
sækja á miðin; þar bilaði vélin;
sneri hann þar aftur. Var það
þeim til lífs er á honum Voru,
því þeir náðu landi áður en
brimið komst í algleyming. —
Þegar næstu tveir bátarnir
komu var orðið ólendandi. —
Urðu þeir að fleyja afla. Fyrri
báturinn dældi út otíu, sem
lægði sjóinn svo hægt var að ná
'honum á land. Seinni báturinn
var olíulaus, en með snarræði
og lífshættu var dælt út otíu af
tíryggjunni ,svo hægt var á
endanum að bjarga bát og á-
höfn.
Vantaði nú tvo báta; voru 4
menn á öðrum og formaður
hans Bjarni Sigurðsson af
iSauðárkóki, framúrskarandi
sjósó'knari og aflamaður. Á
hinum bátnum voru 3 menn. —
Var formaður hans Sigurjón
Pétursson ungur maður af
S.krók, eins og þeir allir á
þeim bát. Voru menn orðnir
ihræddir um bátana, því enn óx
veðrið og brimrótið. SloknuÖ
nú öll rafljós í kaupstaðnum,
svo ekki var hægt að gefa þeim
neina vísbendingu hvar þeir
iværu, þó þeir kæmu inn á höfn-
ina, er ekkert sást fyrir stórhríð
og náttmyrkri. En alla nóttina
vöktu menn og voru á ferli með
sjónum, austur með öllum
“sandi”, til að reyna að bjarga,
ef ske kynni að þá bæri þar að
landi. Þegar kom fram á sunnu-
dag, slotaði mesta veðrinu og
fanst þá rekið ýmislegt lauslegt
úr öðrum bátnum, alt á sama
stað skamt fyrir innan kaup-
staðinn. Af því drógu menn þá
ályktun að báturinn myndi hafa
sokkið þar skamt undan, jafn-
vel á höfninni — með mönnun-
um, því ekkert rak annað af
honum og ekkert Mkið.
Á mánudaginn fanst bátur
Bjarna rekinn yfir á austur-
landi, nálægt Brimnesi og eitt
líkið hjá flakinu, en hin þrjú
fundust þar út með sjónum. —
Voru þrjú þeirra flutt til Sauð-
árkróks, en eitt út í Hofsós og
jarðað að Hofi. Hin voni jörð-
uð þ. 27. s. m. á S.krók, að við-
stöddu mi'klu fjölmenni.
Þeir, i&em druknuðu voru
þessir:
Bjarni Sigurðsson, S.krók. L«æt-
ur eftir sig konu og 4 börn
ung.
Magnús Hálfdánarson, s.st. ó-
giftur. •
Ásgrímur Guðmundsson, Fagra-
nesi, Reykjaströnd, ógiftur.
Björn Sigmundsson frá Hofsós,
ógiftur.
Á hinum bátnum, sem ekki
hefir fundist voru þessir:
iSigurjón Pétursson, Sauðárkrók
ógiftur.
Sveinn Þorvaldsson, s.st., ógift-
ur.
Margeir Benediktsson, s..st. ó-
giftur, en sá fyrir aldraðri
fóstru sinni. '
Skömmu fyrir bylinn á laug-
ardaginn lagði maður af stað
frá Sauðárkrók, Helgi Gunnars-
son að nafni — til heimilis síns
Fagranesi á Reykjaströnd. Ekki
kom hann heim um kvöldið. —
Var þá strax farið að leita að
honum er upp birti, en árang-
urslaust. Hann hefir ekki fund-
ist enn, þráttfyrir mikla leit.
Hann var giftur systur Asgríms,
er dnuknaöi með Bjarna. Hafa
þannig 8 menn farist hér af
völdum óveðursins, og ýmsir
mjög ihættkomnir, en alls fórust
á landinu 25 menn, sem um er
vitað í þessum hamförum veð-
ursins.
í lok nóv. vildi það slys til að
maður nokkur Hermann Stef-
ánsson að nafni frá Brekkukoti
á Efri-Bygð, hafði nær því beð-
ið bana á rjúpnaveiðum. Fór
hann snemma af stað um morg-
uninn. > En er hann hleypti af
fyrsta skotinu, sprakk hlaupið
á byssunni og lentu brotin í
auga og höfði mannsins. Með
fádæma karlmensku komst
hann heim, en svo samstundis
út á S.krók. Tók læknir strax
úr honum augað. Var honum
ekki líf ætlað því höfuðkúpan
var brotin upp af auganu. En
smásaman batnaði honum og er
nú talinn úr allri hættu. Naut
hann þar sem fleiri kunnáttu og
listar Jónasar Kristjánssonar,
þess ágæta læknis.
í fyrra haust kom hingað í
fjörðinn Vestur-íslendingur —
Hjörtur T. Hjaltalín frá Moun-
tain í N. Dak. Er hann hálf-
bróðir þeirra Aðalsteins og Frið-
riks Kristjánsssona í Winnipeg.
Fluttist hann héðan úr Skaga-
firði fyrir 50 áruní, þá ungur að
aldri. Nú kom hann gamli
maðurinn heim til að sjá yfir
fjörðinn “áður en hann færi
héðan alfarinn” eins og hann
orðaði það. Hann átti hér víða
frændfólk og heimsótti það, og
eins var hann með orðsendingu
frá ýmsum vestra, til vina og
vandamanna hér heima, og hjá
öllum var hann hinn mesti au-
fúsugestur, þvf Hjörtur er vel
greindur og kunni frá mörgu
að segja og auk þess framúr-
skarandi viðfeldinn maður. —
Hann sagði að sér hefði verið
ágætlega tekið alstaðar, og
kvartaði ekki yfir neinu nema
— kulda, blessaður karlinn. En
við erum ekki kallaöir íslend-
ingar að ástæðulausu. — Eg
spurði hvort honum mundi ekki
leiðast, er hann kæmi niú heim
í ríki ,sitt, en það þvertók hann
fyrir. Nú væri hann búinn að
fullnægja þessari þrá sinni, að
sjá ættjörðina, og því væri
thann ánægður. Hann er nú
kominn heim heilu og höldnu,
að því sem hann skrifar mér,
og eg vona að honum verði að
ósk sinni.
Út af þessu ferðalagi Hjartar
datt mér í hug: Þetta ættu þið
að gera fleiri Vestur-íslending-
ar, koma og líta yfir ættar-
stöðvarnar og heilsa upp á
frændur og vini “áður en þið
farið alfamir,” eins og Hjörtur
sagði. Ekki munduð þið þurfa
að kvíða, að ykkur yrði dýrt
upplhaldið meðan þið dvelduð
hér, það er þá ferðakostnaður-
inn fram og aftur og hann er
auövitað nokkuð hár. Nú eru
samgöngur . stórum beinni og
betri, en áður voru og ekki
myndi alt fara úr skorðum
vestra þó þið væruð fjarverandi
einn vetur, og þyrftuð að skjálfa
um tíma, meðal vina og frænda,
ef ómögulegt reyndist að hita
ykkur upp.
Þótt eg hafi ekki beinlínis
kynt mér fræði Kóransins, hefir
mér verið sagt, að þar sé fyrir-
skipað að hver sanntrúaöujr
Múhameðstrúarmaður, skuli a.
m. k. einu sinni á æfinni fara
pílagrímsferð til hinmr helgu
borgar þeirra Mekka. Þetta
gerðu þeir, hversu langt sem
þangað væri að sækja. Þetta
var eins og fleira viturlega ráð-
ið hjá þeim vitra spámanni Mú-
hameð. Hann hefir séð, að
einmitt með þessum' fe(rðum,
mundu þeir halda uppi trúnni,
siðum og menningu Múhameðs-
manna, þetta mundi binda þá
enn fastar saman sem trúþræð-
ur og vini, jafnvel með hversu
ólíkum þjóðum sem þeir væru
íbúsettir. Og það er enginn vafi
að þetta hefir reynst þannig.
Góðir vinir, þið ættuð að at-
ihuga þessa grein Kóransins og
helst að taka hana til eftir-
ibreytni þannig: Fara a. m. k.
eijia ferð heim til “landsins
helga” sem það vafalaust er í
augum ykkar allra. Mikið og
margt gott myndu stíkar feröir
hafa í för með sér og eg sé ekki
neina leið sem betur mundi orka
í þá átt, að halda uppi vinátt'i,
ibræðrahug og ættartengslunum
meðal Vestur- og Austur-íslend-
inga, en einmitt þetta.
Að svo mæltu kveð eg ykkur
alla, með beztu þökk fyrir hið
liðna.
Á nýársdag 1936.
Stefán Vagnsson
FRÁ WYNYARD
I.
'Sunnudaginn 2. feb. var heil
mikið um að vera í sunnudaga-
skóla Quill Lake safnaðar. —
Samokma skólans þennan
sunnudagsmorgun var sérstak-
lega tileinkuð Mrs. Láru Hall-
grímsson, sem átti afmæli dag-
inn ef'tir. Evelyn Jónasson setti
samkomuna og gat þess, að af-
mælið væri notað “sem afsök-
un”, en annars væri hugsunin
sú að nota þetta tækifæri til að
þakka Mrs. Hallgrímsson starf
hennar í þágu skólans fyr og
síðar.
Upphafsbænina flutti Mildred
Bjarnason, en Evelyn Jónas-
son stjórnaði samlestri bibílu-
kaflans. Samskotin önnuðust
Raymond Jónasson og G. Hall-
grímsson. Guðrún Finnsson
flutti stutta ræðu um náms-
efni dagsins, köllun lærisvein-
anna. Að öðru leyti fór ekki
fram kensla. Ræðan var mjög
greinileg og vel samin. — Emily
Axdal lék einleik á fiðlu, en Árni
Eggertsson á píanó. Auk þess
voru sálmalög sungin af tveim
flokkum nemenda. Var þeim
skift eftir aldri. Sigrún Einars-
son las upp. Undirritaður sagði
stutta sögu.
Ávarp til Mrs. Hallgrímsson
var flutt fyrir hönd skólans af
Elsie Thorfinnsson. Gaf hún
yfirlit yfir starf frúarinnar við
skólann og lét í ljósi þakklæti
kennara og nemenda til hennar.
Sem ytri vott virðtngar og
þakklátssemi afhenti hún Mrs.
Hallgníms&on bibtíu að gjöf. —
Einn af yngstu nemendum skól-
ans, Iris Eiríksson færði heið-
ursgestinum snotran blómVönd
og mælti fram afmæliskveðju.
Mrs. Hallgrímsson þakkaði fyrir
sig með fáeinum orðum og
samkomunni lauk eins og vant
er, með söng og blessunarorð-
um.
Það var í alla staði vel til
fundið af sunnudagaskólanum
að heiðra Mrs. Hallgrímsson
með þessum hætti. Vegna þess
starfs, sem hún nú hefir með
höndum', getur hún orðið ekki
sint sunnudagaskólanum leng-
ur. En eg hygg það ekki of
mælt, að hún hafi vakið til
starfa það kennaralið, sem nú
hefir tekið skólann að sér. Það
er hópur ungra stúlkna og pilta,
sem vinnur að trúarlegu uppeldi
yngstu kynslóðarinnar með ár-
vekni og áhuga. Flest, ef ekki
öll, eru þau gamlir nemendur
Mrs. Hallgrímsson.
II.
Ungmennafélagið í Wynyard
fékk nýja krafta, þegar Ingi
Borgfjörð guðfræðisnemi hafði
hér prestsþjónustu sumarið
1934. Síðan hann fór hefir unga
fólkið haldið félaginu uppi. Þó
að félagið standi í sambandi við
Sambandskirkjuna og haldi
fundi sína í samkomusal henn-
ar er heimilt að veita viðtöku
meðlimum annara kirkna og
án tillits til þjóðernis. Fundar-
efni hefir verið ýmist til skemt-
unar eða fróðleiks. En nýlega
var samþykt að hafa betra
skipulag en verið hefir á starf-
seminni og hafa í mánuði hverj-
um annan fundinn algerlega til
fræðslu, en hinn til skemtunar.
Fyrsti fræðslufundurinn var
þriðjudag. 11. feb. — Elmina
Axdal las upp enska þýðingu á
smásögu eftir J. Magnús
Bjarnason. Dr. Kristján Aust-
mann flutti erindi um skáldið,
gaf yfirlit yfir æfiferil hans og
lýsti skáldskap hans. Til skýr-
ingar las hann upp í enskri þýð-
ingu smásöguna um verðlaun
konungssonarins, kafla úr Eiríiki
Hannsyni og eitt kvæði. —
Erindi læknisins var bráð-
skemtilegt og hrífandi. Var
auðheyrt, að honum var það
Ijúft verk að fræða um J. Mag-
nús Bjarnason, enda naut ræða
hans óskiftrar athygli áheyr-
enda. Eg óskaði þess í hljóði,
að þangað væri komnar allar
þær nöldurskjóður meðal eldra
fólksins, sem réttlæta sinn eigin
tranaskap með því, að unga
fólkið kæri sig aldrei um að
vita neitt.
Núverandi formaður ung-
mennafélagsins er Jack Reyk-
dal.
HITT OG ÞETTA
Viðskifti Austurríkis og ítatíu
hafa verið mikil síðastliðið ár.
Sérstaklega hafa vörukaup ít-
ala í Austuiríki verið óvenju
mikil. Er svo talið í skýrslum,
sem birtar hafa verið í erlend-
um blöðum, að ítalir hafi keypt
vörur af Austurríkismönnum
fyrir 82 miljónir schillinga. Mun
láta nærri að það sé sjöundi
hluti'af útflutningi Austurríkis.
* * *
iSvíum er mjög hugleikið, að
fólkinu fjölgi ( landinu. Sænsk
blöð halda því mjög á lofti, hve
fólkinu fjölgi ört í Ungverja-
landi og taka til dæmis, að hjón
ein þar, sem gift hafa verið í
5 ár, hafi þegar eignast 13 börn,
þrisvar þríbura og tvisvar tví-
Ibura.
* * • 1
Þegar ítalir gerðu loftárás-
ina á sænska Rauða Kross stöð-
ina nýlega, sat Lundstrom,
sjúkravörðurinn sem dó af sár-
um, og var að lesa í Heilagri
ritningu.
Við sprengjuna frá ítölsku
flugvélinni særðist Lundstrom í
andliti svo hroðalega, að tung-
an rifnaði úr munni hans.