Heimskringla - 18.03.1936, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.03.1936, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 18. MAHZ, 1936 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA og sátu menn að morgunverði ^ sína aftur í káetu og voru að tala dósamjólk, sem þeim var gefin á sleikjuspýtum, og þau heimt- uðu mat sinn altaf á tveggja tíma fresti, bæði dag og nótt. Svo heimtuðu þau að láta gæla við sig og vllöu endilega sofa hjá hjónunum. helst undir vanga þeirra. Og ef átti að flytja þau, kveinuðu þau og kvörtuðu þangað til hjónin urðu að láta undan. Þegar hvolparnir fóru að stækka fóru þeir sundferðir um alt vatnið, og er þeir komu heim um nætur rennvotir, var ekki við annað komandi en að þeir fæ,ri beint upp í rúmið cll hjónanna. En þrátt fyrir þetta vöktu þeir hjónunum margar á- nægjustundir með uppátækjum sínum og glaðlyndi. Flakk Þótt bjórarnir væri tamdir elskuðu þeir frelsið og vildu vera sjálfráðir. Og margar á- hyggjustundir höfðu hjónin út af þeim. Einu sinni stukku þeir báðir út úr bátnum, er þau hjónin voru á ferðalagi, og urðu þau að bíða eftir þeim hálfan daginn. En verra er það þegar McGinnis og McGinty fara að skoða sig um í heiminum, þar sem óteljandi hættur vofa yfir þeim. Hvað eftir annað óttast fósturforeldramir að nú hafi ernir eða viltir hundar orðið þeim að bana. Einu sinni hurfu þau og voru í þurtu í 30 klukku. stundir. Hjónin leita þeirra um alt, en er þau koma þreytt og vonlaus heim í tjald sitt, þá sitja báðir bjórarnir upp í rúmi og eru að vinda vatn úr loðfeld- um sínum. Tóbakseitrun Einhverju sinni vöknuðu hjónin um miðja nótt við óp og vein í McGinty. Hún lá þá fár- veik á gólfinu og ástæðan til veikinnar var augljós. Hún hafði étið hálfan þakka af tó- baki. i í tíu klukkustundir reyndu hjóúin að halda lífi í henni. — Þau settu hana hvað eftir ann- að í sdnnepsbað, og nugguðu hana þess á milli. Að lokum skreiðist hún á fætur, titrandi á beinunum, en fellur svo um sjálfa sig aftur máttlaus. Gráa uglan þóttist vita að nú mundi hún deyja, og sneri sér undan svo að hann skyldi ekki sjá krampateygjurnar í henni. Svo heyrir hann eitthvert hljóð og snýr sér við. Þá situr McGinty upp í rúminu og er að berjast við að strjúka af sér seinasta sinnepsbaðið. Þá fór Anahaero að gráta í fyrsta sinn. Niðri á gólfi sat MoGinnis og snökti. Honum hafði alveg ver- ið gleymt á meðan á þessu stóð. Systir hans er þá látin á gólfið til hans. Hann þefar af henni tortrygnislega, því að sinneps- lyktin er vond. En þegar hann komst að raun um að þetta var systir sín og bráðlifandi varð hann 'Ofsaglaður og nuggaði trýninu um trýni hennar eins og hann vildi kyssa hana. Og svo trítluðu þau bæði niður í holu, sem þau höfðu gert sér undir rúminu. Litlu seinna leit Gráa uglan niður í holuna. Þá stein- sváfu þau bæði í faömlögum. Bjórarnir voru ótrúlega forvitniri Alt þurftu bjórarnir að skoða og oft á tíðum gerðust þeir djarftækir til matvara. En þá voru þeir ávítaðir, og það skildu þeir vel. Þeir mundu það lengi ef talað var höstugt til þeirra. En skrítið var að sjá hve mis- jafnlega þeir tóku því. Ef Mc- Ginnis var skipað að láta eitt- hvað kyrt, gengdi hann óðar og fór að fást við eitthvað ann- að. En um leið og hann hélt að enginn sæi til sín, var hann farinn að rannsaka sama hlut- inn aftur. McGinty hagaði sér öðruvísi. Ef henni var bannaö eitthvað, fór hún að veina eða skæla til þess að losna við harð- ar ávítur, en hún hreyfði sig ekki og varð þá að taka hana með valdi. Bjórunum var illa við drag- súg. Um haustið flutti Gráa uglan í bjálkakofa og einhvern dag bar hann heim talsvert af mosa til þess að þétta rifurnar á kofanum. Mosinn var stokk- freðinn og var því lagður hjá arninum svo að hann þornaði um nóttina. Um morguninn var hann horfinn. — Kom nú í Ijós að bjórarnir höfðu tekið sig til um nóttina og troðið mosan- um í allar þær rifur, sem þeir náðu til, og gert húsið þannig þétt eins og þeir þétta bústaði sína. I Jólakvöld bjóranna Þau hjónin fylgdust ekki með tímanum, því að hver dagur var sem annar í einveru skóganna. En svo fór Gráa uglan til kaup- manns, margar mflur, og þar fékk hann að vita að ekki voru nema tveir dagar til jóla. Hann keypti ýmislegt smávegis til þess að halda hátíð. Jólaljós voru kveikt í kofanum og Ana- haero fór út í skóginn, hjó þar lítið furutré, og það átti að vera jólatré bjóranna. Á það voru hengd epli og sykurmolar. Bjórarnir horfðu á þetta um- stang með mestu forvitni, en þegar þeir uppgötvuðu að sæl- gæti hékk á trénu, kom heldur en ekki líf í þá og rifu þeir það af greinunum, með hinum litlu höndum sínum og tróðu í sig. Og þegar þeir höfðu ekki lyst á meiru, fóru þeir með fangið fult inn í holu sína, gangandi á aft- urfótunum. < Þannig földu þeir góðgætið og lintu ekki fyr en Prh. á 8 bls. ÞRESTIR í TÚNI Hrafnar komnir. Krummi gamli kominn er. Köld samt ennþá tíðin. Hrópa nú allir hrafnar hér: Hrein og björt er hlíðin. Sátu krummar suðurfrá, Svo fór ögn að hlána. Og nú um okkar norðurhá: Norpa þeir til rána. Þeir eru komnir víst í ver, Vel þeim ber að taka. Enginn mætti ætla sér: Að elta þá til baka! Þrestir í túni. Yndi vorsins enn eg finn, Enn er bjart um haga. Þú ert kominn, Þröstur minn, Þessa fögru daga. i Var það ekki ,um vorsins önn: Að vel þig tók að dreyma? Þegar létti frosti og fönn: Flaugstu um viða geima. I Nú um þessa norðurslóð: Næm þú reynir hljóðin. Það eru beztu landsins ljóð, Ljúf þeim fagnar þjóðin. Og svo nakin blöð og börð: Brag þinn fýsa að heyra. Það er oft, sem einstæð jörð, Unni þér hvað meira. Haukar Hauka mína hefi’ eg alla Heima við. Á þá eg kalla. Æfðir vel: Þeir orðum hlýða, Eftir minni skipun bíða. Hátt þeir fljúga um hauðrið víða. Jón Kerne>steð / _______________ f HELJARGREIPUM HERNAÐARINS Æfintýri togarans Braga 1916, skráð eftir frásögnum skipverja. Það var öndverðan vetur árið 1916. Heimsstyrjöldin var farip að kreppa að Islendingum. PYam að þeim tíma höfðu framleiðsluvörur hækkað stór- kostlega í verði. Vinnumenn, sem áttu þetta 15—20 dilkær, urðu ríkir á sveitar sinnar mæli- kvarða ef þeir slátruðu’ öllu. — Sumir tímdu ekki að farga stofninum; féð hafði hækkað ó- trúlega í verði og þeir héldu að verðið myndi hækka áfram. — Líkt fór sumum útgerðarmönn- um. Þeir geymdu lýsið sitt í þeirri von að það hækkaði altaf í verði. Þetta gerði stríðið — blessað stríðið, og vonandi er að það haldist sem lengst, eins og kerl- ’ingarnar sögðu. En svo kom bóbbi í bátinn. Kafbátahernaður Þjóðverja fór að ógna hinu breska heimsveldi. Ógurlegur glundroði komst á allar siglingar. — Aðdrættir bandamannaþjóðanna urðu tor- veldir. Eigi aðeins hiemaðar- gögn og hrávara varð af skorn- um skamti, heldur og lífsnauð- synjar, því var það að Bretar sögðu við íslendinga: Ef við eigum að láta ykkur fá kol til útgeirðarinnar, þá verðið þið að koma til okkar með fiskinn, sem togarar ykkar veiða. Nú torveldist íslenzka útgerð- in. Þýzku kafibátarnir voru á sveimi hringinn. í kring um Bretlandseyjar; þeir komu jafn- vel upp undir íslandsstrendur til þess að skjóta niður enska tog- ara. Og íslenzkum togurum var ekki fritt heldur, vegna þess að þeir voru að draga matbjörg í þjóðarbú Englendinga; þó munu kafibátar Þjóðverja hafa veriö sérstaklega hlífnir við Í3- lendinga, sneru sumum aftur, heldur en að skjóta þá í kaf. Lentu íslenzkir togarar þá í mörgum æfintýrum, og verður hér sagt frá einu hinu merk- asta. íslenzka þjóðin átti þá ekki annars úrkosta en skifta við Bretland sem mest hún mátti. Þjóðin var í veði ef útgerðin stöðvaðist. Og hugrekki það, sem íslenzkir sjómenn sýndu á þeim árum, er þeir fóru landa milli, var áreiðanlega ekki minna en það hugrekki er her- skyldir menn ófriðarþjóðanni sýndu í starfi gínu. Hinn 3. nóvember 1916 lagði togarinn “Rán” á stað héðan frá Reykjavík áleiðis til Eng- lands með fullfermi af fiski. Daginn eftir er togarinn — ”Bragi” hér á höfninni, nýkom- inn af veiðum hjá Vesturlandi, með um 1200 til 1400 kit af nýveiddum fiski. Kom hann hingað til hafnar til þess að fá sér kol, einnig matvæli, eins mikið og hann gat tekið, til þess, ef svo skyldi fara að hann rækist á þýzkan kafbát á leið- inni út, að þá mundi kafbátur- inn kennske snúa honum aftur, ef hann hefði nóg kol og kost til þess að komast aftur til ís- lands. Ferðinni var heitið til Fleet- wood. “Bragi” hélt úr höfn. Búist var við því að hann mundi kom- inn /til Fleetwood eftir 4—5 daga ef alt gengi vel. En það leið og beið og ekkert fréttist af skipinu. “Rán” kom hingað aftur og sagði sínar farir ekki sléttar. Úti í miðju Atlantshafi var hún stöðvuð af þýzkum kaf- báti, en fékk leyfi til þess að snúa heim til íslands aftur. Þegar “Rán” kom hingað og ekkert fréttist af “Braga” töldu allir sjálfsagt að hann hefði verið skotinn í kaf. Nú víkur sögunni til Braga. Yfirmenn á honum í þessari ferð voru: Guðmundur Jó- hannsson, skipstjóri, Alexander Jóhannesson 1. stýrimaður, Ey- þór Kjaran 2. stýrimaður, Markús ívarssón 1. vélstjóri og Bjarni Jónsson 2. vélstjóri. Á útleiðinni varð “Bragi” ekki var við “Rán”, sem þá varð að snúa aftur, vegna þess að hann fór aðra siglingaleið. — Gekk alt vel; veður var gott, iheiðríkt og bjart og lítil alda. Á fjórða degi eftir að skipið fór héðan, átti það um 100 sjó- mílur ófarnar til Fleetwood. —- Klukkan var 7 — 8 að morgni um hvað ferðin hefði vel geng- ið. Voru þeir hinir hressustu og bjuggust við því að ná inn til Fleetwood um kvöldið, allri hættu væri lokið, og svo væri aflinn seldur næsta dag fyrir stórfé — besti markaðs fiskur og til þess að gera glænýr. En á meðan þeir voru nú þarna að rabba saman, drekka te úr “föntunum” og þorða brauð með, heyra þeir alt í einu hiáan hvell, er þeim virtist vera yfir höfði sér, og kæmi hljóðið niðuir um skjágluggann á káet- unni. Hafði þá einhver orð á því að nú væri farið að hvessa og einhver hefði gleymt að loka hurðinni á hinu svokallaða “rasshúsi” aftur á. Hún hafði það til að skellast og urðu þá Ibrak og brestir svo að þilfar titraði, vegna þess að þetta var járnhurð í járngrópi. Heyrðu þeir nú að vélin var stöðvuð, því skipstjóri og stýri- maður voru á stjórnpalli, ásamt tveim hásetum, og vissu því hverskyns var. Vissu nú allir að alvara var á ferðum. Það var ekki hurð sem var að skell- ast. Ruku nú allir upp á þilfar og störðu út á sjóinn, sem lið- aðist í léttum bylgjum. Nokkuð frá, eitthvað um hálfa sjómílu, sást einhver þústa á sjónum, sem allir vissu að myndi vera kafbátur, og lá hann þar hreyfingarlaus um stund, en hvarf svo. Eftir nokkrar mínútur kom í ljós, nokkra faðma frá Braga, stöng upp úr sjónum, svo sem 4 til 6 fet á hæð. Horfðu allir á þetta með óttablöndnum huga dálitla stund, þar til stöngin seig hægt niður í sjóinn og hvarf. Eftir nokkra stund kom kafbáturinn í ljóg aftu'r, tölu- vert langt frá skipinu og var þá með merkjaflöggum. Þeir á Braga, gátu ekki séð hvaða merki það voru, því vindstaðan var þannig að jaðar flagganna sneri að þeim. — Þeir á Braga gripu auðvitað til merkjabókar- innar, sem sýnir ,‘alheimsmál með merkjum, til að láta kaf- bátsmenn vita að ekki væri Ihægt að greina merki þeirra. En þá mun þeim þýzka hafa þótt seint svarað, því kúla kom þjótandi með hvin miklum, yfir skipið, rétt framan við stjórn- pallinn. Voru nú flöggin dregin upp á Braga og strax flutti kafbátur- inn sig, þar til flögg hans lágu flöt við, og mátti lesa úr þeim þetta: iSkipstjóri togarans komi þeg- ar um borð til vor með skips- skjölin. Þess skal getið að Bragi hafði þá hlutleysismerki — danska fánann málaðan á bæði borð, því að Islendingar höfðu ekki annan hlutléysisíána fýr en 1918, þegar samlbandslögin gengu í gildi. Þegar lesið hafði verið úr merkjum kafibátsins var björg- unarbáti Braga þegar skotið fyrir borð og fóru á hann skip- stjóri og fjórir eða fimm háset- ar. Var nú róið um borð í kaf- bátinn með skipsskjölin, og inn- an skamms kom báturinn aftur. Höfðu þá orðið mannaskifti á honum, því að kafbáturinn hafði tekið þrjá menn um borð en sendi aðra menn frá sér um borð í Braga, liðsforingja, 2 menn og mann með sprengju. Og þegar báturinn kemur til- kynnir skipstjóri skipshöfninni að það eigi að sökkva Braga samstundis. Bjuggust nú skipverjar Við því að þurfa að fara í bátinn og verða ef til vill lengi að velkjast í honum áður en þeir næði landi. Varð það þá fyrsta verk sumra að klæða sig í öll þau föt, sem þeir áttu, og fóru sumir í þre- faldan klæðnað. Gerðu þeir það bæði til þess að bjarga fatn- aðinum og vera sem bezt útbún- ir fyrir kulda. Einnig höfðu flestir fatapoka með, en Þjóðverjarnir bönnuðu að taka þá með því það var meiningin, að allir skyldu fara í kafbátinn, og síð- an í björgunarbátinn er nærri landi væri komið. En þegar einn skipverja heyrði að hann mætti ekki taka fatapokann með sér, hvolfdi hann úr honum í sjóinn en flegði pokanum inn á skipið. — Hvað honum gekk til þess, er ekki gott að segja., en ætla má að hann hafi gert það í einhverju fáti eða ofsa- 'hræðslu, gem greip suma þegar jeir vissu að skipinu, sem þeir voru á, átti að sökkva, því að )eim fanst það sem dauðadóm- ur yfir sér. Sprengjan sem Þjóðverjarnir komu með um borð, var ekki stærri en þriggja pela flaska. Þeir fóru nú með hana niður í vélarrúm og bundu hana þar á skrúfstykkisborð út við byrð- inginn. Lögðu þeir því næst kveikiþráð úr henni upp á þil- far og aftur í skut. Var nú alt tiibúið að sökkva “Braga” og jurfti ekki annað en kveikja í tundurþræðinum, og þá áttu all- ir að lilaupa í björgunarbátinn. Nú voru ýms matvæli og ca. 15 lítrar bensín flutt um borö í kafbátinn, og þótti Þjóðverj- um það góður fengur. Einnig var byrjað að . taka vélaolíu úr olíugeymi og láta á tunnu, um leið og skipshöfnin af Braga sem svo átti að fara í kafibátinn færi út í hann. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrg-Olr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA En meðan á þessu stóð, hafði kafbáturinn komið nær. Gaf hann nú merki um það að “Bragi” mætti snúa heim til ís- lands aftur, ef öllum fiskinum væri fleygt í sjóinn. Þá varð nú heldur en ekki giatt á hjalla um borö í “Braga”. Ruku nú alLir til að opna lestamar og henda fiskin- um út. Voru þá hendur látnar standa fram úr ermum. Einn Þjóðverjanna er í Braga var, heimtaði að fá að vita hversu mikil kol væri í skipinu, einnig hve mikið vatn og olía. Sömuleiðis hvað kolaeyðslan væri við hina mismunandi ferð skipsins. Einnig vildi hann vita hversu langt væri frá því ketil- hreinsun hefði farið fram og fleira skipinu viðvfkjandi. Síð- an fékk hann að vita hjá mat- sveininum, hversu mikill matur og drykkjarvatn væri um borð. Síðan var listi yfir þetta send- ur um borð í kafbátinn og eftir Frh. á 7. bls. INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU í CANADA: Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal Amaranth..............................j_ g Halldórsson Árborg................................G. O. Einarsson Baldur..........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury.............................h. O. Loptsson ®rnwn..............................Thorst. J. Gíslason ^n^gary-”:"........................Grímur S. Grímsaon Churchbridge....................................Magnús Hinriksson Cypress River.......................... Pá]1 Anderson ..................................S. S. Anderson ®^ros..................................S. S. Anderson Eriksdale......................................ólafur Hallsson Foam Lake........................................John Janusson Gimli...............................................K. Kjernested 5fysir...........................................Tím. Böðvarsson Olenboro......................................... J. Oleson Hayland................................gig. p Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa................................Gestur S. Vídai H°ve"-.................................Andrés Skagfeld Husavík................................John Kemested Innisfail...........................Hannes J. Húnfjörö Kandahar..................................g g Anderson Keewatin...............................Sigm. Björnsson Knstnes..........................................Rósm. Áraason Lanp-uth................................... Eyjólfsson Ucsiic............................................Th. Guðmundsson Lundar....................................glg. jónsaon Markerville........................Hannes J. Húnfjörö Mozart............................... g. g. Anderson Oak Point......................................Andrés Skagfeld Oakview.............................Sigurður Sigfússon Otto.............................................Björn Hördal Piney...................................g. g. Anderson Poplar Park.......................................gig. Sigurðsson Red Deer............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík..........................................Árai Pilsaon Riverton..........................................Bjöm Hjörleifsson Selkirk................................g. M. Jóhansaon Steep Rock.......................................Fred Snædal Stony Hill........................................Bjöm Hördal Swan River....................................Halldór Egilsaon Tantallon........................................Guðm. ólafsaon Thornhill..........................Thorst. J. Gíslason Víðir..............................................Aug. Einarsson Vancouver............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.............................ingi Anderson Winnipeg Beach.........................John Keraested Wynyard..................................s. S. Anderson I BANDARTKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Beliingham, Wash.......................John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...................................Jacob Hall Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. EJinarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.................................F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.......i.........................Jón K. Einarssoa Upham.................................E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.