Heimskringla - 18.03.1936, Síða 4

Heimskringla - 18.03.1936, Síða 4
4. SÍÐA. MEIMSKRINGLA WINNIPBG, 18. MARZ, 1936 Hetmskrhtgla (StofnuB 188S) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Averme, Winntpeg Talsimis 86 537 7erC blaðsins er $3.00 árgangurinn borgtot fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. ÖIl vifteklfta bréí blaðinu aðlútandi sendiat: Manager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift Ul ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winrupeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKIMa PRBSS LTD. 858-856 Sargent Avenue, Wtnnipeo Man. Telephone: 86 637 WINNIPEG, 18. MARZ, 1936 TÍMARIT Þjóðræknisfélags Islendinga XVII ÁR—Winnipeg, Man. Braut íslenzkra tímarita vestan hafs hefir reynst grýtt og ill undir fót. í»au hafa þó nokkur farið hér af stað, tindil- fætt og svifamjúk, en hafa flest hráðara en skildi orðið sárfætt og áningu fegin. Nýútkomið “Tímarit” Þjóðræknisfélags- ins, sem nú mun komið í hendur flestra félagsmanna, ber þó ekki á sér nein slík þreytumörk eða iljasár, þrátt fynr 17 ára göngu, sem ritið á nú orðið sér að baki á bókmentamölinni hér vestra. Þegar íslenzk tímarit ná hér þeim áfanga í fullu fjöri og við heiðinna heilsu, er ástæða til að halda þau fædd undir merki ham- ingju-stjörnu. Lengi þótti íslendingum það bresta á, að hér var ekkert veigamikið tímarit. Með Tímariti Þjóðræknisfélsgsins er að nokkru úr því bætt. Og samt má segja, að Islendingar hafi verið fásinna um “Tímaritið” og h'tinn gaum gefið tilgangi þess. Ef vér misskiljum það ekki, hlýtur íhann meðal annars að vera fólginn í því að ritið verði sem sannastur spegill af hugsjónalífi Vestur-íslendinga. Það sem bezt er skrifað og bezt er hér ort, á þar heima. En í ritið skrifa alt of fáir Vest- ur-íslendingar enn. Og enginn af þeim aragrúa, sem vikublöðin knésetja mest, lætur þar ljós sitt skína. — Ætla mætti þó, að þeir gætu þar leiðbeint og bókmenta-umvöndunin stafaði af ein- hverju öðru en misskildu sjálfsáliti. Á “Tímaritið” höfum vér ávalt litið sem nokkurs konar allsherjar bókmenta vett- vang vor Vestmanna. En auk þess sem að minna. birtist í því frá Vestur-íslend- ingum sjálfum en ætla mætti, er það heldur ekki eins útbreitt og vera ætti til þess að það nái sem fyllilegast tilgangi sínum. Það er ekki nóg, að við eigum gott tímarit. Almenningur þarf að eign- ast það og lesa. Af því leiddi ekki ein- ungis áhuga og samtök um alt sem okkur er sameiginlegt, heldur einnig hitt, að Tímaritið væri þá hægt að stækka svo það yrð,i enn voldugra, fjölbreyttara og fullkomnara. Þjóðræknisfélagið hefir búið svo í garðinn, að þetta er hægt, ef það brestur ekki það sem manni finst sjálf- sagða og sanngjama aðstoð íslendinga í heild sinni. Fyrsta ritgerðin í þessum nýútkomna árgangi, er um Indriða Einarson, elzta núlifandi leikritaskáld íslendinga. Er hún skrifuð af dr. Stefáni Einarssyni, kennara í málfræði við John Hopkins- háskóla í Bandaríkjunum. Greinin er alllöng og er bæði fróðleg og skemtileg lýsing af starfi og æfiferli þessa braut- ryðjanda leiklistarainnar á íslandi. Er mikilsvert að eignast yfirlit sem þetta um þá menn, er á einhverju starfsviði þjóðarinnar hafa gerst forvígismenn hennar. Dr. Stefán á þakkir skilið fyrir grein þessa. “Nokkur orð um tunglöld og pakta o. fl.”, er önnur gagnfróðleg grein í Tíma- ritinu. Höfundur hennar er Sveinn Árna- son. Er þar frá mörgu sagt um tímatal, er allir sem fróðleik unna munu telja sér mat í. Greinin er merkileg, visindalega skrifuð, en þó svo ljós, að hver meðal- greindur maður hefir hennar full not. í svo stuttu máli höfum vér ekki áður séð eins góða grein gerða fyrir eins mörgu og þar er gert, af því sem ber fyrir augu þess, er almanak opnar. Og um það erum vér í efa, að alþýðumenn annara þjóða leiki það eftir, að skrifa grein, sem þess. Það er jafnvel óvíst, að hún yrði skrifuð eins alþýðlega á nokkru öðru máli en íslenzku. I Þá er grein um “upphaf borgarlegs hjónabands á íslands.” Er hún skrifuð af Jóni Pálssyni fyrverandi bankagjald- kera. Magnús Kristjánsson “mormóni” og Þuríður Sigurðardóttir heita persón- urnar, (eða hjónin, því þau voru gift að mormónskum sið), sem við sögu þá koma. Var það ekki með sældinni gert, að fá prestana og yfirvöld íslands til að samþykkja giftinguna, af því að hún var ekki eftir kokkabók kirkjunnar á íslandi. En Magnús bölvaði því að taka aðra trú til þess, að skoðast giftur konu sinni og ihafði mál sitt loks fram, með konungs úrskurði. Það mun erfitt að finna sér annað skemtilegra til að lesa, en frásögn Jóns af þessu stappi öllu. Þá skrifar Steingrímur læknir Matt- híasson grein um “Risa og skessur fyrr- um og nú”, bráðskemtilega og fróðlega um margt. Minnist hann á núlifandi ris- ana tvo, austan hafs og vestan, Jóhann Pétursson frá Ingvörum í Svarfaðardal og Gunnar Erwin Johnson frá Sinclair í Manitoba. Telur hann stærð þeirra ó- eðlilega og ætlar að óregluleg efnasam- ibönd fæðunnar, eða starf meltingafæra eða kirtla geti valdið þeim óeðlilega vexti. Fornmenn telur hann yfirleitt hafa verið minni vexti, en nútíðar íslendinga. Um Íböm segir hann, að hjá þeim endurtakist á yngri árum eins og í stuttu ágripi, þró- unarsaga forfeðra vorra, þeirra villi- manna- og veiðimannalíf, steinaldar- menning o. s. frv. Hvað skyldu margir foreldrar taka þetta með í reikninginn, er þeir eru að vanda um fyrir “óþektar- öngunum”? Ætli að þau sjái hlutina á- valt í ljósi barnsins og hagi hefndinni eft- ir því? Læknirinn minnist að visu ekki á uppeldisreglur í þessu sambandi, en um það væri gaman að heyra eitthvað frá honum síðar. Þó ekki væri nú hér á fleira minst, er það ærið nóg til þess aö sýna, að Tima- ritið hefir talsvert til brunns að bera. En þetta er þó ekki nema byrjunin af því, sem upp mætti telja. “Rödd hrópandans”, heitir smásaga í ritinu eftir hina kunnu skáldkonu Guðrúnu Finnsdóttur. I sög- um sínum verður .Guðrúnu venjulega vel til fanga um sálarlýsingar. Og svo er í þessari sögu. Hún er aðeins eitt atvik úr æfi Vestur-íshlendings, en er þó svo á- bendandi, að maður fær af því heildar- mannlýsingu. Þá er æfintýri eftir J. Magnús Bjama- son, er hann nefnir “Ármann frændi” skemtilega skrifað. Nokkrar ritgerðir eru í “Tímaritinu” er minnast sérstakra manna. Má þar til nefna grein eftir J. J. Bíldfell, um Wil- helm H. Paulson. Fór vel á að þess á- gæta íslendings var minst í Tímaritinu. Um íslandsvininn prófessor Watson Kirk- connell skrifar dr. Sig. Júl. Jóhannesson góða grein, og dr. Richard Beck, um ann- an íslandsvin, George P. Marsh, er hann telur brautryðjanda íslenzkra fræða í Vesturiheimi. Mr. Marsh var fæddur 1801 í Vermont-ríki í Bandaríkjunum; hefir hann ritað mikið um íslenzkar bókmentir °g Þýtt nokkuð á ensku. Er vel að slíkir menn séu kyntir íslendingum. “Frumbygð og fortíð” heitir góð grein og athylgisverð eftir O. T. Johnson. Efni greinarinnar er eiginlega, um það, að ís- lendingar færist í fang, að þýða á enska tungu skáldverk St. G. Stephanssonar. En því nefnir höfundur grein sína “Frum- bygð og fortíð,” að hér má segja að alt hafi sprottið upp fortíðarlaust, en frum- bygð verði aldrei án fortíðar túlkuð eins og vera ber. Þessvegna sé henni og bezt lýst hjá St. G., að hann sameini í Ijóðum sínum fortíðarina frumbygðinni. Góð grein og íhugunarvert mál. Kvæði og vísur eru í ritinu eftir þessa: 'Gísla Jónsson, eitt kvæði, Áning, snildar- lega ort; Pál S. Pálsson, þrjú góð kvæði; St. G. S. (áður óprentuð kvæði), R. Beck og Magnús G. Anderson. Enn má telja grein um “Landnema minnisvarðan” á Gimli, eftir B. E. John- son, og “Skrá yfir valin rit á ensku um íslenzk efni”, er safnað hefir dr. R. Beck; mjög handhægt yfirlit, er benda þarf á bækur um íslenzk efni, sem oft kemur fyrir að hérlendir menn biðja um. Fremst í ritinu eru myndir af Edward VIII. Bretakonungi og hinum nýlátna konungi George V. Ennfremur er í ritinu fundargerð þjóðræknisþingsins síðast lið- ið ár. Hér hefir þá nokkur grein verið gerð fyrir efni Tímaritsins. Verð þess er $1.00 til þeirra er Þjóðræknisfélaginu heyra ekki til, en frítt til félagsmanna, af því að félagsgjaidið er $1.00 fyrir fullorðna. Þjóðræknistfélagið gefur með öðrum orð- um ritið fyrir félaga gjaldið, svo það get- ur ekki heitið útlátasamt að vera þar fé- lagsmaður. En samt eru þeir margir, sem enn standa utan félagsins, og bera ýmsu við, ofmikilli þjóðrækni hjá sjálf- um sér, ef ekki öðru. En hvað sem um það er verður nú sem áður í baráttu Vestur-íslendinga, að gera annaðhvort, að hefja merkið til sigurs, eða troða þaö ofan í skítinn! Ritstjóri “Tímaritsins” er dr. Rögn- valdur Pétursson; hefir hann annast rit- stjórnina frá byrjun. SPÁNN Á Spáni hefir ekki alt verið með kyrr- um kjörum undanfarið, fremur en í öðr- um löndum Evrópu. Er nú og stundum talað um Spán, sem næsta landið, er kommúnisma muni hylla. Fýrir því eru þó ekki taldar líkur af þeim, sem málum eru þar kunnugir. Það er satt að vinstri- menn (sósíalistar, íýðræðismenn og kom- núistar) komust þar til valda með mikl- um meirihluta atkvæða fyrir skömmu. En það er Mtil ástæða til að ætla að þeir fari, að þeim sigri unnum, að stofna til byltingar. Það verða hægri menn, sem henni hleypa af stað verði hún nokkur. Þegar konungsvaldið hrundi 1931, varð engin bylting. Það dó af því það var út- lifað og fullnægði ekki einu sinni hinum hógværu framfara-kröfum þessarar dáð- litlu þjóðar. Konungssinnar hafa aldrei viljað kannast við þetta og af því stafa óeirðirnar nú á Spáni. Þeir reyndu í á- gúst 1932, að koma af stað byltingu. Árið á eftir (1933) viðurkendu þeir lýðveldið og náðu þá völdum mað aðstoð kaþólsku- kirkjunnar. En þegar þeir létu það eftir kaþólskum, að taka prófessor Gil Robles í stjórnina, mann sein nefndur var annar Dolfuss, talaði og kom fram sem fascisti og fór ekkert dult með hollustu sína til konungsins, þá reis almenningur upp. — Þessi stjóm svifti borgirnar Madrid og Barcelona sjálfstjórn til muna, takmark- ai prentfrelsi blaða, var óhófsöm í fjár- málum og notaði herlög óspart. Margir í flokki hægrimanna voru auðvitað á móti þessu og yfirgáfu flokk sinn. Eru eflaust sumir þeirra nú í stjórnar flokkinum. Þannig hafði þessi hægrimannastjóm, sem, við völd hefir verið á Spánl s. 1. .2 ár, reynst. Þeir höfðu heldur enga á- kveðna stefnuskrá í kosningunum. En hana höfðu vinstrimenn góða. Spánn er fátækt land og þjóðin óframtakssöm. Tala ólæsra og óskrifandi er há, fátækt meðal bænda hryllileg, og fjöldi manna jarðnæðislaus og atvinnulaus og á eigin- 'lega hvergi höfði að að halla. Vinstri- menn lofuðu bót og betrun í mentam'ál- um, breytingu á búnaðarmálum, eftirlit ibanka og atvinnubótum. Með þetta alt í huga, er engin furða, þó hægristjórnin tapaði. Stefnuskrá vinstrimanna er, þrátt fyrir það þó hún sé róttæk, ekki ósvipuð stefnuskrá Azana, eða fyrstu lýðveldis- stjórnarinnar á Spáni, ar sögð er að hafa verið ein sú bezta stjórn, er þar hefir ver- ið við völd og kom mörgu þarflegu til leiðar, þó við völd sæti á fyrstu og verstu árum kreppunnar. — Sterkustu óvinir vinstrimanna-stjornarinnar er borgara- herinn og kirkjan. Borgara-herinn (The Civil Guard) er einkennilegur milliliður milli lögreglunnar og þjóðlhersins. En hann er svo öflugur, að hann ræður miklu um það, hvaða stjóm er við völd. Um pólitázkar skoðanir hans er aldrei neitt kunnugt, fyr en á dettur. Vatikanið er og 'áhrifamikið í stjórnmálum Spánar. Við iborgaraherinn og kirkjuna, er hætt við að stjórnin á Spáni verði að semja, ef vel á að fara. Óeirðirnar nú á Spáni eiga ræt- ur að rekja til þessara andstæðinga stjórnarinnar. Stjórnin virðist enn sem komið er hvergi vægja fyrir þeim. En meðan svo er, mun tæplega um heilt gróa. Dómari: Mér finst eg- þekkja yður. Hvar hefi eg séð yður áður? Ákærði: Eg var einu sinni að kenna konu yðar að leika á píanó. Dómari: Tveggja ára fangelsi. Hvenig gengur að leika fjórhent? — Dóttir mín fer náttúrlega úr úr taktinum við og við? Kennari: Nei, nei, hún hefir ekki enn ikomist í hann. VÍSUR EFTIR K. N. Aldingarðurinn Eden —Táknmynd (Skrifað á bakið á mynda- spjaldi af K. N., Mrs. Jakobínu Johnson og Einari P. Johnson). Aldingarðurinn Eden í öndverðu birtist hér Þar sérð þú Adam og Evu og engilinn Lucifer. Eitt af því óskiljanlega (Eftirþankar — við nánari at- hugun á myndinni.) Hvers átt þú Einar að gjalda sem æskufegurð ber? Eg er þó heldur að halda 'Hún halli sér upp að þér. Við endurskoðun myndarinnar Saman vinna heili og hendur Heppnl og forlög blind; Fyrsta sinn við kvenmann kendur, Káinn er, á mynd. Heimboð til Dr. R. Beck I (Skrifað á bakið á mynda- spjaldinu). í garðinn Adam og Eva —einkavininn sinn— Breiða bæði út faðminn, og bjóða þig velkominn. i”íi’í f;i .. .. 1 Inngangur að bréfi I (Til Jakobínu Johnson skáld- konu). A. Á Frostastöðum í Köldukinn Kæra Jakobína, Gegnum eldhúsgluggann minn Þinn geisla sé eg skína. B. Skjálfandi af kulda er sál mín að sveima um sólríka Kyrrahafsströndina að dreyma; hátt yfir fjöllin hún flýgur 1 vestur, —Flestum er hvimleiður óboð- inn gestur.— Þar þekkir hún fáa og því er nú miður, þessvegna hjá þér hún tyllir sér niður. Legg hana á dýnu og leys af henni skóna, og lát henni hlýna við mat- reiðslu-stóna, haltu svo áfram að hekla eður prjóna! ÓINNLAGÐUR UPPTÍNINGUR Það mun hafa verið árið 1921, að Dr. J. P. Pálsson skrifaði þjóðræknis-hugvekju í Heims- kringlu. Ekki man eg nú að fara með þráð þeirrar ritgerðar, enda ekki að því stemt hér, held ur hinu, sem eg man, og er eltt- hvað á þessa leið: “Við eigum að slá saman og senda Guttorm heim til Islands! Hann hefir altaf langað heim. En það er ómögulegt við Gutt- orm að ráða — hann myndi kalla þetta ölmusu, og hvergi fara.” Út af þessari málsgrein Dr. Pálsons var eftirfylgjandi eirindi kveðið, og er það nú komlð (er- indið) á fermingar aldur, og á nú að fara út í heiminn og sjá fyrir sér sjálft. Til Guttorms J. Guttormssonar “Ölmusa” aldrei til sorgar! Ætti, né verða má þér. Ef einhver býðst til og borgar, Það sem að þjóðinni — ber,‘ — Veist þú hvað vinskapur er. Hvað sem að eyranu orgar: Því glöggast í “góðvina” mynni. Er gullið, sem þú átt þar inni Hjá honum og þjóðinni þinni.” Jak. J. Norman P.S.—Engin skilji orð mín svo, að eg teljist vera að færa Gutt- ormi neitt gersemi með þessu erindi. — Hitt er annað mlál: Skáldin hafa oft og tíðum, (eins og við hinir) orðið að gera sér gott af fleiru en því allra ibezta. Jak. J. N. GEFANDI BÓKASAFNS handia Stúdentagarðinum Vestur-íslendingar hafa oft sýnt, að þeim er hlýtt til heima- landsins, og lagt drjúgan hlut til, þegar þurft hefir að koma Þjóðþrifamálum hér heima í framkvæmd. Stúdentagarður- inn er eitt af þeim fyrirtækjum, sem landar vestan hafs hafa styrkt. Ásmundur P. Jóhann- son gaf eitt herbergi á Garði í sumar sem leið. Séra Jóhann Pétur Sólmundsson arfleiddi Garð að merku bókasafni sínu, og eru bækujrnar nú komnar hingað heim fyrir ágæta for- göngu Ófeigs J. Ófeigssonar læknis. Bókasafnið kom hingað fyrir jólin. Er það hátt á þriðja hundrað bindi og eru margar góðar bækur þar á meðal. — Mætti t. d. nefna Encydopædia Brittanica í 29 bindum, Library of the Worlds Best Literature í 46 bindum, Ritgerðasafn eftir merka höfunda, 15 bindi, A Library of Poetical Literature, 32 bindi, Universal Classios Lib- rary, 20 bindi, o. m. fl. Er þetta svo merk gjöf, að vert er að minnast gefandans. Hefir frú Anna, seinni kona séra Jó- hanns, ritað stutt æfiágrip hans, og birtist það hér: Séra Jóhann P. Sólmundsson var fæddur 28. sept. 1872 að Kvígstöðum í Andakílshreppi í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Sólmundur Símonarson og Guðrún Aradóttir. Sólmundur átti nafn og ætt að rekja til Brennu-Kára, en í annan stað var hann komlnn af hinni svokölluðu Ásgarðsætt í Grímsnesi. Guðrún Aradóttir, Jónssonar, Arasonar í Guðrún- arkoti á Akranesi, átti að baki sér þessi'tvö nöfn alla leið til Jóns biskups Arasonar, en móð- ir hennar var Margrét Bryn- jólfsdóttir, náfrænka Teits dýra læknis Finnbogasonar. Fyrstu 10 ár æfi sinnar dvaldi Jóhann hjá foreldrum siínum á ýmsum stöðum í Borgarfirðin- um. Var hann strax óvenjú Ibráðþroska að gáfum og hugs- unarthætti, en ekki að sama skapi að líkamshreysti. Þessi vanheilsa var þess valdandi, að hann sneri sér að bókum í stað barnaleika, sér til dægradvalar. Þegar svo foreldrar hans fluttu til Reykjavíkur, 1883, var hann búinn að lesa flest af því, sem til var í héraðinu: Eddu, ís- lendingasögur, Fornaldarsögur, Noregskonungasögur, ógrynni öll af rímum og kvæðum og guðsorðabókum. Strax á þess- um unga aldri féll honum bezt að hjarta Passíusálmarnir (sem hann kunni alla), Edda og ís- lendingasögurnar. ;Sér á því að það komu snemma í ljós þeir tveir eðlisþættir sem, öðru fremur, einkendu hann, alt fram í andlátið — trúhneigðin og þjóðernismeðvitundin. I Reykjavík var Jóhann í barnaskólanum veturinn ’84— ’85 og útskrifaðist um vorið með hæstu einkunn, sem sögur fóru af. Gat skólastjóri þeSs, að slík einkunn hefði aldrei komið fyrir í sinni kenslutíð og hann byggist ekki við að sjá það aftur. Það hafði verið sið- ur við burtfararpróf að gefa því barni, sem hæst stóð, annað- hort Biblíuna eða Pílagrímsför- ina, eftir Bunyan. Að þessu sinni kom kennurum og skóla- stjóra samani um að bregða út af vana þessum. Tóku þeir til greina gáfur, málsnild og skáld- skaparhneigð drengsins og völdu honum Ijóðabók Jónasar Hallgrímssonar, þá nýlega út- komna. Næstu tvo vetur var Jóhann á Latínuskólanum, en um sum- arið 1888 fluttist hann með for-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.