Heimskringla - 18.03.1936, Síða 5
WINNIPEG, 18. MARZ, 1936
HEIMSKRINGLA
5. SlÐA
eldrum sínum og systkinum til | York lífsábyrgðarfélaginu 1925,
Ameríku og settist að á Mikley lét bann af skólakenslu og gerðr
í Nýja-lslandi. (Það þykir ef j ist starfsmaður þess félags og
til yill óþarfi að tína til þenna hélt þeirri stöðu fram að dán-
smá-atiburð úr bamaskóla ferli
séra Jóhanns, í því sem á að
vera stutt æfi'ágrip, en þess er
getið hér vegna þess að ‘hann
sjálfur taldi það litla atvik valda
mestu um eflingu þess, sem
thann mat dýrst í fari sínu —
ást á Islandi, þjóð þess og máli).
Fyrstu árin í Ameríku vann
ardægri, 25. marz 1935
Það er þýðingarlítið að leitast
Við að gera grein fyrir mann-
inum, Jóhanni Sólmundssyni, í
stuttu ágripi. Og því síður þátt-
töku hans í áhugamálum Vest-
ur-íslendinga. Það yrði of víða
við að koma. — Sálarlífið var
svo margþætt — víðtækt, há-
hann hvaða vinnu, sem gafst, | fieygt og djúpsækt — að það
en lét þó ekkert tækifæri ónot- var ekki á margra færi að vera
að, sem leitt gæti til frekari h0num til lengdar samhliða á
menta.
Áður en hann var tvítugur
var hann búinn að innvinna sér
3. stigs kennara-leyfi frá kenn-
araskóla Manitoba-fylkis. Þá
stundaði hann um nokkur ár
skólakenslu og verzlunarstörf,
en lét brátt af því sáðarnefnda.
Um 1890 hófst trúmáia-á-
greiningur í Nýja-íslandi út af
því að séra Magnús J. Skapta-
son, prestur nýlendunnar, hafn-
aði inniblásturs og útskúfunar
kenningum lútersku kirkjunn--
ar. Hneigðist Jóhann brátt aö
hinni frjásari trúarskoðun og
var innan skamms hinn ötulasti
liðsmaður séra Magnúsar. Árið
1899 fór hann á prestaskóla
Únítara í Bandaríkjunum, með
það í huga, að gerast prestur
þeirra í Nýjaíslandi. Að því
námi loknu staðnæmdist hann
þó í Winnipeg í rúmt ár, sem
prestur “Fyrsta íslenzka Úní-
tarasafnaðar” þar. Á því tíma-
(bili ferðaðist hann víða um
bygðir íslendinga í þeim erind-
um að kynna löndum sínum hið
rýmra viðhorf á trúmálum, og
að leitast við að sameina þá,
sem þegar aðhyltust þá skoðun.
Á útiíðandi sumri 1903 tók
hann við prestskap á Gmili. —
Gekst hann þá fyrir þvl að söfn-
uðurinn kæmi sér upp kirkju.
Fór hann þar, eins og oftar,
ekki vanans veg. Kunni því
illa að Ný-íslendingar reistu trú
sinni skýli í skuld við útlent fé.
Naut hann þar að vináttu og
hjálpfýsi bygðarmanna í svo
ríkum mæli, að kirkjan var
reist án þess að hún stæði sjálf
að veði fyrir kostnaðinum. —
Jafnhliða prestskapnum gaf
hann út, í félagi með nokkrum
öðrum Ný-íslendingum, viku-
iblaðið “Baldur” frá 1903 til
1910 og var ritstjóri þess síð-
ustu þrjú árin.
Eftir 1910, er hann sagði sig
frá Gimli söfnuði, gaf hann sig
aftur við skólakenslu um hríð.
En um haustið 1919 fékk hann
stöðu við eðlisfræðideild Mani-
tobabskólans í Winnipeg en
réðist síðar til grasafræðideild-
arinnar. í febrúar 1920 byrj-
aði hann að lesa undir stúdents-
próf — utanskóla og í hjáverk-
um við hin daglegu störf. Á
jólum 1921 hafði hann lokið
fjögra bekkja verki háskóláns,
og var veitt B. A. stigið við
miðsvetrarprófin. í þriðja og
fjórða bekkjar námi lagði hann
áherslu á mannfélagsfræði —
(social philosophy) og hélt
hann nú áfram að lesa þá grein
undir meistarapróf, sem honum
var veitt í maí 1923. Sumar-
leyfi sitt 1922 notaði hann til
þess að lesa A-part af fyrsta
stigs kenslufræði og B-partin-
um bætti hann á sig um haust-
ið og við jóla-prófin náði hann
fyrsta flokks kennarastigi. -—
lífsbrautinni. Einn gat fylgst
með honum í djúsækninni, en
þraut lyftimagn til að hefjast
með honum upp í sólskinsbletti
heiðisins. Annar kannaði með
ihonum ljóssins draumaborgir,
en hraus hugur við að kafa að
Mímisbrunni eða vaða eysu og
síur Surtar. Þá varð það fyrir
mörgum að lá honum að bæði
skyldi hann svo f jarri vörðuðum
vegi fara og eigi láta staðar
numið þá fylgdina þraut. Fór
hann þá samt einn á veg hvort
heldur leið lá á öræfum uppi,
eða um eitur-ár niður, hins ní-
unda heims.
Þó má ekki skiljast við þetta
ágrip lán þess að minnast lítil-
lega á tvo af þessum mörgu og,
að því sem sýnist, andstæðu
þáttum — trúhneigðina og ætt-
jarðarástina. Nafn séra Jó-
hanns var af mörgum álitið
samnefni við vantrú. Þó munu
þeir, sem þektu hann bezt, vart
hafa fundið meðal þeirra rétt-
trúuðu eins hreina og falslausa
guðstrú eins og bjó í hjarta
hans. Því hvað getur meiri trú
heldur en að þora að lifa sam-
kvæmt því sem maður þekkir
bezt, hvað sem við liggur, og
þora að deyja — skila dagsverki
þessarar vistarveru í hendur
síns guðs — öruggur og æðru-
laus, hvað sem við tekur?
Þá er ættjarðarástin. Það er
ekki ofsögum sagt að ástin á
Islandi og íslenzku máli hafi
verið undirrót flestra hans hug-
sjóna og athafna. Þegar hann
fluttist af íslandi á unglings-
aldri, hugsaði bann> sér að
hverfa a,ftur heim — einhvern-
tíma. Árín liðu, og aldrei urðu
skilyrðin fyrir hendi. En altaf
var hann farmaður í framandi
landi. Hann n'áði aldrei rót-
festu í amerísku þjóðlífi. Og
altaf benti Eykonan hvíta. —
Þjóðrækniskendin varð að á-
stríðufullri tilbeiðslu. En land-
ið var fjarri og vonimar dofn-
uðu. Loks var sú ein eftir að
máske auðnaðist honum að ná
heim í tæka tíð til að samlag-
ast aftur sinni móður mold. En
jafnvel það náði ekki fram að
ganga. Hann hvílir nú í út-
lendri gröf. En fjötur er af
fæti leystur, og gott er að
hugsa sér að hinn léttfleygi andi
lyfti sér nú til íslands stranda
um leiðir æfilangra drauma.
—Lesb. Mbl.
E>idurminningar
Annað hefti er nú komið út af
þessari sjálfsæfisögu Friðiriks
Guðmundssonar. Fjallar það um
ferð hans hingað vestur og það
sem á dagana dreif fyrstu árin
í Ameríku; uppgang Winnipeg-
íborgar; íslenzkan félagsskap;
frumbýlings árin í Vatnabygð-
um o. fl. Hefti þetta er mjög
skemtilegt og góðar og glögg-
Hafði hann þá á liðugum þrem - ar athuganir víða. Kostar sama
ur árum aflokið sjö ára námi, og hið $1 25 f kápu. Er
aukreitis við hin daglegu störf, til sölu hjá höf ag Mozart)
sem útheimtu 44 klukkustundir j gask
á viku og þó oft meira — eftir
atvikum. Þessi afburða dugn-
aður vakti eftirtekt og undrun
innlendra mentamanna. Kom \
þeim öllum saman um að það
mundi vera einstætt í menta-
sögu vesturlandsins
á skrifstofu Heims-
kringlu, Ólafi S. Thorgeirsson
bókasala og Magnúsi Peterson
bóksala. Sent póstfrítt.
— Eg hefi stýrt bíl í tuttugu
ár og ekki lent nema í þremur
Kom nú brátt í ljós, að á- kílslysum.
1
hyggjur, vökur og ofurkapp
höfðu ekki látið hann skattfrí- tveimur.
Eg hefi ekki lent nema í
an fara. Kenslustarfið fór að
segja eftir á heilsunni og þegar
ihonum bauðst staða hjá New
— Hvað er langt síðan þú
fórst að stýra bfl?
— Eg byrjaði í fyrradag.
ÆFIMINNING
STEFÁN BYRON
Fæddur 21. sept. 1865
Dáinn '18. febr. 1936
Gott er að halda til hafnar,
úr hafróti lífsins.
Hávaxnar hrannir þá ógna,
og hugur þarf hvíldar.
Óðum þynnast fylkingar
hinna eldri íslendinga er hingað
komu sem landnemar, og sökn-
uðurinn er altaf sár hvenær
sem góðir vinir kveðja, en lát-
um vonirnar beina hugsun
hverri á hærra stig, þangað
sem almættið öllu stjórnar, og
allir finna varanlegt réttlæti og
sannan frið.
Stefán Byron var fæddur á
Dáikstöðum á Svaibarðsströnd í
Eyjafjarðarsýslu á íslandi. For-
eldrar: Björn Jónsson og Soffía
iSigurðardóttir. Stefán var að-
eins þriggja ára er hann misti
móður sína. Nöfn gystkina hans
voru: Helga, Sigurgeir, Sigur-
björn, Benedikt, Jóhanna, Jón-
ína, Elizabeth; hin síðastnefnda
er til heimilis í Winnipeg, ekkja
Árna heitins Freeman.
Þann 20. sept. 1891 var Stef-
án Byron og Guðbjörg Sigurð-
ardóttir gefin saman í hjóna-
band af séra Matthíasi Joch-
umssyni, og var heimili þeirra á
Akureyri þar til árið 1893, að
þau fluttu til Canada og komu
til Winnipeg 15. júlí og fluttust
þaðan eftir stuttan tíma til
Grunnavatnsbygðar, þá nálægt
60 mílur frá næstu járnbrautar-
stöð. Efni voru næstum engin
önnur en dugnaður, viljaþrek og
sérstaklega mikil og sterk sjálf-
stæðislöngun. Voru þau hjónin
ibæði samhent og mikilvirk með
að byggja sér upp gott heimíli
og veita gott uppeldi og al-
þýðuskóla-mentun sínum stóra
barnahóp. Þau eignuðust ellefu
börn og eru níu af þeim á lífi
en tvö dáin. Nöfn bamanna,
eftir aldri eru sem fylgir: Kári,
giftur Önnu S. Mýrdal og býr
að Lundar — er hann sveitar-
oddviti Coldwell-sveitar; Soffiía,
var gift G. Thorkelssyni, látinn
24. febr., 1920; Björn, er giftur
og býr að Oak Point; Bessi, ó-
giftur, býr að Oak Point; Járn-
ibrá, gift Jóhannesi Vigfússyni
og býr að Lundar; Laufey, gift
F. Taylor, býr að Oak Point;
Auður, gift H. Kilcup, búa í
Winnipeg; Helga og Elinborg,
báðar ógiftar, búa í Winnipeg;
Friðþjófur, giftur og býr að Oak
Point; Sigurður, dó í æsku. —
Hann lætur einnig eftir sig fim-
tán barnabörn. Einnig ólu þau
upp dóttur-dóttur sína, Guð-
björgu Thorkelsdóttur, eftir lát
móður hennax.
Það er ekki hægt í fáum orð-
um að lýsa réttilega hinum
margbreytilegu erfiðleikum sera
landnemar þeirra tíma höfðu
við að stríða, en hins má geta,
að þessir brautryðjendur áttu
meira en meðal þrek og mann-
dygðir, og unnu líka frægan
sigur í baráttu lífsins, og þeirra
mannvænlegu böm eru skírasta
vitnið um þeirra sigurför. Og
þó að hér sé ekki gull eða silfur
gefiö sem arfur eftirkomendum,
þá hafa börnin eignast arf, sem
er meira virði — hinar beztu
lyndiseinkunnir íslenzku þjóð-
arinnar.
Eftir að hafa selt bújörð sína
og lifað að Oak Point fjögur ár
misti Stefán Byron sína ágætu
konu 8. ágúst 1934. Er æfi-
minning hennar vel og rétt
skrifuð af S. J. J. og birtist í
Lögbergi 6. sept. 1934. Eftir
þann missir mun gleðisólin hafa
lækkað og því verið ljúft að
kveðja þenna heim þegar kallið
kom.
Húskveðja var haldin að Oak
Point af séra Jóhanni Friðriks-
syni. Einnig hélt hann aðal
ræðuna í lútersku kirkjunni að
Lundar, og svo hina síðustu
kveðju í Grunnavatnskirkju, og
í grafreit þeirrar kirkju er síð ■
asta hvflurúm þeirra heiðurs-
hjóna. Var ekkert tilsparað af
börnum þeirra til að gera út-
förina sem veglegasta, og eg
veit að hjá þeim hafa vakað
líkar hugsanir eins og hjá
skáldinu, séra Matthíasi Joch-
umssyni, er hann kvað:
“Guði sé lof, sem græðir sár;
Guði sá lof fyrir hvert vort tár;
Guði lof sem gefur, tekur;
Guði lof sem dáinn vekur;
Guði lof fyrir líf og hel.
Ljúfi faðir, sof þú vel.”
—A. M.
BRÉF
Los Angeles, Cal.,
12. marz 1936.
Eg er J. S. frá Kaldbak inni-
lega þáttlátur fyrir hin vel-
sömdu og sönnu eftirmæli eftir
vin minn Márus Doll.
iSamt langar mig að gera lít-
tilsbáttar athugasemd sem þó
að engu leyti rýrir gildi eftir-
mælanna, sem eru í alla staði
óaðfinnanleg, en það er söguleg
villa að kvæðið “Dauði Þor-
móðar Kolbrúnarskálds” eftir
Kristján Jónsson, sem byrjar
með þessum hendingum: —
“Stundin er komin, æfi ár”
o. s. frv. sé um Þorkel Mána,
eins og J. S. f. K. segir.
Eg kann alt kvæðið, en af því
eg álít það of langt til að birta
það hér, vil eg aðeins benda
vini mínum J. S. frá Kalbak, á
kvæðabók Kristjáns Jónssonar.
Þar getur hann séð að eg fer
með rétt mál, en hitt er satt að
samlíkingin átti vel við Márus
heitinn Doll. Eg álít að dreng-
lyndi Þorkels Mána og hetju-
lund Þormóðar Kolbrúnarskálds
hafi verið sameináð í Márusi
Doll. Eflaust hefir Sigurður
Breiðfjörð átt við Þormóð þeg-
ar hann kvað: “Deyjandi munn-
ur orti óð, þá oddtir spjóts í
hjarta stóð.”
Þormóður féll með Ólafi kon-
ungi ‘‘Helga” í orustunni á
Stiklastöðum. Kristján lætur
hann í áminstu kvæði, rekja
æfiferil sinn, sem örina stand-
andi í gegnum sig.
Eftir orustuna kom Þormóð-
ur inn í skála þar sem konur
bundu um sár manna. Höfðu
þær annríki mikið og gátu ekki
sint um hann um stund. Hann
stóð út við skáladyr og hafði
sig ekki að. Kona sú sem fyrir
réði bauð honum að bera skíð
á eldinn, sem hann og gerði.
Konan leit við honum og spurði
hví hann væri svo fölur. Þá
kvað Þormóður vísu, því miður
man eg ekki tvær fyrstu hend-
ingarnar, en þetta er það sem
eg man:
Fár verður fagur af sárum,
ifann ek örvadrif svanni,
mik flö málmur hinn dökkvi.
Magni keyrður í gagnum,
hvort beft hjarta hit næsta,
'hættligt járn er ek vætta.
Svo hné hann dauður niður,
eftir að hann dró örina út, leit
á og sá að lýsan frá hjartanu
var á oddinum, og mælti: “Vel
hefir hann Ólafur konungur alið
oss.
Eg vil biðja vin minn J. S. frá
Kaldbak að misvirða ekki þessa
athugasemd, hún er alls ekki
gerð í þeim tilgangi að meiða
tilfinningar hans. Svo vil eg
með leyfi bæta þessu við:
Merkur af manndóms orku.
Márus stýrði á bárum.
Suðaði í rá og reyða.
Rann gnoð á háum boða.
Segl þandi sunnan vindur.
Sauð Hrönn um stjórruborð
kinnung.
Brunandi beitti að landi,
betri fanst drengur enginn.
Þorgils Ásmundsson
RÉTTARMEÐVITUND
SVERTINGJA
Eftir William J. Miakin
“Vér drðgum hann út úr
þorpinu, svo að gorilla-aparnir
dræpi hann. Vondur maður,
bwana. Og eins og þér sjáið,
ngagi kyrkti hann”.
Það var síður en svo fögur
sjón að horfa á hinn dauða
mann þarna í glampandi sól-
skininu. Hann hafði verið
kyrktur hranalega og í einum
hvelli. Augun stóðu út úr
hausnum og í þeim var skelf-
ingin uppmáluð. Hálsliðirnir
voru slitnir sundur.
“Viðbjóðslegt,” sagði eg og
það fór brollur um mig. “Þettr
er í fyrsta skifti að eg heyri
það að gorilla sé hafður fyrir
böðul”.
Landstjórinn kinkaði kolli. —
Hann sneri sér að Svertingja-
höfðingjanum, sem talað hafði
og stóð nú þarna og virti fyrir
sér hræið með því kæruleysi
fyrir dauðanum, sem Svertingj-
um er meðfætt.
“Hvað hafði hann gert af
sér?” spurði landstjórinn.
Útlistunin stóð eins og buna
fram úr Svertingjahöfðingjan-
um. Maður þessi, sem rekinn
hafði verið út í skóginn til þess
að gorilla dræpi hann, var sam-
kv. afríkönskum lögum gagn-
ger óþokki. Hann hafði girnst
konu annars manns. Hún hafði
staðist áleitni hans um tíma.
Hann hélt áleitni sinni áfram
þangað til hann hafði sitt fram.
En þetta komst upp og sam-
kvæmt gamla testamentinu er
refsingin við hórdómi aðeins
ein — dauðinn.
Þorpsbúar settu rétt og dóm-
urinn var samþyktur í einu
hljóði.
En í instu myrkviðum Kongo
gilda líka lög hvítra manna. Og
þarna voru það belgisk lög,
sem giltu. Þau banna mann-
dráp, og jafnvel þótt í Afríku sé,
berst það út ef einhver er drep-
inn. Svertingjarnir voru hrædd-
ir við hvíta landstjórann, því
að enda þótt hann væri fár-
veikur af mýraköldu, var hann
stöðugt á ferðalagi fram og aft-
ur um umdæmi sitt. Þessvegna
samþyktu þorpsbúar það að
reka sökudólginn vopnlausan
til ngagi, það er að segja gorill-
apa.
Flokkur manna lagði á stað
með hinn dauðadæmda mann.
Hægt og bítandi ruddi hann sér
braut gegnum skógarþyknið í
áttina til bústaðar gorillanna.
Eftir langa mæðu heyrðu þeir
skrjáf í hinu háa grasi, tryll-
ingslegt andlit glápti á þá úr
háu tré, drunur heyrðust af því,
að gorillaapar börðu sér á
ibrjóst. Þá vissu Svertingjar að
þeir voru komnir alla leið.
Þá voru teknar fram trumbur
og þær barðar. Samtímis ráku
allir upp óp og langdregin ösk-
ur, gerðu djöfullegan hávaða
til þess að æra gerillaapana og
gera þá ofsareiða. Hinn dauða-
dæmdi maður skalf af hræðslu.
Nokkra hríð stóð þessi ógur-
legi hávaði. Flest dýr tóku til
fótanna ög flýðu, skelfingu lost-
in. En gorilla aparnir ,börðu
sér enn harðara á brjcst og
görguðu liver framan í annan í
mestu æsingu. Að lokum rudd-
ist fram gamall gorilla, sem var
hugaðri en hinir. Haun svifti
skógarþykninu sundur og hvesti
augun á Svertingjana, sem ollu
þessu uppistandi. Og hann org-
aði af heift framan í þá.
Þessi heljar risi, kafloðinii,
gulur á bringu og með svart
skegg, átti nú að verða böðull-
inn. Um leið og hann sást
hrundu Svertingjar lögbrjótnum
miskunnarlaust til hans. Mað-
urinn hvarf í skógarþyknið og
Svertingjar héldu áfram látum
sínum og hávaða.
Maðurinn hrataði ekki, nema
nokkur skref. Um leið stökk
gorillaapinn upp í tré og þegar
maðiurinn slangraði þar fram-
hjá, teygði apinn kafloðna löpp-
dna eftir honum og greip hann
milli tánna. Takið var um
kverkarnar, gríðarfast, ofurlítill
hnykkur, og maðurinn úr háls-
liðnum. Um leið rak hann upp
ógurlegt neyðaróp, en það
druknaði í hávaðanum af
bumbunum. Og svo sneru
Svertingjarnir heim aftur og
voru ánægir, því að réttvísinni
var fullnægt.
“Það er bezt að grafa hann
undir eins,” sagði landstjórinn
aðeins, er Svertinginn hafði lok-
ið sögu sinni. Hann sá auðvitað
að ekki var hægt að sianna það,
að morð hefði verið framið. Og
satt að segja hefðum við Hklega
aldrei rekist á hræið, ef við
hefðum ekki elnmitt verið að
leita uppi apa bústaðinn. Stutt
yfirheyrsla leiddi í ljós að þrír
dagar voru síðan að maðurinn
var drepinn.
“Þrír dagar!” hrópaði eg. —
“Hvernig stendur þá á því að
villudýrin, ekki einu sinni hyen-
urnar, hafa rifið líkið í sig.”
Landstjórinn kinkaði kolli.
“Satt er það, þetta er óvenju-
legt”, mælti hann, “en eg held
að eg viti skýringu á því. Takið
eftir augunum í dauða mannin-
um. Þau standa út úr hausn-
um, starandi. Hryllileg — jafn-
vel fyrir villudýr. Þau þora
ekki að manni, sem starir
svona. Hafið þér ekki heyrt
sögur veiðimanna um það að
villdýr óttast starandi augu? —
Það er eitthvað til í því. Og þá
getið þér ímyndað yður að þeim
sé ekki um starandi augu í
dauðum manni”.
Seinna um daginn, þegar við
hittum fyrsta gorilla-apann,
varð mér hugsað til dauða
mannsins. Viðkynningin var, í
sannleika sagt, ihræðileg. Svert-
ingjar voru á undan okkur og
brytjuðu niður fléttijurtimar og
skógarþyknið til að ryðja okkur
braut. Alt í einu glóðu tvö augu
gegn um dimmgrænt skógar-
þykn. Tveir heljarmiklir arm-
ar klufu grasið og við okkur
blasti fimm feta hár gorilla. —
Hann rétti úr sér.
Það var eins og allir stirðn-
uðu. Eg var með riffil, en á
þessu andartaki fór mér svo að
eg gat hvorki hreyft legg né
lið. Við stóðum þarna eins og
steingjörfingar og störðum sem
dáleiddir á frummanninn. Mér
er fyrir minni að eg sá aðeins
hinn harða haus, hárið rísandi
og hinn óskaplega kjaft og
kjiálkabein. Kjafturinn opnað-
ist og út úr honum gaus magn-
þrungið heiftaröskur.
Þá áttaði eg mig, og miðaði
rifflinum.
“Skjótið ekki!” skipaði land-
stjórinn. “Hann ræðst ekki á
okkur”.
Hann hafði rétt að mæla.
Gorilla-apinn hvesti enn fastar
augun á okkur svo að neistar
hrukku úr þeim í gegn um
vafningsgróðurinn. Svo kipti
hann hinu græna tjaldi fyrir
og hvarf. Og eg held að þá
hafi verið sem þungu fargi létti
af okkur og við allir höfum
andvarpað feginsamlega.
—Lesb. Mbl.
Hann: Eg var hjá spákonu í
gær og hún lýsti yður nákvæm-
lega og sagði að við myndum
vera gift áður en árið er liðið?
Hún: Það hefði eg getað sagt
yður ókeypis.
\