Heimskringla - 18.03.1936, Side 6

Heimskringla - 18.03.1936, Side 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 18. MARZ, 1936 I Vesturvíking Þýtt úr ensku Hana hló við og öllum í hinum hljóða dómsal varð undarlega við þann hlátur. Hon- um fanst þetta framferði ferlega skoplegt, réttvísin apaspil, framkvæmd með fíflalegum strákskap af bullheitum grautaraski, hjúpuð- um í skarlat, fígúru í mannsmiynd með dapur- eygum þunglyndis svip, sem sjálf var eftir- herma tíl háðungar, mútu keypt tól heiptúðugs hrotta í konungs hásæti. Hláturinn hneyksl- aði þá sömu fígúru í mannsmynd. “Hlærðu, bokki, með snöruna um hálsinn, á þröskuldi þess eilífa Mfs sem svo skyndilega skal við þér taka?” Þá náði Pétur sér niðri. “Eg hefi sannar- lega gildari ástæðu til gamans heldur en þú, háttvirði dómari. Því að þetta hefi eg fram að bera, áður en þú kveður upp dóm yfir mér. Þú sérð mig, háttvirti dómari, með snöru um hálsinn — saklausan mann, sakfeldan fyrir það eitt, að gera kærleiksverk. Þitt er, hátt- virti dómari, að stjórna réttvísinni, og þar af veiztu hvað fram skal koma við mig. Eg er læknir og það má vera að eg tali með nokkurn þekkingu um það, sem fram skal koma á þér. háttvirti dómari. Og það get eg sagt þér, að eg vildi ekki standa í þínum sporum — að eg vildi ekki skifta á snörunni, sem þú vindur mé r um háls, fyrir þann stein sem þú berð í þínum iíkama. Sá dauðdagi sem þú kant að dæma mér, er gamanið eitt á borð við þann dauða, sem þér er dæmdur af hinum Mikla Dómara, hvers nafn þér er svo tamt að leggja við þinn hégóma.” Æzti dómarinn réttist upp í sæti sínu, grár í faman sem aska, varirnar kipruðust og brett- ust sitt á hvað, en allir virtust sfceini losnnir af þessu tali og um litla stund var dauðaþögn í réttarsalnum. Þeir sem voru kunnugir Jaf- freys dómara hugðu þetta vera logn sem fer undan stórviðri, og bjuggust við ofsalegri heifaa roku. En það brást. Hann roðnaði í faman hægt og ihægt, hallaði sér fram og tók til máls, mjúkum rómi og ósnjöllum, kvað upp dauðdóm yfir hinum kærðu, stuttlega, miklu stuttlegar en venja hans var, alveg utangarna, eins og ihugur hans væri allur annarsstaðar, og lét sem hann hefði ekki heyrt hvað til hans var talað. Að svo mæltu hallaði hann sér aft- ur á bak með aftur augun, með ennið löðrandi í svita, öldungis uppgefinn. Hinir dauðadæmdu voru leiddir burt. Saksóknari hins opinbera var, þrátt fyrir stöðu sína, af Whig flokknum, hann laut að sínum sessunaut og mælti: “Það veit sála mín, að sá svati þorpari hræddi þann hæstvirta. Bágt að hann skal á gálgann. Sá sem getur komið hræðslu að Jeffreys, ætti að verða mikill maður.” IV. Kapítuli. Seldur mansali Saksóknarinn hafði bæði rétt fyrir sér og rangt, en það verður fleirum en margan grun- ar. Hann sagði það satt, að sá maður, sem var svo mikill fyrir sér í fasi og tali, að 'hann skaut Jeffreys skelk í bringu, sem allir hrædd- ust, sá hinn sami ætti að hafa orku til að ryðja sér braut til æði mikils frama. Hitt brást, sem hann taldi víst, eins og vonlegt var, að Pétur yrði festur á gálga. Svo var sem eg sagði, að hann átti tvennu happi að hrósa í óláni sínu, að hann var látinn bíða dóms og að sá réttargangur fró fram þann nítjánda september. Fram að þeim degi voru þeir, sem dómsmenn dæmdu til dauða, líflátnir jafnóðum. En um morguninn þann mtjánda kom bréf frá ráðheiranum Sunderland lávarði, til Jeffreys lávarðar, sem tjáði að hans bátign hefði náðarsamlegast þóknast að skipa svo fyrir, að ellefu hundruð upphlaupsmenn skyldu af hendi látnir til burtflutnings á þær jarð- eignir, sem hans hátign átti í Jamaica, Barba- dos og á Hléseyjum í suðvestur höfum. Ekki stafaði þessa fyrirskipun af miskun- semi eða vorkun, því að það mun sönnu næst, að hjörtu þeirra sem ráðin höfðu, væru álíka viðkvæm og marmari, heldur var litið svo á, að arðvænlegri eign væri spilt með þessum miklu manndrápum. Þræla var vant til að vinna á eyjum þessum og heilsugóður karl- maður og vel sterkur, mátti væntanlega seljasr. fyrir tíu til fímtán pund. Þá voru margir með konungi, sem þóttust góðs verðir af hon- um og hér var tækifærið til að greiða þær kröfur, með hægu og ódýru móti. Það mætti taka svo og svo marga upphlaupsmenn frá og skifta þeim á milli þessara herra, en þeir svo ráðstafa þeirri eign sinni sér til ábata. Tilskrif lávarðarins Sunderland er enn til og þar má lesa um nákvæma tilhögun á þessu konunglega örlæti á mannlegt hold. Eitt þúsund fangar skyldu skiftast á milli átta hirð- manna og gæðinga, en aftan við bréf lávarð- arins er þvi skotið, að eitt hundrað til skyldi takast frá handa drottningunni. Þessir fangar skyldu fluttir tafarlaust til fyrnefndra staða og haldast þar í tíu ár; þá skyldu þeir fá frelsi sitt aftur, en þeir sem nú væru orðnir eigend- ur þeirra, skyldu ábyrgjast, að þeir væru úr landi fluttir tafarlaust. Af lávarðinum Jeffreys, sem falið hafði verið æzta dómsvald um upphlaupsmenn, er það að segja, að hann gerðist drukkinn það kveld og óður og uppvægur útaf þeirri mildi sem hans hátign hefði verið talinn á að sýna. Hann ritaði konungi og tjáði honum að sú mildi hans kæmi alls ekki rétt niður, en vann ekki á, sú mildi var — fyrir utan 'ábatavonina — kóngi þessum lík. Þeir sem náðaðir voru með þessu móti, urðu að lifa í dauðanum, margir láta lífið af illri meðferð í þrældómi í Vestindíum og verða öfundaðir af hvíldinni, af félögum sínum sem eftir lifðu. Með þessum hætti bar það til, að Peter Blood og Jeremias Pitt og Andrew Baynes voru ekki hjóldregnir, hengdir og höggnir í fjóra parta, eins og þeir voru dæmdir til, heldur fluttir á skip ásamt fimtíu öðrum for- dæmdum upphlaupsmönnum. Þeir voru látnir í búlkarúm undir þiljum, þar var of þröngt, drykkjarvatn fúlt og loftið ekki síður, sótt kom upp meðal þeirra, af henni létust ellefu, þar á meðal Baynes, fjarri sínum ilmandi aldingörð- um, sem honum var svift úr, með svo hroða- legum hætti. Hálfum mánuði fyrir jól varpaði skipið akkerum í Carlisle Bay og skaut á land þeim sem eftir lifðu af upphlaupsmönnum, fjörutíu og tveimur að tölu. Þeir höfðu hugsað sér að þeirra biði villimörk, óhýr eða jafnvel ferleg, en svo var ekki. Þeir sigldu þar að, sem höfði skagaði fram, vaxinn grænum gróðri, uppi á honum grjótvirki en í gegnum göt á grjótveggjunum ginu við fallbyssu trjónur, fyrir innan höfðann var lón mikið, hin bezta höfn, og þar var borgin bygð, uppfrá fjörumáli, með húsum líkt og í Evrópu en ekki í þéttum þyrpingum; upp þaðan var aðh'ðandi Ibrekka, skrúðgræn, og þar stóð höll landstjórans. Kirkjuturn gnæfði upp yfir húsin og staðurinn þokkalegur og vistlegur, eftir nýafstaðnar rigningar, eins og á vorí gerist í Englandi. Fangamir voru reknir á mölina uppfrá fjörumálinu, þar var fylking rauðklæddra her- liða og mikill mannfjöldi, áþekkur því sem gerðist í sjávarborgum Englands, nema þar var færra af kvenfólki og mikill fjöldi svert- ingja. Til að skoða og yfirk'ta þá kom land- stjórinn, bláklæddur með miklum gullskúfum, hann var rauður í framan, stuttur og digur, stakk við og studdist við digran staf úr fíla- beini. Á eftir honum mggaði maður afar hár og digur, ákaflega stórleitur, gulur í framae og illmannlegur, í rauðri treyju, borðalagðri á þá vísu, sem sagði til að hann var höfðingi fyrír landvarnariiði þar í landi. Við hlið hans gekk ung stúlka og stakk skrítilega í stúf við thennar feita förunaut, hún var grönn og létt í spori og falleg utan um sig, í síðuj reiðpilsi og með svipu f hendi. Hún hafði áhöfðinu gráan hatt, barðastóran og hárauða sfcrúts- fjöður í, og hörundslitur hennar var svo skær. sem hún hefði aldrei komið í hitabeltið. Hún hafði jarpt hár á herðar niður, snúið í lokka. Augnasvipurinn var djarflegur og hreinskilinn, en gletnisvipurinn kringum munninn sást nú ekki, í hans stað var kominn alvöru svipur og meðlíðunar. Pétur starði forviða á þessa frísklegu mey, sMkri sjón átti hann sízt von á, henni varð líka starsýnt á hann og það þótti honum alt annað en gott, hann fann til hvað hann leit ræfilslega út. Hann var óþveginn, hárið sítt og ó- kembt og loðinn var hann í framan af lubba- legu skeggi, fötin hans, sem einu sinni voru svo falleg, úr völdu klæði, voru nú bæði óhrein og svo rifin, að flestum hefði þótt hneyxli að hengja annað eins á fuglahræðu, því þóttist hann illa við því búinn, að svo prúðlegur og vel eygður kvenmaður liti við honum. Eig: að síður léku þau um hann, opin og fast að því barnsleg af undrun og meðaumkun. Mærin tók í ermina á sínum rauðklædda förunaut, en hann vatt sér við og hváði stuttaralega eftir því sem hún sagði, örugg og alvarleg. Hann var úteygður og digumefjaður, augun virtust smá, í svo stóru andliti og þeim hvarflaði hann af henni, á þann ljóshærða og unga og kraftalega Pitt, sem stóð við hliðina á Pétri. Landstjórinn nam nú staðar og ræddi við það fyrirfólk sem með honum var, en ekki heyrðu fangarnir hvað talað var, nema til landstjór- ans, honum lá hátt rómur og hann hélt sig vera fyndinn og vildi láta sem flesta heyra til sín. Hann talaði svo til hins stóra manns: “Minn góði liðshöfðingi Bishop, þitt er að ganga fyrstur í valið og kjósa þér blóm úr þessum fallega kransi, og ráða sjálfur kaup- verði. Að því búnu seljum við hina á upp- boði.” Sá stóri Bishop kinkaði kolli og herti róm- inn til svars: “Þinni stórtign fer höfðinglega. Eigi að síður, þetta eru rýrar skepnur, næsta óburugar til akurverks.” Þar næst virti hann fangana fyrir sér á ný, grettinn og fýlulegur, h'kt og hann væri þeim gramur, fyrir að líta ekki betur út. Svo kallaði hann til sín skip- stjórann, er fangana hafði flutt og leit yfir nafnskrá sem sá hafði meðferðis, gekk svo í hægðum sínum kringum hópinn og skoðaði þá; hann nam staðar hjá skipstjóranum unga og virti hann fyrir sér, tók á handleggjum hans og sagði honum að gapa. Þar næst kipraði hann saman varirnar, kinkaði kolli og segir: “Flmtán pund fyrir þennan.” Skipstjóri hins aðkomna skips, Gardner að nafni, skældi sig við. “Fimtná pund! Það er ekki helmingur þess verðs, sem eg ætlaði að fá fyrir hann.” “Það er helmingi meira en eg ætlaði mér að borga,” svaraði liðsmanna foringinn. “En þrjáta'u pund væru h'tið verð fyrir hann, háttvirtur,” svaraði Gardner. “Fyrir það get eg fengið blámann. Þessi hvítu svín þola enga vinnu, heldur veslast upp og velta útaf.” Gardner tók að hæla heilsu Pitts og hvað ungur hann væri og hraustur, líkt og hann væri að lýsa skepnu en ekki manni. Pitt hlýddi á það tal, en roðnaði og bliknaði á víxl og Pétri varð hermt við. Hann sá hvar ung- frúin kom álengdar og landstjórinn við hlið hennar, haltrandi en upp með sér með gleið- gosalegu tali til hennar. Ekki vissi hún af þeirri ósvinnu sem hér var framin eða vissi hún vel og lét sér í léttu rúmi liggja?” Liösmanna höfðinginn Bishop vatt sér við til að halda leiðar sinnar. “Tuttugu pund skal eg gefa. Ekki eirskilding þar yfir og það er helmingi meira en þú fengir hjá Grabstone.” Gardner fann að þetta var lokaboð og játaði kaupinu með andvörpum. Bishop lötr- aði svo framvegis og leit á fangana, Pétur, er næstur stóð og unglingsmann háan og grannan næst honum, virti hann varla viðlits, en sá næsti, miðaldra hrotti, afar stór, vakti eftirtekt hans og þá byrjaði aftur þeirra prang og prútt; þessi stóri og sterklegi maður hét Wolverstone og hafði mist annað augað í orustunni sem áður getur. Þá var hiti mikill og bjart sólskin og sterkur ilmur af trjám og margskonar gróðri, en sh'kan höfðu þeir aldrei fundið fyr. Pétur gaf sig á vald ábatalausum | hugsunum, er sá ilmur vakti honum og þagði. Pitt stóð hljóður við hlið hans og hugsaði hreldur til þess, að nú myndu þeir hljóta að skilja, hann og þessi maður, er höfðu haldið félagsskap allan þennan mæðutíma, maður sem honum þótti nú vænt um og hann sótti að ráðum og trausti. Þá þóttist hann svo aumur og illa haldinn, að umliðið böl var sem ekkert hjá því. Þessi viðskilnaður fanst Pitt vera átakanlegast af öllu því volæði, sem hafi yfir hann gengið á næstliðnum mánuð- um, því að nú þóttist hann aleinn og kunn- ingjalaus verða að mæta þeim raunum, sem • hann átti vísa von á. Enn fleiri komu að skoða hópinn og fóru sína leið og að lokum lýsti Gardner hárri röddu, að nú, þegar herforinginn Bishop hefði lokið sínum kaupum, væri öllum heimilt að gera boð í þann varning, sem eftir væri. Þá sá Pétur að stúlkan talaði til Bishops og benti með silfurbúnu svipuskafti í áttina til hans, síðan færðist sá stóri kroppur á kreik, þramm- aði þungt og seint meðfram fylkingu fang- anna og á eftir honum Gardner og stúlkan með landstjóranum. Áfram héldu þau, þar til iborðalagða trölhð fór framhjá Pétri, þá klapp- aði stúlkan á handlegg hans með svipuskaft- inu og segir: l “Þetta er maðurinn sem eg átti við.” “Hvað, þessi?” Það var auðheyrt, að honum þótti skömm til koma. Pétur sá upp á hann, dökkeygðan og úteygðan og búlduleitan af fitu, augun dökk og sokkin í spikið, eins og kúrenur í kökusnúð, hann fann sig roðna við, er hinn virti hann fyrir sér ‘hátt og lágt með fyrirlitningar svip. “Ja svei, þetta er beinabelgur. Hvað á eg að gera við hann?” Með það sneri hann frá, en Gardner skarst í talið. ‘Tlann kann að vera í hold- skarpara lagi, en seigur er hann. Þegar hinir lágu, þá var þessi hrappur á fótum og stund- aði þá og dugði svo vel, að fleiri hefðu fari allrar veraldar veg, ef hans hefði ekki notið við. Segjum fimtán pund fyrir hann. Það getur ekki minna verið. Hann er seigur, það segi eg þér satt, háttvirtur — seigur og sterk- ur þó horaður sé. Hann er rétti maðurinn að þola hitann, þegar þar að kemur. Veðráttan hérna vinnur aldrei á honum.” Þá smiltraði landstjórinn Steed. “Heyr- irðu það, höfuðsmaður. Treystu kvenþjóð- inni til að þekkja karlmann, þegar hann ber fyrir þær.” Honum þótti sér mælast vel og hló að fyndni sinni. En hann hló einn. Stúlk- an lét sér fátt um finnast og höfuðsmaður heyrði ekki til hans, því að hann var farinn að prútta. Jeremias Pitt stóð á öndinni. Loksins kom síðasta boðið: “Eg skal gefa þér tíu pund fyrir hann.” Pétur óskaði þess innilega, að því boði yrði hafnað. Honum lék viðbjóður á, að verða eign þessarar spikuðu skepnu og stúlkunnar dökkeygðu, þó hann gæti ekki gert sér grein fyrir, hvað til kom. En meira þurfti en ógeð tíi að renna sköpum. Þræll er þræll og ræður engu um forlög sín. Pétur var seldur ófúsum kaupanda fyrir smánarlegt verð, tíu sterlings- pund. V. Kapítuli Nýja vistin Nokkrum vikum seinna var það einn morg- un, að Arabella Bishop, stúlkan sem fyr getur-, kom út úr húsi föðurbróður síns, sem stóð á ibrekkuibrún utanborgar, bæði stórt og skraut- legt, og steig á bak reiðhesti, sem beið henn- ar. Tveir svertingjar, varla fullvaxnir, brokk- uðu spölkom á eftir hesti hennar, en förinni var he’itið til hallar landstjórans, að hitta konu hans, sem var vesöl. En þegar hún var skamt komin áleiðis, kom á móti henni hár maður og grannur, dökk klæddur að fyrir- manna sið. Hún þekti hann ekki, og ókunn- ugir menn voru sjaldgæfir á eynni. Eigi að síður þóttist hún hálf kannast við hann. Miss Arabella tók í tauminn og lézt njóta útsýnis yfir bæinn og höfnina, sem var að vísu fagurt. En samt gáfu þau dökku augu góðar gætur að manninum. Þegar hann kom nær, sá hún að föt hans voru dökk að vísu en tæplega fyrirmannleg, ekki úr klæði heldur vaðmáli eða heimagerðu efni, og ef treyja hans fór vel, þá var þaö fremur af því að hann var var vel * vaxinn og bar hana vel, heldur en að hún væri vel sniðin. Sokkarnir voru úr bómull, alt annað en stásslegir, og höfuðfatið, sem hann tók ofan þegar hann kom að henni, var barða- stór hattur fjaðralaus og skrautlaus og mikið borinn. Henni sýndist álengdar að hann hefði hárkollu, en nú sá hún að svo var ekki, heldur hafði hann mikið hár hrafnsvart og hrokkið. Hann var útitekinn, fölleitur og fastleitur og þegar hann leit á hana, sá hún að hann var Ibláeygður, sem kom henni alveg á óvart, og þegar hann stóð ekki við, þá talaði hún til hans: “Eg þykist kannast við þig, herra.” Málrómur hennar var rösklegur og pilti líkur og fas hennar sömuleiðis, ef svo mætti segja um fallega stúlku og ljúflega að sjá, djarflegt og hreint og beint, fyrir utan tilhald og látalæti af kynhvöt, létt og liðlegrt svo að öllum geðjaðist vel. Af þessu stafaði það, ef til vill, að þó Miss Arabella væri orðin hálf- þrítug, þá var hún ógift og ólofuð og meir að segja, enginn karlmaður hafði enn leitað ásta við hana. Hún var djarfmælt og hreinskilin eins og systir, við alla karlmenn, en þó þeir stygðust ekki við það varð þeim ólétt um að sækja eftir blíðu hennar. iSvertingjar hennar settust í grasið á- lengdar en maðurinn sem til var talað nam staðar og svaraði: “Hver kvenmaður ætti að þekkja sitt.” “Nú?” “Eign föðurlbróður ðíns að minsta kosti. Leyf mér að segja hver eg er. Eg er kallaður Pétur Blood og er réttra tíu punda virði. Þetta veit eg af því, að föðurbróðir þinn keypti mig því verði. Það er ekki öllum gefið, að vita uppá hár hvers virði þeir eru.” Þá þekti hún hann. Hann hafði ekki borið fyrir hana síðan hann kom á land og kaupin gerðust, en nú var hann svo ólíkur því sem hann var þá, að það var engin furða, þó hún kæmi honum ekki fyrir sig. “Maður lifandi,” varð henni að orði. “Og þú getur gert að gamni þínu!” “Það er þrekvirki, því ber ekki að neita. Þess er samt að geta, að kjör mín urðu ekki eins hláleg og á horfðist.” “Frétt hefi eg það,” sagði hún. Hún hafði frétt það sem fljótt varð hljóð- bært, að þessi dómfeldi uppreisnarmaður væri læknir. Landstjórnin Steed þjáðist af fótagigt og þegar hann iheyrði að hægt væri að ná í nýjan lækni, fékk hann þann náunga að láni hjá eigandanum. Honum hafði ekki gagn- ast að ráðum þeirra tveggja lækna sem þá voru í Bridgetown, en af Péturs aðgerðum fékk hann linun,, hvort sem íþrótt hans var völd að því eða hepni. Eftir það lét frúin hann koma til sín, að lækna, höfuðverk sinn. Mr. Blood fann fljótt að það gekk ekki annað að henni en . óværir skapsmunir, og að ekki bötnuðu þeir heldur snerust í sífelt önuglyndi, við fásinnið í Barbados, sem kom sér illa við metnað hennar og frama girni. Eigi að síður sagði hann henni fyrir um háttu og meðala brúkun og þar af þóttist hún fá góðan bata. Við þetta varð hann frægur í Bridgetown; og eigandi hans, ofursti Bishop, sá sér meiri á- bata von af þræli þessum, að láta hann stunda íþrótt sína, heldur en að setja hann til akra- vinnu, þó að hann væri keyptur í því skyni. “Þér á eg að þakka, maddama, að eg er hvorki þjáður né saurstokkinn,” sagði Mr. Blood “og eg er feginn að fá tækifæri til að tjá þér þakkir fyrir það.”

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.