Heimskringla - 18.03.1936, Síða 7

Heimskringla - 18.03.1936, Síða 7
WINNIPEG, 18. MARZ, 1936 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. f HELJARGREIPUM HERNAÐARINS Frh. frá 3. bls. mjög skamma stund kemur nú skipun frá kafbátnum. Er mönnum nú -sagt að hætta vinnu, loka lestunum og eigi Bragi að fylgjast með kafbátn- um. — Ennfremur kom skipun um það að senda björgunaribát- inn aftur til kafbátsins. Var það gert og voru þeir “Braga”- menn nú sýnilega daufari í dálkinn en áður. Þegar háturinn kom aftur, voru í honum tveir þvzkir “navigatörar”, vélstjóri og merkj^maður, ungur strákur, allir vopnaðir og þar að auki með fjórar sprengjur. Einnig komu þá hásetarnir af Braga, sem komnir voru í kafbátinn. — Tóku nú Þjóðverjar við allri stjórn á togaranum og var hald- ið á stað suður á bóginn. Öll sjókort “Braga” lögðu Þjóðverj- ar undir sig og vissi skipshöfnin því ekkert hvar skipið var statt nema hvað menn grunaði að nú ætti að fara á siglingarleið- ina milli Ameríku og Englands og sitja þar fyrir skipum. — Var “Bragi” um nætur látinn sigla með öllum ljósum, en kaf- báturinn sigldi altaf ljóslaus og vissu þeir lítt hvað honum leið. Var nú siglt þannig í fjóra daga. Létu Þjóðverjarnir ís- lendinga yfirleit afskiftalausa, nema einn daginn. Þá var skip- lð stöðvað og mönnum skipað að mála yfir dönsku hlutleysis merkin á hliðunum. Var þá tals- verð alda og valt skipið mikið og skolaði sjórinn málningunni jafnharðan af, og urðu menn seinast að gefast upp við verk- ið. Þetta gerðist einhversstað- ar vestur af írlandi. Var nú enn haldið áfram suður á bóg- inn. Á fimta degi, klukkan um ellefu fyrir hádegi, komu þeir að stóru timburflutningaskipi, sem var að sökkva. Hét það “Seatonia” og var frá West HartlepooL Komust þeir hrátt að raun um að kafbáturinn hafði verið þar að verki og skot- ið skipið, enda þótt þeir hefði ekkert orðið varir við hann, að- eins séð sprenginguna álengd- ar. Sást nú hvar skip kom úr austurátt, og þegar það nálgað- ist, sást að það var með sænsk- um hlutleysismerkjum á síðun- um og sænska fánann dreginn að hún. Ætluðu Þjóðverjarnir að stöðva skipið, en sáu þá að það hafði fallbyssur og leist því ekki á blikuna. Spurðu þeir skipstjóra hvort ekki myndi hægt að leynast í skipinu, en hann taldi það óhugsandi. Fell- ust Þjóðverjarnir á, að svo væri og sögðu að það yrði að skeika að sköpuðu. En svo skeður það einkennilega. Skipið heldur á- fram með hægri ferð, án þess að skifta sér af Braga. Þjóðverjarnir gáfu skipun um það að setja út bát. Var þá sunnan strekkingur og tals- verður sjór. Á stóru svæði um- hverfis hið sökkvandi skip, var fult af timíbri, sem flotið hafði úr því. Þama leitaði nú bátur- inn fram og aftur í nær tvær klukkustundir ef vera kynni að einhverjir af skipshöfn “Sea- tonia” væri þar að velkjast í sjónum og héldu sér uppi á timbrinu. Var Þjóðverjum það fullkomið áihugamál að bjarga lífi þeirra. En engan mann fundu þeir. Þetta var undan suðvestur- strönd írlands og svo nærri að menn sáu land. Vegna þess hvað farið hefir verið fljótt ýfir sögu, þykir hér nauðsynlegt að geta um nokkur atvik til skýringar. Daginn áður en Bragi fór héðan, kom tilkynning frá ibrezka ræðismanninum um það, að togarar yrði að sigla aðra leið til Fleetwood en áður. I staðinn fyrir að sigla til eyjar- innar St. Kilda, var þeim nú skipað að sigla á stað sem væri 58 gr. norðurbreiddar og 10° vesturlengdar og breyta þar um stefnu suður í írlandshaf. Þessi staður et langt fyrir sunnan St. Kilda. En einmitt þar lá þýzki kafbáturinn fyrir “Braga” og var engu líkara en að Þjóðverj- ar vissu upp á hár um þessa nýju siglingaleið. Þegar skipstjórinn á “Braga” kom að kafbátnum með skips- skjölin, voru allir menn uppi og hafði kafbáturinn þá sett upp loftskeytastengur og náð sam- bandi við Þýzkaland. Undruð- ust þeir “Braga”-menn hve fljótir kafbátsmenn voru að koma loftskeytastöngunum og loftnetinu upp, því að það skifti engum togum. Voru Þjóðveirj- amir kátir, því að þeir höfðu fengið fregn um það, að þýzki flutningakafbáturinn “Bremen” væri kominn til Ameríku heilu og höldnu, í gegn um herskipa- girðingar bandamanna. Guðmundi skipstjóra var nú boðið upp í turn kafbátsins, þar sem kafbátsforinginn og nokkr- ir aðrir biðu hans. Spurði nú foringinn hvaða skip þetta væri, hvaðan það væri, hvert það ætl- aði og með hvaða farm það væri. 'Spurði Guðmundur þá aftur hvaðan þeir væri. Yfir- foringinn svaraði því engu, en gaf merki, og um leið breiddu hinir út þýzka herfánann fyrir framan Guðmund. Brá honum þá allmjög, því að í lengstu lög hafði hann vonað að þetta DAY SCHOOL for a thorough business training— NI6HT SCHOOL for added business qualifications— The Dominion Business College, Westem Canada’s Largest and Most Modem Commercial School, offers complete, thorough training in Secretaryship Stenography Clerical Efficiency Merchandising Accountancy Bookkeeping Comptometry— —and many other profitahle lines of work We offer you inaividual instraction and the most modem equipment for busrness study, and AN EFFECTIVE EMPLOYMENT SERVICE for the placement of graduates ln business DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John’s vær enskur kafbátur. En þetta var þá kafbáturinn “U 49” frá Emden. Þegar ákveðið var að sökkva “Braga” voru öll matvæli tekin úr honum og flutt yfir í kafbát- inn. Ennfremur tóku Þjóðverj- arnir riffil og belgiska marg- hleypu, sem skipstjóri átti. Mat- vælunum var öllum skilað aftur, þegar hætt var við að sökkva skipinu, nema einum kassa af smjörlíki og einum kassa af mjólk, en í þess stað lét kafbát- urinn “Braga” fá 14 flöskur af koníaki og genever. Þjóðverjarnir, sem komu um borð í Braga voru fjarska kurt- eisir og alúðlegir og höfðu eng- an andvara á sér. Var því líkast sem þeir liti á skipshöfnina sem sína menn. Foringi þeirra hafði verið skipstjóri í 4 ár á veiði- skipi frá Esbjeirg í Danmörku og talaði dönsku reiprennandi., Varð því fljótt um viðkynningu og sambúð ágæt allan tímann. Á fyrsta degi eftir að Þjóð- verjar tóku Braga mættu þeir stóru seglskipi. Brunnu þá Þjóðveirjar í skinninu að stöðva það og sprengja það í loft upp. En veður var svo slæmt, að þaö var ekki viðlit. Urðu þeir því, þótt leitt þætti að láta skipið sigla sinn sjó, og sáu það sein- ast til þess að það stýrði norð- ur með írlandsströnd. Nú er þar til máls að taka er fyr var frá horfið að þeir á “Braga” gáfust upp við að leita að skipverjum af hinu sökkv- andi skipi “Seatonia” og sigldu suður á bóginn. Var þá haldið til hafs með hægri ferð og stefnt í suðurátt. Var h'kri stefnu haldið alla næstu nótt og fram undir kl. 10 næsta morg- un. Var þá komið suður í Bis- cayflóa á þær slóðir, sem gert hafði verið ráð fyrir áður en þeir hittu kafbátinn. Nú sáu þeir á Biraga þrjá togara saman, eigi alllangt í burtu. Var þá siglt í áttina til þeirra. Alt í einu sáu þeir að einn togarinn sökk, og var þá sett á fulla ferð, þvi nú vissu Þjóðverjarnir að þarna mundi kafbáturinn vera. Reyndist það rétt. Kafbáturinn var þar of- ansjávar, með loftskeytasteng- ur uppi. Við hlið skipsins lá mannað- ur bátur og á þilfari kafbátsins var ótrúlega mannmargt. Var nú “Braga” gefið merki að" senda bát sinn þangað, og var það gert. — Sótti hann 15 menn um borð í kafbátinn og voru það skipverjar af “Seatonia”, sem kafbáturinn hafði bjargað. Á bátnum, sem lá við hlið kaf- bátsins voru 10 menn af togar- anum, sem sökt var. Þegar kom um borð í “Braga” var farið að spyrja menn af “Seatonia” spjörunum úr. Þeir sögðu að 32 menn hefði verið á skipinu og þegar kafbáturinn hefði stövað það og skipað þeim að yfirgefa skipið, hefði 16 farið í hvom bát og róið í burt, en kafbáturinn skaut þá tundurskeyti á skipið. Fyrir öðrum bátnum var stýrimaður, en skipstjóri fyrir hinum. Bátur stýrimannsins setti upp segl og sigldi áleiðis til lands og vissu þeir ekki meira um hann, annað en hvað talið var líklegt, að hjálparbeiti- skipið með sænsku hlutleysis- merkjunum hefði bjargað hon- um. Kafbáturinn komst í kast við það skip. Skaut skipið á hann mörgum fallbyssuskotuim, sem ekki hæfðu, og kafbáturinn sendi því tvö tundurskeyti, sem hæfðu ekki heldur. Skildi þar með þeim, en vegna ótta við kafbátinn mun skipið ekki hafa viljað skifta sér neitt af “Braga”, er það mætti honum. Bátur skipstjórans á “Sea- tonia” hafði laskast eitthvað þegar honum var rent fyrir borð og var naumast sjófær. Tóku því kafbátsmenn bátverja alla til sín, en sleptu bátnum. Fimtán voru nú komnir um borð í “Braga”, en skipstjórann tók kafbáturinn til fanga, vegna þess að skjöl hans voru ekki í lagi og hann var hortugur. iSkipverjar íaf togaranum i höfðu þá sögu að segja, að þeg- ar kafbáturinn kom á vettvang stöðvaði hann alla togarana þrjá og setti menn um iborð í þá. Sökti síðan skipi þeirra eftir að þeir voru allir komnir í bátinn. Nú voru eftir tveir togarar. Lá annar þeirra fyrir bornvörp- unni, en hinn hélt sér við með vélinni. Vegna þess að farið var að ganga á kol Braga, ákváðu Þjóðverjar að taka skyldi 50 smálestir af kolum úr togurun- um og flytja um borð í hann. Var þegar byrjað á því verki. — Englendingar voru látnir vinna að því að ná kolunum upp úr lest og flytja þau til “Braga”, en Bragamenn tóku á móti. Var byrjað á að taka kolin úr þeim togaranum, sem lá fyrir vörpunni. En nú tók að hvessa og hrakti “Braga” hvað eftir annað frá togaranum. Tafði þetta vinnuna mjög, svo að það var tekið til hragðs að binda skipin saman með kaðli og vír. Eftir það gekk betur um s$und. Altaf iherti veðrið svo að nú drógu þeir varla, sem áttu að róa bátnum milli skipanna. Var þá strengdur mjór kaðall milli þeirra og báturinn dreginn á honum. Þetta dugði snöggvast, en þá var sjór farinn að ganga svo yfir “Braga” að) kolarúmin ætluðu að fyllast og höfðu dæl- urnar ekki við. Þá var hætt við kolaflutninginn og höfðu nú “Braga” bæst eitthvað um 15 smálestir. Því urðu Bragamenn fegnir, að ekki náðist meira af kolum, því að Þjóðverjar höfðu sagt þeim, að þeir yrði að fara með kafbátnum suður til Gibraltar, ef kol fengist nóg. iSíðan voru matvæli úr togur- unum flutt um borð í “Braga” og eins skipshafnirnar tvær, 20 menn, tíu af hvoru skipi. Togurunum skyldi nú sökt. Höfðu Þjóðverjar áður komið sprengjum fyrir í þeim á hent- ugum stöðum. Skipuðu þeir nú Bragamönnum að róa með sig um borð í togarana til þess að kveikja í sprengjunum. Þá kom skipstjórinn af öðr- um togaranum til Guðmundar skipstjóra. Var hann með tárin í augunum og sagði kjökrandi frá því, að hundur, sem hann átti, hefði orðið eftir um borð. Bað hann nú Guðmund bless- J aðan að fá Þjóðverjana og menn1 sína til að bjarga hundinum. Það mál var auðsótt; hundinum var bjargað og í þakklætisskyni fyrir það, ‘gaf skipstjóri Guð- mundi hundinn. Átti Guðmund- ur hann nokkra hríð, var boðið j stórfé fyrir hann á Santander, en afdrif hans urðu þau, að hann fór fyrir borð á “Braga”. Þjóðverjar létu Bragamenn hjálpa sér til þess að kveikja í sprengjunum og var svo aftur farið um borð í “Braga”, en gleymst hafði að leysa kaðalinn, sem batt hann við enska togar-! ann. Hefði verið ógaman að vera svo að segja rétt við hlið hans er sprengingin varð. Þess vegna var það tekið til fanga- ráðs, að vinda kaðalinn upp á vörpuvinduna þangað til hann slitnaði, og “Bragi” varð laus og sigldi brott. Ekki sáu þeir togarana sökkva, þvl að það var orðið svo myrkt af nótt. Kafbáturinn var þá farinn sína leið. Togarar þessir hétu “Cas- well” frá iSwansea, “Harfat Castle” frá sama stað og “Ky- oto” frá Cardiff. Tekið var nú að þrengjast um iborð í Braga, þar sem þar höfðu bæst við 49 menn, 45 af hinum söktu skipum f jórum og 4 Þjóð- verjar. Meðal “Seatonia” skips- hafnar voru menn af ýmsum þjóðum, svo sem Norðmaður, Frakki, tveir ítalir, Grikki, Rússi og Portúgali. Voru sumir þeirra mjög klæðlitlir, en Þjóð- verjar tóku föt af togaramönn- • • NAFNSPJOLD Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skriístofusimi: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að íinni á skrifstofu kl. 10—l: f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 158 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsimi: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909' Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNINO ST. Phone: 26 420 Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 Gunnar Erlendsson Pianokennari Kensiustofa: 594 Alverstone St. Sími 38 181 um og fengu þeim þau, og létu allir sér það vel líka. Meðal annars, sem teklð var úr ensku togurunum,, voru margar drykkjarkrúsir. — Ekki vildu Þjóðverjarnir sjálfir nota þær og drukku aðeins úr krús- um “Braga”. Þessum mannfjölda, sem nú var um borð, var þannig komið fyrir í skipinu: Foringi Þjóð- verja svaf í “bfúnni” hjá skip- stjóra og höfðu þeir þar vopn- in og sjprengjurnar hjá sér, geymt í klæðaskáp. Allir skip- verjar “Braga” voru fluttir aftur á, og þar voru einnig 3 Þjóð- verjar, vélstjórar söktu skip- anna og matreiðslumaður “Sea- tonia”. Tók hann algerlega að isér öll hrytastörf, ásamt tveim- ur hjálparkokkum sínum. Þeir voru látnir baka brauð allar nætur. Fyrst voru 19 manns aftur í káetu, en sá 20. var fluttur þangað, vegna þess að hann veiktist; tók sig upp sár, sem hann hafði fengið á víg- stöðvunum í Frakklandi. Allir hinir 44 voru fram í hásetaklefa og -var þar þröngt, enda leit- uðu ýmsir sér svefnstaðar hvar sem þeir gátu. Haldið var nú suður á bóg- inn, en farið hægt, því að veðr- ið var vont, og helst það alla nóttina, en daginn eftir var komið dágott veður. Sást þá stórt franskt gufuskip koma í ! móti “Braga”. Þótti Þjóðverjum | slæmt að kafbáturinn skyldi hvergi vera nærri til að sökva 1 því, og þótti súrt í brotið að j þurfa að sleppa því framhjá. Framh. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfræðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ÍSLENZKIR LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta míðvikudiag i hverjum mánuði. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætw úti meðöl í viðlögum VitStalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 at5 kveldinu Sími 80 857 665 Victor St. A. S. BARDAL selur líkkistw og annasit um útfar- ir. Allw útbúnaðw sá besti. _ Ennfremw selw hann allskonar minnisvarða og legsteirva. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Dr. S. J. Johannesson 218 Sherbum Street Talsiml 30 877 ViStalstími kl. 3—5 e. h. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral * Designs Icelandic spoken the watch shop Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnlpeg Gegnt pósthúsinu Slmi: 98 210 Heimilis: 33 328 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inaurance and Financial Agents Simi: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg RAGNAR H. RAGNAR Píanisti oa kennari Kenslustofa: 683 Beverley 8*. Phone 26 555 Office Phone 87 293 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Oitice Hotms: 12-1 4 r.M. - 6 p.m. AND BT APPOINTMENT Dr. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Talsími 23 739 Viðtalstími 2—4 p.m. Heimili: 776 Victor Street Winnipeg Talsimi 22 168.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.