Heimskringla - 01.04.1936, Síða 3
WINNIFBG, 1. APRÍL, 1936
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
ing í Dresden. Það er indæll
bær. Hreinn — gamall og nýr,
og fullur af listafólki, opera-
búsum og söfnum, og hafði eg
yndi af á sunnudögum að at-
huga söfnin. Eg vann þar hjá
konunglegum meistara. Við
máluðum mest í stjórnarráðinu,
Landgericht, í kirkjum og víð-
ar. Þar undi eg mér bezt af
öllum sitöðum í heiminum sem
eg hefi dvalið í, að Reykjavík
undanskildri.
Svo hvarf eg til Hafnar aftur
og settist þar að um tíma, í fé-
lagi við aðra stúlku. En þar átti
eg ekki heima, enda þótt eg
hefði stundað þar skóla áður.
Það gekk ljómandi í fyrstu, —
blöðin mintust okkar. En svo
skeði sá atburður á fyrsta ári,
að elzta systir mín misti mann-
inn sinn í sjóinn frá tveimur
börnum á fyrsta og öðru ári.
Hvarf eg þá heim og settist að
í Reykjavík, vorum við svo
saman systurnar upp frá því.
En móðir okkar annaðist heim-
ilið og litlu föðurlausu börnin
okkar meðan við vorum úti að
vinna, og var oft margt í heim-
ili. Systir mín stundaði bók-
band hjá Ársæli bróðir okkar
eða var í bókabúðinni hans. í
Reykjavík var mér vel tekið. —
Um 80 hefðarkonur héldu mér
samsæti á opinberum stað og
færðu mr ljóð eftir Jón Trausta
(Guðm. Magnússon) skáld, en í
hans húsi áttum við heima í
mörg ár, og var þeim hjónum
það kærkomið, þar sem þeim
varð ekki barna auðið. Við
systurnar áttum marga indæla
stund saman með börnum okk-
ar, með því eg hafði þá altaf
góða atvinnu.
Þannig liðu 10 ár. Þá hvað?
Þá datt í mig að fara til Ame-
ríku til að sjá mig um og læra
af Ameríkönum, og um leið
heimsækja Svisslendinginn
minn sem eg hafði skrifast á
við í 13 ár. (Hann las um mig
í þýzku tímariti og þá byrjuðu
bréfaskifti okkar). Við vorum
búin að ákveða að sjást, en
hann gat ekki yfirgefið stöðu
sína. Þetta var í það mund er
íslenzku skipin voru að gefa
upp Ameríku ferðir og ákvað
eg að fara áður en þau hættu.
Það var afarmikil vinna undan-
farandi árin og altaf fékk eg
fleiri og fleiri viðskiftavini. —
Stundum haf'ði eg nokkra menn
í vinnu á sumrin og marga
nemendur; fór eg því til Ame-
ríku meðfram til að hvíla mig
frá málningunni um eins árs
skeið.
Uvo lagði eg af stað 13. sept.
1920 og var mér strax farið að
leiðast er eg kom um borð og
lá við að eg beiddi Helga “Lóss”
að taka mig til baka, jafnvel þó
eg næði ekki í farangurinn. En
eg reyndi að stilla mig.
Eg hafði ágæta samfylgd
með frú Stefaníu leikkonu og
fl., einnig var þar kona í ferð-
inni, hún var ekkja með þrjá
drengi, varð brátt vel til vina
með okkur, stuðlaði þar mikið
til að drengirnir hennar voru á
líkum aldri og minn, enda átt-
um við lengst samleið, fór hún
til Seattle, eg til Spokane.
Mamma vildi ekki sleppa
drengnum mlínum. “Þú færð
ekki barnið” mælti hún, “það
verður nógu erfitt fyrir þig í j
Ameríku samt.” Svo skildi eg
við þessa elskulegu móður
míná hrygga. “Gráttu ekki
elsku mamma, eg kem afitur”,
voru mín síðustu orð.
Eg kom til Spokane um
haustið og þaðan til Adely, þar
sem Svisslendingurinn minn átti
heima og var mér þar auðvitað
tekið opnum örmum, enda þótt
eg aldrei hefði hann augum lit-
ið. Hann heilsaði mér með
kossi, sagðist nota sér að þaö
væri íslenzkur siður. Eg varð
svo hissa er hann sagði þetta
að eg gleymi því aldrei. En
brátt varð eg þess vör að hann
hafðil kynt sér íslenzku og átti
dálítið af íslenzkum bókum.
Ilann var ekkjumaður og átti
þrjú uppkomin börn, og hafði
vellaunaða stöðu, var póstur
fyrir stjórnina, hafði skínandi
bústað 160 ekrur af landi og
allar vélar og áhöld og ráðs-
mann til að sjá um alt. Kýr,
hesta, kindur og hænsni, aldin-
garð með 200 ávaxtartrjám o.
s. frv. Húsið stóð undir skógi
vöxnu fjalli, og við blasti dalur,
rennisléttir akrar og engi, en á
rann eftir miðjum dalnum. —
Yndislegt landslag. Eg skrif-
aði mömmu einhverju sinni að
fegurðin væri líkust því að
maður gengi á málverkum. Og
okkur fanst sem við hefðum
þekst um langa tíð, svo við op-
iniberuðum trúlofun okkar brátt,
enda þótt við hefðum varla
minst á slíkt í bréfum okkar.
Hann skrifaði á þýzku, en eg
á íslenzku, til að læra málin.
Við vorum svo gefin saman á
gamlársdag, það sama ár 1920.
Svo liðu árin, eg fer ávalt með
honum í póstferðirnar um fjöll
og hálsa. í bíl á sumrin en á
vetrum í skemtisleða eða létti-
vagni með hlaupa hesturn fyrir.
Og hann “Jötlaði”* alla jafna.
Fólkið vissi þegar pósturinn var
á leiðinni, því undir tók í fjöll-
unum.
En eftir tæp þrjú ár hætti
söngurinn og “Jötlið” í fjöllun-
um. Jakob Thoni fórst af bfl-
slysi 8. des. 1923. Það var in-
dæll vetrarmorgun en talsvert
frost og frusu rúður bílsins. —
Hann var að forðast skepnu
sem fór í veginn fyrir hann og
sneri bílnum snögt til hliðar og
fór hann um við sveifluna. —
Drengurinn minn (sem hann
hafði sent eftir til íslands fyrir
mig) stóð á hliðarborðinu og
sakaði lítið.
Eg sá slysið að heiman og
flýtti mér til þeirra með ung-
barnið í fanginu, en ástvinur
minn dó samstundis í örmum
mínum og þá sendi eg drenginn
eftir hjálp.
Eg get ekki komið orðum að
hvernig mér leið á þessu augna-
bliki, einmana, langt frá öllum
vinum og tryggi ástvinurinn
minn liðið lík. Hluttekningar-
bréf kom frá Póststjórninni í
Washington, D. C. og var á þá
leið, að maður sem stóð svo
prýðilega í stöðu sinni, hlyti að
hafa verið góður eiginmaður.
Og sólargeislinn okkar, litla
stúlkan, aðeins fárra mánaða
gömul, varð huggunin mín.
En nú byrjuðu aftur daprar
stundir, eftir þennan sólskins-
blett í lífi mínu. Eg misti heim-
ilið mitt með öllu. — Fór að
vinna við málning aftur í Se-
attle.
Leið þó ekki á löngu þar til
eg vaidi' mér aftur lífs förunaut.
Og 25. marz 1925, giftist eg á
ný Jóhanni Ólafi Norman,
ekkjumanni með 7 börn. Hann
var mjög karimannlegur og
göfugmannlegur svo eg trúði
honum fyrir mér og litlu stúlk-
unni minn,,i strax og eg tók í
hraustu höndina hans.
Hann átti von á vinnu hjá
fiskjfélagi á Point Roberts. Og
sigldum við þá af stað til þess-
arar fögru strandar.
Eins og í leiðslu steig eg á
land af skipsfjöl, hugsandi h'tið
um hvað fyrir mér mundi liggja
hér. Heimþrá gerði en vart við
sig, líkt og þegar eg lagði af
stað frá íslandi. En eg hafði þá
nýskeð fengið þá fregn að eg
fengi engan arf eftir manninn
minn. (Efðaskráin fanst ekki).
Hefði mér hlotnast arfur, ætlaði
eg mér heim til íslands með
bömin.
Drengurinn minn fór nú til
Californíu til að vinna fyrir sér
og jafnframt að halda áfram
námi við málningu, sem hann
hafði byrjað með tilsögn minni
í Seattle. Og eftir 4 ára dvöl í
Ameríku tók hann sig upp og
fór til íslands, hann festi hér
ekki yndi. En er hann kvaddi
* Jötl er svissneskt kvæða-
lag, á sinn hátt, sem íslenzkt
rímnalag.
mig fyrir 9 árum, þá greip mig
ólæknandi heimþrá, enda þótt
það gleddi mig að móðir mín
fékk aftur að njóta hans.
Svo fór eg að mála hér, gekk
ágætlega, fékk mikla vinnu og
hugsaði nú ekki um annað en
að komast heim — heim til ís-
lands og ástvinanna. Stundum
hafði eg hálft fárgjald, eða fyrir
helminginn af fjölskyldunni, en
það var auðvitað — aðeins byr
undir annan vænginn.
“Ærið sóttist róður harður.”
Eg fékk vinnu við að mála stór-
hýsi, skólahús, kirkjur, hlöður,
skrifstofur o. s. frv. Vann oft
nótt og dag, bæði hér í Pt. Rob-
erts, einnig í Seattle, Belling-
ham, Blaine, Vancouver og al-
staðar sem mér hauðst vinna.
Því eg var ákveðin í að fara
heim. Keypti ferðaföt bæði fyr-
ir mig og börnin; útbjó mig
með gjafir fyrir systlkini og vini
og alt var til reiðu, nú átti að
skríða til skarar 1930. Þá yrðu
fargjöldin niðursett. Og mað-
urinn minn reyndi líka alt hvað
hann gat — því enginn hefir
víst skilið mig betur en hann.
En svo komu erfiðu árin og
vonirnar brugðust með öllu, öll
sund virtust lokuð, en eg gat
ekki slept þeirri hugsun að þrá
ma'n uppfyltist og í hvert sinn
er mér bauðst vinna lifnaði von-
in á ný. Og eg var alls ekki
smeik að koma heim til íslands,
með þá þekking á atvinnugrein
minni sem eg hafði öðlast hér
til viðbótar því er eg hafði áður
lært í skóla. Svo eg safnaði 'aö
mér ógrynni af öllum þeim
gögnum sem gætu orðið mér
til stuðnings við að setja upp
ameríská atvinnu heima. (Því
að mínu áliti er Ameríka langt
á undan í byggingarlist á
marga vísu). Einnig hafði eg
á góðu árunum lagt fyrir tals-
vert af áhöldum, pensla og
bursta af nýjustu og beztu teg-
und.
1930 fór Magnús bróðir minn
heim til íslands, eftir 12 ára
dvöl í Ameríku. Þar af dvaldi
hann 10 ár í San Franciseo. —
Hann dvaldi árstíma hér hjá
okkur og bygði hann sér þá
starfstofu. En er píanóið þagn-
aði og myndirnar hættu að
skapast í þessari stofu, þá fann
eg ekki framar ánægju að konn
þar inn, liðu stundum ár svo eg
leit þar ekki inn, því endur-
minningin um þenna kæra burt-
horfna listamann setti mig
hljóða. Hann hafði svo oft ver-
ið mér dásamlegur í raunurn
mínum. En nú flutti tilviljunin
mig inn í þessi hýbýli hans. —
Síðan Magnús fór hefi eg tog-
að öllum árum til þess að kom-
ast líka, en nú lítur helzt út
fyrir að eg verði að leggja ár-
arnar í bátinn, en það er þungt.,
þungt, þungt. Maggi minn,
gerðu lag við þetta.
Hér var maður á Tanganum
sem sagði: Ásta, já hún verður
aldrei centa-laus. En oft skall
nú hurð nærri hælum í því efni.
En þó átti eg í gær 12. febr.
5 dala gullpening, vinargjöf sem
kom sér vel að grípa til þegar
eg var í þröng. Síðast pant-
setti eg hann fyrir jólagjafir.
Hún gerði mér þann greiða að
lána mér peninga út á hann,
konan með rólega og ábyggi-
lega svipinn. Og eg var nýbúin
að útleysa hann. Þegar —þeg-
ar hann tapaðist mér, ásámt
öðru, ásamt svo óteljandi vina-
minningum. Svo nú, 13. febr., á
eg ekki fyrir frímerki á bréf til
ástvinanna heima, móður, son-
ar og systkina.
Svo hér er eg.
12. febrúar 1936. — Klukkan
er að verða 10 að kvöldi. Eg
sit í stofunni og er að stoppa í
sokka og hlusta á útvarpið frá
Hollywood. Eg fór úr sokkun-
um og lét á mig inniskó. Jó-
hann býður mér góða nótt og
fer upp á loft, en kemur að
vörmu spori aftur og segir:
“Það er kviknað í þakinu.” Við
hlupum bæði út til að gá að
þakinu og var það alelda. Rok-
veður var á með frosti.
taldi eg ekki sporin mín upp
stigann, inn ganginn, inn í stóra
herbergið, þar sem börnin mín
þrjú hvíldu í fasta svefni. Eg
hraða mér að rúmi Brynhildar
mdnnar — 9 ára — hennar rúm
var undir veggnum þar sem
reyfháfurinn var og skíðlogaði
alt í kringum barnið. Eg stans-
aði augnablik, hugfanginn af
fegurð hennar, þar sem hún lá
með löngu lokkana sína á kodd-
anum, saklaus og yndisleg í
glóandi geislum eldsins og átti
sér einkis ills von. “Bíbí mín,
á fætur, húsið er að brenna”.
Næst var Lisalie mín 12 ára.
“Upp með þig húsið er að
brenna.” Hún rak upp hræðslu
óp. “Út með ykkur, eg ætla að
taka Bubba.” Helgi rninn 7 ára
svaf í þriðja rúminu og tók eg
hann innaní teppi og bar hann
útá víðavang, þá fyrst vaknaði
hann.
I millitíð var maðurinn minn
að reyna að sljákka eldinn með
vatni. Við gengum þarna að
verki, alveg eins og við höfum
altaf verið samhent á liðnum ár
um. Þegar eg kom upp aftur,
var litla herbergið hans alelda.
Við reyndum svo að ná í eitt-
hvað úr rúmunum og klæða-
skápunum, og henda þvi út af
svölunum. Hálft stóra herberg-
ið var þakið barna leikföngum,
en eg gat aðeins náð í brúðuna
hennar Bíbí, mér fanst hún
horfa á mig, eg fleygði henni
út og hana sakaði ekki, því hún
var úr gúmmí. Eg seildist upp
á vegg eftir mynd af Njáli syni
mínum — einnig helgimynd úr
postuh'ni, sem Lisalie minni
þótti svo vænt um, en eg náði
henni ekki. Svo tók eg niður
klukkuna, en misti hana á gólf-
ið. Og engin ti'mi vanstí til að
ná í tvær Gibs myndir sem
héngu sín hvoru megin við háa
gamlinn á rúminu mínu. Ekki
heldur mynd móður minnar.
“Á eg nú að fara”, spurði eg
Jóhann, það mátti ekki seinna
vera, að eg rendi mér niður af
svölunum og hann á eftir.
Svo fórum við að reyna að
bjarga niðri. Þeir hlógu svo
hátt í Hollywood að það minti
mig á útvarpstækið og tókst
mér að bjarga því. (Það var
sumar kaupið mitt, sem eg tók
þá fram yfir peninga).
Stúlkurnar hlupu til nágrann-
anna á náttfötunum, berfætt-
ar í snjóstormi og mesta frosti
sem hér hefir komið í mörg ár
(12. ísl. stig). Þeim var tekið
með alúð og urðu margir til að
hlýja upp húsin sín í nágrenn-
inu til að taka á móti okkur.
Þá kom hjálp, og hætti eg þá
að mestu að skifta mér af
björguninni, týndi þó saman
bréf og myndir sem voru að
fjúka aftur inn í eldinn. Þá
var flutt inn í starfstofu —
(studio) Magnúsar bróðir mlíns.
Það var ekki hægt að tendra
rafljósin því vírar voru fallnir,
svo var smátt og smátt að
kvikna í því sem búið var að
bjarga. Eg steig á hlut til að
slökkva í honum, tók eg þá eftir
að eg var berfætt (og um nótt-
ina hélt eg að eg væri búin að
fá brunasár á fótum, en er eg
gáði betur að, var það nagli og
náði eg honum út og sakaði
ekki). Allan þennan tíma stóð
drengurinn minn í sömu spor-
um og horfði íbyggin á eldinn,
en sagði ekki neitt.
Þegar húsið var rétt í þann
veginn að falla og loftsvalirnar
stóðu eins og klettur í eldhaf-
inu, datt mér alt í einu í hug
myndavélin mín sem mér hafði
tekist að bjarga, og var eg hin
rólegasta að taka myndir af bál-
inu, þegar bifreiðarnar og fólkið
streymdi að úr öllum áttum. —
Einhver gerði þá athugasemd
að Mrs. Norman væri berfætt.
Aðrir spurðu hvort við hefðurn
nokkra eldsábyrgð. — “Nei, en
stúlkunum mínum er borgið og
drengurinn minn stendur þarna,
og við erum öll ómeidd. Og
vona eg bara að mér hepnist að
styrk úr hetjusjóði
hreystinnar, annars væri mér
hugraun að þiggja ölmusu gjaf-
ir, eftir að hafa unnið sjálfstætt
fyrir lífinu í 30 ár. En svo átti
eg nú ekki sjálf mikinn fatnað
að missa, svo það sannast hér
að — “nakin fæddist eg, nakin
er eg, nakin loks úr heimi fer
eg.”
Daginn eftir gekk eg yfir að
ibrunarústunum og svipaðist um
eftir fötum til að færa börnin í,
en þar var ekki um auðugan
garð að gresja. Það var döpur
sjón sem blasti þama við mér.
Alt það erfiði sem við höfðum
lagt í að laga og prýða heimil-
ið okkar var á svipstundu að
engu orðið. Hér höfðum við átt
heima í 10 ár, hér fæddust
börnin okkar. Brynhildur og
Helgi. Hinn bópurinn (börn
mannsins míns eftir fyrri konu)
að mestu uppvaxinn og floginn
úr hreiðrinu. Aðeins við hjónin
og börnin 3 voru heima þessa
eftirminnilegu nótt.
Það gegnir furðu að menn
skuli vera að búa til sögur,
þegar sannar sögur eins og
þessi koma fyrir þvínær dag-
lega.
Þetta litla snotra hús sem nú
er ekki lengur til, mátti líka
kallast safnhús. Það geymdi
marga foraa hluti og fáséða.
Við vorum samtaka í þvi sem
öðru, að við brendum aldrei
neinu blaði eða bréfi sem hafði
íslenzkt orð að geyma. Engin
Þér sem notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
BirgBlr: Henry Ave. Kast
Sími 95 551—95 552
Skrlfstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
frímerki voru eyðilögð og það
var mitt mesta yndi að safna úr
fjörunni og úr ám og lækjum,
steinum sem að einhverju leyti
voru einkennilegir í lit eða lög-
un. Tdl dæmis átti eg i marga
steina úr Columbia-ánni, Spo-
kane-ánni og víðar úr Ameríku.
Einnig nöðíu-skinn, hringljur
og marga hala frá Addy. Hreið-
ur, egg og hríslur og hlöð úr
skóginum. (Fiðrildum safnaði
eg í Þýzkalandi og gaf eg nátt-
úrusafninu á íslandi af því 3
kassa er eg fór að heiman). —
Horn af hreindýrum og ýmsum
öðrum skepnum. Margar skel-
pöddur, stærri en lófi manns.
Slöngur í spíritus og fl. En
fólki hrylti við þessum náttúru
undrum, svo eg hafði það ekki
á glámbekk. Þegar kjallarinn
var bygður undir húsið, fékk eg
sérstök umráð yfir eins og
fjórða parti af honum, þar hafði
eg fjórar hyllur, þétt settar
kössum af slíku dómadags sam-
Frh. á 7. bls.
INNKOLLUNARMENN HEIMSKMLU
I CANADA:
f™168............................... Sumarliði J. Kárdal
Amaranth............................................ B HaUdórsson
Árborg................................... O. Einarsson
Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason
Beckville.......................................Björn Þórðarson
.................................... J- Oleson
Bredenbury.............................H. O. Loptsson
®r°wn...............................Thorst. J. Gíslason
Gnlgar/"*:"........................Grímur S. Grímsson
Cypress River....................................Páll Andera0n
^foe...................................S. S. Anderson
................................S. S. Anderson
Enksdale...............................ólafur Hallsgon
Foam Lake..........................................John Janusaon
Gl,..................................... K. Kjernested
.................................Tím. Böðvarsson
glenboro........................................... J. Oleson
Hayland.............................. gjg b. Helgason
fiecla................................Jóhann K. Johnson
Hnausa.................................Gestur S. Vídal
“9ve-"..........................................Andrés Skagfeld
Husavik............................................John Kernested
Inmsfail.............................Hannes J. Húnfjörö
Kandahar............................... s. S. Anderson
Keewatm............................... sigin Björnsson
Knstnes.................................Rósm. Áraason
Langruth................................... Eyjólfsson
r®8116..............................................Th. Guðmundsson
íjnnJar-""................................Sig. Jónsson
Markerville....;...................Hannes J. Húnfjörö
Mozart.................................g g_ Anderson
Oak Pomt............................. Andrés Skagfeld
Oakview.............................Sigurður Sigfússon
Gtt0................................... Björn Hördal
Pmey...................................:S. S. Anderson
Poplar Park.......................... gjg Sigurðsson
Red Deer............................Hannes J. Húnfjörð
Reykjavík............................... Árai Pálsson
Riverton.............................Bjöm Hjörleifsson
Selkirk...............................G. M. Jóhansson
Steep Rock.........................................pred Snædal
Stony HiU.........................................Björn Hördal
Swan River............................HaUdór Egilsson
Tantallon.............................Guðm. ólafason
ThornhiU............................Thorst. J. Gíslason
Víöir..............................................Aug. Einarsson
Vancouvcr.............................Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis...k..................................jngi Anderson
Winnipeg Beach....................................j0hn Kernested
Wynyard.................................s. S. Anderson
I BANDARÍKJUNUM:
A^ra...................................Jón K. Einarsson
Bantry.................................e. J. BreiðfjörB
Bellingham, Wash......................John W. Johnson
Blaine, Wash...................séra Halldór E. Johnson
Cavaher...............................jón k. Einarsson
Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta.
Eúinburg...................................Jaco5 Hall
Garðar................................s. M. Breiðfjörð
Grafton...............................Mrs. E. Eastman
Hallson...............................Jön K. Einarsson
Hensel.................................j. k. Einarsson
Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann
Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St.
Milton..................................F. G. Vatnsdai
Minneota...........................Miss C. V. Dalmann
Mountain..............................Th. Thorfinnsson
National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St.
Point Roberts..........................Ingvar Goodman
Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Svold..................................jón K. Einarsson
Upham.................................E. j. Hreiðfjðrð
The Viking Press, Limited
Winnipeg Manitoba
Þá fá dálítinn