Heimskringla - 15.04.1936, Síða 1

Heimskringla - 15.04.1936, Síða 1
L. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 15. APRÍL, 1936 NÚMER 29. HELZTU FRETTIR Vatnavextir í Brandon í gærmiorgun bárust fréttir ,um þaö frá Brandon, Man., að vöxtur befði hlaupið í Assini- Iboine-ána. Flæddi hún víða yfir bafekana og á láglendinu varð vatnsagi svo mikill á nokkrum stöðum, að flýja varð heimilin. í Brandon-bæ samlþykti skóla- ráðið í gær, að veita húsviltum skjól í David Livingstoneskól- anum. Úr þó nokkrum húsum í Brandon er sagt að fólk hafi orðið að fara. Annar staðar virðist öllu ó- hætt ennþá. Þó hefir hækkaö í Rauðánni um 3 fet suður í Morris og um 5 fet í Emerson. ls er alstaðar enn á ánni en er ofurlítið að brotna upp hjá Emerson. í morgun var símað, að 60 fjölskyldur í grend við Brandon væru heimilislausar. í hættu Fyrir tveim mánuðum keyptu þrír menn frá Toronto námu í Nova Scotia, sem nefnd er Moose River gullnáma. Voru þeir s. 1. mánudag að skoða námuna. Þegar þeir voru kornnir 141 fet niður fellur náman saman fyrir ofan þá á svo stóru svæði, að talið er vafasamt að þeim verði bjarg- að, þó kappsamlega sé að því unnið. Social Credit 1 fréttum frá Alberta s. 1. imánudag, er skýrt frá því, að Aberhart ætli innan eins mánaðar að reyna social credit hugmyndina í framkvæmd. — Hann ætlar að byrja með því, að láta leggja vegi um fylkið, og greiða vinnulaunin með social credit miðli, hver svo sem hann verður. Stjómin tek- ur lán hjá sjálfri sér til þessa og gefur svo gjaldeyririnn út sem kostnaðurinn verður greiddur með. VeVkamáJaráðherra, Hon. W. A. Fallow telur með þessu hægt að gefa hverjum manni atvinnu, er hennar þurfi með. Og að hugmyndin sé framikvæman- leg, efast hann allra manna sízt um. Hann hefir reynt þetta áður. Það var þegar hann var fborgarstjór í iVermilion. Bæinh brást lánstraust hjá bönkum og annað var ekki sjáanlegt en að alt starf yrði að leggja nið- ur. Byrjar þá Mr. Fallow á því, að safna peningunum, sem inn komu, þar til þeir námu $1,000. Leggur hann þá á sparibanka, en gefur út seðla, nokkurs kon- ar eiginávísanir fyrir þessari fjárhæð. Þannig fékk hann næga peninga til að halda bæj- arstörfum áfram. Peningunum var velt svo oft yfir, að hann gat gert 8 sinnum meiri um- setningu en fjárihæðin nam á fjórum mánuðum. Á árinu þurfti bærinn því ekki á neinu láni hjá bönlkunum að halda. Þeim sem hjá bænum unnu var borgað með þessum ‘‘bæjar- peningum”. Þeir keyptu þarfir sínar hjá kaupmönnum, og að litlum tíma liðnum voru pen- lingarnir komnir inn til bæjar- ins aftur því með þeim voru skattar greiddir, ljós, vatn, o. s. frv. Ásamt því að reyna nú þetta með þessari fyrirhuguðu vega- vinnu, er hugmyndin jafnframt, að bæta úr atvinnuleysinu. — Verður tilraun þessari eflaust veitt mikil eftirtekt. Styttri vinnutími í ræðu sem Roosevelt forseti hélt í Baltimore s. 1. mánudags- kvöld, kvaðst hann líta svo á að óumflýanlegt væri að stytta vinnutíma. Iðnaðar-framleiðslu sagði hann nú nærri þvf eins mikla og verlð hefði á árunum 1926- 1930. En eigi að síður störfuðu 20% færri við hana en þá. — Bættar vélar og sjálfvirkar ikvað hann ástæðuna fyrir iþessu. Það eina sem úr atvinnuleys- inu gæti því bætt, væri styttur vinnutími með sama kaupi og áður. Ennfremur mintist hann á að talsvert bætti úr skák, ef allir er náö hefðu 65 ára aldri legðu niður störf og væru settir á eftirlaun. Þar sem að ræða þessi er flutt í byrjun kosninga-senn- unnar, mun mega líta á þessi atriði, sem ein af þeim, er í stefnuskrá forsetans birtast síð- ar. Og að skárra sé að taka þá stefnu, að breyta og sníða þjóð- félagsrekstrinum eftir fram- faramöguleikunum í iðnaði og framleiðslu, heldur en að stöðva framfarirnar, munu flestir vera á einu máli um. Það er engu líkara en að þessi kreppuár þyrfti með til þess að sýna, hve iðnaðarfram- farirnar eru orðnar langt á undan þjóðskipulaginu. Það hafa margir sagt, að framförum í iðnaði hafi hnign- að á kreppuárunum. Sannleik- urinn er sá, að nýjum aðferð- um til að fullkomna iðnaðinn, hefir aldrei fleygt eins fram og á kreppu-árunum. Iðnaðarhús með sem fullkomnustum áhöld- um, hafa borið miikinn sigur úr býtum. Ný-iðnaður hefir eflst og aukist. Það er iðnaðurinn með ófullkomnari áhöldunum, sem beðið hefir ósigur. Ef þjóðfélagið breytir ekki stjórnarfarslega um stefnu og lagar sig eftir framförunum, verður það að stöðva þær. Ef vísindi í iðnaði halda áfram, verður þess ekki ýkja langt að bíða, að örfáir menn geti fram- leitt alt sem framleiða þarf, mannkyninn til þrifa. Auk þess íjölgar mannkyninu og ekki mínkar hópur atvinnu- leysingja við það. Ráð Roosevelts ná ef til vill skamt. En af þeim má þó náða, að hann skilur hvert sbefnir og að hann spyr ekki eins og Pílatus og honum^ líkir stjórnmálamenn: — “Hvað er sannleikur?” 225 sagt upp vinnu í Transcona-smiðjuim CNR- félagsins í Winnipeg var 225 manns sagt upp vinnu síðast liðinn mánudag. Þeir höfðu ekki haft stöðuga vinnu en hafa þó um tíma dregið fram lífið á molunum sem þarna hafa fallið af borðum drotna þeirra. Þeir sem stöðugir vinnumenn eru taldir í smiðjunum, vinna ekki nema 18 daga á mánuði. Þetta er annað félagið, sem King segir að ætli að gefa nokkrum þúsundum einhleypra manna atvinnu. Kennaraþing í Winnipeg stendur yfir þing kennara hingað og þangað að úr fylkinu. Á dagskrá þeirra má segja að séu öll möguleg og ómöguleg mál áhrærandi barna kenslu. Af ræðum þeim, sem Iþegar hafa verið fluttar, er það Á FERÐ VESTRA Sigurður Jónasson, verzlunarfulltrúi Fyrir helgina var Sigurður JónasSon, verzlunarfulltrúi frá stjóminni á íslandi staddur í Winnipeg. Kom hann frá New York s. 1. fimtudag, en þar hefir hann verið um tíma í fiskisölu- erindum fyrir ísland. Á laugardaginn bauð Þjóð- ræiknisfélagið honum til dag- verðar á Fort Garry Hotel í Winnipeg. Var þar saman kom- ið um 50 manns. Að máltíð lokinni, tók dr. Rögnvaldur Pét- ursson forseti Þjóðræknisfé- lagsins, til máls, kynti gestinn og fór nokkrum orðum um er- indi hans og viðskiftamál ís- lands og Bandarikjanna. Hafði dr. Pétursson í fórum sínum skýrslur yfir viðskifti um mörg undanfarin ár. Vakti skýrslan yfir s. 1. ár eftirtekt, en hún sýndi að ísland hafði selt á aðra miljón dollara í vörum til Banda ríkjanna, en ekki keypt neima sára lítið af þeim í staðinn. — Benti hann á að ísland yrði að kaupa meira þaðan, ef vel ætti að fara. Aðrir er til máls tóku voru þessir: Joseph Thorson, K.C., sambandsþingmaður, dr. B. J. Brandson, Jón J. Bíldfell, Hjálmar Bergmann, K.C., G. S. Thorvaldison lögfr., Marino Hanensson lögfr., dr. iSig. Júi. Jóhannesson, Ásm. P. Jóhanns- son, Einar P. Jónsson ritstj. Lögbergs og Steifán Einarsson. Viku allir ræðumenn að við- skiftamálum Islands við Vest- urheim og lýstu ánægju og vel- þóknun sinni á tilrauninni, að afla hér markaðar. Að lokum hélt heiðursgestur- inn fróðlega og skemtilega ræðu um viðskiftahorfur ís- lands og óskaði að endingu, að aukin viðskifti við Vestur- heim yrðu jafnframt til þess, að efla og styrkja sambandið milli Austur- og Vestur-íslendinga. Hr. Sigurður Jónasson lagði af stað suður til New York s. 1. sunnudag. FVá New York bjóst hann við að sigla heimleiðis 22. apríl. Hann lét vel af er- indinu og var hinn vonbezti um markað fyrir íslenz/kar sjávaraf- urðir syðra með tíð og tíma. ljóst, að kennaramir leggja meiri áherzlu á unglingakenslu, er snertir handverk, en nokkuð annað. Hærri reikning svo sem rúmmálsfræði og bókstafareikn- ing taldi einn kennaranna ekki fræðigrein, er þroskaði skilning barnsins, þó ýmsir héldu ann- að. Á laun kennaraj var minst og þótti það bera lítinn vott um áhuga kenslumálanáðs Bracken- stjórnarinnar, að vera ánægt með, að sumum kennurum væru ekki goldin nema $300 í árslaun. Hveitibirgðirnar i í lok marz-mánaðar á þessu ári, voru hveitibirgðir Canada 37 miljón mælum minni en á sama tíma árið 1935. Forðinn er nú 246 miljónir mælar en var 283 miljónir 31. marz 1935. Með sölumöguleikunum fram til 1. ágúst, ættu hveitibirgðimar ekki að verða meiri þá en 1930, en þá voru þær 228 miljón mæl- ar. Kemur þarna í Ijós hve heilbrigð stefna McFarlands var í hveitisölumálinu, þó liberalar vildu aldrei við það kannast. örlög Blálands I gær var byrjað að þinga um örlög Blálands á fundi Þjóða- bandalagsins. Eru Bretar því nú fast fylgjandi, að Mussolini og Haile Selassie semji sem bráðast frið. Þykir Bretum nú eflaust trími til þess komin, ef ske kynni að það bjargaði ein- hverju af Blálandi úr herklóm Mussolini. En Mussolini veit að hann hefir nú alt í hendi sér og sendi Þjóðabandalaginu þau orð í gær, að hann réði friðarskil- málunum, en ekki það. En hvað sem því líður ætla Bretar að reyna hvort ekki sé hægt að semja frið með því að ítalía taki ekki einu sinni alt það land, sem hún hefir nú unnið með sverðinu. Þjóðabandalag- ið hefir og sakir að jafna við Mussolini fyrir að hafa notað eiturgas og önnur banvæn efni í Blálands bardaga. Sannar Haile Selassie Þjóðabandalag- inu að þetta hafi ítalir gert í 13 þorpum í Blálandi. Á Mussolini að svara Þjóðabandalaginu fyr- ir þetta. Haile Selassie arkaði af stað um helgina með 30 eða 40 þús- und liðsmenn til norður vig- stöðvanna og þóttist með þeim geta veitt ítölum viðnám, að minsta kosti meðan að mikið af her þeirra væri á vesturlanda- mærunum við Tanavatn. Þó ótrúlegt sé, halda Blálendingar enn vel í við ítali á suður víg- stöðvunum. Og stríðinu halda ýmsir að sé langt frá því að vera lokið, þó áfram yrði hald- ið. Nútíðar hemaður kemur ekki að þeim notum sem ætla mætti, í iviðureign við dreifða hierflokka um alt land, eins og her Blálendinga er. Bretar segjast herða á að- flutnings-banninu, ef Mussolini gangi ekki að friðar-tilboði Þjóðabandalagsins. Og þeir h^.fa tilkynt Frökkum, að þeir yrðu annað hvort að ákveða sig með sér (Bretum) eða Mussol- ini. ítah'a er sokkinn í skuldir. Er talið vafasamt hvemig um fjárhaginn fer. Að leggja Bláland undir sig, hefir orðið Mussohni dýrara en hann gerði ráð fyrir. Hann bjóst við að taka landið með 200,000 hermönnum skjótlega Nú hefir hann 500,000 hermenn syðra og endanlegur sigur er ef til vill fjarri ennþá, en ætlað er. Dr. Dafoe heiðraður Dr. J. W. Dafoe, ritstjóri Win- nipeg Free Press, var heiðraður s. 1. föstudag með samsæti af vinum hans á 70 ára afmæli hans. Vinir hans mintust á 50 ára starf hans við blaðið Free Press og færðu honum vel gerða mynd af honum að gjöf. ÍSLANDS-FRÉTTIR Aflinn á öllu landinu minni en um mörg ár! Rvík 18. marz Fiskaflinn hér á landi er það sem af er árinu, helmingi minni en á sama tíma í fyrra, en þó var hann þá næstum helmingi UNCT SKÁLD Á FERÐ (Ungírú Margrét A. Bjömsson, sem nú er að Ijúka meistarapráfi við Manitoba-háskóla, er aið verða viður- kend sem rithöfundur þó ung sé. t háskólablaðinu ‘ ‘The Manitoban” birtist hver ritgerðin annari betri eftir hana, og nú siðast <20. marz) birtir hún þar ritgerð um skáldkon- una Christina Rosetti sem er snild- arlega samin. Hún hefir það vald yfir enskri tungu sem fáum er gefið. Þá er þar og smákvæðd það sem hér fylgir og vér getum eigi stilt oss um að birta. Margrét er af gáfufólki komin í báðar æfctir, dóttir ólafs læknis Bjömssonar og systurdóttir dr. B. J. Brandson. ömmu bræður hennar vom skáldin Páll og Jón ölafssynir frá Kolfreyjustað): Weary I lie on the hill Smelling the sweetness of damp earth The pungence of wood—, Yet my soul is leaden. Ah fior the nepenthe of fra- grant-hair The taunting elusiveness of a forgotten voice! I My soul is leaden Because the hill is dust— Dust thatj once was ibeauty. The poised serenity of a classic face— Hands delicately carved— Bitterly I know the sudden flash of sensing these again, Is an illusion. minni en 1933. Samkvæmt heimild Fiskifé- lagsins var aflinn á öllu land- inu orðinn 15 marz: 1936 .......... 4429 smál. 1935 .......... 8267 — 1934 .......... 10272 — 1933 .......... 15801 — miðað við þurfisk.—N. Dagbl. * * * * Vestan um Haf (Um síðustu helgi barst Hkr. Nýja Dagblaðið í hendur, dag- sett 18. marz 1936, með eftir- fylgjandi greinarkomi): Einar Olgeirsson í “Lögbergi”. Einar Olgeirsson hefir nýlega ritað giröin í enskt tímarit “La- ibour Monthly”, þar sem hann prédikar sínar venjulegu blekk- ingar um yfirráð og kúgun brezka auðvaldsins á íslandi. Einhver kunningi vestaniblaðs- ins “Lögberg” hefir relkist á greinina, snúið henni á íslenzku og fengið blaðið til þess að birta hana með þeim formála, að íslendingum vestra “sé það blátt áfram heilög ástriða, að fylgjast með og láta sér ant um andlega og efnaJega af- komu stofnþjóðarinnar á Fróni.” Það er vel mælt, en þá ættu hinir fróðari menn meðal landa vestra ekki að villast á öfga- og! blekkingarfullum skrifum póli- tískt blindra æsingamanna og meðhöndla þau eins og einhver dýrmæt sannindi.—N. Dagbl. H. G. Wells Enski rithöfundurinn H. G. Wells hefir nú uim skeið lagt ritstörf á hilluna. Hefir hann skýrt blöðunum frá því að hann ætli framvegis að helga sig kvikmyndastarfsemi, ekki þó sem leikari, heldur sem kvik- myndahöfundur. Nú um all- langt skeið hefir Wells, ásamt Alexander Korda, unnið af miklu kappi að gerð kvikmynd- ar, sem sýnir ógnir og hörm- ungar næsta stríðs. Efnið er aðallega tekið úr bók Wells: The Shape of Things to Come. UNGUM ÍSL. NÁMSMANNI VEITT HEIÐURSSTAÐA Joseph Björn Skaptason Þess var getið í blaðinu fyrir tveim vikum síðan að J. B. Skaptason, syni iþeirra Mr. og Mrs. H. B. Skaptasons í Ashern, Man., hefði verið veittur virðu- legur námsstyrkur og aðstoðar embætti við úrtarannsóknar- deild Cornell iháskólans í Ithaca N. Y., þá fyrir skömmu. Er hann fyrsti háskóla kandidat héðan frá Canada sem hlotnast hefir þessi virðing. Joseph Björn Skaptason er kornungur maður fæddur hér í bæ 8. okt. 1911. Faðir hans er Hallsteinn verzlunarmaður í Ashern, sonur Bjöms bónda frá Hnausum í Húnavatnssýslu Josephssonar héraðslæknis Skaptasonar á Hnausum. — Haustið 1916 fluttist fjölskyld- an til Argyle-bygðar og dvaldi þar um hokkur ár. Lauk Joseph þar undirbúningsnámi. iHaustið 1929 innritaðist hann við bún- aðarháskólann hér í fylkinu og stundaði þar nám í tvo vetur, Vorið 1930 féklkhann stöðu yfir sumarmánuðina við tilraunabú fylkisins í Brandon og vann þar í þrjú sumur, undir stjóm há- skólans. Haustið 1931 fór hann til Edmonton til framhaldsnáms við landbúnaðar háskóla Al- berta-fylkis. Þaðan útskrifað- ist hann vorið 1933 sem B. Sc., Agric., og var þá jafnframt veittur styrkur til .rannsóknar- náms á jurtasýking (Plant Pathology). Rannsóknum hélt hann uppi undir leiðsögn Dr. Henry, háskólakennara í Ed- monton, árin 1934-35. Vorið 1935 lauk hann meistara prófi (MJSc.) við hásikólann, og nú snemma á þessu ári er honum veittur ofannefndur námsstyrk- ur við Comell háskólann, til 6 ára. Joseph kvæntist á síðastliðn- um vetri. Er kona hans af hér- lendum ættum og heitir: Gwendoline Constance Piok- nold, skólakennari í Edmonton. Ungu hjónin lögðu af stað austur til Cornell í byrjun mán- aðarins, og fylgja þeim árnaðar- óskir allra þeirra ættingja og vina. Fyrir nokkru síðan var bókin “Ósýnilegi maðurinn”, eftir Wells kvikmynduð og þótti tak- ast afburða vel. Þegar Eng- lendingar fóru að fást við kvik- myndagerð að verulegu ráði og sýndu það að þeir stóðu engum að baki, hafa kvikmyndir verið helzta áhugamál Wells. * * * NorSkt blað segir svo frá hvernig spurningar kvenna breytast með aldrinum. Á árunum 17—22 ára spyrja þær: Hvernig er hann? 22—30 ára spyrja þær: Hvað er hann? En síðan: Hvar er hann?

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.