Heimskringla - 15.04.1936, Page 6
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 15. APRÍL, 1936
6. SIÐA
í Vesturvíking
Þýtt úr ensku
Pitt heyrði hvað haixn sagði, tíkt og i
vondum draumi, eins og milli heims og heliu
og bótti l>á stundina litlu skifta, hvort hann
ætti a|5 lifa eða deyja. En hraðum herti a
kvölum hans, sólin skein á hans bloðuga ba
og tók hann þá að svíða, eins og það stiknaði
í eldi, og annað enn verra bættist þar á ofan,
hitvargur, sem er æði grimmur á þeirn sloðum^
fann blóðþefinn og settist í sánn. Þá tok
þrællinn að aka sér og engjast sundur og sam-
an í gapastokknum, þangað til honum helt viö
ibeinbroti, og hljóöa hástöfum og svona kom
Mr. Blood að honum.
Pitt fanst honum skjóta upp skyndilega,
sem í draumi. Læknirinn hélt á pálmalaufi og
fældi burt flugurnar, lagði það svo yfir ba
hans og festi það með mjúkri tág um háls
honum, hann hafði og litla byttu meðferðis,
fulla af vatni, og laugaði höfuð hans og vanga.
Pitt greip andann á lofti og veinaði.
“Drekka! Fyrir Krists kærleika, lof mér
að drekka!”
En er hann hafði drukkið í botn, réttist
hann upp og nefndi bakið á sér með háum
kveinstöfum. Mr. Blood lagði fast samau
varirnar og augu hans blikuðu helduir hvast.
Þó talaði hann rólega og stillilega:
“Vertu nú hægur. Eitt í einu dugar.
Bakið á þér skemmist ekki framar, síðan eg
breiddi yfir það. Mig langar að vita hvað kom
fyrir þig. Hélztu að við gætum verið án stýri-
manns, úr því jþú fórst að egna bestiuna á þig,
þangað til hann gekk nærri tífi þínu?”
Pitt settist upp stynjandi, af mæðu en
ekki tíkamlegum þjáningum: “Eg held það
komi ekki til, að stýrimanns sé þörf, þennan
ganginn, Pétur” og sagði honum svo hið Ijós-
asta af hvar komið var, milli þess að hann
stundi og beit á jaxlinn. “Og eg á að fúna
hér þangað til eg segi ttí, hver var að tala við
mig og hvað.”
Mr. Blood rumdi við og formælti eiganda
þeirra. “En það skal verða af því, að við
strjúkum. Norður og niður með Nuttall. —
Hvort sem hann setur tryggingu fyrir bátn-
um eða ekki, iþá er báturinn ttí og við förum
og þú með okkur.”
“Nú er þig að dreyma, Pétur. Ef trygg-
ingar féð er ekki greitt, þá taka yfirvöldin
bátinn, og hver veit nema þeir gangi að Nutt-
all með hörðu og kúgi útaf honum alt sem
hann veit, svo við verðum brennimerktir.”
Þá sá Pétur að komið var í vanda, sneri
sér við og horfði út á sjóinn, en þá var skipið
fagra að nálgast hafnarmynnið, hægt og há-
tíðlega. Nokkrir ibátar voru að leggja frá
landi, tU að fara upp í það, jafnskjótt og það
varpaði akkerum. Pétur sá með berum aug-
um stór foyssur úr kopar gína sitt hvoru rnegin
við trjónuna, og sjómann halla sér útaf borð-
stokki með botnsökku, til að kanna dýptina.
Þá var sagt höstugt fyrir aftan hann:
“Hvern þremilinn ertu að gera hér?”
Bishop var kominn aftur með sína vopnuðu
svertingja á hælunum.
Mr. Blood snerist við honum og jafnframt
féU gríma fyrir þá hamdökku ásjónu, sem þá
var að visu bleikjörp orðin af sólartbruna, tíkt
og á Indíána.
“Gera?” segir hann liðlega, “nú, embættis
skyldu mína.”
Ofurstinn sá þegar tvent nývirki: byttuna
á bekk gapastokksins og pálmalaufið á baki
hins þjáða. “Leyfðir þú þér að gera þetta?”
Æðamar á enni hans voru þrútnar.
“Vitaskuld,” sagði Pétur og lét sem hann
væri hissa á ofurstanum.
“Eg sagði að hann ætti hvorki að fá mat
né drykk, fyr en eg gæfi leyfi til.”
“Nú jæja, það heyrði eg sannarlega ekki.”
“Þú heyrðir ekki til mín? Hveraig áttir
þú að heyra til mín, úr því þú varst hér ekki?”
“Jæja, hvernig gaztu þá búist við að eg
vissi þínar skipanir?” Það var að heyra, að
Mr. Blood væri hálfgramur. “Alt og sumt sem
eg vissi af, var þetta að einn af þrælum þínum
var banvænn af sólarhita og flugum. Svo eg
segi við sjálfan mig, þetta er einn af þrælum
ofurstans, og eg er læknir ofurstans, nú og
hvað er það nema skylda mín að líta eftir
ofurstans eign. Svo eg gaf náunganum rétt
spónblað af vatni og lagði lepp á bakið á
honum. Og gerði eg ekki rétt, eða hvað?”
Ofurstinn var orðlaus, en þrútinn.
“Hægan nú, farðu varlega!” sagði Mr.
Blood í bænarróm. “Varaðu þig á niðurfalli í
þessum hita.”
Ofurstinn snaraði laufin af baki þrælsins og
folótaði við.
“í manndóms og mannúðar náfni. .
Pétur komst ekki lengra. Ofurstinn snerist
við honum æfareiður og skipaði: “Burt með
þig! Og komdu hér ekki að, fyr en eg geri
boð eftir þér, ef þú vilt ekki fá sömu útreið.”
Hann var ógurlegur að líta, stór og burða-
legur og vanur að ægja öðrum. Pétur lét það
ekki á sér festa. En er ofurstinn fann að
hann horfði djarflega við honum, bláum aug-
um undan svörtum brúnum — í því sólbrenda
andliti voru þau lík safírum á kopar umgerð —
þá hvarflaði honum í hug, að sá skálkur væri
orðinn nokkuð upp með sér. Það drjúglæti
þyrfti að jafna. Og svo bætti Pétur þessu
tali ofan á:
“Fyrir mannúðar sakir muntu leyfa mér,
að gera hvað eg get til að lina þjáningar hans,
annars skal eg heita því og efna það, að hætta
lækningum strax í stað og fjanda sjúklinginn
eg skal stunda í þessari vanhollu ey uppfrá
þessu.”
' Ofurstinn varð æfur við og nefndi guðs
nafn: “Dirfist þú að tala til mín í þessum tón?
Leyfirðu þér að setja mér skilyrði hundur?”
“Svo er sem þú segir.” Bláu augun litu
einarðlega við ofurstanum, og útaf þeim
gægðist púki — sá smádjöfull sem sprettur af
kæringarleysi hins vonlausa.
Ofurstinn Bishop virti hann fyrir sér góða
stund og þagði við, segir svo loksins: “Þú
hefir haft ofgott atlæti af mér. Þá er að gera
við !því.” Nú kreisti hann saman varirnar. “Þú
skalt kenna á vendinum, þangað til ekki er
heii tutla á þínu sauruga baki.”
Þá hló Mr. Blood. “Og viltu segja eyjar-
stjóranum frá því, hann sem getur ekki stigið
í annan fótinn fyrir gigt. Þú veizt vel, að
hann vill annan lækni en mig jafnt og sjálfan
foelsibúb, skynsamur maður sem veit hvað
honum er hollast.”
En ofurstinn var orðinn reiður og gaf ekki
gaum að öðru. “Ef þú ert á lífi, þegar
blökkumenn mínir ljúka sínum aðgerðum, þá
kann vera að þú vitir betur.”
Hann snerist við þeim blökku til að skipa
þeim, en sú skipun kom aldrei. 1 sama bili
skall yfir þrumugnýr með ógurlegum brestum.
Ofurstinn hrökk við, þeir blökku hrukki
við og það sama virtist henda Mr. Blood, þó
stiltur væri, og öllum varð litið til sjávar.
Þá var skipið fagra andspænis virkinu, og
alveg hulið reykjarmekki, nema segltopparnir,
þeir stóðu upp úr og sem þeir stóðu og horfðu
á þetta, var enski fáninn dreginn niður og í
hans stað annar dreginn að hún, gyltur og
fagurrauður, en það var hermertki Kastitíu
konunga. Þá skildu þeir hvers kyns var. Of-
urstinn gall við stundarhátt: “Víkingar! Vík-
ingar!” Hann var grágulur sem leir í framan,
augu hans glóðu grimdarlega en svertingjar
hans skutu augum í skjálg, svo það hvítmat-
aði í þau og forugðu grönum, svo allai^ þeiira
hvítu tennur sáust, þeir héldu að þessir skot-
dynkir væru til gamans.
VIII. Kapítuli.
Spánverjar
iSkipið skrautbúna sem hafði fengið að
sigla óáreitt til hafnar, undir fölsku flaggi,
var á hefnileið. Fyrir því réði herramaður að
nafni Diego de Espinosa y Valdez, bróðir þess
sem þá hafði æztu ráð yfir flota Spánarkon-
ungs í vesturhöfum, maður skapstór og hráð-
lyndur. Honum hafði verið falið, að fylgja
skipi því með gullfarminn, sem enslkir víking-
ar tóku, og fyr er á vikið og varð frá að
hverfa, við mikið mannspell. Þá leitaði hann
hafnar í Porto Rico og hugði á hefndir, tók
Iþar herskipið Cinoo Lagas og fojó með hinum
beztu föngum, og gerði það af einræði sínu,
að fara að víkinga sið ránsferð til Barfoados,
foæði af því að þar var svo örugt vamar vígi
af náttúrunnar hendi, að fbúarnir ugðu ekki
að sér, og vegna þess, að þangað hafði hinn
brezki vlkingur leitað hafnar og fengið góðar
viötökur. Svo illa vildi til, að foróðir hans,
aðmírállinn var þá fjarverandi, og gat ekki
bannað þetta óráð. Bann, hafði njósnir fyrir
sér, valdi þá stund, er engin ensk herskip voru
í Carlisle Bay, og svo greið var ferð hans, að
engan grunaði neitt, fyr en hann hleypti stór-
skotum af tuttugu byssukjöftum á grjótvirki
staðarins.
Og nú sáu þeir sem horfðu á, úr þræla-
gerði, að skipið skreið hægt fram úr mekkin-
um, braut út stórsegl, til að auka hraðann
og venti, til að koma við foyssum sínum á
stjómborða. En er þau skot riðu af á virfkið,
vaknafoi ofurstinn Bishop skyndilega við
skyldu sinni. Ákafur bumbusláttur kvað við í
borginni og lúðra þytur, eins og meiri hávaða
þyrfti við, til að auglýsa hvað í efni væri, í því
foili tók ofurstinn til fótanna, þrátt fyrir hit-
ann og holdin, mintist þess þá, að hann var
yfirmaður landvarnar liðs og þess sem í virk-
inu var, en það var að hrynja í rúst fyrir stór-
skotum Spánverja. Bishop stefndi ofan í bæ-
inn og fór hart, með svertingjana á hælunum.
Mr. Blood hló kuldahlátur framan í Jer-
emias Pitt. “Þetta kom sér vel, hvemig í
rækallanum sem endirinn verður.” Þar með
fojó hann um íbakið á Jeremias og í því kom
hlaupandi yfirstjórinn Kent, með hóp af verka-
mönnum, hvítum og svörtum, og voru allir
skelkaðir. Hann snaraðist inn í foústað sinn,
hvítmálað hús hjá þrælagerði, og þeir á eftir,
og að vörmu spori komu þeir út aftur, með
byssur og skot gyrðla. í sama mund fóru
hinir manseldu upphlaupsmenn að tínast að,
er þeir fundu að gæzlumenn voru á burt, og að
eitthvað stórkostlegt hafði að borið. En er
Kent sá til þeirra, æpti hann á þá:
“Farið til skóga! Liggið í skógi þangað
til búið er að slægja Spanjólana!” svo sem
hann kvað á. Þar næst fór hann hvatlega
með hóp sinn, í lið með þeim sem þustu ofan
í fjöru, til að verja þeim spánsku landgöngu.
Þetta hefðu þeir að vísu gert tafarlaust,
ef Pétur hefði ekki talað til þeirra.
“Til hvers er að fara hart í þessum hita?”
kallaði hann til þeirra. Þeim þótti hann
furðulega kaldranalegur. “Hver veit hvort
nokikur þörf er á því, að hlaupa til skógar, og
það er nógur tími til þess, þegar þeir spönsku
ná bænum, ef tíl þess kemur.” Þaðan af hóp-
uðust allir útlagarnir, um tveir tugir, þar sem
þeir voru komnir og horfðu þaðan á aðfarirn-
ar.
Niður að hryggju þeirri sem gerð var
meðfram sjávarmáli, þusti allur bæjarlýður
sem vopnfær var og margir utan af eynni, og
voru allir einhuga að verja víkingum upp-
göngu, var þar fylking bæði löng og þykk. En
sá sem að sótti kunni lagið, en sá ekki sem
réði vörninni. Jafnskjótt og virkið var niður-
brotið, miðaði hann byssum skipsins á fylking-
una upp af bryggju, og þar varð ógurlegt
mannfall, jafnframt skaut hann út bátum og
tók ferjur þær, sem róið höfðu til móts við
skipið, hlóð þær hermönnum, sendi til lands
og lét skotin dynja jafnt og þétt á þyrpinguna,
sem varði land. Við það náðu þeir spönsku
að lenda og veittu harða atgöngu. Sú hríð
stóð allan seinna hluta dags en um sólsetur
var bærinn á valdi hinna aðkomnu víkinga.
Þá gekk höfðingi þeirra til hallar landstjórans
Steed — sem gleymdi gigtinni í því ofboði —
en hjá foonu’m stóðu Biahop og fáeinir fyrirlið-
ar, og tjáði honum mjúklega og kurteislega,
að ráðið til að komast hjá því, að bærinn
brynni til ösku, væri það, að gjalda honum um
tuttugu og fimm þúsund dali og fimtíu naut-
gripi. Og meðan sá mjúkláti herramaður var
að semja um þessa smámuni við hinn brezka
höfðingja, sem varla réði sér fyrir hrygð og
gremju, léku þeir spönsku víkingar lausum
'hala í borginni, rændu matvælum og drykk
og er vínið sveif á þá, gerðust þeir djarftækir
til hvers er þá lysti, en þeim svakalega víkinga
sið þarf eíkki hér að lýsa.
Þegar rökkva fór gekk Pétur í staðinn,
en til þess voru aðrir ófúsir, honum þótti nóg
um það sem hann sá, og hvarf aftur. Þá
hljóp á móti honum ung stúlka og einn af
þeim spönsku á eftir henni. Pétur gekk í
milli þeirra, hann hafði gripið upp sverð af
dauðum manni og því lagði hann til hin spán-
ska svo að hann þurfti ekki fleiri. “Það er að
vona, að þú sért við þvi búinn að mæta skap-
ara þínum,” sagði hann og sneri sér að stúlk-
unni, tók í hönd hennar og sagði: “Komdu!”
Hún var hrædd og streittist við: “Hver
ertu ? ”
“Viltu -bíða þess að eg sæki vegabréf?”
-svaraði hann snúðugt. Fótatak og margvís-
legur hávaði barst til þeirra úr öllum áttum,
af-hræðslu við þann ágang og af því hún heyröi
hann tala hreina ensku, þá tók hún til fótanna
með honum og út úr bænum. Pétur hélt ferð-
inni, hugsjúkur af því, sem hann hafði séð
gerast, þangað til hann kom að húsi Bishops,
sem var stórt, hvítmálað og æði langt utan
foorgar. Þar var hvergi ljós að sjá og því varð
Pétur feginn, þá vissi hann að víkingar höfðu
ekki slegist þangað. Hann barði aftur og
aftur en enginn kom til dyra, en á endanum
var glugga lokið upp, undir þakbrún, og spurt:
“Hver er úti?” Það var Arabella Bishop
sem svaraði, dálítið skjálfrödduð, en einbeitt.
Þá varð Mr. Blood feginn. Hann hafði
gert sér í hug, að hún hefði farið til borgar,
ef til vill lent í því víti, sem þar var stofnað
og við þá tilhugsun fékk hann kölduflog af
hryllingi og gremju. Hann sagði til nafns
síns.
“Hvað ertu að vilja?”
Það er vafasamt, hvort hún hefði hleypt
honum inn, því að mörg voru dæmin, að þræl-
ar notuðu sér færið, þegar svona kom fyrir,
að ná frelsi sínu og reyndust eins sksdðir og
hættulegir og óvina her. En þegar stúlkan
aðkomna heyrði til hennar, tók hún til orða:
“Arabella! Það er eð, Mary Traill.”
“Mary!” Eftir litla stund var útihurð lok-
ið upp, og þau gengu í forsalinn; þar stóð
Arabella, hvítklædd og föl í framan, með
kertaljós í hendinni, og í fanginu á henni féll
Mary í grát.
Fyrir utan kvenfólkið var aðeins einn
hestasveinn heima. “Seg þú honum að söðla
hesta handa ykkur, þið skuluð halda burt héð-
an til Speightstown, eða enn lengra á alveg
óhultan stað. Hér er voði á ferð og enginn
óhultur.” Svo talaði Pétur, stiltur og hvat-
legur.
“Eg hélt þeir væru búnir að berjast. . .”
svo foyrjaði hún, hvít í framan, henni brá við
tal hans.
“Svo er víst. En djöfulgangurinn er að
foyrja. Miss Traill getur sagt þér af því, á leið-
inni. Fyrir guðs skuld, ungfrú, trúðu því sem
eg segi og gerðu sem eg segi.”
“Hann bjargaði mér,” stundi upp Miss
Traill, gegnum grátinn.
“Bjargaði þér?” Miss Bishop varð felmt
við. “Bjargaði þér frá hverju, Mary?”
“Það má bíða,’(’ Mr. Blood var hastur. “Þið
hafið nógan tíma til að skrafa þegar þið eruð
héðan farnar svo langt, að þeir ná ekki til
ykkar. Ger svo vel, að láta James hestasvein
gera eins og eg segi — strax, tafarlaust.”
“Þú gerir þig nokkuð heimakominn.”
“Góður guð, víst er eg heimaríkur. Segðu
henni, Miss Traill, hvort eg hefi ástæðu til.”
“Já, gerðu eins og hann segir — í guðs
foænum gerðu eins og hann segir, AraJbella!”
Miss Bishop gekk burt orðalaust, og skildi
þau tvö ein eftir.
“Eg . . . eg skal aldrei gleyma hvað þú
gerðir,” sagði stúlkan, dálítið stiltari eftir grát-
kastið, hún var kornung, varla fullvaxin.
“Eg hefi margt betur gert um dagana.
Þess vegna er eg hér kominn,” sagði Pétur,
honum virtist ekki vera skaplétt.
Hún reyndi ekki að skilja hvað hann átti
við, en spurði óframlega: “Dra . . . drapstu
manninn?”
Hann starði á hana við kertisljósið. ”Það
ætla eg að vona. Það er mikið líklegt og það
gerir ekkert til né frá,” sagði hann. “Nú
skiftir það mestu, að hestasveinninn haski
sér” og nú sneri hann burt til að flýta fyrir
því. Þá setti að henni hræðslu. “Farðu ekki
frá mér! Skildu mig ekki eftir eina!” Við
það sneri hann aftur, stóð yfir henni forosandi
og segir:
“Svona, svona! Þú þarft alls ekki að vera
hrædd. Eftir litla stund verður þú komin á
leið til Speightstown, og úr allri hættu.”
Litlu síðar komu hestamir, fjórir reið-
hestar, því að húsfreyja tók með sér þemu
sína og hestasvein, Arabella steig á bak og
hennar hjú, Pétur snaraði stúlkunni í söðul-
inn, sneri sér svo að Miss Bishop, að kveðja
hana, sem hann gerði, einhverju öðru virtist
hann ibúa yfir, en kom ekki orðum að því, og
svo lagði hóópurin-n á stað. Það heyrði hann
síðast, að Miss Traill kallaði til hans, í barna-
legum rómi:
“Eg skal aldrei gleyma því sem þú gerð-
ir. Eg skal aldrei gleyma.”
En með því að hann girntist að heyra aðra
rödd en hennar, þá varð honum ekki glatt af.
Hann stóð kyr og hlustaði eftir hófaslættinum
í myrkrinu, stundi við og gekk af stað. Hann
átti mikið ógert. Það var efeki af forvitni, að
hann hafði gengið í bæinn, alls ekki til að títa
eftir Spánverjumj, hv-ernig þeir heguðu sér að
fengnum sigri. Hann tti alt annað erindi og
kom því fram þannig, að hann náði áríðandi
vitneskju sem hann þurfti með. Hann átti
mikið ógert og þurfti að hraða sér, hann hvatti
sporið til gerðis, þar foiðu félagar hans við
mikinn kvíða og dálitla von.
IX. Kapítuli.
1 þeirri bládöfeku móðu sem fylgir inóttum
í hitabeltinu, frömdu hálft þriðja hundrað
Spánverjar tryldan leik og gráan í landi, en
tíu voru eftir á verði, í skipi þeirra, svo vel
treystu þeir því, að þeir hefðu ráð landsmanna
ií hendi sér. Og fullvel hefði þetta dugað, ef
varðhalda hefði verið vel gætt. En sá er skot-
um stjómaði og hans undirmenn, er höfðu
unnið sitt verk svo forkunnar vel þann dag,
lét tvo halda vörð, annan á skutþiljum hinn í
©tafni, en settist sjálfur að veizlu með hinu-m.
Þeim var sent nýtt kjöt úr landi og vín mikið
og að þeirri krás settust þeir miðskipa, við
kveðandi og mikinn glaum. Þeim þótti sér
ekki ofgott að fá glaðning, eftir vel unnið
dagsverk, og hvað þurftu þeir að ugga, virkið
í rústum og borgin gersamlega á þeirra valdi,
með öllu sem í henni var. Varðmennirnir
voru heldur ekki eins aðgætnir og vant var,
þeir tóku ekki eftir ferju leggja frá landi og
róa út að skipi þeirra hægt og hljóðlega, með
vel smurðum hlumu-m, og renna þar að, sem
stigi hékk af afturþiljum niður að sjó, þann
hafði stýrimaður notað og hans komu var stig-
inn látinn bíða. Og eitt sinn er varðmaður
gekk hjá stiganum, rakst hann þar á mann.
“Hver er þetta?” spurði hann, hélt þar
kominn einn af félögum sínum.
“Eg er hér,” var svarað lágum rómi á
spönsku.
“Ertú þar, Pedro ? * spurði varðmaður og
gekk skrefi nær.
“Pétur heiti eg, en varla sá sem þú átt
von á.”
“Hvað?” sagði vörður og nam staðar.