Heimskringla - 10.06.1936, Síða 2

Heimskringla - 10.06.1936, Síða 2
L SlÐA. 1 HEIMSKRINGLA WINNIFBG, 10. JÚNl, 1936 SKYNDIMYNDIR af menningarsögu Reykjavíkur Guðmundur Björiison fyrver- andi landlæknir segir í þessari grein frá ýmsu, sem hefir ein- kent Reykvíkinga og bæjarh'fið seinustu 30—50 árin. Hann var hér lengi héraðslæknir, átti sæti í bæjarstjóm og á Alþingi, og er allra manna kunnugastur aldaranda og högum Reykvík- inga á þessu tímabili. Reykja- vik á nú bráðum 150 ára af- mæli, og er því gaman að fá lýsingar jafn merks manns. Eg kom fyrst til Reykjavíkur mislingaárið 1882. Höfðum við Guðmundur Hannesson lært undir skóla hjá séra Hjörleifi Einarssyni á Undomfehi. Ætl- uðum við að reyna að komast í annan bekk, en séra Hjörleif- ur hafði litla von um að það mundi takast. Ekki gátum við farið suður um vorið, og ekki fyr en um haustið. Vorum við þá þrír, sem ætluðum að setj- ast í annan bekk. Hinn þriðji var Jóhannes Daníelsson, bróð- ir Hahdórs bæjarfógeta. Inntökuprófið gekk ágætlega og fengum við hrós hjá Terka — en svo var Jón Þorkelsson rektor venjulega nefndur. Var hann hissa á því hve vel við vorum að okkur í latínu, og það líkaði honum vel. Hitt gat hann vel skilið og tók ekki eins hart á því, þótt við værum ekki eins sleipir í stærðfræðinni. — Við miðsvetrarpróf varð eg efstur í mínum bekk og þá misti eg alt álit á skólanum, er eg skyldi ihreppa þar efsta sæt- ið. Tíðarfar hafði verið framúr- skarandi vont þetta sumar. -Á Norðurlandi sá aldrei til sólar, þar var stöðugur norðangjóstur og oft snjóaði. Var lítið hirt af heyjum er við fórum suður um haustið, en þá batnaði veðr- átta og gerði blíðviðri og það bjargaði landinu. Hálfdanskur bær ,þar sem enginn sást brosa Reykjavík var þá fjarska lít- ill bær og ósélegur og hálf dönsk eins og aðrir bæir hér á landi. Árferði var mjög slæmt hvert árið eftir annað, og var þá svo dapurlegt hér, að ekki sást neinn maður brosa. Harð- indi og mislingar höfðu sett sitt mót á fólkið. — Allir voru með hinum mesta áhyggjusvip, og það var engu líkara en að þjóð- in væri að ganga ofan í jörðina. Harðindaárin 1882—1887 eru enn í minnum manna,, og á þeim árum hygg eg að fólk hafi dáið úr hungri, en ekki síðan. Að vísu var reynt að draga fjöður yfir það, en svo hafa sagt mér kunnugir, að eitthvað hafi dáið úr skorti, hingað og þangaö á landinu. Þegar eg kom heim frá há- skólanum 1894 og settist að hér í bænum sem læknir, var komið gott árferði og alt með öðrum svip hér en áður. En þó var svo að segja alt ógert í bænum, sem gera þurfti, og enginn hug- ur í neinum. Mönnum blöskr- aði að heyra talað um það að leggja í kostnað. Ef nefndar voru 1000 krónur hristu þeir höfuðin, ef maður nefndi 100,000 krónur þá urðu þeir mállausir, og nefndi maður miljón, ætlaði að líða yfir þá. I Vatnsveitan var fyrsta stórfyrirtækið Þetta kom bezt fram þegar eg fór að berjast fyrir vatns- veitunni. Það var fyrsta stór- fyrirtækið, sem talað var um að ráðast í. Mér var það Iþegar ljóst, að vatnsbólin hér í bæ brunnarnir, voru háskalegir, og eg bjóst við því að taugaveikin mundi hremma bæjarbúa þá og þegar. En þetta drógst í nokk- ur ár. Við Guðmundur Magnús- son, síðar prófessor, vorum þá helztu bæjarlæknamir og höfð- um mikið að gera. Þó tókst okkur að halda taugaveikinni niðri þangað til byrjað var vatnsveitunni. En þá braust taugaveikin alt í einu út sem drepsótt. Sýktust þá um 100 manns á stuttum tíma hér í bænum. Matthías Einarsson var þá orðinn læknir hér og hann á hróðurinn fyrir það að hafa rannsakað upptök veikinnar og voru þau rakin til brunns nokk- urs inni í Skuggahverfi. Eg hélt því fram í öndverðu að við yrðum að sækja neyslu- vatn upp í Mosfellssveit. Beitti eg mér fyrir því í bæjarstjórn að Reykjavík keypti Elliðaárn- ar af H. Th. A. Thomsen, í því augnamiði. Áttu þær þá og löndin þar að kosta 16,000 krónur. En það þótti bæjar- stjórn of dýrt. Og margar mót- bárur komu gegn því að sækja vatnið svo langt. Sumir vildu grafa (brunna. Ein tillagan var sú að grafa ræsi fram og aftur í Fossvogi og safna vatni þar úr þeim. Og svo kom tillagan um það að bora eftir vatni í Vatns- mýrinni. Það var gert, en sú litla tilraun kostaði bæinn um 10 þúsundir króna. Og hún varð til þess að menn þóttust finna gull þar. Þá komst alt í uppnám. Vatnsmýrin var köll- uð Gullmýri og lóðir þar um kring hækkuðu í verði. En svo lognaðist þetta út af, því að í mýrinni var ekkert gull. Það var Jón Þorláksson verk- fræðingur sem átti frumkvæðið i Vetrarsultur svo að að því að Gvendarbrunnar voru s£ á fólki á vorin valdir sem vatnsbol Reykvík- inga. Kotunum var farið að fækka,, en þó voru mörg í Vesturbæn- um, Skuggahverfi og Þingholt- unum. Var þar oft þröngt í búi, einkum á veturna, svo að sá á fólki. Og oft blöskraði mér er eg kom inn í þessi hreysi að sjá stálpuð börn með þunna rúgbrauðssneið í annari hendi , og bolla með svörtu og sykur- i miljón krona. Og þegar eg|laugu kaff. f hinni h,endinni. vildi samt sem áður ráðast f Þetta var aðalfæ5a þeirra. Eftir fyrirtækið þá man eg það, að, 8 þilskipin komu hatnaði þetta mönnum blöskraði og að einn j nokkuð> en þó sá á sumum Um Að setja bæinn á hausinn”, þegar brunnvatnið kostar ekkert Vatnsveitan frá Gvendar- brunum var dýr. Það var á- i ætlað að hún mundi kosta undir ! það leyti er skipin fóru út. Og það var merkilegt að veita því eftirtekt, að sjómennirnir fitn- uðu bráðlega um borð, þótt þeir hefðu þar dæmalaust erfiði. — Þetta sýndi að þeir fengu þar betra viðurværi heldur en heima sjá sér’ og þótti “skútu-1 kosturinn” þó ekki merkilegur. Vetrarsultur var þá h'ka í sveitunum. Það gengu einnig DAY SCHOOL for a thorough business training— NIGHT SCHOOL for added business qualifications— The Dominion Business College, Westem Canada’s Largest and Most Modem Commercial School, offers compiete, thorough training in Secretaryship Stenography Clerical Efficiency Merchandising Accountancy Bookkeeping Comptometry— —and many other profitable lines of work We offer you inaividual instruction and the most modem equipment for busfness study, and AN EFFECTIVE EMPLOYMENT SEBVTCE for the placement of graduates in business DOMINION BUSINES S COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John’s merkur gamall maður steytt hnefana framan í mig og spurði hvort eg1 ætlaði að setja bæinn á hausinn! Mörgum var illa við vatns- skattinn. Þeir þóttust áður hafa fengið vatn fyrir ekki neitt. Eg lét þá rannsaka hvað það kost- aði að bera vatn í fötum úr brunnunum og komst að þeirri niðurstöðu að hver tunna vatns kostaði 16 aura, en ekki nema! sögur um það, að fangarnir í 2 aura úr vatnsveitunni. Þetta | hegningarhúsinu væri sveltir. sannfærði þá, sem ekki sóttu Eg kynti mér þetta og sá undir vatn sitt sjálfir. Varð því fyrst | eins að það var vitleysa. Þe;r að undanþiggja bæjarbúa í út- fengu þar nóg að eta. Sást hverfunum frá vatnsskatti, en það bezt á því, að eg lét vega þegar vatnið var komið, þá hvern fanga, sem þangað kom, heimtaði þetta sama fólk að (og síðan á hverjum mánuði og það yrði leitt heim í hús sín. En 1 þyngdust nær allir. svo var eg orðinn óvinsæll' Eg minnist sérstaklega karls vegna vatnsveitumálsins, að' nokkurs norðan af iStröndum ekki þótti viðlit að eg yrði í | sem var sendur í Hegningar kjöri við næstu bæjarstjórnar- húsið. Þetta var besta skinn og meinleysismaður. Eftir að hann hafði verið um tíma í iHegningarlhúsinu, fór hann að kvarta um það að hann væri veikur í maganum. Eg skoð- aði hann og spurði svo að því hvort þetta gæti ekki stafað af því að hann fengi of mikið að eta. “Jú, eg held það geti ver- ið”, sagði hann, “það er svo sem munur á æfinni minni hérna eða heima”. kosningar. Þegar eg átti sæti í bæjar- stjórn Reykjavíkur, fanst mér oft skorta þar víðsýni og stór- hug. Það var t. d. þegar bæn- um var boðið hálft Skildinga- nesland fyrir 6000 krónur. Þá vildum við Tryggvi Gunnarsson, sem var á undan samtl'ð sinni þótt aldraður væri, kaupa land- ið, en við það var ekki komandi. Svo var það um Elliðaár-i kaupin. Bæjarstjórn vildi ekki; u , , . , . , . . „ . „ . Heilsufar batnar og barna- kaupa þær, er þær buðust fyrir 16,000 króna. En seinna keypti Ihún þær, og þá a,f Englendingi, fyrir 50,000 króna. Kom það einmitt í minn hlut að semja við hann í London um kaupin, fyrir hönd bæjarstjórnar. íslenzkri sjórnannastétt skýtur upp alt í einu. dauði minkar skyndilega Á fyrstu læknisárum mínum sá eg það oft á sjúklingunum, sem komu úr sveitum, að þeir höfðu liðið skort, en á seinni árum varð eg þess ekki var. — Heilsufar breyttist og mjög tii batnaðar og eru skýrslur um barnadauða ljósasti vottur um bætt kjör alþýðu í sveitum og Um aldamótin hófst skútu- J bæjum. Á öldinni sem.leið var tímabilið fyrir forgöngu Trygv.: barnadauði hér miklu meiri Gunnarssonar og þá varð skjótt1 heldur en í nálægum löndum, stór breyting á bæjarlífinu. _ Þar sem hann fqr stöðugt mink- Framaðþeimtímahafðiengin|andi- En á >essari öld hefir sjómannastétt verið hér td. Þá i orðið fvo sk.lót h^yting á þessu, var aðeins róið á opnum bátum að nn deyja hár hlutfallslega á grynstu mið. En með skút- færri börn en 1 fIestum öðrum unum spratt hér alt í einu upp!löndum °S Þykir Það stórmerki- sjómannastétt. Það var engu1 legt Merkur erlendur lækn- líkara en að henni hefði skotið! ir sem var að rannsaka þessi mal, skrifaði mér og sagði að minkun barnadauða erlendis upp úr jörðinni. Var það undra- vert að sjá þann dugnað sem þeir sýndu undir eins og þeir fengu betri skip en áður. Og með þessu hófust framfarimar í Reykjavík og þær hafa haldið áfram síðan. Mönnum óx kjark- ur og áræði. — Fólkinu fjölg- aði í bænum. Árið 1910 gerði| Ll^ð l hote. Ísland eg línurit að fólksfjölguninni, hefði verið “evolution”,, en hér hefði orðið svo snögg umskifti að kalla mætti það “revolu- tion”. Fábreyttar skemtanir Skemtanir voru harla fá- mm. leöa leiksýningar. Þá var Reykjavíkurklúbburinn aðal skemtifélagið í borginni. En aðal samkomustaður bæjarlbúa Óþrifnaður í bænum Fyrstu starfsár mín hér og komst að þeirri niðurstöðu :breyttar her 1 bæ fyratn árin að árið 1930 mundu verða hér mim Stundunr voru dansleikar um 30,000 íbúar. Þá hlógu allir að vitleysunni í Guðmundi Björnssyni, en reynsian sýndi seinna að eg hafði farið mjög nærri réttu lagi um fólksfjölg-1 var Hotel ísland’ hl‘á HalberS- unina | Þar sofnuðust heldri borgarar j saman á kvöldin og drukku, en j þó ekki mjög mikið. Ýmislegt | Ibroslegt kom þar þó fyrir og er í mér minnisstæð ein saga af því. bænum var óþrifnaður mikill og Halldór Guðmundsson kenn- menn vildu ekki ráðast í að ari, sem venjulega var nefndur bæta þar úr. Á heitum sumar- j Stubbur, var orðinn nokkurs degi var loftið í 'bænum eins konar próventukarl hjá Kri- og í hlandfor og mátti heita stjáni Þorgrímssyni. Hann var ólíft vegna uppgufunar úr götu- farinn að ganga í barndómi, en ræsunum. Mér var það ljóst, að jafnan ölvaður. Einu sinni sett- hér yrði að koma holræsi, en j ust gárungar að honum í Hótel það var ekki við það komandi. ísland og töldu honum trú um Menn höfðu meiri trú á götu- j það, að hann væri ekki Halldór ræsunum. Og þá var gerð hin Guðmundsson heldur Kristján fræga Gullrenna í Austurstræti.. Þorgrímsson. Ber nú Kristján Hún var djúp og hlaðin úr þarna að og heilsar Halldóri grjóti. Nafn sitt fékk hún af með nafni. ‘‘Eg heiti ekki Hall- því að hvað hún varð dýr. dór; eg heiti Kristján Þorgríms- son”, svaraði hinn í fullri al- vöru. Læknirinn varð að bíða fram á nætur eftir slösluðum mönnum í Hótel ísland var hin svo- nefnda “Svínastía”. Þar fengu menn brennivín fyrir lítið verð, og var ekki lokað fyr en klukk- an 12. Var þar þá oft all sukk- samt, einkum á laugardags- kvöldum. Þau kvöld var þýð- ingarlaust fyrir mig að ganga til hvflu áður en lokað var, því að altaf komu einhverjir þaðan meira og minna meiddir. Eins var á sunnudagskvöld- um að eg mátti ekki hátta fyr en fólk var komið úr útreiðar- túrum. Þeir voru helztu skemt- anir bæjarbúa á sumrin. Komu margir meiddir úr þeim, vegna þess að þeir höfðu dottið af llbaki, eða hestarnir dottið með þá. Var þá eins og nú, að umferðaslysin gerðust á vissum stöðum aðallega, og langflest í Rauðarártröðunum. Var þar dáh'til (brekka og altaf sleipt í tröðunum og þegar menn riðu geist í þær, skrikuðu hestum fætur, eða hnutu, og urðu þá þráfaldlega slys að því. Lélegir fararskjótar á langri leið Bæjarmenn áttu þá margir góða hesta, en í nærsveitunum voru þá engir almennilegir hest- ar til. Héraðslæknisumdæmið náði þá yfir Kjós, Kjalarnes, Mosfellssveit, Reykjavik, Sel- tjarnarnes, Álftanes, Hafnar- fjörð og suður í Hraun. Og þá voru vegir svo að ekki var farið öðru vísi en á hestum. Komsc eg1 þá oft í vandræði er eg var sóttur upp um sveitir, vegna þess hvað komið var með slæma hesta. Einu sinni um haust var eg sóttur til konu í (barnsnauð upp í Mosfellssveit., og fá kúna senda með síman- um. Einu sinni bilaði síminn. Þá lagði maður nokkur á Skjóna sinn og kvaðst ætla að ríða suður með símalínunni, len bað menn að tala altaf í símann svo að hann gæti heyrt (hvar bilun- in væri. Fýrsti bæjarsíminn í Reykja- vík var einkafyrirtæki. Ætlaði að ganga illa að fá fé til þess, því að menn höfðu enga trú á að það gæti borgað sig. Þetta væri bara vitleysa. Var því spáð, að ekki mundu fást fleiri en 16 símnotendur, en við urðum nú samt 60 í byrjun. Elsti hjólreiðamaður á fslandi Vegalengdir í Reykjavík voru þá ekki eins miklar og nú, en þó var erfitt fyrir lækni að fara alt gangandi. Mikið brá mér því við þegar eg hafði fengið mér reiðhjól. Þá voru aðedn3 þrjú reiðhjól önnur til í bænum og áttu þau Guðbrandur Finn- bogason, Pálmi Pálsson og Sig- fús Eymundsson. Við stofnuð- um hjólreiðarfélag og greiddum í það iðgjöld í nokkur ár. En svo var samþykt að leggja fé- lagið niður og kom okkur sam- an um að eta upp sjóðinn, og var það gert í Hótel ísland. Eg er nú elsti hjólreiðamað- urinn á íslandi, en frú Finn- ibogason, ekkja Guðbrands, er elsta hjólreiðakonan. Þegar banna átti bílana Svo komu ibílarnir til sögunn- ar og iþeir hafa gjörbreytt öllum samgöngum innan lands. En ekki voru þeir vinsælir í byrjun. Þótti lestamönnum á veg- unum austur þeir vera óþarfir gestir, því að þeir fældu hesta og varð það stundum að slysi. Bændur fyrir austan fjall sendu því Alþingi áskorun 1914 um en þá var reiðskjótinn ekki betri en svo, að hann lagðist með mig í Varmá. Eg varð því að kaupa mér hesta, en enga borg- un fékk eg fyrir þá á ferðalög- um, og varð þetta mér all dýit, því að margar voru ferðirnar og nestana Aarð að stríöala vegna mikillar brúkunar. Venjulega varð eg að fara tvisvar í viku til Hafnarfjarðar og var það oft erfitt ferðalag á vetrum, því að vegurinu var ekki góður. En furðulegt þótti mér það hvað eg mætti mörgu gangandi fólki í hverri ferð. Fyrstu vegabæturnar á Hafn- arfjarðarvegi munu hafa verið þær er gerð var þar “brú”, stuttur vegarspotti, en slíkir vegir voru oft á þeim árum kallaðir brýr. Hygg eg að Þór- arinn Böðvarsson prestur í Görðum hafi gengist fyrir því. Að piinsta kosti kvað Þorlákur alþingismaður í Fífuhvammi svo: Eg þeytti á sprett yfir Þórar- insj brú, þar var engin bið, en eg lötraði hægt yfir Lög- mannsskeið því að leðjan var upp í kvið. (Lögmannsskeið mun senni- lega hafa verið í mýrinni sunn- an Kópavogs). Síminn kemur Undarlegar hugmyndir Fyrsti síminn á Islandi var milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar. Voru þeir Jón Þórar- insson, síðar fræðslumálastjóri, og Breiðfjörð kaupmaður for- göngumenn þess að hann var lagður. Höfðu menn þá und- arlegar og harla broslegar hug- myndir um símann. T. d. þótti Hafnfirðingum það skrítið að síminn skyldi vita hve mikinn afla skúturnar komu með úr hverri veiðiför. Það kom og fyrir oftar en einu sinni, að menn vildu fá send ibréf með símanum. Og einu sinni 'þurfti karl af Álftanesi að leiða kú sína undir naut til Reykjavík- ur, en ætlaði að sj>ara sér ómak það að banna bílum að fara um þjóðvegina, vegna þess að þeir trufluðu umferð, væri valdir að slysum og ónýttu vegina. Það lá við sjálft í þinginu að iþetta mundi verða samþykt. En svo vildi til, að eg var formaður þeirrar nefndar, sem fékk málið til athugunar. Eg fékk þá léð- an ibfl hjá Jónatan Þorsteins- syni og fórum við nefndarmenn í ihonum austur yfir fjall. Skrif- uðum við hjá okkur alla, sem við mættum, gangandi, ríðandi, í vögnum, lestamenn og alla gripi, og var þetta svo margt að við urðum að skifta því á milli okkar, einn skrifaði gang- andi fólk annar gripi o. s. frv. — Þótti okkur einkennilegt að sjá það hvemig fólk flýtti sér út í móa þegar |það sá til bfls- ins. En ekkert annað óhapp kom fyrir í þessari ferð en það, að einn 'hestur sleit sig aftan úr lest. Þótti okkur því bflarnir ekki jafn hættulegir og af var látið, og það varð til þess, að þeim var ekki bönnuð umferð á þjóðvegum. Og eg trúi varla öðru en að mönnum þyki það nú einkennilegt að sú uppá- stunga skyldi nokkuru sinni hafa komið fram.—Lesb. Mbl. Skriflð einhverja þriggja stafa tölu; snúið henni við og dragið lægri töluna frá; snúið útkomunni við og leggið sam- an og talan verður altaf 1089. Hreyfanlegar gangstéttir Ein nýjasta hugmynd Ame- ríkumanna eru hreyfanlegar gangstéttir til að flýta fyrir um- ferð. Er það hugsað á þá leið að helmingur af breidd gang- stéttanna sé með spori, og á því renni vagn eða pallar, sem flytji fólkið áfram. Verður pallur sá jafnhár hinni venjulegu gangstétt, og því auð- velt fyrir fólk að stíga á eða af, þar sem bezt hentar. Þetta á að nota í skýskafahverfunum, þar sem mikil mergð fólks er á strætunum. Er í undirbúningi að koma þessu fyrir á einu stræti í Man- hattan hverfinu í New York.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.