Heimskringla - 10.06.1936, Page 6

Heimskringla - 10.06.1936, Page 6
6. SÍÐA HfifMSKRINC'U WINNIPSíí, 16, itNl, 19‘S& í Vesturvíking Þýtt úr ensku Býstjórinn dróst burt með þeim sem gættu hans, hann var í þungu skapi, kappið var af honum, enda var hann roskinn orðinn, stórættaður og þreklítill, grannholda og ó- styrkur í taugum. Undir eins og hann var far- inn út, spratt Gahusac upp, því að hann var viðstaddur ásamt öðrum liðstjórnar mönnum, og segir: “Eg vissi að þér var ekki svo hægt að hræða aðmírálinn, hann heldur okkur í gildru og hann veit af því, samt heldur þú að hann láti undan ósvífnu skilaboði. I»itt bjána- lega bréf steypir okkur öllum í glötun.’’ “Ertu búinn?” spurði Blood með hægð. “Nei, eg er ekki.” “Láttu mig ekkij heyra það sem eftir er. Það verður þessu líkt, sem komið er, skollinn hafi það, og það hjálpar okkur ekki til að ráða fram úr vandanum.” “En hvað ætlarðu að gera? Viitu gera svo vel og segja mér það!” Hann talaði líkar þrvi að hann heimtaði heldur en spyrði. “Hvernig í skollanum veit eg það? Eg var að vona að þú hefðir einhver ráð fram að bera. En úr því þú ert svona vitlaus eftir að halda óhrufluðu skinni, þá er þér velkomið að fara og þeim sem eru sama sinnis og þú. Eg efast ekki um að spánski aðmírállinn verði feginn, að okkar lið minkar. Þið megið fá skútuna og þið megið hlaupa í virkið með Don Miguel, sama er mér, þið eruð gagnslausir í þessari raun hvort sem er.” Cahusac þaut burt til að kanna viija sinna fylgjara. Snemma næsta morgun kom hann aftur þangað sem Blood var á gangi í hallar- garði, með höfuöið ofan á toringu. Hver okkar ber í sjálfum sér mælikvarða á sinn náunga. Cahusac hugði Blood vera hugsjúkan, datt ekki í hug, að hann væri að beita sér öHum tU íhugunar. “Við höfum tekið boði þínu, Blood skip- herra,” sagði hann. Blood stóð við með hend- ur krosslagðar fyrir aftan bak og sá til manns - ins með gát. Cahusac skýrði þá frá þessu: “í gærkveld sendi eg með bréf til aðmír- álsins í virkinu og bauðst til að gefast upp ef hann héti mér frjálsri burtför. Þennan morg- un fékk eg svarið, að hann leyfði það ef við hefðum ekkert með okkur nema vopn og í- gangsklæði. Mínir menn eru að ganga á skútuna, við siglum strax.” “Góða ferð,” sagði Blood og gekk leið sína. “Er það alt og sumt, sem þú vHt segja við okkur?” “Meira mætti segja, en þér myndi mis- líka, það veit eg fyrir víst.” “Ha! Þá segi eg adieu, skipstjóri sæll.” Þar við lagði hann illilega: “Við sjáumst ekki framar, trúi eg.” “Þín trú er mín von,” sagði skipherrann Blood. Þar með fór Cahusac sína leið með kám- ugum blótsyrðum. Samstundis lagði hann upp ásamt sex eða sjö tugum reyfara, sem höfðu látið leiðast af fortölum hans í þann á- batalausa ieiðangur. Þess má geta, að Don Miguel leyfði þeim óhindraða ferð til sjávar og fór miklu betur en þeir Blood og hans félagar áttu von á. HSfui' liristi höfuðiðí “Þeír Morgan og Oíí- onais (nafntogaðir víkinga höfðingjar á sinní tíð) beittu þelm ráðum. En skipherrann Blood hefir aðra siði. Ef eg hefði ekki verið viss um það, þá hefði eg þagað.” Þá hló skipherrann. “Gamli hrappur, ertu að hjölsa mig með skjalli?” “Eg leita á drengskap þinn, skipherra.” “Drengskap sjóræningja? Víst ertu ekki með öllum mjalla.” “Drengskap skipherrans Blood. Þú hefír það orð, að þú berjist eins og ærlegur maður.” Hér hló skipherrann kuldahlátur, svo að hinn kveið Hlu. Hann skildi ekki að skip- herrann gerði galbb að sjálfum sér. “Það kann að koma til af því, að það iborgar sig betur þegar öllu er á botninn hvolft. Af því kemur líka, að þú skalt hafa þriggja daga far- arleyfi, sem þú óskar. 'Harkaðu þér, múldýr skaltu fá og hvað annað sem þú kannt að þurfa. Eg skal sjá til þess.” Don Francisko fór sína leið en Blood hugsaði eftir því, milli súrskapar og ánægju, að það væri þó ekki alveg gagnslaust, að fá orð fyrir eins mikil ærlegheit og ræningjum er unt að sýna. Á þriðja degi kom maðurinn með það gjald sem tiltekið var, gripi úr gulli og pen- inga, sem bundið var í bagga og borið á múl- dýrum og nautgripa hjörð, sem svartir þrælar ráku. Við nautunum tóku þeir af víkingum sem vanir voru strandhöggum og næstu viku var hvortveggja stundað jöfnum höndum, að gera til nautin og salta í tunnur, og að bæta skipin. Meðan því fór fram, hugsaði Blood um vandann, hvernig ráða skyldi fram úr hon- um. Hann fékk að vita með njósnum, að Spán- verjar höfðu náð þrjátíu byssum af Salvador, skipinu með dýra farminn er þeir höfðu hleypt á grynningar, og flutt þær í virkið. Eftir það fór hann sjálfur til njósna, lét tvo Indíána róa sér áleiðis, gekk á land og skreið með óendan- legri varkárni þangað sem sá í virkið af landi, og með sjónauka varð hann þess var, að Spán- verjar höfðu skorðað byssumar svo, að ginin horfði frá landi og að skipaleiðinni milli nes- oddanna. Þetta hafði hann grunað og vonað. Nú gerði hann ráð sitt og bar það fyrir þá, sem réðu mestu með honum, að gera á- hlaup á virkið frá landi. Að vísu hafði hann fundið, að það sem þeir ætluðu tanga vera og áfast við land, var eyja með grynningum land- megin, en þann ál vildi hann ferja liðið yfir að næturþeli, og koma virkis verjendum á óvart þeim megin sem engar stórbyssur voru á veggjum þess. Þessu ráði tók-u þeir félagar fálega, nema Wolverstone, sem var svo skapi farinn að hon- um óx engin áhætta í augum. Hagthorpe lagðist fastast móti því. “Þettá er óvita ráð, Peter” sagði hann og hristi sitt gerfilega höf- uð. “Gættu að þessu, að það er undir hælinn lagt, að við getum læðst að virkinu svo að ekki verði vart við okkur, löngu áður en við komumst í færi til áhlaupa. En þó við kæm- umst í það færi, áður en þeir hafa svigrúm til að færa byssurnar, þá erum við stórbyssu- lausir, við erum ekki nema rúm þrjú hundruð nú orðið, í virkinu eru helmingi fleiri, og hvaða vit er þá að ætla okkur að gera áhlaup með smábyssum einum, á stíkan liðsafla í víg- girtum stað?” Hinir tóku allir undir með honum og létu mikið, en þegar þeir þögnuðu, mælti skiparinn Blood: “Ðg hefi gáð náðkvæmlega að öllu þessu, athugað hætturnar og íhugað hvernig draga megi úr þeim. I þessum vonlausa vanda . . .” Þessu næst var það, að býstjórinn bað gæzlumenn að leiða sig fyrir skipherrann Blood. Einnar andvökunætur íhugun hafði aukið á kvíða 'hans um forlög borgarinnar og sannfært hann um að flotaforinginn hefði far- }ð skakka leið. “Eg er hér kominn til að segja þér, Don Pedro, að ef þú vilt fresta því að eyða borginni í þrjá daga, þá skal eg á- byrgjast að ná því lausnargjaldi, sem þú hefir nefnt, þó að Don Miguel neiti.” Blood hnyklaði svartar brýr yfir ljósbláum augum. “Hvar ætlarðu að fá það,” spurði hann og duldi þess að hann varð hissa. “Því verð eg að halda leyndu. Eg veit að eg get náð því af mínum landsmönnum. Gefðu mér fararleyfi í þrjá daga, gegn dreng- skapar heiti, þá skal eg sjá um, að þú fáir þína kröfu uppfylta. Sonur minn skal vera hjá þér í gisling á meðan.” Eftir það tók hann að biðja Blood að gera sem hann bað, en þá tók hinn snarplega fram í: “Viti það allir dýrlingar, að þú ert fífl- djarfur maður, að koma fyrir mig með svona tröllasögu — að segja mér að þú vitir íhvai lausnargjaldið er að finna, neita þó að segja til þess. Heldurðu að þú yrðir opinskárri, ef þú héldir á glóandi koli með fingrunum?” Hann þagnaði, gretti sig og íhugaði fast,, svo glaðnaði yfir honum, hann lét höfuðið síga og sat hugsi æði langa stund. “Jú”, segir hann og leit upp á þá. “Jú. Það getur verið að þið segið satt. Áhættan er máske of mikil. Hvort svo er eða ekki, þá hefir mér dottið betra ráð í hug. Við skulum láta eins og við ætlum að ráðast á virkið landmegin. Nú skul- uð þið heyra það ráð.” Þá talaði hann til þeirra og sagði þeim ljóslega, hvað gera skyldi, en þeir urðu svip- léttir og hrópuðu að lokum, að hann hefði bjargað þeim. “Það skuluð þið sanna þegar á hólminn kemur,” sagði hann. Þeir réðu það af, að leggja upp morgun- inn eftir, því að skip þeirra voru albúin. Skip- arinn Blood var svo viss um sigurinn, að hann skildi eftir þá sem hann hafði tekið í gislingu, rak þá í kirkju, lokaði að þeim og bauð þeim að hreyfa sig þaðan ekki fyr en að vissum tíma liðnum, síðan lagði hann burt þrem skip- um, þeirra búlkarúm full af fémunum og her- teknu fólki og hvert þeirra með þrjár ferjur eða barða í eftirdragi. Um hádegið sást för þeirra frá virkinu og þar varð öllum starsýnt á. Flotaforinginn neri saman lófunum og talaði til fyrirliða, er stóðu hjá h6auiM; “Loksin’*; hefír Drottinn gefið hann í mitt vald!” Og e’fth sagði hann: “Fyr eða síðar hlaut að því að kóma! Segið fftér nú herrar, Ixyort mín biðlund lætur sér tíl skammar verða. t dag skal verða; endir á þeim ónáðum, sem só, herjans vfkingUr gerir hans katólsku hátign.”' Eftír það lét hann bú- ast tíl bardaga, svo að hver stóð til vígs Minn þar sem honum var ætlað. En í stað þes® að sigla í sundið, sneru skipln afleiðis til grynn- inga fyrir vestan eyna. Spáaverjar horfðu á og skildu ekkert í því ferðalagi, Svo sem hálfa aðra mílu frá virkinu og hálfa rnílu frá landi, við brún grynninganna, köstuðu skipin akkerum, fyrir augum þeirra sem voru í virkinu en fyrir utan sfcotmál. Þá sagði flotaforinginn: “Á, var svo, fcom hik á hundana ensku! Það lá að!” “Þeir ætla að bíða myrkur,” la’gði Este- ban tíl, hann stóð hjá föðurbróður sírtum og var mikið niðrí fyrir. Don Miguel leit víð honum brosandi: “Og hvað ætli myrkrið hjálpi þeim í þessu: mjó- syndi undir gini skotbákna minna. Vertu; viss, Esteban, að í nótt skal föður þíns verða hefnt.” Hann stefndi kíki sfnum á víkinga, sá að ferjurnar sem skipin höfði í togi, voru dregnar fram með skipunum, þeim megin sem frá virk- inu sneri og furðaði sig á hvað stæði tU. Eftir stund komu þær í ljós aftur, var róið frá skip»- unum til lands, og nú var hver ferja full a£ vopnuðum mönnum. Þeim var róið þangað sem skógarnef bar á miUi,, svo ekki sá úr virlo- inu, hvað hafst var að. “Hvern þremilinn. ætla þeir sér?” hrópaði flotaforinginn og lét. kíkirinn síga. Hann fékk ekkert svar, allir hinir voru forviða eins og hann. Eftir nokkra stund komu ferjurnar aftur í Ijós, en nú voru þær tómar, engir í þeim nema þeir sem réru, hinir höfðu auðsjáanlega verið skUdir eftir á landi. Þær lögðu að skipunum, hurfu fyrir þau og reru enn til lands, hlaðnar vopnuðu fólki og þá gall við einn af fyrirliðunum spönsku: “Þeir ætla að gera áhlaup landmegin!” “Vitanlega, það var mér búið að detta í hug,” sagði flotaforinginn. “Þá gera goðin brjálaða, sem þau vUja feiga.” “Eigum við að ráðast á þá?” innti Este- iban, bráðlátur. “Ráðast á þá. í þetta kjarrþykkni? Það mundu þeir helzt kjósa. Nei, hér skulum viö bíða áhlaupa. Hvenær sem að því kemur, eiga þeir enga undankomu von. Vertu alveg viss um það.” En að kveldi þess dags var Don Miguel ekki alveg eins öruggur. Þá höfðu barðarnir farið margar ferðir og landsett æði marga menn og þó nokkrar fallbyssur. Hann var hættur að glotta og svipur hans var súr og, jafnvel reiðilegur er hann talaði svo: “Hver var sá óviti, sem bar mér þá frétt,, að þeir væru ekki nema þrjú hundruð! Þeir hafa landsett helmingi fleiri, að minsta kosti.” Hann var alveg hissa og enn meiri furðu hefði hann sleginn verið, ef hann hefði fengið það sanna að vita: að ekki var einn einasti vík- ingur landsettur á Palomas. Don Miguel grim- aði ekki, að hann sá altaf sömu mennina á ferjunum, þeir stóðu uppréttir á leiðinni til lands, en lágu fyrir á leiðinni til skips, svo að ferjurnar sýndust tómar. Nú tóku þeir spánsku að ugga um sig, þóttust eiga áhlaup víst landmegin, af öllu liði víkinga, þegar náttaði, og það af helmingi fleirum en þeir áttu von á, að sá herjans Blood hefði á að skipa. Öllum var sama í hug, að kvíða komandi nóttu, og loks þóttist foringi þeirra ekki mega láta svo búið standa, hann tók það ráð, sem skiparinn Blood hafði ætlað honum, lét færa byssur sínar til þess veggjar virkisins, er horfði til lands, þar sem hann taldi víst að áhlaupsins væri von, og við það hamaðist alt hans lið frá rökkurbyrjun, með gífurlegum erfiðismunum, því að byssurnar voru þungar og með virkjum eða stórviða trönum sem byssurnar hvíldu á, hin mestu bákn í meðförum. Þannig störfuðu þeir kóf- sveittir og knúðir af kvíða við áhlaup víkinga, því að alkunnugt var, að engir voru vopndjarf- ari né ólmari í atlögu, hvar sem leitað var í þá daga, heldur en víkingar, þeir áttu sjaldan griða von og reyndu að vinna sigurinn með skyndilegum áhlaupum og sem allra snörpust- um. En er þeir þóttust hafa um búist í virkinu, biðu þeir atlögunnar hjá byssunum, en meðan þeir biðu léttu víkinga skipip akkerum, létu berast með útfalli, höfðu við trjónu segl dumb- rauð, svo skipin létu að stjóm en engin önnur, stikuðu leiðina með streng og botnsökku og færðust þannig út álinn. Elizabeth fór fyrst og Infanta, og er þau skip bar að virkinu, urðu Spánverjar iþeirra varir og lustu upp ógurleg- um óhljóðum. Þau létu ekki standa á svari, heldur hleyptu af öllum byssum sínum á virk- 1 ismenn, en jafi'tfráfíit bar þau fljótt hjá, þvu' að átraumurinn var hraður. Don Miguel sá þegar, að hantf tíafðl verið gintury þó ekki vissi hann með hverJÍÍHtt hætti, skipaðf strax að færa til fallbyssurnaW á ný, með mefta ákafa, svo 6g að skjóta á Skípín þeim fáu byssum sem höfSu ekki verið fáetðar úr stað uffl kveMið. í því tíilí bar að Araúelk, hún hafði öft segl uppi og fór hratt, og lét isfiór skotin ríða á virkinu þar sern- blossana sá. Itútt skaut af öllura/ bysaum sínuttt á lítilli stunduþ r rétt meðan hútti skreið hjá virkinu en síðan i bar kana í hvarf,, fyrir segluitt og; straumi, en síðan þögðu allaí’ byssur hennttr, svo virkis- ftienm fyndu ekkr skeytum sírCum mark af sfcotblossunum. Ekkí sluppu vxkiriga skipin ósúödiduð með öllu’. en votu haffær, þvú að þau voru komin úr skotmáli um það bil Spáttverjar vortt fullbúnir, enda hlífði myrkrið þeimt, straumur og stixmur kaldi, svo að stundin var skömm er þau voru í ibráðum háska. Úr gildrunni sluppu þau með þessum hætti, en hvernig.á því stóð, hlaut Don Miguel að skýra fyrir ríkisráði- hans katólsku hátignar, og finna ástæður tU: er þvf ráði þættii viðunandi eða fullnægjandij. söorn- leiðis hvernig á því stóð að sá alræmdi. vík- ingur Blood skyldi hafa á burt með sér tvö herskip þeirrar römu hátignar, og þar á ofan. sextíu þúsundir í gulli og silfri, fyrir utlan. annað herfang. Og alt þetta hafði flotafór- inginn leyft honum, þó hann hefði yfir fjór-um. herskipum að ráða og sterku virki í viðbót.. Stór var skuldin, sem Don Miguel áleit, Peter : Blood eiga sér að gjalda. Og þá skuld. hét hann að heimta að, futíu og skaut því heiti tili ; himnaföðursins,. hvað, sem það kostaði.. Niú sigldu víkinga skipin leið sínai á- haf- í inii, 0g morguninn eftir, er þau fóru meðfram. Oruba strönd, sem er eyja úti fyrir Venezuela. flóa, fór herskip á móti þeim fyrir öllum segl- um, það var St. Nino, sem hraðaði sér tU liðs j við Don Miguel. Stýrimaður hélt að flotinn. í spánski væri þar kominn, búinn að eyða vík- ingum, þar til flaug St George fánans fór að hún, Þá þótti honum ráðlegra, að gefast upp, en berjast við ofurefli,, og kipti niður fána í sínum. | Blood gekk upp, á skipið með marga. menn, gaf öUum grið en kvaddi þá burt af skipinu, fékk þeim ferjurnar, sem þeir höfðu haft í togi og bað þá halda tU lands í Oruba 1 eða hvar sem þeir. vildiu Hann talaði svo, tU. [ -stýrimanns: f “Þú munt finna að. Don Miguel er í afleitu skapi. Heilsaðu honum frá mér og segðu. honum, að eg leyfi mér að minna hann á, að, hann megi sjálfum sér kenna um ófarirnar. Sú bölvun hefir komið fnam á ihonum, sem hann setti á stað, þegar hann sendi bróður sinn í ránsferð til Barhados. Sú bölvun. hefir bitnað á honum sjálfum. Segðu honum að, honum sé betra að hugsa sig um tvisvar,. áður en hann leysir út djöfla sína á enska bygð, á ný.” Með því skUdi með þeim, stýrimaður stiki- aði ofan súð á reipastiga og í bátinn en Blood lét rannsaka skipið. Þegar þiljuhlerar vorui opnaðir, kom í ljós, að búlkarúm voru, full af fólki. “Þrælar” sagði Wolverstone og bölvaðl háttalagi Spánverja, þar til Cahusac kom skríðandi upp úr myrkrinu og drap, titlinga f sóIbirtunnL Fleira olli því en sólbirtan, að Ihann var undirleitur. Þeir sem skriðu upp á þiljur á hæla honum, létu illa tU hans. Það voru þeir sem eftir lifðu af þeim sem skárust úr leik og skildu við þá Blood, þegar hæst stóð vandinn, og nú bölvuðu þeir honurn og brigzl- uðu um hugleysi og sögðu hann hafa tælt sig til þess og leitt yfir þá aðra eins smán og að vera bjargað af þeim fóstbræðrum sem þeir höfðu yfirgefið. Skúta þeirra hafði orðið fyrir herskipinu St. Nino, þá sneiddi Cahusac hjá hengingu með naumindum, en ekki komst hann hjá því að vera spottaður af fóstbræðr- um. í margan mánuö þar á eftir fékk hann oft að heyra þessa og þvflíka glósu: “Mikill ríkisbubbi mátt þú vera, Cahusac, af öllu gull- inu sem þú aflaðir í Maracaybo!” XVIII Kiapítuli Af því afreki sem nú var frá sagt, varð Peter Blood frægur maður, svo að allir víking- ar vildu hafa félag við hann og herja með honum, og er svo sagt að jafnvel Morgan sjálfur hefði aldrei haft slíkan veg og völd meðal sjóræningja í vesturihöfum. í herferð þá er hann réðist næst, hafði hann fimm skip og gat valið úr öllum víkingum þá er hann vildi, en það var fágætt. Þrjú skipin herteknu skírði hann um og nefndi, með lærðra manna glettni: Clotho, Lachesis, Ttropos. Þetta eru nöfn örlaga nornanna á grísku máli og með því vildi hann gefa heiminum í skyn, hver af- drif spánskra manna myndu verða, ef þeir yrðu fyrir honum.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.