Heimskringla - 15.07.1936, Síða 3

Heimskringla - 15.07.1936, Síða 3
WINNIPEG, 15. JÚLÍ, 1936 HEIMSKRINGLA 8. SlÐA HEIMSÆKIÐ ÆTTLANDIÐ NOTIÐ YÐUR HIÐ LÁGA FARGJALD BEINA LEIÐ FRÁ MONTREAL TIL REYKJAVÍKUR Cunard White Star Line, með 96 ára reynslu og sögu aö baki, hefir nú í förum stærsta gufusk'ipa flotann á At- lantshafinu, og er víðfrægt fyrir um- hyggjusemi við farþega, undraverðan viðurgerning, og notalegan aðbúnað. — Reynið ferðalag með þvi, við næstu heimför og notið yður leiðina yfir Eng- land—hún er aðlaðandi æfinlega. Fastar vilculegar siglingar frá Montreal. Spyrjist fyrir hjá gufuskipa farbréfasala yðar eða — 270 MAIN STREET, WINNIPEG' The Women’s Institute í stór- kostleguni meirihluta hjá öllum þjóðum. Það var ósköp skemti- legt að heyra að öll þessi félög voru að starfa að því sama og við erum hér í Manitoba. Heilsu- far, sérstakiega barna, er efst á dagskrá hjá öllum. Vestu”- Ástralía hefir sérstakan sjóð til þess að geta tekið a móti börn- um utan af landi, sem hafa ver- ið á sjúkrahúsi og mega fara út úr spítalanum en ekki heim í bráð. Konurnar þar láta sér ant um brautir og tré, þær skilja þörf- ina á að hafa fólkið kyrt á landinu og gera þess vegna alc til þess. að fólkið sé ánægt og geti liðið vel. Þær hafa sér- stakar unglingadeildir eins og við U. F. M. gerum. Eg kyntist Lady Eleanor Cole frá Austur-Afríku, er hún ekkja og hefir 2 bújarðir, 80,000 ekr- ur, sem hún stýrir sjálf. iHún segir að Austur-Afríka sé nokk- uð lík Ameríku, afurðir landsins seljist fyrir hálft verð, eins og hér, og svo hafi þar verið 5 þurkaár með moldryki, eins og hér. Hún sagðist ætla að reyna að læra á meðan hún væri hér, hvernig hægt sé að koma í veg fyrir ”dust storms” og ”eros- ions.” Hún hefir 30,000 kindur og eitthvað af kúm. Hún er að reyna að hjálpa til þess að menta heimaþjóðina og Evrópu unglingana, sem eru að vaxa upp. Hún segist ekki vera hrædd að vera ein heima þó ekkert nema Afríkufólk sé í krihg og 25 mílur tli næsta þorps. Þýzkaland hefir “Keichsnahr- stand” sem allir karlar og kon- ur, sem vinna að landbúnaði, heyra til. Voru konurnar það- an, Baroness Thronder og Com- tess Keyserlingk fyrir hönd systra sinna heima, er stuðla að því að vinahönnd og umburð- arlyndi geti komist á milli allra þjóðanna í gegnum starf A. C. W. W., og með því stofnað heimsfrið. Countess Keyserlingk sýndi hreyfimynd, sem sýndi með hvaða hætti þar væri verið að kenna stúlkum landbúnað og öll störf því viðvíkjandi. — Þetta er alt frítt fyrir vinnulaus- ar stúlkur og þeim gefnir nokkrir aurar í hverri viku fyrir störf sín. Myndin var mjög fróðleg. Stúlkur, sem eru að mentast eru skyldaðar að taka þessa grein. Ceylon plantaði ávaxtat.rjám í sumar sem le:ð til minningar um Minningarliátíð konungsins sáluga. Mrs. Waithianothán sagði að þær væru að helga heilbrigðisstavfi og mentun krafta sína. Nýja Sjáland hefir sérstök heimili, þar sem mæður og börn geta komið til að hafa sumar- hvíld, og öll meðöl og læknis- lijálp ókeypis. Þær hafa heim- ili handa unglingum utan af landi, sem koma í bæina til að ganga á miðskcla. Svo hafa þær konur, sem vanar eru hús- störfum og senda þær út um heimilin úti á landi, sem ekki geta veitt sér þá hjálp, sem þörf or á, borgar félagið helming og jafnvel § af kaupi. 1930 sendu þær hjálp til 1,000 heimila. Eg hefi hér aðeins komið með nokkur sýnishorn af starfi kvenfélaga, sem dálítið er frá- skilið okkar vanalega starfi, sem er: Health, Drama, Folk Dancing, Education, Legislation and Co-Operation, and Peace. Eg hefi ekki reynt að lýsa bænum Washington að nokkru leyti; þar sem það tæki alt of langan tíma, get eg aðeins sagt að fegurri borg hefi eg aidrei séð. Það er eins og hvert stræti og hver bygging hafi sínar sögu- iegu endurminningar, og vafn- ingsrósirnar, sem alstaðar voru til þess að prýða rauðu stein- veggina, geröu alt svo yndislegt. Við komum tvisvar í Hvíta Hús- ið, fyrst allir erindrekarnir á mánudaginn, í “Garden Party” og tók Mrs. Roosevelt í hend- ina á öllum útlendingunum, og voru það allar konur, sem ekki áttu heima í Bandaríkjunum. Forsetinn sjálfur ávarpaði okk- ur frá veggsvölunum, svo á þriöjudaginn voru Canada kon- urnar boðnar þangað aftur, og sýndi þá Mrs. Roosevelt okkur heimilið sjálft og gerði það með mikilli alúð. Á miðvikudaginn var farið til Mount Vernon til þess að heiðra, ekki George heldur Mörthu Washington, með því að leggja blómvönd á leiðið hennar, til minningar um hennar mikla starf fyrir allar konur. Var okkur leyft að skoða þeirra heimkynni eins og þau voru, og eru. Á fimtudaginn voru nokkrar konur gestir hjá “The Sanka Club” sem er klúbbur kvenna í Washtington, og eru þar aðeins konur, sem hafa fengið með- mæli til þess að tilheyra þeim. klúbb, eins og t. d. “The Re- beccas”. Var okkur boðið að halda stuttar ræður. Aðal ræð- una flutti Mrs. Russell, frá Eng- landi, sem er kona, sem mikinn þátt hefir tekið í pólitík heíma fyrir, meðal annars sagði hún okkur að einn þingmaður þar liefði sagt sér að “The Associ- ated Country Women of the World væri ekki rétta nafnið fyrir þennan félagsskap, heldur ætti það að vera “The Unoffic- ial League of Nations. Og er það áreiðanlega tilfinnnig, sem maður hafði allan tímann sem þingiö var setið. “Að útbreiða alheims velvild.” Þessi klúbb- úr styrkir ungar stúlkur, sem vilja ganga mentabrautina, en hafa ekki kringumstæður til þess að gera það, með því að lána þeim peninga, sem borgast eiga til baka. Þennan sama dag voru Can- ada konurnar boðnar til Mr. Wrong, sem er okkar sendiherra í Bandaríkjunum sem stendur, þar til sá nýi er útnefndur, og voru allir hlutir gerðir þar til þess að gera dvölina sem skemtilegasta. Var stór og mikil sýning á handiðnaði og var þar margt sem maður hafði ánægju af að skoða og læra hvaða mismun- andi handiðn kæmi frá hverri þjóð. Mrs. Watt sagði að gam- an væri fyæir konur, sem fynd- ist að alt ætti að vera tollfrítt að geta skift á handiðn sinni við konur um ahan heim, og var hún Viss um að allar konurnar hefði ánægju af að geta hjálp- að svo hver upp á aðra og kent sína sérstöku iðn, hvort sem væri til héimabrúks eða sölu. — Voru liandsaumuðu ábreiðurnar sérstakar, þar sem hvert fylki hefir sitt vissa spor til þess að stinga ábreiðuna, og á það ekki að vera brúkað nema þar. Konan, sem mest kvað að á þessu þingi, var frú Michelet frá Noregi, hélt eg kanske að það væri sérplægni úr mér þar sem hún væri Skandinavi, en eg hefi frétt síðan eg kom heim að hinum konunum héðan fanst það sama. Var hún erindreki Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands, og er sá félags- skapur sem hún er forseti fyrir kallaður “The Northern Leg- ion”. Hún sagði að á milli þeirra þjóða væri en'gin sam- kepni né afbrýðissemi, því þær vildu allar hjálpa systrum sínum tif þess að vinna að því sama. Hún sagði mér að þær hefðu hvað eftir annað reynt að fá ís- lenzkar konur til þess að til- heyra þeim félagsskap, en ekki getað það. Vildi hún að eg reyndi að fá þær til þess að gera það, þar sem það væri svo nauö- synlegt fyrir allan félagsskap að hafa styrk af því að tilheyra öðrum löndum og starfa í ein- ingu í gegnum það samband. Þær leggja mikla áherzlu á að hafa ungmennin í félagsskap þessum, því þær vita vel að vel- ferð framtíðarinnar hvílir á þeirra herðum. Síðasta athöfn þingsins var mjög tignarleg, og fór hún fram “at the Water Gate Ar- lington Memorial gate” og var kölluð bólsetuijskveðja. Hafði verið reistur ræðupallur í fjör- unni. Söfnuðust allir erindrek- ar saman uppi á bakkanum, og gengu í skrúðgöngu á eftir sín- um fána niður tröppurnar, og á meðan var spilað þjóðlag hvers lands eftir því sem þau komu a The Army and Navy Band. — Þetta fylti mann lotningu og virðingu fyrir öllum þessum konum. Miss Frasinger, sem var for- seti Bandaríkjadeildarinnar setti svo fundinn og kallaði á frú Marie Michelet til þess að á- varpa, konurnar og gerði hún það með þeim-hætti, að engin kona, sem viðstödd var mun gleyma þeirri hugvekju. Hún sagöi okkur að fara heim með þá ást, sem hefði verið veitt í svo fullum mæli liér, til bænda og fjölskylda, því ef við gerðum það, mundi gleði ríkja á 'heim- ilinu, og þar sem ást og gleði ríkti, þar mundi vera friður, og frá slíku heimili mundi útbreið- ast friðsamlegt umdæmi og mundi með þessu móti breiðasr smátt og smátt lengra og lengra og myndi á endanum umkringja heiminn. Okkur vantar heim þar sem ríkir ást, ánægja og friður, því með þeim hætti væri liægt að stofna guðsríki á jörð- inni, eins og frelsarinn hefði boðið okkur. Hvert spor í þá átt er spor til stofnunar guðs- ríkis hér á jörðu. Við konurnar viljum ekki stríð,, við vitum svo vel hvaða eymd og sorg það hefir í för með sér. Látum okkur allar tengjast höndum með innilegri bæn um nýjan kraft, nýjar hug- sjónir og nýtt markmið. Andrea Johnson ÖRLAGAÞRÁÐURINN (Frumsamin saga) Eftir Friðrik Guðmundsson Framh. Það var um þessar mundir að frúin á Staðarhóli, kom inn í skrifstofu tií mannsins síns, og tók sér sæti gagnvart honum við skrifboröið. — Presturinn hummaði fyrirmannlega og góð- látlega. Þetta var óráðið veður, hann vissi í hvaða átt að frúin sat, en það var ekki víst að hann hvesti heint úr þeiirri átt. Það var eins og að biðja fyrir að einhverju leiti valdur að veðrabrigðum, hann lagði koll- húfur og kjamtaði í isífellu. — Loksins hóf hún upp róminn. Eg sagði þér það um dagipn þegar Siggi kom að fá hestinn lánað- ann, að það væri fjölgað hjá Þuríði á Brekku, það má því búast við því að þú verðir sóttur til að skýra, þegar minst vonum varir, og faðerni barnsins þarft þú þá að bókfæra. Við höfum áður rækilega minst á þetta, og okkur er báðum jafnkunnugt um faðernið. En nú í morgun kom Jón okkar til mín, og sagði mér að þú hefðir spurt sig eftir því, hvert honum væri ekki sama þó honum væri kent barn- ið, ef það kæmi til þess, að Ein- ar bróðir hans væri ætlað fað- ■ernið. Eg vildi fegin að þú hefð- ir aldrei hugsað þetta, aukheld- ur talað það. Enginn maður er I þarfari á þessu heimili en Jón, þó honum hafi aldrei verið hrós- að fyrir gáfurnar, og það veist þú að hann hefir aldrei verið við kvennmann kendur, og það er aðeins til að trufla hans rólegu búsönnun, að hreyfa þessu máli við hann, og hefir nú þegar oll- að honum óró. En þetta er ekki nema önnup hlið málsins, Þu- ríður er svívirt, og mér þykir vel geta verið, að hennar tilfinning- um yrði það ennþá sárara, ef farið væri að bendla hana við Jón. Þetta ráðabrugg er enn- fremur ekki prestlegt, og ef þaö heyrist framar orð í þessa átt, þá lýsi eg því yfir, við gott tæki- færi, í heyrenda hljóði að Einar sé faðirinn. Hann hefir og einn til þess unnið. iSéra Hákon: Mikil ler þín umhyggja kona góð. Þú veist af hvaða ástæðu eg mintist á þetta við Jón, þar sem það getur spilt áliti Einars, ef þetta verður uppvíst, eða kemst í hámæli. Frú Ástríður: Já, eg veit hvað þér hefir gengið til. En það er mál til komjið að þú hugsir eins vandlega um Jón og Einar, og hugsir um Þuríði eins og sálu- sorgari hennar. Eg sé heldur ekki að ihér sé við neitt að stríða nema kannské metorðagirnd Þorsteins gamla. Þú þarft ekk- ert að spyrja um faðerni barns- ins, skýra hana bara Einarsdótt- ir, og ef svo færi að hún seinna giftist Einari í Gerði, sem eg vona af því eg veit að hún elsk- ar hann, og þá kemur þetta föð- urnafn sér vel. Eg býst við að Þorst. segi öllum sínum kunn- ingjum að Einar okkar sé faðir barnsins, en það veldur mér engri ógleði. * Séra Hákon: Heldurðu að hann Þorsteinn spyrji mig ekki eftir því, hvaða Einar eg eigi við? Frúin: Jú, eg býst við því, en Þorsteinn er ekki gáfumaður, og eg vorkenni þér ekki að standa af þér glímubrögðin., lians, og vildi eg fegin vera við- stödd á þeirri stund. Annars má þetta mál vera úttalað af minni hálfu, nema eitthvað nýtt komi fyrir. Presturinn: Já, þú hefir nú lokið máli þínu, og meðal ann- ars gefið það í skyn, að mér hætti of mjög við því, að gleyma Jóni okkar. Eg get ekki séð að þín fyrirhyggja um framtíð hans, beri með sér meiri nær- gætni en mín, þegar á alt er lit- lið. Hann er orðinn gamall, til að vera ógiftur maður, og við aldurhnigin, svo óvíst er að eg haldi brauðinu mikið lengur, og hvar mundi honum vera til- búinn hentugur staður, þegar okkar missir við. Væri það nokkurt óráð að hann nú gift- ist, og það inn á gott efnaheim- ili. Ekki er eg að fullyrða að það gæti gengið fyrir sér, en orðin eru til alls fyrst, og eg sé ekki betur en eg sé að hugsa jafnt um þá báða, Jón og Ein- ar, þegar eg vil grafast eftir því, hvert ekki megi eigna honum barn Þuríðar, og ekki mundi eg telja eftir mér að minnast á gerður væri af þessu mikill þyt- ur. Hver veit nema henni lítist eins vel á Jón, eins og hvern Einarinn sem er, og Þorst. mundi varla setja sig á móti því að tengjast við okkur, jafnvel þó um Jón væri að gera. Frúin: Þér er eins kunnugt um það eins og mér, að Þuríður er trúlofuð Einari í Gerði, þó á laun sé, og enginn getur fullyrt neitt um það, nema Einar kunni að fyrirgefa henni, og elska hana eftir sem áður, og til þess bendir það sjáanlega, þegar hann sótti læknirinn yfir fjallið, og stofnaði sér í lífsháska við það, sem er mjög algengt og skiljanlegt einkenni hreinnar og brennandi æskuástar, og sjálfur hefir þú o?z sagt, að Einar í Gerði væri lang álitlegasti allra ungra manna í sveitinni Vilt þú verða til að heíta gæfu- veg Þuríðar, sem er alt að einu og hún móðir hennar, og af- bragð ungra kvenna? Eg vinn á móti þessari krókaleið, alt sem eg get. Nú þegar við erum búin að borga Jóni ráðsmannskaup fyrir mörg ár, þá er hann í góð- um efnum, og líklegur til að sjá sjálfur fyrir sér, eins trúr og vinnugefinn sem hann er, og þvf fremur að vera ógiftur, neina hann sjálfur vakni til þeirra hluta, og sízt vildi eg eiga hann í samfélagi við Þorstein á Brekku. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgOlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Þá var kallað á frú Ástríði frá málafærslunni ril húsfreyju stófunnar. Séra Hákon vissi að veðrið var yfir, sneri þó bakinu að j skrifboðipu á meðan hann var að ná sér. Hann kunni vel að meira kosti konu sinnar og mat mikils hreinleik hennar. Hann fann það að hann hafði alla þeirra hjúskajxartíð, eins og not- ið tilsagnar af hennar meðeigin- legu réttlætistilfinningu og hann var fyrir löngu búinn að læra það að láta hana ráða, þegar hún tók þannig • alvarlega í strenginn og var fyrirfram sannfærður um að færi vel. — Hann reiddist aldrei við hana en beið þess að sársaukinn af út- listun hennar, liði frá eins og lúaverkir, og skildi hennar fyr- irhöfn ekki verða meiri. Þetta vissi hún og var honum því á- valt jafn nærgætin á næstu stundu, eftir ráðninguna. Framh. INNKOLLUNJRMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth..............................Sumarliði J. Kárdal ................................ B- Halldórsson íSdnf........................................ Einarsson Beckviiie::::::::::::................. sígtr- sigyaidason Belmont.........".......................Bjor° Þorðarson Bredenbury.......... ....................iý'Z r 0 eson Brnwn Loptsson ..................................... J- Gríslason . .. ................................Grímur S. Grímssnn Elfros ....................................... Anderson Eriksdaie................................?• s- Anderson Foam Lake........................................ÓTlatur HaUsson ...........................John Janusson Gl^borö—;;............................................Tím. Böðvarsson Hayland.......................................... Ble80n Hnausa............ ..................J°haau Johu8?n Hnve ........................Gestur S. Vídal Húsaöíközzzz:..........................An,diés zkagf?I(í Inni^faii Kernested Kandaha'r;:::::;:::::::::::::::;:....Hanues J- Kristnes........... ....................S^^BjI°rnS80U Langruth.................................. RÓ„smA 4™asou L^ndar'::::;;;;;:::;;..................Th* cuðmundsson Markervillp JonsS°n Sozar" ..................................... / Gakvw 1.................................Andrés Skagfeld nftn GW..............................Sigurður Sigfússon Pifev.....................................ttBjorn Hördal t, Z"'""":.......................................... S. Anderson Rpd Deerar ..........................•;-—.-Sig. Sigurðsson ggiSzz::::::::::::::::::;-::......... “SJT.................................................Björn Hjörleifsson Steep Rock...........................................Fred Snædal StoZ^m............................................ Hördal ThornhiU...............................Thorst. J. Gíslason ir"‘...................................... Eicarsson Vancouver. ................................ Anna H Wmnipegosis... ...........................Ingi Andersoö Winnipeg Beach................................ Kernested WJ'uyard.................................. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: ~kra...................................... K. Einarsson Bautry "............................... E. J. Breiðfjörð Blaine, Wash.....................Séra Halldór E. Johnson avaher...... Jón K Einarsson Chicago:Geo.F.Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta Hdiuburg.........................-...........Jacob Hali Garoar.................................... M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson.................................Jón K Einarsson Heusel.................................... K. Einarsson Ivanhoe..............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St Miiíon..................................... G Vatnsdal Minneota............................... c v Dalmann Mountain„.....•••••••••.................Th. Thorfinnsson National City, Calif.......John S. Laxdal, 736 E 24th St Boiut Roberta...........................Ingvar Goodman' Seattle, Wash..........J. j. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Bvold...................................Jón K. Einarsson uPham..................................... J. íireiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg. Manitoba hann hefði gleymt | þetta við Þuríði sjálfa, áður en tíðinni, eða væri

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.