Heimskringla - 15.07.1936, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.07.1936, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 15. JÚLÍ, 1936 ! í Vesturvíking Þýtt úr ensku “Það er forsjón, að hafa hana á skipinu, blátt áfram regluleg forsjón. Snúðu uppí, skipherra og. gef þeim merki að senda bát, og láttu þá vita fyrir víst að frænkan sé hér. Gerðu þeim svo þann kost, að ef þeh-fhefta, för okkar, þá skulum við hengja stelpuna fyrst og berjast við þá á eftir. Kannske það taki mesta gassann af ofurstanum Bishhop. ’ “Kannské líka ekki,“ svaraði Wolverstone gildum rómi og tók sér stað hjá Blood, en það var honum óvæntur liðsauki. “Einhverjir af þessum krákum kunna að trúa þeirri firru,” hann bandaði fyrirlitlega á hópinn, sem altaf fór vaxandi. “Sumir af þeim ættu þó að vita betur, sem. voru með okkur á Barbados og þekkja ofurstann Bishop. Ef þú heldur þú getir komið við hjartað í honum, þá ertu meira flón Ogle, en eg hélt þig vera í hreint öllu nema skotverkinu. í>að er ekki til neins að snúa upp í vindinn, nema til að vera alveg viss um að skipinu verði sökt undir okkur. Þó við hefðum heilan skipsfarm af frænkum Bish- ops, þá biti það alls ekki neitt á þann selshaus. Það er eins og eg var að segja lávarðinum hérna, sá þrælahöldur myndi heimta sinn hluta þó líf móður hans lægi við. Þú þyrftir ekki mig til að segja þér þetta, Ogle, ef þú værir ekki annað eins flón eins og allir vita að þú ert. Við verðum að berjast, piltar ...” Ogle varð æfur og hafði sig allan við, að vega upp á móti þvi sem þetta kynni að orka á skipverja. “Það getur skeð þú segir satt, það getur líka skeð þú farir með tóma vitleysu. Við verðum að hætta á það. Það er eina ráð- ið ...” Lengra komst hann ekki fyrir köllum vík- inga, að stúlkan skyldi fengin þeim til gislingar. Jafnframt dunaði skotbrestur að baki 'þeim og kúla skall í sjóinn, svo að gusur stóðu upp á stafn stjórnborða megin. ‘‘Þeir eru komnir í skotfæri!” gall við Ogle, hallaði sér út af borðstokk og segir gríð- arlegri raust: “Stýrðu upp í” Pitt stóð hjá þeim sem talað var til og um stýrið hélt og kallaði í móti: “Hvenær tókst þú við skipstjórnar valdi, Ogle sæll? Eg fer eftir því sem skipstjórinn segir og engu öðru.” “Þú skalt gera þetta eins og eg segi, ann- ars skaltu . . .” “Vertu hægur!” Blood tók ufn handlegg- inn á honum og segir hvatlega: “Eg held eg viti betra ráð.” Hann leit um öxl á skipin, varla kvartmílu á burt, það næsta. Miss Bishop og lávarðurinn stóðu saman, nokkur skref fyrir aftan hann, hún föl og hart haldin, með augun á Blood, angurvær sjónar og heyrnar vottur að því, hvemig togast var á um forlög hennar. Blood velti í huga sér sem snarast, hvað verða myndi ef hann dræpi Ogle þegar í stað, og þóttist finna að mikill meiri hluti skipverja vildi það fram hafa með od£i og egg, að halda Miss Bishop í gisling. Ög ef þeir hefði það fram, væri úti um hana, því að þótt Bishop léti undan að þessu sinni, 'þá mundu þeir ekki sleppa henni. Hann hélt takinu á handlegg þess, sem upphlaupinu stýrði, sá gerðist órór, skaut eldrauðu andliti fast að því framan í Blood og heimtaði að fá að vita, hvert það ráð væri. “Það er ekki til annað úrræði,” segir hann, stundarhátt. “Eg læt ekki blekkjast af þeirri froðu, sem Wolverstone er að sletta. Þetta úrræði viljum við reyna. Það er eina, ráðið, segi eg, og það megum við til að taka”. Enn sá Blood í vandann, að þó að skip- verjar samþyktu, að hann gæfi sig í vald Bish- ops, þá mundu þeir ekki láta stúlkuna lausa, með þeim ofsa sem ni^var hlaupinn í þá.. “Af hennar völdum erum við í þessa gildru komnir, hennar völdum og 'þínum,” æpti Ogle. “Þú lagðir líf allra okkar í hættu, til að koma henni á land í Jamaica, og við ætlum ekki að láta drepa okkur, meðan við getum haft hana til að forða okkur við lífláti.” % Hann sleit sig af Blood og vildi til stýris en þá var skipherrann búinn að ráða með sér hvað gera skyldi. “Þetta er örþrifa ráð”, mælti hann. “Mitt ráð er öruggara og hægara. Bíddu við.” Þar næst kallaði hann til Pitts: “Stýrðu upp í. Láttu svo reka og gefðu þeim merki, að senda bát.” Þá varð hljótt um alt skip og tortrygni mikil útaf þessum skjótu skapbrigðum. En þó Pitt þætti miður fýsilegt, þá gerði hann sem honum var sagt, og svo gerðu aðrir, hlupu til segla og óku þeim eftir því sem þurfti. Blood benti lávarðinum til tals við sig. Sá tigni maður gekk til hans, hikandi þó, af tortrygni, og tortrygg var Miss Bishop og ekki kvíðalaus útaf því, að skipherrann lét undan kröfum háseta og stöðvaði skipið. En er lávarðurinn var til hans kominn, tók Blood til máls og skýrði stuttlega frá erindi lávarðarins á þessar slóðir og frá því, hvað hann hefði boðið sér af hálfu konungs og stjórnar. “Því boði hafnaði eg, eins og lá- varðurinn betur borið um, og þóttist svívirtur af. Þið sem hafið þjáðir verið undir stjórn Kobba kóngs, munuð skilja það. En nú er við höfum ratað í þetta vandræði, að oss er hvorki undankomu né sigurs auðið, er eg reiðubúinn að taka sama ráð og Morgan gerði, að taka fyrirliða tign í flota konungs og hlífa okkur öllum með þeim hætti.” En er hann hætti að tala, voru allir svo forviða, að þeir steinþögðu. Síðan reyndu all- ir að segja eitthvað. Flestum varð dátt, líkt og þeim við lífgjöf, sem hafa séð vísan bana sinn. Sumum þótti eins líklegt, að Bishop léti ekki slíkt fyrir hefndum standa og Ogle hrópaði há- stöfum: ‘‘Ætli Bishop láti svo búið haldast?” Þá svaraði lávarðurinn Julian: “Ekki mun honum tjóa, að ganga í móti konungsboði. Ef hann reynir til þess þá munu fyrirliðar á skip- um hans snúast á móti honum.” “Jú það mun satt vera,” sagði Ogle. . Aðrir risu öndvegir gegn þessum útveg. Wolverstone tók á sinni miklu raust og skar upp úr: “Fyr skal eg rotna í Víti, en ganga í konungs þjónustu,” og æði margir tóku undir með honum. Þá segir Blood: “Enginn er tilneyddur að fylgja mér í konungs þjónustu, gegn vilja sín- um. Um það er ekkert tiltekið í samningun- um. í samningunum segir svo, að eg gangi undir þá þjónustu með þeim af ykkur, sem viljið mér fylgja. Þið skuluð ekki halda, að eg sé fús og feginn að verða konungs þræll. Eg er alveg á sama máli og Wolverstone. En eg tek það úrræði til þess að koma okkur úr þeim bráða lífsháska, sem eg hefi stofnað okk- ur í. Og jafnvel þeir, sem hafna því að fylgja mér, skulu njóta griðanna nú og vera frjálsir að gera hvort þeir vilja eftir á, fylgja mér eða fara sína leið. Með þessum sáttmála sel eg sjálfan mig kónginum. Segi lávarðurinn til, fulltrúi stjómarinnar, hvort hann er þessu samþykkur.” Lávarðurinn sagði þegar í stað til síns samþykkis, skírt og skilmerkilega. Þá gerð • ust víkingar kátir og rómuðu mál hans með klúrum og kerskilegum áköstum. Hann vatt sér til lyftingar að sækja skipunar skjalið, mjög vel ánægöur í laumi, að atvikin knúðu fram þau erindislok, sem hann vildi helzt. Hásetar dreifðust og skipuðu sér meðfram borðstokk- um, að horfa á herskipin sigla að þeim, hásigld með hvítum voðum. Nú sem Ogle hvarf á brott, sneri Blood sér við og stóð þá augliti til auglitis við Miss Bishop. Hún hafði horft til hans fráneyg og fegin, en er hún sá hve dapurleitur hann var og brúnaþungur, þá skifti hún um svip, gekk til hans, lagði hönd á handlegg hans, mjög svo hikandi, þó alls ekki væri henni líkt að hika, og segir: “Þú kaust það sem betra var, sir, þó þér væri það þvert um geð.” Hann leit þungbúinn við henni, fyrir hana hafði hann lagt þetta á sig, og segir hægur: “Þú áttir það að mér — eða svo þótti mér.” Hún skildi það ekki, sagði liðlega: “Þú bjargaðir mér úr hryllilegri hættu. En því skil eg ekki í að þú skyldir hafna tigninni, þegar þér var boðin hún í fyrsta sinn. Sú þjónusta er með mikilli sæmd.” “Kobba kóngs?” “Það er sæmd að því að þjóna Englandi,” svaraði hún, þóttist þurfa að leiðrétta hann. “Landið er fyrir öllu, sir, kóngurinn ekki neitt. Kóngurinn James hverfur, aðrir koma á eftir honum og enn aðrir í þeirra stað, en England helzt og Englandi þjóna synir þess með sóma, hvað illa sem þeim er við valdhafa sem þá stundina eru uppi.” Hann átti ekki von á þessu, svaraði svo brosandi: “Kænleg málafylgja. Þú hefðir átt að tala til skipverja.” Og enn sagði hann, með sömu gletninni, ekki alvörulaust: “Hvað held- urðu um það, að þessi sæmdarfulla þjónusta geti kannské endurbætt þann, sem er bæði þjófur og ræingi?” Hún leit undan og svaraði með hvíldum: “Ef hann . . . þarf endurbótar við. — Kannské . . . kannské hann hafi verið dæmdur of hart.” Þá blikuðu augun ljósbláu og svipurinn mýktist: “Nú .. . ef þú heldur það,” sagði hann og gætti að henni áhugasamlega, “þá er til nokkurs að lifa og jafnvel þolandi að þjóna konjunginum Kobba.” í því bili sá hann hvar báti var lagt frá einu herskipinu og við það skifti hann um ham, líkt og sá sem orðið hefir miður sín, tek- ur sig á og heldur stjórn á sér. “Ef þú vilt fara til herbergis þíns og sækja dót þitt og þernu, þá skaltu von bráðar verða flutt til herskip- anna þarna.” Hún fór en hann tók kíki, stóð við borð- & stokk, ásamt Wolverstone, og gáði að bátnum, þhr voru sex árar á borð, og maður við stýri í hárauðri treyju. “Varla er það Bishop sjálfur?” innti Wol- verstone. “Neij eg þekki manninn ekki,” sagði Blood og lokaði kíkinum. “A, það lá að,” sagði Wolverstone lílakk- andi. “Honum þykir varlegra, að senda annan fyrir sig. Var svo. Hann hefir komið á þessa ferju einu sinni áður, og fékk þá að súpa á sjó. Kannské hann sé ekki búinn að gleyma því ennþá, karlskepnan. Þykiþ vissaía að senda annan, piltinum.” Nú lagði báturinn að og upp kom maður í fyrirliða klæðum, auðsjáanlega skömmu kom- inn af Englandi, stórlátur og þurlegur og því líkur á svip eins og honum þætti skömm til koma þess sem hann sá, lítt búinna víkinga og illúðlegra. En er hann sá þá Blood og lávarð- inn í þeim hóp, undraðist hann, þó ekki drægi það úr stórlæti hans. Blood kvaddi hann lið- lega: “Góðan daginn herra. Mér veitist sú virð- ing, að bjóða þig velkominn á skip. Blood heiti eg — skipari Blood, þér til þénustu. Þú hefir máske heyrt mín getið.” Sá aðkomni stóð og glápti. Hann átti ekki von á, að sá alræmdi víkingur hefði svo mjúka mannasiöi, heldur bjóst hann við að sá væri fúll og illilegur er hann gæfist upp í vald óvina sinna. Hann glotti kuldalega og svaraði fyrirlitlega: “Þú stígur hæversklega til hangans. Það er ykkur líkt, væntanlega. Alt um það, mitt erindi er að taka þig höndum, karl minn, en ekki að hlýða á ósvífin orð.” Skipherrann Blood lét sem hann undraðist þessar undirtektir og vék að lávarðurinum: “Heyrðirðu hvað hann fer með? Og hefiröu nokkurntíma heyrt annað eins? Þessi æsku- maður ráfar tómar villigötur. Kannske það forði við beinbroti eða öðru verra, að lávarð- urinn segði til mín og minnar stöðu.” Lávarðurinn Julian steig feti framar með stuttaralegri hneigingu til þess snúðuga sendi- manns. Lávarðurinn var alvarlegur eins og klerkur við jarðarför, en mig grunar að þá grímu hafi hann gert sér, og að honum hafi þótt gaman að, undir niðri. “Mér veitist sá sómi að tjá þér, herra, sagði hann með stirðlæti “að skipherrann Blood hefir fyrirliða stöðu í flota konungs, sam- kvæmt innsigluðu skipunarskjali míns herra og lávarðar Sunderland, forseta í ráðuneyti hans hátignar.” Sá aðkomni fyrirliði — hann hét Calverley — varð blóðrauður og þrútinn í framan og mjög stóreygður, en víkingar smiltruðu og hneggjuðu og blótuðu, þeim var svo skemt af þessari komidíu. Calverley hvesti augun lengi á lávarðinn, sá að hann var glæsilega búinn, fötin úr dýru klæði, afarvel stiltur, kuldalega þóttafullur í fasi og í tali, og að öllu því líkur sem með heimsins höfðingjum tíðkaðist. Loks- ins þoldi hann ekki mátið og þusaði: “Hver skrattinn þykist þú vera?” Enn kuldalegri og firri varð rómur lá- varðarins: “Þú ert ekki sérlega hæverskur í tali, herra, tók eg eftir. Eg heiti Wade — Julian Wade, lávarður. Eg er sendimaður hans há- tignar til þessarar siðlausu heimshálfu og ná- skyldur mínum lávaröi Sunderland. Ofurstan- um Bishop hefir verið tilkynt, að mín væri von.” Hinum brá við, svo að auðséð var, að hann hefði heyrt þessa getið, en hann var á báðum áttum. “Eg . . . eg trúi að svo sé. Það er að segja, hann á von á lávarðinum Wade. En . . . en . . . á þessu skipi? . . .” Fyrirliðinn leit í kringum sig, þóttist ekki sjá hið sanna og þagnaði. “Eg lagði upp á herskipinu Royal Mary.” “Svo var okkur tilkynt.” “En Royal Mary varð spönskum ræningja að bráð og eg hefði ef til vill 'alls ekki komist alla leið, ef skiparinn Blood hefði ekki skorist í með mikilli hreysti og bjargað mér.” “Nú skil eg,” sagði fyrirlðinn Calverley. “Eg tek leyfi hjá sjálfum mér, að efast um það.” Enn talaði lávarðurinn í stirðlætis og kulda tón. “En það má bíða. Ef skiparinn Blood vildi sýna þér sitt skipunar skjal, þá er væntanlega ekki neins vafa von framar, og við gætum haldið áfram ferðinni. Eg vil feginn komast til Port Royal.” Blood rak pergament 'skrá framan í fyrir- liðann, sá aðgætti hana vandlega og einkum innsiglið, hörfaði svo aftur á bak, nú var af honum valda svipur og stórlætis. Hann hneygði sig. 1 því bili sundraðist hópur víkinga af sjálfsdáðum, svo að þeir gerðu kví og eftir henni kom Miss Bishop með þernu sína. Blood tók til orða: “Máske, úr því ofurstinn Bishop er stadd- ur hjá ykkur, að þú viljir fylgja bróðurdóttur hans til hans. Miss Bishop var líka á Royal Mary, og eg bjargaði henni ásamt lá- varðinum. Hún mun geta skýrt ofurstanum frá þeim atvikum og hvernig ástatt er með ýmislegt annað.” Calverley þótti undrunum aldrei slíta og gat ekki annað gert en hneigt sig. “Hvað mig snertir,” sagði lávarðurinn, “þá ætla eg að ferðast með Arabella til Port Royal. Skilaðu kveðju til ofurstans og segðu honum, að eg ætli mér aö ná fundi hans í þeim stað.” Honum þótti vissara að verða eftir, svo vík- j ingar gerðu enga tilraun til að aftra ferðum | jómfrúarinnar. XXII Kapítuli Skærur. Borgin Port Royal var orðin æði stór á þeim tíma sem hér er komið sögunni. Borg- arstæðinu hallaði niður að sjó, svo þaðan var að líta eitt rauðmálað þak af öðru„ með gnæf- andi turnum til og frá, upp að grænum hálsum en yfir þeim hvolfdist himininn, blár sem stál. Á staðarins höfn, sem var svo stór, að vel mátti rúma allra landa herskip, lágu sex her- skip fyrir akkerum, herflota deild Englands konungs á vesturhöfum, og eitt herskip til, með rauðum húfi og gyltum skotportum, það var Arabella, en sjávarmegin bar við loft kast- ala afar stóran, hjá sundiAu milli sjávar og hafnar. 'Hjá því stóra skotvígi var engum skipum óhætt, svo að Arabella komst ekki burt nema með leyfi og samþykki viðkomandi yfirvalda. Á skutþiljuín hins umrædda skips lá skip- lierrann Blood, á tágagrind undir segldúks þaki, sem hlífði honum við steikjandi sólar- bruna, og las í kvæðum Hórasar við og við. — Ilásetar heltu vatni á þiljur og struku með skaftlöngum sóflum, og þó heitt væri heyrðisc til þeirra kveðandi með stefjum sem margir studdu, svo sem þetta, til dæmis um það óklúrasta: Viltu sigla hæ—o—hó hart og títt um víðan sjó. Margur broddur brynju smó bévaður fanstu sviða? Lögðum glaðir borð við borð ‘ brýndum oddi frömdum morð mæltum sjaldan æðru orð enginn beiddi griða. Blood varpaði öndu og brosi brá á andlit haps, hann var skarpleitur og hvatlegur á svip og mjög útitekinn. Þarnæst sigu brýrnar svörtu niður á augun ljósbláu, hann lokaði sínum skilningar vitum fyrir öllu sem gerðist í kring um hann og tók til að hugsa. Hann var nú búinn að vera hálfan mánuð í konungs þjónustu, en var engu betri eftir. Bishop var torsóttur strax frá byrjun. Hann kom á móti þeim Blood og lávarðinum, þegar þeir stigu á land og reyndi alls ekki að dylja, hve illa honum eirði það sem orðið var, né hitt, að hann vildi því breyta. Hann stóð á bryggju sporði með allmörgum fyrirliðum og segir mið- 1 ur þýðlega: “Þú ert lávarður Julian Wade, skilst mér.” Þar næst skaut hann óhýru auga á Blood. Lávarðurinn hneygði sig. “Eg mun hafa þann heiður að ávarpa ofurstann Bishop, vara- stjóra yfir Jamaica?” Það var engu líkara en lávarðurinn væri að segja honum til, hvernig hann ætti að haga orðum og framferði. Hinn tók sneiðina, hneygði sig, þó seint væri og tók ofan. Svo þusaði hann: “Þú hefir skipað þennan mann í konungs þjónustu, og það sem fyrirliða, er mér sagt.” Þetta í beizkum tón ávítunar og gremju. “Þér hefir vafalaust gengið gott til . . . viljað launa honum góðu, að hann bjargaði þér frá Spán- verjum. En þetta er algerlega óhugsanlegt, lávaröur. Skipunin verður að afturkallast.” “Eg held mér skiljist ekki,” svaraði lá- varðurinn seint og rólega. “Vitanlega botnar þú ekkert í því, annars hefðirðu aldrei gert það. iSnáðinn hefir skotið þér ref fyrir rass, vitaskuld. Hann er að upp- hafi drottinsviki og upphlaupsseggur, svo þræll og strokuþræll og loksins varð hann bölvaður ræningi. Eg er búinn að eltast við hann hálft ár.” “Eg má segja þér eins og er, herra, að mér var alt þetta fullkunnugt. Eg skipa ekki menn í konungs erindi fyrirhyggjulaust.” “Á, ekki það? Hvað annað kallarðu þetta? En sem hans hátignar varastjóri í Jamaica, skal eg leyfa mér að bæta úr skyssu þinni upp á minn máta.” “Ah! Og hver myndi sá máti vera?” “Hér í Port Royal bíður gálgi eftir svona þrjótum.” Þá vildi Blood gefa sig fram í talið, en lávarðurinn aftraði því og varð fyrri til: “Mér virðist, herra, að þú sjáir ekki fylli- lega í alla málavöxtu þessa efnis. Ef það er skyssa, að veita skipara Blood fyrirliða tign, þá er sú skyssa ekki mín. Eg fór eftir fyrir- mælum míns lávarðar Sunderland, sá höfðingi þekti alla málavexti út í æsar, veitti þó stöð- una ef skipherrann Blood fengist til að taka við henni.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.