Heimskringla - 22.07.1936, Síða 3

Heimskringla - 22.07.1936, Síða 3
WINÍNIPEG, 22. JÚLÍ, 1936 HEIMSKRINGLA 8. SÍÐA HEIMSÆKIÐ ÆTTLANDIЗ NOTIÐ YÐUR HIÐ LÁGA FARGJALD BEINA LEIÐ FRÁ MONTREAL TIL REYKJAVÍKUR Cunard White Star Line, með 96 ára reynslu og sögu að baki, hefir nú í förum stærsta gufusk'tpa flotann á At« lamtshafinu, og er viðfrægt fyrir um- hyggjusemi við farþega, undraverðan viðurgeming, og notalegan aðbúnað. — Reynið ferðalag með þvi, við næstu heimför og notið yður leiðina yfir Eng- land—hún er aðlaðandi æfinlega. Fastar vikulegar siglingar frá Montreal. Spyrjist fyrir hjá gufuskipa íarbréfasala yðar eða — fllMARD WHITISTAR 270 MAIN STREET, WINNIPEG isagnað af öllum vinum og sveit- ungum. FjarveTandi af nanum skyldmennum hans eru Solveig Hermannsdóttir, föðursystir hans, í Neskaupstað, Jón gull- smiður Hermannsson í Reykja- vík, föðurbróðir og Hávarður Guðmundsson, móðurbróðir hans. Hayland, P.O-, Manitoba. Gunnar var borinn til moldar að viðstöddu miklu fjölmenni. Sólin skein í heiði, tjarnirnar voru spegilsléttar í logninu, skógarlundirnar í nánd við bæ- inn voru rétt að byrja að grænka. Þegar fólkið var að koma, vinir og sveitungar, t.il þess að taka þatt í kveðjuat- höfninni heíma, gat eg ekki var- ist því„ að stöðugt kom upp í huga mínum sjóndeildarhringur 1 hins látna á bernskuárum hans. Þegar hann var lítill, hafði hann leikið sér áv Barðsnestúninu, þaðan sem sér inn í fjóra firði; þar sem hátindóttir, austfirskir fjallgarðar blasa við auganu og sólin sezt við hvítan jökulinn. Ekki getur ólíkara landslag en Norðfjörð annars vegar og Hólabygðina í Saskatchewan hinsvegar. Og .þó vai* ,!svo fjarska lítill munur á því,, í hverri sveitinni eg var staddur þennan dag. Mennirnir, sem komu, töluðu sama mál, báru sarna blæ og yfirbragð og land- ar þeirra heima. Athöfnin sjálf var sú sama, sungnir sömu sálmar og sömu ritningum lokið upp. í andlegu tilliti var þetta fólk ennþá heima; ættarein- kennin fylgja því og koma fram á unga fólkinu, þrátt fyrir breytt umihverfi og breytta háttu. Það er þetta, sem gerir það að verkum, að þeim sem nýkominn er að Ihaimadi, finst oft og tíðum sem hann sé enn heima, þrátt fyrir það að skógarlundar og akrar sléttunn- ar prýða sjónhringinn í stað ís- lenzkra fjalla, grasi gróinna túna eða sindrandi sjávar. ís- lendingurinn yfirgefur ísland aldrei alveg, þó að hálfur hnött- urinn sé á milli hans og þess. Hann “tekur það með sér”. Litli drengurinn, sem fluttist af Barösnesi vestur um haf fyrir mörgum árum, bar gæfu til þess að vera þjóð sinni og ætt til sóma. Almenningsorðið ber honum þann vitnisburð. Og þegar við horfum á eftir honum ofan í gröfina, sjáum hann lagð- an í canadiska mold, þá gleðj- umst við af því að hann hafði í framandi landi verið góður full- trúi ættbálks síns. Það sem hann hafði tekið með sér af ís- landi, hefir orðið því til vegs- auka en ekki til óvirðingar í augum annara þjóða- Þess vegna má með sanni segja, að með því að verða að mætum manni í framandi landi hafi hann unnið ættlandi sínu gagn, þó að ekki hafi hann, sem ýms- ir frændur hans,. unnið æfistarf sitt í einhverjum hinna fögru og friðsælu dala Austurlands. Móðir hans, stjúpi og bróðir munu sakna hans. En mun það ekki vera svo um flesta, að þeg- ar einn hryggist yfir burtför þeirra, gleðst annar yfir endur- fundum? Oft hefir það verið þannig um þá, er fóru frá ís- landi til Vesturheims; og þá mun það ekki síður eiga við um þá, sem hverfa héðan af þess- um beimi, en eiga feður sína, systkyni eða vini annars heims. Eins og litla dregnum fylgdu- forðum vinarkveðjur úr sveit- inni heima, er hann lagði frá landi, þannig fylgja honum enn heillaóskir allra þeirra, sem þektu hann. Við óskum þess að hann uppskeri af reynslu jarð- lífsins þá ávexti, sem honum mega verða að mestu gagni, þar sem hann dvelur nú. Wynyard, 21. maí 1936. Jakob Jónsson Ath: Blöð á íslandi eru vin- samlega beðin að birta þessi mniningarorð, vegna frænda og skyldmenna austan megin hafs- ins. Jak. J. ÆFIMINNING Til Kjósenda í Cypress-kjördæmi Þar sem eg hefi verið kjörinn þingmannsefni í Cypress kjördæmi, óska eg við þetta tækifæri, að þakka yður fyrir það traust sem þér berið til mín og lofa yður því, að gera alt sem í mínu valdi stendur, verði eg kosinn, kjördæminu til heilla. Eg var fulltrúi á fundin- um í Portage La Prairie og í nefndinni, sem stefnuskrá conservatíva samdi þar. Er mér því vel kunnugt um á- form og stefnu flokksins. Mér finst svo sem stefnu- skráin sé ágæt og sniðin eftir þörfunum, eins og við höfðum bezt vit á. Hún er í samræmi við sanngjarnar kröfur hvers íbúa þessa kjördæmis sem íbúa annara kjördæma. Og með undirskrift leiðtoganna, hafa þeir skuldbundið sig til þess að beita öllum sínum kröft- um, allri sinni reynslu og þekkingu til þess, að koma henni í framkvæmd. Tíminn er svo stuttur til kosninganna, að mér verð- ur ekki mögulegt, að heimsækja alla kjósendur og tala persónulega við þá. En eg finn yður nú eins marga að máli er mér er unt- Eigi að síður tek eg þetta tækifæri, að skrifa yður þessar línur og fullvissa yður um það, að eg skuli ekki láta neitt ógert til þess að koma því til leiðar fyrir þetta kjördæmi, sem sjáanlega er því til framfara og heilla. Eg hefi búið í sextíu ár í þessu kjördæmi og vona að með þeirri dvöl hafi eg öðlast þekkingu á þörf- um og sanngjömum kröfum íbúa þess. Yðar einlægur, R. G. HURTON KRISTJÓN BALDUR FINNSSON f. 15. jan. 1913 d. 17. júlí, 1936 ‘Margblessaður heimkominn, velkominn vert! Þó viðtakan setji okkur hljóða- Við tökum þið grátfegnir eins og þú ert armana, hjartað vort góða! Þú kemur að flytja aldrei frá oss, framtíð að vera nú hjá oss— boði var öll okkar eiga, En ónýt varð hún nema í sveiga, Svo kransinn frá okkur sé ljósari en lín Og lifandi grænn eins og minn- ingin þín.”— ‘Já, velkominn heim! Þótt oss virðist nú hljótt Á vonglaðra unglinga fundum, Og autt kring um ellina stund um. Vor söknuður ann þér að sofa nú rótt„ í samvöfðum átthagans mund- •um, í samvöfðum átthagans mund- um, Hjá straum-klið og lifandi lund um, Við barnsminnin ljúfu um brekku og völl, Með bæinn þinn kæra og sporin þín öll.” Stephan G. Stephansson Það sorglega slys vildi til að kveldi þess 7. júlí, að þessi ungi maður druknaði er hann, ásamt öðrum félögum sínum, var að baða sig í Winnipeg vatni við bryggjunni í Hnausa, Man. Þessi efnilegl ungi maður var sonur hjónanna Sigurðar og Hildar Finnssonar í Víðir-bygð, í þessu héraði norðanvfirðu. Var hann fimti í aldursröð mannvænlegra sona þeirra, fæddur 15. jan. 1913, ólst upp með foreldrum sínum, og hafði aldrei að heiman farið, en ávalt unnið heima á hinu stóra heim- ili og búi foreldra sinna. Er ISig- urður bóndi faðir hans, athafna- maður mikill og hafði oft að heiman starfað í fiskiveri og við ýms önnur stöf ásamt sonum sínum, en Kristjón heitinn jafn- an heima starfað að hfiill heimil- isins. Hinn látni var lipur og laginn verkmaður og ótrauður til starfs og athafna. Einkar glaðlyndur og f jörugur var hann og hugljúfi annara manna. Léttlyndi hans og æskufjör hafði heillandi áhrif jafnt á eldri sem yngri. — Mikill harm- ur er kveðinn að foreldrum hans, systkynum og ættmenn- um við sviplegt fráfall hans, svo óvænt sem það var. Sjaldan hefir sá er línur þessar ritar séð almennari hrygð — jafnt hjá yngri sem fildri, en þá er lýsti sér svo átakanlega við útför hans- Jarðarförin fór fram frá heimili foreldra hans þann 9. júlí, að viðstöddu óvenju fjöl- menni, víðsvegar að úr hérað- inu, og einnig utan vébanda Nýja íslands. Þögul og djúp sorg yfir fráfalli Kristjóns streymdi frá hjarta til hjarta. Samúð og sorg yfir fráfalli hans og þungum harmi ástvinanna, er harma ljúfan son og ástfólg- inn bróður, frænda og vin. Ástvinir hans kveðja hann með þakklæti og trega, og minnast orða Klettafjallaskálds- ins er kvað um hjartfólginn ungann látinn vin og frænda; “Haf þökk fyrir staðfestu, alúð og ást Til ættingja og félaga þinna, Hvort vorum í leik eða að vinna. Þigg sæmd hans, er aldrei Um æfina brást Sig öllum að drenglund að kynna Né vonunum vinanna sinna, Sem var okkur bróðir og bless- | unargjöf Frá barnsvöggustokknum að tvítugs-manns gröf.” S. Ó. ‘ Þakkarorð Hjartans þakklæti vottum við j öllum vinum og vandamönnum fyrir þá innilegu hluttekning I sem var sýnd við sviplega fráfall okkar elskaða sonar og bróður | Kristjóns Baldurs Finnssonar. Einnig þökkum við alla fögru | blómakranzana og alla þátttöku j sorg okkar. Foreldrar og systkyni | hins látna -Víðir, Man. strax inn á skrifstofu prestsins, þegar hann kom að Staðarhóli, en nú brá nýrra við, hann snert- ist innanum fjöldann af messu- fólkinu, hingað og þangð, eins og hann væri að leita að eín- hverju sérstöku og án þess að eiga nokkrar samræður með mönnum, það var auðséð að hann bjó yfir einhverju áhyggju- efni, hann var kominn lengst inn í göngin og áleiðis að eld- húsi og búri, en eins og hann hikaði þó við að troða sér inn í þann kvennaskara, sem þar hélst einkum við að vanda. En þá kom frúin fram úr búrinu, og stefndi út í aðalgöngin, hann heilsaði henni mjög kurteislega, og hjálhvíslaði að henni, að sig langaði til að hafa tal af henni einslega, hún sagði honum þá Þér sem notiS— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birg-Blr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA hispurslaust, að koma með sér inn í afvikinn skála, framar í bænum. Þá sagði hann að sig hefði langað til að tala við hana fyrir messu, svo hún hefði meiri tíma að hugsa sig um. Hann sagðist hafa skygnst eftir því hjá konu Frh. á 8. bls. ÖRLAGAÞRÁÐURINN (Frumsamin saga) Eftir FriSrik Guðmundsson HREIN HVlT Vindlinga BLÖÐ VOGUE TVÖFALT SJÁLFGERT c STÓRT BÓKARHEFTI 5 Framh. Hátíð er til heilla bezt. Ingi- björg á Brekku, hafði með mik- illi fyrirhöfn komið því til leiðar, rétt fyrir jólin, að tjaldað var yfir sleða, með samansaumuð- um rúmábreiðum, til þess að þær mæðgurnar, skildu geta farið með litlu Lóu til messu á jólunum, næstum hvernig sem veður væri, af því leiðin var nú ekki mjög löng. Þá var og á- kjósanlegast að láta skýra hana um leið. Alt gekk þetta að ósk- um, tjaldbúðin var reist, og vann Ingibjörg mest að því sjálf, því Þorsteini var ekkert um þetta gefið, var ekki óhræddur um að þetta hefði einhvern kostnað í för með sér. Á jóla- daginn var bærilegt messuveð- ur, nokkurnveginn bjart og kyrt, þó frostið væri talsvert mikið, en það gat ekki isakað barnið, í faðmi móðurinnar inn í tjaldinu. Ingibjörg fékk Áslaugu gömlu til að fara með þeim í tjaldinu, og njóta þannig hvortveggja, hátíðamessunnar og skemtilegr- ar sleðaferðar. Siggi skyldi keyra sleðann, en Þorsteinn kaus að vera einn síns liðs, ríð- andi til hliðar, og notaði þá altaf tækifærið til að minna á Rauð sinn, og það óbætanlega tjón að hafa mist hann. Ferðin gekk vel, og á prests- setrinu var þeim fagnað sem æ- tíð áður. Frú Ástríður sagði að það væri of kalt til að skíra barnið í kirkjunni, og yrði því að skíra það á skrifstofunni eft- ir messu, og féllust þær mæðg- ur á það. Þorsteinn á Brekku var eins og hreppstjóri og yfir- vald í sveitinni, vanur að ganga INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: f™6!"":?............................ Sumarliði J. Kárdal r nui................................Sigtr. Sigvaldason Be,ckville.............................Hjörn Þórðarson Bel“01í..................................... J. Oleson 1JXarv..............................Thorst J- GÍBlason Churchbndge..........................Magnús Hinriksson Cypress River............................... Anderson ..................................S. S. Anderson ??ksdfle”"..............................Ólafur Hallsson SS;........................*..........—-K- Kjernested .................................. Böðvarsson Gính°ro...................................... °lesoa ..............................Jóhann K. Johnson Busafvík................................... Kernested ^ndahar.................................S. S. Anderson Knstnes.................................Rósm. Áraason Langruth..................................B. Eyjólfsson T68??.................................... Guðmundsson Lundar ...................................... Jónsaon Markerville.........................Hannes J. HúnfjörO Mozart. ................................ s> Anderson Oak Point.......................................Andrés Skagfeld Oakview.......................................Sigurður Sigfússon °,ffo....................................Björn Hördal Piney.. .................................. s Anderson Park.......................................Sig. Sigurðsson Red Deer............................Hannes J. HúnfjörO Reykjavík.........................................Árni Pilsson Rlverton.........................................Björn Hjörleifsson Selkirk................................G. m. Jóhanseon Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill.......................................Björn Hördal Swan River............................Halldór Egilsson Tantallon........................................Guðm. óiafsson ThornhiU.............................Thorst. J. Gíslason víöir.............................................Aug. Einarsson Vancouver............................Mrs. Anna Har\'ey Winnipegosis.............................ingj Anderson Winnipeg Beach....................................John Kernested Wynyard.................................S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson ®antry.................................E. J. Breiðfjörö Bellingham, Wash.....................j0hn W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson CavaUer..............................Jon Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta Edinburg...................................Jacob Haú Garðar...............................S. M. Breiðfjörð Grafton..............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jbn H. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton..................................F. G. Vatnsdai Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain................................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold..................................jón K. Einarsson Upham...................................E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.